Hinn 12. júlí 1977 ritaði ákærði Sævar Marinó dóminum svohljóðandi bréf:

"Ég undirritaður gæsluvarðhaldsfangi í Síðumúla vil koma eftirfarandi á framfæri við sakadóm Reykjavíkur.

Varðandi svonefnt Geirfinnsmál þá vil ég skýra frá því, að farið var með lík Geirfinns Einarssonar frá Keflavík eftir atburðina þar 19. nóvember 1974 eftir Keflavíkurveginum og beygðum síðan inn á Krýsuvíkurveginn og ókum síðan til vinstri að öskuhaugum Hafnarfjarðar. Líkinu var komið þar fyrir í kanti við öskuhaugana, bíldekk og drasl látið yfir. Of hættusamt þótti að fara með það til Reykjavíkur. Framburður varðandi Rauðhóla er rangur og geymslu á Grettisgötu. Erla nefnir Rauðhólana fyrst í samprófun fyrir ári síðan og gaf mér merki um að tala um stað þar sem við ókum um sumarið 1975. Kristján Viðar átti uppástunguna með öskuhaugana og virtist þekkja þarna til og vissi um hentugan stað þarna. Guðjón ók bílnum og var líkinu komið fyrir á stað, sem ég benti nú nýverið Jónasi Bjarnasyni, rlm. á. Guðjón Skarphéðinsson lagði mikla áherslu á það við mig, að skýra ekki frá staðnum þar sem líkið var falið. Við hittumst á Mokka daginn eftir og talaði Guðjón þá um, að það myndi koma mér illa ef ég myndi kjafta frá málinu. Erla var búin að segja mér að skýra frá Rauðhólunum bæði með miðum sem ég fékk frá henni í Síðumúla og í samprófun í júlí fyrra. Taldi ég þetta vera samráð hennar og Guðjóns, en ég ímyndaði mér, að þau hefðu mikið samráð meðan Erla var laus og mér gefið það í skyn. Þessu óska ég hér með að koma á framfæri og vil veita alla hugsanlega aðstoð, sem í mínu valdi stendur til þess að lík Geirfinns Einarssonar finnist".

 

Hinn 5. september sl. barst dóminum skýrsla frá ákærða um nokkra viðburði dagana 15.-21. nóvember 1974.

Ákærði staðfesti fyrir dómi, að hann hefði skrifað skýrslu þessa og að hún væri rétt.

 

Bls. 396

 

Í skýrslunni greinir svo frá ferðum ákærða eftir kl. 1700 sunnudaginn 17. nóvember og dagana 18.-21. sama mánaðar árið 1974:

"Sunnudagur nóvember 17. 1974.

 

 

Klukkan sirka

Til móður minnar í mat 10. Grýtubakka 17.

Í sjoppu 11. Klepsveg 22.45

Rafn Guðmundsson 12. Lambhól 23.15

Förum að sofa 13. Hjallaveg 01.

 

. . . . .

10. Í kvöldmat hjá mömmu og spiluðu ganlar plötur, sem ég á frá árinu '60 og láum upp í rumi.

11. Lögreglan að snuðra í kringum bifreiðina. Tók upp numerið af jeppanum að ég held. Köluðu í talstöð.

12.

13. Í heimsókn, drekka te, spjalla saman, förum svo heim.

 

Mánudagur nóvember 18. 1974.

 

 

Klukkan sirka

Út í búð kaupa í matinn 1. Hjallaveg 10

Kvikmynda 2. Örfisey 13.15

Mokkkaffi 3. Skólavörðustígur 15.45

Geimir hleðslan 4. Laugarvegur 16.45

Skila geimi 5. Bergþórugötu 17.15

Skila ská yfir nagra teip 6. Kirkjuteig 18.30

Við skila við strákana 7. Bergþórugötu 19.30

Kokk húsið 8. Lækjargötu 20.30

Það er efa mál 9. Ásvallagötu?

Sænsk bíó mynd 10. Háskólabíó 21

Forum að sofa 11. Hjallaveg 01

02

 

2. Kvikmynda. Birtan var síbreitileg að mér tókst illa fá það sem mig vantaði. 3. Í kaffi hitti ég Gilfa Gíslason, teinara og málara. Hann hafði mikin áhuga á nagra teipið. Hann var um tíma með þæti í útvarpinu og tænimaður varð að hafa teipið. Það leidist honum.

4. Náðum í geimi ur hleðslu og skiluðum geimi til

5. Bjarna á Bergþórugötu. Þórsteinn hálf bróðir Bjarna og Sigurður Bárðarson ásamt Bjarn fórum að keira um bæinn.

6. Ég skilaði skrá af nagra teipinu til Vilhjálms, sem ég fekk lánað. Á meðan fór Erla og strákarnir í sjoppu og freka leingi og voru leið að bíða fyrir utan, þega ég var að ræða við Vilhjálm og foru í sjoppu.

 

 

Bls. 397

 

7. Kvödum strákana.

8. Fengum okkur að borða.

9. Myndin fjallaði um skrifstofu fólk sem heldur skemtun fyrir jolin á skrifstofunni sem verður eitt fillirí. Kona sem starfar á skrifstofuni sem er gift og á börn fer að heiman í veisluna og sefur hjá starfs félaga. (Fólk sem er inn um hvort annað dags daglega teingist hvor öðru tilfinningalega). Hun kemur heim um dagsbirtu og hún og maðurinn henar ræðast rólega saman. Bæði óunægð og eftirsjá. Það þarnast tilbreitingu. Myndin endar. Úr bíó heim.

 

Þriðjudagur nóvember 19. 1974.

 

 

Klukkan sirka

Fórum á lappir og borðum 1. Hjallaveg 12

Vilhjálm Knúdsen 2. Kirkjuteig 14.30

Karnabær bíla leiga Geysir 3. Laugarveg 15.15

Tvær skóbúðir 4. Laugarveg 15.40

Húsamiðlun 5. Laugarveg 16

Matvöruverslun 6. Klappastíg 17

Mokka kaffi 7. Skólavörðustíg 17.50

Keira móður mína 8. Laugarveg 18

Að Grýtubakka 9. Breiðholt 18.30

Matvæli 10. Hjallaveg 19.15

Breiðholt 11. Grýtubakki 19.45

 

2. Spjalla við Vilhjálm um filmu sendingu, Teknisk adriði. Hann sagði að seinasta syning væri á myndinni Eldur í Heimaey og væri að hugsa um að sýna myndina vís vegar um landið ásamt öðrum myndum og fá einhvern mann sem mindi treista sér til þess. En hann væri önum kafin í klipingu. Þegar ég var að fara kom Ósvald heitin Knúdsen heilsuðumst og ég kvadi.

3. Skoðum plötur hittum Guðmund bíla leianda.

4. Keipti leður sígvel á Erlu fyrir hlið plötu vezlun Fálkan.

5. Maðurinn sem leigði Erlu var ágeingur og Erla vildi að ég útvegaði sér húsnæði. Við rifumst svo við ætluðum að hætta búa saman. En það var ekki einfalt að fá húsnæði.

 

6. Náturulækninga búðin. Itölsk epli (ný komin) hunang, sítronur, brauð, ost, hrisgrjón, hvítlauk, banana, það man ég minsta kosti.

7. Kaffi eða kakó spjalla við vini.

8. Keira móður mína úr vinnu.

 

Bls. 398

 

9. Borðum að Grýtubakka. Ég vildi gleðja móður mína að bjóða henni á Kjarvalsstaði því hún fer aldrei neitt og það var seinasta sýning á Heymaeyja myndinni. 10. Förum með matvæli á Hjallaveg.

11. Og með mömmu á Kjarvalsstaði.

 

Þriðjudagur nóvember 19. 1974.

 

 

 

Klukkan sirka

Íll fáanleg bílastæði 1. Að Kjarvalsstöðum 20

Mjög svo þétt lagt. Á plani hjá Smjörlíkisgerðinni 2. Bílastæði 20.05

Biðröð mikil 3. Andiri 20.10

Talsver af fólki 4. Inn í húsið 20.12

Í litlum sal 5. Skugamyndir 20.20

Fyrir framan sýningarsal 6. Hitti folk 20.30

Við á sýningu 7. Önnur sýning 20.50

Vill ég bjóða mömm í kaffi 8. Að loknu sýningu 21.45

Töluverður spoti 9. Út í bíl 22

 

1. Það var mikil aðsókn og öll bílastæði full við Kjarvalsstaði, svo við lögðum bílnum á bílastæði.

2. Hjá Smjörlíkisgerð og Ofnasmiðju, efst á plani Ölgérðar.

3. Þegar við komum að andiri er mikil biðröð.

4. Þegar við komum inn er sýning hafin. Sýning var í suður sal, sem var skift til helminga og sýnt var í SSV hluta, eg giska á 60 sæti.

5. Við skugamynda sýningu í litlu herbeki í SA. Þar var þétt setið. Það voru landslags myndir í stlæt.

6. Ég hitti Vilhjálm fyrir raman sýninga sal en sýning fór fram fyrir luktum dirum, eg kinnti móður mína Vilhjálmi og konu hans og Ósvald heitin Knúdsen. Fyrir aftan Vilhjálm sá ég Kristján Pétursson. Vilhjálmur var ánægður með aðsóknina sem mér skildist að hann ekki beinlínis búist við.

 

7. Geingið út og inn um sókmu dir syninga sal. Við vorum nálagt sýningar vélinni.

8. Að loknu sýningu bauð eg mömmu í kaffiteríuna þar sem lá ekkert á, en mamma sagði að hún væri orðinn sein í köldskamptin út af sykursíkinni.

 

Þriðjudagur nóvember 19. 1974.

Sýning á Kjarvalsstöðum.

 

Bls. 399

 

1. Eldur í Heimaey sýning hefst 8.05

2. Sýníngartími sirka 35 mínódur.

3. Geingið út og inn um sömu dir á sýninga sal.

4. Fullt hús af fólki.

 

 

Tíma sírking

1. Sýning hefst klukkan 20.05

2. Firsta sýning lokið 20.40

3. Út og inn tími sirka 15 mínódur 20.55

4. Önnur sýning lokið 21.30

5. Út úr sal spá í kafi 15. mín. 21.45

6. Sest upp í jeppan 22.00

 

Það voru þrjár eða fjórar sýningar um kvöldið frá klukkan 20.05.

Skugamyndir voru fyrir þá sem vóru að bíða.

Ég dreg úr tímonum að ég held en ég tel tímasirkun mín sé mjög nálægt að vera rétt.

 

Þriðjudagur nóvember 19. 1974.

 

 

Klukkan sirka

Í íbúð hjá móður minni 1. Grýtubakka 22.10

Horfi á sjónvarpið 2. Sjónvarpið 22.40

Ég og Erla förum heim 3. Hjallaveg 22.55

Tek leigubíl 4. Langholtsveg 23.05

Sef í íbuð móðir minnar 5. Grýtubakka 23.20

24

 

1. Feingum kaffi ég og mamma röbbuðum saman um myndina, móðir mín var ánægð með sýninguna. Erla var í fúlu skapi henni fanst ég ekki bera nóu mikla virðingu fyrir sér.

2. Ég fekk mér í glas það var frétakvikmynd frá Fraklandi ef ekki erlend málefni í umsjá Soniu Dijékó ég held að það hfi verið sami fréta maður sem talaði vikuna áður um Chile og Alendes, Haraldur Ólafsson, sagt var frá raunvín svindli hjá stóru vín fyritæki í Fraklandi. Sýnd var af hvítum tank bílum sem var verið að dæla vín í. Belgar og þjóðverjar sem hofðu keipt stora vin farma færu í storlegt skaðabota mál. Svikið var að mig minnir að rauðvínið var ekki látið gerjast og var blandað með alkahóli upp í vissan stirkleika. Aðrir vin farmleiðendur voru hrædir að missa sína samninga við erlend ríki sökum þess máls og var spáð að vin framleiðsla minndi dragast saman í Fraklandi. Það má vera að Árni Bergman hafi verið þulur í þætinum einig.

 

 

Bls. 400

 

3. Ég og Erla að Hjallaveg við rífumst og ég fer burtu og verum viðskila.

4. Stoppa leigu bíl og fer upp í Breiðholt til mömmu minnar.

5. Svaf þar um nóttina. Fékk mér te og ristað brauð í morgun mat og fór til Ásgeirs Friðjónssonar.

 

Miðvikudagur nóvember 20. 1974.

 

 

Klukkan sirka

Fer á lappir fær mér að borða Grýtubakka 9

Ávana- og fíknilifja dómstoll Lögreglustöðin 10

Hitti Erlu og sætast Hjallaveg 12

Umsóknar eiðublað Lotleiðum 15

Mokka kaffi Skólavörðustíg 15.30

Húsamiðlun Hvervisgötu 16

Á sýníngu Gamla Bíó 17

Rafn og Þurrí Lambhól 19

Þöll sjoppa Þíngholtstræti 19.30

Heimilislegt kvöld Hjallaveg 20

 

1. Ræða við Ásgeir Friðjonsson dómara hvort þeir hafi hringt í Vilhjálm Knúdsen og verið að spurja um mig.

2. Borða og stlapa af og spila plötur.

3. Erla sækir um vinnu á skrifstofu Loftleiða.

4. Drekka kaffi eða kakó og spjala við kuningja.

5. Íll fáannlegt husnæði. Hús í Kópavogi að vísu gult að lit sem við höfðum ekki áhuga á.

6. Ég man það ekki greinilega hvaða mynd það var. Gétur verið Billy the Kid, 2001, Norðurskaut svarar ekki.

7. Við stopuðum stutt þau voru tvö heima. Ég var að hugsa um að fá Þurrí einhvern tíman að tala texta inn á nagra teip. Erla sat út í bíl á meðan.

 

8. Við keiftum finnskan eplasafa og ostlokur í pokum sem er uppblásið eins og pókorn.

9. Það segjir sig sjálft eins og geingur og gerist.

 

Fimmtudagur nóvember 21. 1974.

 

 

Klukkan sirka

Förum á lappir og borðum Hjallaveg 11

Filmu pöntun 1. Kirkjuteig 14

Í kakki 2. Grytubakka 14.30

Sjónvarpið 3. Laugarveg 15.30

Stilla bílinn 4. Bergþórugötu 16.30

Húsa miðlun 5. Laugarveg 17.30

Borða Hjallaveg 18

 

Bls. 401

 

 

Í kakki hittum hina 6. Skólavörðustíg 19.45

Bíllinn var staðsetur

við Hegníngarhús 7. Bergstaðarstræti

Horól mynd 8. Hafnar bíó 21

Viðskila við hinna 9. Miðbær 22.40

Kvikmynda rabb 10. Kirkjuteig 23

Förum að sofa 11. Hjallaveg 01

02

 

1. Vilhjálmur að klippa mynd. Ég spurði hann um filmu sendingu sem hann átti von á. Ég stopaði stut.

2. Amma mín var hjá móður minni að ég best man.

3. Erla sótti filmu úr framkölun 200 fet. Þessi var tekin um vorið að Guðrun Gísladóttur leikkona tók af mér og Guðjóni S. og Ólafi Stefensen við kirkjuna á Kirkjuteig.

4. Ég það Bjarna að stilla ganginn í bílnum.

5. Það var ekkert húsnæði að fá Erla bánkkaði upp.

6. Eftir mat á Hjallavegi forum við á Mokka kaffi. Hittum þar Hinrik Jón Þórisson sem vildi að við færum saman í bíó. Hinrik sagði að Páll Konráðsson og Kristján V. V. á Laugarvegi 32 hafi pínt ofan í hann tvo pakka af blómsturdufti.

 

8. Mig minnir að það hafi verið Frankistæn en ég géf slíkum myndum frekar lítinn gaum. Hun hét að ég hld Endalok Frankistæn.

9. Keirðum hinna niðrí bæ.

10. Vilhjálmur sagði mér frá mynd sem hann hugðist gera. Frá Vilhjálmi fórum við heim í bólið".

Samkvæmt skýrslu þessari kveðst ákærði hafa farið frá Kjarvalsstöðum um kl. 2200 að kvöldi 19. nóvember 1974. Ákærði var nánar spurður um þetta í dóminum 13. september sl., og kvaðst hann halda fast við það. Ákærða var bent á, að þetta væri ekki í samræmi við framburð hans fyrir dómi svo og bréf, sem hann ritaði dóminum 12. júlí sl.

 

Ákærði heldur því nú fram, að allur framburður sinn í málinu sé rangur og byggður á sögusögnum rannsóknarlögreglumanna og hafi þróast upp með rannsókn málsins. Hann hafi aldrei farið til Keflavíkur að kvöldi 19. nóvember 1974 og kannist ekki við að eiga þátt í hvarfi Geirfinns Einarssonar. Hann hafi aldrei séð Geirfinn.

E. Ákærði Kristján Viðar Viðarsson var yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglunni hinn 23. janúar 1976 vegna gruns um, að hann væri viðriðinn eða vissi um hvarf Geirfinns Einarssonar.

 

 

Bls. 402

 

Ákærði skýrði svo frá, að hann teldi sig ekki viðriðinn eða vita um hvarf Geirfinns. Hitt sé annað, að hann hafi eins og fleiri fylgst með því í fjölmiðlum, þegar lýst var eftir Geirfinni og verið var að rannsaka hvarf hans.

Ákærði taldi, að hann hefði ekki komið til Keflavíkur nema tvisvar um ævina, fyrra sinnið þegar hann var um 13 ára gamall, en hitt skiptið gæti hafa verið einhvern tíma um það leyti sem Geirfinnur á að hafa horfið. Á þeim tíma var hann að öllu jöfnu mikið undir áhrifum ýmiss konar lyfja, bæði örvandi og róandi, þó aðallega róandi, en var aftur á móti lítið undir áhrifum áfengis, enda var honum ráðlagt af lækni að láta áfengisdrykkjuna eiga sig. Vegna þessarar óhóflegu lyfjanotkunar sé minni sitt frá síðari hluta árs 1974 mjög óljóst á köflum. Ákærði kvaðst muna eftir því, að einhvern tíma að kvöldlagi hafi hann farið upp í stóra sendibifreið af þeirri gerð, sem ýmist er notuð til vöru- eða fólksflutninga. Að hann best man, gerðist þetta á bak við samkomuhúsið Klúbbinn við Borgartún hér í borg. Ákærði getur ekki gert sér grein fyrir, hvers vegna hann fór inn í þessa bifreið, en eitt sé hann viss um, að hann hljóti að hafa þekkt einhvern eða einhverja, sem í bifreiðinni voru, annars hefði hann ekki farið inn í hana. Hann geti því ekki, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, sagt um, hverjir hafi verið í bifreiðinni auk sín, en fleiri menn hafi verið í henni. Bifreið þessi gæti vel hafa verið af Mercedes Benz tegund með gluggum aftur eltir hliðunum og, að ákærði heldur, fremur dökk að lit. Þessari bifreið var ekið út úr borginni, að ákærði telur til Keflavíkur. Ákærði er ókunnugur í Keflavík og getur því ekki sagt um, hvert þar var ekið, en hann man það, að bifreiðin var stöðvuð rétt við sjó. Ákærði heldur, að bifreiðin hafi verið stöðvuð til hliðar við stórt hús eða skemmu, sem ábyggilega var ekki íbúðarhúsnæði, verslunar- eða skrifstofuhúsnæði. Framan við bygginguna var sjórinn í svolítilli fjarlægð, og man ákærði eftir að hafa séð þar fram á að minnsta kosti eina bryggju úr steinsteypu. Lýsing var ekki góð þarna, engir ljósastaurar, heldur kom birtan frá ljósum á þeirri hlið fyrrnefndrar byggingar, sem að sjónum snýr. Ákærði telur sig hafa séð aftan á nokkuð stóran bát, að hann heldur stálbát, en ekki getur hann gert sér fyllilega grein fyrir, hvort hann var á sjó eða stóð á landi. Við bryggjuna var að minnsta kosti einn bátur, mjög lítill, ekki með neina yfirbyggingu, að ákærði heldur. Ákærða finnst eins og einhver hreyfing hafi verið á þeim báti, eins og hann væri um það bil að koma

 

 

Bls. 403

 

að bryggjunni eða fara frá henni. Tvær aðrar bifreiðar að minnsta kosti voru þarna á staðnum, og voru það hvort tveggja fólksbifreiðar. Ákærði er ekki viss um tegund eða lit þessara bifreiða, en önnur fannst honum vera Volga, Datsun eða Mercedes Benz. Fólk var við bifreiðarnar, að ákærða minnir nokkrir karlmenn og einn kvenmaður. Sumir karlmannanna voru eldri en ákærði. Ákærði telur sig hafa séð þarna tvo menn að minnsta kosti, sem hann bar kennsl á. Annar var ákærði Sævar Marinó, en hinn Einar Bollason. Sævar Marinó þekkti ákærði vel, en Einar hafði hann oft séð, á myndum, en þekkti hann ekki persónulega. Þá telur ákærði sig hafa séð þarna Erlu Bolladóttur, systur Einars. Karlmennirnir virtust vera eitthvað að ræða saman. Ákærði man ekki eftir að hafa farið út úr bifreiðinni. Hann man ekki frekar eftir atvikum þarna á staðnum eða ferðinni aftur til Reykjavíkur. Hann man eftir því, að sjávarmálið beggja vegna bryggjunnar var möl, en ekki steinsteypt eða malbikað. Frekar kveðst ákærði ekki geta tjáð sig um þetta mál, að minnsta kosti ekki að sinni, en hugsast geti, að atvik kunni að rifjast betur upp fyrir sér síðar. Ákærði getur ekki fullyrt um, hvort þessi atburður eða ferðalag var um það leyti, sem farið var að lýsa eftir Geirfinni, en telur það vel hugsanlegt.

 

Í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni hinn 27. janúar kveðst ákærði muna betur eftir málsatvikum, þegar hann kom á framangreindan stað, sem hann telur hafa verið í Keflavík.

Hann kveðst nú hafa farið ásamt fleirum út í bátinn, sem var við bryggjuna. Hann heldur, að þetta hafi verið stærri bátur en hann skýrði frá í fyrri skýrslu, því að þilfar hafi verið á honum. Ákærði man hins vegar ekki fyrir víst, hvort á honum var lítið stýrishús eða lúkar. Bátnum var siglt frá bryggjunni og stefnt á haf út. Ákærði man eftir, að þá voru á bátnum þeir ákærði Sævar Marinó, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og að minnsta kosti einn enn, sem hann þekkti ekki. Ákærða var sýnd ljósmynd af manni, sem honum ar sagt, að hafi heitið Geirfinnur Einarsson, og telur hann sig vissan um, að hún sé af manni þeim, sem hann þekkti ekki. Ákærði vill ekki fullyrða, hver stjórnaði bátnum. Í landi urðu eftir þau Erla Bolladóttir, Valdimar Olsen og að hann heldur maður, er hann nafngreindi. Ákærði kveðst bekkja Huldu, systur Valdimars Olsen, þau hafi verið bekkjarsystkin eitt sinn í skóla og hafi hann oft komið heim til þeirra að Framnesvegi 61 hér í borginni. Þekkti hann því Valdimar vel í sjón, en ekki persónu-

 

 

Bls. 404

 

lega. Ákærði hefur oft komið í veitingahúsið Klúbbinn og séð þar Magnús Leópoldsson. Þekkir ákærði hann því í sjón, en ekki persónulega. Sigurbjörn Eiríksson telur ákærði sig einnig þekkja í sjón, en ekkert frekar, nema hann veit, að hann muni vera eigandi Klúbbsins. Ákærði heldur, að hann þekki mann þann, er hann nafngreindi, í sjón, en er ekki viss um það og getur því ekki sagt um með vissu, hvort hann var þarna. Ákærði heldur við nánari umhugsun, að önnur fólksbifreiðin, sem var við bryggjuna, hafi verið Fiat, en hin Mercedes Benz. Fiat bifreiðin var rauð að lit og ökumaður hennar Einar Bollason, en hver ók hinni fólksbifreiðinni, er hann ekki viss um. Ákærði telur, að Valdimar Olsen hafi ekið sendibifreiðinni.

 

Ákærði er ekki viss um, hve langan tíma sjóferðin tók, en giskar á 1 1/22 klst. Hann getur ekki gert sér grein fyrir, hvert siglt var, enda er hann ókunnugur, en siglt hafi verið að einhvers konar "bauju" eða dufli. Við þetta var fest varningi, sem í ljós kom, að var áfengi. Var það á flöskum, sem voru í plastpokum, og í stórum plastbrúsum. Þetta var einhvern veginn bundið saman og segl utan um, en annars sá hann ekki vel fráganginn á þessu eða man ekki betur um það. Þessi varningur var tekinn í bátinn, og heldur ákærði, að flestir hafi hjálpast að við það, m. a. tók hann þátt í því. Að því búnu var haldið til lands á ný.

 

Meðan á þessari sjóferð stóð, urðu átök í bátnum. Ákærði man ekki fyrir víst, hvort þau urðu á útleiðinni eða á leiðinni í land aftur. Í þessum átökum áttust við annars vegar maður sá, sem hann þekkir sem Geirfinn, og hins vegar þeir Einar, Sigurbjörn og Magnús. Ákærði blandaði sér eitthvað í þessi átök Geirfinni til aðstoðar. Einar ýtti ákærða til hliðar og skipaði honum að skipta sér ekki af þessu. Ákærði veit ekki, hver voru upptök eða ástæðan fyrir þessum átökum. Ákærði getur ekki lýst átökunum náið, en Geirfinnur var sleginn í höfuðið. Heldur ákærði, að Einar hafi gert það og Sigurbjörn tekið Geirfinn hálstaki. Ákærða minnir, að báturinn hafi hægt ferðina, meðan á átökunum stóð, eða jafnvel stöðvast. Hann varð þess ekki var, að Sævar Marinó tæki þátt í þeim. Eftir átökin lá Geirfinnur á bilfarinu úti við borðstokkinn og bærði ekki á sér. Bátsverjarnir, að ákærðu undanskildum, fóru nú að ræða eitthvað saman, sem ákærði heyrði ekki, enda var honum bersýnilega ekki ætlað að heyra ,það, sem rætt var. Eftir átökin var ákærða sagt, að hann skyldi þegja yfir þeim, en ella hafa verra af. Man hann ekki betur en það hafi verið Sigurbjörn, sem sagði þetta við hann.

 

 

Bls. 405

 

Þegar að landi kom aftur, voru bifreiðarnar þar fyrir og, að hann heldur, það fólk, sem varð eftir í landi. Var nú hafist handa um að setja varninginn upp á bryggjuna og inn í sendibifreiðina, og man ákærði ekki betur en Geirfinnur, sem var innpakkaður í plast, hafi farið sömu leið. Þegar því var lokið, var lagt af stað til Reykjavíkur. Ákærði er ekki viss um, hvaða bifreið lagði af stað fyrst, en minnir þó, að það hafi verið sendibifreiðin, sem hann var í. Ekið var til Hafnarfjarðar, að ákærði best man, og þar að einhverju húsi, en ákærði getur ekki að svo komnu máli gert sér ákveðið grein fyrir, hvaða hús það var. Ákærði heldur, að ekki hafi verið staðið þar við nema stutta stund, og fór hann ekki út úr bifreiðinni á meðan. Ákærði minnist þess ekki, að neitt hafi verið tekið þar úr bifreiðinni. Síðan var ekið hingað til borgarinnar, og heldur ákærði, að ökuferðin hafi endað við samkomuhúsið Klúbbinn við Borgartún. Hann fór strax burt og hélt niður á Laugaveg 32. Ákærði sá ekki Sævar Marinó við Klúbbinn, þegar þeir komu þangað. Hann kveðst ekki geta sagt um, hvað gert var við farminn í sendibifreiðinni. Ákærði kveðst ekki hafa rætt ferðalag þetta við neinn þátttakanda í því frá því það var farið, ekki einu sinni við þau Sævar Marinó og Erlu, enda hafi hann haft mjög lítil samskipti við þau síðan.

 

Í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni hinn 10. febrúar voru ákærða sýndar ljósmyndir af 16 mönnum, sem rannsóknarlögreglan taldi hugsanlegt, að komið gætu við sögu varðandi förina í Dráttarbraut Keflavíkur og bátsferð þaðan hinn 19. nóvember 1974.

Ákærði telur sig þekkja fyrir víst 5 af þeim mönnum, sem myndir voru af, það er Valdimar Olsen, Einar Bollason, Sigurbjörn Eiríksson og maður að auki, er ákærði nafngreindi. Hinn fimmta þekkti ákærði ekki með nafni, en honum var sagt, að það væri Geirfinnur Einarsson. Ákærði sagði sem áður, að þeir Valdimar, Einar, Sigurbjörn og Geirfinnur hefðu allir verið í tengslum við ferðina til Keflavíkur og bátsferðina. Geirfinnur hafi farið í bátsferðina og einnig Sigurbjörn, en ákærði er ekki alveg eins viss um, hvar þeir Einar og Valdimar voru, en er þó viss um, að þeir voru í Keflavík þennan dag.

 

Í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni hinn 2. mars kvaðst ákærði vilja breyta öllum fyrri framburðum sínum í máli þessu. Lýsi hann því yfir, að þar hafi hann farið með algerlega rangt mál. Hann hafi aldrei farið í þessa Keflavíkurferð og ekki í nokkra bátsferð þaðan. Ákærði tók heldur aldrei þátt í því að

 

Bls. 406

 

flytja nokkurt áfengi þaðan eða annars staðar að hingað til borgarinnar eða varð sjónarvottur að nokkrum átökum, sem hugsanlega gætu verið tengd hvarfi Geirfinns Einarssonar. Ákærði kveðst því í rauninni enga hugmynd hafa um, hvernig hvarf Geirfinns hafi borið að höndum, og sér vitanlega hafi hann aldrei augum litið þann mann. Vitneskja sín um hvarf hans sé eingöngu fengin úr fjölmiðlum frá þeim tíma, sem Geirfinns var saknað, og svo hafi hann vafalaust ekki komist hjá því að heyra kjaftasögur eins og aðrir.

 

Ákærði kvaðst litlar skýringar gata gefið á því, hvers vegna hann hefði sagt það, sem eftir sér er haft í fyrri framburðum sínum í máli þessu. Þegar hann var spurður um, hvort hann vissi eitthvað um Geirfinnsmálið og hvort hann hefði farið til Keflavíkur, hafði hann verið töluvert miður sín, slappur á taugum, eins og það er kallað, því að allt umtalið um atburðinn í Hafnarfirði varðandi Guðmund Einarsson hefði fengið töluvert á sig. Ákærði kveðst hreinlega hafa búið til í huga sér algerlega söguna um það, hvernig hann hafi farið til Keflavíkur og hvernig "staðháttum þar hefði verið hagað". Þetta hafi hann gert algerlega á eigin spýtur, en geti ekki, eins og hann hefur fyrr sagt, gert sér grein fyrir hvers vegna. Ákærði kveðst aðeins í upphafi hafa verið spurður um vitneskju sína varðandi "Geirfinnsmálið" og ferð til Keflavíkur. Ferðinni og staðháttum hafi hann lýst sjálfstætt.

 

Næst þegar skrifleg skýrsla hafi verið tekin af sér, hafi hann skýrt nánar frá atburðum og nefnt ýmis mannanöfn. Þá hefði honum verið sagt, að fleiri hefðu skýrt frá þessari Keflavíkurferð og hann hefði heyrt ýmis nöfn, án þess þó að þau hefðu "við mig verið sett í samband við þessa ferð". Ákærði heldur, að það hafi verið ástæðan fyrir því, að hann kom með þessi mannanöfn, en hann þekkti reyndar alla eða flesta þá menn í sjón eða nánar. Ákærði getur ekki frekar gert grein fyrir því, hvaða hvatir lágu að baki því, að hann gaf þessar röngu upplýsingar.

 

Í þriðja sinn, sem,skrifleg skýrsla var tekin af honum, hafi honum verið sýndar ljósmyndir af nokkrum karlmönnum. Ákærði þekkti þar "myndir af 4 mönnum með nafni". Hann taldi sig þekkja þann fimmta, en þó ekki vita, hvað hann héti. Það sé rétt, að þessa fjóra þekki hann að minnsta kosti í sjón og hafi gert rétta grein fyrir, hvernig hann þekkti þá. Ákærði hafði aldrei séð mann þann, sem fimmta myndin var af, og kveðst hann enga

 

Bls. 407

 

grein geta gert fyrir, hvers vegna hann þóttist þekkja hann, þótt ekki væri með nafni. Sama sagan var með aðrar þær myndir, sem hann taldi sig kannast við. Hann viti ekkert, af hverjum þær séu, og hafi bent á þær aðeins af handahófi.

 

Ákærði kveðst að sjálfsögðu gera sér ljóst, að það sé mjög alvarlegt athæfi, sem hann hafi gerst sekur um með þessum framburðum sínum, en nú hafi hann skýrt algerlega rétt frá atburðum.

Ákærði kveður sér hafa verið tjáð, að Sævar Marinó og Erla hafi borið það, að hann og þau hafi verið í þessari Keflavíkurferð, en á þeim framburðum kunni hann enga skýringu aðra en þá, að þau fari þar með alrangt mál.

Hinn 9. mars mætti ákærði til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Ákærði kveðst mjög hafa hugsað málið, síðan skýrslan var tekin af honum 2. mars, og komist að þeirri niðurstöðu, að hún sé ekki með öllu rétt. Sér hafi hér verið tjáð, að Erla Bolladóttir hafi sagt hann hafa komið í bifreið á Vatnsstíg kvöldið sem hann á að hafa farið til Keflavíkur. Þegar honum hafi verið bent á þetta atriði, hafi rifjast ýmislegt upp fyrir sér. Hann kveðst nú muna greinilega eftir því, að hann hafi að kvöldi til sest upp í fólksbifreið, sem stóð á Vatnsstíg á milli Laugavegar og Hverfisgötu. Bifreið þessi hafi snúið frá Laugavegi, það er niður brekkuna, og kom ákærði aftan að bifreiðinni. Ákærði settist inn í aftursæti bifreiðarinnar, sem hann minnir, að hafi verið fremur lítil og þröng, en vill þó ekki fullyrða um það. Í framsæti bifreiðarinnar hafi setið Sævar Marinó, kunningi hans, en Erla í aftursætinu, að hann heldur, og hafi hann sest við hlið hennar. Ákærði vill ekki fullyrða um, hver sat undir stýri bifreiðarinnar, en telur sig hafa kannast við hann. Ekið hafi verið út úr borginni og ökuferðin endað í eða við dráttarbraut, sem ákærði er nú algerlega viss um, að er Dráttarbraut Keflavíkur. Það hafi verið farið með sig öðru sinni í Dráttarbrautina í Keflavík og þá í myrkri. Sé hann alveg viss um, að það sé staður sá, sem hann fór á í bifreiðinni af Vatnsstígnum. Ákærði fór út úr bifreiðinni í eða við Dráttarbrautina, og það gerði Sævar Marinó einnig. Ökumaðurinn fór og út, en um Erlu er hann ekki viss. Fleiri menn voru þarna fyrir, þegar þau komu á staðinn. Ákærði vill ekki fullyrða, hve margir þeir voru, en heldur, að þeir hafi verið þrír. Ákærði man mjög óljóst eftir atburðum í Dráttarbrautinni og getur ekki munað eftir því að hafa farið í bátsferð eða hafa séð bát þarna við bryggju. Aftur

 

 

Bls. 408

 

á móti kveðst hann hafa þekkt bryggjuna við Dráttarbrautina aftur, þegar hann sá hana í myrkri, og einnig kannast við, hvernig sjálft svæðið sé upplýst, þegar hann hafi séð það. Ákærði kveðst muna það orðið greinilega, að einhver maður hafi sagt sér að bíða uppi við bát, sem stóð, uppi í Dráttarbrautinni, og hann hafi staðið í skugganum við bátinn. Ákærði kveðst muna, að hann hafi ætlað eitthvað að færa sig úr stað, en þá hafi maður komið á móti honum og sagt honum að vera kyrrum. Þessi bátur var nokkuð ofan við bryggjuna, en hann sá til mannaferða efst á bryggjunni. Hvað frekar gerðist þarna, getur hann ekki enn sem komið er munað, nema hvað hann man, að um það bil sem hann var að fara af staðnum, hafi hann hlaupið yfir Dráttarbrautina og muni eftir að hafa stokkið yfir lágu, steyptu garðana, sem liggja þvert á brautina og bátarnir standa á. Bifreiðin hafði verið stöðvuð rétt fyrir ofan og þarna hafi einnig verið önnur bifreið, sem hann man ekki hvernig var. Þá man ákærði það, að um það bil sem farið var úr Dráttarbrautinni, hafi menn dreift sér eitthvað eins og ætti að leita einhvers, og hann man eftir að hafa séð út úr bifreiðinni kletta í sjó fram, eins og eru til hliðar við Dráttarbrautina. Ákærði kveðst ekki geta munað, hvaða fólk fór með honum aftur hingað til borgarinnar. Ákærði kveðst ekki geta gert sér grein fyrir, hvað verið var að aðhafast í Dráttarbrautinni, nema hann er alveg viss um, að það varðaði við lög. Ákærði man eftir því, að þegar ekið var á brott þaðan, sat hann í aftursæti bifreiðar, hallaði sér fram á við og spurði, "hvort okkur yrði nokkuð blandað í þetta". Ákærða var svarað, að svo yrði ekki. Ákærði er alveg viss um, að honum var mikið í mun, að honum yrði ekki blandað í eitthvað, sem hann man ekki, hvað var, en hefur örugglega varðað við lög. Persónulega heldur ákærði, eða öllu heldur finnst, að þetta ferðalag hafi eitthvað staðið í sambandi við spíritus, þótt hann muni það ekki.

 

Ákærði treystir sér ekki til þess að segja til um, hverjir voru staddir í Dráttarbrautinni þessa nótt auk hans og Sævars Marinós, en er viss um, að hann þekkti eða kannaðist þar við fleiri, þótt hann geti ekki sem stendur munað, ,hverjir það voru. Þegar mennirnir dreifðust um það bil sem þau voru að fara, hafi einn mannanna sagt við sig skipandi á þá leið, "að ég skyldi grípa hann, ef hann hlypi fram hjá mér". Kveðst ákærði muna, að honum hafi ekkert fundist þetta skrítið, og hafi því vafalaust vitað, við hvern var átt. Hann man þó ekki, hver þetta átti að vera frekar en hann man eftir öðrum mönnum þarna á staðnum.

 

 

Bls. 409

 

Nafnið Geirfinnur segi sér ekkert í þessu sambandi, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Ákærði man ekki eftir að hafa heyrt neinar sögur um það, á hvern hátt Geirfinnur gæti hafa horfið, nema að hann heyrði einu sinni Sighvat Andrésson, samfanga sinn á Litla-Hrauni, segja, að hann hefði séð Geirfinn og Eirík Sigurbjörnsson ganga eftir gangi á 2. hæð Klúbbsins og vera að tala saman. Eiríkur þessi muni vera sonur eiganda Klúbbsins. Sighvatur sagði ákærða, að Eiríkur hefði síðar lent í einhverjum vandræðum í sambandi við hvarf Geirfinns. Annað hefði hann ekki heyrt um hvarf þessa manns nema það, sem hann las í blöðunum.

 

Í nóvember 1974 kveður ákærði hafa mátt heita, að hann héldi alveg til í húsinu nr. 32 við Laugaveg hér í borg. Á þeim tíma neytti hann lyfja í miklu óhófi og var minni hans því mjög slæmt með köflum, líkt og eftir mikla áfengisdrykkju. Ákærði man best eftir atvikum, ef hann hugsar sérstaklega um þau, og ef honum er bent á einhver atriði, þá er eins og minnið skýrist.

Hinn 18. mars var ákærði yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglunni að eigin ósk.

Ákærði kvaðst hafa töluvert hugsað um ferðina til Keflavíkur, síðan skýrsla var síðast tekin af honum. Ákærði vill ekki fullyrða það, en sér finnist endilega, að þarna í Dráttarbrautinni hafi verið auk ákærðu Valdimar Olsen og stórvaxinn maður, töluvert mikill á velli. Finnist sér endilega, að maður þessi hafi verið Einar Bollason, þó hann vilji ekki að svo komnu máli fullyrða um það. Ákærði man ekki nánar enn um ferðina sjálfa til Keflavíkur eða aftur hingað til borgarinnar. Hann man, að eitthvað var sett í bifreið þá, sem hann kom með aftur þaðan, en hann telur ekki, að um hafi verið að ræða sömu bifreið og hann fór í suður eftir. Það var ekki lík, sem var sett í bifreiðina, en einhver varningur, og aðstoðaði hann eitthvað við að koma honum fyrir. Hann getur ekki enn áttað sig á, hvaða varningur þetta var. Þá telur hann sig muna eftir Sigurbirni Eiríkssyni í Dráttarbrautinni, en vill ekki fullyrða um návist hans frekar en hinna tveggja, sem hann hefur nafngreint. Maðurinn, sem honum finnst hafa verið Einar Bollason, sagði við hann, að hann ætti ekkert að vita um það, sem gerst hefði þarna í Keflavík. Einnig sagðist maður þessi vita, hvers konar maður ákærði væri og hann ætti að gleyma öllu, sem þarna hefði farið fram.

 

Ákærði kvað það algerlega víst, svo sem hann hefur áður greint frá, að Sighvatur Andrésson hefði sagt sér eitt sinn að Litla-

 

Bls. 410

 

Hrauni, að hann hefði séð þá Geirfinn Einarsson og Eirík Sigurbjörnsson saman í Klúbbnum, örfáum dögum áður en sá fyrrnefndi hvarf, þótt honum væri bent á, að Sighvatur vildi ekki kannast við að hafa sagt honum þetta.

Hinn 31. mars kom ákærði fyrir dóm hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa. Framburður ákærða var á þessa leið:

"Mættur segist muna eftir því, að á þeim tíma, sem hann bjó á Laugavegi 32, að þá hafi hann eitthvert sinn farið upp í bifreið á Vatnsstíg. Mættur segist ekki muna, hvernig bifreið þetta var, og man ekki, hvert bifreiðinni var ekið. Mætta minnir, að er hann settist inn í bifreiðina, að þá hafi hann sest á pels Erlu Bolladóttur, um leið og hann settist hjá henni. Mættur man eftir að hafa gengið niður Vatnsstíg og sest hægra megin inn í bifreiðina. Mættur segir, að Sævar hafi annað hvort verið þarna í öðrum bíl eða komið úr öðrum bíl yfir í þennan. Mættur man ekki, hvert var ekið.

 

Mættur kveðst muna örugglega eftir sér í Dráttarbrautinni í Keflavík. Kveðst mættur hafa farið út úr bíl ásamt bílstjóranum og gengið niður í móti, og mættu þeir þar manni, sem skipaði mættum að standa undir bát, sem stóð þar á þurru landi niður í slippnum. Mættur kveðst tvisvar hafa ætlað að fara að rölta um, en sér hafi verið skipað að vera kyrr. Mættur kveðst muna eftir að hafa verið að stökkva yfir einhverja búkka, þegar hann var að hraða sér í áttina að bílnum. Mættur kveðst muna eftir, að verið var að setja einhvern varning í farangursgeymslu bifreiðar. Kveðst mættur hafa starfað að þessu, og man mættur eftir að hafa verið ávítaður fyrir ódugnað af manni, sem mættur kveðst vera viss um, að hafi verið Einar Bollason. Mættur segir að sér finnist, að maðurinn, sem hann gekk með niður í slippinn, hafi verið Valdimar Olsen. Þá kveðst mættur hafa séð tvo menn standa á bryggjunni. Finnst mættum endilega, að annar maðurinn hafi verið Sigurbjörn Eiríksson.

 

Mættur kveðst muna eftir að hafa séð þarna fleiri menn, sem þar voru dreifðir um svæðið og verið á hlaupum að húsi, sem stendur þarna við slippinn.

Mættur segir, að skýrslur hans frá 23. og 27. janúar og 10. febrúar séu ekki sannleikanum samkvæmar. Hann hafi skáldað þessar skýrslur upp til þess að fá frið fyrir fangavörðum og lögreglumönnum, en mættur kveðst hafa verið orðinn mjög slæmur á taugum á þessum tíma vegna stöðugra yfirheyrslna og vegna máls Guðmundar Einarssonar.

 

 

Bls. 411

 

Mættur kveðst muna eftir því, að er ekið var brott úr Dráttarbrautinni, þá hallaði hann sér yfir framsæti bifreiðarinnar og spurði Sævar, að því er mætti telur, hvort þeim yrði nokkuð blandað í þetta. Kveðst mættur hafa verið æstur, þar sem honum hafi ekki verið ansað strax. Mættur segir ítrekað aðspurður, að hann muni auk Erlu og Sævars örugglega eftir, að umrætt sinn hafi verið í Dráttarbrautinni Einar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson.

Mættur kveðst þó ekki vilja fullyrða, að Erla Bolladóttir hafi verið þarna stödd".

 

Ákærði kom aftur fyrir dóm hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa 1. apríl. Framburður ákærða var á þessa leið:

"Mættur segir, að frá því hann kom síðast fyrir dóm, hafi ýmislegt rifjast upp fyrir sér varðandi atburðina í Dráttarbraut Keflavíkur. Þannig kveðst mættur muna eftir, að einhverjir menn voru að slá einhvern, og var sá maður alblóðugur í framan, og virtist mættum hann vera hálfmáttfarinn. Mættur man eftir að hafa spurt, hvers vegna mennirnir létu mann þennan ekki í friði og hvað hann hefði gert þeim. Var mættum sagt að skipta sér ekki af þessu. Mættur kveðst muna eftir, að maður þessi reyndi að flýja undan mönnunum, og minnir mættan, að honum hafi verið sagt að grípa hann, ef hann kæmi þarna fram hjá. Mættur segir, að maðurinn hafi náðst í sjálfum slippnum fyrir ofan fjöruna. Mættur segir, að maðurinn hafi verið dökkhærður og einhvers staðar á milli þrítugs og fertugs. Mættur kveðst muna eftir einhverju vélarskrölti þarna á staðnum, en kveðst ekki geta gert sér grein fyrir því, frá hverju þessi hávaði stafaði".

 

Hinn 6. apríl kom ákærði fyrir dóm hjá Erni Höskuldssyni. Dómarinn bókaði eftirfarandi:

"Dómarinn getur þess, að fram hafi farið sakbending, þar sem Kristján Viðar Viðarsson sá Einar Bollason í hópi manna. Skoðaði Kristján Viðar fyrst baksvip mannanna, en síðan andlit þeirra. Kristján Viðar kvaðst þekkja baksvip Einars Bollasonar sem baksvip bifreiðarstjóra bifreiðarinnar, sem hann steig upp í á Vatnsstíg. Kristján Viðar kveðst hafa séð Einar Bollason áður".

Ákærði var síðan samprófaður við Einar Gunnar Bollason, og er eftirfarandi bókað um samprófunina:

 

"Frekara samræmi um framburð Kristjáns Viðars Viðarssonar um bifreiðina og bifreiðarstjórann á Vatnsstíg náðist ekki. Kristján Viðar kveðst vera viss um, að Einar Bollason hafi

 

Bls. 412

 

ekið bifreið þeirri, sem hann steig upp í á Vatnsstíg. Kveðst Kristján hafa togað fast í hurðarhúninn á bifreiðinni og gekk svo aftur fyrir bifreiðina að hurð hinum megin. Segir Kristján, að einhver hafi orðað það við sig, hvort hann ætlaði að slíta hurðina af bílnum.

Einar Bollason kveðst ekki muna til þess að hafa séð Kristján Viðar áður og kannast ekki við atvik það á Vatnsstíg, sem Kristján Viðar lýsir.

 

Kristján Viðar segist vera viss um, að Einar hafi verið viðstaddur í Dráttarbrautinni ásamt honum og fleirum. Einar Bollason kveðst aldrei nokkurn tíma hafa komið í Dráttarbrautina í Keflavík.

Frekara samræmi náðist ekki í framburði Einars Bollasonar og Kristjáns Viðars Viðarssonar, og segir Einar Bollason Kristján fara með hreina fantasíu".

Hinn 8. apríl kom ákærði fyrir dóm hjá Erni Höskuldssyni og var samprófaður við Valdimar Olsen. Er þá eftirfarandi bókað:

"Dómarinn getur þess, að fram hafi farið sakbending, þar sem Kristján Viðar sá Valdimar Olsen í hópi manna. Kristján Viðar þekkti Valdimar Olsen".

 

"Valdimar kveðst aldrei hafa séð Kristján Viðar áður. Kristján Viðar segist hafa verið eitt sinn staddur í Lækjargötu, nánar tiltekið, þar sem verslunin Hagkaup var, með Sævari, þegar þeir hittu Valdimar Olsen og Valdimar og Sævar ræddu um fjárskuld. Þá kveðst Kristján Viðar eitt sinn hafa séð Valdimar, er hann var gestur hjá Huldu, systur Valdimars. Það hafi verið að kvöldlagi í júlí eða ágúst 1973, nánar tiltekið sama dag og Kristjáni Viðari var sleppt úr gæsluvarðhaldi úr Hegningarhúsinu. Kristján Viðar segir, að Valdimar hafi verið að koma úr vinnu á Þingvöllum. Kristján Viðar segir, að með sér hafi verið Albert Klahn Skaftason. Kristján Viðar segir, að er Valdimar kom inn hafi hann beðið fólkið að fara úr stofunni og inn í herbergi. Valdimar Olsen kveðst vera viss um, að hann hafi aldrei séð Kristján Viðar áður.

 

Frekara samræmi milli framburða Kristjáns Viðars og Valdimars náðist ekki".

Þegar Valdimar hafði vikið frá, skýrði ákærði frá sem hér segir:

"Kristján Viðar kveðst hafa getað rifjað það upp, að hann hafi verið að flytja varning í stóra sendiferðabifreið í Dráttarbrautinni umrætt sinn. Kristján Viðar man ekki, hvaða varn-

 

Bls. 413

 

ingur þetta var, en segist hafa farið margar ferðir með eitthvað, sem hann tók sitt í hvora hönd.

Kristján Viðar kveðst aðspurður hafa séð Valdimar Olsen í hópi manna í Dráttarbrautinni umrætt kvöld, og segir Kristján Viðar, að sér sé minnisstætt, að Valdimar virti hann fyrir sér, og man Kristján Viðar ekki frekara eftir Valdimar Olsen þetta kvöld".

 

Hinn 20. apríl mætti ákærði til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Ákærði kveður hluti í sambandi við þessa ferð til Keflavíkur hafa skýrst fyrir sér. Hann man eftir því, að Sævar Marinó hringdi til hans um miðjan dag, þar sem hann var staddur að Laugavegi 32, og spurði, hvort ákærði vildi koma með í einhvern leiðangur. Sævar Marinó sagði, að þarna væri um spíraflutning að ræða, og nefndi mikla peninga í því sambandi, en ekki man hann, hve peningaupphæðin var há. Ákærði sagði Sævari Marinó, að hann gæti ekki sagt til um það, hvort hann kæmi, og sagðist Sævar Marinó þá gefa honum umhugsunarfrest fram til kvölds, en þá mundi hann hringja aftur. Hann sagði ákærða einnig, að hann vissi ekki, hvort þessi ferð yrði farin þá um kvöldið eða næsta kvöld.

 

Sævar Marinó hringdi aftur um kvöldið, og ákvað ákærði þá að fara með. Sævar Marinó sagði ákærða, að hann hringdi úr "sjoppunni" við hliðina á Laugavegi 32 og ætti ákærði að koma í bifreið, sem væri á Vatnsstígnum. Ákærði fór upp í herbergi, sem hann hafði að Laugavegi 32, og sótti þar, að hann minnir, svartan leðurjakka, sem hann átti. Hann fór síðan út, gekk norður Vatnsstíginn og leit inn í bifreiðar, sem voru hægra megin á götunni. Þá var kallað til hans og hann spurður, að hverju hann væri að leita. Ákærði sá þá bifreið, sem stóð vinstra megin á Vatnsstígnum og sneri til norðurs. Í þessari bifreið, sem hann telur, að hafi verið Fiat fólksbifreið, voru þau Sævar Marinó og Erla, en Einar Bollason stóð fyrir utan bifreiðina, þegar ákærði kom að henni.

 

Ákærði Sævar Marinó fór út úr bifreiðinni, þegar ákærði settist inn í hana. Sagðist hann þurfa að tala við einhvern og hljóp suður Vatnsstíginn, en kom aftur fljótlega. Þá var ekið af stað norður Vatnsstíginn og staðnæmst rétt við Skúlagötu að fyrirsögn Sævars Marinós. Þar sagði hann ákærða og Einari að koma út úr bifreiðinni, og gengu þeir að blárri bifreið. Bifreið þessi var með stóru vélarhúsi og var frekar lágt hús fyrir aftan stýrishús bifreiðarinnar, en þó nokkru hærra en stýrishúsið. Húsið

 

 

Bls. 414

 

eða farangursgeymslan var ekki áföst stýrishúsinu, og virtist ákærða þetta vera einhvers konar sendibifreið eða fyrirtækisbifreið, nýleg og vel með farin. Þegar þeir komu að bifreiðinni, voru tveir menn fyrir framan hana. Hurð var opin á húsi bifreiðarinnar vinstra megin. Inni í bifreiðinni, þ. e. a. s. húsinu, voru nokkrir menn, og telur ákærði sig hafa kannast við einn þeirra sem bróður nafngreinds manns, sem er lyftingamaður, en ákærði man ekki, hvað maðurinn heitir. Maðurinn sagði, að þessir menn væru ekki miklir til vinnu, og var hann þá að tala um ákærðu. Sævar Marinó ræddi við mennina tvo, sem voru fyrir utan bifreiðina. Annar þeirra var frekar hár vexti, með há kollvik, dökkhærður og greiddi hárið aftur og til hliðar. Hann var klæddur í svartan jakka, dökka peysu, og virtist hann stjórna mönnunum þarna á staðnum. Hinum manninum getur ákærði ekki komið fyrir sig og því ekki lýst honum.

 

Var nú ekið af stað, og voru þeir Sævar Marinó í fólksbifreiðinni ásamt Erlu og Einari. Ákærði man ekkert eftir ferðinni, fyrr en hann var staddur í Dráttarbrautinni í Keflavík og var að horfa fram á bryggjuna. Finnst honum eins og hann hafi staðið nokkru hærra en bryggjan er. Þá kom þessi sami maður og Sævar Marinó hafði verið að tala við á Vatnsstígnum og virtist stjórna þessari ferð. Spurði hann þá að því, hvort þeir hefðu verið til sjós. Ákærði svaraði því játandi og sagði honum að hann hefði verið "tappatogurum". Maðurinn sagði ákærða að koma með sér. Gerði ákærði það, og gengu þeir fram á bryggjuna, en það var mjög stutt vegalengd. Þá kom á móti þeim maður, sem var meðalmaður á hæð og frekar þybbinn. Sagði maðurinn, sem var með ákærða, við hinn manninn, að hér kæmi hann með einn, sem gæti farið, og svaraði þá hinn maðurinn, að þess þyrfti ekki, þar sem fullmannað væri á bátinn. Maðurinn, sem kom með ákærða, kvaðst hafa haldið, að 1 til 2 menn vantaði. en hinn sagði, að svo væri ekki, þeir væru frekar of margir. Ákærði sá, að báturinn var að leggja frá bryggjunni, og það, sem hann sá af bátnum, var hvítt, en þarna var mikið myrkur. Ákærða var sagt að standa upp við bát, sem var í Dráttarbrautinni. Hann stóð þar nokkra stund, en fór fljótlega að ráfa um. Kom þá til hans maður, sem honum finnst hafa verið Einar Bollason, og sagði honum að vera á þeim stað, sem honum hefði verið sagt. Ákærði man, að hann gekk tvisvar í átt að bryggjunni, en í bæði skiptin kom Einar og sagði honum að vera, þar

 

 

Bls. 415

 

sem honum hefði verið sagt. Ákærði var þarna talsverðan tíma, að hann heldur tvær klukkustundir, og var honum þá sagt, að kæmi þarna einhver maður, ætti hann að stöðva hann. Enginn kom til hans, þar sem hann stóð, en hann varð var við, að menn voru á hlaupum skammt frá. Ákærði fór þá að huga að því, hvað væri á seyði, og kom hann að, þar sem hópur manna hafði slegið hring um einn mann. Var sá maður mjög skelfdur á svipinn og blóðugur í andliti. Ákærði spurði, hvað þessi maður hefði gert, og var honum þá sagt, að hann ætti ekki að skipta sér af þessu. Ákærði var leiddur burt af staðnum, og nafngreindi hann manninn, sem hann taldi hafa gert það.

 

Eftir þetta fór ákærði að bera einhvern varning af bryggjunni að bifreið, sem stóð þar skammt frá. Ákærði man, að fleiri voru að bera varninginn. Við bifreiðina var einn maður, sem tók á móti varningnum og setti hann upp í bifreiðina, og var það Einar Bollason. Inni í bifreiðinni var annar maður, sem kom varningnum fyrir, og finnst ákærða eins og það hafi verið Valdimar Olsen.

Þegar varningurinn hafði verið borinn í bifreiðina og ákærði var að ganga upp frá bryggjunni, man hann eftir því að hafa séð mann liggja þar í hallanum. Hjá honum var annar maður á hnjánum, og var hann með eitthvað í höndunum, sem ákærði getur ekki gert sér grein fyrir, hvað var. Maðurinn, sem lá, var sami maðurinn og mennirnir höfðu slegið hring um nokkru áður upp við húsin í Dráttarbrautinni, en sá, sem lá á hnjánum hjá honum og var eitthvað að eiga við hann, finnst ákærða hafa verið maður, sem hann tilgreindi. Ákærði spurði hann, hvað væri að manninum og hvað hann væri að gera. Hann sagði þá við ákærða: "Hvers konar aumingi ertu, getur þú ekki horft á það, sem ég er að gera?" Síðan sagði hann einhverjum að koma ákærða í burtu og kallaði ákærða fífl. Ákærða var fylgt að einhverri bifreið, sem þarna var. Var honum sagt að setjast inn í hana. Ákærði settist í aftursæti bifreiðarinnar, og man hann, að hann spurði mann þann, sem sat í framsætinu við hlið ökumanns, hvort þeim yrði blandað í þetta mál, og sagði hann það ekki vera. Ákærði minnist þess, að eitthvert rifrildi var í bifreiðinni á leiðinni til Reykjavíkur, en man ekki frekar eftir því.

 

Ákærði er viss um, að Einar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson voru þarna í Dráttarbrautinni, og man hann eftir því að hafa séð Sigurbjörn ásamt öðrum manni á

 

Bls. 416

 

bryggjunni. Magnús Leópoldsson þekkir hann ekki, og þess vegna getur hann ekki sagt til um það, hvort hann hefur verið staddur þarna í Dráttarbrautinni.

Hinn 28. apríl mætti ákærði í dómi hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa. Viðstaddur var Páll A. Pálsson héraðsdómslögmaður, réttargæslumaður hans. Framburður ákærða er á þessa leið:

 

"Mættur skýrir frá því, sem hann telur sig hafa rifjað upp, frá því hann kom síðast fyrir dóm, og er frásögn hans í góðu samræmi við skýrslu þá, sem tekin var af honum hjá rannsóknarlögreglu hinn 20. apríl sl., dskj. nr. 21.

Mættur kveðst muna eftir því að hafa verið í rifrildi við einhverja menn í slippnum í Keflavík. Þá kveðst mættur muna eftir að hafa verið að rífast við Sævar. Mættur man ekki, vegna hvers rifrildið var, en telur ekki ólíklegt, að það hafi verið eitthvað vegna þessa slasaða manns, sem lá í Dráttarbrautinni.

 

Mættur kveðst muna eftir að hafa komið að Laugavegi 32 aftur í blárri leigubifreið eins og Viggó Guðmundsson ók stundum. Mættur heldur, að aðeins hafi verið tveir slíkir bílar á Hreyfli á þessum tíma".

Hinn 7. maí kom ákærði til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni að eigin ósk. Kvaðst hann nú vilja gefa skriflega skýrslu um það, sem rifjast hefði upp í huga sínum síðustu daga.

Ákærði kvaðst muna greinilega eftir því, þegar þeir Sævar Marinó komu að sendibifreiðinni, sem stóð á Vatnsstíg við Skúlagötu. Var hurðin á farangurshúsinu opin, en hún opnaðist aftur með hlið bifreiðarinnar. Hurðin var hvítmáluð að innan. Inni í farangurshúsinu voru nokkrir menn, og þekkti ákærði einn þeirra í sjón. Maður þessi er kunningi manns, er hann nafngreindi.

 

Í upphafi ferðarinnar var mjög leiðinlegt andrúmsloft í bifreiðinni og ekkert rætt manna á milli, nema Sævar Marinó talaði eitthvað við bifreiðarstjórann. Ákærði minnist þess ekki að hafa heyrt Erlu ræða við neinn þeirra í bifreiðinni og fannst hún annars hugar.

Ákærða finnst, að hann hafi heyrt skothvell, þar sem hann stóð upp við bátinn í Dráttarbrautinni. Um svipað leyti varð hann var við, að menn voru þar á hlaupum, eins og hann hefur áður skýrt frá. Ákærði fór þá á eftir mönnunum og kom að þeim, þar sem þeir höfðu slegið hring um mann. Virtist ákærða maðurinn vera mjög óttasleginn, blóðugur á höfði og í andliti. Þegar ákærði kom að mönnunum, þekkti hann strax einn þeirra, og reyndi hann að fela andlit sitt með því að bera hönd fyrir höf-

 

 

Bls. 417

 

uð sér og snúa sér frá ákærða. Ákærði kveðst nú vera þess fullviss, að maður þessi hafi verið leigubifreiðarstjóri, er hann nafngreindi.

Þegar ákærði kom að mönnunum, fór hann að spyrja þá að því, hvað þeir væru að gera manninum. Var honum sagt, að honum kæmi það ekki við og hann skyldi bara koma sér í burtu. Þá kom til hans maður sá, sem Sævar Marinó ræddi við hjá sendiferðabifreiðinni á Vatnsstíg og ákærða fannst stjórna mönnunum. Sagði hann þá m. a.: "Jæja strákar, þá leggjum við í hann". Maður þessi var, að ákærða finnst, mjög suðrænn í útliti, en talaði alveg íslensku, og er ákærði viss um, að hann er Íslendingur. Hann bað ákærða um að fara að bifreiðinni, og spurði ákærði hann þá að því, hvernig væri með peningagreiðsluna, sem hann ætti að fá. Svaraði maðurinn því til, að ákærði fengi enga peninga. Ákærði spurði manninn fyrst að því, hvort ákærði ætti ekki að vinna eitthvað við flutning á spíra, en hann svaraði, að ákærði ætti ekki að gera neitt og hann ætti að koma sér að bifreiðinni.

 

Nokkru eftir þetta kom ákærði að þremur mönnum, sem voru að bogra yfir liggjandi manni, og telur hann, að þarna hafi verið sami maðurinn og mennirnir höfðu slegið hring um. Maðurinn lá á grúfu, og var höfuð hans blóðugt. Þessir þrír menn voru að vinna á manninum með höggum og spörkum. Einnig var búið að leggja til hans með lagvopni eða hníf, þ. e. a. s. skorið hafði verið í fötin á bakhluta mannsins Ákærði sagði við mennina: "Hvað eruð þið að gera við manninn. Haldið þið, að ég sé eitthvert fífl. Haldið þið, að ég sjái ekki, hvað þið gerið við manninn". Í því kom Sævar Marinó til þeirra. Var þá eitthvað rifist, og kom að maður, sem ætlaði að ráðast á ákærða. Ákærði greip upp grjót og sagði við hann, að hann mundi ekki hika við að beita því, ef hann réðist á sig. Lét maðurinn þá af þessari fyrirætlun sinni, enda kom þá að einn þeirra þriggja manna, sem voru að berja á manninum, og sýndist ákærða hann vera með einhvers konar hníf í hendinni. Maður þessi bað þá að hætta. Sævar Marinó togaði í ákærða og bað hann að koma að bifreiðinni með sér, og gerði ákærði það. Maður sá, sem bað þá að hætta þessu karpi, var aðgangsharðastur í aðförinni að manninum. Var hann kringluleitur, dökkhærður, með mikið hátt enni og stórmynntur. Hann var sjóklæddur eða í einhvers konar blússu, berhöfðaður, og virtist ákærða hann vera blautur um hárið. Meðal annarra einkenna á þessum manni var það, að ákærða fannst

 

 

Bls. 418

 

hann stórskorinn í andliti og með miklar augabrýr. Hann var meðalmaður á hæð, sterklegur og samanrekinn. Ákærði telur, að maðurinn hafi verið nálægt fertugu. Ákærða finnst einhvern veginn, að þetta gæti hafa verið maður, sem hann nafngreindi og hann kannast lauslega við. Þá vill ákærði enn fremur taka fram, að hann sá umrædda þrjá menn vera að færa til mann þann, sem lá, í því skyni, að ákærði heldur, að varpa honum fram af einhverjum bakka, þar sem þeir stóðu. áður en þeir héldu á brott í bifreiðinni frá Dráttarbrautinni, sýndi Sævar Marinó honum byssu, sem hann var með. Lyfti hann henni upp með báðum höndum, þegar hann sýndi ákærða hana. Þeir voru þá tveir í bifreiðinni. Kom bifreiðarstjórinn 5 - 10 mínútum síðar, og var þá lagt af stað til Reykjavíkur.

 

Þegar skýrsla var tekin af ákærða Guðjóni Skarphéðinssyni hinn 14. maí 1976, var ákærði Kristján Viðar færður úr klefa sínum í herbergi, sem er við hlið þess, sem yfirheyrslan yfir Guðjóni fór fram í. Ákærða var gert kleift að sjá Guðjón tvívegis, meðan á yfirheyrslunni stóð, og með þeim hætti, að hann gat virt Guðjón vel fyrir sér. Var ákærði inntur eftir því þegar á eftir, hvort hann hefði borið kennsl á Guðjón. Kvaðst ákærði þá þegar hafa borið kennsl á hann og væri hann þess fullviss, að þar væri kominn "útlendingslegi maðurinn", sem hann hefur rætt um, að hafi verið á Vatnsstíg og síðar í Dráttarbraut Keflavíkur.

 

Ákærði Kristján Viðar var yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglunni 15. maí. Hann skýrði frá því, að hann væri nú þess fullviss, að maður sá, sem hann sá í yfirheyrsluherberginu í Síðumúlafangelsinu daginn áður og honum er tjáð, að heiti Guðjón Skarphéðinsson, sé maður sá, sem hann sá á tali við Sævar Marinó við sendibifreiðina á Vatnsstíg og honum fannst útlendingslegur í útliti. Það hafi verið hann, sem sagði við Sævar Marinó á Vatnsstígnum, hvort ekki væri nægilegt pláss í bifreiðinni, og benti um leið í átt að bifreiðinni, sem þeir ákærði og Sævar Marinó komu inn í. Bifreið þessi var rauðleit. Þessi sami maður hafi sagt á þá leið: "Nú leggjum við í hann, strákar", og lokað dyrum farmskýlis sendibifreiðarinnar. Maðurinn sagði ákærða og þeim, sem með honum voru í bifreiðinni, að fara á undan, og virtist ákærða maðurinn stjórna því, sem þarna fór fram. Hann stjórnaði því einnig, sem að ákærða sneri síðar í Dráttarbraut Keflavíkur.

 

Næst minnist ákærði manns þessa, þ. e. ákærða Guðjóns, í

 

Bls. 419

 

Dráttarbraut Keflavíkur. Hann spurði þá Sævar Marinó, hvort þeir hefðu verið eitthvað til sjós. Ákærði sagðist hafa verið á "tappatogara", en Sævar Marinó svaraði engu. Síðan gekk ákærði með Guðjóni niður á bryggjuna, en Sævar Marinó varð eftir ásamt ökumanni bifreiðar þeirra og einhverjum fleirum. Á bryggjunni kom maður gangandi á móti þeim. Þá sagði Guðjón: "Hérna kem ég með einn" og átti þar við ákærða. Maðurinn svaraði því til, að báturinn væri fullmannaður og væri að leggja frá. Minnist ákærði þess að hafa séð á eftir hvítleitum báti, sem kominn var nokkuð frá bryggjunni. Bátur þessi var með stýrishúsi, en nánar treystir ákærði sér ekki til þess að lýsa honum. Þá sagði Guðjón: "Nú, mér skildist, að það vantaði einn eða tvo". Hinn svaraði þá: "Nei, það er eiginlega ofaukið í bátnum og báturinn farinn frá". Um leið benti hann út á sjóinn, þar sem ákærði grillti í bátinn. Næst gekk Guðjón með ákærða að bát, sem stóð uppi í Dráttarbrautinni, og sagði ákærða að standa þar. Nokkru síðar, eða eftir að ákærði sá menn umkringja einhvern mann þarna, eins og hann hefur áður lýst, sagði Guðjón ákærða að fara að bifreiðinni, ákærði hefði ekkert þarna lengur að gera. Ákærði sagði þá við Guðjón eitthvað á þá leið, að sér hefði skilist, að þarna hefði hann átt verk að vinna. Ákærði telur, að hann hafi staðið upp við bátinn upp undir tvær klukkustundir. Ákærði var nú orðinn reiður yfir því, hvernig málin höfðu þróast, og spurði Guðjón, hvort hann ætti að láta sig fá þá greiðslu, sem Sævar Marinó hafði talað um við ákærða. Guðjón neitaði því, að ákærði hefði átt að vinna nokkuð, og skildi ákærði því snauta að bifreiðinni. Þetta féll ákærða illa, en gekk þó að bifreiðinni, eins og Guðjón hafði lagt fyrir hann, en þar var enginn. Fór ákærði þá að ganga um í myrkrinu og var að gá að Sævari Marinó. Þá kom hann auga á liggjandi manninn og aðra nærstadda menn, eins og ákærði hefur áður greint frá.

 

Hinn 16. maí kom ákærði að eigin ósk til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Ákærði kveðst nú vera þess fullviss, að maður sá, sem hann sá í yfirheyrsluherberginu í fangelsinu við Síðumúla föstudaginn 14. þ. m. og ræddi lítils háttar við og hann hafði áður nefnt í skýrslum sem lyftingamann, sé maðurinn, sem var inni í farmskýli sendibifreiðarinnar á Vatnsstíg. Maður þessi var þar ásamt fleiri mönnum, sem ákærði bar ekki kennsl á. Það var hann, sem talaði til mannanna og sagði, að þessir væru ekki miklir til vinnu, og átti þar við þá Sævar Marinó.

 

 

Bls. 420

 

Hinn 18. maí kom ákærði til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Hann kveðst mikið hafa hugsað um mál þetta, sérstaklega hvaða menn hafi verið í sendibifreiðinni á Vatnsstíg. Hann sé þess nú fullviss, að einn þeirra hafi verið maður, sem hann nafngreindi. Ákærði var með manni þessum á sjó fyrir nokkrum árum, og voru þeir á togaranum "Margréti", sem gerður var út frá Norðfirði. Ákærði man einnig eftir því, að hann hefur séð mann þennan aka á hvítri Volkswagen bifreið, sennilega fyrirtækisbifreið, og einnig hafi hann hitt hann í Þórscafé. Ákærði er þess fullviss, að maðurinn var þarna í sendibifreiðinni, og það var þess vegna, sem hann sagði við útlendingslega manninn í Dráttarbrautinni, að hann hefði verið á "tappatogara", þegar hann spurði, hvort þeir hefðu verið til sjós. Einnig man ákærði, að hann sagði við Sævar Marinó, þegar hann sá manninn í sendibifreiðinni, að hann færi ekki inn í þá bifreið. Maðurinn var þá búinn að vera reiður út í ákærða, þar sem ákærði hafði lamið kunningja hans. Ákærði man líka eftir því, að hann spurði Sævar Marinó að því, hvernig stæði á öllum þessum mannskap, og sagði hann þá, að þetta væri allt í lagi, mennirnir þekktust ekki.

 

Hinn 19. ágúst var ákærði færður til viðtals og sýndar myndir af ýmsum tegundum sendibifreiða. Var hann spurður að því, hvort einhver þessara bifreiða líktist sendibifreið þeirri, sem verið hefði í Dráttarbrautinni í Keflavík hinn 19. nóvember 1974.

Ákærði sagði, að hann væri viss um, að engin af þeim bifreiðum, sem væru á myndunum, líktist þeirri sendibifreið, sem þar hefði verið. Ákærði gaf svipaða lýsingu og áður af sendibifreiðinni og taldi hana hafa verið bláa.

 

Í viðtali við rannsóknarlögreglumann hinn 30. ágúst lýsir ákærði sendibifreiðinni sem áður og segir hana hafa verið bláa. Hún hafi staðið neðarlega á Vatnsstígnum. Ákærða voru sýndar myndir af sendibifreiðum. Benti hann á eina gerð, sem hann sagði vera sams konar og bifreiðin, sem hann kom að á Vatnsstígnum. Könnun á þessu leiddi ekkert nýtt í ljós.

Hinn 6. september var farið með ákærða í fólksbifreið á Vatnsstíg og hann beðinn að skýra frá því, sem hann vissi um undirbúning ferðarinnar til Keflavíkur 19. nóvember 1974. Ákærði skýrða frá því, að Sævar Marinó hefi hringt í hann þennan dag um fjögur leytið. Hann hefði spurt, hvort ákærði væri reiðubúinn að taka þátt í áfengismáli. Það væri heilmikinn pening

 

 

Bls. 421

 

upp úr því að hafa. Um þetta leyti hafi Páll Konráð Konráðsson, vinur sinn, verið hjá sér. Spurði ákærði Sævar Marinó að því, hvort Páll Konráð gæti komið með, en Sævar Marinó hafi svarað því neitandi. Ákærði segist þá hafa sagt, að hann tæki ekki þátt í þessu. Sævar Marinó hafi svarað: "Ég hringi enn einu sinni í þig, hugsaðu um það". Páll Konráð sagði við ákærða eftir símtalið, að hann skyldi taka þátt í þessu, það gæfi af sér peninga. Um kl. 2000 eða eitthvað seinna hafi Sævar Marinó hringt í annað sinn. Páll Konráð fór í símann og rétti ákærða símtólið. Sævar Marinó hafi spurt aftur, hvort ákærði kæmi með. Þegar ákærði svaraði því játandi, hafi Sævar Marinó sagt honum að koma strax.

 

Sævar Marinó hafi komið á fólksbifreið inn á Vatnsstíg, og var bifreiðin stöðvuð hægra megin á götunni neðarlega. Hinum megin hafi staðið sendiferðabifreið af þeirri gerð, sem hann benti á 4. september. Í farangursskýli hennar voru nokkrir menn, sem ákærði þekkti ekki. Hann tók eftir því, að einn þeirra var að fela sig fyrir honum. Ákærði taldi, að hér væri um að ræða mann, sem honum fannst líkur manni, sem hafði verið með honum á togaranum "Von" í nóvember eða desember 1971, og tilgreindi nafn hans. Maður þessi hefur neitað með öllu, að þetta sé rétt.

 

Þeir hafi síðan farið til Keflavíkur. Sendiferðabifreiðin hafi verið á undan. Hún hafi verið komin til Keflavíkur, þegar ákærði, Sævar Marinó, Erla og ókunnugi ökumaðurinn komu að Dráttarbrautinni. Ökumaður bifreiðarinnar hafi litið út eins og útlendingur. Ákærði þekkti ekki tegund bifreiðarinnar, en hún hafi veri rauð að lit, það muni hann vel.

Ákærði kveðst nú muna vel eftir því, enda hafi hann hugsað vel um það sl. nótt, að Sævar Marinó hafi stöðvað bifreiðina í Keflavík fyrir framan kaffihús eða öllu heldur nokkurs konar veitingastofu, þar sem sjómenn og annað fólk, sem fer mjög snemma til vinnu, hafi fengið kaffi. Sævar Marinó hafi beðið sig að hringja í ókunnugan mann úr þessari kaffisofu. Hann hafi sagt sér númerið, sem ákærði gat ekki munað. Sævar Marinó hafi þá skrifað það á miða. Hann hafi líka sagt sér nafnið á manninum, en það hafi verið mjög erfitt og einnig óvenjulegt. Þegar hann hugsi sig betur um, geti verið, að nafnið hafi verið Geirfinnur. Sævar Marinó hafi sagt sér að segja aðeins nokkur ákveðin orð og mundi maðurinn skilja það undir eins, en því næst átti ákærði að leggj a strax á. Hann hafi farið inn í kaffi-

 

 

Bls. 422

 

húsið og spurt konu, sem var þar, hvort slíkt nafn væri til. Ákærði man ekki lengur, hvort hann borgaði fyrir símtalið, en þó geti verið, að hann hafi gert það. Hann hafi hringt og sagt það, sem honum var skipað að segja. Maðurinn hafi sagt til sín, en ákærði man ekki, hvað maðurinn sagði við hann. Hann man ekki heldur, hvað, hann sagði við manninn, þ. e. það, sem Sævar Marinó hafði sagt honum að segja. Símanúmerinu sé hann einnig búinn að gleyma og geti ekki sagt, hvað orðið hafi af miðanum. Leðurjakkann, sem hann var í þetta sinn, hafi hann selt og einn ættingi hans, sem um það leyti sat inni, hafi fengið buxurnar, sem hann var í þetta kvöld.

 

Ákærði segist vera þeirrar skoðunar að trilla hafi verið í nágrenninu, en þó smáspöl frá hafnarbakkanum. Þegar þangað kom, hafi Erla orðið eftir í bifreiðinni, af því að Sævar Marinó hafi viljað það. Þeir Sævar Marinó og ókunni ökumaðurinn hafi farið út úr bifreiðinni. Þá hafi komið til þeirra maður, sem hafi litið út eins og útlendingur. Þetta hafi verið sami maðurinn og hann sá við sendibifreiðina í Reykjavík. Maðurinn hafi spurt þá Sævar Marinó að því, hvort þeir væru sjómenn. Ákærði kveðst hafa játað því, en Sævar Marinó hafi þagað. Ákærði skildi spurningu þessa þannig, að hann ætti að fara á trilluna. Á meðan hafi lítill maður með breiðar axlir komið í ljós. Maður þessi hafi blandað sér í málið Sævar Marinó, útlendingurinn, maðurinn með breiðu axlirnar og ákærði hafi þá staðið við efri endann á hafnarbakkanum. Maðurinn með breiðu axlirnar hafi sagt, að það væru þegar komnir nægir sjómenn, ef til vill of margir. Ákærði kveðst ekki geta munað, hvort Sævar Marinó hafi farið út í bátinn. Sér hafi verið skipað að fara upp eftir og bíða þar, þangað til hans væri þörf. Hann hafi staðið við hliðina á skipi, sem stóð á þurru. Litli maðurinn með breiðu axlirnar hafi annars verið í gulri sjómannakápu.

 

Ákærði kveðst ekki hafa tekið eftir því, hvort bardagi hafi átt sér stað í Dráttarbrautinni nálægt honum. Það geti hafa gerst á bak við skip það, sem hann stóð við. Hann hafi ekki getað séð það. Hann var spurður að því, hvort hann hefi ekki heyrt neitt. Sagði hann, að hann hefði farið upp eftir til að leita að Sævari Marinó. Þegar hann kom aftur, hefði hann séð mann liggja á jörðinni. Þrír menn, klæddir líkt og sjómenn, hefðu staðið þar álútir hjá. Þrír aðrir sjómenn hafi komið hlaupandi upp frá hafnarbakkanum. Ákærði kveðst hafa spurt, hvað um væri að vera. Einn maðurinn svaraði því til, að honum kæmi

 

 

Bls. 423

 

það ekkert við. Hann hafi næstum lent í rifrildi við einn af þessum sjómönnum, sem komu hlaupandi. Ákærði var spurður að því, hvert farið hefði verið að lokum með manninn, sem lá á jörðinni, en hann gat ekki svarað því.

Þegar ákærða var bent á, að við fyrri yfirheyrslur hefði hann talað um, að maður, sem var í plastumbúðum, hefði verið lagður í sendiferðabifreiðina, svaraði hann því til, að þetta hefði hann sagt, af því að fangaverðir með barefli hefðu komið inn í klefann til sín. Þeir hefðu umfram allt viljað fá út úr honum, að hann hefði hlotið að þekkja Magnús Leópoldsson, þar sem hann hefði oftlega verið í Klúbbnum. Þeir hefðu samt sem áður ekki slegið hann.

 

Ákærði kveðst hafa farið aftur með sömu fólksbifreið til Reykjavíkur. Sömu menn hafi verið í bifreiðinni og á leiðinni til Keflavíkur, en þó ekki Erla. Hann hafi verið mjög reiður út í Sævar Marinó, af því að hann hafði enga peninga fengið fyrir þetta. Hann hafi viljað útkljá málin við Sævar Marinó á heimleiðinni. Hann skuldaði Sævari Marinó 60.000 krónur og taldi, að hann hefði greitt skuldina með þessu. Hann sagðist ekki geta munað, hvort hann hefði sagt Sævari Marinó þetta á heimleiðinni eða ekki. Honum hafi við komuna til Reykjavíkur verið ekið að leigubifreið, sem hann hafi tekið heim til sín. Ákærði kveðst ekki vita, hvert Sævar Marinó hafi farið.

 

Hinn 7. september fóru lögreglumenn með ákærða til Keflavíkur. Tilefni þessarar ferðar var það, að ákærði taldi sig hafa hringt úr kaffiveitingastofu í Keflavík í einhvern mann, sem hann þekkti ekki, þegar hann kom til Keflavíkur ásamt Sævari Marinó, Erlu og óþekkta ökumanninum að kvöldi 19. nóvember. Hann lýsti veitingastofunni þannig, að hún væri í sérbyggðu húsi og hafi bifreiðin, sem hann kom í til Keflavíkur, verið stöðvuð framan við húsið. Sagði ákærði, að inni í veitingastofunni, sem hann áleit vera gerða fyrir verkafólk, hefði verið afgreiðsluborð, líkt og í verslun, og veitingasalur. Afgreiðslustúlkan hafi verið í bláum vinnuslopp, en þó kunni liturinn að hafa verið annar.

 

Þegar ekið var norður Hafnargötu í Keflavík, benti ákærði á götu, sem lá til hægri, þegar komið er fram hjá Aðalbílastöðinni. Var beygt þar og ekið síðan eftir leiðsögn ákærða, uns komið var að húsi Kaupfélags Suðurnesja, en það hús taldi ákærði sig kannast við. Bifreið Geirfinns Einarssonar fannst við hús þetta, þegar leit hófst að honum, og er Hafnarbúðin þar örskammt frá við sömu götu. Var haldið að Hafnarbúðinni og far-

 

Bls. 424

 

ið þar inn. Sagði ákærði, að allir staðhættir kæmu sér kunnuglega fyrir sjónir, og sagðist hann álíta, að þetta væri staðurinn, þar sem hann hefði fengið símaafnot umrætt kvöld, enda hefði hann ekki komið til Keflavíkur nema tvisvar fyrir hinn 19. nóvember.

 

Dvalist var um stund í Hafnarbúðinni, og skýrði ákærði lögreglumönnunum ótilkvaddur frá umræddu símtali í meginatriðum á sama veg og hann hafði gert við yfirheyrslu 6. september. Sagðist hann fyrst hafa haldið, að Sævar Marinó hefði verið að fíflast, er hann bað hann að hringja, og hefðu einhver orðaskipti orðið á milli þeirra þar að lútandi. Að lokum hafi annað hvort Sævar Marinó eða ökumaðurinn skrifað nafn og símanúmer á miða og afhent honum. Sagðist ákærði ekki muna, hvor þeirra, Sævar Marinó eða ökumaðurinn, hefði skrifað miðann, en taldi þó, að það hefði verið ökumaðurinn. Sagði ákærði, að honum hefði verið sagt að hringja í númerið og segja ákveðna setningu eða orð við manninn, sem nafngreindur var á miðanum, og leggja síðan á, en maðurinn mundi skilja, hvað við væri átt. Sagðist ákærði hafa gert þetta. Hann hefði átt einhver orðaskipti við afgreiðslustúlku í veitingastofunni. Taldi hann sig minnast þess, að barn hefði svarað í símann. og kallað, er hann spurði eftir manninum, "pabbi, pabbi" og rétti maðurinn þá komið í símann. Sagðist ákærði hafa sagt þessi fyrirfram ákveðnu kenniorð og farið síðan aftur út í bifreiðina. Ákærði kvaðst ekki minnast hafnarinnar, en hún er rétt neðan og sunnan við Hafnarbúðina. Hann taldi samt, að Hafnarbúðin væri sá staður, sem hann hefði hringt frá.

 

Hinn 20. október mætti ákærði að eigin ósk til yfirheyrslu. Hann kvaðst minnast þess nú, að hann hefði verið beðinn að hringja í Geirfinn, þegar hann, Sævar Marinó, Erla og bifreiðarstjórinn voru stödd við Hafnarbúðina í Keflavík framangreint kvöld. Ákærði kveðst muna það, að hann steig út úr bifreiðinni og ætlaði inn, en fór inn í bifreiðina aftur og sagðist ekki geta munað þetta nafn eða símanúmerið. Hélt ákærði, að verið væri að fíflast með sig. Sævar Marinó hvíslaði einhverju að bifreiðarstjóranum, sem skrifaði á miða nafnið Geirfinnur og eitthvert símanúmer, sem ákærði man ekki lengur. Ákærða var afhentur miðinn og sagt, að þetta væri engin vitleysa. Hann ætti að hringja í númerið og spyrja eftir manninum. Ákærði man ekki setninguna, sem Sævar Marinó sagði honum að segja, en minnir, að í henni hafi verið orðin: "Við erum komnir".

 

 

Bls. 425

 

Ákærði fór síðan inn í Hafnarbúðina og hringdi til Geirfinns, svo sem hann hefur áður skýrt frá.

Ákærði man, að þegar hann hafði borið Geirfinni skilaboðin, hafi hann sagt: "Er Maggi staddur þarna?" Ákærði svaraði: "Það er enginn hérna, ég er hérna einn". Ákærði er ekki viss um nafnið "Maggi" í samtalinu, en minnir það fastlega. Þá spurði Geirfinnur hann að nafni, en ákærði svaraði, að það skipti engu máli, hann hafi átt að segja þetta við hann, og svo lagði hann símann á. Ákærði fór að því búnu aftur út í bifreiðina og sagði frá samtali þeirra Geirfinns. Bifreiðarstjórinn virtist hafa einhvern áhuga á þessu og sagði eitthvað á þessa leið: "Sagði hann þetta?" Síðan fór bifreiðarstjórinn út úr bifreiðinni og inn í Hafnarbúðina. Finnst ákærða hann hafa farið til að hringja út af þessum orðaskiptum þeirra. Það hafi liðið aðeins örfáar mínútur, frá því að hann fór út úr Hafnarbúðinni, þar til bifreiðarstjórinn fór þar inn og hafi hann verið þar í 510 mínútur. Ákærði kveðst hafa það á tilfinningunni, að einhver hafi komið upp í bifreiðina við Hafnarbúðina eða nálægt henni og orðið þeim samferða að Dráttarbrautinni. Ákærða finnst það hafa gerst þannig, að þegar bifreiðarstjórinn kom aftur í bifreiðina, hafi hann fært hana og stöðvað einhvers staðar í nágrenni Hafnarbúðarinnar. Bifreiðarstjórinn hafi sagt eftir skamma bið: "Þarna kemur hann". Finnst ákærða þá, að maður hafi komið frá bifreið, sem var stöðvuð skammt þarna frá. Maðurinn hafi stöðvað bifreið sína á eins konar malarplani, sem pollar voru á. Ákærði sá þetta ekki vel vegna myrkurs, og einnig var hann undir áhrifum lyfja. Fleiri atriði geti hann ekki munað, nema það, sem hann hafi áður sagt varðandi ferðina til Keflavíkur umrætt kvöld. Hann muni skýra frá þeim jafnóðum og minni hans skýrist.

 

Sama dag og að framan greinir fór rannsóknarlögreglumaður í fangelsið við Síðumúla að ósk ákærða og ræddi við hann. Eftir stuttar viðræður við lögreglumanninn fór ákærði að tala um mál Geirfinns Einarssonar og skýra frá ýmsu, sem það varðar.

Ákærði var fluttur í Borgartún 7 til viðræðna. Í þeim viðræðum skýrði ákærði frá því, að hann hefði margnefnt kvöld verið að ganga um Dráttarbrautina í Keflavík og farið upp á hæð. Maður hafi gengið í áttina til sín, þegar hann stóð þar uppi, og hafi það verið Geirfinnur. Geti verið, að hann hafi verið í síðri úlpu. Hann sagði við ákærða og var reiður: "Heldurðu, að ég viti ekki, hver þú ert?" Þú ert bölvað fífl". Ef til vill var

 

 

Bls. 426

 

hann reiður við ákærða, af því að ákærði var að ganga þarna upp. Geirfinnur gekk að ákærða frá hlið og virtist eins og hann ætlaði að slá hann. Þegar hann vatt sér til eins og hann ætlaði að slá, gekk hann lítið skref aftur á bak, en féll þá aftur fyrir sig. Ákærði sló hann ekki, það sé alveg satt, hann hafi dottið af sjálfu sér niður. Ákærði sá ekki, hvort hann veltist í hring, valt fram eða aftur yfir sig, og ekki heyrði ákærði heldur, hvort hann æpti. Ákærði gekk síðan niður eftir í stórum boga. Geirfinnur lá þar rétt við sjóinn eða ekki langt frá sjónum. Hann gæti hafa verið blóðugur. Ákærði leit til hans, og var hann meðvitundarlaus. Ákærði veit ekki, hvort hann var dáinn. Þegar ákærði kom að Geirfinni, voru 2 menn hjá honum, og voru það sjómenn, sem ákærði þekkti ekki. Frá bryggjunni komu 4 eða 5 menn, og þekkti ákærði þá ekki heldur. Hjá Geirfinni stóð einnig Guðjón Skaftason (svo). Þeir fóru að rífast við ákærða. Sævar Marinó kom aftan að ákærða, greip í hann og sagði, að hann skyldi fara. Ákærði fór þá með Sævari Marinó að bifreið þeirra, sem stóð ofar.

 

Þá sagði ákærði, að Geirfinnur hefði sest inn í bifreið þeirra í Keflavík, aftur í við hliðina á honum, en hinum megin við hann sat Erla.

Ákærði man eftir því núna, að hann bauð Erlu pillu á leiðinni til Keflavíkur, sem hún afþakkaði.

Eftir þessar viðræður var farið með ákærða til Keflavíkur að Dráttarbrautinni, og þar lýsti hann því, sem hann hafði sagt frá. Ákærða var sagt að ganga nákvæmlega eins upp á hæðina við Dráttarbrautina og hann hefði gert að kvöldi hins 19. nóvember. Ákærði gekk í vesturátt fyrir ofan skipin, sem stóðu í Dráttarbrautinni, niður lága brekku og þaðan í norður upp á mjög bratta hæð, sem var beint á móti. Um það bil í miðri brekkunni tók hann eftir íbúðarhúsum, sem stóðu þar og sagði: "Þessi hús fara í taugarnar á mér". Ákærði nam að lokum staðar efst uppi á hæðinni. Augljóst var að sögn lögreglumanna, að hann annað hvort gat eða vildi ekki benda nákvæmlega á staðinn, þar sem Geirfinnur á að hafa ráðist á hann. Ákærði reyndi stöðugt að átta sig á sjávarmálinu, því að hann hélt, að Geirfinnur hefði legið rétt hjá sjónum, eftir að hann datt niður. Ákærði gekk að lokum nokkurn spöl til baka og nam staðar í mjög brattri brekku á hæðinni. Ákærði sagði, að það gæti hafa verið þessi staður. Að svo miklu leyti sem hægt var að átta sig þarna í

 

 

Bls. 427

 

myrkrinu er hugsanlegt, að maður, sem fellur niður af þessum stað, geti hlotið alvarleg meiðsli.

Vettvangsskoðunin fór fram á tímanum milli kl. 2000 og 2045. Kvöld þetta var háfjara um kl. 2245.

Ákærði var margsinnis spurður að því, hvort hann gæti sagt frá því, hvert Geirfinnur hefði verið fluttur eftir þennan atburð. Hann endurtók hvað eftir annað, að hann gæti ekki munað það.

Hinn 21. október var tekin skýrsla af ákærða um það, sem hann hafði greint frá daginn áður. Ákærði skýrði frá því, að hann hefði farið úr bifreiðinni, þegar hann kom í Dráttarbrautina, ásamt Sævari Marinó, Geirfinni Einarssyni og bifreiðar stjóranum, en Erla hafi setið eftir í henni. Þeir gengu allir í áttina að bryggjunni. Kom þá til hans maður, sem honum finnst vera svo "útlendingslegur", og spurði hann, hvort einhver þeirra hefði verið til sjós. Ákærði sagði, að hann hefði verið á tappatogara, en hinir svöruðu engu. Þá sagði maðurinn ákærða að fylgja sér, og gengu þeir út á bryggjuna. Þá kom á móti þeim lágvaxinn, þybbinn maður á aldrinum 4050 ára, klæddur, að ákærða minnir, í gula sjóblússu mittissíða, en fleira getur ákærði ekki munað um klæðnað hans. Útlendingslegi maðurinn sagði við þybbna manninn: "Hér kem ég með einn". Hinn svaraði: "Það vantaði engan, það er frekar ofaukið, og báturinn er meira að segja lagður af stað". Um leið og maðurinn sagði þetta, benti hann niður að sjónum, og sá ákærði þá bát vera að leggja af stað frá bryggjunni, en bátnum hefur ákærði áður lýst. Þá sagði útlendingslegi maðurinn ákærða að fylgja sér og gekk með honum að tveimur bátum, sem stóðu hlið við hlið í þurrkví í Dráttarbrautinni. Stóðu þeir hægra megin við bryggjuna, þegar horft er til sjávar. Fór maðurinn með ákærða milli þessara báta og sagði honum að bíða þar. Var ákærði þar í um 11 1/2 klst., en á þeim tíma ætlaði hann tvisvar að færa sig, en þá kom maðurinn og sagði honum að vera kyrrum. Ákærði vissi ekki, hver var tilgangurinn með þessari dvöl hans þarna, og var orðinn leiður á biðinni. Þá kom maðurinn til hans og sagði honum að fara að bifreiðinni, og gerði ákærði það. Var enginn við bifreiðina, og gekk ákærði án þess að hafa neitt sérstakt í huga til vinstri frá bifreiðinni upp á hamar, sem er vinstra megin við Dráttarbrautina, þegar horft er til sjávar. Þegar hann var staddur uppi á hamrinum, kom Geirfinnur til hans. Ákærði man, að hann var dökkklæddur, og finnst honum hann hafa verið í úlpu.

 

 

Bls. 428

 

Er ákærði viss um, að hann var ekki sjóklæddur. Geirfinnur var mjög æstur, og fannst ákærða skapofsi hans stafa af því, að ákærði var að ganga þarna á hamrinum. Kallaði hann ákærða ónöfnum og gekk ógnandi að honum. Ákærði hörfaði undan honum, og hafði hann það á tilfinningunni, að hann væri kominn óþægilega nálægt hamarsbrúninni. Geirfinnur fylgdi ákærða eftir og hélt áfram "að ausa úr skálum reiði sinnar". Ákærði spurði Geirfinn, hvort hann hefði gert honum eitthvað, en Geirfinnur svaraði því engu. Kom hann á hraðri ferð að ákærða, og getur ákærði ekki gert sér grein fyrir því, hvort hann ætlaði að slá hann eða þrífa í hann, en ákærði fleygði sér undan, eins og hann orðar það. Ákærði var þá kominn út á hamarsbrúnina og átti í erfiðleikum með að halda jafnvægi. Hvarf þá Geirfinnur, og gerði ákærði sér ljóst, að hann mundi hafa fallið fram af brúninni. Ákærði heyrði engin hljóð frá Geirfinni eða hávaða af falli hans. Horfði ákærði fram af brúninni, en gat ekki séð neitt vegna myrkurs. Gekk hann þá til baka fyrir hamarinn og á þann stað, sem hann taldi Geirfinn hafa fallið. Þegar hann kom þangað, voru þar fyrir tveir sjóklæddir menn. Geirfinnur lá á bakinu, endilangur um 3 metra frá hamrinum. Fannst ákærða hann vera blóðugur á höfði, en ekki í andliti. Hann lá þannig, að ákærði sá framan í hann. Varð ákærða litið upp hamarinn, þar sem Geirfinnur féll. Hann getur ekki gert sér grein fyrir því, hvað fallið var hátt, en það voru nokkrir metrar. Ákærði sagði engum frá því, að hann hefði verið uppi á hamrinum með Geirfinni, og hefur ekki gert það fyrr en nú. Ákærði spurði, hvort eitthvað væri að manninum. Þeir svöruðu honum engu, en annar mannanna var að geta sér þess til, að Geirfinnur mundi hafa fallið niður af hamrinum. Í þessu komu 4 eða 5 menn, sjóklæddir og blautir, þarna að. Ákærða finnst, þegar hann hugsar um það, að annar mannanna, sem fyrst kom að Geirfinni, hafi verið sá, sem kom á móti honum og útlendingslega manninum á bryggjunni. Einnig kom Sævar Marinó þarna að og útlendingslegi maðurinn síðastur. Þeir tveir, sem fyrstir komu að Geirfinni, vildu, að ákærði færi í burtu, en ákærði hlýddi þeim ekki. Þegar þessir 4 eða 5 menn komu, gerði einn þeirra sig líklegan til að ráðast á ákærða, en hætti við það vegna orða annars þeirra, sem fyrstir komu að Geirfinni. Sævar Marinó togaði í ákærða. Gengu þeir saman að bifreiðinni og settust inn í hana. Biðu þeir um stund, en þá kom bifreiðarstjórinn, og var ekið til Reykjavíkur. Ákærði þekkti engan í Dráttar-

 

 

Bls. 429

 

brautinni nema Sævar Marinó og Erlu, en manninn, sem féll fram af hamrinum, þ. e. Geirfinn, sá hann fyrst, þegar hann kom í bifreiðina nálægt Hafnarbúðinni. Man ákærði, að hann settist við hliðina á honum. í bifreiðinni, en ákærði átti ekki nein orðaskipti við hann. Ákærði talaði eitthvað við bifreiðarstjórann. Í aftursæti bifreiðarinnar voru ákærði, Erla og Geirfinnur, en í framsæti voru Sævar Marinó og bifreiðarstjórinn. Þegar ákærði fór úr Dráttarbrautinni, lá Geirfinnur í fjörunni, þar sem hann lenti niður, og veit ákærði ekki, hvað varð um hann. Ákærði vill geta þess, að hann tók ekki þátt í neinum flutningi á áfengi. Ákærði var settur úr bifreiðinni, þegar til Reykjavíkur kom, við áfengisútsöluna við Laugarásveg.

 

Hinn 1. nóvember var ákærði spurður um ýmis atriði, sem fram koma í framburði Sævars Marinós hinn 27. október.

Ákærði minnist þess ekki, að þeir Sævar Marinó hafi haft samband dagana fyrir 19. nóvember 1974, a. m. k. ekki í síma, en hann man, að Sævar Marinó kom einhvern tíma um það leyti til hans að Laugavegi 32 til að spyrja um eitthvað, sem ákærði man ekki lengur, hvað var.

Ákærði kveður Sævar Marinó hafa hringt til sín fyrr um daginn og minnir, að hann hafi einnig hringt um kvöldið. Það geti þó verið, að, hann hafi spurt um sig við dyrnar, og ákærði man, að dyrabjallan hringdi um. þetta leyti.

 

Ákærði kveðst hafa átt hvítan loðskinnsjakka, þegar hann bjó á Laugavegi 32. Hann gæti hafa verið í honum, þegar spurt var um hann að kvöldi 19. nóvember, því að hann hafi stundum gengið í honum innandyra og farið oft í honum í nærliggjandi verslanir.

Ákærði kveðst engin orðaskipti hafa átt við bifreiðarstjórann, en hann hafi sagt við sig: "Gerðu svo vel", þegar hann hleypti honum inn í bifreiðina á Vatnsstíg. Ákærði kveður hafa verið ekið niður Vatnsstíg, stöðvað við Skúlagötu og beygt til vinstri vestur hana. Farið hafi verið heim til Valdimars Olsen að Framnesvegi 61 og þar hafi Sævar Marinó farið úr bifreiðinni. Ákærði spurði Sævar Marinó, hvað hann ætlaði að gera þar, og hann hafi svarað: "Ég þarf að skreppa hérna aðeins og tala við mann".

 

Ákærði kveðst ekkert hafa talað við bifreiðarstjórann á leiðinni til Keflavíkur. Ákærði kveður ökumanninn hafa ekið rólega í bænum og á leiðinni til Keflavíkur, en hratt á heimleiðinni frá Keflavík.

 

Bls. 430

 

Ákærði segir, að Geirfinnur hafi talað við ökumanninn, þegar hann kom inn í bifreiðina, en ákærði man ekki, hvað þeir sögðu.

Ákærði kveðst hafa fært sig til í sætinu, svo að Geirfinnur kæmist inn, en ekkert talað við hann. Geirfinnur hafi talað mikið við ökumanninn, en ákærði man ekki orðaskiptin.

 

Ákærði kveðst ekkert samband hafa haft við Sævar Marinó eftir Keflavíkurferðina, fyrr en hann hitti hann í Tjarnarbúð seint í desember.

Ákærði var spurður um ýmis atriði, sem í framburði Sævars Marinós hinn 28. október greinir.

Ákærði segir, að Sævar Marinó hafi beðið sig einu sinni að selja fyrir sig hass, en það hafi ekki verið í nóvember eða desember 1974. Hann hafi aldrei beðið sig að selja annað.

Ákærði kveðst aldrei hafa talað við Guðjón, nema hann hafi verið útlendingslegi maðurinn í Dráttarbrautinni.

 

Ákærði kveðst muna, að hann hafi gengið einn að bifreiðinni á Vatnsstíg og þá hafi Sævar Marinó setið í framsætinu. Ákærði minnist þess ekki, að rætt hafi verið um Geirfinn á leiðinni til Keflavíkur, eins og ákærði Sævar Marinó heldur fram, enda hafi hann verið sofandi á leiðinni.

Ákærði segir ökumanninn hafa farið inn á sig, tekið miða og skrifað á hann, rétt hann Sævari Marinó, sem hafi rétt hann til sín. Ákærði sá ekki, þegar ökumaðurinn skrifaði á miðann, því að hann hafi gert það í kjöltu sér.

 

Ákærði kveðst muna, að ekið hafi verið hægt eftir aðalgötunni í Keflavík eða götunni, sem lögreglustöðin er við. Ákærði vildi fara út úr bifreiðinni, en ökumaðurinn og Sævar Marinó aftóku það með öllu. Ákærði kveður hvergi hafa verið stöðvað í Keflavík á heimleiðinni. Ákærði segir, að lagt hafi verið af stað til Reykjavíkur eitthvað eftir miðnætti.

Ákærði sagðist mikið hafa hugsað um sendibifreiðina á Vatnsstígnum og nú muna, að hún hafi verið blá að lit, en farmskýlið líkt á litinn, en þó ekki eins.

 

Hinn 3. nóvember skýrði ákærði frá því í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni, að Sævar Marinó hefði hringt til hans milli kl. 1500 og 1600 hinn 19. nóvember 1974. Spurði ákærði hann, hverjir stæðu á bak við smyglið og hvort það væri maður, er hann nafngreindi. Svaraði Sævar Marinó því til, að þeir vildu ekki láta nafns síns getið. Ákærði fullyrðir, að Sævar Marinó hafi hringt til sín milli kl. 2000 og 2100 og sagt sér að koma strax í bifreið, sem biði niðri á Vatnsstíg, en hafi ekki

 

 

Bls. 431

 

spurt eftir sér við dyrnar á Laugavegi 32, enda hafi hann setið við hlið bifreiðarstjórans, þegar ákærði kom að bifreiðinni. Ákærða finnst, að þetta hafi verið Moskwitch bifreið af nýlegri gerð, en ökumaðurinn var honum ókunnur.

Á leiðinni til Keflavíkur, töluðu þeir mikið saman Sævar Marinó og ökumaðurinn, en ákærði heyrði ekki, hvað þeim fór á milli, þar sem þeir töluðu svo lágt.

Þá skýrir ákærði frá á sama veg og áður, komu þeirra að Hafnarbúðinni, símhringingunni til Geirfinns, komu hans að bifreiðinni og ferðinni í Dráttarbrautina. Þegar þau komu þangað, finnst ákærða eins og annar bíll hafi verið þar fyrir, og man hann, að þeir karlmennirnir stigu allir út úr bifreiðinni samtímis, en Erla sat eftir inni í henni. Guðjón kom til þeirra, þegar þeir voru staddir við norðurgafl skemmunnar í Dráttarbrautinni, og ræddu hann og ökumaðurinn saman. Guðjón spurði þá Sævar Marinó, hvort þeir hefðu verið til sjós, og svaraði ákærði játandi, en Sævar Marinó engu.

 

Ákærði varð ekki var við neinn flutning á varningi úr bifreið þeirri, sem fyrir var, yfir í bifreið þá, sem þeir komu í, en ef svo hefur verið, ætti Erla að vita það, þar sem hún sat eftir í bifreiðinni. Alllöngu síðar varð ákærði var við það, að átök og rifrildi höfðu hafist, að hann heldur úti í bátnum, sem lá við bryggjuna, milli Sævars Marinós og Geirfinns. Bárust átökin frá borði, upp á bryggjuna og upp hana. Ákærði sá, að Sævar Marinó hélt með báðum höndum um endann á um 80 cm löngum planka. Ákærði man, að hann blandaði sér í þessi átök, en getur ekki gert sér grein fyrir því, hvort hann sló til Geirfinns eða ekki. Ákærði getur ekki gert sér ljósa grein fyrir því, hvort fleiri menn voru þarna viðstaddir, en þó finnst honum það geta verið. Þegar ákærði fór burt af staðnum, lá Geirfinnur á jörðinni, og stóðu menn í kringum hann. Ákærði veit ekki, hverjir fjarlægðu hann af staðnum, en hann kom þar hvergi nálægt.

 

Ákærði telur, að lík Geirfinns hafi verið geymt í þvottahúsi heima hjá sér að Grettisgötu 82, þar sem Sævar Marinó hafi sýnt sér þar fáeinum dögum síðar stóran böggul í svörtum plastumbúðum og sagt, að þetta væri lík Geirfinns. Sævar Marinó sagði, að flytja ætti líkið, en ákærði sagðist ekki vilja koma nálægt þessu. Ákærði veit, að bifreið beið þá eftir Sævari Marinó á Grettisgötu gegnt húsinu, og fékk Sævar Marinó þaðan hjálp til að flytja líkið út úr því. Ákærði veit ekki, hver eða hverjir voru í bifreiðinni, en honum finnst þetta hafa verið blá og hvít

 

 

Bls. 432

 

sendibifreið. Ákærði veit ekki, hvað varð um lík Geirfinns eftir þetta.

Ákærði man eftir því, að Sævar Marinó hringdi til hans að Laugavegi 32 og spurði hann að því, hvort kápa Erlu væri þar. Svaraði ákærði því neitandi. Ákærði sagði Sævari Marinó ósatt þar sem hann var reiður honum, en kápan hafði komist inn í húsið vegna mistaka.

Ákærði man ekki, hvort hann var í Klúbbnum sunnudaginn 17. nóvember 1974. Hann fullyrðir, að hann hafi aldrei talað við Geirfinn Einarsson, fyrr en hann hringdi til hans úr Hafnarbúðinni, hvað þá átt við hann viðskipti.

 

Hinn 5. nóvember óskaði ákærði eftir viðtali við rannsóknarlögreglumann, þar sem hann hefði viðbótarupplýsingar um "Geirfinnsmálið". Fór lögreglumaðurinn og talaði við ákærða.

Ákærði kvaðst nú muna, að hann hefði verið staddur í veitingahúsinu Klúbbnum einhverja helgi fyrir Keflavíkurferðina hinn 19. nóvember. Ákærði man ekki, hvaða kvöld þetta var, það gæti hafa verið sunnudagskvöldið 17. nóvember 1974, en þó heldur hann, að þetta hafi verið nokkru fyrr. Þeir ákærði Sævar Marinó stóðu á stigapalli á 2. hæð í Klúbbnum, þegar Sævar Marinó benti honum á mann, sem stóð við glervegg, sem skilur vínbar frá stigapallinum. Bað Sævar Marinó hann að fara til manns þessa, sem var að tala við eitthvað fólk, og spyrja hann, hvort hann vildi kaupa spíra. Ákærði sagði Sævari Marinó, að hann gæti gert þetta sjálfur, en hann hafi haldið áfram að nauða í sér, svo að ákærði hafi látið undan að lokum. Ákærði hefur aldrei vitað til, að Sævar Marinó hafi stundað spírasölu, og taldi því, að þetta væri eitthvert dulmál varðandi hasssölu. Ákærði gekk til mannsins og bað hann að tala við sig einslega og bað fólkið, sem hann var að tala við, að færa sig. Ákærði man ekki, hvort fólkið færði sig eða þeir gengu afsíðis. Hann lagði spurninguna fyrir manninn, og virtist hann verða mjög undrandi. Spurði hann ákærða, hvers vegna hann spyrði. Sá ákærði þá, að þetta var ekki "á hreinu", og gekk frá manninum til Sævars Marinós. Ákærði reiddist Sævari Marinó og hélt, að hann væri að fíflast með sig. Spurði hann Sævar Marinó, hvað hann meinti með því að láta sig ganga á ókunnugt fólk og spyrja það um einhverja vitleysu. Sævar Marinó svaraði þessu engu, en spurði ákærða, hverju maðurinn hefði svarað. Ákærði sagði honum það, og sá ákærði, að Sævari Marinó líkaði þetta illa, svo að hann minntist ekki aftur á þetta atvik.

 

 

Bls. 433

 

Þegar ákærði hugsar um þetta nú, þá finnst honum, að maðurinn geti hafa verið Geirfinnur Einarsson, en þó getur hann ekki fullyrt um það. Ákærði man, að maðurinn var klæddur í dökkan jakka og, að hann minnir, í dökkar buxur, en ákærði man ekki, hvort hann var með hálsbindi. Ákærða minnir fastlega, að skyrta hans hafi ekki verið hvít og að hún hafi verið "munstruð".

Ákærði kveðst ekki muna, hvort hann fór með Sævari Marinó í Klúbbinn þetta kvöld eða hitti hann þar, en þó finnst honum frekar, að þeir hafi farið þangað saman. Ákærða finnst líka, að einn eða fleiri hafi verið með þeim í Klúbbnum, en kemur því þó ekki fyrir sig. Ákærði man ekki eftir að hafa hitt neinn ákveðinn mann þetta kvöld í Klúbbnum, þar sem hann hafi verið mjög ölvaður, en ákærði veit, að hann hlýtur að hafa hitt þar fólk, sem hann þekkir. Ákærði man heldur ekki, hvernig eða hvenær hann skildi við Sævar Marinó um kvöldið eða hvert ákærði fór að skemmtuninni lokinni. Hann minnir fastlega, að viðtalið við manninn á stigapallinum hafi farið fram um miðnættið.

 

Ákærði kvaðst skömmu fyrir viðtalið hafa tekið inn svefnlyfjaskammt. Sagði hann, að slík lyf verkuðu vímugefandi á sig frekar en svæfandi, en ekki bar á neinum vímuáhrifum á ákærða að sögn lögreglumannsins. Ákærði hefur hvergi, svo að séð verði, staðfest viðtal þetta.

Í skýrslu, sem tekin var af ákærða 9. nóvember, skýrði hann frá því, að hinn 20. nóvember 1974 hefði Sævar Marinó komið að Laugavegi 32 og spurt eftir honum. Bað hann ákærða að koma út í bifreið og tala við sig. Ákærði fór út, en ekki inn í bifreiðina. Þessi bifreið var sama bifreiðin og þeir fóru á til Keflavíkur kvöldið áður, og einnig var ökumaðurinn hinn sami. Þegar ákærði hafði talað við Sævar Marinó og var kominn inn til sín aftur, mundi hann eftir því, að kvöldið áður hafði hann gleymt brúnum leðurfrakka í bifreiðinni. Ákærði bað kunningja sinn fara út í bifreiðina og ná í frakkann. Hann fór út, en kom aftur með kápu af Erlu, sem einnig hafði gleymst í bifreiðinni, en frakkinn varð eftir. Með þessum hætti komst kápa Erlu í vörslu ákærða. Síðast þegar ákærði vissi, var kápan sett í geymslu við stiga að Laugavegi 32. Hefur hann ekki séð hana síðan og veit ekki, hvað af henni varð. Verið geti, að Sævar Marinó hafi sótt kápuna.

 

Nokkrum dögum fyrir Keflavíkurferðina kveður ákærði Sævar Marinó hafa talað við sig í síma. Sagði hann ákærða, að maður kæmi til hans á bifreið og ætti ákærði að fara með honum til

 

Bls. 434

 

Sævars Marinós að Hjallavegi 31. Maður þessi kom til ákærða fyrri hluta kvölds. Hann var á nýlegri Mercedes Benz fólksbifreið, dökkri að lit, og fór ákærði með honum. Á leiðinni ræddi ákærði við ökumanninn. Ákærði þekkti hann ekki, en er viss um, að þarna var ekki um sama mann að ræða og ók þeim síðar til Keflavíkur. Maðurinn spurði ákærða, að hvaða húsi við Hjallaveg þeir væru að fara, en ákærði sagðist þekkja húsið. Maðurinn sagðist vera mágur Sævars Marinós, og spurði ákærði hann þá, hvort hann væri bróðir Erlu, en hann neitaði því. Ákærði spurði hann ekki frekar, hver hann væri. Þegar þeir komu að húsinu, benti ákærði ökumanninum á aðrar af tvennum dyrum hússins og á hvorn dyrabjölluhnappinn af tveim hann ætti að hringja til að ná sambandi við Sævar Marinó, en hann virtist hvorugt vita. Ökumaðurinn kom aftur að bifreiðinni, en Sævar Marinó kom út í dyrnar, sneri þar við, en kom skömmu síðar aftur. Var þá Erla með honum, og voru þau ferðbúin. Þegar Sævar Marinó kom að bifreiðinni, sagði ökumaðurinn út um opinn gluggann: "Ert þú Sævar?" Sævar Marinó játaði því, en ákærði sagði, að auðvitað væri þetta Sævar. Ákærða fannst þessi spurning undarleg, þar sem hann hélt, að ökumaðurinn þekkti Sævar Marinó, þar eð hann hafði sagst vera mágur hans. Þau Sævar Marinó og Erla komu upp í bifreiðina, og var ekið rakleitt að Klúbbnum. Þar stöðvaði ökumaðurinn og fór inn í húsið. Dvaldist hann þar a. m. k. 15 mínútur. Kom hann út um bakdyrnar, og þegar hann kom í bifreiðina, kom í ljós, að það, sem átti að gera þetta kvöld, hafði eitthvað breyst. Skömmu síðar fór ákærði úr bifreiðinni.

 

Ákærði kveður það rétt, að Sævar Marinó hafi hringt til sín og spurt, hvort ákærði gæti selt fyrir hann spíra. Ákærði ætlaði að athuga málið. Í þessu sambandi gaf Sævar Marinó honum upp nafn Guðjóns Skarphéðinssonar og símanúmer. Ákærði þekkti ekki Guðjón, en skrifaði nafn hans og símanúmer á miða. Ákærði hafði ekki samband við Guðjón og keypti ekki af honum spíra. Ákærði lét einhvern á Laugavegi 32 hafa miðann með þeim orðum, að hægt væri að kaupa spíra hjá þessum manni. Sá, sem tók við miðanum, hafði á orði, að hann ætlaði að koma honum til nafngreinds manns. Ákærði kveðst muna, að maður þessi hafi sagt honum frá manni, sem hann þekkti í Keflavík og vildi kaupa spíra. Maðurinn fékk ákærða miða með símanúmeri á, og kom ákærði honum til Sævars Marinós. Ákærði man ekki eftir nafni í þessu sambandi.

 

 

Bls. 435

 

Ákærði kveðst vera viss um, að Guðjón hafi ekki ekið bifreiðinni, sem ákærðu fóru í til Keflavíkur, heldur hafi hann ekið sendibifreiðinni af Vatnsstígnum, og sá ákærði hann um kvöldið í Dráttarbrautinni.

Ákærði kveður geta verið, að Sævar Marinó hafi komið og spurt eftir sér við dyrnar að Laugavegi 32, en farið svo á undan sér, þar sem hann kveðst hafa gengið einn að bifreiðinni á Vatnsstígnum. Það megi vel vera, að Páll Konráð Konráðsson hafi svarað, þegar Sævar Marinó hringdi dyrabjöllunni.

 

Á leiðinni til Keflavíkur heyrði ákærði ökumanninn og Sævar Marinó ræða um einhvern, sem vandræði væru með. Ákærði tók ekki þátt í þeim umræðum og vissi ekki, um hvern þeir voru að tala. Hann svaf mestan hluta leiðarinnar, en verið geti, að hann hafi talað eitthvað við þau hin.

Ákærði man ekki eftir neinum stöfum úr símanúmeri Geirfinns, sem hann hringdi í úr Hafnarbúðinni. Það geti vel verið, að hann hafi verið beðinn að segja honum að koma gangandi. Ákærði man, að þegar Geirfinnur kom að bifreiðinni, opnaði ákærði hurðina hægra megin að aftan. Færði ákærði sig til, og settist Geirfinnur við hlið hans. Ákærði minnist þess ekki að hafa átt orðaskipti við Geirfinn, en hann hafi aðallega talað við ökumanninn. Frá Hafnarbúðinni var ekið beint í Dráttarbrautina. Ákærði man ekki eftir að hafa séð sendibifreiðina þar, en þar sá hann Guðjón, sem hann taldi vera ökumann sendibifreiðarinnar á Vatnsstígnum. Ákærði minnist þess ekki að hafa séð varning settan í bifreiðina, sem hann fór í til Keflavíkur.

 

Ákærði veit ekki, við hvaða mann er átt, sem sagður er hafa komið heim til hans einhvern tíma á árinu 1973 og hefur verið lýst sem lágum, þrekvöxnum og þybbnum manni, en telur vera átt við Sigurbjörn Eiríksson, sem hann er næstum fullviss, að hafi verið í Dráttarbrautinni þetta kvöld.

Ákærði kveðst hafa komið þar að, sem Geirfinnur var að rífast við Sævar Marinó og Guðjón Skarphéðinsson, bílstjórann, sem ók þeim til Keflavíkur, og manninn, sem hann álítur vera Sigurbjörn Eiríksson. Ákærði veit ekki, um hvað var rifist, en telur það hafa verið eitthvað varðandi spíraviðskipti. Ákærði blandaði sér í rifrildið, sem endaði með því, að Geirfinnur ætlaði að fara. Ákærði varnaði honum vegar, en hann gerði sig líklegan til að ráðast á ákærða. Þá sló ákærði hann með hnefanum. Ákærði man ekki, hvar hann sló, en er viss um, að hann sló hann ekki í höfuðið. Sævar Marinó sló einnig til Geirfinns, og man

 

 

Bls. 436

 

ákærði, að Geirfinnur henti Sævari Marinó frá sér. Geirfinnur sló einnig til ákærða, en þá tók maðurinn, sem ákærði telur hafa verið Sigurbjörn Eiríksson, haustak á Geirfinni. Ákærði tók planka og sló Geirfinn allfast með honum, eftir að hann var laus úr haustakinu, og kom höggið á öxlina. Við það hentist hann til jarðar, en eftir þetta kveðst ákærði hafa fleygt frá sér plankanum. Guðjón tók plankann upp og sló Geirfinn með honum, þar sem hann lá á jörðinni, en ekki veit ákærði, hvar né hve oft hann sló.

 

Daginn eftir, hinn 10. nóvember, var skýrslutökunni haldið áfram.

Ákærði kveður ekki hafa verið stöðvað neins staðar í Keflavík á heimleiðinni, og hann minnist þess ekki, að leitað hafi verið að Erlu. Ákærði man, að ekið var hægt eftir aðalgötunni í Keflavík, og hafði hann á orði, að hann vildi fara til lögreglunnar, en ökumaðurinn og sérstaklega Sævar Marinó vildu það ekki. Kápa og taska Erlu voru í aftursæti bifreiðarinnar, þar sem ákærði sat. Kápuna sótti Sævar Marinó síðan til ákærða að Laugavegi 32, en ákærði hefur áður sagt, hvernig hún komst í vörslu hans.

 

Sendibifreiðin lagði af stað á eftir þeim úr Keflavík, en ákærði sá hana ekki á leiðinni. Þetta var dökkblá bifreið með hvítu farmhúsi, tvöfaldri hurð að aftan og einfaldri hurð á vinstri hlið. Ákærði heldur, að bifreið þessi hafi verið af Chervrolet gerð, en hann man ekki, af hvaða tegund sú fólksbifreið var, sem þeir voru í. Ákærði man þó, að hún var rauð að lit, og fannst honum hún líkjast Cortinu eða Vauxhall.

Þegar komið var til Reykjavíkur, var ekið norður Laugarásveg og ákærða skipað að fara úr bifreiðinni við áfengisverslunina. Ákærði fór úr bifreiðinni og gekk af stað vestur Sundlaugaveg, en bifreiðinni var snúið við og ekið til baka. Þegar ákærði var kominn skammt vestur fyrir Sundlaugarnar, kom sendibifreiðin akandi á eftir honum og stöðvaði hjá honum. Ákærði var beðinn að fara inn í farmhúsið, og gerði hann það. Þar voru fyrir tveir menn, þrekni maðurinn, sem hann hefur áður lýst, og annar maður, sem hann getur ekki munað, hver er, en á gólfinu lá Geirfinnur. Ákærði getur ekki gert sér grein fyrir, hvort hann var látinn eða meðvitundarlaus. Þrekni maðurinn hélt á skammbyssu, og varaði hann þá við, að hann ætlaði að skjóta á Geirfinn. Ákærða stóð ekki á sama og sagðist ætla út. Var þá ökumanni gefið merki um að stöðva, og ók hann inn á stæði

 

 

Bls. 437

 

leigubifreiða á mótum Sundlaugavegar og Otrateigs og stöðvaði þar. Ákærði fór út úr bifreiðinni og gekk spölkorn frá. Síðan gekk hann aftur að bifreiðinni og fór inn í farmskýlið. Fann hann þá púðurlykt. Spurði ákærði, hvort þeir hefðu hleypt af skoti, en sá, sem hélt á byssunni, svaraði því neitandi. Fór ákærði fram á að þefa úr byssuhlaupinu. Var honum einnig synjað um það, en honum finnst, að skotið hafi verið á Geirfinn. Ákærði man, að hann heyrði annan manninn stinga upp á því að skjóta Geirfinn og skilja hann eftir á almannafæri.

 

Því næst var ekið vestur Borgartún, suður Snorrabraut og inn í sundið, sem liggur milli húsagarðanna milli Grettisgötu og Njálsgötu. Ákærði fór að aðaldyrum að Grettisgötu 82 og opnaði bakdyrnar innan frá. Sendibifreiðinni hafði þá verið lagt við garðshliðið gegnt dyrunum. Geirfinnur var fluttur úr bifreiðinni og inn í þvottahúsið í kjallaranum, en síðan inn í geymslu gegnt þvottahúsinu. Ákærði minnist þess ekki að hafa aðstoðað við þetta, en hann aðstoðaði við að bera nokkra bláa plastbrúsa, um 30 lítra hvern, sem voru settir í þvottahúsið. Ákærði minnist þess, að einhver setti utan um lík Geirfinns svart plast, þegar búið var að setja það inn í geymsluna. Þegar búið var að koma Geirfinni og spírabrúsunum fyrir, var farið upp í herbergi ákærða og rætt um, hvað gera ætti við lík Geirfinns. Komið var með nokkrar uppástungur, sem ákærði man ekki, hverjar voru, en ákveðið var að láta Geirfinn vera í geymslunni, þangað til annað yrði ákveðið. Í þessum umræðum tóku þátt Sævar Marinó, Guðjón, þrekvaxni maðurinn, ökumaður fólksbifreiðarinnar og ákærði.

 

Hinn 23. nóvember kom Sævar Marinó til ákærða að Laugavegi 32 og sótti kápu Erlu. Bað Sævar Marinó ákærða að fylgja sér heim til ákærða að Grettisgötu 82. Sævar Marinó var í bifreið með Guðjóni. Ákærði vildi ekki fara í bifreiðinni og gekk heim, enn þá voru þeir Sævar Marinó og Guðjón komnir þangað. Tóku þeir lík Geirfinns úr geymslunni og settu það í þvottahúsið. Þetta voru síðustu afskipti ákærða af líki Geirfinns Einarssonar, og veit hann ekki, hvað varð um það síðar. Ákærði álítur, að Sævar Marinó vilji ekki, að lík Geirfinns finnist, vegna þess að skotáverki kunni að vera á því.

 

Hinn 15. nóvember fóru rannsóknarlögreglumenn með ákærða til Keflavíkur. Tilefni ferðarinnar var það, að ákærði upplýsti, að stöðvað hefði verið framan við hús í Keflavík, þegar ekið var frá Dráttarbrautinni áleiðis til Reykjavíkur aðfaranótt 20. nóv-

 

Bls. 438

 

ember 1974 og ökumaður bifreiðarinnar hafi farið inn í húsið. Benti ákærði á hverfi í Ytri-Njarðvík og sagðist telja, að húsið væri í því hverfi. Þegar ekið var eftir Holtsgötu þarna í hverfinu, kvaðst ákærði vera viss um, að þetta væri gatan, sem umrætt hús stæði við. Benti hann á tvö samliggjandi hús, sem virtust vera byggð eftir sömu teikningu, og sagðist telja, að um annað hvort húsanna væri að ræða, en það voru hús nr. 34 og 36. Taldi ákærði, að hús nr. 36 væri húsið, en það hefði verið ljósgult á þeim tíma. Við athugun kom í ljós, að húsið var nýmálað. Annar gafl þess virtist vera í viðgerðarástandi. Var hann ljósgulur að lit, og var það sýnilega eldri málning en á öðrum hliðum hússins.

 

Haft var samband við lögregluna í Keflavík, og höfðu þeir íbúaskrár fyrir árin 1973 og 1975, en íbúaskrá fyrir árið 1974 var ekki fyrir hendi. Var athugað, hverjir hefðu búið í húsum þessum á framangreindum tíma, en ekki kemur fram, að það hafi gefið tilefni til nánari eftirgrennslnana.

Hinn 17. nóvember fóru rannsóknarlögreglumenn með ákærða út á Álftanes vegna frásagnar Sævars Marinós um, að ákærðu hefðu grafið lík Geirfinns Einarssonar þar í fjörunni. Ákærði var beðinn að reyna að finna stað þann, þar sem líkið hefði verið grafið. Ekið var með ákærða víðsvegar um nesið, án þess að honum væru gefnar neinar upplýsingar um það, sem fram var komið í málinu. Hann benti að síðustu á vesturjaðar Gálgahrauns og kvaðst muna eftir, að þeir Sævar Marinó hefðu komið þarna að hraunjaðrinum með lík Geirfinns, vafið inn í svart plast, stuttu eftir dauða hans. Þeir hafi verið á Land Rover bifreið Sævars Marinós og Erla hafi ekið henni. Líkið hafi þeir borið stuttan spöl inn í hraunið, sem hafi verið með djúpum bollum og hvömmum. Til hliðar utan í einum hraunbollanum hafi verið gjóta eða sprunga. Þeir hafi hreinsað upp úr henni laust grjót og mold, látið líkið þar ofan í og síðan uppmoksturinn þar yfir. Að því búnu hafi þeir sléttað vel yfir með hraungrjóti og sett eitthvað af mosa yfir. Á eftir hafi ekki verið hægt að sjá, að staðurinn skæri sig neitt úr umhverfinu í kring. Farið var tvisvar aftur með ákærða suður í hraunið til að láta hann benda nákvæmlega á staðinn, en hann gat ekki fundið hann örugglega. Þarna liggja tvær vegaslóðir að hrauninu, og var hann ekki alveg viss um, hvora þeirra þeir hefðu farið. Ákærði kveðst hafa verið með skóflu í umrætt skipti. Lítil not hafi verið að henni, þar sem slæmt hafi verið að grafa. Hann hafi hent henni frá sér í

 

 

Bls. 439

 

hraunið að verkinu loknu. Hraunsvæði þetta var leitað vandlega hinn 20. nóvember, en leitin bar ekki árangur.

Hinn 26. nóvember var þetta rætt frekar við ákærða. Hann kvaðst þá muna, að stuttu eftir að Geirfinnur var flattur í hraunið, hafi Sævar Marinó haft samband við sig og sagt sér, að "þessir menn" væru óánægðir með staðinn og hefðu ákveðið að flytja lík Geirfinns. Ákærði sagðist hafa spurt, hverjir "þessir menn" væru, en Sævar Marinó þá sagt, að hann vissi það ekki. Ákærði neitaði að taka þátt í þessum flutningi og sagði, að sér fyndist þessi staður nógu góður. Ákærði kvaðst þess fullviss, að lík Geirfinns hefði verið flutt, því að Sævar Marinó hefi sagt, að búið væri að ákveða það.

 

Það, er nú hefur verið rakið, eru viðtöl rannsóknarlögreglumanns við ákærða.

Hinn 30. nóvember fór fram sakbending í tæknideild rannsóknarlögreglunnar. Var tilgangurinn að kanna, hvort ákærði þekkti Guðjón Skarphéðinsson úr hópi 8 manna. Til aðstoðar við sakbendinguna voru fengnir nemar við Lögregluskóla ríkisins og þeir valdir þannig, að hæð, aldur og útlit svipaði til Guðjóns. Var Guðjóni og nemunum síðan raðað í beina röð og þeim fengin númer frá 1 til 8, en Guðjón bar nr. 3. Ákærði kveðst þekkja mann nr. 3 sem útlendingslega manninn, sem hann hefur greint frá í skýrslum sínum.

 

Sama dag voru ákærði Kristján Viðar og Guðjón samprófaðir. Ákærði Kristján Viðar kvaðst hafa séð Guðjón áður og talað við hann 19. nóvember 1974 á Vatnsstíg og í Dráttarbrautinni. Hafi hann spurt þá Sævar Marinó, hvort þeir hefðu verið til sjós, og ákærði svarað því játandi. Ákærði var spurður um, hvort hann myndi eftir einhverju öðru varðandi Guðjón í Dráttarbrautinni. Ákærði kveður hann hafa sagt sér að koma. Þeir hafi farið upp í bát og hann sagt sér að bíða. Ítrekað var við ákærða, hvort það væri alveg rétt, sem hann hefði verið að segja. Ákærði kveður það vera, nema Guðjón eigi tvífara, sem mundi þurfa að líta nákvæmlega eins út og Guðjón. Guðjón spurði ákærða, hvort hann hefði séð sig einhvern tíma fyrir 19. nóvember 1974. Ákærði kvaðst aðeins hafa talað við Guðjón í síma, þ. e. a. s. maður sá, sem hann talaði við, hafi svarað sem Guðjón Skarphéðinsson.

 

Ákærði skýrði rannsóknarlögreglumanni frá því hinn 3. desember, að nafngreindur leigubifreiðarstjóri hefði verið í Dráttarbrautinni í Keflavík hinn 19. nóvember 1974 og hefði það verið maðurinn, sem var við sendibifreiðina á Vatnsstíg, en ekki Guð-

 

Bls. 440

 

jón, eins og hann hefði áður skýrt frá. Hafi maður þessi einnig verið viðstaddur, þegar lík Geirfinns var flutt í kjallarann að Grettisgötu 82, og verið á fundinum í herbergi ákærða, þegar ráðgast var um, hvað gera ætti við líkið. Hann sagði jafnframt, að Sævar Marinó hefði talað við manninn, þegar numið hafði verið staðar við sendibifreiðina. Ákærði sagði einnig, að annar maður, sem hann nafngreindi, hefði verið í Dráttarbrautinni og hefði hann ekki viljað láta bera kennsl á sig. Þarna hafi einnig verið einn maður til viðbótar, sem ákærði nafngreindi, og kunningi mannsins, sem ákærði sagðist hafa séð áður, en ekki vita, hvað heitir. Lýsti ákærði kunningja mannsins og tilgreindi, við hvaða götu hann byggi. Ákærði sagðist hafa beðið nafngreinda manninn um far til Reykjavíkur, þegar þeir voru í Dráttarbrautinni, en hann hafi neitað. Hafi hann séð einn framangreindra manna liggja í aftursæti bifreiðarinnar, sem maður þessi var með, og sagðist hann vita, að neitunin hefði byggst á því, að maður þessi vildi ekki láta hann bera kennsl á sig. Bifreiðin, sem þeir voru á, hafi verið ljósgrá eða drapplituð, en um tegund vissi hann ekki. Hér er um viðtal við ákærða að ræða.

 

Hinn 14. desember mætti ákærði til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni. Hann skýrði frá því, að hann héldi, að það hefði verið 18. nóvember 1974 sem Sævar Marinó hafi hringt til hans og beðið hann að útvega sendiferðaðifreið til að fara suður í Keflavík daginn eftir og ná í spíritus.

Að kvöldi 19. nóvember hringdi ákærði í Sigurð Óttar Hreinsson. Bað ákærði hann að koma þá um kvöldið suður í Keflavík og hitta sig í Dráttarbrautinni. Sigurður Óttar sagðist ekki vita, hvar hún væri, en hann hlyti að finna hana. Þegar þeir fóru frá Vatnsstígnum seinna um kvöldið, var Sigurður Óttar kominn á Mercedes Benz bifreiðinni, sem hann hafði áður ekið og fékk stundum lánaða hjá eigandanum. Ákærði talaði eitthvað við hann og sagði honum, hvert hann ætti að fara. Ákærði man ekki, hvort Sævar Marinó talaði við hann. Hann man ekki heldur, hvort hann sá mann frammi í bifreiðinni hjá Sigurði Óttari, en það hafi verið önnur sendibifreið á Vatnsstígnum, blá að lit, og stóð hún neðar í götunni. Sigurður Óttar kvaðst ekki vera alveg viss um, að hann kæmist til Keflavíkur, þar sem hann þyrfti að gera eitthvað fyrst. Ákærði vissi síðan ekki neitt um hann, fyrr en hann sá hann koma í Dráttarbrautina í Keflavík, eftir að atburðirnir, sem þar gerðust, voru um garð gengnir, svo að hann geti ekki hafa vitað, hvað gerðist þar. Ákærði fór strax til hans,

 

 

Bls. 441

 

þegar hann sá hann koma, og sagði honum, að þarna væri ekki neitt fyrir hann að gera. Þá var einhver piltur með honum í bifreiðinni. Veit ákærði ekki, hvað hann heitir, en kannast við hann. Bláa bifreiðin, sem ákærði hafði séð á Klapparstígnum, var fyrir í Dráttarbrautinni, þegar þeir komu þangað. Hún fór í burtu og kom aftur, að ákærði telur, en hann veit ekki frekari deili á bifreið þessari. Mercedes Benz sendiferðabifreiðin var gul að lit og gluggalaus á hliðum. Ákærði man ekki eftir, að hann hafi sagt Sigurði Óttari, hvað hann ætti að gera til Keflavíkur, nema taka þar flutning.

 

Hinn 13. janúar 1977 ræddu rannsóknarlögreglumenn við ákærða og spurðu hann um "sjoppuna" í Keflavík, sem Sævar Marinó fór í, og hvort hann vissi um, hvar "sjoppa" þessi væri. Ákærði sagði, að Sævar Marinó hefði talað um að hringja, þegar þau höfðu farið í Dráttarbrautina, og sagt Sigurði Óttari, hvar hann ætti að bíða. Guðjón hefði þá ekið að einhverri "sjoppu", sem væri við aðalgötuna í Keflavík. Ákærði sagðist vera ókunnugur í Keflavík og ekki geta staðsett þetta nánar. Sævar Marinó hefði farið þarna inn einn, en þau hin hefðu beðið í bifreiðinni á meðan stutt frá "sjoppunni". Ákærði sagðist ekki hafa fylgst með Sævari Marinó og ekki séð inn í "sjoppuna". Sævar Marinó hefði strax komið aftur og talað um, að of margir hefðu verið þarna inni. Guðjón hefði síðan ekið að Hafnarbúðinni, þar sem ákærði hefði farið inn og hringt í Geirfinn.

 

Sama dag var ákærði beðinn að greina nákvæmlega frá fatnaði Geirfinns Einarssonar. Ákærði sagði, að Geirfinnur hefði verið klæddur dökkri kuldaúlpu og dökkum buxum, þegar hann kom í bifreiðina við Hafnarbúðina. Hann muni þó ekki litina eða hvernig kuldaúlpan var í sniðinu. Eftir skófatnaði hans, kvaðst hann ekki hafa tekið.

Ákærði kvað Sævar Marinó hafa rætt nær eingöngu við Geirfinn í bifreiðinni og umræðuefnið verið spíri. Ákærði sagði, að Sævar Marinó hefði látið Geirfinn fá peninga, en Geirfinnur hefði eitthvað orðið æstur og hent peningunum á gólfið í bifreiðinni, við framsætisbökin, að hann taldi, eða á milli framsæta, þegar komið var í Dráttarbrautina.

 

Sævar Marinó hefði fyrst farið út úr bifreiðinni og þeir Guðjón, ákærði og Geirfinnur á eftir honum, en Erlu hefði hann ekki séð fara úr bifreiðinni. Átök hefðu þá strax byrjað. Ákærði sagðist ekki muna eftir fatnaði Geirfinns í átökunum eða er þeir settu hann í aftursæti bifreiðarinnar, annað en það, að hann var

 

Bls. 442

 

í dökkri kuldaúlpu. Ákærði kveðst muna eftir því, að blóð var á andliti Geirfinns, þegar hann var settur inn í bifreiðina í Dráttarbrautinni.

Þegar komið var til Reykjavíkur, hefði Guðjón ekið að Grettisgötu 82 og inn á baklóðina við húsið. Þegar þeir hefðu komið að dyrunum, hefði ákærði farið yfir vegg og yfir í port við næsta hús fyrir ofan. Þar hefði hann farið um sund og komist þannig að aðalinngangi Grettisgötu 82. Hefði hann farið inn og opnað kjallarann fyrir meðákærðu. Þeir hefðu borið Geirfinn inn í þvottahúsið og lagt hann þar á rimlabekk við útvegg og sett teppi yfir hann. Ákærði kveðst hafa haldið undir herðar hans, en annað hvort Guðjón eða Sævar Marinó undir fætur. Ekki hefði verið hægt að læsa þvottahúsinu og hefði þá orðið að ráði að fara með Geirfinn inn í geymslu beint á móti því. Þar hefðu ákærði og Guðjón sett eitthvað utan um Geirfinn, að hann taldi plast. Hann væri þó ekki viss um þetta, en sig rámaði í, að skrjáfað hefði í umbúðunum. Hann sagðist halda, að teppið hefði orðið eftir inni í geymslunni. Ákærði kveðst hafa tekið seðlaveski úr buxnavasa Geirfinns og einnig penna. Hann hefði tekið úr veskinu 5.000 krónur, en rifið það síðan og skolað því niður á salerni að Langavegi 32 strax daginn eftir. Í veskinu hefðu verið nokkur skilríki og eitthvað af pappírum, sem hann hefði einnig rifið og fleygt. Ákærði sagðist ekki muna litinn á veskinu, en það hefði örugglega verið dökkt. Pennann afhenti hann rannsóknarlögreglunni. Þegar ákærði og Sævar Marinó tóku líkið úr geymslunni, hefðu þeir bundið einhverju bandi utan um umbúðirnar um það og síðan borið það út í Land Rover bifreiðina. Erla hefði verið uppi í íbúðinni á meðan, en komið að þessu loknu og ekið þeim upp í Rauðhóla. Þar hefðu þeir ákærði og Sævar Marinó grafið gryfju og sett líkið ofan í. Minnir ákærða, að þeir hafi áður tekið umbúðirnar af því. Því næst hefði bensíni verið hellt yfir og Sævar Marinó kveikt í. Fatnaðurinn hefði logað illa. Líkið hefði sigið saman, eftir að eldurinn var borinn að því. Þeir hefðu því ausið sandi á eldinn og mokað yfir. Ákærði sagði, að þarna hefði verið svartamyrkur og lítið sést. Það, er nú hefur verið rakið, eru viðtöl rannsóknarlögreglumanns við ákærða.

 

Hinn 1. febrúar var ákærði yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglunni. Hann kveðst hafa verið undir áhrifum lyfja að kvöldi hins 19. nóvember 1974. Hann tók ekki aðeins töflur þennan dag, heldur hafði hann tekið inn töflur stanslaust í nokkra mánuði. Ákærði man eftir að hafa tekið eftirfarandi tegundir af

 

Bls. 443

 

töflum hinn 19. nóvember: Mebumal natrium, valium, dexitrin og dobicin. Þetta er kallað "kross", en með því á ákærði við, að lyf séu tekin í einu, sem eru örvandi og róandi. Ákærði getur ekki sagt, hve margar töflur hann tók, en þær voru margar.

 

Þá staðfesti ákærði, að það væri rétt, að samræður milli þeirra Sævars Marinós og Guðjóns hefðu átt sér stað í bifreiðinni og verið sagt, að sýna ætti einhverjum fulla hörku. Í orðið harka lagði ákærði ekki þann skilning, að það ætti að drepa einhvern.

Ákærði heyrði ekki, að Sævar Marinó segði, að maðurinn ætti "að hverfa", og ef þau Guðjón og Erla hafi sagt það, hafi þau logið. Ákærði heyrði ekki allt samtalið, en það væri alveg víst, að hann hefði ekki heyrt þetta sagt. Ákærði hefur enga hugmynd um, af hvaða ástæðum Guðjón fór í þessa ferð.

 

Ákærði segir það rétt, að Geirfinnur hafi eiginlega ekkert gert af sér. Hann hafi sagt eitthvað, sem reitti þá til reiði, en ákærði man ekki nákvæmlega, hvað það var. Ákærði kveðst ekki skilja sjálfur, hvers vegna Geirfinnur hafi verið laminn með barefli, þó að þeir væru þrír saman. Að sínu áliti hafi ekki verið fyrirfram ákveðið að drepa hann. Sævar Marinó hafi heldur ekki sagt það, svo að ákærði heyrði. Ákærði óskaði ekki eftir því, að Geirfinnur léti lífið.

Ákærði álítur, að Geirfinnur hefði fengið að fara heim, ef hann hefði sýnt þeim áfengið. Þeir hefðu þá stolið því, en það var ekki fyrirfram ákveðið að drepa Geirfinn, ef svo hefði farið.

 

Þá segir ákærði: "Hann" (þ. e. Geirfinnur) "gat ekki kjaftað frá okkur, af því að hann sjálfur var flæktur í ólöglegt athæfi".

Ákærði kveðst ekki halda, að Guðjón hafi líka lamið með lurk, en hann tók Geirfinn hálstaki, að ákærða minnir. Á meðan ákærði hélt Geirfinni hálstaki, lamdi Sævar Marinó hann með lurk framan á leggina og lærin og, að ákærði heldur, líka í magann. Ákærða fannst ekki, að Sævar Marinó væri að reyna að þvinga Geirfinn með þessari barsmíð til þess að gefa honum upplýsingar um, hvar áfengið væri geymt. Ákærði heldur frekar, að hann hafi reiðst Geirfinni vegna þess, að hann hafði einu sinni eða tvisvar hent honum frá sér. Ákærði getur ekki sagt, hver viðbrögð Geirfinns voru við höggunum, en hann veit bara, að hann reyndi að losa sig. Ákærði lokaði ekki fyrir öndunina hjá Geirfinni með hálstakinu, heldur sleppti hann við og við hægri hendi. Aðeins seinna greiddi ákærði Geirfinni tvö högg vinstra megin á brjóstið, og féll hann við það til jarðar. Síðan

 

 

Bls. 444

 

sló ákærði hann einu sinni með spýtu á vinstri kinn, þar sem hann lá á jörðinni. Ákærði veitti honum ekki þungt högg á kinnina, því að hann ætlaði ekki að drepa hann. Það blæddi ekki úr Geirfinni eftir höggið, sem ákærði greiddi honum. Ákærði heyrði Geirfinn stynja, þegar hann hafði lamið hann á brjóstið og hann hafði fallið við. Ákærði þreifaði eftir hjarta og púlsi Geirfinns til að aðgæta, hvort hann væri dáinn, en fann ekkert. Hann kveðst hafa verið undir áhrifum lyfja og sé ekki fagmaður til að ákveða slíkt. Síðan gekk ákærði að sendiferðabifreiðinni til Sigurðar Óttars. Þegar ákærði kom aftur, sagði Sævar Marinó, að Geirfinnur væri dauður. Ákærði bað Sævar Marinó að athuga það vel aftur. Ákærði sá þá blóð á hægri kinn Geirfinns, en hann man nákvæmlega, að hann sló hann á vinstri kinnina. Ákærði heldur því, að ekki sé óhugsandi, að í millitíðinni hafi hann verið sleginn meira. Hann varð ekki var við það, þegar hann gekk til Sigurðar Óttars, og veit ekki, hver gæti hafa gert það.

 

Ákærði heldur, að Sævar Marinó hafi heldur ekki viljað, að Geirfinnur léti lífið. Geirfinnur varði sig, á meðan á átökunum stóð. Ákærði man eftir því, að Geirfinnur ætlaði að ráðast að ákærða með hnefunum, þegar ákærði sleppti hálstakinu, en þá sló ákærði hann með spýtunni í brjóstið.

Ákærði veit ekki nákvæmlega, af hverju bifreiðinni var ekið inn í dimma Dráttarbrautina. Það megi spyrja Guðjón að því, hann hafi stýrt bifreiðinni. Ef til vill hafi áfengið, sem leitað var að, verið nálægt Dráttarbrautinni. Ákærði heldur, að Sævar Marinó hafi ekki verið að hugsa um dráp, heldur spíra. Það hafi ekki átt að drepa neinn.

 

Ákærða þykir leitt, að þetta skyldi fara svona með Geirfinn. Hann kveðst ekki vita betur en Geirfinnur sé grafinn á Rauðhólasvæðinu, eins og hann hefur lýst.

Hinn 14. janúar gaf ákærði heildarskýrslu um málsatvik hjá rannsóknarlögreglu. Ákærði kom fyrir dóm hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa hinn 18. janúar og skýrði þá frá á sama hátt og í skýrslu þessari greinir.

Ákærði kom fyrir dóm hjá dómurum máls þessa dagana 12. og 13. maí og skýrði þar frá málsatvikum á sama hátt í öllum meginatriðum og í framangreindum framburðum greinir. Verður nú sá framburður rakinn, en jafnframt getið um, þar sem misræmi er milli framburðanna og viðaukar.

 

Ákærði kvaðst viðurkenna atferli það, sem honum er gefið að sök í I. kafla ákæru. Skýrsla ákærða í sakadómi hinn 18.

 

Bls. 445

 

janúar 1977 var því næst lesin í heyranda hljóði, og sagði ákærði hana rétta í meginatriðum. Hann kveðst þó vilja koma að nokkrum athugasemdum.

Ákærði skýrði frá því, að þeir Sævar Marinó hefðu verið saman á dansleik í veitingahúsinu Klúbbnum, sennilega að kvöldi sunnudagsins 17. nóvember 1974. Þegar langt var liðið á dansleikinn, voru þeir staddir saman á stigapalli á 2. hæð, og benti þá Sævar Marinó ákærða á mann, sem stóð upp við glervegg rétt fyrir innan. Ákærði man, að maður þessi hélt á glasi í hendinni, en ekki varð ákærði var við, að hann væri mikið ölvaður. Ákærði þekkti ekki manninn, en telur, að um Geirfinn Einarsson geti hafa verið að ræða. Sævar Marinó bað ákærða að fara til mannsins og spyrja hann, hvort hann vildi kaupa eða selja spíra. Ákærði er þó frekar á því, að hann hafi átt að spyrja manninn, hvort hann vildi kaupa spíra. Ákærði kveðst hafa verið tregur að fara til mannsins og spyrja hann um þetta, en Sævar Marinó hafi þrástagast á þessu, þannig að hann hafi látið undan að lokum. Ákærði gekk til mannsins og spurði hann um þetta. Maðurinn virtist verða undrandi á, spurningu ákærða og svaraði honum neitandi. Ákærði sagði þá við manninn, að hann væri að gera að gamni sínu, og varð ekki meira úr samtalinu. Ákærða fannst Sævar Marinó vera að gera sig að fífli með þessu og kveðst hafa verið höstugur við hann vegna þessa. Sævar Marinó nefndi ekki nánar, hvað hann ætlaðist fyrir með þessu, en það hvarflaði a ákærða, að hann væri að flytja einhver skilaboð í sambandi við sölu á hassi. Ákærði gekk á brott frá Sævari Marinó þarna á stigapallinum og veit ekki, hvort hann ræddi við manninn. Ákærði hitti Sævar Marinó síðar um nóttina, en þeir minntust ekkert á þetta frekar, nema ákærði bað hann um að vera ekki að biðja sig um svona lagað.

 

Rétt eftir hádegi mánudaginn 18. nóvember hringdi Sævar Marinó til ákærða að Laugavegi 32, þar sem ákærði bjó á þeim tíma. Bað hann ákærða að koma með sér suður með sjó í "spíraleiðangur". Ákærði kveðst hafa spurt Sævar Marinó að því í gamni, hvort hann ætlaði að stela spíra, og hafi hann svarað því játandi. Sævar Marinó spurði ákærða, hvort hann gæti útvegað sendiferðabifreið til þess að flytja spírann. Sagðist ákærði ekki geta það, og fór þá Sævar Marinó að tala um Sigurð Óttar Hreinsson, frænda ákærða, sem hann sagði hafa unnið á sendibifreiðastöð. Sagðist ákærði skyldu athuga málið. Sævar Marinó spurði ákærða einnig, hvort hann vissi um nokkra kaupendur

 

 

Bls. 446

 

að spíra, og sagðist ákærði skyldu athuga það. Ákærði tekur fram í þessu sambandi, að hann hafi með öllu hafnað þessu fyrst í stað, en látið til leiðast að lokum.

Ákærði kveðst hafa heyrt talað um smygl á spíritus á árinu 1974, en ekki man hann eftir, að nefnt væri, að það væri í Keflavík. Ákærði kveðst ekki kannast við neinn mann, sem er kallaður "Geiri" og fengist hafi við ólöglega áfengissölu í Keflavík. Sævar Marinó nefndi mann þennan aldrei, svo að ákærði heyrði.

 

Ákærði hafði tal af Sigurði Óttari í framhaldi af símtalinu við Sævar Marinó. Kom hann til ákærða daginn eftir, hinn 19. nóvember, að Laugavegi 32. Spurði ákærði hann, hvort hann gæti útvegað sendibifreið til flutninga um kvöldið, og sagðist hann skyldu gera það, ef hann gæti. Ákærði nefndi ekki við Sigurð Óttar, hvert ætti að aka eða hvað ætti að flytja, en aðeins var talað um flutning. Ákærði bað Sigurð Óttar að koma um kvöldið í sendibifreið á Vatnsstíg, ef þetta tækist. Ákærði man ekki eftir, á hvaða tíma Sigurður Óttar átti að koma, en telur, að það hafi verið um kl. 2000.

 

Sævar Marinó kom til ákærða að Laugavegi 32 um kl. 2000 um kvöldið. Sagði hann ákærða að koma að bifreið, sem biði á Vatnsstíg. Ákærði fór í svartan leðurjakka og hélt út. Sævar Marinó var aðeins á undan ákærða, og þegar út á Vatnsstíg kom, var hann sestur inn í bláa Volkswagen bifreið, sem þar stóð. Rétt eftir að ákærði kom á staðinn, kom Sigurður Óttar á sendibifreið. Bifreið þessi var af Mercedes Benz gerð, gul á lit og frambyggð. Stöðvaði hann nokkru fyrir framan Volkswagen bifreiðina hinum megin á götunni, eða hægra megin. Ákærði kveðst ekki vita um skrásetningarmerkin á framangreindum bifreiðum. Að beiðni Sævars Marinós gengu ákærðu að sendibifreiðinni til Sigurðar Óttars og ræddu við hann. Ákærði kveðst hafa verið allmikið undir áhrifum lyfja og því ekki geta skýrt nákvæmlega frá samtalinu. Hann man, að Sævar Marinó var að gefa leiðbeiningar um, hvert aka ætti, og átti ákærði að segja Sigurði Óttari það. Sigurður Óttar átti erfitt með að skilja ákærða, og gaf Sævar Marinó, sem stóð við hlið ákærða, leiðbeiningar um að aka í átt til Keflavíkur. Ákærði man eftir því, að Sigurður Óttar sagði, að hann væri ekki alveg öruggur um, að hann gæti farið á bifreiðinni, og þyrfti hann að ræða málið við eiganda hennar. Sigurður Óttar ók síðan á brott, en ákærðu gengu að Volkswagen bifreiðinni. Undir stýri hennar sat maður, sem ákærði þekkti ekki, en Sævar Marinó sagði, að ákærða minnir, að væri frændi

 

 

Bls. 447

 

fyrrverandi mágs Guðjóns Skarphéðinssonar. Ákærða var sýnd mynd af Guðjóni hjá rannsóknarlögreglunni, og kveður hann það hafa verið hann, sem ók bifreiðini. Í aftursætinu vinstra megin sat Erla Bolladóttir, sem ákærði þekkti. Ákærði settist við hlið hennar, en Sævar Marinó settist í framsætið við hlið ökumanns. Var nú ekið vestur á Framnesveg að húsi nr. 60 og eitthvað annað. Þar var numið staðar, og fór Sævar Marinó úr bifreiðinni. Ákærði veit ekki, hvert hann fór og ekki í hvaða erindagerðum hann var. Þegar Sævar Marinó kom aftur í bifreiðina, var ekið í átt til Keflavíkur.

 

Í lögregluskýrslu segir ákærði, að ekið hafi verið beint til Keflavíkur.

Ákærði man, að logn var, kalt í veðri, dimmt yfir, en þurrt. Ákærði kveðst hafa sofið megnið af leiðinni, en vaknað öðru hverju. Hann man eftir, að þau voru að gá að sendibifreiðinni. Ákærði man og, að þeir Guðjón og Sævar Marinó voru að ræða saman, en þeir töluðu lágt, og fylgdist ákærði ekki með, hvað þeim fór á milli. Ákærði kveðst ekki muna eftir að hafa heyrt þá Sævar Marinó og Guðjón tala um, að einhver gæti orðið erfiður, en í lögregluskýrslunni og dómskýrslunni frá 18. janúar greinir hann frá þessu. Einhvers staðar var tekið bensín á leiðinni, en hvar það var, getur hann ekki staðhæft.

 

Þegar til Keflavíkur kom, sáu þeir bifreið Sigurðar Óttars, sem stóð við gatnamót nálægt Aðalbílastöðinni. Ákærði kveðst vera ókunnugur í Keflavík, en þetta hafi rifjast upp fyrir sér, þegar honum var sýndur staðurinn síðar. Numið var staðar fyrir aftan sendibifreiðina. Fór ákærði út og hafði tal af Sigurði Óttari. Sagði hann honum að aka í Dráttarbrautina í Keflavík. Sigurður Óttar sagðist ekki vita, hvar Dráttarbrautin væri. Ákærði kvaðst heldur ekki vita það, en Sævar Marinó hafi sagt, að hún væri innst í bænum. Sigurður Óttar ók síðan af stað, en ákærði og fólk það, sem með honum var, ók að Hafnarbúðinni. Telur ákærði, að klukkan hafi verið um 2200, þegar komið var þangað. Fóru þeir Sævar Marinó þar út úr bifreiðinni og héldu inn í Hafnarbúðina. Sævar Marinó var búinn að segja við ákærða, að þeir skyldu láta sem þeir þekktust ekki. Inni í Hafnarbúðinni man ákærði eftir, að Sævar Marinó keypli vindlinga, súkkulaði og flösku af Coca Cola.

 

Ákærðu fóru síðan aftur út í bifreiðina, og var ekið að Dráttarbrautinni í Keflavík, en ekki veit ákærði, hver átti hugmyndina að því. Þegar þangað kom, var numið staðar einhvers staðar

 

Bls. 448

 

á milli húss Dráttarbrautarinnar og pípugerðar, og fór ákærði úr bifreiðinni til að svipast um eftir Sigurði Óttari. Sævar Marinó hafði sagt ákærða að flýta sér, því að þeir hefðu lítinn tíma. Ákærði kveðst hafa hlaupið nokkurn spöl beint í norður, þar til hann fann bifreið Sigurðar Óttars. Ákærða minnir, að bifreiðin hafi staðið vestan eða norðan við Dráttarbrautarhúsið. Sigurður Óttar var óþolinmóður og vildi fá að vita, hvað ætti að flytja og hvort ekki færi að koma að þessu. Ákærði sagði Sigurði Óttari að bíða rólegum og hraðaði sér aftur að Volkswagen bifreiðinni. Var því næst ekið að einhverri "sjoppu" eða söluturni, sem ákærði getur ekki tilgreint nákvæmlega, hvar var, en leiðin þangað var nokkuð löng. Ákærði kveður "sjoppu" þessa vera við aðalgötuna í Keflavík. Sævar Marinó fór þar úr bifreiðinni og sagðist ætla að hringja. Hann fór inn í "sjoppuna", en kom brátt aftur. Sagðist hann ekki hafa getað hringt, þar sem svo margt fólk hefði verið þarna.

 

Var nú ekið aftur að Hafnarbúðinni. Þá sá ákærði ökumanninn, Guðjón Skarphéðinsson, skrifa eitthvað á miða, sem hann rétti Sævari Marinó. Sævar Marinó lét ákærða fá miðann. Ákærði man, að þeir Guðjón og Sævar Marinó ræddu eitthvað saman, þegar Guðjón var að skrifa á miðann, en um samtalið man ákærði ekki nákvæmlega.

Í lögregluskýrslu segir ákærði, að Guðjón hafi skrifað á miðann eftir fyrirsögn Sævars Marinós.

Ákærði man, að símanúmer stóð á miðanum og, að hann heldur, nafnið Geirfinnur, a. m. k. var það nafn nefnt við ákærða, áður en hann fór inn í Hafnarbúðina. Sævar Marinó sagði ákærða að fara inn í Hafnarbúðina og hringja til Geirfinns. Átti ákærði að segja við Geirfinn, að þeir væru komnir og hann ætti að koma einn og vera gangandi. Fór ákærði nú inn í Hafnarbúðina. Bað hann afgreiðslustúlku, sem var í bláum slopp, um að fá að hringja. Ákærði hringdi í símanúmerið, sem var á miðanum, og spurði eftir Geirfinni. Barn kom í símann, og heyrði ákærði, að það kallaði pabbi. Kom þá karlmaður í símann, og spurði ákærði: "Ert þú Geirfinnur?" Maðurinn svaraði því játandi. Ákærði sagði manninum það, sem Sævar Marinó hafði beðið hann um að segja. Geirfinnur spurði þá, að ákærða minnir: "Er Maggi þarna?" Ákærði man, að hann sagði þá við Geirfinn: "Það er enginn Maggi hérna, ég er hérna einn". Geirfinnur spurði þá, hvar ákærði væri, og sagðist ákærði vera í einhverri "sjoppu". Geirfinnur spurði ákærða, hver hann væri, en ákærði

 

 

Bls. 449

 

svaraði, að það skipti ekki máli, og lagði símtólið á. Strax að samtalinu loknu fór ákærði út í Volkswagen bifreiðina. Hleypti Sævar Marinó honum inn í aftursætið, þar sem ákærði hafði setið áður, en sjálfur settist Sævar Marinó í framsætið. Guðjón fór því næst út úr bifreiðinni og hélt í átt að Hafnarbúðinni, en eigi veit ákærði með vissu, hvort hann fór þar inn. Guðjón kom skömmu síðar aftur. Ók hann aðeins frá Hafnarbúðinni, og var beðið um stund. Ákærði veit ekki, hvað varð af miða þeim, sem Sævar Marinó lét hann fá, en telur, að hann hafi látið Sævar Marinó hafa hann.

 

Í lögregluskýrslunni telur ákærði, að annar hvor þeirra Sævars Marinós hafi eyðilagt miðann.

Ákærðu voru búnir að bíða góða stund í bifreiðinni, þegar Guðjón sagði: "Þarna kemur hann". Ákærði kveður manninn hafa komið gangandi að bifreiðinni, og minnir hann, að hann hafi séð hann koma frá bifreið, en hvernig bifreið, man hann ekki og ekki heldur, hvar hún var. Ákærði þekkti ekki manninn og getur ekki sagt um, hvort um sama mann var að ræða og hann tók tali í Klúbbnum. Maðurinn kynnti sig ekki, og ákærði man ekki, hvort það kom nokkurn tíma fram, hvað maðurinn héti. Þegar maðurinn kom að bifreiðinni, fór Sævar Marinó út og hleypti honum inn í bifreiðina. Maðurinn settist hægra megin í aftursæti, og sat ákærði á milli hans og Erlu. Strax og maðurinn var kominn inn í bifreiðina, var ekið af stað, og fór Sævar Marinó að ræða við manninn. Ákærði tók ekki þátt í samtalinu og man ekki, hvað manninum og Sævari Marinó fór á milli. Ekið var í átt að Dráttarbrautinni. Á leiðinni tók Sævar Marinó upp seðlabúnt. Ákærði veit ekki, um hve háa fjárhæð var að ræða, en í búntinu voru fimm þúsund krónu seðlar. Sævar Marinó rétti manninum seðlabúntið, en hann var eitthvað tregur til að taka við því. Hann lét þó tilleiðast að lokum og tók við seðlunum. Ákærði veit ekki, í hvaða skyni Sævar Marinó rétti manninum seðlana. Maðurinn fleygði seðlunum fljótlega frá sér, og lentu þeir á gólfinu við aftursæti og á milli framsæta. Ákærði var hálfsofandi og hrökk upp við þetta. Hann kveðst hafa sagt við manninn eitthvað á þessa leið: "Hvaða fíflalæti eru þetta, hvað á þetta að þýða? Ef þú ætlar að láta eins og fífl hérna, skaltu koma þér út". Ákærði kveður þetta hafa gerst annað hvort rétt áður en komið var í Dráttarbrautina eða rétt eftir að bifreiðin hafði numið staðar. Sævar Marinó hélt áfram að rífast við manninn, en rétt eftir að bifreiðin hafði numið staðar,

 

 

Bls. 450

 

fóru þau öll út úr henni nema Erla, a. m. k. minnist ákærði þess ekki að hafa séð hana fyrir utan bifreiðina. Sævar Marinó fór fyrstur út úr bifreiðinni, en síðan þeir ákærði og Guðjón. Rifrildið milli mannsins og Sævars Marinós hélt áfram, eftir að komið var út úr bifreiðinni. Ákærði man, að maðurinn sagðist þekkja "þessa Klúbbmenn". Nefndi hann Magnús í því sambandi og einhverja fleiri.

Þegar þeir voru komnir 34 metra frá bifreiðinni, ætlaði maðurinn að fara burtu. Ákærði stóð í vegi fyrir honum. Ákærði man, að hann bað manninn um skýringu á þessu, og sagði maðurinn þá eitthvað á þá leið: "Ég hef ekkert meira við ykkur að tala". Ákærði man, að Guðjón sagði: "Við skulum taka hann í gegn". Ákærði kveðst hafa jánkað því. Eftir það hófust átökin við manninn. Átökin fóru fram með miklum ofsa og tóku svo skamman tíma, að ákærði kveður erfitt að átta sig á atburðarásinni. Maðurinn hrinti ákærða frá, þegar hann ætlaði burt. Ákærði sló til mannsins með krepptum hnefa. Lenti höggið í andliti mannsins, að ákærði telur, en þó geti það eins hafa lent á hálsi hans eða brjósti. Ákærði kveður Sævar Marinó hafa veist að manninum og slegið til hans. Ákærði veit ekki, hvar höggin lentu, en hann man, að maðurinn greip í Sævar Marinó og kastaði honum frá sér nokkra metra. Ákærða finnst Guðjón hafa tekið þátt í þessu í byrjun, en hver þáttur hans var, getur hann ekki staðhæft.

 

Í lögregluskýrslu segir ákærði, að Guðjón hafi blandað sér í átökin. Hafi annað hvort ákærði sjálfur eða Guðjón tekið Geirfinn hálstaki, en hann man ekki, hvernig að því hafi verið staðið.

Ákærði kveðst hafa tekið Geirfinn hálstaki aftan frá. Var það í framhaldi af því, þegar Geirfinnur hafði kastað Sævari Marinó frá sér og snúið gegn ákærða. Í þessu kom Sævar Marinó æðandi að með ferkantaða spýtu, tæpan metra á lengd, en ekki mjög svera. Sló hann manninn með spýtunni nokkuð oft bæði á brjóst, maga og fætur. Maðurinn gat litla mótspyrnu veitt, þar sem ákærði hélt honum hálstaki. Ákærði sleppti nú hálstakinu, og hafi þá Sævar Marinó hlaupið frá og hent spýtunni. Maðurinn var mjög reiður. Hann sneri sér að ákærða og sagðist ætla að jafna um hann. Ákærði hörfaði frá manninum. Ákærði gat náð í spýtuna, sem Sævar Marinó hafði verið með. Ákærði sló manninn eitt högg þvert yfir brjóstið með spýtunni. Maðurinn féll aftur á bak við höggið. Lá hann í mölinni á vinstri hliðinni

 

 

Bls. 451

 

á eftir. Heyrða ákærði hann gefa frá sér sársaukastunur og taka með höndunum um brjóstið. Ákærði kveðst hafa staðið yfir manninum með spýtuna og bankaði í hann með henni bæði á brjóst og kjálka vinstra megin. Ákærði veit ekki nánar um þátt Guðjóns í átökunum, en að þeim loknum sá ákærði hann ganga frá þeim stað, þar sem átökin höfðu verið, í átt að bifreiðinni.

Í lögregluskýrslunni kveðst ákærði hafa verið orðinn mjög reiður og slegið Geirfinn með spýtunni tvisvar í brjóstið og einu sinni í höfuðið, þar sem hann lá, en það hafi ekki verið þung högg. Minnir ákærða, að Guðjón hafi eitthvað veist að Geirfinni líka, en er þó ekki fullviss um það.

 

Ákærði kveðst ekki muna, hvernig maðurinn lá að átökunum afstöðnum. Ákærða var ekki ljóst, hvort maðurinn var lífs eða liðinn. Ákærði sagði Sævari Marinó að fara til Erlu og segja henni að fara í burtu, þar sem hann vildi ekki, að hún lenti í vandræðum, ef lögreglan kæmi. Sævar Marinó fór og talaði við Erlu. Þegar hann kom aftur, bað ákærði hann að athuga, hvort "ekki væri í lagi með manninn". Ákærði fór nú og hitti Sigurð Óttar. Bifreið hans var ekki í sjónmáli, og lá hann sofandi út af í sætinu.

 

Í lögregluskýrslu getur ákærði ekki um, að Sigurður Óttar hafi verið sofandi.

Ákærði sagði Sigurði Óttari, að ekkert yrði úr flutningnum og hann skyldi fara burtu. Sigurður Óttar spurði einskis, en var reiður út af þessu öllu og hélt á brott. Ákærði hélt nú aftur á staðinn, þar sem maðurinn lá.

Þegar ákærði kom þar, sem maðurinn lá, sagði Sævar Marinó honum, að hann væri látinn. Ákærði kveðst nú sjálfur hafa athugað, hvort lífsmark væri með manninum. Sá hann, að hann var með áverka á vinstra gagnauga og á vinstri kinn eða kjálka. Ákærði hafði ekki tekið eftir þessu, áður en hann fór að hitta Sigurð Óttar, og er sannfærður um, að blóð var ekki á andliti mannsins. Kveðst hann hafa farið að þjarka um þetta við Sævar Marinó, en hann hélt því fram, að blóðið hefði alltaf verið. Ákærði man ekki vel, hvar Guðjón var, en minnir, að hann hafi annað hvort verið við bifreiðina eða inni í henni. Þegar ákærðu voru sannfærðir um, að maðurinn væri látinn, fóru þeir að ræða um, hvað gera skyldi.

 

Í dómskýrslunni frá 18. janúar óskaði ákærði að taka fram, að hann hefði verið undir áhrifum lyfja í Keflavík umrætt sinn

 

Bls. 452

 

og ekki getað fundið út sjálfur, hvort Geirfinnur var lífs eða liðinn, þegar átökin voru um garð gengin í Dráttarbrautinni.

Ákærði kveðst fyrst hafa lagt til, að maðurinn yrði skilinn eftir í þeirri von, að hann mundi e. t. v. ranka við sér. Sævar Marinó vildi hins vegar setja hann inn í Volkswagen bifreiðina og flytja hann á brott. Guðjón var viðstaddur umræðurnar, en ákærði man ekki, hvort hann lagði eitthvað til málanna. Það varð úr, að maðurinn var settur inn í bifreiðina og komið fyrir í aftursæti. Hjálpuðust þeir allir að við þetta.

 

Maðurinn var látinn sitja uppi vinstra megin í aftursæti og halla aftur að hliðarrúðunni. Þegar búið var að koma manninum fyrir í sætinu, var eihver flík breidd yfir höfuð hans, og minnir ákærða, að það hafi verið kápa, sem Erla hafði gleymt í bifreiðinni, þegar hún fór. Þeir fóru nú á brott á bifreiðinni og óku um Keflavík til þess að leita að Erlu, en fundu hana ekki. Var þá ekið áleiðis til Reykjavíkur.

Ákærði kveður þá hafa verið mjög óttaslegna yfir því, sem gerst hafði, þar sem eigi hafði verið búist við þessum málalokum. Voru þeir að ræða um, hvað gera ætti við líkið. Kom til tals að skilja það eftir úti á Álftanesi og einnig að koma því fyrir í hitaveitustokk, og átti Guðjón þá hugmynd. Loks var afráðið að fara með líkið heim til ákærða að Grettisgötu 82 og geyma það í kjallaranum, þar til nánari ákvörðun hefði verið tekin um, hvar ætti að koma því fyrir.

 

Í lögregluskýrslu segir, að bifreiðinni hafi verið ekið inn í sundið, sem liggur með húsagörðunum bak við húsið. Ákærði fór þar út úr bifreiðinni, fór yfir tvo garðveggi og út á Grettisgötu, gegnum sund á milli húsa nr. 76 og 78. Ákærði fór inn um aðaldyrnar, hélt niður í kjallarann og opnaði garðdyrnar innan frá. Þeir hjálpuðust allir að því að bera líkið inn í kjallarann.

Í lögreglu- og dómskýrslum segir ákærði, að líkið hafi fyrst verið sett á lágt rimlaborð, sem var undir glugga í þvottahúsinu. Þar breiddi ákærði yfir það grænt teppi, sem hékk uppi við enda gangsins við þvottahús- og geymsludyrnar. Ekki var hægt að læsa þvottahúsinu, og var því ákveðið að flytja líkið inn í geymsluna. Ákærði hafði ekki lykil að henni og braut hana því upp með því að spyrna í hurðina. Báru ákærðu líkið síðan inn í geymsluna. Þar inni var mikið af dóti. Þeir lögðu líkið endilangt á gangveg í geymslunni, en háir staflar af dóti voru sitt hvoru megin, og ákærði man, að höfuð þess sneri að glugganum, en

 

 

Bls. 453

 

fæturnir að dyrunum. Ákærði tók svartan plast- eða leðurlíkisdúk, sem var þarna, og vöfðu ákærði og Guðjón honum utan um líkið og bundu síðan snæri lauslega utan um. Sævar Marinó var hjá þeim, en tók ekki þátt í þessu.

Læsingin á geymslunni hafði ekki bilað, þegar ákærði spyrnti hurðinni fyrir henni upp, heldur hafði dyrastafurinn gefið eftir. Var hægt að koma því í samt lag, og gat ákærði lokað geymslunni.

Ákærði tók seðlaveski af líkinu, og minnir hann, að það hafi verið í brjóstvasa innanverðum. Veski þetta var dökkt á lit, úr leðri eða leðurlíki. Í því var einn 5.000 króna seðill og eitthvað af persónuskilríkjum og nótur eða miðar. Ákærða minnir, að maðurinn hafi verið í dökkri úlpu og dökkum buxum, eins og áður greinir, og eins finnst honum, að hann hafi verið í jakka innan undir úlpunni, en er þó ekki viss um það. Ákærði tók fimm þúsund króna seðilinn úr veskinu og sló eign sinni á hann. Veskið geymdi ákærði þangað til daginn eftir, en reif það þá sundur ásamt innihaldi þess og skolaði því niður á salerni að Laugavegi 32. Ákærði kveðst hafa eitthvað litið á persónuskilríkin, og minnist hann sérstaklega ökuskírteinis. Ákærði man ekki eftir nafninu í því, en er ekki í neinum vafa um, að skilríkin hafi tilheyrt Geirfinni Einarssyni. Man ákærði eftir myndinni af Geirfinni í ökuskírteininu og er öruggur, að um hann hafi verið að ræða. Ákærði kveðst og hafa tekið teikniblýant úr brjóstvasanum á jakka Geirfinns. Ákærði geymdi blýantinn heima hjá sér í skrifborðsskúffu.

 

Guðjón fór út úr kjallaranum og færði bifreiðina úr sundinu. Fór Sævar Marinó á eftir honum og ræddi við hann, en kom skömmu síðar aftur og dvaldist hjá ákærða.

Í lögregluskýrslu segir ákærði, að þeir hafi farið allir upp í herbergi hans, sem er á hæðinni fyrir ofan, en Guðjón hafi farið skömmu síðar.

Þá skýrði ákærði frá því, að þeir Sævar Marinó hefðu rætt saman nokkra stund, og kveðst ákærði hafa gefið honum eitthvað róandi, valium að hann heldur, að beiðni hans. Einnig kveðst ákærði hafa tekið sjálfur allmikið af lyfjum. Sævar Marinó hafi síðan ætlað heim til sín og farið út á Hlemmtorg til að ná í leigubifreið. Skömmu eftir að Sævar Marinó var farinn á brott, kom Sigurður Óttar til ákærða að Grettisgötu 82. Hann bjó þar um þessar mundir, en ákærði hélt til á Laugavegi 32. Ákærði veit ekki, hvort Sigurður Óttar var á sendibifreið-

 

 

Bls. 454

 

inni, en minnir, að hann hafi sagt, að hann hefði farið að skila henni. Sigurður Óttar fór að spyrja ákærða, hvað þeir hefðu verið að gera í Keflavík. Ákærði kveðst ekkert hafa viljað segja honum um það, enda hafi þeir Sævar Marinó verið búnir að ákveða að gera það ekki. Reiddist Sigurður Óttar út af þessu og fór brátt að sofa. Sævar Marinó hætti við að fara heim til sín og kom aftur til ákærða. Sagði hann eitthvað á þá leið við ákærða, að hann treysti sér ekki til að fara heim. Sátu ákærðu í litlum sófa, sem var í herberginu, til morguns og dottuðu, en þá fóru þeir út. Gengu þeir vestur Grettisgötu. Á móts við húsið nr. 74 skildust leiðir þeirra. Sævar Marinó sneri við, en ákærði hélt að Laugavegi 32.

 

Seinni hluta fimmtudagsins 21. nóvember hringdi Sævar Marinó til ákærða að Laugavegi 32 og sagðist ætla að koma og sækja hann. Ákváðu þeir að hittast heima hjá ákærða að Grettisgötu 82. Ákærði fór þangað fótgangandi, en þau Sævar Marinó og Erla komu þangað á Land Rover bifreið, og ók Erla. Ók hún bifreiðinni inn í sundið að garðshliði bak við húsið. Erla fór upp í herbergi ákærða. Þeir Sævar Marinó fóru niður í kjallarann. Fluttu þeir lík Geirfinns úr geymslunni fram í þvottahúsið og lögðu það á gólfið framan við rimlaborðið. Þeir bundu betur utan um það með nylonbandi og báru það síðan að bakdyrunum. Ákærði tók líkið þar í fangið og bar það að afturhurð Land Rover bifreiðarinnar. Sævar Marinó opnaði hurðina, og var líkið sett inn í bifreiðina. Ákærði man eftir tveimur skóflum, sem voru í bifreiðinni og stóðu upp við bakið á framsætinu. Ákærði man ekki, hvernig skóflurnar litu út, en þær voru báðar með oddmynduðu blaði. Ákærði sá skóflu þá, sem Guðjón var sagður hafa haft að láni. Kveður ákærði um sams konar skóflur hafa verið að ræða. Erla beið uppi í herbergi ákærða, á meðan ákærðu voru að bera líkið út í bifreiðina og koma því þar fyrir. Ákærði fór og sótti Erlu, og ók hún bifreiðinni áleiðis upp í Rauðhóla.

 

Í þessu sambandi skýrði ákærði frá því, að svo hafi virst sem Sævar Marinó hafi verið búinn að ákveða, hvað gera skyldi við lík Geirfinns. Ákærði kveðst hafa verið því fegnastur að losna við það úr geymslunni og hafi verið búinn að hafa orð á því, að ekki væri hægt að hafa það þar lengi. Ákærði kveðst hafa mótmælt því að flytja líkið upp í Rauðhóla og bent á, að best væri að fela það í Hafnarfjarðarhrauni. Það hafi Sævar Marinó ekki viljað og fullyrt, að svæðið í Rauðhólunum væri

 

 

Bls. 455

 

friðað og enginn mundi hrófla við því. Lét ákærði við svo búið standa.

Í lögregluskýrslunni skýrir ákærði frá því, að numið hafi verið staðar við bensínafgreiðslu á Ártúnshöfða og annað hvort Erla eða Sævar Marinó keypt þar bensín á 45 lítra plastbrúsa. Í dómskýrslu 18. janúar kvaðst ákærði vilja leiðrétta það, að notaðir hafi verið 45 lítrar af bensíni til að kveikja í líkinu. Það hafi ekki verið nema einn lítri. Í dómskýrslu 13. maí kveðst ákærði ekki muna eftir, að numið hafi verið staðar til að taka bensín. Sé þetta ekki á rökum reist og komið frá lögreglumönnum. Ákærði minnist þess ekki, að neitt bensín hafi verið haft með í ferðina og það notað til að kveikja í líkinu. Ákærði tekur þó fram, að hann hafi verið mjög drukkinn.

 

Þegar í Rauðhóla kom, var beygt til hægri af þjóðveginum og ekið áfram nokkurn spöl, uns numið var staðar við allháan, þverhníptan rauðamalarvegg. Þar hafi þeir Sævar Marinó byrjað að grafa, en hætt við það vegna hættu á grjóthruni úr veggnum. Hafi þeir fært sig til stuttan spöl og grafið þar um 80 cm djúpa gryfju. Lögðu þeir lík Geirfinns í umbúðunum í hana. Áður en þeir mokuðu yfir, kveðst ákærði hafa reytt sinu og látið ofan á líkið, en Sævar Marinó kveikt í. Lítill bruni hafi orðið af þessu og ákærði fljótlega slökkt eldinn. Varð ákærði ekki var við, að neitt bensín væri notað. Land Rover bifreiðin stóð þarna skammt frá og Erla við hana.

 

Í lögregluskýrslunni skýrir ákærði frá því, að þegar ákærðu höfðu lagt böggulinn, þ. e. líkið, í gryfjuna, hafi annar hvor þeirra tekið bensínbrúsann og hellt úr honum yfir það. Sævar Marinó hafi að því búnu tekið eldspýtu og kveikt í. Upp hafi komið allmikill logi, en fljótlega dregið úr honum og hann logað stutt. Ákærði man eftir, að óþefur gaus upp. Virtist honum líkið hreyfast og hafði orð á þessu við Sævar Marinó. Ákærðu mokuðu síðan yfir líkið og dreifðu úr efni því, er ekki komst í gryfjuna. Gengu þeir þannig frá, að sem minnst ummerki sæjust. Að því búnu var ekið til Reykjavíkur, en ákærði man ekki, hvar hann fór úr bifreiðinni. Ákærði kveður þau hafa verið þarna seinni hluta dags og aðeins verið farið að rökkva. Ákærði kveður Sævar Marinó hafa hringt í sig daginn eftir eða svo og sagt sér, að hann hefði grafið líkið upp og grafið það annars staðar í Rauðhólum. Fóru þeir saman upp í Rauðhóla nokkru síðar, og sýndi Sævar Marinó ákærða, hvar hann hefði grafið líkið. Sagðist Sævar Marinó hafa fengið aðstoð manna, sem hann ekki nafn-

 

 

Bls. 456

 

greindi, við að flytja líkið. Ákærði kveðst hafa sagt lögreglunni frá þessu, en veit ekki, að hve miklu leyti þetta var kannað. Ákærði kveðst ekki vita, hvar lík Geirfinns sé niður komið, umfram það, er að framan greinir.

Hinn 6. júlí var ákærði samprófaður við Erlu um það, sem í milli bar í framburðum þeirra.

Ákærði var spurður að því, hvar hann hefði farið upp í Volkswagen bifreiðina á Vatnsstíg, þegar farið var til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974. Svar ákærða var sem hér segir: "Ég var aldrei staddur á Vatnsstíg ásamt Erlu, Sævari og Guðjóni og fór aldrei inn í neina Volkswagen bifreið á Vatnsstíg. Ég fór ekki til Keflavíkur 19. nóvember 1974. Ég veit ekkert um þetta mál, ég er saklaus af því að hafa átt þátt í dauða Geirfinns Einarssonar og hættur að taka þátt í þessum skrípalátum".

 

Vegna þessa framburðar ákærða þykir rétt, að það komi fram, að hann var fluttur úr gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu í Reykjavík og settur í svokallaða lausagæslu í Vinnuhælinu að Litla-Hrauni 17. maí sl. Var ákærði þar í gæslu við venjulegt fangaviðurværi til 5. júlí sl.

Fyrir dómi hinn 27. september óskaði ákærði bókað, að hann vildi leiðrétta eftirfarandi atriði í framburði sínum frá 6. júlí 1977. Þar sem segi, að hann sé saklaus af að hafa átt þátt í dauða Geirfinns Einarssonar, eigi að standa, að hann sé saklaus af að hafa átt þátt í hvarfi Geirfinns Einarssonar.

 

Í þinghaldi hinn 29. september sl. óskaði ákærði bókað:

"Hinn 19. nóvember 1974 var ég að Laugavegi 32, þar sem ég bjó á þeim tíma. Ég fór þaðan mjög oft út fyrir dyr. Þetta kvöld minnir mig fastlega, að ég hafi farið niður í bæ, labbað niður Laugaveg. Ég tók strætó, leið 1, og fór úr honum á Njálsgötu við Snorrabraut og labbaði síðan heim til mín að Grettisgötu 82. Sævar var búinn að hafa orð á því við mig að bjóða mér að koma á kvikmyndasýningu að Kjarvalsstöðum. Hann var búinn að tala um, að aðgangur yrði ókeypis. Ég fór ekki inn á Kjarvalsstaði og hitti Sævar ekki. Ég var með áfengi með mér. Ég sat við styttu Einars Ben og var að drekka þar. Ég var þarna nokkurn tíma og labbaði síðan niður á Laugaveg 32 og var þar í herbergi nr. 4 um nóttina".

 

F. Ákærði Guðjón mætti fyrst til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni hinn 14. maí 1976.

Ákærði kvaðst þekkja ákærða Sævar Marinó og hafa gert um nokkurt skeið. Fyrst man ákærði eftir honum, þegar ákærði

 

Bls. 457

 

var kennari við skólann að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, og hann var þar nemandi skamman tíma árið 1970 eða 1971, að ákærða minnti. Síðan hefur ákærði hitt Sævar Marinó af og til, oftast einhvers staðar á götu eða í veitingahúsi. Einnig kom fyrir, að ákærði hitti hann einhvers staðar í heimahúsi, og nokkrum sinnum hefur hann heimsótt ákærða.

 

Sumarið 1974 bjó ákærði að Rauðalæk 67 hér í borg, og minnti hann, að Sævar Marinó hefði heimsótt hann þangað einu sinni eða tvisvar. Af Rauðalæk flutti ákærði um mánaðamótin október og nóvember þetta ár að Ásvallagötu 46. Ákærði kveðst hafa hitt Sævar Marinó öðru hverju sumarið 1974, og man ákærði, að hann færði oftar en einu sinni í tal við hann að taka þátt í að svíkja út fé hjá Pósti og síma. Ákærði hló ætíð að Sævari Marinó, enda taldi hann þetta algera fjarstæðu. Af þessum sökum heldur ákærði, að hann hafi eitthvað móðgast við sig, því að frá því um þjóðhátíð sumarið 1974 og þar til vorið 1975 hitti hann ekki Sævar Marinó. Einu sinni á þessum tíma talaði hann við ákærða símleiðis frá Kaupmannahöfn, að ákærði heldur í marsmánuði 1975. Hann virtist ekki eiga neitt erindi við ákærða og talaði ekki um neitt sérstakt. Spurði hann frétta af sameiginlegum kunningjum, hvernig veðrið væri og svo framvegis.

 

Sumarið 1975 áttu þeir ákærði og Sævar Marinó aftur á móti meira saman að sælda. Þeir hittust þá öðru hverju, annað hvort á förnum vegi eða að Sævar Marinó kom til ákærða. Ákærði sóttist ekki eftir félagsskap Sævars Marinós. Upp úr samskiptum þeirra Sævars Marinós slitnaði í byrjun desember 1975 vegna fíkniefnamáls, sem þá komst upp og áður hefur verið rakið.

Ákærði minntist þess, að sumarið 1975 barst eitt sinn hið svokallaða "Geirfinnsmál" í tal milli þeirra Sævars Marinós, og sagði Sævar Marinó þá sem svo, að um það mál vissi hann allt. Ákærði innti hann eitthvað nánar eftir vitneskju hans, en meira var ekki upp úr honum að hafa. Ákærði man ekki gerla, hvenær þetta var, og ekki heldur tildrögin að því, að þetta bar á góma. Einu sinni sagði Sævar Marinó við ákærða, að hér á landi væri enginn vandi að losna við menn fyrir fullt og allt. Allt, sem þyrfti að gera, væri að kála þeim og urða þá svo suður í hrauni, þar fyndust þeir aldrei. Ákærði man ekki, hvert var tilefni þess, að Sævar Marinó sagði þetta. Það var algengt, að Sævar Marinó færi að tala um einhver málefni eða viðburði, án þess að nokkurt tilefni væri til þess eða það væri í samhengi við annað umræðuefni.

 

 

Bls. 458

 

Ákærði var sérstaklega spurður um það, hvar hann hefði haldið sig í nóvember 1974 og hvort hann hafi verið í eða hjá sendiferðabifreið á Vatnsstíg hér í borginni á þeim tíma ásamt Sævari Marinó, Erlu Bolladóttur og Kristjáni Viðari Viðarssyni. Ákærði kannast alls ekki við neitt í sambandi við slíka bifreið veturinn 1974. Hann þekkir Erlu í sjón, en Kristján Viðar kannaðist hann ekki við. Vel geti verið, að ákærði hafi séð Kristján Viðar, án þess að hann viti um það, en ákærði hefur heyrt, að hann sé kunningi Sævars Marinós.

 

Það rifjaðist upp fyrir ákærða, að hann hitti Sævar Marinó eitt sinn veturinn 1974, nánar tiltekið síðari hluta október. Ákærði vann þá við lagfæringu húsnæðisins við Ásvallagötu. Sævar Marinó kom í bifreið þangað, þegar ákærði var að vinna í íbúðinni. Hann sagði ákærða, að hann væri búinn að kaupa Land Rover bifreið. Bauð hann ákærða að reyna að aka henni, og gerði ákærði það. Erla var í bifreiðinni með Sævari Marinó, og mun hún hafa verið ökumaðurinn. Þetta var í fyrsta skipti, sem ákærði sá Erlu, svo að hann muni. Hugsanlegt sé, að hann hafi áður séð hana í fylgd Sævars Marinós, en hann muni ekki eftir því.

 

Hinn 12. nóvember handtóku rannsóknarlögreglumenn ákærða Guðjón á heimili hans að Rauðarárstíg 32 hér í borg. Hann kom með þeim til yfirheyrslu án mótþróa. Ákærði samþykkti, að lögreglumennirnir mættu gera húsleit hjá honum. Ákærði bjó í mjög litlu súðarherbergi í rishæð hússins. Lögreglumennirnir leituðu í öllum hirslum og bókum svo og í fatnaði og rúmfatnaði í herbergi ákærða. Leitin bar ekki annan árangur en þann, að í tösku undir skrifborði fundu þeir litla minnisbók, sem var í opnu umslagi. Í bók þessa voru skrifaðar margs konar upplýsingar og heimilisföng, sem ekki vöktu grunsemdir. Hins vegar var í bókinni laust blað, sem sýnilega hafði verið rifið úr henni, og í miðju hennar var skrifað á tvö blöð. Eftirfarandi er skráð á blöð þessi m. a.:

 

"Geirfinnsmál fyrst nefnt í Mbl. föstud. 22. nóv. á 2. síðu sagður þar hafa horfið af heimili sínu kl. 22.30.

Laugard. 23. talað um dularfullt mannshvarf. Blá úlpa grænar buxur úr flaueli grænköflótt skyrta brúnum skóm.

Villa í frásögn því þar er talað um ferð Geirfinns frá heimili sínu með kunningja sínum þriðjud.kvöld 18, hlýtur að eiga að vera 19. nóv.

 

Bls. 459

 

Fyrir liggur nákvæm lýsing á manninum, sem hringdi í Hafnarbúð kl. 20.00-23". (yfir þessu stendur 22.30).

 

"Þriðjud. 24. nóv. 3. síða löng grein af hverju hugsanlegt morðmál.

Þórður Ingimarsson vinnufélagi Geirfinns. Ellert Skúlason vinnuveit.

Miðvikud. 27. nóv. Mynd var tekin af Geirfinni í Klúbbnum 17. nóv. hann var þar á dansleik ásamt kunningjum sínum. Mynd af Leirfinni er í því blaði.

Fimmtud. 28. fengin nöfn 70 manna af öllu landinu. Maður á Akureyri á G-bíll kl. 6.20 þriðjud. 26. nóv. á smurstöð starfsm. þóttust þekkja manninn af leirstyttunni. Hvaða tegund af bíll var þetta.

 

29. nóv. Hópurinn farinn að þrengjast."

"Þjóðviljinn".

"Þriðjud. 26. nóv. Mannshvarfið í Keflavík".

Á fyrstu síðu minnisbókarinnar stendur: "Skrifað á Laugaveg 28, 6. júní með nýkeyptum penna Sævars".

Ákærði var yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglu í framhaldi af handtökunni.

Honum var bent á, að hann væri undir grun vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar. Ákærði fullyrti, að hann hefði enga vitneskju um hvarfið eða nokkuð í því sambandi umfram það, sem hann hefur lesið í dagblöðum. Ákærði kveðst vera viss um, að hann hafi ekki verið á Vatnsstíg, þar sem þau Sævar Marinó og Erla segjast hafa verið. Það sé alrangt, að hann hafi átt símtal við Geirfinn og á eftir sagt Sævari Marinó, að hann ætti stefnumót við Geirfinn. Ákærði hafði aldrei heyrt Geirfinns getið, fyrr en hann las um málið í blöðum. Ákærði kveðst vera þess alveg fullviss, að hann hafi ekki farið til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974 ásamt þeim Sævari Marinó, Erlu og Kristjáni Viðari. Hann er þess einnig fullviss, að hann var ekki í Keflavík á þessum tíma.

 

Ákærði kveðst aldrei hafa komið heim til Kristjáns Viðars að Grettisgötu 82. Ákærði veit ekkert um samtal, sem á að hafa átt sér stað heima hjá Kristjáni Viðari aðfaranótt 20. nóvember 1974. Hann hefur ekki heyrt talað um að flytja lík Geirfinns. Það sé ófyrirleitin lygi að segja, að hann hafi tekið þátt í samræðum, þar sem talað hafi verið um að sýna yrði einhverjum manni fulla hörku. Það sé einnig lygi, að hann hafi látið af

 

Bls. 460

 

hendi miða með nafni og símanúmeri Geirfinns. Einnig sé það lygi, að hann hafi átt nokkurn þátt í átökum í Dráttarbraut Keflavíkur. Allt það, sem ákærða skilst, að hafi komið fram varðandi þátttöku sína í því, sem gerðist í Keflavík, það sé lygi, hann hafi hvergi komið þar nærri. Ákærða er ekki ljóst, hvers vegna því hefur verið haldið fram, að hann sé viðriðinn þetta mál, en hann bendir á, að það muni hafa gerst áður, að saklausum mönnum hafi verið bendlað við það.

 

Í nóvember 1974 var ákærði nýlega búinn að kaupa íbúð, og var hann flest kvöld að vinna við að lagfæra hana. Ákærði telur, að kvöldið 19. nóvember hafi hann verið að vinna í íbúðinni. Ákærði á ekki gott með að færa ákveðnar sönnur á það.

Þegar ákærði var kallaður til yfirheyrslu 14. maí 1976, var honum ljóst, að farið var að bendla hann við málið. Eftir það fór hann að reyna að finna út, hvar hann hefði verið þetta kvöld. Fór hann af því tilefni á Landsbókasafnið, skoðaði blöð frá þessum tíma, skrifaði hjá sér helstu atriði varðandi málið og einnig atburði, sem þá gerðust, í því augnamiði að rifja upp þennan tíma. Honum hafi á skrifstofu rannsóknarlögreglunnar verið sýnt blað úr dagbók hans, þar sem hann hafði skrifað hjá sér þessi atriði.

 

Sævar Marinó kom einu sinni heim til ákærða í nóvember 1974. Ákærði man ekki nákvæmlega, hvaða dag það var, en hann er viss um, að það var um kvöld á virkum degi á tímanum frá kl. 2100 til 2200. Ákærða finnst, að það kunni að hafa verið að kvöldi 19. nóvember. Erla var nýlega búin að kaupa Land Rover bifreið. Þau voru tvö í bifreiðinni, og var erindi þeirra ekkert annað en að bjóða ákærða að prófa að aka bifreiðinni. Sævar Marinó bað ákærða ekki að aka sér neitt sérstakt, og ekki var talað um nein afbrot. Ákærði fór með þeim í ökuferð á bifreiðinni. Hann heyrði ekki meira frá þeim, fyrr en Sævar Marinó hringdi til hans síðar um veturinn frá Kaupmannahöfn.

 

Síðar sama dag var ákærði aftur í lögregluyfirheyrslu.

Ákærði sagði sem áður, að hann væri algerlega saklaus af hvarfi Geirfinns Einarssonar.

Ákærði kveðst enga bifreið hafa átt árið 1974. Hann man ekki til, að hann hafi fengið bifreiðar að láni þetta ár nema bifreiðar tengdaföður síns, en þær eru af gerðunum Blazer og Cortina. Ákærði keypti Citroen bifreið skömmu fyrir páska árið 1975 og kvaðst eiga bifreið þessa, þegar yfirheyrslan fór fram.

Ákærða var sýnd loftmynd af Dráttarbraut Keflavíkur, og

 

 

Bls. 461

 

fullyrti hann, að á þann stað hefði hann aldrei komið. Ákærði neitaði algerlega að hafa tekið þátt í nokkrum átökum þar hinn 19. nóvember 1974. Hann kvaðst sem áður vera saklaus af því að hafa átt þátt í hvarfi Geirfinns Einarssonar og enga vitneskju hafa um það mál. Ákærði kveðst ekki geta fundið nokkra áðstæðu fyrir því, að þau Sævar Marinó, Erla og Kristján Viðar skuli vera að bendla hann við mál þetta, og fullyrða enn einu sinni, að þar fari þau með lygi.

 

Ákærði kom fyrir dóm hjá Birgi Þormar fulltrúa hinn 12. nóvember. Skýrði hann þar frá því, að hann hefði fyrst haft afskipti af Sævari Marinó, þegar hann var kennari hans, að hann telur veturinn 19691970. Tveimur til þremur árum síðar hitti hann Sævar Marinó hjá mági sínum, og eftir það hittust þeir af og til. Hann kveðst hafa lánað Sævari Marinó peninga og einnig hafa skrifað upp á víxil fyrir hann.

Ákærði kannast við, að Sævar Marinó hafi nokkrum sinnum komið til sín í skrifstofu Menningarsjóðs vorið 1975. Stundum hafi hann átt erindi, svo sem að fá skrifað fyrir sig bréf, en stundum hafi hann ekki átt neitt erindi. Ákærði kannast ekki við, að hann hafi viðhaft þau ummæli um Sævar Marinó á skrifstofu Menningarsjóðs, að hann væri þjófur, falsari, smyglari, eiturlyfjasali og manndrápari.

 

Ákærði man eftir því, að Sævar Marinó hafði orð á því, sennilega um mánaðamótin júlíágúst 1974, að auðvelt væri að svíkja fé út úr Pósti og síma. Hann bauð ákærða að taka þátt í svikum þessum með sér, en ákærði tók því víðsfjarri. Þegar póstsvikamálið komst í hámæli, spurði hann Sævar Marinó, hvort hann hefði átt þátt í því, en hann neitaði.

Ákærði var spurður, hvort Sævar Marinó hefði oft heimsótt hann á Rauðalæk. Ákærði man eftir því, að hann kom þangað í ágúst 1974 og vildi sýna ákærða segulbandstæki, en verið geti að hann hafi komið þangað oftar.

 

Ákærði kveðst ekki hafa hitt Sævar Marinó í 6 mánuði, frá því að hann og Erla komu til hans á Ásvallagötu og sýndu honum Land Rover bifreiðina. Ákærði minnist þess ekki að hafa hitt Sævar Marinó mánuðina júlíoktóber 1974 á Mokka, en segir, að vera kunni, að hann hafi hitt hann þar í júní. Hann minnir, að hann hafi fyrst hitt Erlu í júnílok 1974 og hafi það verið í herbergi, sem hún hafði á leigu í kjallara í Álfheimum. Ákærði kveður geta verið, að hann hafi hitt hana að Lambhóli við Starhaga 1973, seint um haustið, en ef svo sé, hafi honum

 

 

Bls. 462

 

ekki verið sagt nafn hennar. Ákærði kannast ekki við, að þeir ákærði Sævar Marinó hafi tekið lán hjá sama manni. Hins vegar segir hann, að Sævar Marinó hafi haft milligöngu um það, að hann fékk víxillán að fjárhæð kr. 400.000 hjá lögmanni hér í borginni, er hann nafngreindi.

Ákærði fór utan með ferjunni Smyrli ásamt konu sinni og barni í ágúst 1975. Sævar Marinó var einnig með skipinu, en hann var ekki á vegum ákærða. Ákærði fjármagnaði ferðina með ofangreindu láni. Sævar Marinó skildi við þau í Gautaborg.

 

Ákærði man ekki eftir því, að hann hafi skrifað Sævari Marinó bréf til Íslands, en þó geti verið, að hann hafi sent bréflappa "poste restante" til hans til Kaupmannahafnar. Þegar ákærði var í Suður-Frakklandi í byrjun nóvember 1975, fékk hann símskeyti frá Sævari Marinó, þar sem hann bað hann að hringja strax. Sævar Marinó sagðist eiga erindi til Luxemborgar. Hann spurði ákærða, hvort hann væri ekki að koma heim og hvort þeir gætu ekki hist í Luxemborg. Ákærðu töluðu um það, að svo gæti farið, að þeir hittust í Luxemborg, en ákærði gerði Sævari Marinó ljóst, að hann yrði þar aðeins í tiltekinn tíma. Ákærði kveðst hafa hringt einu sinni frá Suður-Frakklandi og einu sinni eða tvisvar frá Luxemborg til Sævars Marinós. Hann hafi hringt til hans frá Luxemborg til að vita, hvort hann hefði verið að ljúga eða ekki. Þegar Sævar Marinó kom til Luxemborgar, var með honum piltur, sem hann kvaðst hafa hitt í flugvélinni. Ákærða skildist á tali þeirra, að þeir ætluðu til Niðurlanda til að fá kvikmyndasambönd og til að kaupa hass.

 

Ákærði greindi frá því, að Erla hefði sagt sér í janúar 1976, að Sævar Marinó hefði oft átt erindi á skrifstofu Klúbbsins, en hún aldrei fengið að fara með honum þar inn.

Ákærði var úrskurðaður í allt að 20 daga gæsluvarðhald hinn 13. nóvember.

Í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni 15. nóvember skýrði ákærði frá því, að Sævar Marinó hefði hringt til sín í desember 1975, þegar lögreglumenn voru að koma til að handtaka Sævar Marinó. Ákærði kveðst ekki hafa sagt Sævari Marinó að segja ekkert um Geirfinnsmálið. Sævar Marinó ljúgi, ef hann haldi því fram. Ákærði segir það einnig lygi, að talað hafi verið um Geirfinnsmálið, þegar Sævar Marinó hringdi til hans erlendis frá í mars 1975. Sævar Marinó hafi ekki spurt, hvort óhætt væri að koma heim. Þau Erla og Sævar Marinó hafi ekki komið heim til hans, skömmu eftir að þau komu til landsins vorið 1975. Hann

 

 

Bls. 463

 

hafi ekki heyrt þau tala um Geirfinnsmálið á þeim tíma. Þegar Erla hafi verið búin að segja lögreglunni frá Geirfinnsmálinu veturinn 1976, hafi hún komið heim til hans og sagt honum og konu hans frá öllu, sem hún væri búin að segja lögreglunni.

Hinn 19. nóvember var ákærði yfirheyrður í dómi af Birgi Þormar fulltrúa.

Ákærði var beðinn um að skýra frá öllu um samskipti sín við Erlu, frá því hún losnaði úr gæsluvarðhaldi og þar til hún var á ný hneppt í gæsluvarðhald. Ákærði sagði, að Erla hefði eitt sinn komið á heimili hans síðari hluta janúar. Hún gat um yfirheyrslur þær, sem hún hafði verið í. Sagði hún margt og fór víða. Hún skýrði frá svonefndu Geirfinnsmáli, ryskingum í fjörunni, bátsferð, hvernig hún hefði flúið í rautt hús og Einar Bollason sótt sig þangað. Hún hafði orð á því, að hún hefði verið í lífshættu af völdum Sigurbjörns Eiríkssonar. Hún hefði verið vernduð af vopnuðum lögregluþjónum. Hún kvaðst vera á förum til Hawai, ræddi í löngu máli samskipti sín og Sævars Marinós í gegnum árin. Hún talaði um, að hann hefði ætlað að drepa sig og ógnað sér. Hún kvaðst hafa verið hrædd um barn þeirra fyrir honum. Kona ákærða var viðstödd viðræðurnar. Ákærði man, að Erla sagði við hann: "Þér verður haldið utan við þetta, ég á við þetta með víxilinn". Ákærði skildi ekki, við hvað hún átti. Erla ræddi mikið um Guðmundarmálið.

 

Ákærði hitti Erlu nokkru síðar á götu. Honum skildist, að hún væri að undirbúa ferðina til Hawai. Hann bauð henni þá í kaffi á veitingahúsið Tröð. Hún talaði um sömu mál og er þau hittust áður. Hann man ekki, að neitt nýtt kæmi fram hjá henni. Síðan hefur hann ekki séð Erlu.

Ákærði kveðst nú muna, að hann hafi skrifað upp á víxla fyrir Sævar Marinó, samtals að fjárhæð kr. 60.000. Víxlarnir höfðu fallið á ákærða. Erla hafi boðið sér bifreið upp í þessa skuld. Honum var ekkert um þetta, en þekktist þó boðið. Þau Erla gengu frá pappírum í þessu sambandi.

 

Síðar í þinghaldinu sagði ákærði, að hann myndi nú, að hann spurði Erlu afskaplega mikið um það, hvers vegna Sigurbjörn sæktist eftir lífi hennar. Einnig spurði hann, hvers vegna lögregluþjónar gættu hennar. Hann man, að Erla sagði eitthvað á þá leið, að Sævar Marinó hefði tengst Klúbbmönnum með komum í einhverja skrifstofubyggingu Klúbbsins. Þar hefði verið drukkið. Hún sagði einnig, að Sævar Marinó hefði haft eins konar sölumannshlutverk með áfengi á vegum Klúbbmanna.

 

 

Bls. 464

 

Ákærði kveðst ekki hafa fengið greinileg svör hjá Erlu varðandi það, hvers vegna Sigurbjörn væri að sækjast eftir lífi hennar. Hún gat ekki gefið skýr svör um samband Sævars Marinós við Klúbbmenn. Hún hafði orð á því, að hringt hefði verið í sig og sér hótað.

Hinn 23. nóvember var ákærði yfirheyrður hjá lögreglu út af athugasemdum þeim, sem hann skráði um Geirfinnsmálið o. fl. í minnisbók sína. Ákærði kvaðst aðeins einu sinni hafa verið á Landsbókasafninu, þegar hann skráði þessar athugasemdir, og hafi það verið eftir yfirheyrsluna hinn 15. maí 1976. Athugasemdirnar hafi bæði verið úr Morgunblaðinu og Þjóðviljanum. Ákærði kveðst hafa getað búist við, að þau Sævar Marinó og Erla mundu draga hann inn í Geirfinnsmálið eftir yfirheyrsluna 15. maí og einnig að verða tekinn aftur til yfirheyrslu. Ákærða var bent á, að athugasemdirnar veki grun um, að hann sé viðriðinn hvarf Geirfinns og hann hafi viljað safna efni til að útbúa fjarvistarsönnun. Ákærði kveðst hafa viljað vita, hvort hann hefði fjarvistarsönnun, og hafi hugsað þetta sem minnisatriði, af því að hann hefði gleymt öllu varðandi þetta mál. Hann hafi viljað vita nákvæmlega, hvað hefði gerst og hvar hann hefði verið þennan dag.

 

Ákærða var bent á framburð Kristjáns Viðars um, að hann væri sami maðurinn og Kristján Viðar sá ásamt Sævari Marinó hjá sendiferðabifreiðinni á Vatnsstíg og honum hafi fundist svo útlendingslegur. Ákærði sagðist vera viss um, að hann hefi ekki verið á Vatnsstígnum að kvöldi 19. nóvember, og hann haldi, að þetta sé einhver bölvuð vitleysa. Loks var ákærði spurður, hvort hann væri viðriðinn Geirfinnsmálið eða ekki. Hann svaraði því til, að hann myndi ekki eftir því, þess vegna segi hann nei að svo miklu leyti sem hann viti. Hann hafi ekkert fleira að segja. Þetta komi sér allt spánskt fyrir sjónir.

 

Hinn 28. nóvember fór lögreglan til Keflavíkur með ákærða með hans samþykki. Skömmu eftir að lagt var af stað frá fangelsinu, óskaði ákærði eftir því, að ekið væri eftir Vatnsstígnum. Var haldið þangað og ekið hægt eftir götunni. Ákærði leit vel í kringum sig. Að lokum sagði hann: "Ég man ekki eftir neinu, þessi gata minnir mig ekki á neitt".

Borið var á ákærða, að hann hefði stuttu áður í samtali spurt um Volkswagen bifreið í sambandi við Vatnsstíginn. Ákærði svaraði: "Já, ég fór einu sinni með Volkswagen bifreið til Keflavíkur. Bílnum ók ég sjálfur. Ég get ekki sagt, hvaða dag þetta

 

 

Bls. 465

 

var, en það var á þessum tíma á árinu 1974. Það var eina ferðin, sem ég fór til Keflavíkur. Það var stuttu eftir reynsluferðina með Sævari Marinó og Erlu á Land Rovernum þeirra. Ég held, að Volkswagen bifreiðin hafi verið full af fólki, en ég er ekki alveg viss".

Á leiðinni til Keflavíkur var ákærði spurður að því, af hvaða ástæðum hann gæti ekki munað eftir atburðum, sem væru svo þungir á metunum. Hann svaraði: "Á árinu 1974 var ég orðinn mjög þunglyndur, þess vegna get ég ekki munað ákveðin atvik skýrt. Þunglyndið lýsti sér þannig, að ég var þreyttur og rólegur. Ástæða þunglyndisins var lát föður míns 5/7 1974." Aðspurður frekar sagði ákærði: "Því miður var ég aldrei í meðferð hjá geðlækni".

 

Þá sagði ákærði enn fremur aðspurður: "Einu sinni var ég staddur á bóndabænum "Skunkurinn" (þ. e. Gljúfurárholt) með Sævari. Þar var gulur Mercedes sendiferðabíll. Sævar vildi ekki, að ég sæi fólkið, sem sat í þessum bíl. Þetta var í júlí 1975".

Ákærði sagðist aðspurður ekki muna lengur nákvæmlega eftir farþegum í Volkswagen bifreiðinni. Sævar Marinó gæti hafa verið þar, en um Erlu er hann ekki viss. Kristján Viðar þekkti hann ekki persónulega. Þess vegna geti hann ekki sagt, hvort hann hafi farið með í þessa ferð, en það sé alveg víst, að það hafi verið menn í bifreiðinni. Þetta hafi aðeins verið ein ferð, en hún hafi átt sér stað, þegar áliðnara var kvölds en þá var.

 

Þegar ekið var inn í Keflavík, sagði ákærði: "Mig grunar, að við höfum ekið hér", og átti hann við aðalgötuna. "Ég hef ekki ekið við Hafnarbúðina".

Þar næst var ákærða ekið að Hafnarbúðinni. Þegar hann hafði litið í kringum sig, sagði hann: "Nei, hér var ég ekki. Ég minnist heldur ekki að hafa lent í slagsmálum í Keflavík með fullorðnum manni".

Ákærði stjórnaði nú ferð lögreglubifreiðarinnar í gegnum bæinn. Við bæjarmörkin sagði hann: "Hér lögðum við bílnum".

Að beiðni ákærða var bifreiðin stöðvuð fyrir framan "Pípugerð Áhaldahús", en þessi staður er í um 200 m fjarlægð frá Dráttarbrautinni í Keflavík.

 

Ákærði sagði þá: "Nú steig fólkið út úr bílnum. Ég sat kyrr í bílnum og beið í um það bil 10 mínútur. Síðan ók ég aftur inn í bæinn og beið á einhverjum stað, þar sem fjöldi fólks kom allt í einu út. Það gæti hafa verið kvikmyndahús. Þar beið ég í hálftíma. Síðan stöðvaði ég aftur bifreiðina á móti bensínstöð.

 

Bls. 466

 

Einn farþeganna hafði sagt við mig áður: "Láttu ekki sjá þig svona í bænum". Ég held, að það hafi verið Sævar, það væri nefnilega eftir Sævari. Ekki man ég, hvaða erindi farþegarnir þrír áttu til Keflavíkur. Ég veit ekki, hvað þeir gerðu, eftir að þeir fóru út úr bílnum. Þegar þremenningarnir komu aftur, ókum við aftur til Reykjavíkur, að því er mig minnir. Ég get heldur ekki munað, hvar þeir stigu út þar. Ég man aðeins, að ég nam staðar eftir það fyrir framan húsið, sem ég átti heima í, og að ég var kominn heim".

 

 

Að ósk ákærða var einnig ekið inn á svæði Dráttarbrautarinnar í Keflavík. Þar vildi ákærði fara út úr bifreiðinni, en var ekki leyft það. Ákærði spurði: "Hvernig var veðrið þetta kvöld? Úr hvaða átt blæs vindurinn núna?"

Þegar komið var að útjaðri Reykjavíkur á heimleiðinni, bað ákærði um, að ekið yrði eftir Grettisgötu. Hann benti fyrst á þann stað, þar sem hann hafði átt heima áður við Grettisgötu. Síðan bað hann um, að numið yrði staðar til þess að sjá undirganginn, þar sem innkeyrslan er á bak við hús nr. 82. Að lokum sagði ákærði: "Ég hef aldrei komið inn í hús nr. 82, en ég var einu sinni gestur í húsinu við hliðina. Þar bjuggu kunningjar".

 

Allt, sem ákærði sagði, var skrifað niður, á meðan á ferðinni stóð. Ákærði hefur ekki undirritað framangreinda skýrslu.

Hinn 29. nóvember var skýrsla tekin af ákærða hjá rannsóknarlögreglunni.

Tilefni yfirheyrslunnar var að rifja upp atvik frá því daginn áður. Ákærði kvaðst ekki muna eftir neinu í sambandi við Vatnsstíg. Hann kveður það hafa rifjast upp fyrir sér daginn áður, að stuttu eftir að þau Sævar Marinó og Erla höfðu komið til hans til að sýna honum Land Rover bifreiðina, hafi hann ekið til Keflavíkur á Volkswagen fólksbifreið. Ákærði man ekki, hvaða dag þetta var, en þetta gæti hafa verið þriðjudaginn 19. nóvember 1974. Ákærða minnir, að hann hafi lagt upp í þessa ferð frá Lambhóli við Starhaga og að hann hafi verið þar í heimsókn hjá Rafni Guðmundssyni, kunningja sinum, en ekki sé víst, að hann muni þetta rétt. Ákærði heldur, að Sævar Marinó hafi komið að Lambhóli þetta kvöld á Volkswagen bifreið. Hann minnir, að Rafn hafi verið heima þetta kvöld, og einnig geti verið, að hjá honum hafi verið staddur maður um 30 ára að aldri, sem heitir Vilhjálmur og kallaður er Villi. Hann hafi verið togarasjómaður, síðast á Breiðdalsvík einu ári áður. Ákærði

 

 

Bls. 467

 

veit ekki, hvort þeir sáu Sævar Marinó þetta kvöld, enda geti verið, að þarna sé ekki um sama kvöldið að ræða. Hann heldur, að þarna hafi verið ákveðið, að hann færi með í þessa ferð til Keflavíkur. Hann man ekki til að hafa átt að fá neinn ágóða af ferðinni.

Ákærða minnir, að hann hafi ekið bifreiðinni til Keflavíkur og með honum í bifreiðinni hafi verið þrír farþegar. Einn af þeim var Sævar Marinó, sem hann heldur, að hafi setið við hlið sér í framsæti, en hinir tveir gætu hafa verið þau Erla og Kristján Viðar. Ákærði man, að hann var hræddur við einn farþegann, sem hann þekkti ekki. Verið geti, að frá Lambhóli hafi verið ekið á Vatnsstíginn, en ákærði átti sjálfur ekkert erindi þangað, enda var hann ekki skipuleggjandi þessarar ferðar. Ákærði man ekki fyrir víst, hvernig Volkswagen bifreiðin var á litinn, en minnir, að hún hafi verið ljósblá. Hann veit ekki, hver átti þessa bifreið, en þetta gæti hafa verið bílaleigubifreið.

 

Ákærða minnir, að daginn eftir þessa ferð hafi hann setið inni á Mokka og þar hafi hann séð í einhverju blaði frásögn af jarðarför Þórbergs Þórðarsonar. Hann minnir, að Sævar Marinó hafi komið inn á kaffihúsið og sagt eitthvað á þá leið, að nú væri bara að þegja, en jafnvel þá áttaði ákærði sig ekki á, hvað var um að vera.

Þegar ákærði ók eftir aðalgötunni inn í Keflavík, sagði Sævar Marinó við hina farþegana að láta lítið á sér bera, og minnir ákærða, að allir hafi þá beygt sig niður, þannig að farþegar í bifreiðinni hafi ekki sést utan frá. Hann kveðst ekki hafa kannast við sig við Hafnarbúðina daginn áður. Þó geti verið. að hann hafi stöðvað við götuhorn ekki langt frá Hafnarbúðinni og einn maður farið úr bifreiðinni. Ákærði man ekki til, að hann hafi skrifað þarna á miða til að láta manninn hafa. Hins vegar man hann eftir, að Sævar Marinó kom heim til hans daginn áður. Hann hringdi þá eitthvað og skrifaði niður á miða, sem hann bað ákærða að geyma. Varðandi miðann man ákærði ekki glögglega og er ekki viss um, að rétt sé með farið. Ákærði man ekki, hvort hann var með þennan miða eða hvort hann var beðinn um hann í Keflavík.

 

Ákærða minnir, að einn farþeginn hafi farið út úr bifreiðinni og ekki komið inn í hana aftur. Gæti það hafa verið í grennd við hafnarbúðina. Ákærði man ekki, hvort nokkur annar kom upp í bifreiðina þarna. Eftir þetta var ekið áleiðis út úr Keflavík, götuna í átt að Garðinum. Þar var ákærða sagt að stöðva

 

Bls. 468

 

við hús, sem hann sýndi daginn áður og merkt er "Pípugerð Áhaldahús". Ákærða finnst, að þar hafi allir nema hann farið úr bifreiðinni. Það, sem næst gerðist, geti hann ekki rifjað upp, hann muni það ekki. Þó minni sig, að þarna væri eitthvert "vesen", Sævar Marinó hafi komið aftur að bifreiðinni og þurft hafi að fara á einhvern annan stað í Keflavík. Ákærði heldur, að hann hafi eftir nokkrar mínútur ekið áleiðis inn í bæinn aftur og stöðvað ekki langt frá bíói. Þangað hafi svo Sævar Marinó eða bæði hann og Erla komið og eitthvað hafi þurft að fara til að hringja í síma. Ákærða finnst, að ekið hafi verið að "sjoppu", þar sem er bensínstöð, og þar hafi Sævar Marinó farið inn til að hringja. Ákærði hefur enga hugmynd um, hvert hann var að hringja eða hvers vegna, og hið sama sé að segja um tilgang fararinnar til Keflavíkur. Hann man ekki, hvert erindið var, en þó finnist sér, að Sævar Marinó hafi ætlað með þessari för að fjármagna utanlandsferð. Ákærði getur ekki rifjað upp það, sem gerðist eftir þetta í Keflavík, þó finnist sér, að ekið hafi verið eitthvað meira um Keflavík og einhver vitleysa hafi verið komin í málið. Ákærði heldur, að þeir Sævar Marinó hafi bara verið tveir í bifreiðinni á leiðinni til Reykjavíkur. Hann minnir, að þeir hafi verið staddir fyrir ofan Hafnarfjörð, þegar Sævar Marinó sló kumpánlega á öxlina á honum og sagði við hann eitthvað á þá leið, að hann væri orðinn samsekur um morð.

 

Ákærði man næst eftir sér, þegar hann hneig niður í stól heima hjá sér, þar sem honum hafði orðið mikið um það, sem gerst hafði. Ákærði man ekki eftir að hafa farið nema þessa einu ferð til Keflavíkur haustið 1974.

Ákærði kom með Sævari Marinó að Gljúfurárholti í júlí 1975, og þar sá hann gula Mercedes Benz sendibifreið, gluggalausa á hliðum að hann minnir. Ákærði man, að Sævari Marinó varð mikið um að sjá þessa bifreið og vildi helst fara af staðnum. Talaði hann um, að ekki væri óhætt, að mennirnir á bifreiðinni sæju ákærða. Einhvern veginn hafi svo æxlast, að hann hafi ekki séð þá, sem voru á bifreiðinni, og viti hann ekki, hverjir það hafi verið. Ákærði leit á skráningarnúmerið á bifreiðinni, og kom honum í hug bifreiðarnúmer, er hann tilgreindi. Í sambandi við þessa bifreið man ákærði, að þau Sævar Marinó og Erla fengu að geyma dót sitt hjá Rafni í kjallaranum á Lambhóli. Þegar þau fóru af landi brott. Þegar Erla kom aftur vorið 1975, sótti hún dótið, og mun hún hafa fengið þessa sendibifreið

 

 

Bls. 469

 

til að flytja það. Ákærða grunar, að þessi bifreið standi í einhverju sambandi við atburðina í Keflavík.

Í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu hinn 30. nóvember kveðst ákærði telja sig geta fullyrt, að mánudaginn 18. nóvember 1974 eftir vinnu, þ. e. kl. 1700, hafi hann farið á Mokka, þar sem hann hitti þau Sævar Marinó og Erlu. Þau hafi ekið sér heim á Ásvallagötu. Sævar Marinó kom inn til hans, en Erla beið í Land Rover bifreiðinni. Þá vakti Sævar Marinó fyrst máls á að fara til Keflavíkur til að hitta mann. Hann fékk lánaðan síma hjá ákærða og hringdi til að fá uppgefið símanúmer hjá öðrum manni. Hann hringdi aðeins eitt símtal, en ákærði heyrði ekki, hvað hann sagði. Þeir voru tveir í íbúðinni. Ákærða minnir, að Sævar Marinó hafi látið sig hafa bréfmiða og beðið sig að geyma hann. Ákærði man ekki, hvað stóð á miðanum, en heldur, að það hafi aðeins verið símanúmer. Sævar Marinó bað ákærða um að koma með sér til Keflavíkur daginn eftir. Erindið sagði hann ekki, nema að hann ætlaði að hitta mann. Ákærða skildist á honum, að hann ætlaði að "redda" peningamálum sínum vegna væntanlegrar utanlandsferðar. Hann hafi ekki sagt, á hvern hátt hann ætlaði að gera þetta, en þó hafi mátt skilja, að hann ætlaði að hitta þennan mann og hafa milligöngu um að selja eitthvað. Lét hann líta svo út sem þetta væri spennandi viðskiptaferðalag, en ákærði skildi, að þetta var utan við lögin. Ákærði lofaði ekki að fara með í þessa ferð, en gaf honum ádrátt um það. Hann hafði stutta viðdvöl heima hjá ákærða í þetta sinn og virtist hafa mikið að gera.

 

Næsta kvöld milli kl. 2000 og 2030, að ákærða minnir, ók hann vestur að Lambhóli á Fiat bifreið tengdamóður sinnar, svo sem hann hefur áður greint frá. Hann hafi hitt Sævar Marinó á Lambhóli, að hann minnir, og bað hann ákærða að aka sér til Keflavíkur. Ákærði féllst á það, en ekki var minnst á, að ákærði fengi neinn ágóða af ferðinni. Ákærða minnir, að hann hafi ekið Fiat bifreiðinni heim til sín og tekið þar við stjórn bifreiðarinnar, sem Sævar Marinó hafði til umráða. Ákærði heldur, að það hafi verið Volkswagen fólksbifreið, þó sé það ekki alveg víst. Verið geti, að það hafi verið stór, gömul amerísk bifreið, en það hafi ekki verið Land Rover bifreiðin, sem farið var á til Keflavíkur. Ákærði heldur, að hún hafi verið biluð.

 

Ákærði kveður það kunna að vera, að hann hafi ekið um Laugaveg og Vatnsstíg, áður en ekið var af stað suður eftir, en hann man ekki eftir, að svo hafi verið. Auk hans voru í bifreið-

 

Bls. 470

 

inni þau Sævar Marinó og Erla og, að hann rámar í, fjórði maðurinn. Það kunni að vera, að hann hafi verið tekinn upp í bifreiðina, eftir að ákærði tók við akstrinum. Ákærði hafði þennan dag séð Kristján Viðar, en kvaðst ekki þekkja hann sem fjórða manninn í bifreiðinni. Það kunni þó að vera, að það hafi verið hann.

 

Ákærði man ekki neitt frekar en daginn áður, hvað rætt var um í bifreiðinni á leiðinni til Keflavíkur. Hann er ekki viss um, hvert hlutverk sendibifreiðarinnar var, sem talað var um á leiðinni, en telur líklegt, að hún hafi átt að flytja varning frá Keflavík til Reykjavíkur. Ákærði heldur, að hann hafi ekki séð þessa sendibifreið í Keflavík. Hann er ekki viss um, að sendibifreiðin, sem hann sagði frá daginn áður og hann sá í Gljúfurárholti, hafi verið í þessari ferð.

Ákærði minnist þess ekki að hafa farið úr bifreiðinni, en það geti verið fyrir því, að hann hafi farið úr henni í Dráttarbrautinni. Það geti verið, að hann hafi spurt einhverja, hvort þeir hefðu verið til sjós. Einnig geti verið, að hann hafi verið nærstaddur átök í Dráttarbrautinni, án þess að sjá þau, enda muni hafa verið myrkur, en hann er mjög nærsýnn og sér illa frá sér. Sérstaklega geti þetta átt við, ef atburðirnir hafa gerst á hlaupum. Ákærði man ekki eftir að hafa séð lík, og hann man heldur ekki eftir að hafa tekið þátt í átökum.

 

Á heimleiðinni talaði Sævar Marinó um, að ákærði væri samsekur um morð, og varð ákærði þá hræddur. Sævar Marinó bætti við: "Sástu ekki, þegar við drápum manninn?"

Ákærði kveður það nú vera að rifjast upp fyrir sér, að verið geti, að hann hafi ekið beint heim til sín, þegar til Reykjavíkur kom, og Sævar Marinó hafi fengið lánaða hjá sér skóflu, en ákærði er ekki viss um þetta. Ákærði er hins vegar viss um, að hann tók ekki þátt í að grafa lík.

Eftir að þau Sævar Marinó og Erla komu til landsins frá Kaupmannahöfn vorið 1975, voru þau eitt sinn stödd heima hjá ákærða. Fór þá Sævar Marinó að tala um Geirfinnsmálið og sagði, að það væri einkennilegt með það. Ákærði samþykkti það, en þau munu hafa ætlað að hefja einhverjar umræður um málið. Ákærði var alveg úti á þekju, og mun Erla hafa séð það, þar sem hún sagði: "Hann er búinn að gleyma þessu öllu". Eftir þetta fór að setja að ákærða illan grun, hvort hann gæti hafa flækst eitthvað í málið.

 

Ákærði var samprófaður við Kristján Viðar hinn 30. nóvem-

 

Bls. 471

 

ber. Ákærði kvaðst ekki þekkja Kristján Viðar. Ákærði var spurður, hvort hugsanlegt væri, að hann hefði talað við Kristján Viðar í Dráttarbrautinni í Keflavík án þess að þekkja hann. Sagði ákærði, að það gæti verið möguleiki.

Hinn 2. desember var ákærði yfirheyrður í dómi af Birgi Þormar fulltrúa.

Ákærði skýrði svo frá, að hann minnti, að hann hefði hitt þau Sævar Marinó og Erlu á kaffihúsi hér í borg hinn 18. nóvember 1974 og þau ekið honum heim. Hafi annað hvort þeirra eða þau bæði komið inn á heimili hans og Sævar Marinó fengið þar að nota símann. Ákærði veit ekki, hvert Sævar Marinó hringdi, en það kunni að vera, að hann hafi beðið sig að afloknu símtalinu að geyma miða, sem hann hefði skrifað, sennilega með símanúmeri. Komið hafi til tals þennan dag eða sennilega fyrr. að hann yrði samferða Sævari Marinó til Keflavíkur. Var erindi Sævars Marinós að hitta þar mann, sem hann hugðist eiga viðskipti við. Ákærði vissi ekki, hvers eðlis þau viðskipti voru, en hafði þó óljósan grun um, að þau væru utan við lögin. Ekkert hafi þó verið á Sævari Marinó að skilja í þá átt.

 

Ákærði heldur, að hann hafi þriðjudaginn 19. nóvember 1974 farið að heiman frá sér að Lambhóli við Starhaga á milli kl. 20 og 2030. Þetta muni hann þó ekki fullkomlega. Hann hafi átt það erindi þangað að hitta Rafn Guðmundsson og jafnframt hafi hann farið til þess að losna við að hitta Sævar Marinó. Hann minnir, að maður að nafni Vilhjálmur hafi verið heima hjá Rafni og að hann hafi ekið með þá Rafn og Vilhjálm á Fiat bifreið tengdamóður sinnar að Norðurbrún til að sækja hljómflutningstæki, sem Vilhjálmur átti og hugðist lána Rafni. Hann telur, að þeir hafi komið að Lambhóli úr þessari ferð um kl. 2200. Hafi hann rekist á Sævar Marinó í kjallara hússins, þegar hann kom aftur, að því er hann minnir. Ákærði telur, að Sævar Marinó hafi haft veður af því, að hann fór að Lambhóli, og sé sennilegt, að hann hafi spurst fyrir um sig á heimili sínu.

 

Ákærða minnir, að Sævar Marinó hafi ámálgað við sig, að hann skellti sér með til Keflavíkur. Ákærða minnir einnig, að Erla hafi verið stödd í húsinu og einhver þriðji maður, sem hann kannaðist ekki við. Þetta var þó ekki Kristján Viðar. Hann hafi aðeins séð þennan mann í myrkri og ekki geta lýst honum, en hann mundi ef til vill þekkja hann, ef hann sæi hann aftur. Hann telur, að hann hafi verið hræddur við þennan mann og af þeim sökum hafi hann ekki þorað að skorast undan að

 

 

Bls. 472

 

fara til Keflavíkur. Hann minnir, að bifreiðin, sem hann var á, hafi verið skilin eftir, ekki við Lambhól, heldur sennilega við Snorrabraut, og hann hafi eftir það ekið framangreindum þremur manneskjum til Keflavíkur. Hann man ekki, hvernig bifreiðin var, en hugsanlegt sé, að hún hafi verið amerísk af eldri gerð. Hann getur ekki munað eftir einni einustu setningu, sem sögð var í bifreiðinni á leiðinni til Keflavíkur. Ákærði kveðst ekki muna eftir því, hvort komið hafi verið við á Vatnsstíg, áður en lagt var af stað til Keflavíkur, því að hann muni mjög óljóst eftir allri atburðarásinni, en vill þó ekki þvertaka fyrir það. Ákærða rámar í það, að á hæðinni fyrir ofan Hafnarfjörð á leiðinni suður eftir hafi verið spurt, hvort einhver sæi sendiferðabifreiðina. Ákærði setti þetta ekki neitt í samband við erindi þeirra til Keflavíkur. Ákærði treysti sér ekki til að svara því af eða á, hvort hann hefði séð sendiferðabifreið í Keflavík, sem stæði í sambandi við þetta mál. Hann man það, að ekið var gegnum Keflavíkurbæ að bragga, sem kallast "Pípugerð Áhaldahús". Þar var bifreiðin stöðvuð, og fóru allir út nema ákærði. Nokkur tími leið, ef til vill 20 mínútur, en þá komu farþegarnir aftur. Ákærði ók bifreiðinni að "sjoppu" við olíustöð í Keflavík. Hann minnir, að Sævar Marinó hafi hringt þaðan, en ekki vissi hann, hvert hann hringdi. Eftir þetta var ekið á sömu slóðir og fyrr í nágrenni braggans, og fóru farþegar þar út úr bifreiðinni. Hann minnist þess ekki, að hann hafi farið út. Hann segir minni sitt förlast um það, sem kann að hafa gerst, eftir að hann kom í síðara skiptið að bragganum. Hann minnist þess ekki að hafa tekið þátt í átökum eða verið sjónarvottur að þeim. Hins vegar man hann það. að þegar farið var frá Keflavík, hafði hann það á tilfinningunni, að þarna hefði eitthvað hræðilegt gerst, eitthvað, sem ekki átti að gerast. Hann man einnig óljóst eftir einhverju tilgangslausu hringsóli í Keflavík, eftir að farið var frá bragganum í síðara skiptið. Vel geti verið, að Sævar Marinó hafi verið eini farþegi sinn til Reykjavíkur. Á leiðinni þangað, sennilega nálægt Álverinu, hafi Sævar Marinó sagt við hann á þessa leið: "Sástu ekki, að við drápum manninn? Þú ert orðinn samsekur um morð". Ákærði kveðst hafa sagt við Sævar Marinó: "Nei, ég sá ekkert". Ólýsanlega skelfingu setti að ákærða við þetta, og vildi hann ekki trúa því, sem Sævar Marinó sagði. Hann minnir, að hann hafi komið heim um kl. 0130, og hné hann örmagna niður á stól. Hann vissi, að eitthvað hroðalegt hafði komið fyrir. Hann hugsaði með sér, að konan og börnin

 

 

Bls. 473

 

skyldu aldrei fá að vita þetta. Eftir þetta féll hann í svefn, eins og hann væri rotaður.

Ákærða minnir, að hann hafi komið á kaffihúsið Mokka miðvikudaginn 20. nóvember, svo sem áður greinir. Minnir hann, að þegar hann sat þar inni, hafi Sævar Marinó litið inn og sagt: "Nú er bara að segja ekki neitt".

Um það bil viku eftir að hann fór til Keflavíkur, fóru blöðin að skrifa um hvarf Geirfinns Einarssonar. Ákærði setti mannshvarf þetta ekki neitt í samband við ferðina til Keflavíkur, enda kannaðist hann hvorki við Geirfinn né heldur við lýsingu á þeim manni, sem talinn var hafa hringt úr Hafnarbúðinni. Hann lét sér fyrst til hugar koma, að tengsl væru þarna á milli, þegar hann var yfirheyrður vorið 1976.

 

Ákærði kveðst sennilega ekki hafa séð Sævar Marinó eftir 20. nóvember árið 1974. Ástæðan fyrir því, að hann spurði Sævar Marinó ekki síðar um atburði þessa kvölds, hafi ef til vill verið sú, að hann óttaðist að fá að vita það, sem hann vildi síður vita. Ákærði minnist þess ekki, að til hefði staðið, að hann hefði fjárhagslegan ávinning af Keflavíkurferðinni.

Ákærði kveðst ekki búa yfir neinni vitneskju um það, að lík hafi verið dysjað eftir þessa ferð.

Þessar athugasemdir hefur rannsóknarlögreglumaður skráð 6. desember vegna framburðar ákærða:

 

Ákærði hefur skýrt frá því, svo sem að framan greinir, að daginn eftir Keflavíkurferðina hafi hann verið á kaffihúsinu Mokka og verið að lesa í Þjóðviljanum frásögn af jarðarför Þórbergs Þórðarsonar, sem var neðarlega á innsíðu í blaðinu. Sagt hafi verið frá áletrun, sem Þórbergur vildi hafa á legsteini sínum. Það hafi verið stutt ljóð á esperanto og lag við. Í ljóðinu væri þetta: "fæddur í heimskunnar landi grafinn í heimskunnar landi".

Lögreglumaðurinn fór á Landsbókasafnið og skoðaði Þjóðviljann frá 20. nóvember 1974. Í skýrslu hans segir: "Á forsíðu er mynd af Þórbergi og vitnað í greinargerð á 3. síðu. Þar á efri hluta síðunnar er grein eftir Þorvald Þórarinsson, þar sem hann vitnar í bókmenntaverk eftir Þórberg, en í því lýsir Þórbergur, hvernig hann vilji láta haga útför sinni. Í lok greinarinnar eru ljóðlínur úr vögguvísu Brahms og tvær línur á esperanto. Í íslenskri þýðingu útleggjast þær: "Liggur hér Þórbergur. Lifði í fátæktarlandi. Dó í forheimskunnarlandinu"."

 

Ákærða var bent á misræmi í framburði hans varðandi komu

 

Bls. 474

 

á Landsbókasafnið. Hann hafi í yfirheyrslu sagt, að hann hafi aðeins komið þar einu sinni og hafi það verið eftir yfirheyrsluna vorið 1976. Við athugun á gestabók Landsbókasafnsins hafi komið í ljós, að hann sé ekki skráður í hana á árinu 1976, heldur hinn 16/7 1975. Ákærði viðurkenndi, að þarna hefði hann sagt rangt til, en það hafi verið af vangá eða öllu heldur misskilningi. Hann hafi átt við, að hann hafi aðeins einu sinni komið þangað í þeim tilgangi að skoða blöð vegna Geirfinnsmálsins. Það hafi verið rétt eftir yfirheyrsluna vorið 1976, en þá hafi hann ekki ritað nafn sitt í gestabókina.

 

Í upphafi skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni hinn 8. desember kveðst ákærði ætla að skýra frá sannleikanum í máli þessu eftir því sem hann best muni. Nokkur atriði þessa máls séu óljós í minni hans, en kunni þó að rifjast upp fyrir sér síðar.

Það sé fyrst að segja, að hann geti fullyrt, að Einar Bollason, Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson séu allir saklausir af dauða Geirfinns Einarssonar. Hann hafi engan þátt átt í því að bendla þá saklausa við þetta mál. Verið geti, að eftir að Sævar Marinó kom til landsins aftur í mars 1975, hafi hann látið eitthvað að því liggja, svo að ákærði heyrði, að Klúbbmenn væru við málið riðnir. Það hafi þá verið almannarómur, en alls ekki talað um að flækja málið með því að bendla þá við það, ef ákærðu yrðu handteknir. Ákærða var fullljóst, að þessir menn voru saklausir, þegar þeir voru settir í gæsluvarðhald, og hvíli þetta mjög á samvisku sinni, þótt hann hefði ekki kjark til að segja þá frá málinu.

 

Ákærði kveðst áður hafa skýrt frá því, að hann hafi farið með þeim Sævari Marinó og Erlu heim til sín úr vinnu hinn 18. nóvember 1974. Sævar Marinó hafi talað um, að hann hefði hitt mann í Klúbbnum og þyrfti að skreppa til Keflavíkur til að athuga með einhvern "bísnis" í sambandi við spíra og jafnvel fleira. Óskaði hann eftir, að ákærði færi með í þessa ferð til að ræða við manninn. Ákærði gaf ekki loforð um að fara þessa ferð, en hafði þau orð um, að hann mundi athuga það. Ákærði minnist þess, að Sævar Marinó hélt fast að honum að koma með sér.

 

Hinn 19. nóvember eftir kvöldmat fór ákærði að heiman til Rafns Guðmundssonar að Lambhóli við Starhaga á Fiat bifreið, sem hann hafði til umráða. Sævar Marinó kom þangað á bifreið og bað ákærða að koma með til Keflavíkur. Ákærði var eitthvað tregur til, en féllst þó á að fara. Erla var með Sævari Marinó

 

Bls. 475

 

og maður, sem ákærði kannaðist ekki við. Sævar Marinó sagði, að hann væri orðinn fullseinn á stefnumót í Keflavík. Ákærða rámar í, að hann hafi ekið bifreiðinni, sem hann hafði til umráða, á einhvern stað til að skilja hana eftir. Eitthvað hafi verið snúist um borgina, og rámar ákærða í sendibifreið í þessu sambandi. Þar kom, að ákærði tók við akstri bifreiðarinnar, sem Sævar Marinó var með. Það var ljósblá Volkswagen fólksbifreið, og heldur ákærði, að hún hafi verið frá Bílaleigunni Geysi.

 

Þau voru fjögur á leiðinni til Keflavíkur, og kveðst ákærði hafa sagt áður frá þeirri ferð. Ákærði man, að á leiðinni var talað um, hvar sendibifreiðin væri og hvort til hennar sæist. Var þar átt við sendibifreið, sem var í einhvers konar samfloti með þeim. Einnig man ákærði, að talað var um að sýna manninum, sem þau voru að hitta, fulla hörku, ef hann vildi ekki ganga til samninga. Ákærða minnir, að hann hafi tekið fullan þátt í þessum umræðum, en þó gerði hann sér ekki fulla grein fyrir því, sem til stóð.

 

Þegar þau komu til Keflavíkur, man ákærði eftir, að margt fólk var í kringum bíóið við aðalgötuna. Sævar Marinó sagði þá farþegunum að beygja sig niður, og gerðu þeir það. Mun annað hvort hafa verið hlé í bíóinu eða því verið að ljúka. Ákærði telur, að fremur hafi verið hlé, þar sem fólkið var, að hann minnir, framan við bíóið, en ekki að streyma á brott eins og að sýningu lokinni. Ákærði ók í gegnum bæinn að fyrirlagi Sævars Marinós, beina leið að húsi merkt "Pípugerð Áhaldahús", þar sem hann stöðvaði. Farþegarnir fóru út nema ef til vill Erla. Þeir fóru í hvarf við húsið, en ákærði sneri bifreiðinni við, ók niður á hornið við aðalgötuna og beið þar. Farþegarnir komu aftur, og var Sævar Marinó þá kominn í æsing út af því að vera ekki búinn að hitta manninn. Hann talaði um að komast í síma til að hringja, og var þá ekið aftur til baka eftir aðalgötunni að bensínstöð, sem er sunnan hennar. Þar ætlaði Sævar Marinó að hringja, en það var ekki hægt, þar sem fullt var af fólki í "sjoppunni". Þá var ekið áfram í átt að höfninni og stöðvað nokkuð frá Hafnarbúðinni. Farþegi úr aftursætinu fór út til að hringja, og rámar ákærða í, að hann hafi verið spurður þarna um miða, sem Sævar Marinó hafði áður látið hann fá og ákærði hefur þegar skýrt frá í skýrslu. Farþeginn kom aftur og sagði, að maðurinn kæmi. Síðan var beðið, þar til maðurinn kom, og settist hann inn í bifreiðina. Hélt ákærði þá af stað og ók eitthvað um bæinn.

 

 

Bls. 476

 

Ákærði heyrði nafn þessa manns ekki nefnt, en eftir því sem honum varð síðar ljóst, var þetta Geirfinnur Einarsson. Sævar Marinó talaði við hann í bifreiðinni, og heldur ákærði, að aðrir hafi lítið blandað sér í þær umræður. Ákærði man, að talað var um spíritus, og heldur hann, að í stuttu máli megi segja, að þeir hafi hvor um sig verið að fiska eftir upplýsingum hjá hinum. Sævar Marinó var með peninga og bauð Geirfinni þá gegn því að fá spíritus eða upplýsingar um spíritus. Geirfinnur gat ekki eða vildi ekki veita upplýsingar. Ákærði getur ekki gert sér fulla grein fyrir, hvert hann ók, eftir að Geirfinnur kom upp í bifreiðina, en þó sé líklegt, að valinn hafi verið staður fyrir þessi "ljósfælnu" viðskipti.

 

Þegar í Dráttarbrautina kom, var ekki orðið samkomulag með þeim Geirfinni og Sævari Marinó. Ákærði man ekki, hvers vegna hann stöðvaði bifreiðina, en þeir karlmennirnir fóru allir út úr henni. Þeir þrír hefðu lent í átökum við Geirfinn, sem leiddu til dauða hans. Ákærði minnist þess, að Geirfinnur ætlaði brott, en ákærði tók í hann til að stöðva hann. Ákærði man ekki til að hafa slegið með barefli eða hnefum. Hann man ekki heldur til að hafa sparkað í hann, en sig rámi í að hafa tekið hann hálstaki. Ákærða varð mjög mikið um það, sem þarna gerðist, og geti hann ekki sagt um, hver hlutur hinna var í átökunum né heldur hvað leiddi Geirfinn til dauða. Ákærði man ekki eftir áverkum á Geirfinni. Hann kveðst muna, að á eftir var ekkert blóð á honum. Ákærði man ekki eftir, að barefli hafi verið notað.

 

Ákærði man ekki eftir, er líkið var sett í bifreiðina, en á leiðinni til Reykjavíkur man hann eftir orðum Sævars Marinós, að ákærði væri samsekur um morð. Ákærði varð mjög óttasleginn vegna þess, sem gerst hafði, og þorði ekki að líta aftur í bifreiðina, en um það sé ekki að efast, að líkið hafi verið í bifreiðinni.

Erla fór úr bifreiðinni í Dráttarbrautinni, en ákærði man ekki, með hvaða hætti það bar að. Hún mun hafa gleymt kápu sinni í bifreiðinni. Ákærði man þó ekki sérstaklega eftir því, en vorið 1976 las hann framburð ökumanns, sem hún hafði fengið far með á leið til Reykjavíkur. Ökumaðurinn hafði talað um, að hún hafi verið illa klædd, og dró ákærði þá ályktun af því, að hún hefði gleymt kápunni.

 

Á leiðinni til Reykjavíkur töluðu þeir þrír um, hvað ætti að gera við líkið, en ekki varð samkomulag. Minnir ákærða, að hann hafi ekið út á Álftanesveg, vestur fyrir Gálgahraun og

 

Bls. 477

 

þar til hægri. Hann minnir, að þeir hafi farið eitthvað upp í hraunjaðarinn til athugunar, en hætt við að setja líkið þar. Einnig minnir hann, að ekið hafi verið upp að hitaveitustokknum hjá Korpu, en þó kunni það að vera rangt.

Ákærði minnist þess ekki að hafa ekið inn í sundið að bakgarðinum við Grettisgötu 82 eða að hafa verið með í að taka líkið úr bifreiðinni. Helst minnir hann, að hann hafi ekið heim til sín vestur á Ásvallagötu og skilið við meðákærðu þar. Minnir hann, að Sævar Marinó hafi þá fengið lánaðar hjá sér skóflur, en þetta er hann ekki viss um.

 

Þá skýrði ákærði frá því, að maður sá, sem hann hefði talað um sem fjórða manninn í bifreiðinni á leiðinni suður í Keflavík, muni vera Kristján Viðar. Ákærði þekkti hann ekki fyrir þennan tíma og tók lítið eftir honum í ferðinni. Kristján Viðar hafi sagt í samprófun við sig, að hann hafi verið í Dráttarbrautinni umrætt sinn, og kveðst ákærði ekki geta dregið það í efa, enda þótt hann komi honum ekki fyrir sig.

Lagt hefur verið fram handrit ákærða, sem hann afhenti rannsóknarlögreglunni, og er það á þessa leið:

 

"1) Gjört í Síðumúla 14/12 1976.

Til uppfyllingar á fyrri skýrslu.

Á Lambhóli mun ég hafa verið á Fiatbifreið. S. mun hafa farið með mér á þeim bíl þaðan og Erla og sá maður sem með þeim var og ég hef ekki borið kennsl á, en er talið að sé Kristján Viðar. Ég ók Fiatinum og mun hafa skilið hann eftir einhvers staðar á Grettisgötu eða Njálsgötu. Mér er ekki ljóst nákvæmlega hvar. Þó mun það hafa verið það nálægt Laugavegi 32 að við S. gengum frá þeim stað er skildum bílinn eftir niður á horn Vatnsstígs og Laugavegar. Þar var á horni Vatnsstígs og Laugavegar gulur sendiferðabíll af gerðinni Mercedes Bens".

 

Í handritinu er teikning af stöðu bifreiðanna á Vatnsstíg. Sendibifreiðin er skv. teikningunni hægra megin á Vatnsstíg alveg við Laugaveg, þegar ekið er frá síðarnefndri götu, en VW bifreiðin rétt fyrir framan hana sömu megin í götunni.

"Ég má fullyrða að mér hafi þá ekki verið kunnugt um, að til stæði, að þessi bifreið ætti neitt erindi til Keflavíkur né að hún væri á vegum S. Það má þó vera að þarna hafi það komið í ljós að og hefur hún þá væntanlega átt að flytja farm af áfengi til Rvíkur. Ég mun e. t. v. hafa átt einhver orðaskipti við ökumanninn, þó ég muni ekki eftir neinu sem ég geti haft eftir.

 

 

Bls. 478

 

Bifreið þessi mun svo hafa lagt af stað til Keflavíkur á undan okkur, sem fórum á VW. Ég treysti mér heldur ekki til að fullyrða hvert í sendiferðabílnum var aðeins ökumaðurinn eða hvert þar voru farþegar. Einhver bið var síðan á því að við fórum á VW legðum af stað, en eigi man ég hvers vegna. Þar mun ég þó hafa tekið við að aka VW. Orðaskipti sem átt hafa sér stað í bifreið þessari á leið til Keflavíkur man ég fátt að segja. S. mun hafa haft orðið og ég man hann sagði á hæðinni fyrir ofan Hafnarfjörð "sjáið þið sendibílinn?" og svaraði sér sjálfur "þarna er hann". Það munu einnig hafa átt sér stað umræður um mann þann sem finna átti í Keflavík. Nafn hans var þó áreiðanlega ekki nefnt. S. mun hafa talað um að sýna honum fulla hörku ef þessi viðskipti gætu eigi náð fram að ganga.

 

Telja verður víst að í Rvík hafi verið ákveðið hvar sendibíll skyldi bíða í Keflavík. Hefur það rifjast upp fyrir mér og má ég segja að það hafi verið við svokallaða Hafnarvog í Keflavík. Ökumaður mun hafa verið það kunnugur í Keflavík, að hann hefur vitað hvaða staður það var, og hvar hann var. Ég hef lengi talið víst að þetta sé sama bifreið og ég síðar sumarið 1975 sá í Gljúfurholti og ef á henni hefur verið sá ökumaður, þá ætti ég að vita hver hann er þótt ég geti ekki komið honum né nafni hans fyrir mig enn. Er við svo síðar ókum í gegnum Keflavík og eftir þá atburði sem þar gerðust, get ég ekki komið fyrir mig að hafa séð þar umræddan sendibíl, þó svo hljóti að hafa verið. Og ég man heldur ekki til að hafa þar og þá átt viðræður við ökumann bifreiðar. Það má þó vera, þar sem andlegt ástand mitt hefur að öllum líkindum verið mjög annarlegt.

 

Ökuferðinni til Rvík hef ég áður lýst og hef þar engu við að bæta umfram það sem áður er fram komið".

Teikning af Snorrabraut, Njálsgötu. Grettisgötu, húsasundi og leið þeirri, sem ekin var um sundið milli Njálsgötu og Grettisgötu.

"Ég man ekki eftir neinum umræðum um hvað gera ætti til að þagga niður í þessum bifreiðarstj. ef og þegar hann yrði þess áskynja hvað gerst hefði í þessari ferð. Sú afstöðumynd sem ég hef dregið upp hér, þar sem sendibíl á að hafa verið ekið aftur á bak niður sundið, má vel hafa átt sér stað án þess ég vissi og yfirleitt gengur mér illa að átta mig á ferðalokum hér í Rvík. Trúlegra er að VW hafi verið ekið niður sundið en sendibíl lagt við Grettisgötu. Þó get ég ekkert um þetta sagt, ég man þetta ekki. Það er auðvitað sennilegt að þessum manni

 

 

Bls. 479

 

hafi verið gerð einhver boð til þess að hann ekki segði frá hvað gerst hefði í þessari ferð þegar hann kæmist á snoðir um það síðar. En ég tel að það hafi ekki gerst þessa umræddu nótt, og hafi honum síðar verið hótað eða lofað einhverju þá minnist ég einskis þar að lútandi. Það kann að virðast undarleg fullyrðing af minni hálfu, en ég hef ekki gert mér grein fyrir því fyrr en nú að þarna var maður sem gat gefið allar upplýsingar, er nauðsynlegar þættu til að upplýsa málið. Sennilega hefur þessi maður fengist eitthvað við hljómlist. Ég man ég sá um þetta leyti 1975 "moogsyntethiezer" biðst afsökunar ef stafsetn. er ekki rétt, þar austur frá og er ekki ólíklegt að S. hafi haft þar hönd í bagga. Þeim fullyrðingum um að ég hafi verið þar á Grettisg. þessa nótt og tekið þátt í umræðum um hvað gera skyldi við lík Geirfinns get ég ekki svarað. Hafi svo verið ætti ég að muna eitthvað úr þeim umræðum þær eru naumast það hversdagslegar, en því er ekki að heilsa.

 

1. Sendiferðabíll Mercedes Benz. Sá ég hann í Rvík áður en lagt var af stað?

2. Hvar átti hann að bíða í Keflavík?

3. Hvað var rætt við þennan sendibílstjóra eftir á?

4. - - -

1. Já, ég sá þennan sendiferðabíl í Rvík áður en lagt var af stað.

2. Við Hafnarvogina.

3. Hvað var rætt við þennan sendiferðabílst. eftir á?

Þessu get ég ekki svarað. Ég man ekki eftir neinum viðræðum við hann í það minnsta ekki í Keflavík og við komu til Reykjavíkur og síðar hlýtur að hafa verið rætt við manninn og ég hef e. t. v. verið áheyrandi að þeim umræðum. Hvað honum hefur verið boðið eða hótað get ég ekkert sagt um, aðeins fullyrt fyrir mína hönd að þessum manni hafa ekki áskotnast úr mínum höndum hvorki fjármunir né annað, hvorki fyrr né síðar. Ég get ekki nafngreint hann og man ekki hvernig hann lítur út svo ég myndi tæpast þekkja hann úr hópi manna.

 

Nánari mynd af dauða Geirfinns Einarssonar hef ég einnig verið beðinn að gefa. Ég viðurkenni að ég er samsekur þeim öðrum aðiljum, er þar koma við sögu, Kristjáni Viðari og Sævari. Nákvæmlega hver minn hlutur er í málinu ég ekki lýst, hef áður vikið að þessu í skýrslu og efast um að ég geti gefið neina nánari lýsingu. Það yrði þá frekar tilbúningur minn og einber skáldskapur, fremur en lýsing staðreynda sem þarna munu hafa

 

Bls. 480

 

átt sér stað. Mér þykir þetta að vísu illt ég mun ekki hafa verið að fullu með sjálfum mér er þetta gerðist. Það kann að vera skýring. Barefli á ég að hafa haft undir höndum og notað það gegn Geirfinni. Þess minnist ég ekki. Og ég man aldrei eftir að hafa séð líkið. Ég vil taka það skýrt fram að ég er hér ekki að fara með ósannindi, þó hlýtur þetta að vera ósatt.

 

Nánar mynd af dauða Geirfinns. Eftir að G. kom inn í bílinn við Hafnarb. og settist í aftursæti, ég man ekki hvort hann sat fyrir aftan mig eða nánar hvar hann sat í bílnum, var ekið um staðinn og treysti ég mér ekki til að rekja það nánar. Vel má vera að farið hafi verið þá þegar út í Dráttarbrautina og ekið að fyrirlagi Sævars út á plan það sem liggur ofan vert við Dr.br. Viðræður þær sem fram fóru í bílnum treysti ég mér ekki til að rekja, en þær munu hafa leitt í ljós að G. hvorki gat né vildi selja né afhenda S. áfengi, þótt fé væri í boði. Hver ástæðan var veit ég ekki. Líklega sú ein að hann hefur ekki haft aðgang að né vitneskju um slíka hluti. Hvort þá hófust átök milli farþega man ég ekki, en þarna í Dr.br. mun G. hafa viljað gera enda á þessi mál og viljað komast út úr bílnum en S. ekki vilja láta hann sleppa svo vel og helst pynta manninn til sagna.

 

Er út úr bílnum var komið varð atburðaráð mjög hröð og eins og ég hef áður sagt get ég ekkert um hana borið. Nákvæmlega hver minn þáttur er í málinu get ég heldur ekki sagt. Ég veit það eitt að mér sá ekki, hvorki á fötum né höndum né andliti. Blóð var hvergi á fötum mínum svo ég muni. Það má vel vera að ég hafi veitt G. höfuðhögg með spítu eða öðru barefli. Um þetta get ég ekki sagt. Nákvæmlega hvernig og af hvaða völdum hann lét lífið veit ég heldur ekki.

Þannig gæti ég haldið áfram að lýsa atburðarásinni upp aftur og aftur en hvað væri hið sanna hver væri sú rétta vissi ég þó að heldur ekki. Ég vil gjarnan gera nokkrar tilraunir enn, þó árangur af þeim, sé eins og ofan segir, heldur óáreiðanlegur.

 

Ég man ekki gjörla lok ferðar í Rvík. Þó má vera að ég hafi lagt VW þar við Grettisg. 82 en man ekki eftir að hafa komið þar inn né að hafa tekið þátt í að bera lík þar inn né að hafa átt þar viðræður við bifreiðarstj. sendibifreiðar. Síðan eða næstu daga mun ég hvorki hafa hitt þann mann né átt við hann neinar viðræður. Ég mun hafa gengið frá Grettisg. 82 og tekið bifreið þá sem ég var upphaflega á, Fiat og ekið heim til mín á Ásvallagötu 46.

 

Bls. 481

 

Ég er þó viss um, að líkið var flutt til Rvíkur og þá hefur það að öllum líkindum verið flutt í VW. Hvað síðar varð get ég það eitt sagt að daginn eftir eða þessa sömu nótt þó fremur daginn eftir mun S. hafa fengið lánaðar hjá mér skóflur sem ég hafði þá yfir að ráða vegna ákveðins verks sem ég var að vinna við hús mitt. Ég spurði einskis um það hvort og hvar hann ætlaði sér að grafa lík Geirfinns og hef aldrei síðan fengið um það neina vitneskju. Enda hefði ég ekki, ef ég hefði þar um einhverja vitneskju neina ástæðu til að þegja um það heldur þvert á móti. Mig rámar í að Sævar hafi komið á Ásvallag. daginn eftir til að fá lánaðar skóflur e. t. v. á sendiferðabíl, þeim gula. Þarna kann altsvo um Land Rover að ræða. Athuga þetta".

 

Einnig hefur verið lagt fram handrit ákærða, sem hann skrifaði skömmu eftir jól 1976 og lét rannsóknarlögreglunni í té. Er það á þessa leið:

"1. Lambhóll?

2. Endalok í Rvík.

3. Sagði S. þér hvað hann gerði við líkið?

1. Mig minnir að á Lambhól hafi húsráðandi sagt mér að S. væri hér að spyrja um mig. Ég gekk fram í ganginn eður forstofuna og þar voru S. og Erla lítið fjær. Út við útidyr minnir mig að staðið hafi maður klæddur ljósum leðurjakka og ljósum buxum og var sá í fylgd með þeim. Ég kannast við þennan mann í svip en það fóru held ég engin orð milli okkar, og við gengum öll út í myrkrið. Um það atriði hvort S. hafi farið þaðan með mér í Fiat þori ég ekki að fullyrða.

 

2. Eins og ég hef áður sagt hefur mér engvan veginn tekist að glöggva mig á endalokum ferðar í Rvík. Er ég um þau efni eiginlega engu nær. Mér þykir það leitt en þessi vist hér innan veggja virðist aðallega hafa þau áhrif á mig að ég verð með degi hverjum sljórri og dauðari.

3. Sagði S. þér hvað hann hefði gert við líkið. Þetta er einkennileg spurning.

1. Ég hef svarað henni áður í öðru formi fyrir rétti. Það var var gefið samkv. sannleikanum, minni bestu vitund.

 

2. En hafi hann nú sagt mér hvað hann hafi gert við líkið, þá hlýtur hann að hafa gert það 20. eða 21/11 74 eða þá á árinu 1975. Væntanlega þá sagt mér og sýnt mér staðinn og sagt hreykinn hér gróf ég nú Geirfinn en Guðmund þarna. Því miður er því ekki að heilsa að hann hafi gert mig að trúnaðarmanni sínum í hvorugu þessara mála.

 

Bls. 482

 

3. Hann mun hafa haft næga skynsemi til að koma málum svo fyrir að sem fæstir vissu hvar þessi margumræddu lík séu.

4. Herra vararíkissaksóknari og herra Schültze hafa í minni áheyrn slegið því föstu að fólk segir ekki ósatt eftir tólf mánaða gæsluvarðhald. Ef þetta er rétt og herra Sævar hefur gert sitt besta til að benda á þann stað þar sem hann kom margumræddu líki fyrir, en það samt ekki fundist, er aðeins hægt að draga af því þær ályktanir að

 

a) aldrei hafi verið um neitt lík að ræða.

b) líkinu hafi verið stolið af Sævari og hann hafi ekki hugmynd um hvar það sé.

Það er náttúrlega ekki í mínum verkahring að svara þessum spurningum. En báðar vekja þær ýmsar óþægilegar grunsemdir um aðild aðilja að þessu máli, sem aldrei eiga að koma fram í dagsljósið".

Lagt hefur verið fram bréf ákærða til rannsóknarlögreglumanns, dags. 21. janúar 1977.

"Undirritaður átti reyndar von á þér hingað í kvöld, en því var víst ekki slegið föstu. Eftir á að hyggja, þetta er að vísu með formerkjum "creativ Thining". Þú sem rannsakari hjartna og nýra hefur væntanlega tekið eftir hvað mér varð starsýnt á í vorri ferð í dag. Nei, jæja þá skal ég segja þér það. Það voru tröppurnar út úr húsinu bakdyramegin. Svona tröppur eru ekki algengar. Mér finnst ég hafi farið þarna inn sennilega ekki getað beðið einn í bílnum úti og komið inn að miðstöðvarkötlunum tveim sem þarna standa. Um það atriði hvort ég hafi komið upp í herbergið þori ég ekki að segja neitt, en tröppurnar eru mér minnisstæðar, vegna þess að ég var þannig á mig kominn að ég komst ekki af sjálfsdáðum upp þær. Þ. e. a. s. áttaði mig ekki á svona skarpri hægri beygju, sem gera varð til að komast leiðar sinnar. Gott ef S. leiddi mig ekki upp þær. Síðan mun ég hafa ekið bílnum út úr sundinu og sennilega lagt honum einhvers staðar við nærliggjandi götur, gott ef ekki í einhverju porti. Síðan mun S. hafa tekið lyklana og fylgt mér að Fiatinum, sem hefur þá sennilega staðið við Vatnsstíg. Ég man óljóst eftir einhverjum huggunarorðum, sem hann var að láta falla við mig um að þetta væri allt í lagi o. sv. fr. Einhvers staðar í grennd við Úðafoss, ég man ekki við hvaða götu hún er, þar finnst mér Vw hafi verið lagt.

 

Mér þótti réttara að hripa þetta niður, en þetta er birt án ábyrgðar af hálfu undirritaðs".

 

Bls. 483

 

Í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu hinn 1. febrúar skýrði ákærði frá því, að hann myndi eftir því, að á leiðinni til Keflavíkur hafi Sævar Marinó talað um hvarf einhvers. Ákærði tók þessu sem gríni. Erla hafi einnig síðar talað við sig um þetta atriði. Þegar hann hugsi um þetta núna, sé hugsanlegt, að dauði Geirfinns hafi verið fyrirfram ákveðinn, án þess að hann hafi vitað það þá.

 

Ákærði getur ekki gefið nákvæmar upplýsingar um það, af hvaða ástæðu Sævar Marinó fór með Geirfinn í Dráttarbrautina. Hann álíti, að áfengi, sem Sævar Marinó hafði grun um, hafi ekki verið í Dráttarbrautinni.

Ákærði kveður tengsl sín við mál þetta stafa að mestu leyti af forvitni. Sér hafi aldrei dottið í hug, að eiturlyf kynnu að finnast hjá þessum manni.

Ákærði kvaðst ekki geta dæmt um það, hvort Kristján Viðar hafi verið þetta kvöld undir áhrifum lyfja, af því að hann þekkti hann ekki áður og hafði raunar aldrei séð hann fyrr. Á leiðinni sat hann fyrir aftan ákærða, og gaf ákærði honum engan gaum.

 

Ákærði kveðst gera ráð fyrir því, að Geirfinnur hefði fengið að fara heim, ef hann hefði vísað á áfengið, og að honum hefði verið greitt fé fyrir. Hann gat ekki sagt um, hvort það hafi verið afráðið fyrirfram að svipta Geirfinn lífi, þegar hann hefði sagt frá geymslustað áfengisins. Það hafi ekki verið ætlun sín, að átökunum lyki með dauða Geirfinns. Það sé rétt, að hann hafi borið það, að hann hafi orðið reiður. Hann man ekki lengur nákvæmlega af hverju. Þessi reiði hafði ekki þau áhrif á ákærða, að hann hafi óskað eftir dauða Geirfinns. Hann veit ekki, hvort hann lét það viðgangast. Hegðun sín hafi stafað af því, að hann hafi ekki viljað, að Geirfinnur færi til lögreglunnar. Að sínu áliti hafi sér ekki verið kleift að stöðva hættulegar aðgerðir þeirra Sævars Marinós og Kristjáns Viðars gegn Geirfinni, vegna þess að hann vildi ekki eiga það á hættu, að þeir misþyrmdu sér.

 

Ákærði kveðst ekki hafa verið undir áhrifum áfengis þetta kvöld, það sé e. t. v. hugsanlegt, að hann hafi reykt dálítið hass, en á því séu mjög litlar líkur. Hann hefði auðvitað getað farið til lögreglunnar, áður en hann ók líkinu til Reykjavíkur, en hugsaði ekki út í það, hann hafi alls ekki hugsað neitt. Honum var ómögulegt að hugsa vegna þess, sem gerst hafði. Hann varð að aka bifreiðinni, sem lík Geirfinns var í, til Reykjavíkur.

 

Bls. 484

 

Ákærði kveðst leggja enn áherslu á, að það hafi verið af forvitni sem hann fór til Keflavíkur, en einnig vegna þess, að Sævar Marinó fékk hann til þess að fara, því að Erla gat ekki ekið, og hann þurfti á betri ökumanni að halda. Ekkert hafi verið talað um, að hann fengi peninga, ef af viðskiptum yrði, en það hafi verið hugsanlegt.

 

Ákærða var ókunnugt um það, hve þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar voru hættulegir í áflogum við fólk. Hann hafi ekki komist að því fyrr en ári síðar í blöðunum.

Hinn 25. janúar sl. gaf ákærði heildarskýrslu um málsatvik hjá rannsóknarlögreglunni. Skýrslu þessa staðfesti hann fyrir dómi hinn 31. sama mánaðar hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa. Í dómskýrslunni segir, að ákærði skýri sjálfstætt frá málsatvikum greint sinn og sé framburður hans í samræmi við skýrsluna hjá rannsóknarlögreglunni. Í niðurlagi dómskýrslunnar segir, að ákærði hafi lesið yfir lögregluskýrsluna. Kveði hann þar rétt eftir sér haft og staðfesti undirskrift sína. Ákærði kom fyrir dóm dagana 29. og 30. júní sl. hjá dómurum máls þessa. Verða nú framburðir ákærða raktir.

 

Í dómskýrslunni hinn 29. júní sl. segir, að ákærða sé kynnt sakarefnið, en hann vilji ekki viðurkenna það að svo stöddu.

Ákærði man ekki fyrir víst, hvenær hann kynntist Sævari Marinó, en það hafi líklegast verið veturinn 1969 til 1970, þegar ákærði var kennari að Reykjanesi við Djúp, en Sævar Marinó var nemandi í skólanum. Ákærði telur, að hann hafi fyrst séð Erlu Bolladóttur haustið 1973. Ákærði hafði ekki séð Kristján Viðar Viðarsson, áður en mál þetta kom til sögunnar. Ákærði hitti Sævar Marinó einstöku sinnum sumarið 1974 og megi e. t. v. Orða það svo, að um kunningsskap þeirra á milli hafi verið að ræða.

 

Einhvern tíma í nóvember 1974 kom Sævar Marinó á Land Rover bifreið, sem hann var nýbúinn að kaupa, heim til ákærða, en ekki veit ákærði, hver ók bifreiðinni. Ákærði hafði ekki hitt Sævar Marinó næstu tvo mánuðina á undan. Í lögregluskýrslunni kveður ákærði þetta hafa verið hinn 14. nóvember. Ákærði kveðst ekki geta sagt, hvort þetta hafi verið þann dag. Þá kom Sævar Marinó í einhver skipti til hans í Bókaútgáfu Menningarsjóðs, þar sem ákærði var að vinna. Sævar Marinó var um líkt leyti að ræða við ákærða um utanlandsferð, en ákærði man ekki eftir því, að hann nefndi, hvernig hann ætlaði að afla fjár til

 

 

Bls. 485

 

ferðarinnar. Ákærði tók fram í þessu sambandi, að utanlandsferð ákærða Sævars Marinós hafi átt að vera að einhverju leyti kostuð af Vilhjálmi Knudsen.

Í lögregluskýrslunni segir ákærði, að svo sem hann hafi sagt, hafi hann ekkert vitað um fyrirhugaða Keflavíkurferð fyrr en hinn 18. nóvember. Þann dag eftir vinnu, kl. 1700, hafi hann farið á Mokka og hitt þar þau Sævar Marinó og Erlu. Þau hafi ekið honum heim á Ásvallagötu 46 á Land Rover bifreiðinni. Sævar Marinó hafi komið inn, en Erla beðið úti, að ákærða minnir. Sævar Marinó hafi beðið um að fá lánaðan síma og ákærði leyft það. Ákærði hlustaði ekki á, hvað Sævar Marinó sagði í símann, enda hafi það verið venja sín að hlusta ekki á símtöl manna eins og Sævars Marinós. Ákærði veit ekki, hvert Sævar Marinó hringdi, en hann rámar í, að hann hafi sagt: "Hvað er símanúmerið hjá honum? " Þá spurði hann ákærða, hvort hann væri með nokkuð til að skrifa á, og man ákærði, að hann lét Sævar Marinó hafa miða. Ákærða rámar í, að Sævar Marinó hafi látið sig hafa miðann aftur og hafi símanúmer þá verið á honum. Sævar Marinó sagði við ákærða að geyma miðann, og stakk ákærði honum í vasann. Þegar Sævar Marinó hafði hringt a. m. k. 2 símtöl, fór hann að spyrja, hvort ákærði vildi koma með sér til Keflavíkur til að hitta mann. Talaði hann í þessu sambandi um mann, sem hann hefði hitt og þyrfti að hitta aftur í Keflavík. Nefndi hann Klúbbinn í þessu sambandi, og skildist ákærða, að hann hefði hitt manninn þar. Hann minntist ekki á, hvenær þetta hefði verið. Auðskilið var á Sævari Marinó, að gróðabrall lá á bak við þessa ferð. Á þessum tíma nefndi hann ekki spíritus, en þarna var greinilega um pukur að ræða og því auðskilið, að þetta var utan við lögin. Ákærði man ekki til, að Sævar Marinó hafi beðið sig að leggja fram peninga í sambandi við ferðina, en það gæti þó hafa verið, þótt hann muni ekki eftir því. Hann hafi að minnsta kosti enga peninga haft handbæra, ekki reynt að afla þeirra og enga peninga lagt fram í sambandi við ferðina. Sævar Marinó lagði að ákærða að koma með í ferðina. Ákærði lofaði því ekki, en sagðist mundu sjá til. Hann minnir, að þarna hafi verið talað um, að Sævar Marinó gæti hitt ákærða kvöldið eftir á Lambhóli, en Sævar Marinó hafi talað um að fara til Keflavíkur kvöldið eftir hinn 19. nóvember. Ákærði var viss um, að þessar viðræður þeirra Sævars Marinós fóru fram á heimili ákærða að Ásvallagötu 46 á tímabilinu milli kl. 1700 og 1800. Ákærði telur sig geta fullyrt, að þeir hafi ver-

 

 

Bls. 486

 

ið aðeins tveir í íbúðinni. Sævar Marinó hafi stutta viðdvöl hjá ákærða, varla meira en um 10 mínútur.

Fyrir dómi hinn 29. júní skýrði ákærði frá því, að hann treysti sér ekki til að svara því fyrir víst, hvenær Sævar Marinó hefði minnst á það fyrst við sig að fara til Keflavíkur. Ákærði var spurður um, hvort það hefði verið hinn 18. nóvember 1974. Ákærði kvaðst ekkert geta sagt um það. Það megi vera, að hann hafi hitt þau Sævar Marinó og Erlu á veitingahúsinu Mokka þennan dag kl. 1700, en hann muni ekki eftir því, að minnst hafi verið á ferðina til Keflavíkur. Þau Erla og Sævar Marinó hafi boðist til að aka honum heim og hann farið með þeim á Land Rover bifreið þeirra. Þegar heim til ákærða kom, hafi Sævar Marinó beðið um að fá lánaðan síma og farið með ákærða inn til hans, en Erla orðið eftir í bifreiðinni. Ákærði tók fram, að hann væri ekki öruggur um, að þetta hafi verið 18. nóvember. Þá sagði hann, að dagsetningin 14. nóvember væri ekki frá sér komin, heldur vera frá rannsóknarmönnum og Erlu Bolladóttur. Ákærði kveðst aldrei hafa haft neitt undir höndum til þess að glöggva sig á dagsetningum þrátt fyrir beiðni hans í þá veru. Hann kvað Sævar Marinó hafa hringt a. m. k. tvisvar sinnum. Ákærði hlustaði ekki á símtölin og veit ekki, hvað Sævar Marinó sagði. Ákærði þorir ekki að fullyrða fyrir víst, hvort hann hafi sagt: "Hvað er símanúmerið hjá honum?" Það megi vel vera, að Sævar Marinó hafi spurt sig, hvort hann hefði nokkuð til að skrifa á, og hann látið Sævar Marinó fá miða. Ákærði kveðst ekki þora að fara með, hvort Sævar Marinó hafi látið sig fá miðann aftur og þá hafi staðið á honum símanúmer. Ákærða var ekki ljóst, hvort Sævar Marinó hefði beðið hann að geyma miðann og hann stungið honum í vasann. Hann vill ekki fullyrða, hvort Sævar Marinó hafi nefnt við sig þarna ferð til Keflavíkur, en hann hafi einhvern tíma á þessum dögum nefnt ferð þangað og eitthvað _stand" með spíra í því sambandi. Ákærði man, að Sævar Marinó sagðist þurfa að hitta mann í Keflavík vegna spírans, en hann nefndi ekki, hvað maðurinn héti. Ákærði man ekki eftir því, að Sævar Marinó nefndi Klúbbinn í þessu sambandi. Ákærða var bent á, að hann hefði í fyrri skýrslum sagt, að Sævar Marinó hefði nefnt Klúbbinn og að ákærða hefði skilist, að hann hefði hitt manninn þar. Ákærði kvaðst ekki þora að fara með það, hvort Sævar Marinó hafi nefnt Klúbbinn eða eitthvert annað veitingahús, en hann hafi nefnt einhvern mann, sem hann hefði hitt í veitingahúsi. Ákærði kveðst ekki halda, að

 

 

Bls. 487

 

Sævar Marinó hafi nefnt, að maðurinn væri úr Keflavík, og hann hafi ekki nefnt nafn hans. Ákærða var bent á framburð hans um það, að Sævar Marinó hefði talað um mann, sem hann hefði hitt á framangreindum stað og þyrfti að hitta aftur í Keflavík. Ákærði var spurður um þetta, og kvaðst hann ekki þora að fara með þetta til neinnar hlítar. Sævar Marinó bað ákærða ekki að leggja fram peninga í sambandi við ferðina. Ákærði kveðst ekki hafa fallist á að fara ferðina með Sævari Marinó, þegar hann nefndi það við hann.

 

Þeirri spurningu, hvort ákærði hafi sagt Sævari Marinó, að hann gæti hitt sig að Lambhóli við Starhaga kvöldið eftir, svaraði ákærði, að sig minnti, að hann hefði e. t. v. talað um, að hann mundi skreppa þangað eftir kvöldmat.

Ákærði kveður Sævar Marinó ekki hafa sagt ákveðið við sig, að hann ætlaði til Keflavíkur að kvöldi hins 19. nóvember, eða ákærði minnist þess ekki. Sævar Marinó hafi verið heima hjá ákærða að Ásvallagötu 46 hinn 18. nóvember á tímanum frá kl. 1710 til 1725 eða 1730.

 

Aðspurður um, hvort ákærði hafi farið að Lambhóli við Starhaga að kvöldi 19. nóvember, svaraði hann, að hann segi, eins og hann hefur áður sagt, að hann hafi ekki fengið tækifæri til að glöggva sig á dagsetningum. Ákærða var bent á, að í rannsóknarlögregluskýrslu hinn 25. janúar 1977 segi orðrétt: "Daginn eftir þann 19/11 1974 fór ég" (ákærði) "að heiman frá mér á Fiat bifreið tengdamóður minnar að Lambhól við Starhaga til Rafns Guðmundssonar. Kl. mun þá hafa verið 20.0020.30". Ákærði var spurður um, hvort þetta væri rétt. Hann kvaðst ekki geta svarað spurningunni, þar sem hann hefði ekki fengið í hendur þau gögn, sem hann hafi óskað eftir til þess að geta ákveðið nánar þær dagsetningar og tímasetningar, sem hér beri á góma, svo sem útvarpsdagskrá fyrir nóvembermánuð, staðfestingu á bókamarkaði Menningarsjóðs, höldnum í Grindavík í nóvembermánuði, og sjónvarpsdagskrá fyrir hann sama mánuð. Ákærði kveður skýrslu sína hjá rannsóknarlögreglu frá 25. janúar í mörgum atriðum ekki rétta, bæði tímasetningar og setningar, sem eftir honum eru hafðar. Ákærða var bent á, að hann hafi í dómi hinn 31. janúar 1977 lýst málsatvikum sjálfstætt og framburður hans verið í samræmi við skýrslu hans hjá rannsóknarlögreglunni hinn 25. sama mánaðar. Þá hafi ákærði lesið skýrsluna yfir, sagt, að þar væri rétt eftir sér haft og staðfest undirskrift sína. Ákærði kannast við að hafa lýst

 

 

Bls. 488

 

skýrsluna rétta í þinghaldi 31. janúar 1977. Hann var spurður um, hver væri ástæðan til breytinga hans á skýrslunni nú. Ákærði tók fram, að skýrslan væri ákaflega götótt. Hafi hann og rannsóknarlögreglumaðurinn, sem skýrsluna sömdu, ekki talið sig geta gert betur. Vísast til þess, sem ákærði hafði áður æskt, en það var, að samprófað yrði í málinu.

Aflað var að tilhlutan dómsins dagskráa frá útvarpi og sjónvarpi frá því í nóvember 1974. Skrár þessar lágu frammi, og fékk ákærði þær til athugunar. Ákærði kvaðst vilja fá lengri frest til þess að athuga þær.

 

Ákærði kveðst kannast við að hafa farið að Lambhóli til Rafns Guðmundssonar á framangreindum tíma, en ekki geta, eins og stendur, sagt um, hvaða dag það hafi verið. Sævar Marinó hafi komið að Lambhóli. Ákærði kveðst ekki geta svarað því að svo stöddu, hve lengi hann hefði dvalist þar, þegar Sævar Marinó kom.

Ákærða var bent á, að í lögregluskýrslu telji hann, að hann hafi verið búinn að dveljast á Lambhóli hjá Rafni í 3045 mínútur, þegar Sævar Marinó kom þangað. Aðspurður um þetta sagði ákærði, að þetta væri hrein og bein ágiskun. Ákærði taldi víst, að Rafn húsráðandi hefði farið til dyra, þegar Sævar Marinó kom, og hafi trúlega sagt ákærða, hver væri kominn. Ákærði kveðst ekki geta sagt með neinni vissu, hve lengi hann dvaldist að Lambhóli, eftir að Sævar Marinó kom þangað. Hann kveðst ekki muna eftir því, að Erla hafi komið inn í íbúðina að Lambhóli með Sævari Marinó, en vera megi, að hún hafi komið inn í forstofugang. Aðspurður um, hvort einhver maður hafi verið með þeim Erlu og Sævari Marinó, svaraði ákærði, að þetta væri það atriði, sem honum hefði gengið einna erfiðast að átta sig á. Hann minni það nokkuð fastlega, að þarna hafi verið einhver þriðji maður. Ákærði kveðst ekki hafa tekið eftir bifreið þeirri, sem þau Sævar Marinó og Erla komu á. Hann kveðst hafa komið í Fiat bifreið að Lambhóli og farið þaðan á brott á sömu bifreið. Minnir hann, að Sævar Marinó hafi komið með sér, en þorir ekki að fullyrða það. Ákærði ók heim til sín á bifreiðinni. Það kunni að vera, að Sævar Marinó hafi minnst á það við sig einhvers staðar á leiðinni, en þó aðallega á Ásvallagötu 46, að hann færi til Keflavíkur og æki bifreiðinni, sem átti að fara á. Hann muni hafa nefnt það að Ásvallagötu 46, að hann treysti Erlu ekki til þess að aka. Ákærði taldist undan ferðinni. Ákærði nam staðar við Ásvallagötu 46, sem er annað hús frá horni

 

 

Bls.489

 

Bræðraborgarstígs, en Erla nam staðar við verslun, sem er á horni Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu. Erla var í ljósblárri Volkswagen bifreið. Ákærði minnist þess ekki, að hann hafi farið inn til sín. Ákærði hafði ekki tekið þarna fullkomlega ákvörðun um ferðina til Keflavíkur.

Ákærða var bent á það, sem greinir í lögregluskýrslu um þetta atriði, þ. e. að hann hafi tekið þarna ákvörðun um að fara til Keflavíkur. Ákærði var inntur nánar eftir þessu, og svaraði hann því til, að hann væri ekki viss um réttmæti þessarar fullyrðingar sinnar og styðji það við það, að hann hélt áfram á bifreið sinni. Ákærði telur sig hafa séð mann fara út úr Volkswagen bifreiðinni, sem Erla ók, og fara inn í "sjoppuna" á horninu.

 

Ákærði var spurður, hvert hann hefði ekið frá Ásvallagötu og hvort Sævar Marinó hafi verið með honum í bifreiðinni. Hann kvaðst vísa til lögregluskýrslunnar um þetta atriði. Hann heldur, að Sævar Marinó hafi ekki verið með sér í bifreiðinni.

Vegna þessa framburðar ákærða þykir rétt að rekja það, sem hann skýrir frá um þetta í lögregluskýrslu. Ákærði kveðst hafa farið að heiman frá sér á Fiat bifreið tengdamóður sinnar hinn 19. nóvember að Lambhóli við Starhaga til Rafns Guðmundssonar og muni klukkan hafa verið um 2000 til 2030. Ákærði var búinn að dveljast talsverða stund hjá Rafni, áður en Sævar Marinó kom þangað. Ákærða minnir, að Rafn hafi verið einn heima. Eftir að Geirfinnsmálið komst aftur í hámæli, hafi hann spurt Rafn, hvort verið geti, að hann hafi komið til hans kvöldið 19. nóvember 1974 og hitt Sævar Marinó þar. Rafn hafi svarað: "Hver man það?" Ákærði telur, að hann hafi verið búinn að dveljast hjá Rafni í 30 til 45 mínútur, þegar barið var að dyrum. Rafn fór til dyra og sagði ákærða, að samtal væri við hann. Ákærði fór fram, og man hann, að Rafn hálfstjakaði honum út, en það lá eitthvað illa á honum. Ákærði man ekki eftir, að talað hafi verið um Keflavíkurferðina innan dyra eða að annað hafi verið rætt. Ákærði kveðst áður hafa sagt, að þarna hafi verið maður með þeim Sævari Marinó og Erlu. Þetta atriði sé hann ekki viss um. Geti verið, að þar rugli hann einhverju saman og þau hafi komið tvö ein. Sævar Marinó bað ákærða að koma með honum í Keflavíkurferðina, en sagði ákærða ekki meira um tilgang fararinnar. Sævar Marinó fór með ákærða í Fiat bifreiðinni, en Erla ók Volkswagen bifreiðinni, sem þau höfðu komið á. Sævar Marinó talaði um í bifreiðinni, að hann treysti

 

 

Bls. 490

 

ekki Erlu til að aka, og bað ákærða að aka í Keflavíkurferðinni. Ákærði var með úrtölur og sagðist ekki mega vera að því að fara. Ákærði telur sig hafa ekið frá Lambhóli til vinstri vestur Ægisíðu, til hægri norður Hofsvallagötu og inn á Ásvallagötu, þar sem hann stöðvaði við hornið á Bræðraborgarstíg. Hann minnir, að Erla hafi komið á Volkswagen bifreiðinni og stöðvað hinum megin við hornið á Bræðraborgarstíg við "sjoppuna". Ákærði hafði þarna í huga að taka allt eins ekki þátt í ferðinni. Ákærði man ekki eftir frekari orðaskiptum þeirra Sævars Marinós og hvort hann sagði ákærða nokkuð meira um fyrirætlanir sínar. Hann man ekki, hvað réð ákvörðun hans, en þarna tók hann ákvörðun um að fara með Sævari Marinó í þessa ferð. Muni hafa ráðið að nokkru forvitni ákærða og einnig greiðasemi við Sævar Marinó. Ákærði fór ekki inn heima hjá sér og man ekki til, að annað hafi verið gert. Þarna kom til álita, hvar ætti að skilja Fiat bifreiðina eftir, þar sem ákærði hafði ákveðið að taka að sér að aka Volkswagen bifreiðinni til Keflavíkur. Ákærða minnir, að Sævar Marinó hafi farið yfir í bifreiðina til Erlu. Það hafi orðið ofan á, að ákærði æki Fiat bifreiðinni á Vatnsstíg eða í grennd við hann.

 

Síðan segir áfram í dómskýrslunni, að ákærði muni ekki ljóst, hvort hann hafi skilið bifreiðina eftir á Vatnsstíg, og vísaði hann til lögregluskýrslunnar um þetta atriði.

Aðspurður um, hvort ákærði hafi séð Volkswagen bifreiðina á Vatnsstíg, svaraði hann á þá leið, að í þessu efni hefði hann ekki neinu að bæta við lögregluskýrsluna. Hann svaraði þeirri spurningu neitandi, hvort hann myndi eftir sendibifreið á Vatnsstíg.

Lesið var upp úr lögregluskýrslunni það, sem ákærði hefur greint frá, þegar hann kom á Vatnsstíg, en þar segir ákærði, að hann muni ekki alveg fyrir víst, hvar hann hafi skilið við bifreiðina, þegar þangað kom, en minni helst, að það hafi verið á sjálfum Vatnsstígnum. Þegar ákærði kom á Vatnsstíginn, sá hann Volkswagen bifreiðina, þar sem hún stóð ofarlega í götunni skammt frá Laugavegi. Var hún hægra megin á götunni og sneri framendi til norðurs að sjónum. Hann mundi óljóst eftir sendibifreiðinni á Vatnsstígnum. Framendi hennar sneri einnig til norðurs, en hún stóð vinstra megin á götunni, nokkurn veginn á móts við Volkswagen bifreiðina, að ákærða minnti. Ákærða minnir helst, að hann hafi lagt Fiat bifreiðinni nokkuð framan við Volkswagen bifreiðina sömu megin. Hann hafi gengið upp

 

 

Bls. 491

 

götuna að Volkswagen bifreiðinni og minnir, að beðið hafi verið eftir sér. Einhverjar tafir hafi orðið á, að þeir færu af stað, og muni hann, að sendibifreiðin hafi farið á undan. Hann hafi tekið þarna við akstri Volkswagen fólksbifreiðarinnar. Hún var ljósblá að lit, og í henni var útvarp og, að ákærða minnir, kassettuhljómburðartæki. Ákærði mundi ekki eftir neinu öðru sérstæðu við bifreið þessa. Hann treystir sér ekki til að nefna skráningarnúmer á bifreiðinni, þar sem það yrði hrein ágiskun. Ákærði kveðst áður hafa sagt, að þetta hafi verið bifreið frá bílaleigunni Geysi, en þetta geti hann þó ekki fullyrt.

 

Ákærði var spurður um þennan framburð í dóminum, og var svar hans: "Einhvern veginn urðum við að hafa þetta, við, sem settum saman skýrsluna".

Ákærði var spurður, hvert hann hefði farið, eftir að hann hafði numið staðar á Vatnsstígnum. Svar ákærða var á þessa leið: "Ef þetta er rétt, þá hef ég farið að Volkswagen bifreiðinni og þá tekið við stjórn hennar".

Nánar aðspurður um sendibifreiðina skýrði ákærði svo frá, að það kunni vel að vera, að þarna hafi verið sendiferðabifreið, jafnvel fleiri en ein. Ákærði man ekki til, að hann hafi veitt athygli neinni sendiferðabifreið, sem tengdist ferðalaginu til Keflavíkur. Hann man ekki eftir, hvað honum viðvíkur, að tafir urðu á að komast af stað. Hann kveðst telja víst, að Volkswagen bifreiðin hafi verið frá bílaleigu, en þó geti það allt eins hafa verið lánsbifreið. Ákærði hefur stungið upp á bílaleigunni Geysi, en hefur ekkert fyrir sér í því. Ákærði getur ekki fullyrt um, að þetta hafi verið sama bifreiðin og Erla kom á að Lambhóli, en telur, að svo hljóti að vera.

 

Lesið var úr skýrslu ákærða hjá rannsóknarlögreglu um framangreind atriði og ákærði spurður um þetta. Kvaðst hann enga ástæðu hafa til þess að breyta þessu að svo komnu máli og vísa til þess, sem hann hefði áður sagt um bílaleigubifreiðina.

Þegar lagt var af stað frá Vatnsstíg, hafi Sævar Marinó setið í framsæti hægra megin, Erla í aftursæti og hjá henni einhver maður, sem ákærði þekkti ekki. Ákærða var sýnd mynd í dóminum af Kristjáni Viðari Viðarssyni. Ákærði kveður Kristján Viðar hafa verið sýndur sér í fyrsta skipti í fangelsinu í Síðumúla í maí 1976. Hann kveðst hafa gefið manninum í aftursætinu lítinn gaum og hann hafi lítið eða ekkert talað. Auk þess hafi ákærði ekið bifreiðinni. Það hljóti að hafa verið, að þetta hafi verið Kristján Viðar. Ákærði var spurður um, hvort Kristján

 

 

Bls. 492

 

Viðar hefði verið undir áhrifum lyfja. Hann svaraði því til, að Kristján Viðar hefði verið þreytulegur og illa fyrirkallaður, en hvað hann hafi látið ofan í sig af pillum, geti hann ekki sagt um. Ákærði kveður hafa verið ekið rakleitt út úr borginni áleiðis til Suðurnesja. Aðspurður um veðrið sagði ákærði, að norð-vestlæg átt hefði verið, svalt og gengið á með skúrum, en hann kvaðst byggja þessar upplýsingar um veðrið á því, sem rannsóknarlögreglumaður hefði sagt honum.

 

Sem áður sagði, ók ákærði bifreiðinni. Sævar Marinó sat í framsæti, Erla í aftursæti til vinstri, að ákærða minnir, og Kristján Viðar í aftursæti til hægri.

Þegar komið var á Jófríðarstaðahæð við Hafnarfjörð, hafi Sævar Marinó horft út um rúðu bifreiðarinnar og spurt, hvort sæist til sendiferðabifreiðarinnar. Hann hafi síðan svarað sjálfum sér og sagt, að þarna væri hún. Átti hann við einhverja bifreið, sem var fram undan á móts við Álverið. Ákærði sá ekki sjálfur bifreiðina, enda var hann gleraugnalaus. Ákærði heyrði þá fyrst, að sendiferðabifreiðin væri í samfloti með þeim.

 

Sævar Marinó talaði mjög mikið við ákærða á leiðinni, en ákærði man ekki eftir, að farþegarnir í aftursætinu hafi talað neitt. Ákærði man mjög lítið eftir viðræðum þeirra Sævars Marinós. Sævar Marinó hafi rætt um mann þann, sem hann ætlaði að hitta, og sagt, að beita ætti fullri hörku, ef með þyrfti. Sævar Marinó hafði og orð á því að láta manninn hverfa. Ákærði leit á þetta eins og hvern annan barnaskap og tók það ekki í alvöru. Ákærði man ekki eftir, að hann hafi gert athugasemdir við þetta, nema til að hæðast að því. Ákærði kannast ekki við að hafa heyrt Sævar Marinó segja, að búið væri að bjóða manninum peninga, en hann tæki engum sönsum og því yrði að gera það, sem ákveðið hefði verið. Ákærða var ekki ljóst, hvaða erindi Sævar Marinó átti við manninn, en allt bendi til þess, að það hafi verið spíraviðskipti, sbr. það sem síðar hefur komið fram í málinu.

 

Ákærði óskaði eftir að gera athugasemd við eftirfarandi setningu í lögregluskýrslunni: "Síðar áttaði ég mig á, að það, sem Sævar sagði um að sýna manninum fulla hörku og jafnvel að láta hann hverfa, kunni Sævar að hafa meint í fullri alvöru". Með orðinu síðar hafi hann átt við löngu seinna, þ. e. eftir að ljóst varð, að hliðstæður atburður hafði átt sér stað hjá ákærðu.

Skömmu áður en komið var til Njarðvíkur, að ákærða var sagt við Fitjanesti, stóð sendibifreið sú, sem áður greinir. Ákærði

 

 

Bls. 493

 

nam staðar stutt frá bifreiðinni að fyrirsögn Sævars Marinós. Sævar Marinó fór út úr bifreiðinni og átti tal við ökumann sendibifreiðarinnar. Ákærði sá aðeins á höfuð ökumannsins, þegar hann hallaði því út um hliðargluggann. Ákærði sá strax, að hann þekkti ekki mann þennan. Maðurinn hafði sérkennilegt hár, liðað og rauðbleikt, og hann var frekar grannleitur. Ákærði kveðst frekar hallast að því, að maðurinn hafi verið með barta, en getur ekki fullyrt það. Ákærði veit ekki, hvað þeim Sævari Marinó og manninum fór á milli, og ekki minnist ákærði þess, að Sævar Marinó hafi nefnt það, eftir að hann kom aftur í bifreiðina.

 

Ákærði telur, að sendibifreiðin hafi ekki farið á undan þeim, en á mjög líkum tíma. Ekið var rakleitt gegnum Keflavík og réð Sævar Marinó ferðinni. Ákærði man, að ekið var fram hjá bíóinu, sem er við aðalgötuna. Þar var eitthvað af fólki á ferli, þar sem hlé var í bíóinu, að því er ákærði telur. Minnir ákærða, að Sævar Marinó hafi sagt við farþegana í bifreiðinni að beygja sig niður. Ákærði kveðst ekki geta tímasett þetta, en það gæti hlaupið á klukkutíma til eða frá.

Í lögregluskýrslu segir ákærði, að hann miði við það, að fólkið hafi verið við bíóið, og einnig hitt, að tíminn geti komið heim við, að þau hafi verið þarna klukkan rúmlega 2200.

 

Ákærði tók fram í þessu sambandi, að hann óskaði eftir, að tímasetningar verði látnar bíða þar til síðar.

Ákærði kveðst vera ókunnugur Keflavík, en man eftir húsi, sem merkt er "Pípugerð Áhaldahús". Ók hann að því, inn á milli húsa og nam þar staðar. Þar fóru Sævar Marinó og maðurinn, sem ákærði þekkti ekki, úr bifreiðinni. Ákærði beið einhvern tíma, en sneri svo við og ók nokkurn spöl til baka. Ákærða rámar í, að hann hafi þá séð sendibifreiðinni ekið meðfram rauðu löngu húsi, sem er á fjörukambinum, áleiðis inn í Dráttarbrautina, en um hana vissi hann ekki fyrr en síðar.

 

Eftir nokkra stund komu þeir Kristján Viðar og Sævar Marinó aftur. Var þá einhver æsingur kominn í Sævar Marinó, vegna þess að tíminn var orðinn of naumur til að hitta manninn og hann e. t. v. farinn af stað þeim, sem ákveðið hafði verið að hitta hann. Þá taldi Sævar Marinó, að þeir væru komnir of nærri lögreglustöðinni. Ákærði er þó ekki viss um, að hið síðarnefnda hafi verið nefnt.

Því næst var ekið aftur eftir aðalgötunni og beygt til hægri að bensínsölustöð. Var numið þar staðar, og fór Sævar Marinó inn og keypti eitthvað. Ákærði veit ekki, hvort Sævar Marinó

 

 

Bls. 494

 

ætlaði að hringja, en hann sagði, að margt fólk hefði verið þarna inni. Eftir þetta var ekið yfir aðalgötuna, eftir götu, sem liggur í átt að höfninni, fram hjá Hafnarbúðinni og kaupfélaginu, í boga að aðalgötunni aftur og að bensínstöð, sem þar er. Numið var staðar þar, og tók ákærði bensín á bifreiðina. Greiddi Sævar Marinó bensínið. Því næst var ekið áleiðis að Hafnarbúðinni og numið staðar í grennd við hana.

Í lögregluskýrslunni segir ákærði, að eftir þetta hafi hann ekið til baka eftir aðalgötunni og beygt svo til vinstri að bensínstöð, sem þar er. Þá hafði komið upp sú spurning, hvort nægjanlegt bensín væri á bifreiðinni. Ákærði man ekki betur en hann hafi sjálfur sett bensínið á bifreiðina. Eftir þetta hafi verið ekið þessa götu áfram í átt að sjónum og beygt til hægri. Hugsanlega hafi verið numið staðar þar til að gá að manninum, sem þau ætluðu að hitta, en þetta atriði muni hann ekki alveg fyrir víst. Ákærði ók áfram og aftur inn á aðalgötuna, en beygði þar til vinstri. Þar ók hann að "sjoppu", sem bensíndælur eru við. Ákærði hefur þekkt "sjoppu" þessa aftur sem "sjoppuna" við Aðalstöðina. Sævar Marinó fór þar inn, en þegar hann kom aftur, talaði hann um, að ekki hefði verið hægt að hringja. Ákærði getur ekki fullyrt, hver ástæðan var, en hann man, að í "sjoppunni" var töluvert af fólki. Í þessari "sjoppu" keypti Sævar Marinó vindlinga og ef til vill fleira. Eftir þetta var ekið til baka, aftur beygt til hægri og stöðvað í grennd við Hafnarbúðina.

 

Ákærði hafði ekki áður heyrt Hafnarbúðina nefnda, og ekki var minnst á hana þarna. Ákærði telur, að hann hafi numið staðar 100200 metra frá Hafnarbúðinni. Hann minnir, að þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar hafi farið þar úr bifreiðinni. Ákærði man ekki, að minnst hafi verið á, að Kristján Viðar ætti að hringja í Hafnarbúðinni Hann man ekki eftir, að Sævar Marinó hafi látið sig fá neinn miða, áður en farið var til Keflavíkur. Hann var þó ekki frá því, að minnst hefði verið á einhvern miða, áður en þeir Kristján Viðar og Sævar Marinó fóru úr bifreiðinni, en hann getur ekki staðhæft, hvort þessi miði hafi fundist hjá sér. Ákærði veit ekki um, hvert þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar fóru. Giskar hann á, að þeir hafi verið í burtu í um 10 mínútur. Hvorugur þeirra minntist á, þegar þeir komu aftur, að hringt hefði verið í manninn. Ákærða minnir þó, að annar hvor þeirra hafi sagt eitthvað á þá leið: "Hann kemur".

 

Í lögregluskýrslunni segir ákærði þannig frá þessu, að far-

 

Bls. 495

 

þegi úr aftursætinu hafi farið út til að hringja, það er að segja Kristján Viðar. Sævar Marinó hafi talað við Kristján Viðar um erindið, sem ákærði man ekki að greina frá. Ákærða rámar í að hafa verið spurður um miða, sem Sævar Marinó hafði áður látið hann fá og hann hefur sagt frá, að hann hafi afhent miðann þarna. Kristján Viðar fór brott, og þegar hann kom aftur, sagði hann, að maðurinn kæmi. Sævar Marinó fór eitthvað frá bifreiðinni, en ákærði veit ekki, hvort hann fór með Kristjáni Viðari alla leið. Ákærða minnir, að hann hafi fært bifreiðina eitthvað til, og þegar hann hafi nú síðar reynt að átta sig á staðháttum þarna, telji hann, að hún hafi staðið nokkuð nærri kaupfélaginu.

 

Síðan segir áfram í dómskýrslunni, að ákærði giski á, að aðrar 10 mínútur hafi liðið, þar til maður, sem hann þekkti ekki, kom að bifreiðinni. Sævar Marinó fór út og hleypti manninum inn. Maðurinn settist í aftursæti, en hvar, getur ákærði ekki sagt um. Þó sé eðlilegast, að hann hafi sest fyrir aftan Sævar Marinó. Ákærði kveður orðin: "Hann kemur" geta eins hafa verið sögð, þegar maðurinn var að koma að bifreiðinni, og telur hann, að það hafi verið Sævar Marinó, sem sagði þau.

 

Ákærða voru sýndar myndir af Geirfinni Einarssyni. Hann kveðst ekki treysta sér til að segja um, hvort myndirnar séu af manni þeim, sem kom upp í bifreið ákærða. Ákærði kveðst ekki hafa tekið eftir, hvernig maðurinn var klæddur. Lýsing sú, sem hann hafi gefið á klæðnaði mannsins, sé eftir frétt í Morgunblaðinu. Ákærði minnist þess ekki, að maðurinn kynnti sig eða að nafn hans væri nokkurn tíma nefnt. Ákærði getur ekki fullyrt um, hvort maður þessi hafi verið Geirfinnur Einarsson, en hafi að svo stöddu ekki ástæðu til að efa það.

 

Eitthvað var ekið um Keflavík, áður en haldið var í Dráttarbrautina, en um hvaða götur, getur ákærði ekki sagt, þar sem hann er ókunnugur í Keflavík. Sævar Marinó talaði eingöngu við Geirfinn, og minnist ákærði þess ekki, að aðrir hafi tekið þátt í samræðunum. Ákærði kveðst ekki muna nákvæmlega, hvað Sævar Marinó ræddi við Geirfinn, en vísar til skýrslu sinnar hjá rannsóknarlögreglu um það atriði.

Farið var yfir skýrslu rannsóknarlögreglunnar um þetta atriði. Ákærði skýrir þar frá því, að hann muni ekki einstakar setningar úr viðræðum þeirra, en hann muni, að talað hafi verið um spíra, og segja megi, að þeir hafi virst hvor um sig vera að fiska eftir upplýsingum hjá hinum. Ákærði man, að Sævar

 

 

Bls. 496

 

Marinó var með peninga í höndum og bauð Geirfinni þá gegn því að fá spíra eða upplýsingar um spíra. Geirfinnur gat ekki eða vildi ekki veita þessar upplýsingar. Eitthvert þras varð út af peningunum, en ekki man ákærði, hvað varð um þá.

Í dómskýrslunni segir ákærði það rétt, að þeir hafi rætt um spíra og virst vera að reyna að fá upplýsingar hvor hjá öðrum. Ákærði kveðst hafa sagt, svo sem í skýrslunni greinir, að Sævar Marinó hafi verið með peninga í höndunum og boðið Geirfinni þá gegn því að fá spíra eða upplýsingar um spíra. Ákærði veit ekki, hvað varð af peningunum. Hann tók fram, að hann hefði ekki á þessari stundu haft neina vitneskju um kynni Geirfinns og Sævars Marinós né fyrri samskipti þeirra. Einhver misskilningur var á milli þeirra Sævars Marinós og Geirfinns um spírann. Var það annað hvort, að Geirfinnur taldi Sævar Marinó ekki vera þann mann, sem hann átti að vera, eða vissi ekki um geymslustað spírans. Ákærði man ekki eftir, að nafn Magnúsar Leópoldssonar væri nokkurn tíma nefnt eða nafn neins annars. Eitthvert þjark varð um þetta, en það stóð ekki í langan tíma. Geirfinnur það ekki um að fá að fara út úr bifreiðinni. Sævar Marinó ákvað, að ekið skyldi í Dráttarbrautina. Það sé nærri lagi, að ekið hafi verið inn á plan norðan við Dráttarbrautarhúsið og síðan niður með því. Þegar numið var staðar í Dráttarbrautinni, var ekki orðið samkomulag milli þeirra Sævars Marinós og Geirfinns. Ákærði veit ekki, hvort þeir hafi strax farið út úr bifreiðinni, þegar numið hafði verið staðar. Hann telur líklegt, að hann hafi slökkt ljósin, þegar hann hafði stöðvað vélina. Ákærði fór vinstra megin út úr bifreiðinni, en farþegarnir hægra megin. Ákærði telur, að Sævar Marinó hafi farið fyrst út úr bifreiðinni og þeir Geirfinnur og Kristján Viðar hafi farið út á undan sér, en Erla orðið eftir inni í henni.

 

Sæmilegur friður var með þeim, þegar þeir fóru út úr bifreiðinni. Ákærði man ekki eftir neinum orðaskiptum, og engin átök voru byrjuð. Ákærði man ekki eftir, að hann hafi blandað sér í samræður við Geirfinn. Það sé tilgáta frá sér, sem eftir honum er haft í lögregluskýrslu, að Geirfinnur hafi veist að sér með orðum og ákærði orðið ofsalega reiður. Ákærði telur það nú ekki vera rétt hjá sér, að hann hafi reiðst Geirfinni. Hann þorir ekki að staðhæfa, að Geirfinnur hafi ætlað brott, en hann tekið í öxl hans og stöðvað hann. Ákærði man ekki eftir að hafa sagt um Geirfinn: "Við skulum taka hann í gegn". Hann man ekki heldur eftir að hafa lent í tuski við Geirfinn og náð

 

 

Bls. 497

 

á honum hálstaki. Ákærði kveður Karl Schütz hafa sagt sér þetta og haft eftir Kristjáni Viðari. Ummæli Schütz hafi verið sem hér segir: "Der Kristján hat mir gesagt dass er hat von Ihnen einen Halsgriff übernommen". Ákærði man ekki eftir að hafa fellt Geirfinn til jarðar og hann hafi dasast við það. Ákærði kveðst ekki geta lýst þætti þeirra Kristjáns Viðars og Sævars Marinós í átökunum. Hann man ekki eftir, að barefli hafi verið notað. Orðrétt sagði ákærði: "Ég get ekki lýst þessum atburðum, sem urðu þarna, svo nokkurt lag né vit sé í og hef alltaf haldið mig við það. Í síðustu viðræðum okkar Karls Schütz sagði hann mér frá ákveðnum þáttum í átökum, sem þarna hefðu átt sér stað, en ég hef ekki séð". Ákærði telur sig eftir á að hyggja muna eftir því augnabliki, þegar Geirfinnur féll til jarðar, en með hverjum hætti það gerðist, veit hann ekki. Ákærða var ljóst, að Geirfinnur var látinn. Ákærði man ekki eftir, hvernig Geirfinnur lá, og man ekki heldur eftir að hafa séð áverka á honum. Hann man ekki heldur eftir, að hann hafi orðið þess var, að sparkað hafi verið í Geirfinn, eftir að hann var fallinn. Ákærði veit ekki um dánarorsök Geirfinns og getur ekki sagt um, hvort hann hafi beðið bana í átökum við þá þrjá. Ákærði getur enga grein gert fyrir því, hvort hann vék af staðnum eftir átökin.

 

Skýrsla ákærða hjá rannsóknarlögreglu um það, sem nú hefur verið rakið, var lesin í heyranda hljóði svo og framburður ákærða í dómi hinn 30. janúar 1977 um átökin. Einnig var lesið úr handriti ákærða 14. desember 1976 um átökin, sem var sagt vera til uppfyllingar á fyrri skýrslum.

Í lögregluskýrslunni segir ákærði, að átökin hafi ekki hafist, strax og komið var út úr bifreiðinni. Hann man, að Geirfinnur veittist að honum í orðum, þegar hann kom út úr bifreiðinni, og varð ákærði ofsalega reiður. Ákærði man ekki, hvað hann sagði. Þegar hann reiðist svona, man hann lítið eftir því, sem hann segir eða gerir. Hann rámar í, að Geirfinnur hafi ætlað brott og að hann hafi tekið í öxlina á honum utanverða til að stöðva hann. Þeir hafi þá lent í tuski, og minnir ákærða, að hann hafi náð á honum hálstaki. Hélt ákærði honum föstum, en þó örugglega ekki lengi. Hálstakinu hélt ákærði þannig, að hann var með olnbogann undir hökunni á Geirfinni. Verið geti, að ákærði hafi skellt honum til jarðar, og minnir hann, að hann hafi dasast við þetta, en það, sem á eftir fór, er svo óljóst í minni ákærða, að, það yrði nánast skáldskapur að lýsa því. Ákærði man ekki að

 

 

Bls. 498

 

lýsa þætti þeirra Sævars Marinós og Kristjáns Viðars í átökunum, og ekki man hann að lýsa sínum þætti nánar. Hann man ekki til, að barefli hafi verið notað, en það kunni þó að vera fyrir því. Ákærði man, að hann skynjaði svo, að Geirfinnur lá á jörðinni og hreyfðist ekki meira. Taldi ákærði þá, að hann væri látinn. Hann lá á bakinu, en hallaðist á vinstri hlið, og sneri höfuð hans að ákærða. Ákærði tók ekki eftir neinum áverkum á honum. Ákærði getur ekki sagt til um dánarorsök, en honum er ljóst, að hann lét lífið í átökum við þá þrjá. Ákærði gekk ekki úr skugga um, hvort Geirfinnur væri látinn. Þegar ákærða varð ljóst, hvað gerst hafði, varð hann miður sín og ráfaði frá.

 

Í dómskýrslunni frá 31. janúar var einungis þetta bókað eftir ákærða um átökin.

"Er í Dráttarbrautina var komið, fóru þeir allir út úr bifreiðinni. Þar hófust átök. Kærði kveðst ekki muna, hvernig átökin hófust. Kærði kveðst einu sinni hafa tekið manninn hálstaki".

Ákærði var spurður um það, hvort það væri rétt, sem hann hefur skýrt rannsóknarlögreglu frá um átökin og síðan staðfest í dómi, svo og það, er hann hefur skráð hinn 14. desember 1976 í Síðumúlafangelsinu. Svar ákærða var sem hér segir: "Mér var það ljóst frá upphafi, að ég var í þeirri hættulegu aðstöðu að geta játað öllu eða neitað öllu um þessa atburði. Ég mundi ekkert sjálfstætt og gat sjálfur enga grein gert mér fyrir því, hvað gerst hafði, hvorki fyrir mínum þætti né annarra, sem þarna voru".

 

Ákærði var spurður, hvort það væri rétt eða rangt, sem í framangreindum skýrslum greinir. Svar ákærða var þetta: "Ákærði treystir því, að rannsóknarlögreglumenn og herra Karl Schütz hafi ekki vísvitandi farið með rangt mál við ákærða í ýmsum þeim lýsingum, sem þeir gáfu honum, sem áttu að hafa gerst á umræddum stað og á umræddum tíma".

Þá var ákærði spurður um það, hvort hann kannaðist við að hafa skrifað skýrsluna 14. desember 1976, sem er til uppfyllingar á fyrri skýrslum. Ákærða var sýnt handritið. Ákærði kannast við að hafa skrifað það. Það hafi þó einungis verið umræðugrundvöllur, en aldrei átt að nota sem dómskjal. Ákærði kveðst hafa afhent rannsóknarlögreglumanni mörg plögg af þessu tagi.

 

Ákærði var ekki frá því, að hann hefði séð sendibifreið í Dráttarbrautinni, en hvar hún var, veit hann ekki. Ákærða hafði

 

Bls. 499

 

verið sýnd sendibifreiðin, sem talin er, að hafi verið í Dráttarbrautinni. Ákærði getur ekki sagt um, hvort um sömu bifreið var að ræða. Hann tók fram, að væri um sömu bifreið að ræða, hafi ekki verið á henni rauðar rendur á hliðum eða framstuðari rauður og ekki heldur Í númer. Telur ákærði, að R númer hafi verið á bifreiðinni.

Í lögregluskýrslunni segir ákærði, að þegar hann ráfaði frá, hafi hann farið fram fyrir stefni bátsins, sem var nyrst í Dráttarbrautinni. Þá sá hann framan á sendibifreiðina, þar sem hún stóð til hliðar við þennan bát að norðanverðu í líkri stöðu og hann sá bifreiðina sunnudaginn 23. janúar 1977, en þá þekkti ákærði bifreiðina aftur. Ákærði tók eftir, að búið var að mála rauðar rendur á hliðar hennar, en þær voru ekki áður. Þá hafði framstuðarinn verið málaður rauður, en ákærða minnir, að hann hafi verið svartur. Einnig man ákærði, að bifreiðin var á R númeri, en var það ekki lengur, þegar hann sá hana framangreindan sunnudag.

 

Ákærði kveðst ekki muna, hvað gert var við lík Geirfinns Einarssonar. Það sé sér stórlega til efs, að líkið hafi verið sett inn í Volkswagen bifreiðina og flutt til Reykjavíkur. Hann varð ekki var við Erlu eftir átökin, og ekki var minnst á það, hvert hún hefði farið. Ákærði man ekki eftir, að leitað hafi verið að Erlu, og hann kannast ekki við að hafa lagt áherslu á, að það yrði gert. Ákærði kveðst ekki hafa orðið var við lík Geirfinns í bifreiðinni, og ekki varð hann var við kápu Erlu. Ákærði getur ekkert sagt um, hvenær sendibifreiðin fór á brott, en hann sá hana ekki meira. Ákærði ók Volkswagen bifreiðinni til Reykjavíkur. Minnir hann, að Sævar Marinó hafi setið við hlið hans, en Kristján Viðar í aftursætinu. Ákærði vísaði til lögregluskýrslu um það, sem gerðist á leiðinni til Reykjavíkur.

 

Lesið var úr lögregluskýrslu það, sem fram kemur hjá ákærða um brottförina úr Dráttarbrautinni og ferðina til Reykjavíkur.

Ákærði skýrir þar frá því, að sér hafi ekki með nokkru móti tekist að rifja upp það, sem gerðist, fyrr en hann var staddur á hæðinni fyrir ofan Hafnarfjörð. Hann kveðst ekki vita, hvenær Erla fór brott. Hann veit ekki heldur, hvernig líkið var sett í bifreiðina eða hver hlutur hans hefur verið í því. Þegar hann man næst eftir sér, var Sævar Marinó að tala um, að nú væri ákærði samsekur um morð. Ákærði var utan við sig og hváði, en Sævar Marinó sagði þá: "Sástu ekki, hvað við gerðum við manninn?"

 

 

Bls. 500

 

Sævar Marinó sat í framsæti, en Kristján Viðar í aftursæti. Um það sé ekki að efast, að lík Geirfinns hafi verið í bifreiðinni, en hvernig því hafi verið fyrir komið, muni hann alls ekki.

Fyrir dómi sagði ákærði, að sér væri til efs, hvort það væri rétt, sem að framan greinir. Ákærði var sérstaklega spurður um, hvort hann minntist þess, að Sævar Marinó hefði slegið á öxl hans, þegar þeir voru staddir á hæðinni fyrir ofan Hafnarfjörð, og sagt, að ákærði væri samsekur um morð, og bætt við: "Sástu ekki, hvað við gerðum við manninn?" Ákærði telur sig muna eftir þessum orðaskiptum. Í lögregluskýrslunni segir, að það sé ekki um það að efast, að lík Geirfinns hafi verið í bifreiðinni. Ákærði kveðst ekki vilja breyta þessu, en þó leiki mikill vafi á, að líkið hafi verið í bifreiðinni frá sínu sjónarmiði. Ákærði var spurður um það, hvort þeir hefðu rætt um það, hvað gera ætti við líkið. Hann man ekki eftir, hvort þeir ræddu það þá.

 

Ákærði var um það spurður, hvort þessi setning væri rétt, sem eftir honum er höfð í lögregluskýrslu: "Ég man, að við töluðum um, hvað ætti að gera við líkið". Svar ákærða var þetta: "Ég hef ekkert fyrir mér í þessu". Var nú lesið úr lögregluskýrslu það, sem fram kemur í framburði ákærða hjá lögreglu um þá staði, þar sem ákærðu hygðust koma líkinu fyrir.

Í lögregluskýrslunni sagði ákærði, að sig minnti, að annað hvort hefði verið talað um að koma líkinu fyrir úti á Álftanesi eða aka því eitthvað í áttina þangað, en svo hafi verið fallið frá því. Fleiri staðir hafi verið nefndir í þessu sambandi. Minnti ákærða, að hann hefði nefnt hitaveitustokkinn fyrir ofan Reykjavík og einnig íþróttavöllinn í Kópavogi, en á báðum stöðum hafði hann unnið. Samkomulag hafi ekki orðið um, hvað gera ætti við líkið, og niðurstaðan orðið sú, að ekið var til Reykjavíkur. Ákærði minnist þess, að þeir höfðu ótta af að aka í gegnum Kópavog, þar sem lögreglan var oft að stöðva þar umferð. Ákærði ók áfram sem leið liggur, og þegar hann kom að mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, stakk hann upp á að beygja til hægri og aka austur Miklubraut, en fékk því ekki framgengt. Ákærði man ekki, hver réð ferðinni eða sagði honum fyrir, hvert skyldi aka. Á fyrrgreindum gatnamótum beygði ákærði til vinstri, ók vestur Miklubraut, um Miklatorg, norður Snorrabraut og sem leið liggur inn í sundið milli Grettisgötu og Njálsgötu. Ákærði man ekki, hver átti uppástunguna að fara með líkið þangað eða hvenær það kom til tals.

 

Fyrir dómi sagði ákærði geymslustaði þá, sem fram koma í

 

Bls. 501

 

fyrrgreindri skýrslu hans, komna frá sér, en tók fram, að hann gæti ekki gert sér grein fyrir, hvort þessir staðir hefðu nokkurn tíma komið til umræðu framangreint sinn. Framburður þessi sé einnig tilkominn vegna breytingar þeirrar, sem varð á rekstri og rannsóknaraðferðum málsins um áramótin 19761977. Ákærði getur ekkert sagt um það, hvert ekið var, þegar til Reykjavíkur kom, annað en að ekið hafi verið sem leið liggur að Grettisgötu 82 Ákærði man ekki eftir því, hver átti hugmyndina að fara þangað. Ákærði var spurður um það, hvar hefði verið numið staðar við Grettisgötu 82. Hann kveðst nú ekki geta borið af eigin vitneskju um það, að þangað hafi verið ekið, en hafi fellt framburð sinn að því, sem lýst var fyrir honum hinn 12. nóvember 1976. Ákærði man ekki eftir, að hann hafi aðstoðað við að bera líkið úr bifreiðinni niður í kjallarann. Hann man ekki heldur eftir, er hann fór þar inn. Hins vegar telur hann sig ráma í það, þegar hann fór þaðan út. Ákærði man eftir dálítið sérkennilegum tröppum, sem liggja niður í kjallarann. Telur hann sig óljóst muna eftir tveimur miðstöðvarkötlum í kjallaranum. Ákærði treystir sér ekki til að fullyrða um það, hvort hann hafi rekist utan í miðstöðvarkatlana, en katlarnir standi dálítið sérstaklega af sér. Hann átti erfitt með gang í kjallaranum vegna myrkurs, pípulagna og ýmissa aðstæðna. Hann telur sig muna, en óljóst, að hann hafi séð í bakhlutann á þeim Kristjáni Viðari og Sævari Marinó inni í einhverju herbergi í kjallaranum, að ákærða skilst í þvottahúsinu. Ákærði man ekki eftir að hafa séð líkið í kjallaranum, en hann vísar í skýrslu hjá rannsóknarlögreglu um það, hvað meðákærðu hafi aðhafst.

 

Var nú lesið úr skýrslu ákærða hjá rannsóknarlögreglu um það, er hann telur sig hafa séð inni í kjallaranum, en þar segir ákærði, að föstudaginn 21. janúar sl. hafi verið farið með sig í kjallarann á Grettisgötu 82 og einnig inn í íbúðina, sem Kristján Viðar bjó í á þessum tíma. Þá hafi rifjast upp fyrir sér, að hann hafi komið þar aðfaranótt 20. nóvember 1974. Ákærði man ekki til, að hann hafi aðstoðað við að taka líkið úr bifreiðinni eða bera það inn í kjallarann. Þegar ákærði var orðinn einn í bifreiðinni, fór hann út og inn í kjallarann á eftir hinum. Ákærði man eftir að hafa rekið sig utan í miðstöðvarkatlana, sem eru í kjallaranum. Hann kom í dyrnar á þvottahúsinu og sá á bakhluta þeirra Sævars Marinós og Kristjáns Viðars. Þá voru þeir að setja eitthvað utan um líkið, sem lá uppi á bekknum undir glugganum gegnt dyrunum. Ákærði sá líkið

 

 

Bls. 502

 

ekki greinilega, en það hafi ekki farið á milli mála, að það hafi verið líkið, sem þeir voru að fást við á bekknum. Ákærði var nokkuð viss um, að líkið lá á bakinu á bekknum, og úr dyrunum séð var höfuðið til vinstri, en fæturnir til hægri. Ákærði sá ekki í andlit líksins. Hann minnir, að það, sem breitt var yfir líkið, hafi verið grænt á litinn, en nánari lýsingu á, hvað það var, á hann bágt með að gefa. Ákærði aðstoðaði þá Sævar Marinó og Kristján Viðar ekkert með líkið inni í kjallaranum og varð ekki var við, að það væri fært af bekknum. Ákærði man ekki til að hafa farið upp í íbúðina og heldur, að hann hafi haft viðdvöl þarna mjög stutta stund. Hann fór út bakdyramegin aftur og man þá eftir, að hann gekk á vegginn beint á móti dyrunum. Áttaði hann sig ekki strax á, að tröppurnar voru til hægri. Sævar Marinó fór með ákærða út, og fóru þeir saman í bifreiðinni, en ætlunin var að leggja henni. Ákærði man, að þeir fóru mjög stutt, og minnir, að hann hafi lagt bifreiðinni í porti rétt hjá Úðafossi. Ákærða minnir, að Sævar Marinó hafi gengið með sér eitthvað áleiðis niður á Vatnsstíg, þar sem ákærði tók Fiat bifreiðina og ók heim. Ákærði man, að Sævar Marinó var að tala til hans hughreystingarorðum og sagði, að þetta væri allt í lagi og hann skyldi sjá um það, sem eftir væri. Ákærði man ekki betur en hann hafi látið Sævar Marinó hafa lyklana að bifreiðinni þarna um nóttina, áður en þeir skildu.

 

Fyrir dómi sagði ákærði, að hann teldi vafasamt, að það væri rétt, sem hann hefur skýrt frá í rannsóknarlögregluskýrslunni, um það, sem hann hafi séð í kjallaranum. Meira kveðst ákærði ekki hafa um þetta að segja. Ákærði kannast ekki við að hafa séð Kristján Viðar taka neina muni af líkinu. Hann man ekki eftir því að hafa farið upp í íbúðina að Grettisgötu 82 eða hvað hann hafði langa viðdvöl þarna, en hann fór út bakdyramegin, eins og áður greinir. Ákærði man eftir að hafa dottið um einhvern vegg, þar sem hann áttaði sig ekki á, að tröppurnar voru til hægri. Ákærði var spurður um, hvort Sævar Marinó eða Kristján Viðar hefðu farið með honum, þegar hann fór á brott. Ákærði man ekki eftir, að Kristján Viðar hafi farið með sér, en þorir ekki að fullyrða með Sævar Marinó. Ákærði veit ekki, hvar hann skildi Volkswagen bifreiðina eftir, en var helst á því, að hann hafi skilið hana eftir við efnalaugina Úðafoss. Ákærði man ekki eftir að hafa ekið Fiat bifreiðinni heim til sín um nóttina, en telur líklegt, að hann hafi ekið henni frá Vatnsstíg að Ásvallagötu 46, þar sem hún stóð við heimili hans morgun-

 

 

Bls. 503

 

inn eftir. Ákærði man ekki, hvað varð af lyklum Volkswagen bifreiðarinnar. Hann minnir, að Sævar Marinó hafi verið að tala til sín einhver hughreystingarorð um nóttina og sagt, að þetta væri allt í lagi, hann skyldi sjá um það, sem eftir væri.

Ákærði kveðst hafa farið til vinnu daginn eftir hinn 20. nóvember. Þegar vinnu var lokið kl. 1700, fór hann inn á veitingahúsið Mokka. Sævar Marinó kom þangað. Gekk hann til ákærða og sagði við hann, að nú væri bara að þegja. Sævar Marinó var eitthvað að snúast og settist ekki hjá ákærða. Ákærði stóð upp og fór út. Kom Sævar Marinó á eftir honum. Fór hann að minnast á einhverjar skóflur við ákærða. Spurði hann ákærða, hvort hann mætti taka skóflur, sem væru heima hjá ákærða og ákærði hafði fengið að láni. Aðra skófluna, sem var með löngu skafti og kúptu blaði, hafði ákærði fengið lánaða. Ákærði sá í dóminum skóflu, sem rannsóknarlögreglan lagði hald á. Ákærði gat ekki sagt um, hvort um sömu skóflu væri að ræða, en hún væri sams konar og ákærði fékk lánaða. Hin skóflan var stunguskófla, að ákærða minnir. Ákærði kveður sig einu sinni hafa minnt, að skóflurnar hafi verið í ólæstri geymslu, sem er undir tröppum, en síðar varð hann var við, að þær voru komnar inn í garðinn, þar sem þær áttu ekki að vera. Ekki sé víst, að Sævar Marinó hafi sett þær þar, heldur að börn hafi getað borið þær til. Ákærði man ekki eftir að hafa afhent Sævari Marinó skóflurnar og ekki heldur að hafa tekið við þeim af honum.

 

Ákærða var kynnt það, sem Sævar Marinó segir um skóflu þá, sem hann fékk hjá ákærða. Ákærði kannast ekki við það, að Sævar Marinó hafi fengið lánaða hjá honum skóflu, svo sem í framburði Sævars Marinós greinir.

Ákærði neitar að hafa átt nokkurn þátt í að flytja lík Geirfinns Einarssonar frá Grettisgötu 82 og grafa það. Meðákærðu hafi ekki nefnt við sig, hvar líkið sé grafið, svo að hann muni, og kveðst hann ekkert um það vita.

Ákærði kveður það geta verið, að Sævar Marinó hafi einhvern tíma nefnt það við sig að blanda Klúbbmönnum í málið, ef það kæmist upp. Þetta hafi verið í Bankastræti, þegar ákærði var að koma frá veitingastofunni Mokka, og fór Sævar Marinó þá einnig fram á að fá skóflu hjá ákærða. Ákærði man ekki, hvort hann svaraði þessu, en honum fannst hugmyndin fávísleg.

 

Niðurlag skýrslu ákærða frá 25. janúar var lesið í dóminum. Ákærði tók fram, að breyting sú, sem hann hefði gert á skýrsl-

 

Bls. 504

 

unni nú, væri árétting þeirra niðurlagsorða, sem þar greinir, en þau eru svohljóðandi:

"Skýrsla sú, sem ég hef hér gefið er rétt eftir því sem ég best man. Mér er ljóst, að frásögnin í þessari skýrslu er ekki alls staðar í fullu samræmi við það, sem ég hef áður sagt í málinu. Þar sem misræmi er, tel ég þessa skýrslu réttari, og það sem ég hefi áður sagt og ekki er rétt, hafi verið vegna rangminnis. Vera má, að mér takist síðar að rifja upp ýmis atriði, sem mér hefur hér ekki tekist að rifja upp enn".

 

Ákærða var kynnt upphaf skýrslu Sævars Marinós hjá rannsóknarlögreglu hinn 15. nóvember 1976. Ákærði kveður það rétt, að hann hafi hringt í sig tvisvar 12. desember 1975. Ákærði kannast ekki við að hafa rætt við Sævar Marinó það, er hann greinir frá í skýrslunni. Ekkert hafi verið minnst á Geirfinnsmálið í símtali þessu.

Skýrsla Erlu hjá rannsóknarlögreglu frá 21. nóvember 1976 var lesin í heyranda hljóði. Ákærði kannast ekki við, að Erla hafi nokkurn tíma hringt í sig, og hann hefur aldrei hringt til hennar. Hins vegar kom Erla á heimili ákærða í janúar 1976. Ræddi hún þar um ýmis mál, svo sem Guðmundarmálið, póstávísanamálið, og einnig nefndi hún lítillega Geirfinnsmálið. Tveim til þremur dögum seinna hitti ákærði Erlu á veitingahúsinu Tröð og ræddi þar við hana, m. a. allítarlega um Geirfinnsmálið. Sagði hún þá sömu sögu og stóð í dagblöðunum, með nokkrum viðbótum. Eftir þetta kveðst ákærði hvorki hafa heyrt né séð Erlu.

 

Ákærða var kynntur framburður Sævars Marinós hinn 21. júní sl. um þátttöku ákærða í flutningi á líki Geirfinns Einarssonar hinn 21. nóvember 1974. Ákærði kveður framburð Sævars Marinós alrangan að því er ákærða snertir. Hann hafi engan þátt átt í að flytja lík Geirfinns frá Grettisgötu 82 upp í Rauðhóla og grafa það þar, eins og Sævar Marinó haldi fram.

Samprófun í dómi við ákærða Sævar Marinó fór fram hinn 11. júlí. Lesið var úr framburði ákærða Sævars Marinós um komu hans heim til ákærða Guðjóns að Ásvallagötu 18 (sic) hinn 18. nóvember 1974. Ákærði Guðjón kvaðst vísa í fyrri skýrslu sína, og samræmi náðist ekki um þetta atriði.

 

Ákærði Guðjón hefur skýrt frá því, að sig minni nokkuð fastlega, að einhver þriðji maður hafi verið með þeim ákærðu Erlu og Sævari Marinó, þegar þau komu að Lambhóli. Ákærði Sævar Marinó kveðst ekki minnast þess.

 

505

 

Í framburði ákærða Guðjóns kemur fram, að ákærði Sævar Marinó hafi haft orð á því á leiðinni til Keflavíkur, að beita þyrfti fullri hörku, ef með þyrfti, og einnig hafi hann talað um að láta manninn hverfa. Ákærði Sævar Marinó kannast við að hafa sagt, að beita þyrfti fullri hörku, en ekki minnist hann þess að hafa haft á orði að láta manninn hverfa.

 

Ákærði Sævar Marinó kveðst ekki muna, hvor þeirra ákærða Guðjóns hafði miðann, sem Kristján Viðar fékk, áður en hann fór úr bifreiðinni til að hringja í Hafnarbúðinni. Ákærði Guðjón kveðst vísa til fyrri framburðar um þetta atriði.

Ákærði Sævar Marinó telur, að ákærði Guðjón hafi vitað nafn mannsins, áður en komið var til Keflavíkur. Ákærði Guðjón neitar þessu. Af þessu tilefni skýrði ákærði Sævar Marinó frá því, að hann muni hafa nefnt nafn Geirfinns við ákærða Guðjón, þegar þeir ræddu um væntanleg spíraviðskipti í Keflavík heima hjá ákærða Guðjóni hinn 18. nóvember 1974. Ákærði Sævar Marinó kveður rannsóknarlögreglumann hafa sagt sér, hvað ákærði Guðjón hefði sagt um þetta atriði, og þá hafi þetta rifjast betur upp fyrir sér.

 

Ákærða Guðjóni var kynnt það, sem ákærði Sævar Marinó segir Geirfinn hafa sagt, eftir að komið var í Dráttarbrautina. Ákærði Guðjón kveðst ekki muna eftir þessum orðum Geirfinns.

Lesið var úr framburðum ákærðu um átökin við Geirfinn í Dráttarbrautinni. Kveðst ákærði Sævar Marinó halda fast við framburð sinn. Ákærði Guðjón kveðst engu hafa að bæta við sinn framburð.

Framburðir ákærðu um það, sem gerðist í Dráttarbrautinni, eftir að Geirfinnur var fallinn til jarðar, og eins það, sem gerðist á leiðinni til Reykjavíkur aðfaranótt hins 20. nóvember 1974, voru lesnir í heyranda hljóði.

 

Ákærði Sævar Marinó kvað það rétt, sem hann hefur skýrt frá áður í máli þessu um framangreind atriði. Ákærði Guðjón kveðst að svo stöddu engu hafa að bæta við framburð sinn. Ákærði Sævar Marinó kannast ekki við að hafa sagt það við ákærða Guðjón á leiðinni til Reykjavíkur, að hann væri samsekur um morð.

Lesið var úr framburði ákærða Sævar Marinós um flutning á líki Geirfinns frá Grettisgötu 82 upp í Rauðhóla hinn 21. nóvember 1974. Ákærði Sævar Marinó kveðst ekki þora að fullyrða það, hvort ákærði Guðjón hafi þá verið með, en að öðru leyti

 

 

Bls. 506

 

sé rétt það, sem hann hefur áður greint frá fyrir dómi. Ákærði Guðjón vísaði til fyrri framburðar síns.

Ákærði Sævar Marinó kveðst hafa sagt ákærða Guðjóni skömmu eftir ferðina til Keflavíkur, að hann hefði sagt Geirfinni, að hann héti Magnús Leópoldsson. Ákærði Guðjón kveður meðákærða aldrei hafa sagt sér þetta.

Í framburði ákærða Sævars Marinós kemur fram, að ákærði Guðjón hafi gefið í skyn, að heppilegt væri að blanda Klúbbmönnum í málið, þar sem hugsanlegt væri, að Geirfinnur hefði átt viðskipti við Sigurbjörn. Ákærði Guðjón kveðst ekki kannast við þetta og vísar til framburðar síns um þetta.

 

Ákærði Sævar Marinó tók fram, að þeir ákærði Guðjón hefðu rætt um Geirfinnsmálið sumarið 1975.

Frekari samprófun reyndist árangurslaus.

Ákærði Guðjón kom fyrir dóm hinn 27. september. Kvaðst hann ekkert frekara hafa fram að færa og halda fast við fyrri framburð sinn. Ákærði var samtímis samprófaður við ákærða Kristján Viðar. Lesið var úr framburði ákærða Guðjóns í þinghaldi 12. júlí sl. um átökin við Geirfinn Einarsson. Ákærði Kristján Viðar kvaðst ekkert kannast við þetta, enda hefði hann ekki verið viðstaddur. Að ósk ákærða Kristjáns Viðars var lesinn upp í dóminum framburður ákærða Guðjóns frá 30. júní sl. Í því sambandi óskaði ákærði Kristján Viðar bókað, að Karl Schütz hefði látið lesa fyrir sér framburða meðákærðu og sagt sér, að þeir væru réttir, uns ákærði hefði fallist á það.

 

Frekari samprófun var árangurslaus.

G. Skýrsla var tekin af ákærðu, Erlu Bolladóttur, hjá rannsóknarlögreglunni hinn 23. janúar 1976.

Ákærða kvaðst hafa verið stödd að kvöldi dags við samkomuhúsið Klúbbinn í Borgartúni hér í borginni, og var þáverandi sambýlismaður hennar, Sævar Marinó, þar einnig. Á þeim tíma héldu þau Sævar Marinó til ýmist í íbúð, sem þau höfðu á leigu að Hjallavegi 31, eða heima hjá móður Sævars Marinós að Grýtubakka 10. Ákærða man ekki, hvers vegna þau voru stödd saman við Klúbbinn þetta kvöld, en eitt sé hún viss um, að þau hafi ekki verið að skemmta sér. Ákærða veit ekki, hvað klukkan var, en verið var enn að hleypa gestum inn í húsið, svo að klukkan getur ekki hafa verið orðin 2330. Þarna fyrir utan Klúbbinn settust þau Sævar Marinó upp í fólksbifreið, sem ákærðu fannst í fyrstu vera leigubifreið. Ákærða man ekki, hvort maður sat við hlið ökumannsins, en það sé hugsanlegt.

 

 

Bls. 507

 

Síðan var ekið af stað, án þess að þau Sævar Marinó segðu neitt til um, hvert halda skyldi, og fannst ákærðu eins og þetta væri allt fyrirfram ákveðið. Ekið var út úr borginni áleiðis til Hafnarfjarðar. Ákærða hugsaði þá ekki neitt sérstaklega um það, hvert væri verið að fara, en ferðinni var heitið til Hafnarfjarðar, þótt hún vissi ekki til, að þau ættu neitt erindi þangað. Þau voru tvö ein í aftursæti bifreiðarinnar, Sævar Marinó sat mjög nálægt hurðinni hægra megin, en ákærða um það bil í miðju sætinu. Ekki var numið staðar í Hafnarfirði, en ekið í gegnum bæinn inn á Reykjanesbraut sunnan við hann og stefnt í átt til Keflavíkur.

 

Á leiðinni til Keflavíkur hélt Sævar Marinó allan tímann í aðra hönd ákærðu og virtist ekki vilja sleppa henni. Reyndi ákærða oftar en einu sinni að draga að sér höndina, en hann sleppti ekki. Á leiðinni til Keflavíkur ræddu Sævar Marinó og maðurinn saman, en ekki man ákærða, hvað þeir sögðu orðrétt. Þeir nefndu ekki nein nöfn, en ákærða fékk það fljótlega á tilfinninguna, að það ætti að stytta henni aldur og væri ferðalagið meðal annars farið í þeim tilgangi. Einnig töluðu þeir um, að stytta ætti manni aldur með því að fara með hann út á sjó undir því yfirskini að sækja eitthvað. Nafn þessa manns var ekki nefnt, en talað um, að ökumaðurinn og Einar Bollason, bróðir hennar, hefðu báðir reynt að koma vitinu fyrir manninn með bví að bjóða honum peningagreiðslur. Það hefði ekki borið árangur, maðurinn væri bara með "stæla" og því þyrfti að láta hann hverfa.

 

Ákærða var ekki viss um tegund bifreiðarinnar, sem þau voru í, en sætin í henni voru mjög mjúk og þægilegt að sitja í þeim. Þá man ákærða eftir því, að hraðamælir bifreiðarinnar var nokkuð sérkennilegur. Var hann kantaður og stóð nokkuð hátt upp úr mælaborðinu framan við ökumanninn. Í mælinum var eins og súla, og steig hún lóðrétt, þegar hraðinn var aukinn. Súlan var græn eða rauð á litinn og efri endi hennar eins og skáskorinn, þannig að hann myndaði odd. Hraðamæli sem þennan telur ákærða, að hún muni þekkja aftur, ef hún sæi hann. Nánar getur ákærða ekki lýst bifreiðinni með neinni vissu.

 

Þegar til Keflavíkur kom, var bifreiðin stöðvuð niður undir flæðarmáli. Þar var bryggja og til hliðar við hana skammt frá nokkuð háir klettar eða hamrar í sjó fram. Ákærða getur ekki gert sér grein fyrir, hvaða leið þau óku um Keflavík, áður en þau stöðvuðu á þessum stað. Flæðarmálið til hliðar við bryggj-

 

Bls. 508

 

una var möl eða sandur, en ekki steyptur kantur, eins og venjulega er í höfnum. Ákærða telur sig ekki geta lýst nánar umhverfinu, nema að leiðin að bryggjunni lá dálítið niður í móti, að minnsta kosti var það fyrst í stað á fótinn, er ákærða fór af staðnum rétt á eftir. Þegar bifreiðin hafði verið stöðvuð, fór ökumaðurinn fyrstur út úr henni. Sá ákærða þá fyrst í andlit honum, og var þetta Magnús Leópoldsson, sem er forstjóri eða eitthvað svoleiðis í Klúbbnum. Ákærða var ekki viss um nema hún hafi fyrr á leiðinni verið búin að gera sér grein fyrir, hver ökumaðurinn var. Magnús fór út úr bifreiðinni með þeim ummælum, að Sævar Marinó skyldi gæta ákærðu, og játaði Sævar Marinó því.

 

Þarna á staðnum voru fyrir aðrar bifreiðar og fleiri menn. Ákærða man fyrir víst eftir rauðri fólksbifreið, sem gæti hafa verið bifreið föður hennar, og hún man eftir stórri sendibifreið, sem stóð á bryggjunni rétt upp undir flæðarmálinu. Þetta var bifreið með sama sniði og Volkswagen sendibifreiðar, svokölluð rúgbrauð, nema miklu stærri. Ákærða heldur, að bifreiðin hafi verið ljós á litinn, en er þó ekki viss um það. Bifreiðin sneri framendanum að landi, og voru framrúðurnar stórar, en hliðarrúðum man hún ekki eftir umfram rúður á móts við framsæti. Ákærðu finnst endilega, að maður hafi verið í bifreiðinni. Þarna var dimmt og því erfitt að greina nákvæmlega nema það, sem skammt var frá. Bátur lá utar við bryggjuna, en ákærða getur ekki gert sér fyllilega grein fyrir, hvernig hann leit út. Heldur hún helst, að þetta hafi verið nokkuð stór trillubátur með stýrishúsi.

 

Þarna í flæðarmálinu og rétt ofan við það sá ákærða alls 7 menn, það er að segja, þegar þeir Magnús og Sævar Marinó voru báðir komnir út úr bifreiðinni, en Sævar Marinó fór út rétt á eftir Magnúsi. Bifreið sú, sem ákærða kom í, stóð ofan við fjöruna til hliðar við bryggjuna og sneri framenda að henni. Bryggjan var því svolítið á vinstri hönd frá bifreiðinni. Rétt skáhallt framan við bifreiðina til vinstri stóðu þeir Sævar Marinó og Magnús á tali við einhvern þriðja mann, sem ákærða þekkti ekki. Lengra frá og meira til hliðar við bifreiðina var einn maður, sem ákærða bar ekki kennsl á. Þriðja manninn þekkti hún ekki heldur, en hann stóð enn lengra frá bifreiðinni en hinir, í svipaða stefnu og þeir Sævar Marinó, Magnús og sá, sem þeir voru að tala við. Skáhallt framan við bifreiðina í fjörunni til hægri stóð Einar bróðir ákærðu og enn lengra til hægri, en fjær sjávarmálinu, stóð Kristján Viðar Viðarsson. Eftir það, sem

 

 

Bls. 509

 

ákærða hafði heyrt af samræðunum í bifreiðinni á leiðinni, hafði hún það á tilfinningunni, að það væri Kristján Viðar, sem ætti að sjá um hana, en maðurinn, sem var á tali við þá Magnús og Sævar Marinó, væri sá, sem hefði verið með "stælana" og ætti að hverfa.

Mennirnir virtust eitthvað uppteknir hver af öðrum eða einhverju og bentu út í loftið. Ákærða varð nú mjög hrædd og fór út úr bifreiðinni. Reyndi hún að gera það þannig, að ekki yrði eftir því tekið. Enginn virtist taka eftir því, að hún var ekki lengur inni í bifreiðinni, eða hafa nokkuð við það að athuga. Ákærða fór nú að fikra sig frá bifreiðinni í átt frá mönnunum og gekk aftur á bak. Þegar hún var komin spölkorn frá þeim, sneri hún sér við og tók til fótanna. Ákærða getur ekki gert sér grein fyrir, hvert hún hljóp, enda hugsaði hún um það eitt að komast sem lengst á brott og fela sig. Fyrst var leiðin aðeins á fótinn, en svo kom hún á jafnsléttu. Fyrir henni varð eitthvert hús, sem var opið, og fór hún þangað inn til þess að leita að felustað. Þarna inni man ákærða, að var eitthvert timburdrasl, og faldi hún sig úti í horni. Ákærða getur ekki gert sér ljósa grein fyrir, hvers konar hús þetta var, en þetta gæti hafa verið hús í byggingu eða geymsluhúsnæði. Ákærða veit ekki, hve lengi hún lá þarna í horninu, en það skipti örugglega klukkustundum. Henni leið svo illa, að hún kastaði upp.

 

Úr þessum felustað fór hún ekki, fyrr en hún varð þess vör, að einhver umferð var byrjuð. Hún getur ekki gert sér grein fyrir, í hvaða átt hún gekk, en henni tókst að stöðva bifreið, sem henni fannst koma úr suðurátt, og var það á malarvegi. Þetta var Moskvitch fólksbifreið af eldri gerð, og var ökumaðurinn fullorðinn maður. Hann var ræðinn, og skildist ákærðu á honum, að hann væri Vestmannaeyingur, sem hefði flust til fastalandsins eftir eldgosið í Eyjum. Ákærða man ekki nákvæmlega, hvaða skýringu hún gaf manninum á ferðum sínum eða hvort hún gaf honum skýringu yfirleitt. Þó minnir hana, að hún hafi talað um, að hún starfaði í frystihúsi í Grindavík. Hvernig sem það var, þá fór hún úr bifreiðinni við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Þar stöðvaði hún stóra vöruflutningabifreið, sem var á leið til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar, að minnsta kosti fékk hún far með, þessari bifreið til Hafnarfjarðar, en þaðan tók hún almenningsvagn hingað til borgarinnar. Þegar þangað kom, fór hún heim í íbúð þeirra við Hjallaveg og dvaldist þar um daginn. Sævar Marinó kom heim einhvern tíma

 

 

510

 

síðari hluta dagsins eða um kvöldið. Hann vildi fá að vita, hvar ákærða hefði verið og hvert hún hefði farið. Talaði hann eitthvað um, að ákærða hefði ekki verið heima, þegar hann kom. Ákærða man ekki, hverju hún svaraði honum.

Næsta dag eða þar næsta man ákærða eftir því, að farið var að lýsa eftir Geirfinni Einarssyni, sem horfið hafði í Keflavík. Fyrst í stað setti hún hvarf hans ekki í samband við ferð sína til Keflavíkur, en þegar hún fór að hugsa málið betur, komst hún að þeirri niðurstöðu, að Geirfinnur mundi vera maður sá, sem átti að láta hverfa. Ákærða þekkti hann þó ekki af myndum, sem birtust af honum í fjölmiðlum, sem neinn þeirra manna, sem hún hafði séð niðri við sjóinn í Keflavík. Hitt sé annað, að hann gæti samt sem áður vel hafa verið einn þeirra, þótt hún þekkti hann ekki aftur á mynd, vegna þess hve dimmt var á staðnum. Aldrei töluðu þau Sævar Marinó beinlínis um þessa ferð til Keflavíkur eða hvað þar hefði gerst, en ákærða man eftir því, að Sævar Marinó talaði oft um það, að svona færi fyrir mönnum, sem væru með "stæla" eða væru að skipta sér af því, sem þeim kæmi ekki við, og átti þar við hvarf Geirfinns.

 

Um hálfum mánuði eftir ferðina til Keflavíkur fór ákærða til Kaupmannahafnar, og kom Sævar Marinó þangað um 10 dögum síðar. Ákærða var hreinlega orðin svo hrædd, því að hún hafði það einhvern veginn á tilfinningunni, að einhver vildi ryðja sér úr vegi. Hafði henni þó ekki verið hótað neinu.

Hinn 3. febrúar mætti ákærða aftur til skýrslutöku hjá rannsóknarlögreglu. Ákærða endurtók sögu sína um bifreiðina, sem þau Sævar Marinó hefðu farið upp í við veitingahúsið Klúbbinn Hún kvaðst muna, að Magnús Leópoldsson hefði setið undir stýri bifreiðarinnar. Hann hafi ekið þeim niður í bæ og stöðvað bifreiðina á Vatnsstíg. Ákærða þekkir Vatnsstíginn frá öðrum götum. Til merkis um það sé það, að Sævar Marinó hafði sýnt henni hús heildverslunar við götuna sem hann sagði, að verslaði með skotfæri, og hafði því til áréttingar sýnt henni gegnum glugga kassa, sem hann sagði, að skotfæri væru í. Þar sem ákærða vissi ekki um tilgang ferðalagsins í bifreiðinni, datt henni í fyrstu í hug, að verið væri að ná í skotfæri hjá heildversluninni. Þegar bifreiðin hafði rétt verið stöðvuð, kom Kristján Viðar aftan að henni og settist í aftursætið við vinstri hurðina.

 

Ákærða kveðst muna, að næst var ekið meðfram sjónum að nokkru og að ekið var um Framnesveg, en þá götu þekkir hún vel. Bjó hún þar eitt sinn, og einnig þekkir hún fólk, sem býr

 

Bls. 511

 

við götuna. Ákærða man ekki, hvort verið var að sækja einhvern á Framnesveg, en telur, að svo geti vel hafa verið. Að minnsta kosti þykir henni líklegt, að einhver hafi setið við hlið bifreiðarstjórans og það hafi verið einhver annar en Sævar Marinó eða Kristján Viðar.

Ákærða hefur þegar skýrt frá því, sem hún heyrði á tal þeirra Sævars Marinós og Magnúsar á leiðinni, en ferðin hafi endað eins og hún hefur áður skýrt frá.

 

Ákærða kveðst hafa farið í fylgd rannsóknarlögreglumanna til Keflavíkur og skoðað þar staðhætti. Hafi hún þar þekkt aftur staðinn, bar sem hún sá mennina og vélbáturinn var við bryggju. Ákærðu var tjáð, að þar væri um að ræða Dráttarbrautina í Keflavík.

Ákærða man eftir, að vélbáturinn, sem lá bundinn við bryggjuna, var frekar lítill, en aðra lýsingu á honum gat hún ekki gefið. Ákærða man ekki eftir því að hafa farið í sjóferð með þessum báti. Varðandi þá menn, sem þarna voru saman komnir, beri fyrst að telja Magnús Leópoldsson og þá Sævar Marinó og Kristján Viðar. Ákærða kveðst muna, að Sævar Marinó var klæddur svörtum leðurjakka, en eftir klæðnaði Kristjáns Viðars man hún ekki. Ákærða man vel, að Magnús var í jakka úr leðurlíki, með laust hangandi belti um mittið, en ákærða man ekki eftir litnum á jakka hans. Ákærðu minnir, að Magnús hafi verið með höfuðfat, en er ekki alveg viss um það. Ákærða man eftir Einari bróður sínum, og einnig heldur hún, að Valdimar Olsen hafi verið þarna. Eitt sameiginlegt hafi þeir menn átt, sem þarna voru saman komnir, þeir hafi allir verið með hanska á höndum.

 

Ákærðu voru sýndar ljósmyndir af nokkrum karlmönnum, og kvaðst hún þekkja þar m. a. eina mynd af karlmanni, sem hún var viss um, að hafi verið staddur þarna á bryggjunni. Ákærðu var tjáð, að þetta væri ljósmynd af Geirfinni Einarssyni. Um klæðnað manns þessa kveðst hún ekki geta sagt, en henni fannst maðurinn vera frekar "sveitalegur". þá man ákærða eftir manni þarna, sem var eldri en hinir, og gæti hún látið sér detta í hug fimmtugsaldurinn. Ákærða hefur séð hjá rannsóknarlögreglunni mynd, sem henni var tjáð að væri af Sigurbirni Eiríkssyni veitingamanni. Sýndist henni þar geta verið um sama mann að ræða, en vill ekki fullyrða um það að svo stöddu. Þá vill ákærða geta þess, að hún hafi þekkt ljósmynd af nafngreindum manni, og minnir endilega, að hann hafi verið við-

 

 

Bls. 512

 

staddur. Dettur henni í því sambandi í hug, að hann hafi komið inn í bifreiðina á Framnesvegi. Hún þekkir mann þennan og vissi til, að hann bjó um tíma hjá Valdimar Olsen á Framnesvegi.

Hinn 10. febrúar kom ákærða til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni og voru þá sýndar ljósmyndir af 16 mönnum, sem rannsóknarlögreglan taldi hugsanlegt, að hefðu verið viðriðnir atburðina við Dráttarbraut Keflavíkur og bátsferð hinn 19. nóvember 1974. Ákærða kvaðst þekkja eða kannast við 9 af þeim mönnum, sem henni voru sýndar ljósmyndir af. Hún kvaðst þekkja myndir af þeim Magnúsi Leópoldssyni, Einari Bollasyni, Sigurbirni Eiríkssyni og Geirfinni Einarssyni. Allir þessir menn hafi örugglega verið staddir í Dráttarbraut Keflavíkur umrætt kvöld, en hún geti ekki sagt um með vissu, hver þeirra hafi farið um borð í bátinn. Þá kvaðst ákærða þekkja myndir af Valdimar Olsen og tveimur nafngreindum mönnum og kannast við mynd af manni, sem henni var sagt, hver væri.

 

Ákærða var samprófuð hjá lögreglu við Einar Bollason hinn 3. mars. Sögðust þau bæði halda fast við fyrri framburði sína í máli þessu.

Hinn 30. mars var ákærða yfirheyrð í dómi hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa, og var framburður hennar á þessa leið:

"Vitnið skýrir sjálfstætt frá málsatvikum greint sinn. Vitnið kveðst hafa farið til Keflavíkur, skömmu áður en það fór til Kaupmannahafnar veturinn 1974, en það var í byrjun desember. Fór vitnið í ferð þessa með sambýlismanni sínum, Sævari Marinó Ciesielski, og var lagt upp frá veitingahúsinu Klúbbnum hér í borg. Var ekið eitthvað um borgina, m a. niður Laugaveg og austur Hringbraut, en síðan í átt til Hafnarfjarðar. Þar var ekið í gegnum Hafnarfjörð og inn á Reykjanesbraut fyrir sunnan afleggjarann að Sædýrasafninu. Magnús Leópoldsson ók bifreiðinni. Ekið var rakleiðis til Keflavíkur og þar niður í fjöru. Vitnið segir, að auk þeirra vitnisins, Sævars og Magnúsar hafi Kristján Viðar Viðarsson verið í bifreiðinni til Keflavíkur. Kveðst vitnið gera sér óljósa hugmynd um, að Kristján Viðar hafi komið inn í bílinn á Vatnsstíg. Er staðnæmst hafði verið í fjörunni í Keflavík, fóru Magnús og Kristján Viðar út úr bílnum, Sævar sat eftir. Stuttu seinna fór Sævar út úr bifreiðinni líka. Vitnið kveðst þá hafa læðst út úr bifreiðinni og staðnæmst svolitla stund fyrir utan bifreiðina, áður en það læddist í burtu. Vitnið faldi sig inni í mannlausu húsi, þar til það varð vart mannaferða,

 

 

Bls. 513

 

en þá fór vitnið úr felustað sínum og fékk far með bifreiðum til Hafnarfjarðar. Vitnið segir, að á leiðinni til Keflavíkur hafi verið rætt um erfiðleika í sambandi við einhvern mann, sem léti sér ekki segjast og væri ekki nothæfur. Hefði Magnús verið búinn að tala við hann og Einar líka, en án árangurs. Vitnið kveðst hafa skynjað á tali þeirra Magnúsar og Sævars á leiðinni, að eitthvað alvarlegt stæði til. Vitnið segir, að Kristján Viðar hafi ekki tekið þátt í samræðunum.

 

Í fjörunni kveðst vitnið hafa séð Einar Bollason. Vitnið man ekki, hvernig hann var klæddur. Þá sá vitnið þá Magnús og Sævar á tali við mann, sem vitnið man ekki, hvernig var klæddur, en fannst hann sveitamannslegur í klæðaburði. Vitnið segir, að sér hafi fundist maður sá vera Geirfinnur Einarsson, en vitnið sá mynd hans meðal annarra mynda hjá rannsóknarlögreglu. Vitnið segist hafa séð tvo menn aðra. Hafi annar verið áberandi stór, og minnir vitnið, að hann hafi verið að reykja vindil. Vitnið segir, að sá maður geti verið Sigurbjörn Eiríksson, en vitnið segir, að það hafi séð mynd hans í myndabunka hjá rannsóknarlögreglu. Þá man vitnið eftir einum manni enn, sem þarna var staddur, og var hann með ljóst hrokkið hár. Vitnið segir, að einhverjir fleiri menn muni hafa verið staddir þarna umrætt sinn. Vitnið kveðst ekki muna eftir að hafa séð Valdimar Olsen þarna á vettvangi.

 

Vitnið kveðst ekki muna, hver tildrög þessarar ferðar voru að öðru leyti en því, að vitnið átti að hitta Sævar við Klúbbinn. Vitnið kveðst ekki hafa vitað, til hvers Sævar vildi hitta það þarna, en þegar vitnið kom þangað, lét Sævar vitnið setjast inn í bifreið. Vitnið sá fljótlega, að þetta var ekki leigubifreið. Vitnið segir, að bifreiðin hafi verið af gerðinni Mercedes Benz. Vitnið segist ekki hafa orðið neitt hissa, þó það hafi átt að hitta Sævar við Klúbbinn. Segir vitnið, að Sævar hafi oft átt erindi að Klúbbnum. Ekki kveðst vitnið vita til þess, að Sævar hafi oft farið inn í húsið, en hann hafi, eins og Sævar hafi orðað það, ýmist verið að "tékka á málunum" eða "redda málunum''.

 

Vitnið kveðst hafa gert sér fljótlega grein fyrir því, hvað um hafi verið að vera, þegar lýst var eftir Geirfinni Einarssyni í fjölmiðlum eftir þetta. Vitnið kveðst þó ekki hafa farið til lögreglunnar vegna þess, að þegar Sævar og hans félagar væru annars vegar, þá hafi slíkt ekki komið til mála.

Vitnið kveðst muna eftir bát, sem lá við bryggju þarna. Vitnið segir, að bryggjan hafi verið úr tré. Vitnið segist ekki muna

 

Bls. 514

 

örugglega eftir að hafa farið á sjó umrætt sinn, en kveðst þó muna nokkra punkta, sem til þess gætu bent. Kveðst vitnið muna eftir að hafa séð klett, sem þarna er rétt hjá, af sjó. Einnig kveðst vitnið muna eftir að hafa heyrt skvamp og muna eftir yfirborði sjávar. Þá kveðst vitnið muna eftir að hafa séð gárur, eftir að einhverju hafði verið hent í sjóinn.

 

Vitnið segir, að það hafi farið með Moskwitch bifreið úr Keflavík að Grindavíkurafleggjara. Vitnið kveðst ekki geta skýrt það fyllilega, hvers vegna það fór ekki lengra með þessum sama bíl, en telur, að það hafi verið að villa um fyrir bílstjóranum.

Vitnið segir, að í fjörunni hafi það séð a. m. k. tvær bifreiðar. Var önnur rauð bifreið, sem vitnið getur ekki lýst nánar, en hin var stór sendiferðabifreið með stórum framrúðum og engri vélarhlíf. Í þeirri bifreið sat maður.

 

Vitnið segir um samband sitt við bróður sinn Einar, að alltaf hafi verið nokkurs konar rígur milli móður hennar og þeirra bræðranna Einars og Bolla. Einar hafi þó iðulega komið í heimsókn, en farið að fækka heimsóknum sínum, þegar þau komust á legg, og nærri því hætt þeim alveg, stuttu áður en foreldrar hennar skildu árið 1970. Hálfu ári síðar flutti vitnið til föður síns, og fór þá Einar aftur að venja komur sínar á heimilið. Vitninu og Einari kom ágætlega saman framan af, eða þar til faðir þeirra keypti hús í Hafnarfirði eftir ráðleggingu Einars, en vitnið vildi ekki flytja til Hafnarfjarðar með föður sínum. Þá fór vitnið að heyra það hjá systrum sínum eftir Einari, að vitnið væri latt að hjálpa föður sínum og væri vont við hann. Faðir vitnisins veiktist í nóvember 1973. Skömmu áður hafði vitnið flutt til hans. Segir vitnið, að þá hafi viðmót Einars breyst og þá hafi honum verið orðið illa við sig. Segir vitnið, að Einar hafi fyrst um sinn komið í veg fyrir, að það gæti heimsótt föður sinn á sjúkrahúsið. Vitnið segist hafa reiðst við Einar, en þó hvorki sagt neitt né gert neitt. Segir vitnið, að samband þeirra Einars hafi verið það sama eftir þetta, en nokkur atvik hafi orðið til þess að viðhalda þessu stirða sambandi þeirra systkina. Vitnið segir, að þau Einar hafi þó aðeins rifist tvisvar. Í annað skiptið eftir að Einar hafði látið setja nýja skrá í útidyrahurðina á íbúð vitnisins, svo að vitnið kæmist ekki inn. Vitnið segist þá hafa hringt í Einar og hafi hann þá hellt yfir sig skömmum. Segir vitnið, að þessari deilu hafi lyktað svo, að Einar hafi látið skilja lykil eftir í skránni. Í hitt skiptið var tilefnið það, að faðir vitnisins hafði sagt Einari, að hann vildi búa hjá vitninu.

 

 

Bls. 515

 

Vitnið kveðst ekki hafa orðið hissa við að sjá Einar á vettvangi í Keflavík umrætt kvöld. Nánar aðspurt um tegund þeirrar bifreiðar, sem vitnið fékk far með frá Keflavík að Grindavíkurafleggjara, segir vitnið, að mágur föður síns, Ingimundur Magnússon, hafi átt eins bíl fyrir nokkrum árum.

Skýrsla vitnisins hjá rannsóknarlögreglu frá 23. janúar 1976 (á dskj. nr. 1) er lesin fyrir það. Vitnið kveður rétt eftir sér haft í skýrslunni. Vitnið vill þó taka fram, að ekki hafi verið ekið beint til Hafnarfjarðar, heldur hafi eitthvað verið ekið hér um borgina áður. Þá segir vitnið, að auk þeirra Sævars og Magnúsar Leópoldssonar hafi Kristján Viðar Viðarsson verið með í bifreiðinni.

 

Vitnið staðfestir undirskrift sína.

Fyrir vitnið er lesin skýrsla þess hjá rannsóknarlögreglu frá 3. febrúar 1976 (á dskj. nr. 1). Vitnið kveður rétt eftir sér haft í skýrslunni. Vitnið kveðst þó ekki geta fullyrt, að Valdimar Olsen hafi verið staddur við Dráttarbraut Keflavíkur umrætt sinn, og ekki heldur geta fullyrt, hvort einhver sat í framsæti bifreiðarinnar á leiðinni suður eftir.

Vitnið staðfestir undirskrift sína undir skýrsluna.

Fyrir vitnið er lesin skýrsla þessi hjá rannsóknarlögreglu frá 10. febrúar 1976 (á dskj. nr. 1). Vitnið kveður rétt eftir sér haft í skýrslunni og staðfestir undirskrift sína".

 

Ákærða var samprófuð í dómi við Einar Bollason hinn 7. apríl. Er framburður hennar á þessa leið:

"Vitninu Erlu er bent á, að ósamræmi sé milli framburða hennar og kærða Einars Bollasonar, fyrst og fremst um nærveru hans í Dráttarbraut Keflavíkur umrætt sinn.

Vitnið segist nú ekki vita það, hvort Einar hafi verið þar staddur. Kveðst vitnið vera í vafa um það, hvort það hafi þekkt hann rétt á sínum tíma í Dráttarbraut Keflavíkur, en vitnið segir, að á milli þeirra hafi verið 5-6 metrar og dimmt hafi verið. Vitnið segir, að er það var samprófað við kærða Einar Bollason hjá rannsóknarlögreglunni 3. mars sl., hafi það verið í vafa um það, að það væri Einar Bollason, sem verið væri að samprófa vitnið við. Vitnið segir aðspurt, að það hafi ekki verið visst um, að um Einar væri að ræða, fyrr en það sá hann skrifa nafn sitt undir skýrslu rannsóknarlögreglunnar, en vitnið kveðst þekkja rithönd Einars. Vitnið segir aðspurt, að þá hafi fjarlægð milli þeirra Einars verið 23 metrar. Vitnið kveðst aðspurt

 

 

Bls. 516

 

hafa verið í vafa í umrætt sinn, þrátt fyrir að það hafi heyrt rödd Einars".

Einar Bollason vék úr þinghaldinu.

"Vitnið er spurt, hvort nærvera Einars Bollasonar valdi því, að það er nú í vafa um, að hann hafi verið staddur í Dráttarbraut Keflavíkur umrætt kvöld og hvort nærvera hans hafi verið vitninu óþægileg og truflandi. Vitnið segir, að sér hafi fundist nærvera Einars þvingandi, en kveðst samt enn þá í vafa um, að hann hafi verið staddur í Dráttarbraut Keflavíkur umrætt sinn. Segir vitnið, að það sé óneitanlega allt annað að sitja hér ein. Vitnið segir aðspurt, að það muni ekki til þess, að nokkur hafi sagt sér, að Einar hafi verið staddur þarna umrætt sinn. Vitnið kveðst aðspurt vera visst um, að í Dráttarbraut Keflavíkur hafi verið staddir umrætt sinn þeir Magnús Leópoldsson, Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Geirfinnur Einarsson. Vitnið segir aðspurt, að enginn hafi rætt við sig um för þessa eftir á nema Sævar. Hann hafi rætt förina, en ekki atburðina, sem þá gerðust. Vitnið segir, að ekkert hafi verið um það rætt, hvað þau ættu að segja, ef þau yrðu spurð. Vitnið segir aðspurt, að það muni ekki, hvort það hafi verið undir áhrifum fíkniefna þetta kvöld, en þó geti það verið. Vitnið kveðst ekki hafa neytt fíkniefna mikið á þessum tíma. Vitnið kveðst aðspurt ekki muna eftir að hafa komið oftar til Keflavíkur þetta haust en þetta eina sinn, sem um er rætt. Vitnið kveðst þó einu sinni hafa farið með Sævari upp á Keflavíkurflugvöll einhverra erinda.

 

Vitnið segir aðspurt, að eitt sinn, er það hafi verið í baði í fangelsinu í Síðumúla í gæsluvarðhaldi, þá hafi Sævar komið á hurðina og kallað til vitnisins: "Segðu ekki neitt". Vitnið segir, að Sævar hafi svo endurtekið þessi orð og vitnið svarað neitandi og hafi þeim ekki farið fleira á milli síðan þá.

Vitnið segir aðspurt, að það viti ekki, hvort hugsanlegt sé, að förin til Keflavíkur hafi verið farin í þeim tilgangi að ná í fíkniefni".

Hinn 4. maí var ákærða yfirheyrð hjá rannsóknarlögreglu. Ákærða endurtók fyrri frásögn um ferðina frá veitingahúsinu Klúbbnum að Vatnsstíg. Ákærða var umrætt sinn klædd í bláa kápu, nokkuð víða með belti, síðbuxur og svarta þykka peysu. Á Vatnsstíg kom Kristján Viðar í bifreiðina, og finnst ákærðu eins og hann hafi beðið komu þeirra. Ákærða man síðan ekki eftir ökuferðinni, fyrr en þau voru stödd mjög vestarlega á

 

 

Bls. 517

 

Hringbraut. Ákærða getur ekki gert sér fulla grein fyrir, hvaða erindi þau áttu þar, en sér finnist mjög sennilegt, að þau hafi farið til þeirra systkina Valdimars Olsen og Huldu Waddel. Þegar þau voru á leið um Hringbrautina, hafði ákærða gert sér ljóst, að þau voru ekki í leigubifreið, heldur að Magnús Leópoldsson var ökumaður bifreiðarinnar. Ákærða gat ekki gert sér fulla grein fyrir, hvort einhver hafi setið í farþegasætinu við hlið hans. Ekið var austur Hringbraut, og man ákærða, að á akbrautina gljáði eins og af bleytu eða hálku. Myrkur var og kalt í veðri. Ákærða man lítið eftir samræðum í bifreiðinni, nema að Kristján Viðar sagði eitthvað, þegar hann kom inn í hana. Ekið var suður á Reykjanesbraut og hana til suðurs. Þegar komið var suður fyrir Hafnarfjörð, var farið að tala saman, og voru það þeir Sævar Marinó og Magnús, sem töluðu. Þeir ræddu um einhvern mann, sem væri til vandræða og með "stæla". Þeir voru auðheyrilega með eitthvað undirbúið og töluðu um að eiga ekki annars kost en gera það, sem búið væri að ákveða. Ákærðu skildist, að það væru aðallega hagsmunir Magnúsar, sem væru í veði varðandi þennan mann. Henni fannst sem Sævar Marinó ætti að vera til aðstoðar, en ætti ekki beinna hagsmuna að gæta. Magnús sagði, að ekki væri neinu tauti við mann þennan komandi. Þeir Einar væru búnir að reyna við hann án árangurs. Ákærða áttaði sig ekki á því þá, um hvaða Einar var verið að tala. Frekar man ákærða ekki eftir ökuferðinni eða hvað var rætt í bifreiðinni.

 

Þegar komið var til Keflavíkur, var ekið niður í móti, og sjávarmál var fram undan. Dimmt var á svæðinu fram undan og lýsing léleg, en ákærða sá, að eitthvað af mönnum var þarna fyrir. Magnús og Kristján Viðar fóru út úr bifreiðinni, en þau ákærða og Sævar Marinó sátu kyrr um stund, en svo fór Sævar Marinó einnig út. Ákærða fylgdist með því í gegnum framrúðu bifreiðarinnar, að Magnús og Sævar Marinó voru að tala við einhvern mann, sem hún þekkti ekki. Ákærða fór svo sjálf út úr bifreiðinni, en lokaði dyrunum ekki á eftir sér. Þegar þeir Kristján Viðar og Magnús fóru út úr bifreiðinni, sagði Magnús við Sævar Marinó, að hann skyldi gæta ákærðu. Þegar ákærða var komin út úr bifreiðinni, stóð Kristján Viðar rétt hjá henni, og sá ákærða nú Einar bróður sinn þarna skammt frá. Ákærðu fannst maður sá, sem þeir Magnús og Sævar Marinó voru að tala við, vera á einhvern hátt "sveitalegur" í útliti og ekki eiga heima í þessum félagsskap. Maðurinn virtist ekki sammála þeim

 

 

Bls. 518

 

Magnúsi og Sævari Marinó, en ákærða heyrði ekki, um hvað þeir töluðu. Þeir voru með eitthvert handapat og bentu niður að sjónum. Þegar hér var komið, finnst ákærðu eins og hún hafi verið ein um stund og síðan hafi hún verið komin hinum megin við bifreiðina. Þar skammt frá stóðu tveir menn. Var annar nokkuð stór og þrekinn með vindil í munninum. Hinn var með hrokkið og fremur ljóst hár. Næst man ákærða það, að Sævar Marinó fór að tala við hana og rétti henni eitthvert þungt áhald, sem ákærða átti að nota á manninn, sem þeir Sævar Marinó og Magnús höfðu verið að tala við í upphafi. Ákærða man ekki, hvernig þetta áhald leit út, en Sævar Marinó var að útskýra fyrir ákærðu, hvernig hún ætti að nota það og hvernig hún skyldi halda á því. Eins sýndi hann ákærðu, hvernig hún ætti að miða þessu áhaldi á manninn. Ákærða telur, að þetta áhald hafi verið riffill. Þegar hér var komið, var maðurinn orðinn í einhverju slæmu ástandi, eins og þjarmað hefði verið að honum. Hvernig það gerðist, getur ákærða ekki munað, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Maðurinn stóð ekki uppréttur, og virtist ákærðu hann vera eitthvað máttlaus. Sævar Marinó setti riffilinn í hendurnar á ákærðu og stóð svo hjá henni. Ákærða miðaði rifflinum á manninn, eins og Sævar Marinó hafði lagt fyrir hana, og hleypti af. Riffillinn tók kipp í höndunum á ákærðu, og riðaði hún við, en Sævar Marinó varði hana falli. Um leið og ákærða hleypti af, lokaði hún augunum. Ákærða var svo nálægt manninum, að hún sá greinilega svip hans. Hann virtist gera sér grein fyrir, hvað væri að gerast, og var skelfing í svip hans og augnaráði. Ákærða man ekki, hvort maðurinn féll við, en Sævar Marinó tók strax af henni riffilinn. Ákærðu tókst síðan að læðast í burtu og leynast í mannlausa húsinu, sem var þarna ekki langt frá.

 

Ákærða kom fyrir dóm sama dag og staðfesti framangreinda skýrslu. Var hún úrskurðuð í allt að 60 daga varðhald.

Hinn 28. maí var ákærða yfirheyrð um kynni hennar og Sævars Marinós af Guðjóni Skarphéðinssyni. Aðalatriði þeirrar yfirheyrslu eru sem hér greinir:

Ákærða kveðst fyrst hafa séð Guðjón í nóvember 1973, þegar hann og eiginkona hans komu í heimsókn til Rafns Guðmundssonar að Lambhóli við Starhaga, en ákærða og Sævar Marinó voru þar þá stödd. Í næsta skipti, sem ákærða man eftir að hafa séð Guðjón, var í júní eða júlí 1974, þegar hann kom ásamt bróður sínum inn í Álfheima til að sækja Sævar Marinó í veiðiferð. Ákærða vissi, að kynni höfðu verið með þeim Sævari Marinó

 

 

Bls. 519

 

og Guðjóni, áður en hún kynntist Sævari Marinó. Héldust kynni þeirra, frá því hún sá Guðjón fyrst, þar til hún sá hann í Álfheimum. Talaði Sævar Marinó í síma við Guðjón og sagðist oft vera að koma frá honum.

Nokkru eftir veiðiferðina hringdi Guðjón til ákærðu og spurði um Sævar Marinó. Sævar Marinó var ekki heima. Kom Guðjón heim til ákærðu í framhaldi af símtalinu og ætlaði að bíða eftir Sævari Marinó. Hann hafði þar skamma viðdvöl og hélt á brott. Þegar Sævar Marinó kom, skýrði ákærða honum frá komu Guðjóns, og hringdi Sævar Marinó til hans. Þeir töluðu lengi saman, en ákærða gat ekkert samhengi fengið út úr samtali þeirra, sem laut að einhverjum viðskiptum.

 

Ákærða minnist þess, að á meðan hún bjó í Álfheimum, þ. e. frá 1. mars til 5. ágúst árið 1974, hafi Sævar Marinó farið með Guðjóni í samkvæmi suður í Kópavog eða Hafnarfjörð.

Í október sama ár ók ákærða Sævari Marinó nokkrum sinnum að Rauðalæk, þar sem Guðjón bjó. Fór Sævar Marinó inn til að tala við hann. Hann tók ákærðu aldrei inn með sér, heldur lét hana bíða langtímum saman úti í bifreiðinni, meðan hann dvaldist inni. Þegar ákærða innti hann eftir því, hvað þeir hefðu verið að ræða um svo lengi, svaraði ákærði því einungis, að þeir væru að "ræða málin".

 

Í nóvember 1974, þegar ákærða var með Sævari Marinó að leita að jeppabifreið, fóru þau inn á bílaleiguna Geysi við Laugaveg í því skyni að taka bifreið á leigu. Sævar Marinó kannaðist við mann þann, sem afgreiddi þau, og minnti hann á, að hann hefði fengið áður hjá honum bifreið ásamt Guðjóni. Maðurinn virtist kannast við nafn Guðjóns. Mundi hann eftir því, að þeir hefðu komið þarna saman. Sagðist hann kannast við fólk Guðjóns og spurði Sævar Marinó, hvort hann væri skyldur Guðjóni. Ákærða ók Sævari Marinó heim til Guðjóns vestur á Ásvallagötu á bifreið frá bílaleigunni. Fór Sævar Marinó inn til Guðjóns, og beið ákærða lengi í bifreiðinni, á meðan hann var inni hjá honum.

 

Nokkrum dögum síðar keyptu þau Land Rover bifreið. Fóru þau að kvöldi þess dags heim til Guðjóns á bifreiðinni. Sævar Marinó fór inn til Guðjóns, og beið ákærða, uns þeir komu út til að skoða bifreiðina. Síðan fóru þeir inn aftur, og beið ákærða lengi, uns þeir komu. Settust þeir þá inn í bifreiðina, og ók ákærða af stað. Er henni minnisstætt, að Guðjón ávarpaði hana "kerlingu". Guðjón fékk að reyna bifreiðina í akstri, en síðan

 

Bls. 520

 

var haldið heim til hans. Eftir þetta ók ákærða Sævari Marinó næstum daglega til að hitta Guðjón, ýmist heim til hans eða á veitingastaðinn Mokka.

 

Áður en bifreiðin kom til sögunnar, fór Sævar Marinó ferða sinna án ákærðu, en hringdi stundum til að láta hana vita af sér. Sagðist hann oftast vera með Guðjóni, og þegar ákærða spurði, hvað þeir aðhefðust, sagði hann yfirleitt, að þeir væru að "útrétta", "redda málunum" eða "tékka á málunum".

Um það leyti sem Geirfinnsmálsins var fyrst getið í fjölmiðlum, minnist ákærða þess að hafa heyrt á tal þeirra Guðjóns og Sævars Marinós á heimili Guðjóns. Ræddu þeir um Geirfinnsmálið í þeim dúr, að það væri nú meira, hvað neðanjarðarhreyfingin, "undergroundið", væri orðið framtakssamt og áberandi. Seinna minntust þeir aftur á Geirfinnsmálið í sambandi við líkfund á Seltjarnarnesi, og annar hvor þeirra talaði um, hvort þarna væri "annar Geirfinnur".

 

Þegar þau Sævar Marinó voru stödd í Kaupmannahöfn árið 1975, hringdi Sævar Marinó "collect", sennilega í febrúar, til Íslands til Guðjóns til að spyrja hann um ástandið og hvernig málin stæðu. Hann fékk þau svör hjá Guðjóni, að því er ákærðu skildist, að honum væri alls ekki ráðlegt að koma til Íslands. Ástæðan fyrir því, að Sævar Marinó hringdi, var meðal annars sú, að ákærða vildi fara heim. Sævar Marinó var ákveðinn eftir samtal sitt við Guðjón að fara alls ekki til Íslands þrátt fyrir mjög bágborið ástand þeirra í Kaupmannahöfn. Þrábað hann ákærðu að vera kyrra, og gerði ákærða það fyrst í stað.

 

Eftir að ákærða kom heim til Íslands ein síns liðs, hitti hún Guðjón á Mokka. Hann spurði hana, hvort Sævar Marinó hefði "flunkað" öllu ytra. Ákærða vissi ekki, hverju svara skyldi, þar sem hún vissi ekki, við hvað hann átti. Síðan spurði hann, hvort ákærða ætti von á Sævari Marinó heim og hvenær.

Þegar Sævar Marinó kom heim, hélt hann áfram sambandi sínu við Guðjón eins og áður og fór ávallt til hans, án þess að ákærða væri með.

Í júní 1975 fluttist ákærða á Grundarstíg. Fór Sævar Marinó ekki með henni, enda höfðu þau ekki búið saman í fimm vikur. Fyrstu dagana eftir að ákærða kom þangað, hringdi Guðjón til hennar og spurði hana m. a., hvort hann ætti að skila kveðju frá henni til Sævars Marinós. Í júlí 1975 fór Sævar Marinó að venja komur sínar til ákærðu á Grundarstíg. Á þeim tíma var náið samband milli þeirra Sævars Marinós og Guðjóns. Þeir

 

 

Bls. 521

 

fóru saman í veiðiferðir og á skemmtistaði og höfðu "nokkuð sameiginlegan fjárhag". Þeir tóku lán hjá sama manni, en sitt í hvoru lagi.

Í janúar 1976 heimsótti ákærða Guðjón og konu hans að Grettisgötu 31 A, en þá hafði hún ekkert heyrt frá honum síðan fyrri hluta desember. Hann spurði mikið, en ákærða sagði honum frá máli því, sem upplýst hafði varðandi hvarf Guðmundar Einarssonar.

Skömmu síðar, eftir að farið var að skýra frá rannsókn Geirfinnsmálsins í fjölmiðlum, mætti ákærða Guðjóni í Austurstræti. Hann spurði, hvort ákærða væri að flýta sér, og þar sem hún var óákveðin í svörum, tók hann undir handlegg hennar og sagðist ætla að bjóða henni í kaffi á veitingahúsið Tröð. Fóru þau þangað, og spurði hann ákærðu mikið um upphaf rannsóknar Geirfinnsmálsins. Ákærða gaf tvíræð og loðin svör við sumum spurningum hans, og hann virtist ekki fyllilega ánægður. Þegar ákærða bjóst til að fara, lagði hann áherslu á, að hún heimsækti sig við fyrsta tækifæri.

 

Skömmu síðar heimsótti ákærða hann, og vildi hann ákafur ræða um það sama. Fékk hann þá hjá ákærðu greinarbetri upplýsingar og virtist ánægður með þær.

Í samtali við Karl Schütz hinn 11. ágúst skýrði ákærða frá því, að Magnús Leópoldsson hefði ekki ekið bifreiðinni til Keflavíkur hinn l9. nóvember 1974, heldur annar maður, sem hún nafngreindi og bjó við Bergþórugötu. Kvaðst ákærða þekkja mann þennan persónulega og muna nákvæmlega eftir því, að hann hefði ekið.

Hinn 1. september var ákærða yfirheyrð hjá rannsóknarlögreglu. Hún kvaðst nú fullviss um, að hún hefði hvergi komið nærri dauða Geirfinns Einarssonar og ekki skotið á hann úr byssu, heldur hafi dauða hans borið að með öðrum hætti.

 

Þau Sævar Marinó hafi farið frá Grýtubakka 10 í leigubifreið að veitingahúsinu Klúbbnum. Ákærða man ekki vel, hvað þau aðhöfðust fyrir utan veitingahúsið, og hún sá ekki, hvort Sævar Marinó fór þar inn, enda var hún ekki að fylgjast neitt sérstaklega með honum. Það næsta, sem hún man, var það, að þau fóru í leigubifreið frá veitingahúsinu að Grettisgötu við Snorrabraut og héldu þaðan gangandi að húsi við Bergþórugötu, sem hún tilgreindi. Fór Sævar Marinó þar inn til þess að tala við nafngreindan mann, sem er kunningi hans og býr þar. Ákærða beið fyrir utan húsið, þar til Sævar Marinó kom aftur, og var

 

 

Bls. 522

 

þá maðurinn með honum. Fóru þau í bifreið, sem maðurinn ók, en ákærða man ekki, hvaða bifreið það var. Þau óku um borgina, m. a. vestur á Grandagarð og þaðan á Ásvallagötu, þar sem Guðjón bjó. Sævar Marinó fór þar út úr bifreiðinni og hélt inn í húsið til þess að tala eitthvað við Guðjón, að hún heldur. Ákærða og maðurinn biðu í bifreiðinni á meðan. Sævar Marinó kom aftur eftir skamma stund. Var þá ekið af stað og farið eitthvað um, en síðan var ekið vestur Laugaveg og beygt norður Vatnsstíg, þar sem bifreiðin var stöðvuð. Sævar Marinó fór þar út úr bifreiðinni, og biðu þau á meðan. Hann kom mjög fljótt aftur, og skömmu seinna kom Kristján Viðar. Settist hann inn í bifreiðina vinstra megin að aftan við hliðina á ákærðu, en Sævar Marinó sat í hægra framsæti bifreiðarinnar við hlið ökumannsins. Því næst var ekið áfram norður Vatnsstíg. Nokkru norðar á Vatnsstíg var bifreiðin stöðvuð, og sá ákærða Guðjón, þar sem hann stóð á gangstéttinni hægra megin, eða að austanverðu. Fóru þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar út úr bifreiðinni og ræddu eitthvað við Guðjón, en ákærða heyrði ekki, hvað þeim fór á milli. Þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar komu síðan aftur í bifreiðina, og var ekið af stað áleiðis til Hafnarfjarðar. Ákærða vissi ekki, hvert ferðinni var heitið, en ekið var í gegnum Hafnarfjörð, og minnir hana, að numið hafi verið staðar við bensínsöluna við Reykjavíkurveg, þar sem tekið var bensín. Því næst var ekið áleiðis til Keflavíkur. Á leiðinni heyrði ákærða, að Sævar Marinó og nafngreindi maðurinn ræddu um, að maðurinn væri með "stæla" og búið væri að reyna að tala um fyrir honum, en án árangurs, og yrði þetta bara að vera svona, eins og búið væri að ákveða.

 

Þegar þau komu til Keflavíkur, var ekið að Dráttarbrautinni, og voru þar fyrir tvær bifreiðar. Var önnur þeirra fólksbifreið, og var hún hægra megin við bifreiðina, sem ákærða var í. Ákærða man ekki, hvernig bifreið þetta var, en hún telur sig nokkuð vissa um, að bifreiðin hafi verið rauð á lit. Hin bifreiðin var sendibifreið, frambyggð, nokkuð stór, með stóra framrúðu og, að ákærðu minnir, drapplituð. Bifreið þessi stóð, þar sem bryggjan byrjaði.

Þegar þau voru komin í Dráttarbrautina, fóru nafngreindi maðurinn og Kristján Viðar út úr bifreiðinni, og stuttu seinna kom Magnús Leópoldsson að bifreiðinni og stakk höfðinu inn um hliðargluggann vinstra megin. Sagði hann við Sævar Marinó að gæta ákærðu, og svaraði Sævar Marinó því játandi. Stuttu

 

 

Bls. 523

 

eftir þetta fór Sævar Marinó út úr bifreiðinni og gekk í átt að fjörunni hægra megin við bryggjuna, þar sem fyrir voru tveir menn, Magnús Leópoldsson og Geirfinnur Einarsson.

Ákærða fór út úr bifreiðinni. Sá hún, að Magnús, Sævar Marinó og Geirfinnur voru að ræða saman. Gat hún ekki betur séð en þeir væru ekki sammála. Geirfinnur ætlaði að fara í burtu, en þá tók Magnús í vinstri handlegginn á honum, en Sævar Marinó gekk í veg fyrir hann, og urðu einhverjar stimpingar.

 

Þegar þetta gerðist, sá hún fjóra menn standa við fólksbifreiðina og tvo menn vinstra megin skammt frá henni. Ákærðu fannst hún kannast við einn mannanna, sem stóð við bifreiðina, og fannst henni það vera Einar Bollason, bróðir hennar, en hina mennina þekkti hún ekki. Ákærða þekkti manninn, sem stóð vinstra megin við hana, og nafngreindi hann. Hinn maðurinn var stór og samanrekinn, og þekkti ákærða hann ekki.

Þegar átökin eða stimpingarnar byrjuðu, gekk stóri og samanrekni maðurinn til þeirra Magnúsar og Sævars Marinós, þar sem þeir voru að kljást við manninn, og byrjaði þá samanrekni maðurinn að berja Geirfinn, þangað til hann féll á hnén. Sævar Marinó hóf þá að berja Geirfinn með spýtu, þar til hann seig saman. Í hvert skipti, sem Sævar Marinó lamdi Geirfinn, hljóðaði hann talsvert.

 

Þegar Geirfinnur var fallinn til jarðar, gengu hinir mennirnir að, þar sem hann lá, en Sævar Marinó kom til ákærðu, þar sem hún stóð skammt frá. Sævar Marinó sagði við ákærðu, að þeir væru þarna allir, og nefndi þá Valdimar Olsen, Sigurbjörn Eiríksson, Magnús Leópoldsson, Einar bróður hennar og þrjá menn til viðbótar, sem hann nefndi með nafni. Sævar Marinó sagði síðan við ákærðu, að hún skyldi fara, því að þetta væri ekki fyrir kvenfólk. Ákærða fór þá í burtu og faldi sig í einhverju húsi, eins og hún hefur áður skýrt frá og er satt og rétt. Hið sama sé að segja um ferð sína til Reykjavíkur.

 

Ákærða man ekki til þess að hafa séð nafngreinda ökumanninn og Kristján Viðar í Dráttarbrautinni, á meðan á þessum átökum stóð, en þegar hún var að ræða við Sævar Marinó, sá hún Kristján Viðar ganga að, þar sem Geirfinnur lá. Ákærða sá ekki Guðjón í Dráttarbrautinni.

Ákærða tók fram, að hún þekkti ekki Sigurbjörn Eiríksson og einn nafngreinda manninn í sjón, en Sævar Marinó hafi sagt henni, hverjir þeir væru, og einnig að nafngreindi maðurinn væri í félagi við tvo ákveðna menn, sem ákærða tilgreindi.

 

 

Bls. 524

 

Hinn 1. september kom ákærða fyrir dóm hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa. Framburður ákærðu fyrir dóminum er á þessa leið:

"Kærða kveðst vilja taka til baka framburð sinn þess efnis, að hún hafi skotið úr byssu á Geirfinn Einarsson.

Kærða kveðst hafa borið þetta vegna þess, að hún hafi haldið, að þar með væri málið leyst og hún fengi sinn dóm. Kærða kveðst ekki hafa þorað að segja sannleikann.

Kærða óskar eftir, að tekin verði af sér skýrsla, þar sem hún kveðst nýlega hafa skrifað rannsóknarlögreglumanni bréf, þar sem sannleikurinn kemur fram".

 

Í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu hinn 15. nóvember skýrði ákærða frá því, að þau Sævar Marinó hefðu farið með móður Sævars Marinós á Kjarvalsstaði hinn 19. nóvember 1974, að ákærða heldur. Voru þau að skoða sýningar, sem þar stóðu yfir, og skoðuðu meðal annars sýningu á steinasafni. Þau keyptu aðgöngumiða að sýningu á kvikmyndina "Eldur í Heimaey" og þeim sýningum, sem þarna voru, og giltu þeir tvisvar sinnum. Er ákærða því viss um, að þau sáu kvikmyndina, þegar hún var sýnd aukalega vegna fjölda áskorana, og hafi það sennilega verið hinn 22. nóvember 1974. Eftir þá sýningu ók ákærða Sævari Marinó heim til Vilhjálms Knudsen, þar sem þau dvöldust nokkuð lengi.

 

Þegar þau voru á sýningunni á Kjarvalsstöðum hinn 19. nóvember, ók ákærða móður Sævars Marinós heim að Grýtubakka 10. Þaðan ók hún heim til þeirra að Hjallavegi, þar sem þau fóru inn, en ekki man ákærða frekar eftir því, hvað þau aðhöfðust eftir það.

Ákærða kveðst muna eftir því, að hún hafi ekið Land Rover jeppa Sævars Marinós aftur á bak inn í húsasund heima hjá Kristjáni Viðari, gegnum garð og að húsinu. Þar fóru Sævar Marinó og maður, sem ákærða heldur, að hafi verið Guðjón, út úr bifreiðinni. Þeir fóru inn í kjallara hússins. Komu þeir þaðan út aftur eftir skamma stund, og var Kristján Viðar með þeim. Þeir höfðu meðferðis tvo poka, sem voru einhvers konar hveitipokar, settu þá inn í bifreiðina að aftan og komu síðan sjálfir inn í hana. Sævar Marinó sat við hliðina á ákærðu frammi í bifreiðinni, en þeir Guðjón og Kristján Viðar aftur í. Þau óku sem leið liggur suður á Álftanes og beygðu út af veginum til hægri inn á afleggjara. Þar stöðvaði ákærða bifreiðina, enda var mikil ófærð, og treysti hún sér ekki til þess að aka lengra. Fóru þau

 

 

Bls. 525

 

öll út úr bifreiðinni. Þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón báru pokana, og gengu þau fyrst á jafnsléttu, en síðan stutta vegalengd inn í hraunið. Þar voru pokarnir grafnir, og höfðu þeir meðferðis skóflu, sem þeir notuðu til þess. Þeir tóku upp steina, grófu í moldina og settu pokana ofan í. Mokuðu þeir síðan moldinni ofan á og settu steinana bar ofan á, þannig að lítil ummerki sáust. Ákærða sat álengdar og horfði á, þegar þeir grófu pokana. Ákærða ók síðan aftur, að hún heldur að Grettisgötu 82, þar sem Kristján Viðar fór út úr bifreiðinni, en ákærða man ekki, hvert hún ók eftir það. Þessi ferð var farin skömmu eftir ferðina til Keflavíkur. Heldur ákærða, að þetta hafi verið föstudaginn 22. nóvember 1974 og klukkan hafi verið um það bil 2100, þegar þau komu heim til Kristjáns Viðars á Grettisgötu í upphafi ferðarinnar.

 

Þá skýrði ákærða frá því, að hún myndi eftir því, að þau hafi verið stödd hjá Guðjóni, þegar lík fannst á Seltjarnarnesi. Spurði Guðjón Sævar Marinó, hvort þarna væri annar Geirfinnur, og endurtók þá Sævar Marinó spurninguna, en virtist svo sammála. Ákærða kvaðst einnig muna, að eitt sinn, skömmu eftir að þau Sævar Marinó komu heim frá Kaupmannahöfn, hafi þau verið stödd heima hjá Guðjóni. Sagði Sævar Marinó þá, að svona færi fyrir mönnum eins og Geirfinni, það væri ekki við öðru að búast. Tók Guðjón undir það og sagði: "Aumingja Geirfinnur".

 

Í yfirheyrslu hinn 19. nóvember endurtók ákærða frásögn sína um símtal Sævars Marinós við Guðjón frá Kaupmannahöfn 1975 og frásögn sína um það, þegar hún hitti Guðjón og ræddi við hann um Geirfinnsmálið. Þegar ákærða sagði Guðjóni, að nú væri Geirfinnsmálið komið á dagskrá, varð hann mjög forvitinn. Hann spurði ákærðu, hverjir hefðu verið í Keflavík, þegar Geirfinnur hvarf, og hverjir hún héldi, að það væru, sem hún hefði ekki séð þar. Virtist ákærðu hann hafa mikinn áhuga á því að fá að vita, hvað hún hefði sagt og hvaða menn hún hefði nefnt. Ákærða sagði honum allt, sem hún hafði sagt lögreglunni, og bað hann ákærðu þá að koma heim til sín seinna um daginn og ræða mál frekar við sig.

 

Ákærða fór heim til Guðjóns seinni part dagsins, og spurði hann hana þá frekar út í málið. Virtist ákærðu hann aðallega hafa áhuga á því, hvaða menn hún hefði séð í Keflavík. Þegar ákærða sagði Guðjóni, að Geirfinnsmálið væri komið á dagskrá, spurði hann: "Hvað hefur komist upp?" Hann var mjög áhugasamur um að fá að vita sem mest um vitneskju ákærðu um mál-

 

Bls. 526

 

ið og spurði hana aftur og aftur að því, hverjir hefðu verið í fjörunni í Keflavík hinn 19. nóvember 1974.

 

Í lok skýrslunnar sagði ákærða, að hún væri nú alveg fullkomlega viss um það, að Guðjón hefði verið með í ferðinni til Keflavíkur og í ferðinni með líkið út á Álftanes.

Hinn 30. nóvember mætti ákærða í dómi hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa. Er framburður hennar á þessa leið:

"Kærðu er bent á, að frá því í janúar 1976 og þar til nú hafi verið teknar af henni margar skýrslur um hvarf Geirfinns Einarssonar. Í skýrslum þessum hafi verið nefnd mörg nöfn manna, sem áttu að hafa verið við málið riðnir. Kærða er spurð, hvort hún sé tilbúin til þess að segja sannleikann. Kærða segir, að síðasti framburður sinn sé sannleikur.

 

Kærða segir, að Sævar hafi sagt henni að nefna nöfn Magnúsar Leópoldssonar, Sigurbjörns Eiríkssonar, Valdimars Olsen, Einars Bollasonar og fleiri til þess að leiða athyglina frá þeim, sem raunverulega voru við málið riðnir.

Kærða segir, að hún hafi líka skrökvað, er hún sagði, að "tveir nafngreindir menn" væru við málið riðnir. Kærða kveðst hafa heyrt, að þeir væru bendlaðir við eiturlyfjasmygl, og auk þess hafi Sævar þekkt þá.

Kærða kveðst vera viss um, að Guðjón Skarphéðinsson hafi verið staddur í Dráttarbraut Keflavíkur umrætt kvöld. Kærða segir, að í Land Rover bílnum hafi verið Sævar og Kristján Viðar auk sín og bílstjórans, sem hún kveðst ekki vita, hver er. Kærða segir, að Guðjón hafi farið til Keflavíkur í öðrum bíl. Kærða man eftir að hafa séð rauðan fólksbíl í Dráttarbrautinni umrætt kvöld og einnig stóran ljósan sendiferðabíl."

 

Ákærða var yfirheyrð dagana 3. og 7. desember hjá rannsóknarlögreglunni.

Skýrði hún frá því, að Guðjón hefði ekið bifreiðinni til Keflavíkur. Í skýrslum þessum greinir ákærða frá undirbúningi og aðdraganda ferðarinnar til Keflavíkur, ferðinni sjálfri, átökum þeirra Kristjáns Viðars, Sævars Marinós og Guðjóns við Geirfinn í Dráttarbrautinni og brottför hennar þaðan. Í skýrslunni frá 7. desember skýrir hún og frá flutningi líks Geirfinns á Land Rover bifreiðinni frá Grettisgötu 82 suður á Álftanes, þar sem það var grafið, og að Kristján Viðar, Sævar Marinó og Guðjón hafi tekið þátt í flutningnum.

 

Hinn 11. desember var farið með ákærðu upp í Rauðhóla vegna framburðar Sævars Marinós hinn 9. sama mánaðar um,

 

Bls. 527

 

að lík Geirfinns hefði verið grafið þar. Ákærða benti á stað um 50 metra frá þeim stað, sem Sævar Marinó hafði bent á. Kvaðst hún halda, að þar hefði lík Geirfinns verið grafið. Rauðamölin þarna var frekar laus í sér og hægt að grafa með vélgröfu. Uppgröftur á staðnum bar ekki árangur.

Hinn 12. desember skýrði ákærða frá því, að þau Sævar Marinó hefðu tekið Volkswagen bifreið á leigu á bílaleigunni Geysi hjá Guðmundi Magnússyni. Þá greindi hún frá aðdraganda ferðarinnar til Keflavíkur, ferðinni sjálfri, því, er gerðist, eftir að til Keflavíkur kom, átökum meðákærðu við Geirfinn í Dráttarbrautinni og atburðum 20. og 21. nóvember 1974.

 

Hinn 13. desember skýrði ákærða frá flutningnum á líki Geirfinns í Rauðhóla á Land Rover bifreiðinni hinn 21. nóvember og greftrun þess þar. Þá sagði hún frá viðræðum ákærðu og Guðjóns um greftrun líksins og viðræðum ákærðu um að blanda Einari bróður hennar, Valdimar Olsen, Magnúsi Leópoldssyni, Sigurbirni Eiríkssyni o. fl. í málið, ef þau yrðu spurð. Ákærða skýrði og frá sendibifreiðinni, sem kemur við sögu í málinu.

Ákærða kom fyrir dóm hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa hinn 22 desember og staðfesti skýrslur sínar hjá rannsóknarlögreglu hinn 12. og 13. sama mánaðar. Ákærða kvað þau Guðjón, Kristján Viðar og Sævar Marinó hafa talað um að bendla aðra við málið, áður en ákærða fór til Kaupmannahafnar. Samtalið hafi átt sér stað heima hjá Kristjáni Viðari. Ákærða sagðist ekki með nákvæmni geta bent á stað þann, sem lík Geirfinns væri grafið á, en það væri örugglega í Rauðhólum.

 

Hinn 11. janúar 1977 var ákærða spurð hjá lögreglu um fatnað Geirfinns Einarssonar, för Sævars Marinós inn í "sjoppu" við Aðalstöðina í Keflavík til að hringja og fjárhag þeirra Sævars Marinós.

Þá var ákærða spurð hinn 21. janúar um símhringingu Sævars Marinós frá Grýtubakka 10 milli kl. 1900 og 1930 19. nóvember 1974 og nánar um erindi ákærðu til Keflavíkur, og hinn 31. janúar var hún spurð um samskipti hennar og Sævars Marinós og nánar um ýmis atriði málsins, einkum huglæg atriði.

 

Ákærða kom fyrir dóm hjá dómurum máls þessa dagana 4. og 5. júlí sl., og eru framangreindir framburðir hennar í flestum meginatriðum í samræmi við framburð hennar þá. Verður nú framburður ákærðu rakinn:

Ákærða hefur skýrt frá því, að hún hafi farið á Mokkakaffi við Skólavörðustíg um kl. 1700 mánudaginn 18. nóvember 1974

 

528

 

ásamt Sævari Marinó. Hittu þau þar Guðjón Skarphéðinsson. Sævar Marinó ræddi við Guðjón inni á veitingahúsinu, en ákærða heyrði ekki samtalið og vissi ekki, hvað þeim fór á milli. Ákærða ók þeim Sævari Marinó og Guðjóni frá veitingahúsinu Mokka heim til Guðjóns að Ásvallagötu 46. Þegar þangað kom, fór Sævar Marinó inn með Guðjóni og var þar einhverja stund, en ákærða beið í bifreiðinni á meðan. Sævar Marinó minntist ekkert á það, sem hann hefði verið að ræða við ákærða Guðjón, þegar hann kom aftur.

 

Ákærða fór með Sævari Marinó einhvern tíma daginn eftir hinn 19. nóvember að beiðni hans á bílaleiguna Geysi til að fá bifreið leigða.

Kveður ákærða í lögregluskýrslu Land Rover bifreið þeirra hafa verið í ólagi, hemlar og bensíngjöf biluð.

Ákærða hafði oft tekið bifreiðar á leigu á bílaleigu þessari haustið 1974. Þegar ákærða tók þar bifreið á leigu, var alltaf gerður leigusamningur, og var hún áður búin að breyta fæðingarárinu í ökuskírteini sínu úr 1955 í 1953 til þess að geta fengið leigða bifreið. Þegar þau komu á bílaleiguna, hittu þau Guðmund Magnússon, sem sá um rekstur hennar. Sævar Marinó þekkti Guðmund, og kynntist ákærða honum fyrir milligöngu hans. Guðmundur fór að biðja ákærðu um að taka til fyrir sig í íbúð sinni að Laugarnesvegi 64. Féllst ákærða á að gera það, og lét Guðmundur hana hafa lykla að ljósblárri Volkswagen fólksbifreið. Síðan segir áfram í dómsframburðinum, að ákærða geti ekki sagt um skrásetningarmerki bifreiðarinnar. Bifreiðaleigan Geysir hafði eingöngu Volkswagen bifreiðar til leigu, og voru þær allar ljósbláar að lit. Ákærða minnist þess ekki, að skriflegur samningur hafi verið gerður um leiguna. Hún telur, að Sævar Marinó hafi látið Guðmund fá einhverja peninga, en veit ekki, um hve háa fjárhæð var að ræða. Ákærða man ekki til þess, að það hafi borist í tal á milli þeirra Sævars Marinós að fara í ferð út fyrir borgina, þegar hún fékk bifreiðina leigða.

 

Ákærða segir í lögregluskýrslu, að hún hafi ekið bifreiðinni frá bílaleigunni, sem er við Laugaveg, inn á Laugarnesveg og Sævar Marinó verið með henni. Guðmundur ók í annarri bifreið á undan þeim. Hann opnaði íbúðina, en fór síðan.

Guðmundur kom heim, þegar hann hafði lokað bílaleigunni, og var ákærða þá búin að taka til í íbúð hans. Hann rétti ákærðu 1.000 króna seðil sem greiðslu fyrir tiltektina. Guðmundur bað þau að aka á eftir sér út að Hótel Loftleiðum, þar sem hann

 

 

Bls. 529

 

þyrfti að fara með bílaleigubifreið þangað, og áttu þau síðan að aka honum aftur á Laugarnesveg. Ákærða ók á eftir Guðmundi að Loftleiðum, en þar bauðst sá, sem hafði tekið bifreiðina á leigu, til þess að aka honum heim, og fóru þau Sævar Marinó þá á bílaleigubifreiðinni heim til þeirra á Hjallaveg 31. Þau skildu bifreiðina þar eftir og héldu á Land Rover bifreiðinni að Grýtubakka 10 til móður Sævars Marinós. Þar borðuðu þau kvöldverð.

Ákærða kveðst í lögregluskýrslu hafa veitt því athygli, að Sævar Marinó hringdi frá Grýtubakka 10 á milli kl. 1900 og 1930. Hún heyrði ekki, hvað hann sagði í símann, og veit ekki, við hvern hann talaði eða um hvað hann var að tala.

 

Í dómskýrslunni segir ákærða, að hún muni ekki eftir, að Sævar Marinó hafi hringt, á meðan þau voru stödd að Grýtubakka 10 þetta kvöld, en þó geti það vel verið.

Þau fóru á bifreiðinni um kl. 2000 frá Grýtubakka 10 að Kjarvalsstöðum, og var móðir Sævars Marinós með þeim. Á Kjarvalsstöðum var kvikmyndasýning, og var verið að sýna Heimaeyjarmyndina. Sáu þau myndina, og telur ákærða, að sýningin hafi tekið um klukkustund. Strax að sýningu lokinni fóru þau með móður Sævars Marinós að Grýtubakka 10, en héldu síðan rakleitt heim til þeirra á Hjallaveg 31, þar sem þau skiptu um bifreið. Skildu þau Land Rover bifreiðina eftir og héldu á Volkswagen bifreiðinni að Ásvallagötu 46 til Guðjóns Skarphéðinssonar. Ákærða man ekki eftir því, að Sævar Marinó nefndi sérstakt erindi, sem hann ætti við Guðjón. Hann fór inn til Guðjóns, þegar að Ásvallagötu kom. Guðjón var ekki heima, og sagði Sævar Marinó ákærðu að aka að Lambhóli við Starhaga. Þegar þangað kom, fór Sævar Marinó úr bifreiðinni og hélt inn í húsið. Ákærða beið í bifreiðinni á meðan. Eftir skamma stund komu þeir Guðjón og Sævar Marinó út úr húsinu. Sævar Marinó sagði ákærðu að aka heim til Guðjóns að Ásvallagötu 46, en sjálfur fór hann í bifreið með Guðjóni. Ákærða getur ekki sagt um, á hvernig bifreið Guðjón var. Ákærða varð ekki vör við, að neinn maður væri með þeim Guðjóni og Sævari Marinó. Ákærða ók bifreiðinni heim til Guðjóns, og komu þeir Guðjón og Sævar Marinó skömmu síðar. Þeir fóru saman inn til Guðjóns, en þegar þeir komu út aftur, kom Sævar Marinó í bifreiðina til ákærðu og sagði henni að aka á Vatnsstíg. Ákærða ók bifreiðinni þangað. Hún ók inn í götuna frá Laugavegi, niður hana og nam staðar hægra megin, miðað við akstursstefnu, á

 

 

Bls. 530

 

móts við húsið nr. 3. Sævar Marinó fór úr bifreiðinni, strax og þau höfðu numið staðar, og sagðist ætla að hringja. Ákærða var í bifreiðinni á meðan og fylgdist ekki með ferðum hans. Sævar Marinó kom eftir stutta stund, og rétt á eftir kom Kristján Viðar gangandi að bifreiðinni frá Laugavegi. Ákærða man ekki, hvernig Kristján Viðar var klæddur, en telur, að hann hafi verið í vínrauðum ullarfrakka, sem hann notaði mjög mikið. Ákærða man eftir, að Kristján Viðar átti svartan leðurjakka, en gat ekki sagt um, hvort hann var í honum.

 

Kristján Viðar settist í aftursæti bifreiðarinnar hægra megin, en Sævar Marinó í framsæti við hlið ákærðu. Ákærða ók síðan áfram niður Vatnsstíg og staðnæmdist skammt frá Skúlagötu. Þar sá hún stóra sendiferðabifreið, ljósa á lit, að ákærðu finnst drapplitaða, sem stóð vinstra megin í götunni eða að vestan verðu upp við vöruhús. Bifreið þessi var frambyggð með stórri framrúðu og tveimur hliðarrúðum sitt hvorum megin. Ákærða telur sig hafa kannast við þessa bifreið og sé þetta sama bifreiðin og búslóð þeirra Sævars Marinós var ekið í frá húsi við Álfheima að Hjallavegi 31. Sigurður Óttar Hreinsson ók þá bifreiðinni Ákærða sá ekki, hver var á bifreiðinni. Sigurður Óttar var mikið með þeim Kristjáni Viðari og Sævari Marinó á þessum tíma, að minnsta kosti í október. Ákærða sá Guðjón koma gangandi frá sendiferðabifreiðinni skáhallt yfir Vatnsstíginn og staðnæmast á gangstéttini austan götunnar. Ákærða nam staðar á móts við Guðjón, og fóru þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar út úr bifreiðinni. Ræddu þeir eitthvað við Guðjón, en ákærða heyrði ekki, hvað þeim fór á milli. Ákærða varð ekki vör við, að þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar ræddu við ökumann sendiferðabifreiðarinnar. Ákærða sá ekki, á hvernig bifreið Guðjón hafði komið á staðinn. Þegar Sævar Marinó kom aftur að bifreiðinni, sagði hann, að Guðjón ætti að aka. Flutti ákærða sig undan stýri bifreiðarinnar og settist aftur í vinstra megin. Guðjón settist undir stýri bifreiðarinnar og Sævar Marinó við hlið hans í framsæti.

 

Var nú ekið austur Skúlagötu. Sendiferðabifreiðin var ófarin af staðnum, þegar haldið var á brott. Ákærða vissi ekkert, hvert ferðinni væri heitið, þegar lagt var af stað. Komst hún ekki að við fyrr en á leiðinni til Keflavíkur. Sævar Marinó hafði ekki nefnt það við ákærðu, að hann þyrfti að hitta einhvern mann og eiga við hann viðskipti. Ákærðu minnir, að staðnæmst hafi verið í Hafnarfirði á Bifreiðastöð Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg

 

Bls. 531

 

og tekið bensín. Ákærða er þó ekki örugg um þetta. Hún minnist þess ekki, að minnst hafi verið á sendibifreiðina á leiðinni. Þeir Sævar Marinó og Guðjón töluðu aðallega saman, en ákærða og Kristján Viðar tóku lítið sem ekkert þátt í samræðunum. Kristján Viðar var undir áhrifum lyfja, en eigi veit ákærða til þess, að þeir Sævar Marinó og Guðjón hafi verið það. Kristján Viðar bauð ákærðu á leiðinni róandi lyf, að því er hún telur, en ákærða þáði ekki töfluna, sem hann bauð henni. Ákærða man, að þeir Guðjón og Sævar Marinó ræddu um einhvern mann, sem þeir ætluðu að hitta og væri erfiður. Segir ákærða þá hafa sagt m. a., að því er segir í lögregluskýrslu: "Búið er að bjóða manninum peninga, en það þýddi ekkert, hann tæki ekki sönsum og því yrði að gera það, sem ákveðið hefði verið." Ákærða man, að Sævar Marinó hafði orð á því, að beita þyrfti fullri hörku við manninn og jafnvel að það þyrfti að láta hann hverfa. Ákærðu fannst Guðjón taka undir þetta. Ekki var nefnt erindið við manninn, en einungis, að þyrfti að tala við hann. Ákærðu fannst á samtalinu, að eitthvað alvarlegt stæði til, jafnvel að þyrfti að ráða manninn af dögum. Ákærða hafði aldrei heyrt Sævar Marinó minnast á, að hann hefði hitt neinn mann í Klúbbnum.

 

Þegar komið var til Keflavíkur, var numið staðar við bensínstöð, og telur ákærða, að það hafi verið Aðalstöðin. Sævar Marinó fór þar inn til að fá að hringja, en kom brátt aftur og sagðist ekki hafa fengið aðgang að síma. Því næst var ekið að Hafnarbúðinni. Var numið staðar, og fóru þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar þar inn. Ákærða heldur, að erindi þeirra hafi verið að fá að hringja, en hvert, veit hún ekki. Sævar Marinó keypti pakka af Viceroy vindlingum og eitthvað fleira í Hafnarbúðinni. Ákærða man ekki eftir því, hvort Sævar Marinó sagði, að hann hefði hringt, þegar hann kom aftur. Frá Hafnarbúðinni var ekið í Dráttarbrautina. Ákærða man eftir því, að Sævar Marinó sagði þeim einhvern tíma, þegar þau voru að aka um Keflavík, að beygja sig niður og láta ekki sjá sig, en hún getur ekki fullyrt, hvort það var þarna á leiðinni í Dráttarbrautina. Eitthvað var af fólki á ferli á götunni, þegar Sævar Marinó sagði þetta. Sævar Marinó hafði ekki orð á, af hverju þau þyrftu að gera þetta. Sævar Marinó réð ferðinni og sagði Guðjóni að aka í Dráttarbrautina. Þegar þangað kom, fóru ákærða, Sævar Marinó og Kristján Viðar úr bifreiðinni, en Guðjón varð eftir. Þau gengu niður í Dráttarbrautina og skoðuðu sig um. Ekki nefndi Sævar Marinó neitt, í hvaða tilgangi þetta væri. Ákærða sá ekki neitt

 

 

Bls. 532

 

fólk á ferli í Dráttarbrautinni og varð ekki vör við sendibifreiðina. Ákærðu héldu aftur að bifreiðinni, og hafði þá Guðjón snúið henni við. Var nú ekið að "sjoppu", og fór Sævar Marinó þar inn. Sá ákærða, að hann stóð við afgreiðsluborðið og var að tala í símann, en ekki veit hún, við hvern hann talaði.

Í lögregluskýrslu segir ákærða, að Sævar Marinó hafi farið inn í "sjoppu", sem er við hliðina á Aðalstöðinni í Keflavík, og talað um að hringja þar. Ákærða man ekki, hvort það var, eftir að þau voru búin að fara í Dráttarbrautina í fyrra skiptið eða þegar þau komu til Keflavíkur. Sævar Marinó var mjög stuttan tíma inni í "sjoppunni" og talaði um, þegar hann kom í bifreiðina, að of margt fólk hefði verið þar og hann hefði því ekki hringt. Ákærða kveður bifreiðina hafa staðið á plani við "sjoppuna", en ákærða minnist þess ekki, að hún hafi séð þangað inn.

 

Síðan segir áfram í dómskýrslunni, að þegar Sævar Marinó kom aftur, hafi verið ekið að Hafnarbúðinni og staðnæmst þar á móts við vigt. Ákærða man þar eftir gulu skilti með áletrun, sem hún var að reyna að lesa. Sævar Marinó bað Kristján Viðar að fara inn í Hafnarbúðina til að hringja. Lét Sævar Marinó hann fá einhvern miða með símanúmeri, en ákærða kveðst eigi hafa heyrt, að hann nefndi neitt mannsnafn. Ákærða man ekki eftir, að Guðjón hafi látið Sævar Marinó fá miða. Kristján Viðar fór á brott, en ákærða sá ekki, hvert hann fór, og veit ekki, hvort hann fór inn í Hafnarbúðina. Kristján Viðar var í burtu í nokkra stund. Þegar hann kom aftur, settist hann inn í bifreiðina, og var beðið um stund. Eftir nokkurn tíma kom maður, og var honum hleypt inn í bifreiðina.

 

Í lögregluskýrslu segir ákærða, að maður, sem hún þekkti ekki, hafi verið með Kristjáni Viðari, þegar hann kom aftur að bifreiðinni. Ákærða man ekki eftir því, að maðurinn kynnti sig eða hún heyrði nafn hans nefnt. Maðurinn settist inn í bifreiðina í aftursæti hægra megin fyrir aftan Sævar Marinó. Ákærða man ekki, hvort hún sat við hlið mannsins eða hvort Kristján Viðar sat á milli þeirra. Ákærða þekkti ekki manninn.

Ákærða sá myndir af Geirfinn Einarssyni og segir, að það hafi verið hann, sem kom í bifreiðina.

 

Þegar Geirfinnur var kominn inn í bifreiðina, var ekið um Keflavík og rætt við hann. Var það aðallega Sævar Marinó, sem ræddi við Geirfinn. Ákærða man eftir því, að Sævar Marinó og

 

Bls. 533

 

að einhverju leyti Guðjón fóru fram á það við hann að selja sér upplýsingar um, hvar smyglaður spíritus væri geymdur. Geirfinnur sagðist ekkert geta hjálpað þeim í þeim efnum. Kvaðst hann ekki vita um neinn slíkan geymslustað. Sævar Marinó bauð Geirfinni peninga, ef hann vildi vísa á geymslustaðinn, en ákærða man ekki, að nein upphæð væri nefnd í því sambandi. Var rætt um þetta fram og aftur, og færðist hiti í umræðurnar. Ákærðu rámar í, að Geirfinnur hafi viljað komast út úr bifreiðinni og gert einhverjar tilraunir í þá átt, en verið hindraður í því. Hafi byrjað sviptingar í bifreiðinni, en ekki getur ákærða skýrt frá því nánar. Ákærða man ekki, hvort Geirfinnur hafði orð á því að kalla á lögregluna. Ákærða getur ekki sagt frekar um það, sem gerðist í bifreiðinni, en ekið var áleiðis í Dráttarbrautina. Ákærða man ekki, hvort það var Sævar Marinó, sem sagði, að aka ætti þangað, eða hvort Guðjón gerði það ótilkvaddur. Þegar í Dráttarbrautina kom, nam Guðjón staðar til hliðar við bryggju, en nokkuð fyrir ofan hana.

 

Í lögregluskýrslu kveður ákærða sendibifreiðina, sem var á Vatnsstíg, hafa verið þarna fyrir, og einnig man hún eftir því að hafa séð lítinn bát eða trillu við bryggjuna. Ákærða sá ekki ökumann sendibifreiðarinnar og varð ekki vör við neinar mannaferðir, hvorki við bátinn né sendibifreiðina. Þessi sendibifreið var mjög svipuð þeirri bifreið, sem frændi Kristjáns Viðars var á, þegar hann flutti fyrir ákærðu húsgögn frá Álfheimum að Hjallavegi í ágúst árið 1974, en ákærða veit ekki, hvort þetta þar sama bifreiðin.

 

Síðan segir áfram í dómsframburði ákærðu, að Sævar Marinó hafi opnað skjalatösku, sem hann var með, þegar numið hafði verið staðar, og tekið fram búnt af 5.000 króna seðlum. Ákærða veit ekki, hve margir seðlarnir voru. Hann rétti Geirfinni seðlabúntið. Geirfinnur tók við því, en henti því að því búnu frá sér. Lentu seðlarnir á gólfinu frammi í bifreiðinni, þar sem Sævar Marinó sat. Annað hvort Sævar Marinó eða Guðjón fór fyrst út úr bifreiðinni, en síðan Geirfinnur og Kristján Viðar. Ákærða sat eftir inni í bifreiðinni. Hún kveðst, að því er greinir í lögregluskýrslu, hafa farið út skömmu á eftir meðákærðu og Geirfinni og staðið við bifreiðina, þegar átökin hófust. Þjarkið við Geirfinn hélt áfram, eftir að út úr bifreiðinni kom. Ákærða varð þess vör, að Geirfinnur var orðinn óttasleginn, áður en hann fór út úr bifreiðinni. Meðákærðu og Geirfinnur gengu nokkurn spöl í átt að sjónum. Ákærða heyrði ekki, hvað þeir ræddu um, en

 

 

Bls. 534

 

veitti því athygli, að Geirfinnur ætlaði að reyna að fara burtu fram hjá meðákærðu, sem stóðu andspænis honum. Þegar hann ætlaði að ganga brott milli þeirra Sævars Marinós og Kristjáns Viðars, greip Guðjón í vinstri handlegg hans og stöðvaði hann. Alveg í því réðust þeir Kristján Viðar og Sævar Marinó á Geirfinn. Hófust nú átök, sem ákærða kveðst ekki geta greint frá í einstökum atriðum. Ákærða sá, að meðákærðu börðu Geirfinn. Þeir Kristján Viðar og Guðjón notuðu hnefana, en Sævar Marinó eitthvert barefli, sem ákærða sá ekki, hvað var. Átökin verkuðu þannig á ákærðu, að svipta ætti Geirfinn lifi, en ekki að pynta hann til sagna. Geirfinnur hrópaði aldrei á hjálp, á meðan á átökunum stóð. Ákærða kveður Geirfinn hafa verið barinn, uns hann féll til jarðar og lá hreyfingarlaus. Sævar Marinó kom þá til ákærðu og sagði henni að fara heim. Hann lét ákærðu fá peninga, 5.000 krónur að hún telur. Ákærða man ekki, hvort Sævar Marinó nefndi það, hvernig hún ætti að koma sér heim. Hann sagði við hana eitthvað á þá leið, að það væri ekki gott fyrir kvenfólk að sjá það, sem þarna væri að gerast. Ákærða hélt strax brott úr Dráttarbrautinni.

 

Í lögregluskýrslu segir ákærða, að Geirfinnur hafi verið kominn á hnén í átökunum, þegar ákærði Sævar Marinó kom til hennar og hún fór á brott.

Ákærða kveðst ekki muna eftir fatnaði Geirfinns, þegar hann kom upp í bifreiðina, en í Dráttarbrautinni man hún eftir, að hann var í dökkri kuldaúlpu. Nánar um fatnað hans man hún ekki.

Ákærða hélt úr Dráttarbrautinni að rauðu húsi, sem var þar skammt frá. Hún var mjög óttaslegin og hrædd um líf sitt. Húsið var opið og mannlaust. Ákærða fór inn í húsið og út í eitt horn þess, en hvaða horn það var, getur hún ekki sagt um. Ákærða settist á eitthvert dót, sem var inni í húsinu. Hún reykti marga vindlinga, á meðan hún dvaldist í húsinu. Ákærða hefur enga hugmynd um, hvað klukkan var, þegar hún fór inn í húsið. Ákærða veit ekki, hvort meðákærðu leituðu að henni. Hún hafði gleymt dökkblárri terelinekápu í bifreiðinni. Var hún yfirhafnarlaus, og henni var kalt. Ákærða man ekki, hvort veski hennar varð eftir í bifreiðinni. Ákærða dvaldist í húsinu, þar til kominn var dagur. Hún man ekki, hvað klukkan var, þegar hún fór á brott. Ákærða man ekki eftir veðrinu að öðru leyti en því, að kalt var og snjór á jörðu. Ákærða hélt gangandi frá

 

 

Bls. 535

 

húsinu í átt til Reykjavíkur. Þegar hún hafði gengið í nokkrar mínútur, kom bifreið, og gaf hún ökumanni bendingu um að nema staðar. Bifreið þessi var annað hvort af Moskvitch eða Skoda gerð, en um litinn getur ákærða ekki sagt. Ökumaður bifreiðarinnar nam staðar strax. Ákærða sagði ökumanninum, að hún væri að fara til Grindavíkur, og bað hann um far. Hana minnir, að maðurinn hafi sagst vera að fara til Reykjavíkur. Ákærða sá hjá rannsóknarlögreglu Guðmund Sigurð Jónsson, sem telur sig hafa verið þarna á ferðinni og tekið hana upp í bifreiðina. Hún telur, að það hafi verið hann, sem ók bifreiðinni. Ákærða man, að hún ræddi eitthvað við ökumanninn. Spurði hann ákærðu um starf hennar í Grindavík. Ákærða sagðist vera að vinna þar í fiski. Ákærða man, að maðurinn sagðist vera frá Vestmannaeyjum. Eitthvað spjölluðu þau meira, sem ákærða man ekki nánar um. Að ósk ákærðu hleypti ökumaðurinn henni út úr bifreiðinni á Reykjanesbrautinni við mót vegarins til Grindavíkur. Ákærðu var kynntur framburður Guðmundar Sigurðar Jónssonar. Hún kveðst ekki efast um, að það sé rétt, sem Guðmundur Sigurður Jónsson segir, en hún man ekki betur eftir þessu en hún hefur skýrt frá.

 

Ákærða hafði verið örstutt á vegamótunum, þegar maður á "trukk" kom akandi í átt til Reykjavíkur. Ákærða gaf manninum bendingu um að nema staðar og fékk hún far með honum til Hafnarfjarðar. Ákærða fór úr bifreiðinni við strætisvagnabiðstöð á Strandgötu. Ákærða telur, að hún hafi sagt manninum, að hún byggi í Hafnarfirði. Ákærða fór frá Hafnarfirði til Reykjavíkur í strætisvagni og tók einnig strætisvagn heim til sín að Hjallavegi 31, en þangað var hún komin um kl. 1200.

 

Í lögregluskýrslu skýrir ákærða frá því, að Sævar Marinó hafi sagt sér eftir atburðinn í Keflavík, að hann hefði talað við Geirfinn í Klúbbnum hinn 17. nóvember 1974, en ekki nefnt neitt, hvað þeir hefðu rætt saman. Ákærða var fullkomlega viss um, að Sævar Marinó hafi vitað fyrirfram, hvað átti að eiga sér stað í Keflavíkurferðinni, og þegar hann sagði ákærðu að fara til Reykjavíkur _á puttanum", hafi hann ekki viljað láta hana sjá, hvað þarna átti að gerast.

Ákærða kveðst ekki geta svarað því ákveðið, af hverju Sævar Marinó vildi hafa hana með til Keflavíkur, en hún kvað það alveg víst, að hún hafi ekki átt að hjálpa til við það, sem til stóð þar. Það hafi aldrei verið talað um, að hún kæmi til greina

 

 

Bls. 536

 

sem ökumaður, ef svo færi, að Guðjón vildi ekki taka þátt í þessu. Sævar Marinó hafi einungis sagt ákærðu, að hún ætti að koma með í stutta ferð.

Ákærða gat ekki heldur sagt til um, af hverju Sævar Marinó hafi viljað hafa Kristján Viðar með. Hún veit ekki, hvort það var einkum vegna þess, að til stóð að svipta Geirfinn lífi. Ákærða heldur frekar, að Kristján Viðar hafi átt að hjálpa til við að flytja spírann.

Ákærða hafði sjálf engra hagsmuna að gæta í sambandi við viðskipti Sævars Marinós í Keflavík. Það var ekki fyrr en eftir á, að hún komst að því, að samtalið, sem hafði átt sér stað í Klúbbnum, stóð í sambandi við þessa ferð.

 

Ákærða kvaðst ekki geta munað lengur nákvæmlega, hvort talað hafi verið um á leiðinni til Keflavíkur, "að hann ætti að hverfa". Henni finnst hún frekar muna eftir því, að talað hafi verið um, að "það ætti þá að gera það, sem ákveðið hefði verið". Ákærða sjálf hugsaði þá, að hugsanlega ætti að svipta manninn lífi.

Ákærða gat ekki sagt alveg með vissu, hvort eða hvað Geirfinnur gerði rangt, svo að hann var barinn í Dráttarbrautinni. Hún heldur, að ástæðan hafi verið sú, að hann hafi ekki viljað vera samvinnuþýður.

 

Ákærða kveðst auðvitað hafa fundið til með Geirfinni. Það hefði verið unnt fyrir sig að koma í veg fyrir átökin með því að hlaupa í burtu og ná í lögregluna, en hún hafi bara ekki hugsað um það. það sé af sömu ástæðu sem hún stóð þarna við bifreiðina, þangað til Sævar Marinó kom og sendi hana í burtu. Ákærðu kom ekki heldur til hugar að kalla í lögregluna, þegar hún hljóp í burtu og fór inn í rauða húsið. Það eina, sem henni hafi komið til hugar, hafi verið að hlaupa burtu. Ákærða var á þessari stundu heldur ekki hrædd um, að Geirfinnur gæti beðið bana, enda hugsaði hún ekki um það.

 

Síðan segir í dómsframburði ákærðu, að Sævar Marinó hafi komið heim stuttu á eftir henni. Hann minntist ekki á það við hana, sem gerst hafði, að öðru leyti en því, að hann sagði henni að hafa ekki orð á þessu. Seinni part dags fóru þau Sævar Marinó sennilega á Land Rover bifreiðinni og sóttu Volkswagen bifreiðina heim til Guðjóns að Ásvallagötu 46, en Sævar Marinó hafði sagt ákærðu, að bifreiðin væri þar. Sævar Marinó var með lyklana að bifreiðinni, og heldur ákærða, að hann hafi ekki hitt Guðjón. Kápa ákærðu var ekki í bifreiðinni, og sagði

 

 

Bls. 537

 

Sævar Marinó, að hún væri hjá Bjarna Þór á Bergþórugötu 27. Ákærðu þrifu bifreiðina upp, en síðan skiluðu þau henni á bílaleiguna. Ákærða afhenti Guðmundi Magnússyni lyklana. Ákærða sá ekki blóðbletti í bifreiðinni eða annað, sem benti til átaka.

Ákærða kveðst kannast við Pál Konráð Konráðsson. Hún man ekki eftir, að hann hafi stöðvað sig í akstri á Laugavegi hinn 20. nóvember til að ná í yfirhöfn Kristjáns Viðars.

Ákærðu komu Land Rover bifreiðinni til Bjarna Þórs hinn 20. eða 21. nóvember, og hann gerði við bensíngjöf og hemla. Ákærða minnist þess ekki að hafa séð kápu sína heima hjá Bjarna Þór, en Sævar Marinó hafi sagt sér, að hann hafi farið í henni til Bjarna Þórs og gleymt henni þar. Sævar Marinó var oft í kápunni, en ákærða man ekki, hvort hann var í henni í þetta skipti.

 

Í lögregluskýrslunni 13. desember sagði ákærða, að hún hefði ekið Land Rover bifreiðinni að Bergþórugötu, þar sem Bjarni Þór hafi gert við bensíngjöfina. Man ákærða, að Sævar Marinó var þá í kápunni, sem hún hafði gleymt í Volkswagen bifreiðinni í Keflavík að kvöldi 19. nóvember 1974. Ákærða heldur, að Sævar Marinó hafi skilið kápuna eftir heima hjá Bjarna Þór, þegar þau voru þar, en það var eftir kvöldmat, og heldur ákærða, að það hafi verið á fimmtudagskvöldi frekar en á föstudagskvöldi, en í sömu viku og þau fóru til Keflavíkur.

 

Síðan segir í framburði ákærðu í dómi, að hún hafi farið á Land Rover bifreiðinni beint frá Bjarna Þór að Grettisgötu 82 og Sævar Marinó verið með henni. Þó geti verið, að þau hafi sótt Guðjón. Ákærða kveðst ekki alveg geta staðhæft, hvaða dag þetta var, hvort það hafi verið 20. eða 21. nóvember. Sævar Marinó sagði ákærðu ekki, hvert erindið væri. Hann sagði henni að aka bifreiðinni á bak við húsið og þar aftur á bak inn í húsasund að kjallaradyrunum að Grettisgötu 82. þau Sævar Marinó fóru inn í kjallarann og síðan upp á hæðina til Kristjáns Viðars. Guðjón Skarphéðinsson var staddur hjá Kristjáni Viðari. Ákærða man eftir, að hún fann vonda lykt, þegar hún fór í gegnum kjallarann, og var lyktin svipuð og var í Land Rover bifreiðinni síðar. Ákærða sá ekki í kjallaranum neitt, sem vakti sérstaka athygli hennar. Þegar upp í íbúðina til Kristjáns Viðars kom, var ráðgast um, hvað gera ætti við lík Geirfinns, en ákærða vissi þá ekki, að það væri geymt í kjallaranum að Grettisgötu 82. Rætt var um, hvar grafa ætti líkið, og komu ýmsir staðir til tals, svo sem Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun og úti á Álfta-

 

 

Bls. 538

 

nesi. Endirinn varð sá, að ákveðið var að flytja líkið upp í Rauðhóla og grafa það þar. Ákærða var ein inni í herbergi Kristjáns Viðars, á meðan meðákærðu fóru niður í kjallarann. Þeir voru þarna nokkra stund, og var ákærðu farin að leiðast biðin. Sævar Marinó kom upp í íbúðina og sótti ákærðu. Þegar ákærða kom að bifreiðinni, var búið að bera lík Geirfinns út í hana. Tveir pakkar voru í bifreiðinni og var vafið um þá plasti og einhvers konar fatnaði. Annar pakkinn var stærri og gæti stærð hans samsvarað því, að í honum hafi verið lík af manni. Hinn pakkinn var um 1/3 af lengd stærri pakkans, en jafn breiður. Band var hnýtt utan um pakkana. Ákærða kveðst hafa ekið bifreiðinni. Sævar Marinó hafi setið í framsæti við hlið hennar og Guðjón við hlið hans, en Kristján Viðar í aftursæti.

 

Í lögregluskýrslu hinn 13. desember getur ákærða þess ekki, að Guðjón hafi verið með. Ákærða kveður Sævar Marinó hafa sagt sér að aka eitthvað austur og fara varlega. Ákærða fann mjög vonda lykt í bifreiðinni, eins og af úldnu kjöti, og spurði hún Sævar Marinó að því, af hverju þessi lykt væri. Hann svaraði því ekki á annan hátt en að snúa út úr fyrir henni.

Á leiðinni upp í Rauðhóla var staðnæmst við Nesti á Ártúnshöfða, og Sævar Marinó tók bensínbrúsa, sem var í bifreiðinni. Sagðist hann ætla að taka bensín á hann. Brúsi þessi, sem var úr blikki og með einhverri áletrun, tók 5 lítra. Þeir Sævar Marinó og Guðjón fóru og tóku bensín á brúsann, og var að því búnu ekið áfram áleiðis upp í Rauðhóla.

 

Í lögregluskýrslu segir, að þegar kom að afleggjaranum, sem liggur að Rauðhólum, hafi Sævar Marinó sagt henni að aka inn á afleggjarann. Ákærða ók síðan samkvæmt fyrirsögn Sævars Marinós, og heldur hún, að hún hafi farið fyrsta afleggjara til hægri inn í Rauðhólana. Ákærða ók yfir einhverjar ójöfnur, og stöðvaði hún síðan bifreiðina, þar sem Sævar Marinó sagði henni.

Síðan segir áfram í dómsframburði ákærðu, að þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón hafi farið út úr bifreiðinni og byrjað að grafa gryfju. Ákærða var fyrst í stað í bifreiðinni, en þorði ekki að vera þar og fór út, þar sem hún var viss um, að lík væri í bifreiðinni. Ákærða man ekki eftir nema einni skóflu, sem notuð var við gröftinn, en þó geti verið, að um tvær hafi verið að ræða. Ákærða kveðst ekkert vita, hvaðan skóflan eða skóflurnar voru. Man hún ekki eftir, að haki hafi verið hafður meðferðis. Hún kannast ekki við að hafa sótt skóflur til Guðjóns, og ekki kannast hún við að hafa verið með, þegar skófl-

 

 

Bls. 539

 

um var skilað til hans. Vissi hún ekkert um skófluna eða skóflurnar, fyrr en hún sá hana eða þær í bifreiðinni. Ákærða sá skóflu þá, sem rannsóknarlögreglan lagði hald á. Hún kveðst ekki geta sagt um, hvort skófla þessi var notuð við gröftinn, en skófla sú, sem var notuð, var alveg sams konar. Þegar búið var að grafa gryfjuna, sem var um 2 metrar á lengd og hnédjúp, voru báðir pakkarnir sóttir og settir ofan í hana. Sævar Marinó kom með brúsann og hellti bensíni yfir. Kveikt var síðan í, en ákærða veit ekki, hver gerði það.

 

Í lögregluskýrslu segir ákærða, að það hafi verið Sævar Marinó, sem kveikti í. Mikill eldur gaus upp, og kom upp vond lykt, eins og af úldnu kjöti, sem brennt er. Líkið, sem henni hafði virst vera í eðlilegri stærð, hafi herpst saman.

Þegar eldurinn var um það bil að slokkna, var mokað ofan í gryfjuna. Ákærða fór þá inn í bifreiðina, og sá hún, að þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar voru að velta stórum steini ofan í gröfina. Ákærða kveður þetta hafa gerst skömmu fyrir miðnætti. Meðákærðu komu að þessu loknu í bifreiðina. Sagði Sævar Marinó, að nú væru þeir lausir við þetta. Átti hann þar við líkið og málið allt saman, og tók Kristján Viðar undir það. Ákærða ók síðan af stað til Reykjavíkur. Sögðu bæði Sævar Marinó og Kristján Viðar, að hún mætti ekki segja frá þessu, alveg sama hver spyrði. Kristjáni Viðari var fyrst ekið heim, síðan Guðjóni, en að því búnu héldu þau Sævar Marinó heim til sín á Hjallaveg, og var þá klukkan um 0100 eða 0200. Þegar þau komu þangað, ítrekaði Sævar Marinó það við ákærðu, að hún mætti ekki skýra frá þessu, og ef einhver spyrði hana, ætti hún að segja, að Klúbbmenn og Einar bróðir hennar væru við þetta riðnir, en Sævari Marinó var mjög illa við Einar, og ákærða var einnig reið út í hann. Þegar líkflutningurinn átti sér stað, var mikið myrkur en þurrt veður.

 

Ákærða kveðst hafa verið heitbundin ákærða Sævari Marinó á þessum tíma.

Hún bauðst ekki til þess að aka líkinu í Rauðhólana og gerði það ekki af fúsum vilja. Sævar Marinó hafi krafist þess af sér og hún engum andmælum hreyft við því. Ef ákærða hefði neitað, hefði hann ef til vill barið hana og hún getað átt von á hverju sem var. Ákærða kveðst ekki geta greint nánar frá felustað líksins en hún hefur gert

Ákærða hefur skýrt frá því hjá lögreglu, að nokkrum dögum síðar, að ákærða heldur næstu helgi á eftir, hafi þau Sævar

 

 

Bls. 540

 

Marinó verið stödd að Grýtubakka 10. Sævar Marinó lagði þá enn áherslu á það við hana, að hún mætti ekki segja frá því, sem gerst hefði, og átti þar við atburðinn í Keflavík og í Rauðhólum. Hann tók fram, að það væri alveg sama, hver spyrði hana um það, hún ætti alltaf að segja, að það væru Klúbbmennirnir, sem stæðu á bak við þetta. Sævar Marinó sagði einnig, að þetta hefði allt farið út um þúfur, þar sem hann hefði tekið vitlausan mann. Þá mundi ákærða eftir því, að Sævar Marinó hafði, áður en þau fóru til Keflavíkur, talað um einhvern Geira, og er ákærða viss um, að það var í sambandi við atburðinn í Keflavík. Þegar Sævar Marinó sagði, að allt hefði farið út um þúfur og hann hefði tekið vitlausan mann, var ákærða viss um, að Geiri, sem Sævar Marinó hafði talað um, var einhver annar en Geirfinnur.

 

Þá segir áfram í skýrslunni, að þennan sama dag hafi ákærðu öll hist að Grettisgötu 82. Sögðu þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar Guðjóni þar frá því, að þeir hefðu brennt lík Geirfinns, en ákærða man ekki, hvort þeir töluðu um, að það væri í Rauðhólunum. Ákærðu virtist Guðjón taka því sem sjálfsögðum hlut. Þá komu þeir Kristján Viðar, Sævar Marinó og Guðjón sér saman um það, að þeir skyldu nefna Klúbbmennina, ef þeir yrðu spurðir um Geirfinnsmálið. Sævar Marinó spurði ákærðu þá að því, hverjir væru í þessari Klúbbklíku, og sagði ákærða honum, að það væru Valdimar Olsen, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Einar Bollason og tveir nafngreindir menn.

 

Ákærða greindi frá því í dómsframburði, að hún myndi, að einhvern tíma hefði verið rætt um það, að lík Geirfinns mundi ekki finnast, og sagði Sævar Marinó í því sambandi, að það væri eina sönnunargagnið í málinu. Var rætt um að benda á hina og þessa staði til að villa um fyrir lögreglunni, ef málið kæmist upp.

Ákærða kveðst hafa verið stödd að Grýtubakka 10 í lok nóvember eða byrjun desember 1974 ásamt Sævari Marinó. Ákærða man eftir því, að Sævar Marinó átti þarna símtal við einhvern mann, sem hún veit ekki hver var. Í símtalinu sagði Sævar Marinó að flytja þyrfti "þetta". Hann tilgreindi ekki nánar, hvað "þetta" væri, en seinna áttaði hún sig á því, að um lík Geirfinns væri að ræða. Sagði Sævar Marinó í símtalinu, að ekki væri hægt að hafa "þetta", þar sem það væri. Sævar Marinó minntist aldrei á það við ákærðu, hvort líkið hefði verið flutt.

 

Ákærða hefur skýrt frá því í lögregluskýrslu, að þegar hún

 

Bls. 541

 

kom heim frá Kaupmannahöfn vorið 1975, hafi hún ekið Sævari Marinó í Rauðhóla. Telur hún víst, að hann hafi verið að kanna, hvort nokkur ummerki sæjust eftir verknað hans og Kristjáns Viðars. Ákæra kveðst hafa skýrt lögreglunni frá því, hvert hún ók þá í Rauðhóla, og sé það satt og rétt. Telur ákærða, að þau hafi ekið sömu leið þá og þegar þau fóru með líkið, en hún treystir sér ekki til að benda nákvæmlega á staðinn, þar sem þá var myrkur. Gröfin var grafin í jaðri á stórum hól, og voru stórir steinar þar nálægt, fleiri heldur en meðákærðu höfðu velt yfir gröfina.

 

Í einum af framburðum ákærðu skýrði ákærða frá því, að hún hefði skotið Geirfinn Einarsson í Dráttarbrautinni. Í síðari framburði sagði hún, að þetta væri ekki rétt. Ástæðuna fyrir þessum framburði kvað ákærða vera þá, að hún hafi kvalist af samviskubiti, þar sem hún hafði "logið upp sök á tvo menn", sem sátu í gæsluvarðhaldi vegna máls þessa. Hafi hún viljað taka á sig sökina til að losa um mennina.

Ákærða var samprófuð 5. júlí sl. við ákærða Sævar Marinó um það, sem á milli ber í framburðum þeirra.

 

Ákærða kveðst ekki muna eftir því, sem ákærði Sævar Marinó segir, að hann hafi sagt henni hinn 18. nóvember 1974 frá samtalinu við Geirfinn og væntanlegum viðskiptum. Sig rámi í, að ákærði hafi sagt sér þennan dag, að hann ætlaði að eiga einhver viðskipti við mann, sem hann hefði hitt í Klúbbnum með Kristjáni Viðari.

Ákærðu segja bæði, að þau hafi farið á bílaleiguna Geysi hinn 19. nóvember 1974, seinni part dags, og fengið Volkswagen bifreið leigða hjá forstöðumanni bílaleigunnar, Guðmundi Magnússyni, án þess að um það væri gerður skriflegur samningur. Þeim var kynnt það, sem Guðmundur Magnússon segir um þetta, en þau segja framburð sinn réttan um þetta engu að síður.

 

Ákærðu halda því bæði fram, að þau hafi verið á kvikmyndasýningu á Kjarvalsstöðum að kvöldi 19. nóvember 1974, svo sem í framburðum þeirra greinir.

Ákærði Sævar Marinó heldur fast við framburð sinn um það, hvernig Kristján Viðar hafi verið klæddur. Ákærða kveðst ekki muna þetta fyrir víst. Geti verið, að Kristján Viðar hafi verið öðruvísi klæddur en hún hefur skýrt frá.

Ákærðu Erlu var kynnt það, sem ákærði Sævar Marinó hefur skýrt frá, að Guðjón hafi verið sestur undir styri á Volkswagen bifreiðinni á Vatnsstíg, þegar ákærðu Sævar Marinó og

 

 

Bls. 542

 

Kristján Viðar komu þangað. Ákærða kveðst halda fast við það, sem hún hefur skýrt frá um þetta atriði. Ákærði Sævar Marinó segir eftir nánari athugun, að það geti verið rétt, sem ákærða Erla segir, að Guðjón hafi komið upp í Volkswagen bifreiðina neðar á Vatnsstígnum, á móts við sendibifreiðina. Ákærði Sævar Marinó kveðst muna greinilega eftir því, að Guðjón hafi setið undir stýri Volkswagen bifreiðarinnar, þegar ákærði og Kristján Viðar töluðu við Sigurð Óttar. Ákærðu héldu fast við framburð sinn um það, hvar bifreiðunum hefði verið lagt, þegar niður á Vatnsstíg kom, og náðist ekki samræmi.

 

Lesið var upp úr framburðum ákærðu um það, sem talað var í bifreiðinni á leiðinni til Keflavíkur. Vísuðu þau til framburða sinna um þetta, og náðist ekki samræmi.

Ákærða Erla kveðst ekkert muna, hvað Kristján Viðar sagði, þegar hann kom í bifreiðina aftur við Hafnarbúðina í seinna skiptið.

Lesnir voru framburðir ákærðu um það, sem gerðist í bifreiðinni í Keflavík, eftir að Geirfinnur kom inn í hana. Sagði ákærði Sævar Marinó framburð ákærðu Erlu réttan að undanskildu því, að engar ryskingar hefðu átt sér stað í bifreiðinni, og einnig að ekið hefði verið rakleitt í Dráttarbrautina, en ekki um Keflavík.

 

Framburðir ákærðu um átökin í Dráttarbrautinni voru lesnir í dóminum. Hélt hvort þeirra fast við framburð sinn um átökin, og náðist ekki samræmi.

Ákærðu var kynntur framburður ákærða Sævars Marinós um skil á Volkswagen bifreiðinni. Hún kveðst, svo sem hún hefur áður skýrt frá, hafa afhent Guðmundi Magnússyni lyklana að bifreiðinni. Ákærði kannast ekki við að hafa verið með ákærðu Erlu, þegar hún skilaði Guðmundi Magnússyni lyklunum.

Ákærði Sævar Marinó heldur fram sem áður, að þau hafi sótt Guðjón vestur á Ásvallagötu 46 og hafi hann haft a. m. k. eina skóflu meðferðis. Ákærða Erla kveðst ekki muna um þetta fyrir víst, en ekki vilja mótmæla því. Ákærðu ber saman um, að Guðjón hafi verið að Grettisgötu 82 að kvöldi hins 21. nóvember 1974 að ákærði Sævar Marinó segir, þegar lík Geirfinns var flutt þaðan upp í Rauðhóla, en annað hvort 20. eða 21. nóvember að því er ákærða Erla segir. Ákærði Sævar Marinó kveður Guðjón hafa aðstoðað við að bera líkið út í bifreiðina. Ákærða Erla kveðst hafa verið inni í herbergi Kristjáns Viðars að Grettisgötu 82, þegar líkið var borið út. Ákærði Sævar Marinó heldur

 

 

Bls. 543

 

því fram, að tvær skóflur hafi verið hafðar með í ferðina svo og haki. Ákærða Erla man ekki eftir nema einni skóflu.

Ákærða Erla kveður tvo pakka hafa verið í bifreiðinni, þegar lík Geirfinns var flutt upp í Rauðhóla, svo sem í framburði hennar greinir. Ákærði neitar að hafa séð nema einn pakka, sem var lík Geirfinns.

Ákærðu staðfesta framburði sína um, hvar þeir ákærðu Sævar Marinó og Guðjón hafi setið í bifreiðinni á leiðinni upp í Rauðhóla, en þeim ber saman um, að Guðjón hafi verið með í ferðinni. Ákærði kveðst hafa verið ölvaður og ekki muna þetta greinilega. Ákærða kveður það ekki rétt, að ákærði Sævar Marinó hafi verið ölvaður.

 

Ákærða Erla segir, að tekið hafi verið bensín í Nesti á Ártúnshöfða. Ákærði Sævar Marinó man ekki eftir því, en brúsi, sem Kristján Viðar átti, hafi verið hafður meðferðis.

Ákærði Sævar Marinó kveður þá Kristján Viðar og Guðjón hafa hjálpast að því að grafa gröf fyrir líkið. Ákærða kveðst ekki hafa fylgst með þessu. Ákærði Sævar Marinó telur, að hann hafi hellt bensíni yfir líkið og kveikt í. Ákærðu neita bæði að hafa hreyft við líkinu eftir 21. nóvember 1974.

Ákærða Sævari Marinó var kynnt það, sem ákærða Erla segir um símtal, sem hann átti að Grýtubakka 10 í lok nóvember eða byrjun desember, þar sem rætt hafi verið um flutning á líki Geirfinns, að hún heldur. Ákærði kannast ekki við símtal þetta.

 

Ákærðu Erlu var kynntur framburður ákærða um það, að hún hafi sagt við hann, að hún hefði ásamt Kristjáni Viðari og einhverjum óþekktum manni flutt lík Geirfinns úr Rauðhólum. Ákærða kannast ekki við að hafa sagt þetta.

Ákærða Sævari Marinó var kynntur framburður ákærðu um, að hann hafi sagt, að fela þyrfti lík Geirfinns vel, því að það væri eina sönnunargagnið í málinu. Ákærði kannast ekki við að hafa sagt þetta.

Ákærða Erla var samprófuð við ákærða Kristján Viðar 6. júlí sl., svo sem áður greinir.

 

Ákærða kveðst halda fast við framburð sinn í málinu. Ákærði Kristján Viðar hafi verið með í ferðinni til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974 og átt þátt í átökunum við Geirfinn Einarsson.

Framburður ákærðu um átökin var lesinn upp. Ákærði Kristján Viðar kveður framburðinn rangan, hann hafi ekki verið staddur í Dráttarbrautinni í Keflavík hinn 19. nóvember 1974.

 

Bls. 544

 

Samræmi náðist ekki í framburðum ákærðu, og hélt hvort fast við framburð sinn.

Ákærðu Erla og Guðjón voru samprófuð hinn 12. júlí sl.

 

Ákærða Guðjóni var kynntur framburður ákærðu Erlu frá 4. júlí sl. um það, er hún og ákærði Sævar Marinó hittu hann á veitingahúsinu Mokka hinn 18. nóvember 1974, kl. 1700.

Ákærði Guðjón kvaðst vísa til fyrri framburðar.

Lesið var úr framburði ákærðu Erlu um komuna að Lambhóli við Starhaga að kvöldi 19. nóvember 1974. Ákærða man ekki eftir að hafa farið þar inn umrætt sinn, en ákærði Guðjón kveðst halda fast við framburð sinn um þetta atriði. Ákærða Erla neitar því, að einhver þriðji maður hafi verið með þeim Sævari Marinó, en ákærða Guðjón minnir fastlega, að svo hafi verið. Ákærða telur sig hafa numið staðar við heimili ákærða Guðjóns á Ásvallagötu, þegar hún kom frá Lambhóli. Ákærða man ekki, hvort hún hafi ekið sömu leið og ákærðu Guðjón og Sævar Marinó fóru.

 

Ákærða Erla kvaðst staðfesta þann framburð sinn, að ákærðu Guðjón og Sævar Marinó hafi farið inn til ákærða Guðjóns, þegar að Ásvallagötu 46 kom, en ákærði Guðjón kvað þetta ekki rétt. Ákærða Erla kannast ekki við, að neinn þriðji maður hafi farið úr bifreið hennar í nánd við heimili ákærða Guðjóns að Ásvallagötu 46 umrætt sinn. Ákærðu staðfestu framburði sína um komuna á Vatnsstíg og brottför þaðan. Ákærði Guðjón gerði engar sérstakar athugasemdir við framburði ákærðu Erlu um þetta.

 

Ákærða Erla kveðst staðfesta það, sem hún hefur greint frá um ferðina til Keflavíkur. Ákærði Guðjón vísaði til framburðar síns um þetta atriði. Hann er ekki öruggur um, hvort staðnæmst hafi verið á bensínstöð í Hafnarfirði á leiðinni, en það megi vel vera.

Ákærði Guðjón segir, að hann telji, að þau hafi verið við bíóið í Keflavík frá kl. 2200 til kl. 2210.

Ákærðu staðfestu bæði framburði sína um það, sem gerðist í Keflavík eftir komuna þangað hinn 19. nóvember 1974.

 

Lesið var úr framburðum ákærðu um það, sem gerðist í bifreiðinni, eftir að Geirfinnur kom í hana. Ákærði Guðjón minnist þess ekki, að ekið hafi verið um Keflavík á leiðinni í Dráttarbrautina. Hann segir það mega vera rétt hjá ákærðu, að eitthvert orðaskak hafi orðið. Ákærði man ekki til þess, að Geir-

 

Bls. 545

 

finnur hafi farið fram á að fá að fara úr bifreiðinni. Tók hann fram í því sambandi, að leiðin frá Hafnarbúðinni í Dráttarbrautina væri örstutt. Ákærði varð þess ekki var, að sviptingar yrðu í bifreiðinni, en þorir ekki að taka fyrir það. Ákærðu vísa til fyrri framburða sinna um það, sem gerðist á leiðinni í Dráttarbrautina.

 

Lesið var úr skýrslum ákærðu Erlu um átökin við Geirfinn Einarsson í Dráttarbrautinni. Ákærði Guðjón kveður það vera rétt hjá ákærðu Erlu, sem hún segir um peningana, sem ákærði Sævar Marinó bauð Geirfinni, og það, sem gerðist í framhaldi af því. Það sé rétt, að hann hafi farið síðastur út úr bifreiðinni að ákærðu Erlu frátalinni. Hafi peningarnir þá legið á dreif um bifreiðina. Ákærði kveður það rétt hjá ákærðu, að hann hafi tekið í upphandlegg Geirfinns, en telur það misskilning, að Geirfinnur hafi verið að fara á brott. Ákærði ætlaði að fá Geirfinn á brott með sér. Sér hafi verið ljóst, að einhver hafði logið að Geirfinni og eitthvað var bogið við þetta allt saman. Var ætlun ákærða, að Geirfinnur færi óáreittur á brott og ekkert yrði meira úr þessu. Ákærði taldi sig eiga persónulega of mikið á hættu, ef einhver vandræði kæmu upp eða átök yrðu. Ákærði taldi, að Geirfinnur hefði misskilið það, þegar hann tók í handlegg hans. Geirfinnur hafi þó ekki brugðist illa við þessu, en þeim Sævari Marinó og Kristjáni Viðari hafi verið of lausar hendur og eins og neista væri hleypt í púður. Ákærði þorir ekki að fullyrða um nákvæman gang mála eftir þetta. Hann minnist þess ekki að hafa beitt hnefunum, a. m. k. hafi ekkert séð á honum á eftir. Persónulega hafi það ekki vakað fyrir honum að lenda í átökum við Geirfinn. Ákærði getur ekki greint nánar frá átökunum en hann hefur þegar gert.

 

Ákærða Erla staðfesti framburð sinn um átökin.

Ákærði Guðjón man ekki eftir, að barefli eða byssa hafi verið notað í átökunum við Geirfinn, og ekki minnist hann þess að hafa beitt hnefunum.

Ákærði kveðst ekkert frekar hafa að athuga við framburð ákærðu Erlu um átökin. Hann minnist þess ekki að hafa séð Sævar Marinó ganga til ákærðu og fá henni peninga. Varð hann ekki var við, þegar ákærða Erla fór á brott.

Ákærða var kynntur framburður ákærðu Erlu um flutninginn á líki Geirfinns frá Grettisgötu 82 upp í Rauðhóla og greftrun þess þar. Ákærða kvaðst ekki vera örugg um, hvort ákærði Guðjón hafi verið með í ferð þessari, en að öðru leyti staðfesti hún

 

 

Bls. 546

 

framburð sinn. Ákærði Guðjón neitaði með öllu að hafa átt nokkurn þátt í flutningi á líki Geirfinns.

Ákærða Erla man ekki betur en Volkswagen bifreiðin hafi verið á Ásvallagötu 46, þegar þau ákærðu Sævar Marinó sóttu hana hinn 20. nóvember 1974. Ákærði Guðjón kveðst ekki alveg geta komið þessu heim og saman og telja þetta mikið vafamál. Hann telur sig hafa farið heim til sín um nóttina á Fiat bifreiðinni.

Ákærða var kynntur framburður ákærðu Erlu um það, þegar ákærðu hittust að Grettisgötu 82 stuttu eftir 19. nóvember 1974 og ræddu, hvað gera skyldi, ef upp kæmist um þátt þeirra í dauða Geirfinns Einarssonar. Ákærða kveðst staðfesta framburð sinn. Ákærði Guðjón neitar með öllu að hafa hitt meðákærðu að Grettisgötu 82, svo sem hún greinir frá, til að raða, hvað gera skyldi, ef kæmist upp um þátt þeirra í dauða Geirfinns.

 

Ákærði kveður það rétt hjá ákærðu, að hann hafi hitt hana, eftir að henni var sleppt úr gæsluvarðhaldi 20. desember 1975. Þau hafi hist einu sinni á kaffihúsinu Tröð og einu sinni eða tvisvar á heimili hans. Það sé hins vegar rangt hjá ákærðu, að hann hafi hringt til hennar, eins og hún heldur fram, til að leita frétta af yfirheyrslum. Ákærða kveðst halda fast við framburð sinn um þetta. Frekara samræmi náðist ekki í framburðum ákærðu.

H. Svo sem áður er rakið, greinir Sævar Marinó frá því í niðurlagi lögregluskýrslu hinn 9. desember 1976, að Sigurður Óttar Hreinsson, þá til heimilis að Kleppsvegi 4 hér í borg, hafi ekið sendibifreiðinni, er í framburðum ákærðu greinir, til Keflavíkur að kvöldi hins 19. nóvember 1974. Ákærði Kristján Viðar var yfirheyrður um þetta hinn 14. sama mánaðar, og staðfesti hann, að þetta væri rétt.

 

Vitnið Sigurður Óttar Hreinsson var yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglu hinn 13. desember 1976. Í skýrslu rannsóknarlögreglunnar segir, að þegar vitninu hafi verið gerð ljós vitnaskyldan og tilefni yfirheyrslunnar, en það ecu athainir þess síðari hluta árs 1974, skyri það frá því, að það hafi starfað surnarið 1974 við akstur sendibifreiðar af Sendibílastöðinni h/f hér í borginni. Eigandi bifreiðarinnar var Jón Þorvaldur Waltersson, Hj arðarhaga 17 hér í borg. Þetta var sendibifreið af tegundinni Mercedes Benz, að vitnið minnir af árgerð 1971, gul að lit og frambyggð. Vitnið man ekki fyrir víst, hve lengi það ók

 

 

Bls. 547

 

þessari bifreið, en það heldur, að það hafi verið við akstur hennar í júní og júlí 1974.

Vitnið starfaði ekkert frá því það hætti akstri sendibifreiðarinnar fram undir jól, að það best man. Var það lasið um skeið á þessum tíma, lá rúmfast og var undir læknishendi.

Vitnið telur, að það hafi flust í ágústmánuði heim til frænda síns Kristjáns Viðars Viðarssonar og ömmu þeirra að Grettisgötu 82. Þar hélt það til, að það minnir fram undir eða fram yfir jól.

 

Í ágúst fór vitnið nokkrum sinnum með þeim Kristjáni Viðari og Sævari Marinó í veiðiferðir. Töluverð óregla var á Kristjáni Viðari, á meðan vitnið dvaldist hjá honum, og alls konar lausungarlýður lagði lag sitt við hann. Á þessu tímabili var Kristján Viðar um tíma að mestu að Laugavegi 32 sem einhvers konar húsvörður, en kom þó oftast heim á Grettisgötu á nóttunni.

Vitnið kveðst hafa farið í september 1974 í þriggja vikna skemmtiferð til Mallorca og komið heim um miðjan október. Í ferðinni kynntist það Guðmundi Magnússyni, sem hafði með höndum rekstur bílaleigunnar Geysis. Eftir að vitnið kom úr ferðinni, fór það að hafa töluverð samskipti við Guðmund. Það hjálpaði honum við eitt og annað á bílaleigunni og fékk í staðinn lánaðar bifreiðar hjá honum endurgjaldslaust. Vitnið heimsótti Guðmund einnig nokkuð oft.

 

Vitnið var spurt um, hvað það hefði aðhafst hinn 19. nóvember og aðfaranótt hins 20. árið 1974. Vitnið man ekki sérstaklega eftir þessum degi eða nóttinni eftir, en eitt kveðst það vera alveg visst um, að það hafi ekki farið til Keflavíkur. Vitnið hefur sennilega um það bil 10 sinnum komið til Keflavíkur, en aldrei í Dráttarbrautina, enda hefur það ekki átt þangað erindi. Vitnið minnist þess ekki, að það hafi nokkurn tíma ekið einu eða öðru í sendibifreið fyrir Kristján Viðar, Sævar Marinó eða Erlu Bolladóttur. Það rámar í, þegar það hefur verið minnt á það, að það hafi einhvern tíma flutt eitthvert dót fyrir Erlu í hús við Hjallaveg. Heldur vitnið, að hún hafi verið að flytja búferlum, en búslóðin var ekki mikil. Vitnið man ekki, hvort það annaðist flutninginn á sendibifreið eða á Ford Mustang fólksbifreið, sem það átti, en þó sé sennilegra, að það hafi verið Ford Mustang bifreiðin. Vitnið fékk oftar en einu sinni lánaða sendibifreið hjá Jóni Þorvaldi, eftir að það hætti að aka fyrir hann, en minnist þess ekki að hafa notað slíka bifreið í þágu ákærðu.

 

 

Bls. 548

 

Vitninu var bent á, að Sævar Marinó haldi því fram í lögregluskýrslu, að það hafi verið með sendibifreið í Dráttarbrautinni í Keflavík seint að kvöldi hinn 19. nóvember eða aðfaranótt hins 20. árið 1974. Vitnið kveður þetta helber ósannindi, það hafi aldrei komið í Dráttarbraut Keflavíkur og hafi aldrei ekið einu eða neinu í sendibifreið fyrir þá Kristján Viðar og Sævar Marinó.

Vitnið var haft í haldi þar til daginn eftir. Kom það þá til skýrslutöku hjá rannsóknarlögreglunni kl. 1100. Segir vitnið í upphafi skýrslunnar, að eftir langar samræður ætli það nú að segja sannleikann. Vakin var athygli þess á ákv. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 74/1974.

 

Vitnið kvaðst hafa vitað um, að Kristján Viðar hafi átt símtal í nóvember 1974 við einhvern mann í kaffihúsinu Mokka. Það man ekki, hvaða dag þetta var, en það gæti hafa verið í kringum hinn 19. nóvember. Vitnið veit ekki, um hvað samtalið fjallaði. Um kvöldið spurði Kristján Viðar vitnið, hvort það gæti ekið sendiferðabifreið fyrir sig til Keflavíkur. Vitnið veit ekki nákvæmlega, hvert var erindið þangað, ákærði sagði aðeins, að hann ætti að sækja eitthvað. Vitnið hafði þennan dag verið að stilla kúplinguna á gulri Mercedes Benz sendiferðabifreið, sem Jón Þorvaldur Waltersson átti. Vitnið féllst á að fara þessa ferð.

 

Vitnið kom á bifreiðinni nokkru eftir kl. 2100 á Vatnsstíg og lagði henni vinstra megin í götunni í átt að sjónum. Vitnið var eitt síns liðs í bifreiðinni. Skömmu síðar kom Kristján Viðar að bifreiðinni og talaði við vitnið. Hann sagði því, að það ætti að aka til Keflavíkur og bíða suð-vestan við bæinn. Sævar Marinó var ekki viðstaddur samtal þetta.

Vitnið ók af stað og stöðvaði hvergi á leiðinni. Það sá enga aðra bifreið, sem var ekið á undan því eða á eftir. Þegar komið var út fyrir Keflavík, beið vitnið um 20 mínútur. Þá kom Kristján Viðar að bifreiðinni og sagði, að það skyldi aka neðar. Vitnið ók þá bifreiðinni inn í Dráttarbrautina og nam staðar í 10-12 metra fjarlægð frá bryggjunni. Sneri það bifreiðinni við, stöðvaði vélina og slökkti ljósin.

 

Eftir um hálftíma bið kom Kristján Viðar aftur að bifreiðinni og sagði: "Þetta er allt í lagi, það verður ekkert úr þessu, þú getur farið, þú veist ekkert um málið". Vitnið sá engan í Dráttarbrautinni nema Kristján Viðar. Rifa var á glugganum, og heyrði vitnið mannamál. Það tók ekki eftir því, hvort átök

 

Bls. 549

 

áttu sér stað ofar í Dráttarbrautinni. Vitnið tók fram, að það hefði sjálft ekki tekið þátt í neinum átökum.

Vitnið ók bifreiðinni síðan burt úr Dráttarbrautinni áleiðis til Reykjavíkur. Það varð ekki vart við mannaferðir eða sá bifreið, þegar það ók í gegnum Dráttarbrautina. Vitnið nam aldrei staðar á leiðinni til Reykjavíkur, en þangað kom það um kl. 2400. Það ók heim til sín að Grettisgötu 82 og lagði bifreiðinni. Vitnið hélt strax inn í húsið og fór að sofa. Vitnið heldur, að komið hafi verið undir morgun, þegar það vaknaði við það, að Kristján Viðar kom inn í herbergið, sem það svaf í. Hann sagði "halló" við vitnið. Þegar vitnið spurði, hvað hefði gerst, sagði hann, að ekkert hefði skeð, það væri hans mál og vitnið ætti ekki að skipta sér af því. Vitnið og Kristján Viðar sváfu á þessum tíma oftast í sama herbergi. Vitnið heyrði ekki í bifreið um nóttina. Það varð ekki vart við, að neitt væri flutt inn í kjallarann að Grettisgötu 82, og Kristján Viðar nefndi það ekki við vitnið síðar. Vitnið fór eitt ferð þessa á sendiferðabifreiðinni. Það kveðst geta svarið, að engir aðrir hafi verið með og ekki heldur nafngreindur maður.

 

Vitnið kvaðst ekki geta sagt með vissu, hvort það hafi verið hinn 19. nóvember 1974 sem það fór til Keflavíkur, en það er visst um, að það fór um það leyti. Vitnið hugsaði ekki út í fyrr en síðar, þegar búið var að taka Kristján Viðar fastan og blöðin höfðu skrifað um málið, að þetta kvöld hefðu átt sér stað atburðir í sambandi við Geirfinn. Vitnið kveðst taka skýrt fram, að því hafi ekki verið kunnugt um neitt áfengissmygl eða að Geirfinnur ætti hlut að slíku máli, áður en það fór þessa ferð. Það kveðst ekki hafa vitað um neitt slíkt, því hafi aðeins verið sagt að fara. Vitnið fór ferðina ekki vegna peninga, heldur í vináttuskyni við Kristján Viðar.

 

Vitnið tók ekki eftir, að neitt væri falið í kjallara hússins Grettisgötu 82 á þessum tíma, og það veit heldur ekki til þess, að neitt hafi verið flutt úr kjallaranum nokkrum dögum síðar. Vitninu var ekki kunnugt um, að Sævar Marinó hefði sofið í íbúð Kristjáns Viðars um nóttina, a. m. k. ekki í herbergi þess, en hugsanlega gæti hann hafa verið í öðru herbergi.

Vitnið kvaðst hafa sagt allan sannleikann.

Vitnið kom fyrir dóm framangreindan dag hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa. Það var yfirheyrt sem kærði og gætt ákv. 2. mgr. 77. gr. laga nr. 74/1974. Framburður hans er á þessa leið:

 

"Kærði kveðst hafa ekið sendiferðabifreiðinni R 40045 til

 

Bls. 550

 

Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974 og þar niður í Dráttarbraut Keflavíkur. Kærði kveðst hafa farið ferð þessa fyrir frænda sinn Kristján Viðar Viðarsson. Kærði kveðst hafa beðið í um það bil 30 mínútur á staðnum, eða þar til Kristján Viðar kom til hans og sagði, að hann gæti farið".

Í lok skýrslunnar er bókað, að dómarinn muni ákveða innan sólarhrings, hvort kærði verði látinn laus eða settur í gæsluvarðhald.

 

Vitnið var flutt í fangelsið við Síðumúla. Þar skráði það eftirfarandi skýrslu, sem það afhenti lögreglunni:

"Kristján biður mig um að fá sendiferðabíl til þess að flytja fyrir sig einhvern hlut sem hann nefndi ekki hvað væri. Ég spurði hvað það muni vera. Hann svaraði að ég skildi sjá það þegar að því kæmi. Hann nefndi ekki hvert þetta skildi flytjast né það væri fyrir sig einan eða einhver kunningja. Ég byð Jón um að lána mér bílinn þegar hann væri ekki í notkun, daginn eftir. Hann svarar því játandi svo framarlega hann sé ekki í notkun. Dagin eftir um það bil kl. 88.30 tek ég bílinn þar sem hann stóð hér-um-bil á horni grettisgötu og skólavörðustígs og notaði lykilinn sem ég hafði sjálfur, ég ek síðan niður grettisgötu niður frakkastíg og niður laugaveg niður fyri Laug. 32 begi niður Vassstíg stöðva bílinn v. megin rétt fyrir ofan 1001. Þar kemur Kristján og segir mér að ég skuli fara til Keflavíkur. Ég spir hvað ég egi að gera þangað og hvert ég egi fara í Keflavíkina. Hann svarar að ég sjái það þegar ég kæmi þangað, hann sagði einnig að ég ætti að keira Kvík út á enda (þar bíð ég í sirk. 1020 mín). Þá kemur Kristján og segir að ég egi að keyra niðurundir briggju eða bátalón og snúa bílnum undan sjó. ég drep á mótor og ljósum og ég gerði það og beið um það bil 30 mín. þá kemur Kristján og segir að það verði ekkert úr þessu og ég geti bara farið og með það fór ég.

 

Ég kem í bæin um það bil 12 að miðnætti til Reykjavíkur. Mig minnir að ég hafi tekið olíu á umferðarmiðstöðinni er ég kem í bæinn. Ég fer síðan heim og fer að sofa. ég vakna við að Kristján kemur inn í herbergi. ég spir hann af kverju það hafi ekkert orðið úr þessum flutningi. Þá svaraði hann að það skipti ekki máli og það væri hans mál. ég fór með bílin á sama stað kl 8 um morgunin".

Vitnið kom aftur til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni um kvöldið.

Vitnið kveðst áður hafa skýrt frá því eins náið og það getur,

 

 

Bls. 551

 

hvaða dag Kristján Viðar hafi beðið það að útvega sendibifreið til ferðarinnar til Keflavíkur. Það muni nú, að þeir Kristján Viðar hafi báðir verið staddir að Laugavegi 32, þegar hann færði þetta í tal við það, en þangað kom það nokkrum sinnum fyrri hluta vetrar 1974.

Vitnið kvaðst engu vilja breyta um tilgang ferðarinnar eða um hvaða leyti kvöldsins það hafi komið á sendibifreiðinni á Vatnsstíg, en það sé ekki rétt, að það hafi verið að stilla kúplinguna í bifreiðinni. Það kvaðst hafa farið til Jóns Þorvalds Walterssonar í verslunina Húsmuni á horni Vitastígs og Hverfisgötu og beðið hann um að lána sér bifreiðina. Hann hafi fallist á það, svo framarlega sem hún væri ekki í notkun. Heldur vitnið, að það hafi rætt við Jón Þorvald daginn áður en það þurfti á bifreiðinni að halda. Um aðra bifreið hafi ekki verið að ræða en þá, sem vitnið hafði ekið sumarið áður. Vitninu var kunnugt um, að fangavörður væri að aka bifreiðinni, og sagði Jón Þorvaldur því, að bifreiðin stæði einhvers staðar í grennd við Hegningarhúsið. Vitnið fór þangað kvöldið eftir samtalið við Jón Þorvald, og stóð bifreiðin í götunni milli Hegningarhússins og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Vitnið þurfti ekki að hafa samband við ökumanninn, því að sjálft hafði það lykil til að gangsetja bifreiðina. Dyr bifreiðarinnar voru ólæstar, og vissi vitnið, að þeim var ekki hægt að læsa. Vitnið ók bifreiðinni frá þessum stað beinustu leið á Vatnsstíg. Þegar þangað kom, kom Kristján Viðar til vitnisins og talaði við það. Vitnið man eftir, að eitthvert fólk var þarna í grenndinni, en það man ekki, hvort það þekkti það. Vitnið man ekki eftir neinni sérstakri bifreið á staðnum. Kristján Viðar sagði því að aka til Keflavíkur, eins og áður er fram komið. Kristján Viðar kom til vitnisins, þegar komið var til Keflavíkur, og sagði því að aka í Dráttarbrautina niður undir bryggjuna, snúa afturenda bifreiðarinnar að bryggjunni, slökkva ljósin, stöðva vélina og bíða. Gerði vitnið eins og hann lagði fyrir það. Vitnið man ekki sérstaklega, hvernig þarna var umhorfs, nema að lítill trébátur var á landi. Vitnið man ekki, hvort fleiri bátar voru þarna og tók ekki eftir neinum bát á sjó. Vitnið sat í bifreiðinni og beið í um 30 mínútur. Þá kom Kristján Viðar til þess, og virtist því hann vera eitthvað miður sín og móður, eins og hann væri að koma af hlaupum. Hann sagði vitninu, að ekkert yrði úr neinu og það gæti farið heim. Vitnið sá ekki mannaferðir í Dráttarbrautinni, en heyrði óljóst mannamál, eins og nokkrir menn væru eitthvað að tala. Vitnið heyrði ekki orða

 

 

Bls. 552

 

skil, því að svo virtist sem margir töluðu í einu, en annan hávaða man það ekki eftir að hafa heyrt.

Vitnið ók hingað til borgarinnar beinustu leið, og man það ekki betur en það hafi komið við á Umferðarmiðstöðinni og sett eitthvað af hráolíu á bifreiðina. Síðan ók það að Grettisgötu 82 og lagði henni gegnt húsinu. Vitnið fór að sofa, en undir morgun vaknaði það við, að Kristján Viðar var kominn, og spurði vitnið hann, hvers vegna hefði ekki orðið neitt úr þessu í Keflavík. Sagði hann þá, að það skyldi ekki skipta sér af því, það væri hans mál. Rétt fyrir kl. 0800 fór vitnið með bifreiðina á sama stað og það hafði tekið hana.

 

Eins og vitnið hefur áður sagt, kveðst það ekkert samband hafa haft við Guðmund Valdimarsson, sem ók bifreiðinni á þessum tíma. Man vitnið ekki til þess, að Jón Þorvaldur hafi beðið sig að gera það, þegar hann lánaði því bifreiðina, en þó geti það verið. Vitnið kvaðst vilja taka það skýrt fram, að Kristján Viðar hafi aldrei nefnt neitt nánar en það hefur þegar skýrt frá, hvert erindið væri til Keflavíkur. Vitnið man ekki heldur eftir öðrum mönnum í þeirri ferð.

Vitnið var enn yfirheyrt hjá rannsóknarlögreglunni 24. janúar sl. Er framburður þess í meginatriðum á sama veg og skýrslurnar frá 14. desember sl. og fyrir dómi hinn 25. maí sl. hjá dómurum máls þessa, þegar það vann eið að framburði sínum. Verður efni lögregluskýrslunnar því ekki rakið sérstaklega, nema þar sem á milli ber eða um viðauka er að ræða.

 

Vitnið skýrði frá því, að þeir Kristján Viðar væru systrasynir og þekkti það hann mjög vel. Vitnið og Sævar Marinó hafa þekkst frá því þeir voru börn. Vitnið þekkir Erlu Bolladóttur, sem var með Sævari Marinó á árunum 1974 og 1975. Vitnið þekkir hins vegar ekki Guðjón Skarphéðinsson og hafði aldrei heyrt hann nefndan.

Vitnið bjó að Grettisgötu 82 árið 1974. Kristján Viðar var þar á þeim tíma, en einnig að Laugavegi 32, þar sem hann var að vinna. Þau Sævar Marinó og Erla komu mjög oft að Grettisgötu 82. Kom þangað margt fólk, og var þar mikil óregla.

 

Sumarið 1974 vann vitnið við akstur fyrir Jón Þorvald Waltersson á Sendibílastöðinni h/f við Borgartún. Vitnið ók bifreiðinni R 40045, sem er Mercedes Benz sendibifreið af árgerðinni 1971, gul að lit með svarta höggvara. Gluggar voru ekki aðrir á bifreiðinni en að framan og á báðum hliðarhurðum fremst á bifreiðinni. Baksýnisspeglar voru báðum megin. Vitnið starf-

 

Bls. 553

 

aði á sendibílastöðinni mánuðina júní og júlí. Kveðst það hafa haldið eftir lykli að bifreiðinni, eftir að það hætti þar. Fékk það bifreiðina stundum lánaða hjá Jóni Þorvaldi, og bað það hann um bifreiðina í hvert skipti, sem það fékk hana lánaða. Vitnið man ekki nákvæmlega, hvenær það fluttist að Grettisgötu 82, en telur, að það hafi verið í ágúst. Síðast í september fór vitnið í ferð til Mallorka og kom aftur seinni partinn í október. Í ferð þessari kynntist það Guðmundi Magnússyni, sem vann á bílaleigunni Geysi. Þegar heim kom, fór vitnið að starfa á bílaleigunni og var þar fram undir áramót. Vitnið man eftir, að þau Erla og Sævar Marinó komu á bílaleiguna í a. m. k. eitt til tvö skipti. Vitnið varð ekki vart við, að þau fengju bifreið lánaða hjá Guðmundi Magnússyni, en þó geti það verið. Kristján Viðar var í fylgd með þeim, þegar þau komu á bílaleiguna.

 

Vitnið kveðst hafa verið statt að Laugavegi 32 hjá Kristjáni Viðari, skömmu áður en það fór til Keflavíkur á sendibifreiðinni. Þar var einnig staddur Páll Konráð Konráðsson. Þeir Kristján Viðar og Páll voru að ræða símtal, sem Kristján Viðar hafði átt skömmu áður við Sævar Marinó. Kristján Viðar nefndi ekki, um hvað símtalið hefði fjallað, og minntist ekki á, að það hefði verið í sambandi við ferð til Keflavíkur. Vitninu finnst þó einhvern veginn, að símtal þetta hafi verið í sambandi við ferðina.

 

Vitnið man, að það var statt á Laugavegi 32 hjá Kristjáni Viðari kvöldið áður en farið var til Keflavíkur. Fór Kristján Viðar að orða það við vitnið að flytja fyrir sig eitthvað á sendibifreiðinni, en hann vissi, að það átti kost á að fá bifreiðina lánaða. Vitnið spurði Kristján Viðar, hvað það ætti að flytja, en hann sagði, að það kæmi í ljós, þegar þar að kæmi. Hann nefndi ekki, hvert ætti að fara eða hverjir stæðu að flutningnum. Vitnið var tregt til að gera þetta fyrir Kristján Viðar, en féllst þó á það og lofaði að athuga, hvort það gæti fengið sendibifreiðina lánaða hjá Jóni Þorvaldi. Í lögregluskýrslu telur vitnið, að þetta hafi verið 18. nóvember. Um hádegið daginn eftir fór vitnið til Jóns Þorvalds í verslunina Húsmuni á horni Vitastígs og Hverfisgötu. Bað vitnið hann að lána sér sendibifreiðina til flutninga, og féllst hann á það, svo framarlega sem hún væri ekki í notkun. Jón Þorvaldur sagði vitninu, að Guðmundur Valdimarsson, sem starfaði í Hegningarhúsinu, væri með bifreiðina og mundi hún vera einhvers staðar þar í nánd.

 

Í lögregluskýrslu segir vitnið, að það muni ekki eftir, að Jón

 

Bls. 554

 

Þorvaldur hafi sett því nokkur skilyrði fyrir láni á bifreiðinni, en vafalaust hafi hann sagt því að láta Guðmund vita, ef það tæki bifreiðina.

Vitnið veit ekki nákvæmlega, hvaða dag þetta var, en það hafi verið fyrri part vetrar og gæti vel verið, að það hafi verið hinn 19. nóvember.

Vitnið man ekki fyrir víst, hvernig veður var, en minnir, að það hafi verið þungbúið og logn og jafnvel rigning. Vitnið telur, að það hafi hitt Kristján Viðar einhvern tíma skömmu eftir að það talaði við Jón Þorvald og sagt honum, að það gæti fengið bifreiðina lánaða. Það var ákveðið, að vitnið kæmi á sendibifreiðinni að Laugavegi 32 um kvöldið á tímanum frá kl. 2000 til 2100, en vitnið kveðst ekki geta sagt alveg nákvæmlega um tímann.

 

Vitnið fór eitt síns liðs að sækja bifreiðina R 40045, sem stóð á horninu milli Hegningarhússins og Sparisjóðs Reykjavíkur við Skólavörðustíg. Vitnið hafði ekki samband við Guðmund Valdimarsson, áður en það tók bifreiðina. Bifreiðin var ólæst, enda ekki hægt að læsa henni. Vitnið gangsetti bifreiðina og ók henni að Laugavegi 32, þar sem það taldi víst, að Kristján Viðar væri. Vitnið gat ekki lagt bifreiðinni þar og ók því niður á Vatnsstíg. Það nam staðar vinstra megin á Vatnsstíg um það bil miðja vegu á milli Laugavegar og Hverfisgötu, og var klukkan þá á milli 2100 og 2130, að því er vitnið segir í lögregluskýrslu. Vitnið fór aðeins út úr bifreiðinni, eftir að það hafði numið staðar, en fór ekkert frá henni. Í lögregluskýrslu kveðst vitnið ekki hafa farið út úr bifreiðinni. Rétt eftir að vitnið var komið á staðinn, sá það Kristján Viðar koma hlaupandi niður Vatnsstíg að bifreiðinni. Kom hann til vitnisins og hafði tal af því, þar sem það stóð fyrir utan bifreiðina. Hann sagði vitninu að aka til Keflavíkur, en nefndi ekki, hvert erindið væri, það mundi sjálft sjá það, ef af einhverju yrði. Skyldi það aka, þegar til Keflavíkur kæmi, í gegnum bæinn, nema staðar, þar sem malbikið endaði, og bíða eftir sér. Ákærði sagðist koma í annarri bifreið, og lá ljóst fyrir, að eitthvert fólk yrði með honum, enda þótt hann nefndi það ekki sérstaklega. Vitnið kveðst enn hafa spurt Kristján Viðar, hvað ætti að flytja, en hann hafi svarað á sömu leið og áður. Þegar Kristján Viðar hafði talað við vitnið, gekk hann upp Vatnsstíg í átt að Laugavegi. Nokkur umferð var um götuna, en vitnið veitti ekki neinni bifreið sérstaka athygli. Það sá ekki fólk með Kristjáni Viðari og varð ekki vart

 

 

Bls. 555

 

við neina bifreið, sem hann færi upp í. Vitnið kveðst að þessu búnu hafa ekið á brott áleiðis til Keflavíkur. Vitnið minnir, að það hafi ekið inn Hverfisgötu, um Laugaveg og suður Kringlumýrarbraut og síðan áfram í átt til Keflavíkur.

Vitninu voru kynntir framburðir ákærðu í málinu. Það kveðst ekki muna eftir því, sem fram kemur í framburðum þeirra, umfram það, sem það hefur nú skýrt frá. Vitnið man ekki eftir að hafa talað við Sævar Marinó á Vatnsstíg. Það geti þó vel verið, en það komi því ekki fyrir sig. Kristján Viðar var mikið undir áhrifum lyfja á þessum tíma, en ekki man vitnið sérstaklega eftir, hvort hann var með lyfjaáhrifum umrætt sinn.

 

Vitnið ók til Keflavíkur án viðkomu og hélt í gegnum bæinn. Telur það í lögregluskýrslu, að klukkan hafi verið um 2200, þegar þangað kom. Það sá ekki neina bifreið á eftir sér. Það nam staðar á aðalgötunni í Keflavík, þar sem malbikið endar. Vitnið man ekki eftir að hafa numið staðar við "sjoppu" eða bensínstöð. Vitnið var búið að bíða nokkra stund, á að giska 1020 mínútur, þar sem það hafði stöðvað, þegar það varð þess vart, að bifreið var stöðvuð fyrir aftan bifreið þess. Vitnið veit ekki, um hvernig bifreið var að ræða, þar sem það fór ekki út úr bifreiðinni.

 

Í lögregluskýrslu kveðst vitni ekki muna að hafa orðið vart við neina bifreið, sem Kristján Viðar hafi komið með. Aftur á móti gæti slík bifreið vel hafa verið stöðvuð fyrir aftan bifreið þess, án þess að það tæki eftir því.

Kristján Viðar kom til vitnisins og ræddi við það. Vitnið sat undir stýri bifreiðarinnar, á meðan samtalið fór fram, og ýtti rúðunni til hliðar. Kristján Viðar ræddi stuttlega við vitnið. Hann vísaði því leiðina, sem ætti að aka niður í Dráttarbrautina. Skyldi það aka áfram og til vinstri, þar væri autt svæði eða plan ofan við nokkuð stórar byggingar. Hann sagði vitninu að aka niður með byggingunum, hægra megin, eins langt og það treysti sér. Ætti það að snúa bifreiðinni þar við, þannig að afturendinn sneri að sjónum, stöðva vélina, slökkva ljósin og bíða. Kristján Viðar fór að því búnu á brott frá vitninu og hélt að bifreiðinni, sem hann hafði komið með. Vitnið ók, eins og Kristján Viðar hafði sagt því, niður með byggingunni, en aðeins hálfa leið eða 100150 metra inn í Dráttarbrautina. Sneri það bifreiðinni þá við og ók aðeins aftur á bak. Vitnið opnaði aðeins rifu á gluggann ökumannsmegin. Vitnið kveðst vera ókunnugt í Keflavík og hafa ekið alveg eftir leiðbeiningum Kristjáns Viðars.

 

 

Bls. 556

 

Vitnið man ekki eftir neinu sérstöku í Dráttarbrautinni og man ekki eftir að hafa séð bát þar.

Vitninu voru kynntir framburðir ákærðu um það, sem gerðist, fyrst eftir að komið var til Keflavíkur. Vitnið kveðst ekki muna eftir því, sem ákærðu segja, að þeir hafi hitt það við "sjoppu" eða bensínstöð, rétt áður en ekið var inn í Keflavík. Það man ekki eftir að hafa talað við Sævar Marinó á neinum slíkum stað, eftir að til Keflavíkur kom, en þó ekki treysta sér til að fullyrða um þetta, vegna þess hve langt sé um liðið.

 

Í lögregluskýrslunni segir vitnið, að það hafi séð glitta í skip, sjó og bryggju í ljósum bifreiðarinnar, þegar það ók niður með byggingunni, en lengra niður eftir treysti það sér ekki að aka. Þá virtist því enn vera nokkur spölur niður að bryggjunni og sjónum.

Vitnið hafði beðið nokkra stund í Dráttarbrautinni, þegar Kristján Viðar kom til þess, að það minnir. Sagði hann því að bíða rólegu. Vitnið sá enga bifreið í Dráttarbrautinni og man ekki eftir að hafa heyrt í bifreið. Kristján Viðar fór aftur á brott frá vitninu, og hélt það áfram að bíða í bifreiðinni. Það ýtti rúðunni til hliðar og lagðist aftur á bak í sætið. Vitnið man eftir því að það heyrði mannamál í Dráttarbrautinni, og fannst eins og rifrildi ætti sér stað. Vitnið veit ekki, um hve marga menn var að ræða, en þeir gætu vel hafa verið 5 til 6. Vitnið telur, að mennirnir hafi verið í 1020 metra fjarlægð, en er ekki alveg öruggt um það. Það telur sig hafa þekkt málróm þeirra Kristjáns Viðars og Sævars Marinós, en sá ekkert, hvað fram fór.

 

Í lögregluskýrslunni nefnir vitnið þetta ekki. Kveðst það ekki hafa heyrt orðaskil, en því hafi fundist talað hærra en í venjulegum samræðum og einhver æsingur verið í röddunum.

Vitnið heyrði, að mannamálið kom úr átt frá sjónum. Það fór ekki út úr bifreiðinni. Það hafi ekkert séð, hvað fram fór, vegna myrkurs og eins vegna þess, hvernig bifreiðin sneri. Vitnið gat ekki greint, hvað sagt var. Það hafi ekki beinlínis orðið vart við átök, en einhvern óróa. Vitnið var ekki frá því, að það hafi litið í baksýnisspegil bifreiðarinnar, en ekkert séð í honum fyrir myrkri. Á meðan á þessu orðaskvaldri stóð, kom Kristján Viðar hlaupandi fram með bifreiðinni til vitnisins og sagði við það eitthvað á þessa leið: "Það verður ekkert úr þessu, þú getur bara farið, þú veist ekkert um málið". Kristján Viðar var móður og virtist í æstu skapi. Hann útskýrði þetta ekki nánar, en fór þegar á brott frá vitninu, og spurði það hann einskis. Vitnið tel-

 

 

Bls. 557

 

ur, að það hafi beðið alls í Dráttarbrautinni um hálftíma. Það ók þaðan rakleitt til Reykjavíkur. Þegar til Reykjavíkur kom um kl. 2400, ók það fyrst á Umferðarmiðstöðina og tók eldsneyti. Ók það síðan að Grettisgötu 82 og lagði bifreiðinni vinstra megin í stæði miðað við akstursstefnu.

Í lögregluskýrslu kveðst vitnið hafa tekið eldsneyti á bifreiðina í stað þess, sem það hafði eytt.

Vitnið fór að sofa, þegar að Grettisgötu 82 kom. Það vaknaði einhvern tíma seint um nóttina, þegar Kristján Viðar kom inn til þess, en þeir sváfu í sama herbergi. Fór vitnið enn að spyrja hann um ferðina og hvers vegna ekkert hefði orðið úr flutningnum. Hann sagði, að það skipti ekki máli, það væri hans mál, og var ekki frekar minnst á ferðina. Hefur aldrei verið á hana minnst síðar og vitnið ekki verið beðið að þegja yfir henni. Vitnið skilaði bifreiðinni um kl. 8 morguninn eftir á sama stað og það hafði tekið hana. Telur það vafasamt, að ökumaður hafi orðið var við, að henni hafði verið ekið um nóttina. Vitnið varð aldrei vart við, að neitt væri falið í kjallaranum að Grettisgötu 82 á þessum tíma.

 

Eins og áður greinir, sá vitnið enga menn með Kristjáni Viðari í ferðinni, en því var ljóst, að einhverjir voru með honum. Vitnið sá ekki heldur bifreiðina, sem hann kom í, en er þó ekki alveg öruggt með það. Vitninu fannst ferðalag þetta grunsamlegt og hafi Kristján Viðar aldrei viljað gefa neina skýringu á því, hvað gerst hefði. Vitnið kveðst ekki hafa sett ferðina í samband við hvarf Geirfinns Einarssonar eða smygl á spiritus. Það var aldrei nefnt við vitnið, að það ætti að fá þóknun fyrir ferðina, og hafi ferðin verið farin í greiðaskyni við Kristján Viðar. Vitnið kveðst ekki hafa farið nema þessa einu ferð til Keflavíkur á sendiferðabifreið árið 1974. Það kveðst einu sinni áður hafa farið í Njarðvíkurnar á eigin bifreið, sem er fólksbifreið, og var það fyrri part þessa árs.

 

Vitnið lýsti því yfir, að það staðfesti skýrslur sinar hjá rannsóknarlögreglu með áorðnum breytingum.

Vitnið staðfesti, að bifreiðin R 40045 hefði staðið í Dráttarbrautinni, svo sem það greindi frá við sviðsetningu þar hinn 23. janúar 1977 og siðar verður rakið.

Hinn 12. október sl. var vitnið Sigurður Óttar Hreinsson yfirheyrt að nýju hjá rannsóknarlögreglunni. Tilefni yfirheyrslunnar var það, að Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður hafði skýrt tveimur af dómurum máls þessa frá því, að vitnið hefði sagt í

 

 

Bls 558

 

viðtali mánudaginn 10. sama mánaðar á skrifstofu Róberts Árna Hreiðarssonar lögfræðings í viðurvist sinni og Páls A. Pálssonar héraðsdómslögmanns, að það hefði aldrei farið til Keflavíkur framangreint sinn. Væri framburður þess um þetta ekki réttur og tilkominn vegna hótana um gæsluvarðhald og annarra ógnana.

Í skýrslu þeirri, sem tekin var af vitninu framangreindan dag, skýrði það frá því, að fyrsta skýrslan, sem tekin var af því hinn 13. desember 1976, væri sú eina rétta, en aðrar skýrslur þess væru rangar og hið sama væri að segja um framburð þess fyrir dómi hinn 25. maí sl. Vitnið kveðst hafa verið lengi í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni, þegar það var fyrst yfirheyrt, og verið haft í haldi nóttina eftir. Því hafi verið hótað gæsluvarðhaldi, ef ekki kæmi réttur framburður. Síðan segir í skýrslu vitnisins: "Rannsóknarmenn voru þá búnir að leiða mig inn í málið, og ég skáldaði eða glósaði í eyðurnar. Er ég ætlaði að halda mig við fyrstu skýrslu mína, var mér ávallt borið á brýn, að ég segði ósatt, og af ótta við lögreglumennina og við gæsluvarðhald þá tók ég til þess ráðs að skálda í eyðurnar. Ég vil því greina hér frá því, að ég hefi aldrei ekið sendibifreið til Keflavíkur, hvorki þann 19. nóv. 1974 né nokkru sinni áður eða eftir þann tíma".

 

Vitnið kveður sér hafa verið sleppt úr Síðumúlafangelsinu um miðnætti hinn 14. desember 1976. Morguninn eftir hafi það farið til Róberts Árna Hreiðarssonar lögfræðings, sem þá hafði aðsetur í Túngötu 5. Kveðst það hafa sagt honum, að það hefði verið látið játa þessa ferð til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974, sem það hefði aldrei farið. Það hafi leitað ráða hjá honum í þessu sambandi og látið hann vita, hvers konar meðferð það hefði fengið. Hafi ráð hans verið þau, að það leiðrétti þetta þegar í stað. Vitnið vildi ekki gera það strax bæði vegna þess efa, sem það var í, hvort það kynni að hafa farið ferðina, og eins vegna ótta við lögregluna.

 

Í febrúar sl., þegar fjölmiðlar greindu frá nafni vitnisins í sambandi við mál þetta, kveðst það hafa farið aftur til Róberts Árna og beðið hann að taka upp málið fyrir sig. Hafi hann þá skrifað grein, sem birst hafi í öllum dagblöðum til leiðréttingar á kætti þess í málinu. Vitnið kveðst þá hafa endurtekið við Róbert Árna, að það hefði aldrei farið umrædda ferð til Keflavíkur og vissi ekki neitt um málið. Það hafi ekki beðið hann að leiðrétta það atriði í skýrslum þess, að það hefði farið til Keflavíkur,

 

 

Bls. 559

 

heldur að það væri ekkert viðriðið það fólk, sem greint væri frá í sambandi við málið.

Vitnið hafði ekki samband við Róbert Árna um mál þetta, þegar það var kvatt fyrir dóm hinn 25. maí sl., og ekki heldur eftir þinghaldið. Það kveðst hafa haft mikla eftirþanka af þessu eftir þinghaldið og síðan og rætt þetta við sína nánustu og eins vinnuveitanda sinn og vinnufélaga. Hafi það ávallt haldið því fram, að það hafi ekki farið ferðina til Keflavíkur.

Þegar fjölmiðlar fóru að skýra frá málinu, eftir að málflutningur hófst, kveðst vitnið enn hafa farið til Róberts Árna. Hafi það beðið hann að fara þess á leit við fjölmiðla, að nafn sitt yrði ekki birt í frásögnum af málinu. Einnig skýrði vitnið Róbert Árna frá því, að það vildi afturkalla framburð sinn, og fór þess á leit við hann, að hann skrifaði fyrir sig bréf þar að lútandi. Vitnið kom á skrifstofuna til Róberts Árna siðdegis mánudaginn 10. október sl. Róbert Árni hafði samband við lögmennina Pál A. Pálsson og Jón Oddsson, og komu þeir á skrifstofuna til hans. Þeir hafi spurt sig um málið og það hafi sagt þeim, að það hefði ekki farið ferðina til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974 og hefði verið beitt vingunum hjá rannsóknarlögreglunni.

 

Rannsóknarlögreglan hélt áfram rannsókn málsins, og var vitnið haft í haldi til næsta dags, en var þá yfirheyrt í dómi hjá dómurum máls þessa. Vitnið var úrskurðað í gæsluvarðhald hinn 14. október sl., en þó eigi lengur en til 9. nóvember, og var úrskurðurinn staðfestur í Hæstarétti hinn 24. sama mánaðar.

Vitnið hefur skýrt frá því í framburði sínum fyrir dómi, að fyrri framburður þess í málinu sé ekki réttur. Það hafi ekki farið ferð þá til Keflavíkur, sem í framburðinum greinir. Kveður vitnið sögu þess, sem þar er greint frá, "hafa spunnist við yfirheyrslur hjá lögreglunni og skýrslutökur". Framburður þess í dómi hinn 25. maí sé eingöngu tilkominn vegna ótta við lögregluna. Eina rétta skýrslan, sem það hafi gefið í málinu, sé fyrsta skýrsla þess hjá lögreglunni. Vitnið kveðst hafa verið beitt hótunum af lögreglunni. Man það eftir því, að einhvern tíma, þegar það var í yfirheyrslu, hafi það heyrt Eggert Bjarnason rannsóknarlögreglumann segja eftir Erni Höskuldssyni, sem það taldi, að Eggert væri að tala við, að það yrði látið sæta 30 daga gæsluvarðhaldi, ef það samþykkti ekki skýrsluna og yrði þægt. Vitninu var bent á, að engin lögregla hefði verið viðstödd, þegar það var yfirheyrt í dómi, heldur einungis dómvörður.

 

 

Bls. 560

 

Vitnið kveðst ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. Það kveður framburð sinn að öllu leyti rangan að undanskildu því, að það hefði getað fengið sendibifreiðina lánaða, sem þar greinir, og enn fremur sé réttur framburður þess um símtal að Laugavegi 32 milli Sævars Marinós og Kristjáns Viðars, en um efni þess var vitninu ekki kunnugt.

Vitnið kveður sér hafa verið ljóst, þegar það gaf skýrslu sína í dómi hinn 25. maí sl., að hún væri röng, og bar sem áður við ótta við lögregluna. Það sé búið að átta sig á þessu núna og hafi kjark til að segja sannleikann. Vitnið hefur rætt mál þetta við alla ættingja sína, vini og vinnufélaga og Róbert Árna Hreiðarsson lögfræðing. Það hafi og rætt málið við Jón Oddsson hæstaréttarlögmann og Pál A. Pálsson héraðsdómslögmann mánudaginn áður í skrifstofu Róberts Árna. Kveðst það hafa spurt þá, hvaða viðurlögum það gæti varðað, ef það drægi framburð sinn til baka, og hafi þeir nefnt, að það gæti orðið í hæsta lagi allt að 4 ára fangelsi.

 

Vitnið ræddi málið fyrst við Róbert Árna daginn eftir að lögreglan sleppti því, eða hinn 15. desember 1976. Vitninu leið mjög illa og var orðið á báðum áttum um, hvort það hefði "gert þessa hluti". Fyrir um 2 mánuðum hafi það verið orðið alveg visst í sinni sök og beðið Róbert Árna að birta yfirlýsingar í blöðum til að verja nafn þess.

Vitnið lýsti svo yfirheyrslunum í desember 1976: "Það var ýtt á eftir mér, ég var látinn geta í eyður og ennfremur þvinganir og gæsluvarðhald nefnt".

 

Um sviðsetningu í Dráttarbrautinni í Keflavík sagði vitnið: "Sviðsetningin fór þannig fram, að það var hægt að fara tvær leiðir. Leiðina frá Keflavík er ekki hægt að fara í Dráttarbrautina. Hin leiðin var að beygja upp með húsinu. Ég setti bílinn, þar sem ég hélt, að hann ætti að vera. Ég hafði ekki áður farið á þennan stað".

Af sérstöku tilefni kveðst vitnið telja litlar eða engar líkur á því, að þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar hafi talast við í nóvember 1974, þar sem þeir hafi verið hörkuóvinir á þessum tíma vegna bílaviðskipta, sem þeir ætluðu að eiga við það.

 

Vitnið kveðst fyrst hafa sagt Róbert Árna frá því mánudaginn áður, að það hefði sagt ósatt fyrir dómi í maí sl.

Vitnið svaraði þeirri spurningu játandi, hvort Róbert Árni hefði einhvern tíma á tímabilinu reynt að hafa áhrif á það og reynt að fá það til að skýra rétt frá. Vitnið kveðst hafa haft

 

Bls. 561

 

mikil óþægindi af flutningi málsins vegna blaðaskrifa. Um aðdragandann að fundinum, sem vitnið átti með þremur lögfræðingum mánudaginn áður, sagði vitnið: "Róbert Árni hringdi í mig í vinnuna og spurði mig, hvort ég hefði lesið grein í tímanum, sem hann hefði skrifað fyrir mig. Ég svaraði því neitandi, og bað hann mig þá að koma. Þegar ég kom til Róberts Árna, fórum við að ræða þetta mál. Síðan hringdi Róbert Árni í annað hvort Jón Oddsson eða Pál A. Pálsson, og komu þeir nokkru síðar í skrifstofu Róberts Árna."

 

Vitnið svaraði því neitandi, hvort einhverjir aðrir en Róbert Árni hefðu hvatt það til að breyta framburði þess.

Aðspurt um það, hvað vitnið hafi óttast hjá lögreglu, sagði það: "Einungis gæsluvarðhald vegna innilokunarkenndar. Ég óttaðist ekki barsmíðar og hef ekki neinn almennan beyg af lögreglunni".

Vitnið skýrði frá því aðspurt, að það minni, að yfirheyrslan 14. desember 1976 hafi staðið í 10 klukkustundir samfleytt án matarhlés, en það hafi fengið kaffi.

Rétt þykir að rekja helstu atriði úr lögreglurannsókn, sem fór fram vegna breytingar vitnisins á framburði sínum. Auk vitnisins voru yfirheyrð eiginkona þess, ýmsir starfsfélagar og kunningjar, lögreglumenn, túlkar við yfirheyrslu vitnisins hjá Karli Schütz og loks Róbert Árni Hreiðarsson lögfræðingur og lögmennirnir Páll A. Pálsson og Jón Oddsson.

 

Róbert Árni Hreiðarsson kveður vitnið Sigurð Óttar hafa komið til sín hinn 15. desember 1976 og sagt sér frá yfirheyrslum í Geirfinnsmálinu. Vitnið hafi verið í miklu uppnámi og hugaræsingi. Það sagðist hafa gefið þrjár skýrslur hjá rannsóknarlögreglu og hefði það gefið fyrstu skýrsluna eftir bestu samvisku. Fyrir þann tíma kvaðst vitnið ekki á neinn hátt hafa talið sig tengdan við mál þetta. Síðan hefði vitnið skýrt honum frá lögregluyfirheyrslunum, og er sú saga, sem hann hefur eftir vitninu, áþekk því, sem það hefur skýrt frá. Kvaðst vitnið eftir yfirheyrslurnar hafa verið hætt að trúa fyrri sannfæringu sinni um, að það hefði engin afskipti haft af Geirfinnsmálinu, en talið rannsóknarlögreglumennina vita betur. Róbert Árni kveðst hafa spurt vitnið, hvort það vildi, að hann gerði eitthvað í málinu og hlutaðist til um, að skýrslurnar yrðu afturkallaðar. Vitnið óskaði ekki eftir því og sagði, að það hlyti að vera rétt, sem haldið væri fram af rannsóknarlögreglumönnum um þátt þess í málinu. Kveðst Róbert Árni hafa spurt vitnið að því, hvort

 

 

Bls. 562

 

það hefði farið umrædda ferð til Keflavíkur, og kveðst hann muna það svar þess, að það sagðist ekki gera sér grein fyrir því eftir yfirheyrslurnar, hvað væri raunveruleiki og hvað ekki, og sagði, að þetta væri allt sem vondur draumur. Gæti það ekki gert sér ljósa grein fyrir atburðarásinni og þætti þess í henni.

Næstu afskipti Róberts Árna af málinu voru í febrúar sl., þegar vitnið kom til hans og kvartaði yfir því, að nafn þess hefði verið nefnt í öllum fjölmiðlum í tengslum við Geirfinnsmálið og bornar á það sakir, sem væru í engu samræmi við skýrslugjöf þess. Því hafi verið lofað, að nafn þess yrði ekki birt opinberlega í tengslum við málið. Spurði vitnið, hvort hann vildi hlutast til um, að fjölmiðlum yrði send leiðrétting, þar sem fram kæmi, að það hefði ekki haft neina vitneskju um það, sem flytja átti til eða frá Keflavík kvöldið, sem Geirfinnur var sagður hafa verið myrtur. Róbert Árni kveðst hafa haft samband við rannsóknarlögregluna til að ganga úr skugga um þetta og að því búnu sent fjölmiðlum leiðréttingu. Önnur afskipti hafi hann ekki haft af málinu fyrr en við flutning þess í október sl.

 

Í yfirheyrslu hinn 21. október sagði vitnið Sigurður Óttar, að það hefði farið á skrifstofu Róberts Árna til að biðja hann um að leiðrétta frásögn, sem birst hafði í dagblaðinu Tímanum, þar sem það var orðað við Geirfinnsmálið. Hann hafi þá spurt það, hvort hann ætti ekki að aðstoða það við að afturkalla framburðinn, en það hafi þá ekki verið tilbúið að gera það. Róbert Árni hafi oft áður verið búinn að spyrja það, hvort hann ætti ekki að aðstoða það við þetta.

Mánudaginn 10. október sl. kveður vitnið Róbert Árna hafa hringt til þess og beðið það að koma á skrifstofu sína kl. 1600. Kom vitnið þangað, og ræddu þeir um málið. Vitnið kvaðst vilja leiðrétta framburð sinn. Róbert Árni hafði samband við lögmennina Pál A. Pálsson og Jón Oddsson. Þeir komu síðan til Róberts Árna og spurðu vitnið um málið. Endurtók það frásögn sína um, að það hefði ekki farið til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974 og að lögreglumenn hefðu beitt það þvingunum. Hinn 11. október kveðst vitnið hafa verið orðið ákveðið í þessu og beðið Róbert Árna að skrifa bréf og afturkalla framburðinn.

 

Róbert Árni Hreiðarsson hefur skýrt frá því, að vitnið Sigurður Óttar hafi komið til sín mánudaginn 10. október sl. Hafi vitnið sagt, að efasemdir þess hefðu magnast svo mjög um réttmæti fyrri framburðar þess, að því fyndist rétt, að það kæmi fram. Róbert Árni kveðst hafa spurt vitnið, hvort það hefði komið

 

Bls. 563

 

fyrir dóm til skýrslugjafar, og hafi það svarað því neitandi. Hann kveðst hafa sagt vitninu, að hann skyldi kanna málið nánar og hafa samband við það síðar um daginn. Hann hafi haft símasamband við Pál Arnór Pálsson og spurt hann um þetta. Hafi Páll Arnór sagt honum, að vitnið hefði komið fyrir dóm og unnið eið að framburði sínum.

 

Páll Arnór Pálsson hefur skýrt frá því, að Róbert Árni hafi í símtali þessu sagt sér, að hann væri lögmaður vitnisins Sigurðar Óttars. Héldi vitnið því nú fram, að það hefði aldrei farið til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974 og framburður þess hjá lögreglu væri ekki réttur. Hann kveðst hafa sagt Róbert Árna, að vitnið væri búið að gefa skýrslu fyrir dómi og heitfest hana. Hafi þetta virst koma Róbert Árna nokkuð á óvart. Kveðst Páll Arnór hafa boðist til að lána Róbert Árna skýrslurnar. Páll Arnór kveðst hafa farið á skrifstofu Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns síðdegis þennan dag og skýrt honum lítillega frá símtali Róberts Árna við sig. Páll Arnór hringdi þaðan til Róberts Árna. Vitnið Sigurður Óttar var þá hjá Róbert Árna, og varð að ráði, að þeir Páll Arnór og Jón kæmu þangað báðir.

 

Þegar í skrifstofu Róberts Árna kom, skýrði vitnið þeim Páli Arnóri og Jóni frá málsatvikum, og var frásögn þess í samræmi við það, sem það skýrði frá í dómi hinn 13. október sl. Rætt hafi verið um efnisatriði framburðar vitnisins og síðan það, sem það hélt fram, að væri sannleikur í málinu. Þá hafi ákvæði XV. kafla almennra hegningarlaga verið rædd og sú refsing, sem vitnið kynni að eiga yfir höfði sér, og hafi það helst verið Róbert Árni, er það gerði. Einnig hafi verið rætt um hugsanlegt gæsluvarðhald, sem vitnið yrði látið sæta. Vitnið Sigurður Óttar hafi ekki verið hvatt til að breyta framburði sinum.

 

Vitnið Sigurður Óttar hefur sjálft skýrt svo frá þessu, að enginn hafi hvatt sig til að breyta framburðinum á fundinum með lögmönnum og Róbert Árna nema þá helst Róbert Árni, sem hafi talað um, að það væri vitninu og öllum fyrir bestu að losa það við þann bagga og nú væri "síðasti sjens" fyrir það að leiðrétta þetta, þar sem verið væri að ljúka málinu, ef það vildi ekki, að þetta hvíldi á því alla ævi.

Róbert Árni hafi sagt á þessum fundi, þegar vitnið spurði, að ef það yrði sett í fangelsi, þá skyldi hann kæra það og þá gætu þeir ekki haldið því inni. Hann hafi gefið vitninu í skyn, að ef það fengi einhverja refsingu, þá yrði hún mjög lítil. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður og Páll A. Pálsson héraðsdómslögmaður

 

 

Bls. 564

 

hafi heyrt þetta og ekkert mælt gegn því. Vitnið kveðst ekki á þessum fundi hafa tekið ákvörðun um, hvað það gerði í málinu. Þá hafi verið rætt um, hvernig ætti að koma þessu á framfæri við sakadóm Reykjavíkur. Hafi Jón Oddsson viljað láta skrifa bréf. Þeir Páll Arnór og Jón kveða það hafa orðið að ráði, að Róbert Árni skrifaði dóminum bréf fyrir vitnið, og kveðst Jón Oddsson hafa ætlað að koma morguninn eftir til að líta á það. Róbert Árni segir hins vegar, að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um, hvað gera ætti í málinu, enda ekki um fullharðnaðan vilja vitnisins að ræða. Málið hafi verið á könnunarstigi, hvað hann snerti, og glapræði að aðhafast eitthvað í fljótræði. Vitnið hafi ekki falið neinum á fundinum ákvörðunarvald í málinu.

 

Þegar vitnið Sigurður Óttar kom til Róberts Árna að kvöldi hins 11. október sl., kveður það eiginkonu þess, Hrefnu Sigurðardóttur, hafa verið með því. Hafi Róbert Árni greint henni frá málavöxtum og aðstaða hennar verið sú, að hið rétta ætti að koma fram. Kveðst vitnið þá hafa falið Róbert Árna að afturkalla framburðinn.

Vitnið Hrefna Sigurðardóttir kveðst hafa farið með Sigurði Óttari, eiginmanni sínum, á fund Róberts Árna þriðjudaginn 11. október sl. Hafi Róbert Árni viljað hafa hana með í ráðum um þá ákvörðun Sigurðar Óttars að taka aftur fyrri framburð í málinu. Vitnið kveður Róbert Árna hafa útskýrt fyrir sér, að Sigurður Óttar væri viss um, að hann hefði aldrei farið umrædda ferð til Keflavíkur, og að hann hafi því mikið á samviskunni. Róbert Árni talaði um, að honum fyndist Sigurður Óttar ætti að taka framburð sinn til baka, þar sem það væri nokkuð alvarlegt fyrir hann að hafa það á samviskunni, að menn yrðu í og með dæmdir vegna framburðar hans, sem væri rangur. Róbert Árni hafi talað um, að það yrði "ofsaleg sprenging".

 

Sigurður Óttar hafði orð á því, að hann yrði settur í fangelsi vegna þessa. Vitnið man fyrir víst, að Róbert Árni sagði, að sér fyndist ólíklegt, að Sigurður Óttar yrði settur í gæsluvarðhald, en ef svo færi, mundi hann sjá um að kæra það. Vitnið man ekki til, að talað hafi verið um, að Sigurður Óttar ætti á hættu refsingu fyrir að taka framburð sinn til baka. Samkomulag varð um það, að Róbert Árni skrifaði bréf til að afturkalla framburð Sigurðar Óttars. Átti Sigurður Óttar að koma aftur til hans daginn eftir, um kl. 1130, til að undirskrifa bréfið, og samþykkti vitnið þessa lausn málsins.

 

 

Bls. 565

 

Róbert Árni Hreiðarsson hefur skýrt frá því, að vitnið Sigurður Óttar og eiginkona þess, Hrefna Sigurðardóttir, hafi komið til fundar við sig einhvern tíma eftir kl. 1700 þriðjudaginn 11. október. Hafi vitnið Sigurður Óttar sagt eiginkonu þess alla afstöðu sína í málinu og skýrt henni frá þeim vilja þess að koma að breyttum framburði. Hafi hún virst fallast á þetta. Róbert Árni kveðst þá hafa gert henni og vitninu grein fyrir því, að með því að breyta framburði sínum gerðist vitnið brotlegt gegn XV. kafla almennra hegningarlaga, nánar tiltekið 142. gr., 2. mgr., og lýst refsiramma. Auk þess hafi hann bent vitninu á, að það ætti yfir höfði sér gæsluvarðhaldsúrskurð.

 

Viðbrögð þeirra hafi verið á eina lund. Þau hafi verið einhuga um, að vitnið breytti framburði sínum vegna þess, að þau töldu, að á þann hátt einan gæti það létt af sér því þunga fargi, sem á því hvíldi. Róbert Árni neitar að hafa hvatt vitnið til að breyta framburði sínum, eins og það heldur fram. Þá neitar hann og að hafa sagt í sambandi við kæru á gæsluvarðhaldi, að þá væri ekki hægt að halda vitninu inni.

Í framhaldi af þessu leitaði Róbert Árni ráða hjá Jóni E. Ragnarssyni hæstaréttarlögmanni.

 

Jón E. Ragnarason hæstaréttarlögmaður kveður afskipti sín af máli þessu hafa verið þau, að Róbert Árni Hreiðarsson hafi hringt í sig að morgni 12. október sl. og sagt, að hann þyrfti að bera undir hann _erfitt mál", án þess að skýra það nánar. Skömmu síðar hafi Róbert Árni komið til sín og fært sér tvær málamöppur, sem hann hafði fengið að láni hjá Páli A. Pálssyni héraðsdómslögmanni. Málið væri varðandi mann, sem komið hefði fyrir dóm í svokölluðu Geirfinnsmáli. Hefði maður þessi fyrst haft samband við sig í desember sl. og teldi hann nú, að maður þessi væri mjög miður sín vegna framburðar síns í málinu. Róbert Árni hafi beðið sig að lesa skjöl þau, sem hann hafði meðferðis, og kanna málið. Jón kveðst hafa tekið við möppunum og lesið þær yfir mjög snögglega. Hugmynd sín hafi verið að lesa skjöl þessi niður í kjölinn og tala við mann þennan einslega til að gera sér grein fyrir persónuleika hans og trúverðugleika, áður en hann léti uppi nokkurt álit. Jón kveðst svo ekki hafa vitað um mál þetta, fyrr en rannsókn í því var hafin. Hann hafi ekki tekið þátt í fundum neinna aðilja um mál þetta og geti varla sagt, að hann þekkti málavexti. Sigurð Óttar Hreinsson hafi hann ekki haft samband við.

 

Vegna framburðar Róberts Árna Hreiðarssonar þykir rétt að

 

Bls 566

 

geta tveggja yfirlýsinga, sem hann birti í dagblöðunum. Fyrri yfirlýsingin, sem er ódagsett, birtist m. a. í Morgunblaðinu 12. febrúar sl., og er fyrirsögn hennar: "Yfirlýsing vegna nafnbirtingar í Geirfinnsmáli". Í upphafi yfirlýsingarinnar segir á þessa leið:

"Vegna nafngreiningar skjólstæðings míns Sigurðar Óttars Hreinssonar í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, þegar sagt var frá niðurstöðum rannsóknar í svonefndu "Geirfinnsmáli", skal tekið fram eftirfarandi:"

 

Síðan koma sex tölusettir liðir, og eru 3. og 4. liður á þessa leið:

"3. Við rannsókn "Geirfinnsmálsins" kom ekkert fram, sem leiddi í ljós eða benti til, að skjólstæðingur minn hafi vitað, hvað átti að sækja eða flytja frá Keflavík kvöld það, sem Kristján Viðar sendi hann þangað.

4. Við rannsókn "Geirfinnsmálsins" kom ekkert fram, sem leiddi í ljós eða benti til, að skjólstæðingur minn hafi haft hina minnstu hugmynd um þá atburði, sem áttu sér stað í dráttarbrautinni umrætt kvöld".

 

Loks segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar:

"Einnig er það von undirritaðs, að yfirlýsing þessi nægi til þess, að skjólstæðingur minn geti lifað eftirleiðis án þess að skuggi og harmur "Geirfinnsmálsins" hvíli yfir höfði hans um aldur og ævi".

Síðari yfirlýsingin birtist í dagblaðinu Tímanum 6. október sl. og er dagsett hinn 5. sama mánaðar. Segir á þessa leið m. a. í upphafi yfirlýsingarinnar:

"Í gær, 5. október birtust í Tímanum gáleysisleg og villandi skrif um "tengsl" skjólstæðings míns, Sigurðar Óttars Hreinssonar við "Geirfinnsmálið". Tíminn, eitt blaða, birti nafn skjólstæðings míns í fréttaflutningi um málið og gerði sig öðru sinni sekt um óábyrgan fréttaflutning og brot á lögum um meðferð opinberra mála varðandi skjólstæðing minn, sbr. 161. gr. laga".

 

"Fréttaflutningur Tímans um "þátt" skjólstæðings míns í málinu er beinlínis rangur og andstæður gögnum málsins. Að gefnu tilefni eru því þessar staðreyndir leiddar fram:"

Síðan koma þrír tölusettir liðir, og eru tveir þeir fyrstu á þessa leið:

"1. Við rannsókn "Geirfinnsmálsins" kom ekkert fram, sem leiddi í ljós eða benti til, að skjólstæðingur minn hafi vitað, hvað átti að sækja eða flytja frá Keflavík kvöld það, sem Geirfinnur

 

Bls. 567

 

er sagður myrtur. En í fréttaflutningi Tímans í gær er því haldið fram, að tilgangur fararinnar hafi verið að leita að eða stela áfengi.

 

2. Ekkert kom fram við rannsókn málsins, sem leiddi í ljós eða benti til, að skjólstæðingur minn hafi vitað um þá atburði. sem áttu sér stað í Dráttarbraut Keflavíkur umrætt kvöld".

Þá segir á þessa leið:

"Nafnbirting skjólstæðings míns í fjölmiðlum fyrr á þessu ári og í Tímanum í gær hefur raskað mjög stöðu og högum skjólstæðings míns. Hefur hann sætt aðkasti frá fólki, sem telur hann "viðriðinn" málið. Má rekja það til óábyrgs fréttaflutnings fjölmiðla af málinu, hvað hann varðar".

 

Vitnið Sigurður Óttar kveðst ekkert vita, hvar það hafi verið statt að kvöldi 19. nóvember 1974, en mestar líkur séu á, að það hafi verið hjá einhverju af kunningjafólki sínu.

Vitninu var bent á, að í þinghaldi hinn 25. maí 1977 auki það við framburð þess varðandi það, sem það hafi heyrt í Dráttarbraut Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974 frá því, sem það hafði sagt í lögregluskýrslum. Vitnið kveður ástæðuna fyrir þessu hafa verið ímyndun þess.

Vitnið kveðst hafa sótt miðilsfund, þar sem mál þetta hafi borið á góma. Það hafi ekki verið í sama vafanum og áður eftir fundinn, það hafi fengið smástyrk. Hafi það fengið vísbendingu um, að það væri saklaust í málinu.

 

Samkvæmt skýrslu rannsóknarlögreglunnar hófst yfirheyrsla vitnisins kl. 1100 hinn 14. desember 1976, en ekki er skráð hvenær henni lauk.

Vitnið Sigurður Óttar kveður yfirheyrsluna hafa staðið framundir það, að það var sett inn aftur, en það var samkvæmt dagbók fangelsisins við Síðumúla kl. 2004. Því var færður matur í hádeginu og kaffi í kaffitímanum og gert smáhlé á meðan. Það minnir, að þrír tilgreindir rannsóknarlögreglumenn hafi byrjað yfirheyrsluna, en undir hádegið hafi Karl Schütz komið og tekið þátt í henni fram eftir degi. Vitnið heldur, að allt að 10 menn hafi tekið þátt í þessari yfirheyrslu, þó ekki allir í senn, heldur hafi þeir skipst á, en verið þó stundum margir inni í einu. Menn þessir spurðu og spurðu. Þeir komu með einhver plögg og lásu upp úr þeim, þannig að þeir sannfærðu vitnið að lokum um, að það hefði farið þessa ferð. Í þessu sambandi vill vitnið geta þess, að einn rannsóknarmanna hafi komið inn í herbergið með herðatré í höndum og slegið, því í lófa sér og á

 

 

Bls. 568

 

lær. Hann hafi gengið að vitninu og spurt það um málið, og fannst því hann vera ógnandi. Einnig man það, að annar hafi verið með "bendipinna", sem hann sló í lófa sér, meðan hann yfirheyrði það.

Vitnið kveðst ekki geta fullyrt, að yfirheyrslan hinn 14. desember yfir því hafi staðið nákvæmlega 10 klst., en um það bil. Á fundinum með lögmönnunum hjá Róbert Árna hafi ábyggilega eitthvað verið á þetta minnst. Vitnið telur sennilegt, að það hafi átt frumkvæðið að því, að þetta var rætt. Lögmennirnir hafi sagt því, að ekki mætti hafa menn svo lengi í yfirheyrslum. Reyndar hafi Róbert Árni verið búinn að segja sér þetta hinn 15. desember 1976, og man vitnið, að hann tók upp bók og las upp úr henni um þetta.

 

Vitnið Auður Gestsdóttir túlkur, Álftamýri 21, hefur skýrt frá því, að það hafi verið viðstatt yfirheyrslu yfir Sigurði Óttari Hreinssyni hinn 14. desember 1976.

Yfirheyrslan hófst fyrir hádegi, en klukkan hvað, man það ekki nákvæmlega. Hlé var gert á yfirheyrslunni í 2030 mínútur í hádeginu. Stjórnandi yfirheyrslunnar var Karl Schütz, en hlutverk vitnisins var að vélrita skýrsluna og túlka yfirheyrsluna í fyrstu, en það minnir, að Pétur Eggerz hafi komið um eða eftir hádegið og tekið við túlkun.

 

Vitnið telur, að það hafi vélritað alla skýrsluna. Fylgdist það bæði með því, sem Karl Schütz spurði, og hverju Sigurður Óttar svaraði. Sigurður Óttar var spurður ýmissa spurninga um sendibifreiðina, hvort hann hefði ekið henni til Keflavíkur og hvort hann hefði verið staddur á Vatnsstíg. Vitnið man, að Sigurður Óttar kvaðst í fyrstu ekki muna, en neitaði ekki að hafa tekið þátt í þessu. Hann sagði, að hann vissi ekki, hvar Vatnsstígur væri, en þegar honum var bent á það, kannaðist hann við götu þessa. Eftir hádegishléið fór hann að rifja meira upp. Hann byrjaði ótilkvaddur að segja frá símtali á Mokka. Eftir þetta skýrði hann sjálfstætt frá, og var það vélritað niður. Ef hann var spurður sérstaklega, gat vitnið um það í skýrslunni og skráði svar hans.

 

Við yfirheyrsluna var Sigurður Óttar rólegur og eðlilegur, hvorki æstur né niðurdreginn. Vitnið man ekki til, að lesið hafi verið fyrir hann upp úr skýrslum eða að honum hafi verið sagt frá því, sem aðrir höfðu sagt um málið. Verið geti, að útskýrt hafi verið fyrir honum, að hann væri kominn til yfirheyrslunnar, þar sem aðrir hefðu bendlað hann við málið.

 

Bls. 569

 

Vitnið telur sig geta fullyrt, að enginn hafi spurt Sigurð Óttar í þessari yfirheyrslu nema Karl Schütz. Það man ekki til, að aðrir hafi komið inn í herbergið vegna yfirheyrslunnar en þeir, sem að henni stóðu. Vitnið kveðst geta fullyrt, að Sigurði Óttari hafi ekki verið hótað neinu við þessa yfirheyrslu, hvorki gæsluvarðhaldi né öðru. Hann hafi spurt eitthvað um sakaskrá og hvort þetta kæmi á sakavottorð hjá honum. Vitnið kveðst halda, að það megi segja, að við því hafi ekki verið gefið neitt ákveðið svar. Vitnið man ekki nákvæmlega, hvenær skýrslutöku lauk, en telur, að það hafi verið upp úr kl. 1500. Vitnið kveðst geta fullyrt, að frásögn Sigurðar Óttars umrætt sinn hafi komið án allrar þvingunar af hálfu þeirra, sem yfirheyrðu hann.

 

Vitnið Pétur Eggerz sendiherra kveðst muna glöggt eftir að hafa verið viðstatt yfirheyrslu yfir Sigurði Óttari Hreinssyni hinn 14. desember 1976, en muni ekki eftir að hafa verið við upphaf yfirheyrslunnar. Samkvæmt dagbók þess hafi það umræddan morgun verið statt í dómsmálaráðuneytinu. Vitnið telur, að það hafi borðað hádegisverð í mötuneyti sakadóms ásamt Karl Schütz, en eftir það kom það inn í yfirheyrsluna og tók við að túlka af Auði Gestsdóttur.

Vitnið man, að áður en byrjað var að bóka framburð Sigurðar Óttars, fór fram almennt samtal milli hans og Karl Schütz. Hafði vitnið á tilfinningunni, að þá væri að brjótast um í huga Sigurðar Óttars, hvort hann ætti að segja frá eða ekki. Í þessu sambandi man vitnið glöggt, að hann spurði, hvort hann kæmist á sakaskrá, ef hann segði frá ferðinni til Keflavíkur. Vitnið man hins vegar ekki, hvort þessari spurningu hans hafi verið svarað. Karl Schütz stjórnaði yfirheyrslunni, og voru ekki aðrir, sem spurðu Sigurð Óttar. Við yfirheyrsluna var Auður Gestsdóttir og einnig Sigurbjörn Víðir Eggertsson, að vitnið minnir, auk vitnisins. Vitnið minnist þess alls ekki, að Sigurði Óttari hafi verið kynntur framburður annarra aðilja við þessa yfirheyrslu eða synd nokkur skjöl.

 

Vitnið var að því spurt, hvort gengið hefði verið hart að Sigurði Óttari Hreinssyni við þessa yfirheyrslu. Þessu kveðst það vilja svara þannig: "Karl Schütz sýndi öllum, sem hann yfirheyrði, fyllstu kurteisi og beitti aðallega rökum við yfirheyrslur. Hann gerði enga undantekningu á þessari framkomu sinni, er hann yfirheyrði Sigurð Óttar Hreinsson".

Spurningu um það, hvort hótunum eða einhvers konar þvingunum hafi verið heitt við þessa yfirheyrslu, kveðst vitnið vilja

 

 

Bls. 570

 

svara þannig: "Karl Schütz beitti aldrei hótunum eða þvingunum og ekki heldur við yfirheyrslu yfir Sigurði Óttari Hreinssyni". Vitnið minnist þess ekki, að minnst hafi verið á gæsluvarðhald við þessa yfirheyrslu. Vitninu fannst Sigurður Óttar vera rólegur og eðlilegur við yfirheyrsluna. Vitnið kveðst ekki geta fullyrt um með öruggri vissu, hvenær yfirheyrslunni yfir Sigurði Óttari lauk.

Vitninu Sigurði Óttari voru kynntar skýrslur þeirra Auðar Gestsdóttur og Péturs Eggerz, sem að framan hafa verið raktar. Vitnið kvað það hárrétt hjá þeim Auði Gestsdóttur og Pétri Eggerz, að því hafi aldrei verið hótað neinu við yfirheyrsluna, sem Karl Schütz stjórnaði, og yfirheyrslan hafi farið fram eins og þau lýsa.

 

Lögreglumennirnir Sigurbjörn Víðir Eggertsson og Haraldur Árnason hafa skýrt frá því, að þeir hafi farið með Sigurð Óttar Hreinsson til sprautugjafar á lækningastofu Jóns Guðgeirssonar hinn 14. desember 1976 milli kl. 1600 og 1700. Vitnið Sigurbjörn Víðir telur, að klukkan hafi verið um 1715 til 1730, þó frekar nær síðari tímasetningunni, þegar þeir fóru frá lækninum.

Jón Guðgeirsson húðsjúkdómalæknir, Domus Medica, hefur staðfest með vottorði, að Sigurður Óttar hafi komið á stofuna til hans 14. desember 1976 milli kl. 17 og 19. Tvær starfsstúlkur á stofunni hafa og staðfest, að rannsóknarlögreglumenn hafi komið þangað um kl. 1700 með mann, sem átti að fá ofnæmissprautu, og önnur nefnir í því sambandi Sigurð.

 

Vitninu var bent á vottorð Jóns Guðgeirssonar læknis, vitnaframburði og endurrit úr sakadómsbók Reykjavíkur, en samkvæmt endurritinu kom vitnið fyrir dóm kl. 1800 og vék frá kl. 1810. Vitnið var í tilefni af þessu spurt, hvernig standi á fullyrðingum þess um lengd skýrslutökunnar. Það svaraði þessu á þá leið, að því finnist þetta hafa verið svo langur tími, og eftir að það kom úr sprautunni frá Jóni Guðgeirssyni "gekk dælan áfram, áður en ég var settur inn". Þá skýrir vitnið frá því, að Karl Schütz hafi ekki yfirheyrt það, eftir að það kom úr sprautunni, heldur aðrir.

 

Rannsóknarlögreglumenn höfðu tal af vitninu Jóni Þorvaldi Walterssyni, Hjarðarhaga 17 hér í borg, hinn 14. desember 1976. Vitnið er starfsmaður verslunarinnar Húsmuna við Hverfisgötu. Vitnið staðfesti, að það hefði verið eigandi sendibifreiðarinnar R 40045 og að Sigurður Óttar Hreinsson hefði ekið henni af Sendibílastöðinni h/f sumarið 1974. Bifreið þessi er af tegund-

 

Bls. 571

 

inni Mercedes Benz, árgerð 1971, gul að lit og mjög ljós. Vitnið kvað Guðmund Valdimarsson, Skólavörðustíg 9, hafa tekið við akstri bifreiðarinnar af Sigurði Óttari og verið ökumaður hennar allan nóvember árið 1974. Vitnið sagðist oftar en einu sinni hafa lánað Sigurði Óttari sendibifreið, eftir að hann hætti akstri hjá því, aðallega vegna þess að hann vann ýmislegt fyrir það í sambandi við viðhald sendibifreiða þess. Vitnið gat ekki sagt til um, hve oft það hefði lánað Sigurði Óttari bifreiðina eða hvenær það hefði verið. Það gæti allt eins hafa verið hinn 19. nóvember 1974 eins og á öðrum tíma. Að sögn vitnisins voru ekki til lyklar að dyrum bifreiðarinnar, meðan hún var í eigu þess, og hægt var að gangsetja hana með ýmsu öðru en lykli. Dyrum bifreiðarinnar var læst innan frá og opnaðar með því að teygja hönd inn um hliðarglugga.

 

Í skýrslu hjá rannsóknarlögreglu hinn 24. október sl. kveðst vitnið muna, að komið hafi í ljós við athugun árið 1976, að Guðmundur Valdimarsson hafi verið með bifreiðina í fastri vinnu hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur í nóvember 1974.

Vitnið kveðst hafa hitt Sigurð Óttar að máli á skrifstofu rannsóknarlögreglunnar að lögreglumönnum viðstöddum milli kl. 1900 og 1930, að það minnir, hinn 14. desember 1976. Hafi það spurt hann að því, hvort hann hefði tekið bifreiðina framangreint sinn, og man það ekki betur en hann hafi svarað því játandi. Það spurði og Sigurð Óttar að því, hvort hann hefði sett olíu á bifreiðina, og sagðist hann hafa gert það á Umferðarmiðstöðinni. Vitnið kveður Sigurð Óttar hafa komið til þess á skrifstofuna daginn eftir og hafi það spurt hann um málið, m. a. hvort hann hefði farið umrædda ferð til Keflavíkur, en hann hafi neitað því. Sagðist hann ekki hafa farið, en hafði þó áður verið á báðum áttum með það.

 

Vitnið Guðmundur Valdimarsson fangavörður var yfirheyrt hjá rannsóknarlögreglunni hinn 14. desember 1976. Vitnið kvaðst hafa ekið sendibifreiðinni R 40045 á Sendibílastöðinni h/f frá því um mánaðamótin septemberoktóber árið 1974 fram undir næstu áramót. Bifreið þessi var af gerðinni Mercedes Benz, gul að lit og frambyggð. Bifreiðin hafði aðeins framrúður og glugga á hliðarhurðum. Eigandi bifreiðarinnar var Jón Þorvaldur Waltersson. Vitnið kannaðist ekkert við Sigurð Óttar Hreinsson.

 

Þegar vitnið tók við bifreiðinni, sagði það Jóni, að það vildi ekki, að aðrir ækju bifreiðinni, meðan það væri með hana, og veit það ekki til þess, að það hafi komið fyrir. Á kvöldin og

 

Bls. 572

 

nóttunni og öðrum tíma, sem það var ekki við akstur bifreiðarinnar, lagði það henni fyrir framan húsið heima hjá sér eða gegnt því. Það man aldrei eftir því, að nokkur hafi farið fram á það við það að fá bifreiðina lánaða, nema eigandinn ætlaði einu sinni að skipta við það á bifreið, en það þverneitaði. Það sé hugsanlegt, að bifreiðinni hafi verið stolið fyrir utan heima hjá því og skilað þangað aftur, án þess að það tæki eftir því, en ekki var hægt að læsa dyrum bifreiðarinnar.

 

Vitnið neitaði því afdráttarlaust, að það hefði verið á bifreiðinni í Keflavík að kvöldi hins 19. nóvember 1974 eða nóttina á eftir, og var því ekki kunnugt um, að bifreiðin hefði getað verið þar á ferð á þeim tíma. Hafi bifreiðinni verið ekið til Keflavíkur fyrrnefnt kvöld eða nótt, hafi hún hreinlega verið tekin í heimildarleysi og algerlega án sinnar vitundar, en það sé afar ólíklegt, að það hefði getað átt sér stað.

Vitnið skýrði frá því í yfirheyrslu hinn 26. október sl., að eftir yfirheyrsluna hinn 14. desember 1976 hefði rifjast upp fyrir sér, að eitt sinn haustið 1974 hafi því fundist sem olía hefði verið tekin af bifreiðinni, þar sem olíumælir hefði sýnt minna einn morguninn en það taldi eiga að vera. Ekki var nein föst regla á því, hvernig vitnið setti olíu á bifreiðina. Það fyllti sjaldnast geyminn og tók olíu á ýmsum stöðum. Olíumælirinn var í lagi, þannig að það gat fylgst með olíubirgðum bifreiðarinnar. Lok á olíugeymi var ekki læst, heldur "lúga" yfir því, og var notaður laus húnn með ferköntuðu járni, sem stungið var í þar til gert gat á lúgunni til að opna. Einnig var hægt að nota skrúfjárn í stað húnsins til þess.

 

Dagana 19. og 20. nóvember 1974 var vitnið að aka fyrir Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Það getur ekki fullyrt um, hvenær það fór að heiman hinn 20. nóvember, en telur líklegast, að það hafi verið á tímanum frá kl. 0800 til 0900. Vitnið telur, að það hefði ekki tekið eftir, þótt bifreiðin væri nýkomin úr akstri þennan morgun, nema þá að verið hefði því kaldara í veðri.

Lykil þurfti ekki til að gangsetja bifreiðina, en það var gert með því að stinga þar til gerðum lykli í gat, og síðan var stutt á hnapp til að ræsa hana. Hægt var að nota nagla í þessu skyni. Lykillinn var einnig notaður til að kveikja ljós á bifreiðinni, en þótt nagli eða eitthvað álíka væri notað til að tengja rafmagn á kveikjulásinn, var hægt að setja ljós á með því að nota skrúfjárn jafnframt.

 

Bifreiðin var gul að lit, eins og í fyrri skýrslu vitnisins grein-

 

Bls. 573

 

ir, með svörtu "grilli" svo og framstuðara og stuðarahornum að aftan. Fullyrðir vitnið, að hún hafi hvergi verið rauðmáluð.

Á þeim tíma, sem vitnið var með bifreiðina, lagði það henni að kvöldi oft upp á stéttina framan við Skólavörðustíg 9 eða í stæði við verslun KRON, sem var beint á móti. Það fullyrðir, að það hafi aldrei skilið bifreiðina eftir í sundinu milli Hegningarhússins og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis.

 

Rannsóknarlögreglan spurðist fyrir um gasolíusölu hjá Bifreiðastöð Íslands í Umferðarmiðstöðinni við Hringbraut dagana 19. og 20. nóvember 1974. Í svari bifreiðarstöðvarinnar, dags. 20. október sl., segir svo:

"Á þeim tíma, sem fyrirspurnin snýst um, var hér tvenns konar afgreiðslumáti:

Annars vegar var notuð sérstök mynt, sem sett var í dælurnar, og var sú aðferð í gangi allan sólarhringinn. Jafnframt var á kvöldin, þegar ös var mest, maður á vakt, sem afgreiddi á venjulegan hátt, og var það á tímabilinu kl. 21-2. Ég læt fylgja hér með ljósrit af söluskýrslum dagana 19. og 20. nóv. 1974, og kemur þar fram, að sala á gasolíu hefur aðeins verið 53 1. þann 19. en 16 1. þann 20. Ekki verður séð, hvort sú sala fer fram gegn mynt eða með venjulegri dælingu."

 

Sigurður Óttar Hreinsson er fæddur 25. mars 1956. Samkvæmt vottorði frá sakaskrá hefur hann hvorki sætt ákæru né refsingu, svo að kunnugt sé.

I. Vitnið Guðmundur Magnússon matsveinn, Laugarnesvegi 61, hefur skýrt frá því, að það hafi hafið störf hjá bifreiðaleigunni Geysi vorið 1973 og unnið þar til um áramótin 19751976. Vitnið var framkvæmdastjóri bifreiðaleigunnar. Þegar vitnið hóf störf, voru þar 34 Volkswagen bifreiðar, og vorið 1974 bættust 15 bifreiðar við af sömu tegund. Bifreiðar þessar voru allar ljósbláar að lit. Bifreiðarnar voru kaskótryggðar hjá Samvinnutryggingum þar til vorið 1975, en þá var hætt að kaskótryggja þær.

 

Vitninu voru sýndar myndir af ákærðu í máli þessu, og kvaðst það kannast við þau. Vitnið kveðst minnast þess, að þau hafi komið á bílaleiguna, sérstaklega Sævar Marinó og Erla Bolladóttir, sem voru þar oft. Erla skipti töluvert við bílaleiguna, og eins man vitnið eftir því, að Guðjón Skarphéðinsson fékk þar bifreið á leigu. Þeir Sævar Marinó og Kristján Viðar fengu ekki bifreið á leigu, enda munu þeir ekki hafa haft ökuréttindi.

Í lögregluskýrslu segir vitnið, að það muni fyrst eftir Sævari

 

 

Bls. 574

 

Marinó, þegar hann kom á bifreiðaleiguna snemma sumars 1974 með Guðjóni Skarphéðinssyni og bróður Guðjóns. Fékk Guðjón þá leigða bifreið. Þegar samningurinn var gerður, kom í ljós, að vitnið þekkti föður Guðjóns af afspurn. Sævar Marinó kom eftir þetta, og þá fyrst man vitnið eftir Erlu, en hún var í fylgd með honum. Vitnið man ekki, hvenær það var, sem það sá Erlu fyrst, en það man vel eftir henni sumarið 1975, og var hún þá ófrísk. Leigði hún nokkrar bifreiðar hjá vitninu. Vitnið kveður stundum hafa komið fyrir, að Erla þreif rúður á bifreið fyrir það, og eins kom það fyrir, að hún fór heim í íbúð þess og tók þar til. Vitnið man t. d. eftir því, að sumarið 1975 þreif hún fyrir það íbúðina og var ein við það. Var hún þá á einhverjum flótta undan Sævari Marinó eða sagði vitninu, að hún væri hrædd við hann og ekki mætti segja honum, að hún væri á bifreið frá bifreiðaleigunni. Það kom fyrir í að minnsta kosti eitt sinn, að vitnið gaf Erlu 1.000 krónur, þegar hún þreif heima hjá því, en ekki man það þó, hvenær það var. Vitnið vill ekki neita, að það geti hafa komið fyrir, að það hafi lánað Erlu bifreið, þegar hún þreif heima hjá því, en það man þó ekki eftir tilteknu skipti. Hún geti þá hafa haft bifreiðina þann dag allan og skilað henni daginn eftir. Vitnið vill geta þess, að það hafi komið fyrir, að fólk, sem starfsfólkið þekkti, skilaði bifreiðum eftir lokun. Var þá hafður sá háttur á, að kveikjuláslyklar voru settir í hanskahólf, bifreiðunum lokað og þær skildar eftir á bifreiðastæðinu við bifreiðaleiguna. Erla kynni að hafa skilað bifreið á þennan hátt, en um það getur vitnið ekkert fullyrt.

 

Síðan segir í dómskýrslunni, að vitnið minnist þess ekki, að þau Erla og Guðjón hafi fengið bifreiðar á leigu á árinu 1974, án þess að um það væri gerður skriflegur samningur. Hins vegar man vitnið eftir því, að Erla fékk bifreiðar að láni án endurgjalds á árinu 1975, eftir að hætt var að kaskótryggja þær, og gerði vitnið þetta í greiðaskyni við hana.

Vitninu var kynnt það, sem kemur fram í framburðum. þeirra Sævars Marinós og Erlu hjá rannsóknarlögreglu um, að þau hafi fengið bifreiðar leigðar hjá bílaleigunni Geysi, án þess að um það væri gerður samningur. Vitnið kveðst ekkert geta staðhæft um þetta, en þykir þetta ólíklegt. Það hafi ekki verið fyrr en á árinu 1975 sem Erla fékk bifreiðar hjá bílaleigunni til afnota án samnings. Vitnið kveðst ekki muna eftir, að Sævar Marinó hafi borgað því 5.000 krónur fyrir bifreið, sem hann fékk leigða án þess að gerður væri um það samningur. Vitnið minnist

 

 

Bls. 575

 

þess ekki að hafa þekkt Erlu í nóvember 1974 og geti því ekki verið, að hún hafi verið farin að taka til hjá því á þeim tíma.

Í lögregluskýrslu sagði vitnið, að það gæti ekki með neinni vissu slegið því föstu, að Erla hafi tekið til í íbúð þess í nóvember 1974, en það væri ekki óhugsandi. Vitnið heldur, að það hafi ávallt opnað íbúð þess fyrir Erlu og stundum skilið hana eftir þar, enda hafi það verið í vinnu. Sævar Marinó hefur komið heim til vitnisins. Það man ekki, hvort Erla var þá með honum, en minnir það fastlega. Vitnið man ekki, hvenær þetta var.

 

Vitnið kveðst ekki neita því að hafa lánað þeim Erlu og Sævari Marinó bifreið án samnings, en það hefur örugglega ekki gerst, fyrr en eftir að bifreiðarnar voru teknar úr kaskótryggingu, enda hafi ábyrgðin verið það mikil í sambandi við trygginguna, að þetta hafi ekki hvarflað að sér.

Vitnið kannast við Kristján Viðar í sambandi við það, að hann kom þarna eitt sinn og var undir einhverjum áhrifum. Hann var með einhvern æsing, og það hótaði honum lögreglunni. Sigurður Óttar Hreinsson, frændi Kristjáns Viðars, var þarna hjá vitninu í smátíma við þrif á bifreiðum.

 

Nánar aðspurt í dómi kveðst vitnið ekkert vilj a fullyrða um það, hvort það hafi lánað þeim Erlu og Sævari Marinó bifreið frá bílaleigunni Geysi í nóvember 1974, svo sem þau hafi haldið fram. Kveðst vitnið geta ímyndað sér, að þau hafi stolið bifreið á bílaleigunni, en það hafi verið mjög auðvelt og gert með þeim hætti að stinga læsinguna á bifreiðinni upp og tengja beint. Hafi borið nokkuð á þessu, á meðan það starfaði á bílaleigunni, aðallega úti á landi, en þetta hafi yfirleitt ekki verið kært. Þetta hafi helst getað gerst að vetri, en þá stóðu bifreiðar oft að næturlagi við bílaleiguna.

 

Vitnið man ekki eftir því, að þau Erla og Sævar Marinó hafi ekið á eftir því , svo sem þau halda fram, þegar það á að hafa farið með leigubifreið að Hótel Loftleiðum., en slíkt hafi eðlilega oft komið fyrir og venjan verið sú að fá einhvern til að sækja það.

Vitnið kveður ástæðurnar fyrir því, að það hætti hjá bifreiðaleigunni, hafa verið þær, að það hafði slæmt eksem og eins að það þótti ekki nógu heiðarlegt. Vitnið hafði mjög lág laun. Hafi það gripið til þess ráðs að lána bifreiðar án leigusamnings og greiðslan runnið til þess.

 

Vitnið Sigurbjörg Ólöf Guðjónsdóttir, Grýtubakka 10, móðir Sævars Marinós, hefur skýrt frá því, að Jón Oddsson hæstaréttar-

 

Bls. 576

 

lögmaður hafi minnst á það við sig í október 1976, að fram hefði komið í máli þessu, að það hefði verið að Kjarvalsstöðum að kvöldi 19. nóvember 1974 ásamt þeim Sævari Marinó og Erlu Bolladóttur. Vitnið kveðst hafa farið að rifja þetta upp. Þetta sé sér minnisstætt, þar sem það hafi farið mjög sjaldan út á kvöldin.

Vitnið hefur skýrt frá því, að Sævar Marinó hafi sagt sér frá því, að verið væri að sýna myndina "Eldur í Heimaey" að Kjarvalsstöðum og það mundi hafa gaman af að sjá myndina. Þau Sævar Marinó og Erla hafi komið að sækja vitnið um kl. 1800 að Laugavegi 70, en vitnið vinnur aðeins þar á þriðjudögum. Fóru þau ásamt vitninu heim til þess á jeppabifreið, sem þau áttu, og var borðaður kvöldverður. Rétt fyrir kl. 2000, að því er vitnið minnir, fóru þau heiman að frá því áleiðis að Kjarvalsstöðum. Var komið við í leiðinni á Hjallavegi, þar sem þau Erla og Sævar Marinó bjuggu um þessar mundir. Þegar að Kjarvalsstöðum kom, tók nokkurn tíma að finna bílastæði. Var klukkan farin að ganga níu, þegar þau komu inn á Kjarvalsstaði og fyrsta sýning kvikmyndarinnar byrjuð. Þau fóru fyrst í stað ekki inn á kvikmyndasýninguna, en skoðuðu um stund sýningu, sem var á Kjarvalsstöðum. Fóru þau ekki fyrr en á síðari sýningu kvikmyndarinnar, en vitnið getur ekki staðhæft, hvenær hún hófst. Sýningin tók um hálftíma. Þegar henni var lokið, hittu þau Vilhjálm Knudsen, konu hans og föður, og kynnti Sævar Marinó vitnið fyrir þeim. Þau ræddu saman um stund, en að því búnu fóru þau að skoða ljósmyndasýningu. Eftir það voru þau um hríð í kaffistofunni, og bauð Sævar Marinó því kaffi. Vitnið kvaðst ekki mega vera að því að fá sér kaffi, og var ekið frá Kjarvalsstöðum eftir nokkra stund áleiðis heim til þess að Grýtubakka 10. Var klukkan 2210, þegar þangað kom, og skildist það þar við þau Sævar Marinó og Erlu. Vitnið varð ekki vart við, að þau væru á hraðri ferð. Vitnið kveðst hins vegar hafa verið að flýta sér, þar sem það er sykursýkissjúklingur og verður að hafa ákveðið mataræði. Vitnið vissi ekki um ferðir þeirra Erlu og Sævars Marinós, eftir að það skildi við þau fyrir utan heimili þess. Erla var að sögn vitnisins í síðri peysu, en ekki í kápu.

 

Vitnið Anna Björg Ciesielski, Grýtubakka 10, systir Sævars Marinós, hefur skýrt frá því, að það muni eftir því, þegar móðir þess fór með þeim Sævari Marinó og Erlu á kvikmyndasýningu á Kjarvalsstöðum. Vitnið kveðst ekki geta tilgreint, hvaða dag

 

Bls. 577

 

þetta var, en þetta var að kvöldi, og var verið að sýna mynd frá eldgosinu í Vestmannaeyjum. Vitnið man, að þau Sævar Marinó og Erla borðuðu heima hjá því kvöldmat, áður en þau fóru að Kjarvalsstöðum ásamt móður þess. Vitnið telur, að þau hafi farið að heiman um kl. 2000 og komið aftur um kl. 2200. Byggir vitnið þetta á því, að móðir þess hafði ekki borðað kvöldskammt vegna sykursýki, sem hún er haldin. Þau Sævar Marinó og Erla voru á jeppa. Þau komu ekki inn með móður þess, þegar þau komu aftur frá Kjarvalsstöðum. Vitnið kveðst ekki vita um ferðir þeirra Sævars Marinós og Erlu eftir þetta.

 

Vitnið Vilhjálmur Ósvaldsson Knudsen kvikmyndagerðarmaður, Hellusundi 6 A hér í borg, mætti hjá rannsóknarlögreglunni hinn 15. maí 1976. Vitnið skýrði frá því, að það hefði lesið í dagblöðunum fyrir skömmu um Geirfinnsmálið og hafi þá farið að rifja upp fyrir sér samskipti þeirra Sævars Marinós á þeim tíma, sem Geirfinnur Einarsson hvarf.

Vitnið kveðst hafa kynnst Sævari Marinó vorið 1974. Hann hafði áhuga á kvikmyndagerð, og tókust því kynni með honum og vitninu. Vitnið bjó á þessum tíma að Kirkjuteigi 16. Kom Sævar Marinó nokkrum sinnum til vitnisins mánuðina október, nóvember og desember 1974 og var með því, þegar það var að kvikmynda. Þá var hann oft með að láni frá vitninu tæki til kvikmyndagerðar og var að skila tækjum eða sækja önnur. Vitnið þekkti Sævar Marinó mjög lítið persónulega.

 

Vitnið kveðst hafa haldið dagbók, sem það skráði í vinnustundir sinar og ef það aðhafðist eitthvað sérstakt. Hinn 19. nóvember 1974 hefur vitnið skráð vinnustundafjölda sinn við Fiskvinnsluskólann, og hefur það skv. dagbókinni lokið vinnu kl. 1930. Neðst á blaðsíðunni í dagbókinni er skráð: "MEMO Fór á Kjarvalsstaði um kvöldið. Mynd var sýnd 4 sinnum". Vitnið afhenti rannsóknarlögreglunni dagbókina. Lá dagbókin frammi, þegar vitnið kom fyrir dóm, og kveðst það staðfesta það, sem að framan greinir.

 

Um þessar mundir stóð yfir sögusýning að Kjarvalsstöðum, og var verið að sýna þar kvikmyndina "Eldur í Heimaey". Vitnið og faðir þess, Ósvaldur Knudsen, sem nú er látinn, höfðu gert kvikmynd þessa. Sýningar myndarinnar voru að öllu jöfnu þrjár á kvöldi, en þegar aðsókn var mikil, gátu þær orðið fjórar. Fyrsta sýning hófst kl. 2000, en gat þó dregist um það bil 10 mínútur, og var sýningartími myndarinnar 30 mínútur. Vitnið kveðst hafa farið að Kjarvalsstöðum að sjá sýningu þessa að

 

 

Bls. 578

 

kvöldi 19. nóvember 1974 og hafi faðir þess og eiginkona farið með því. Er kvöld þetta vitninu sérstaklega minnisstætt. Það telur öruggt, að það hafi verið komið að Kjarvalsstöðum um kl. 2000 og sýning myndarinnar hafi hafist þá, en hún var sýnd fjórum sinnum um kvöldið. Var um 15 mínútna hlé milli sýninganna, á meðan fólkið var að fara inn og út. Þau fóru ekki á fyrstu sýninguna, heldur á aðra. Sáu þau hluta af henni og eins upphafið að þriðju sýningu.

Í lögregluskýrslu hinn 10. nóvember 1976 skýrði vitnið frá því, að það muni ekki betur en fyrstu sýningunni hafi seinkað eitthvað lítils háttar, að það gæti trúað um 10 mínútur. Hafi fyrstu sýningu því lokið kl. 2040 og sú næsta hafist um kl. 2050.

 

Vitnið kveðst hafa hitt Sævar Marinó þetta kvöld að Kjarvalsstöðum um kl. 2100, að það telur. Móðir Sævars Marinós var með honum, og kynnti hann hana fyrir eim. Erla Bolladóttir var ekki með Sævari Marinó og móður hans. Vitnið kveðst ekki geta slegið því föstu, að það hafi séð hana, en finnst þó, að það hafi veitt henni athygli einhvers staðar í mannþrönginni. Vitnið skiptist aðeins á orðum við Sævar Marinó. Spurði það hann, hvort hann hefði farið á sýninguna, og skildist því á honum, að svo væri ekki, en hins vegar sagði hann, að móðir sín væri búin að sjá sýninguna. Vitnið telur, að það hafi rætt örstutta stund við Sævar Marinó, en að því búnu skildust leiðir þeirra, og sá vitnið hann ekki meira þetta kvöld, að það best veit. Vitnið gat ekki merkt, að Sævar Marinó væri neitt að flýta sér, en því fannst á honum, að hann væri að fara eitthvað. Finnst vitninu einhvern veginn, að hann hafi látið þau orð falla, að hann væri að fara til Keflavíkur, a. m. k. sagði hann það einhvern tíma við vitnið um þessar mundir. Vitnið kveðst hafa furðað sig á því, hvaða erindi hann gæti átt til Keflavíkur. Vitnið tók fram, að þetta hefði verið eina kvöldið, sem það fór á framangreinda sýningu.

 

Í lögregluskýrslunni frá 10. nóvember 1976 greinir vitnið frá því, að það hafi hitt Sævar Marinó í enda gangs eða veitingastofu inn af anddyri hússins um kl. 2040, þegar það var að koma út af fyrstu sýningunni. Með honum hafi verið kona, sem hann kynnti fyrir vitninu sem móður sína. Tóku þeir tal saman, eins og áður greinir. Vitnið telur, að klukkan hafi verið um 2100, þegar þeir slitu talinu og leiðir þeirra skildust, því að það heldur, að önnur sýning myndarinnar hafi verið byrjuð.

 

 

Bls. 579

 

Þá skýrði vitnið frá því í lögregluskýrslunni, að það muni eftir því, að Sævar Marinó hafi komið einu sinni nokkuð seint að kvöldi til þess, eða milli kl. 2300 og 2330. Var það ekki af neinu sérstöku tilefni, heldur meira eins og af tilviljun. Hann hafi talað við það um gerð kvikmyndar, sem hann hafði á prjónunum, og minnst á eitthvað við vitnið varðandi myndina, en hún átti að fjalla um fanga í fangelsi. Í því sambandi muni Sævar Marinó hafa tekið einhverja filmubúta (senur) í Fossvogskirkjugarðinum, við nýbyggingu vöruskála SÍS skammt frá Kleppsspítalanum og í fjörunni við Laugarnestanga. Þegar hann hafði dvalist hjá vitninu í um 45 mínútur, kom í ljós, að stúlka biði hans úti í bifreið. Honum var sagt að sækja hana, og gerði hann það. Stúlka þessi var Erla Bolladóttir. Vitnið hafði áður orðið þess vart, að stúlka beið í bifreiðinni, þegar Sævar Marinó kom til þess að kvöldi. Þetta var í eina skiptið, sem Sævar Marinó kom svona síðla heim til vitnisins á þessum tíma. Vitnið var ekki visst um, hvaða dag heimsókn þessi átti sér stað, en heldur, að það hafi verið að kvöldi hins 22. nóvember 1974.

 

Vitnið kvaðst vilja taka það fram, að samkvæmt vinnudagbók þess, sem það hafi verið að glugga í, hafi það skráð, að kvikmyndin "Eldur í Heimaey" hafi síðast verið sýnd á Kjarvalsstöðum að kvöldi hins 22. nóvember 1974. Það sé þess vegna, sem það telji þau Erlu og Sævar Marinó hafa komið heim til þess síðla að kvöldi þess dags, því að vitninu hafði verið tjáð, að Sævar Marinó hefði sagst hafa komið heim til þess eftir sýningu myndarinnar. Þó vilji það ekki girða fyrir, að þau Sævar Marinó eða Erla hafi komið á heimili þess kvöldið, sem það fór með konu þess og föður á Kjarvalsstaði, það er hinn 19. nóvember 1974.

 

Skýrsla vitnisins hjá rannsóknarlögreglunni frá 15. maí 1976 var lesin í dóminum, og kvaðst það staðfesta hana með þeim breytingum, sem fram koma í framburði þess. Skýrsla vitnisins hjá rannsóknarlögreglu frá 10. nóvember 1976 var einnig lesin. Vitnið segir skýrsluna rétta í öllum atriðum og eins nákvæma og því sé unnt að skýra frá, þar á meðal hvenær það hitti Sævar Marinó að Kjarvalsstöðum og skildi við hann.

Vitnið Páll Konráð Konráðsson Þormar, Óðinsgötu 8 A, hefur skýrt frá því, að það hafi dvalist að Laugavegi 32 haustið og fyrri part vetrar árið 1974 ásamt Huldu Björk Ingibergsdóttur. Vitnið var á herbergi nr. 9 í húsinu. Kristján Viðar Viðarsson dvaldist mikið hjá vitninu um þessar mundir og svaf þar flestar nætur. Vitnið man, að einhvern tíma dags á þessum tíma,

 

 

Bls. 580

 

sennilega um kl. 1600, var hringt í síma, sem er niðri á ganginum. Vitnið telur öruggt, að þetta hafi verið 19. nóvember 1974 eða sama dag og Geirfinnur Einarsson hvarf í Keflavík. Vitnið fór í símann, og var Sævar Marinó Ciesielski, sem vitnið þekkir, í símanum. Sævar Marinó sagði vitninu, hver hann væri, og einnig þekkti vitnið rödd hans. Hann spurði eftir Kristjáni Viðari, og fór vitnið upp í herbergi og sótti Kristján Viðar. Kristján Viðar fór í símann, en ekki heyrði vitnið, hvað hann sagði. Þegar Kristján Viðar kom upp í herbergið aftur, sagði hann, að Sævar Marinó hefði verið að biðja sig um að koma með sér í sjóferð frá Hafnarfirði til að sækja spíra. Vitnið var öruggt um, að Kristján Viðar hafi nefnt Hafnarfjörð, en ekki Keflavík, og einnig að hann hafi nefnt sjóferð.

 

Í lögregluskýrslum 14. apríl og 7. maí 1976 talar vitnið um Keflavík, en í skýrslu 9. september sama ár um Hafnarfjörð. Vitnið og Kristján Viðar ræddu þetta um stund. Sagðist vitnið vilja koma með til að ná í spírann. Kristján Viðar tók vel í það og bauð vitninu að koma með. Hann taldi, að smygla ætti spíranum, og kveðst vitnið ekki hafa efast neitt um það, en álitið þó, að um lítilræði væri að ræða. Kristján Viðar minntist ekki á neinn annan en Sævar Marinó, sem ætlaði að taka þátt í þessu.

 

Í lögregluskýrslunni 9. september segir vitnið, að daginn, sem Sævar Marinó hringdi í Kristján Viðar og það fór í símann, haldi það, að Kristján Viðar hafi verið að tala um, að hann ætti von á manni á Laugaveginn klukkan hálf níu til níu um kvöldið. Þegar vitnið hugsar betur um þetta, muni það, að Kristján Viðar hafi verið orðinn óþolinmóður þetta kvöld og farinn að tala um, hvort þeir ætluðu ekki að fara að koma.

Á tímanum frá kl. 2000 til 2100 var dyrabjöllunni hringt, og fór Kristján Viðar til dyra. Vitnið kveðst ekki vita, hver hringdi. Kristján Viðar skipti um jakka, áður en hann fór á brott, og man það, að hann fór í svörtum leðurjakka, sem vitnið hafði áður átt, og utan yfir í hvítan gærujakka. Vitnið man að öðru leyti ekki eftir, hvernig hann var klæddur. Um leið og Kristján Viðar var að fara út úr húsinu, kveðst vitnið hafa farið út í glugga sem er á vesturgafli þess, en þaðan sést niður á Vatnsstíg. Gerði vitnið þetta til þess að forvitnast nánar um, hvaða maður væri með Kristjáni Viðari. Vitnið kveðst hafa séð Kristján Viðar út um gluggann og mann, sem var í fylgd með honum. Vitnið þekkti ekki manninn. Maðurinn var meðalmaður á vöxt og á að giska 20 til 30 ára. Vitnið sá á bak manninum, en man

 

 

Bls. 581

 

ekki, hvernig hann var klæddur. Vitnið var öruggt um, að þetta var ekki Sævar Marinó. Mennirnir gengu norður yfir Laugaveginn og niður Vatnsstíg, uns þeir komu á móts við Dún- og fiðurhreinsunina, en þar námu þeir staðar við bifreið, sem stóð að vestanverðu í götunni. Bifreið þessi var fólksbifreið, en vitnið getur ekki sagt, af hvaða tegund, og ekki heldur, hvernig hún var á litinn. Í lögregluskýrslu kveður vitnið sér hafa virst þetta vera rauðbrún fólksbifreið. Bifreiðin var ekki stór. Vitnið sá, að fólk var inni í bifreiðinni, en ekki veit það, hve margt það var. Það sá, að maður sat undir stýri bifreiðarinnar. Vitnið veitti ekki athygli neinu fólki á gangstéttinni. Vitnið sá, að Kristján Viðar og maðurinn fóru inn í bifreiðina. Í því fór vitnið úr glugganum, og sá það ekki meira til bifreiðarinnar. Það var afráðið, áður en Kristján Viðar fór á brott, að vitnið færi ekki með í ferðina. Vitnið og Hulda Björk fóru stuttu síðar út og héldu á dansleik í Tjarnarbúð. Vitnið og Kristján Viðar neyttu báðir lyfja þetta kvöld. Höfðu þeir neytt lyfja um mánaðarskeið fyrir framangreindan atburð, og kveðst vitnið ekki muna þetta eins vel vegna þess. Kristján Viðar neytti einhverra lyfja, áður en hann fór á brott, og telur vitnið, að um róandi lyf hafi verið að ræða.

 

Kristján Viðar kom aftur annað hvort um nóttina eða daginn eftir. Vitnið man, að hann vantaði einhver föt. Vitnið man ekki, hvernig það atvikaðist, en það fór út að bifreið, sem Kristján Viðar hafði komið í, til að sækja gærujakka hans. Það veitti bifreiðinni eftirför og náði henni við umferðarljósin við Klapparstíg. Vitnið man ekki, hvernig bifreið þetta var. Karlmaður og kona voru í bifreiðinni, og telur vitnið, að konan hafi ekið, en er ekki alveg öruggt um þetta. Vitnið spurði um gærujakkann, og rétti konan honum hann. Vitnið telur sig hafa kannast við fólk það, sem var í bifreiðinni, en getur ekki komið því fyrir sig. Fólk þetta var ungt, á að giska um tvítugt. Geti verið, að maðurinn hafi verið Sævar Marinó, en vitnið er ekki alveg öruggt um það. Vitnið þekkti ekki Erlu Bolladóttur á þessum tíma og getur ekki sagt um, hvort um hana hafi verið að ræða. Vitnið sá myndir af þeim Sævari Marinó og Erlu. Vitnið þekkir Sævar Marinó. Það telur geta verið, að það hafi verið Erla, sem ók bifreiðinni.

 

Vitninu virtist verða breyting á Kristjáni Viðari eftir framangreinda ferð. Hann var meira inn í sjálfan sig og jók neyslu á róandi lyfjum. Virtist því hann helst vilja vera í vímu. Vitnið

 

Bls. 582

 

spurði um spírann og var að gera grín að ferðalaginu, en Kristján Viðar virtist hafa komið alveg slyppur úr því. Kristján Viðar vildi ekkert ræða ferðalagið við vitnið, og spurði það hann ekkert meira um það. Vitnið miðar tímasetningu þá, sem að framan greinir, við það, að auglýst var eftir Geirfinni, skömmu eftir að Kristján Viðar fór í ferðina.

 

Vitnið man eftir því, að það var í veitingahúsinu Klúbbnum um helgi með þeim Kristjáni Viðari og Sævari Marinó, rétt áður en Geirfinnur hvarf. Þeir voru að reyna að stela veskjum af fólki í veitingahúsinu. Telur vitnið, að Kristján Viðar hafi tekið eitt veski. Það kveður þá Sævar Marinó og Kristján Viðar hafa rætt við fleiri en einn mann, svo að það sæi, og var tilgangurinn að reyna að ná veskjum af þeim. Vitnið sá myndir af Geirfinni Einarssyni. Vitnið kveðst ekkert geta sagt um, hvort þeir Kristján Viðar og Sævar Marinó hafi talað við hann. Þeir minntust ekkert á, að þeir hefðu hitt Geirfinn eða mann úr Keflavík í veitingahúsinu.

 

Vitnið man, að Sigurður Óttar Hreinsson, frændi Kristjáns Viðars, kom að Laugavegi 32, einhvern tíma eftir að Sævar Marinó hringdi hinn 19. nóvember 1974, og ræddi við Kristján Viðar. Vitnið veit ekkert, hvað þeim fór á milli.

Vitnið kveðst staðfesta skýrslur sínar hjá rannsóknarlögreglu með áorðnum breytingum. Misræmi það. sem sé á milli skýrslu vitnisins hjá rannsóknarlögreglunni og framburðar þess nú, stafi af því, að rannsóknarlögreglumenn þeir, sem yfirheyrðu það, hafi sett inn í skýrsluna atriði, sem vitnið hafði alls ekki sagt.

 

Vitnið man ekki til, að það þekki neinn í Keflavík, og það kannast ekki við neinn mann þar, sem kallaður er Geiri og hefur fengist við ólöglega áfengissölu eða spírasmygl. Vitnið kannast ekki við að hafa rætt við Sævar Marinó um neinn Geira.

Vitnið Hulda Björk Ingibergsdóttir, Krummahólum 6 hér í borg, hefur skýrt frá því, að það hafi dvalist mikið að Laugavegi 32 haustið 1974. Vitnið var í herbergi nr. 9 í húsinu hjá Páli Konráð Konráðssyni Þormar. Kristján Viðar Viðarsson var þarna mikið og svaf oft þarna. Vitnið kveður þau Pál Konráð hafa farið af Laugavegi 32 rétt eftir 20. nóvember. Það man eftir, að einhvern tíma seinni part dags, skömmu áður en þau fóru, var hringt til Kristjáns Viðars. Vitnið kveðst ekki geta alveg staðhæft, hvenær þetta var, en það sé afar líkleg, að það hafi verið 19. nóvember. Páll Konráð svaraði í símann og kallaði síðan á Kristján Viðar. Sagði hann, að Sævar Marinó, sem

 

 

Bls. 583

 

vitnið kannast við, væri í símanum. Kristján Viðar fór í símann, en vitnið heyrði ekki, hvað hann sagði, enda er síminn á næstu hæð fyrir neðan. Þegar Kristján Viðar kom aftur upp í herbergi, sagði hann, að Sævar Marinó hefði verið að biðja sig að koma til Keflavíkur til að ná í spíra, en ekki greindi hann nánar frá þessu. Kristján Viðar bað Pál Konráð um að koma með í ferðina. Páll Konráð virtist ekki hafa mikinn áhuga á að fara, en talaði þó um , að hann hefði áhuga á spíranum. Vitnið og Páll Konráð héldu, að einungis væri um lítið magn að ræða, jafnvel 23 flöskur. Einhvern tíma um kvöldið var dyrabjöllunni hringt, en ekki veit vitnið, hver hringdi. Það getur ekki staðhæft, hvenær kvöldsins þetta var, en telur, að það hafi verið frekar snemma, a. m. k. ekki seint og miðar þá við það, að þau Páll Konráð fóru eitthvað út saman að skemmta sér. Kristján Viðar hafði verið að biða eftir, að einhver maður kæmi að sækja sig. Hann nefndi ekki, hvaða maður það væri, en þetta var í sambandi við ferðina til Keflavíkur. Kristján Viðar fór sjálfur til dyra, að vitnið telur, og hélt síðan fljótlega á brott með manninum. Vitnið heldur, að Kristján Viðar hafi verið í svörtum leðurjakka, en kveðst ekki muna nánar um klæðnað hans.

 

Kristján Viðar kom aftur að Laugavegi 32 um hádegi daginn eftir. Sagðist hann hafa farið að Grettisgötu 82 um nóttina. Hann var ekki í sömu fötunum og hann hafði verið í kvöldið áður. Hann sagðist hafa haft fataskipti og farið í það. Vitnið minnir, að Kristján Viðar hafi verið í ljósum gærupelsi. Hann var ýmist í honum eða leðurjakkanum. Geti verið, að hann hafi eins verið í gærupelsinum, þegar hann fór á brott, og í leðurjakkanum, þegar hann kom daginn eftir. Vitnið er þó frekar á því, að þetta hafi verið á hinn veginn. Kristján Viðar minntist ekki á ferðina til Keflavíkur, en það lá ljóst fyrir, að hann hafði engan spíritus fengið í ferðinni. Ferð þessi var ekki sett í samband við hvarf Geirfinns Einarssonar, og var ekki minnst á hana meira.

 

Vitnið Sighvatur Andrésson hefur skýrt frá því í lögregluskýrslu, að það hafi verið fangi að Litla-Hrauni árið 1975 ásamt Kristjáni Viðari. Þeir Kristján Viðar, Einar Sverrir Einarsson og vitnið héldu mikið hópinn, meðan á fangavistinni stóð, og þekkir það því Kristján Viðar þó nokkuð.

Vitninu var skýrt frá því, sem Kristján Viðar hefur eftir því í framburði sínum, að það hafi séð Eirík, son Sigurbjörns, eiganda Klúbbsins, á tali við Geirfinn Einarsson í Klúbbnum, skömmu áður en Geirfinnur hvarf. Vitnið neitar algerlega að

 

 

Bls. 584

 

hafa sagt þetta, að minnsta kosti reki það ekki minni til þess og finnst það mjög ólíklegt, þar sem það þekki Eirík ekki einu sinni í sjón. Það hefur heyrt minnst á einhvern Eika son Sigurbjörns í Klúbbnum, en getur ekki munað hvar eða í hvaða sambandi. Hitt sé annað, að það hafi þekkt Geirfinn Einarsson töluvert. Vitnið kveðst ekki vita, hvað fengið hafi Kristján Viðar til þess að segja, að það hafi séð Geirfinn, skömmu áður en hann hvarf.

Vitnið Þórdís Bára Hannesdóttir, starfsstúlka á ritsímanum, þá til heimilis að Háaleitisbraut 113 hér í borg, mætti hjá rannsóknarlögreglunni hinn 10. apríl 1976. Vitnið skýrði svo frá, að það hafi byrjað að vinna á ritsímanum í maímánuði árið 1971. Um haustið sama ár hóf Erla Bolladóttir einnig störf þar í lausavinnu, og unnu þær á sömu vakt. Erla hætti störfum einhvern tíma á árinu 1974. Vitninu líkaði vel við Erlu. Hún talaði mikið, og fannst vitninu hún hressileg. Hún hafði fjörugt ímyndunarafl, án þess þó að, vitnið vissi til, að hún segði ósatt.

 

Erla nefndi aldrei, að hún væri heitbundin, en sagðist vera með strák, sem héti Sævar, og fyndist sér hann vera mjög gáfaður. Vitnið vissi aldrei til, að Erla neytti lyfja, á meðan hún vann á ritsímanum, en það vissi, að hún hafði eitthvað neytt af hassi, áður en hún kynntist Sævari. Hann hafi því ekki komið henni á að neyta þess.

Erla kom niður á símstöð í nokkur skipti, eftir að hún hætti að vinna þar, og talaði vitnið þá við hana. Tók það ekki eftir, að hún væri öðruvísi en hún átti að sér að vera. Vitnið kveðst muna eftir, að Erla kom stuttu eftir að rannsókn Geirfinnsmálsins hófst. Fór það að tala við hana um, hvað þetta væri allt skrýtið eða undarlegt, en hún gaf lítið út á það. Vitninu fannst hún ekki vilja tala um þetta, eins og allir aðrir gerðu. Vitnið sagði við Erlu, hvort hún héldi, að þeir mundu finna Geirfinn. Svaraði hún eitthvað á þá leið, að þeir fyndu hann aldrei. Vitninu fannst Erla ekkert öðruvísi í þetta sinn en vanalega.

 

Vitnið man eftir því, að á þessu tímabili um haustið kom Erla eitt sinn og sagði því, að hún hefði verið hrædd. Kvaðst hún hafa verið í mannlausu húsi í Keflavík að flýja undan Sævari, að vitnið minnir eða það heldur, að það hafi tekið það þannig. Vitnið spurði einskis, en hélt áfram að vinna. Erla sagðist hafa verið með hálfan pakka af vindlingum í húsinu um nóttina, en farið í bæinn næsta morgun "á puttanum", að vitnið minnir. Vitnið kvaðst ekki geta munað nákvæmlega, hvenær Erla sagði

 

 

Bls. 585

 

því þessa sögu, hvort það hafi verið áður en farið var að tala um Geirfinn eða á eftir, en það hafi verið á því tímabili. Vitninu skildist, að þetta atvik hefði verið "nýskeð", þegar Erla sagði því frá þessu, og hefði það átt sér stað daginn áður, en vitnið sagðist einskis hafa spurt.

Vitnið var yfirheyrt í dómi hinn 12. apríl 1976 og staðfesti þá framburð sinn með eiði. Vitnið skýrði þá frá því, að það hefði hitt Erlu í vikunni áður, líklega 6. apríl. Þær hafi rætt mál þetta lítillega og umræður þeirra hafist á því, að Erla hefði sagt, að bifreiðarstjóri hefði gefið sig fram. Vitnið kvaðst hafa sagt Erlu, að það myndi eftir, að hún hefði skýrt því frá dvöl hennar í mannlausa húsinu í Keflavík. Það hefði komið henni á óvart, að vitnið skyldi muna eftir því. Vitnið tók fram aðspurt, að það væri ekki visst um, að Erla hafi sagt, að mannlausa húsið væri í Keflavík, en þó minni sig það örugglega. Vitninu fannst Erla stundum hafa frjótt ímyndunarafl og ef til vill draumórakennt.

 

Vitnið Guðmundur Sigurður Jónsson, Tjarnarstíg 8, Seltjarnarnesi, hafði samband við rannsóknarlögregluna hinn 30. mars 1976 vegna auglýsingar eftir ökumanni bifreiðar, sem ekið hefði stúlku frá Keflavík að vegamótum Grindavíkurvegar hinn 20. nóvember 1974. Þegar vitnið sá þessa auglýsingu, kveðst það strax hafa munað eftir því, að það hefði tekið stúlku upp í bifreið í Keflavík haustið 1974 og ekið henni að mótum Grindavíkurvegar.

Vitnið hefur skýrt frá því í dómi, að einhvern tíma haustið eða veturinn 1974 hafi það ekið bifreið frá Sandgerði til Reykjavíkur og á leiðinni tekið stúlku upp í bifreið sína í Keflavík. Nánar aðspurt skýrði vitnið frá því, að það hefði verið í afmæli fóstru sinnar, Kristínar Jóhannesdóttur, Grenilundi 8, Garðabæ, að kvöldi hins 19. nóvember 1974. Snemma næsta morgun muni það hafa farið suður í Sandgerði til að hitta dóttur sína, sem þar býr. Hafi það haft þar skamma viðdvöl og telur, að það hafi verið um kl. 1000 í Keflavík á leið aftur til Reykjavíkur. Það hafi verið eitt í bifreiðinni.

 

Vitnið var spurt að því, hvar það hefði tekið stúlkuna upp í bifreið þess. Það skýrði frá því, að það hefði minnt í fyrstu, að þetta hafi verið við afleggjarann úr Njarðvíkunum upp á Keflavíkurflugvöll, eins og það greindi rannsóknarlögreglu frá, en við nánari umhugsun telji það, að þetta hafi verið vestast á Hafnargötu í Keflavík, en það kveðst hafa beygt niður á þá götu, þegar

 

Bls. 586

 

það kom að bænum frá Sandgerði. Vitnið sá kort af þessu svæði í Keflavík og telur, að þetta hafi verið nálægt mótum Hafnargötu og Aðalgötu.

 

Stúlkan hafi veifað því og það stöðvað. Stúlka þessi var grönn, frekar lágvaxin, skolhærð með frekar sítt hár og gæti hafa verið um tvítugt. Hún var í bláum snjáðum nankinsbuxum, en ekki í kápu. Vitninu fannst ekkert sérstakt athugavert við ástand stúlkunnar, t. d. að hún væri sjúskuð eða henni væri kalt. Stúlkan bað í fyrstu um að fá far til Reykjavíkur. Vitnið kveðst þó við nánari athugun ekki vera visst um, að stúlkan hafi strax beðið um far til Reykjavíkur, heldur að hún hafi spurt það, hvert það væri að fara. Vitnið svaraði henni, að það væri að fara til Reykjavíkur, og hafi stúlkan þá gefið í skyn að það hentaði sér. Skildi vitnið það svo, að hún ætlaði til Reykjavíkur, uns hún sagði því, að hún væri að vinna í Grindavík.

 

Þegar komið var inn undir Stapa, spurði vitnið stúlkuna, hvar hún ynni, og sagði hún, að hún starfaði í fiskverkunarstöð í Grindavík. Vitnið fékk ekki neitt fullnægjandi svar við því, um hvaða fiskverkunarstöð væri að ræða, þegar það spurði nánar um þetta, og fannst þetta dálítið undarlegt. Vitnið sagði stúlkunni, að það ynni sjálft í Grindavík og ætti að fara þangað til vinnu eftir hádegið, en þyrfti þó að fara heim áður. Stúlkan sagði, að hún gæti fengið far til Grindavíkur á vegamótunum. Vitnið man ekki eftir, að þau hafi rætt neitt sérstakt annað í bifreiðinni.

 

Stúlkan fór úr bifreið vitnisins við vegamót Grindavíkurvegar. Vitnið ók rólega af stað, en rétt á eftir mætti það vörubifreið, sem það sá, að beygt var inn á veginn til Grindavíkur. Bifreið þessi hægði á sér, þegar henni var ekið fram hjá stúlkunni. Vitnið varð undrandi á því, að stúlkan varð eftir og þáði ekki far með bifreiðinni, en það taldi, að bifreiðarstjórinn hefði boðið henni það.

Þegar vitnið var að aka niður af Stapanum að norðan, ók fram úr því vörubifreið, brúnleit að því er það minnir. Sýndist vitninu stúlkan sitja við hlið ökumanns, og var það undrandi á þessu. Vitnið fylgdist ekki með bifreið þessari, og hvarf hún því sjónum.

 

Vitnið átti rauða Skoda bifreið á þessum tíma, og var skrásetningarmerki hennar G 9093. Vitnið er þó ekki visst um, að það hafi verið á þeirri bifreið. Það hafi eitt sinn um þetta leyti fengið lánaða bifreið hjá vinnufélaga sínum í Grindavík og hafi

 

Bls. 587

 

þetta verið gömul Moskwitch bifreið, gulgræn að lit að vitnið minnir, og frekar illa farin. Telur það jafnvel sennilegt, að það hafi verið á þessari bifreið umrætt sinn. Eigandi bifreiðarinnar er nefndur Lilli og bjó í Grindavík. Störfuðu hann og vitnið á pramma með dýpkunarskipinu Gretti í Grindavíkurhöfn um þetta leyti, og var vitnið stýrimaður á skipinu.

 

Vitnið mætti í sakbendingu hjá rannsóknarlögreglu hinn 30. mars 1976 og benti þar á Erlu Bolladóttur í hópi stúlkna, sem líkasta stúlku þeirri, sem kom í bifreiðina. Kveðst vitnið telja, að það hafi verið Erla, sem kom umrætt sinn í bifreið þess. Vitninu var sýnd mynd af Erlu og telur, að um hana sé að ræða, en tekur fram, að hún hafi ekki verið með gleraugu.

Strax og vitnið kom til vinnu sinnar í Grindavík þennan dag, nefndi það þetta atvik með stúlkuna við vinnufélaga sinn, Sigurvin Hannibalsson, 2. vélstjóra á Gretti, Blesugróf 21, Reykjavík.

 

Vitnið Sigurvin Hannibalsson var yfirheyrt hjá rannsóknarlögreglunni hinn 1. júní sl. Vitnið kveðst þekkja Guðmund Sigurð Jónsson. Kynntist það honum árið 1969, þegar þeir voru að vinna á dýpkunarskipinu Gretti, og vinna þeir saman enn. Haustið 1974 á tímabilinu frá október til desember, vitnið man ekki nákvæmlega hvenær, man það eftir því, að Guðmundur Sigurður kom til vinnu á dýpkunarskipinu Gretti dag einn, þegar þeir voru að vinna í Grindavíkurhöfn, að það minnir á hádegi. Hann sagði vitninu frá því, að hann hefði tekið stúlku upp í bifreiðina í Keflavík og ekið henni að mótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar, þar sem hún hefði farið úr bifreiðinni, en hann haldið til Reykjavíkur. Vitnið man ekki, hvort Guðmundur Sigurður sagði nokkuð um það, hvað stúlkan hefði sagt við hann, eða hann hafi minnst á það að hafa séð hana fara í annarri bifreið til Reykjavíkur. Hann hafi hins vegar talað um það, að sér hefði fundist stúlkan skrýtin, en ekki man vitnið, hvað hann sagði í því sambandi. Vitnið veit ekki, í hvaða bifreið Guðmundur Sigurður var, en minnir, að hann hafi þá átt Skoda fólksbifreið. Vitnið veit til, að Guðmundur fékk lánaða Moskwitch fólksbifreið nokkrum sinnum hjá vinnufélaga þeirra, sem kallaður er Lilli, til þess að fara á til Reykjavíkur. Maður þessi er frá Vestmannaeyjum. Moskwitch bifreið hans var gömul, og minnir vitnið, að hún hafi verið með V númeri.

 

Vitnið Ingvar Georg Engilbertsson, Skúlaskeiði 3, Hafnarfirði, hefur skýrt frá því hjá rannsóknarlögreglu, að það hafi byrjað

 

Bls. 588

 

að vinna á dýpkunarskipinu Gretti í Grindavík annað hvort seinni hluta ágústmánaðar eða í september 1974. Unnu þar með því þeir Guðmundur Sigurður Jónsson og Sigurvin Hannibalsson, en þeir voru byrjaðir á undan vitninu.

Árið, 1974, að vitnið minnir í maí, keypti það bifreiðina R 22570. Þetta var Moskwitch bifreið af árgerð 1966. Bifreiðin var alveg hvít, og breytti það ekki um lit á henni. Það losaði sig við hana um áramótin 1974 og 1975. Vorið 1975 var bifreiðinni hent á öskuhaugana í Grindavík.

 

Vitnið man eftir því, að það lánaði Guðmundi Sigurði Jónssyni bifreiðina einhvern tíma haustið 1974, en veit ekki, af hvaða tilefni það var eða hvert hann fór á henni. Það geti verið, að það hafi lánað Guðmundi Sigurði bifreiðina oftar en einu sinni þetta haust, þó að það muni það ekki. Vitnið man ekki, hvort það lánaði Guðmundi Sigurði bifreiðina dagana 19. eða 20. nóvember 1974. Bifreiðin var aldrei á V númeri. Vitnið getur ekki gengið úr skugga um, hvort það hafi sjálft verið með bifreiðina hinn 19. eða 20. nóvember 1974.

 

Vitnið minnist þess ekki, að Guðmundur Sigurður hafi talað við sig um, hvert hann fór á bifreiðinni, eða hann hafi talað um, að hann hefði einhvern tímann tekið upp í bifreiðina stúlku í Keflavík og sleppt henni út við Grindavíkurafleggjarann.

Vitnið Pálína Jóna Guðmundsdóttir, Suðurgötu 25, Sandgerði, dóttir Guðmundar Sigurðar Jónssonar, skýrði frá því hjá rannsóknarlögreglu, að það hefði kvöldið 19. nóvember 1974 verið í afmæli frænku sinnar, Kristínar Jóhannesdóttur, að Grenilundi 8, Garðabæ. Þar var fjöldi fólks, þar á meðal faðir þess. Vitnið var nýlega flutt til Sandgerðis, og hafði faðir þess ekki komið þangað. Þarna í afmælinu talaði hann um að koma í heimsókn til vitnisins, jafnvel morguninn eftir, en á þessum tíma var hann á dýpkunarskipinu Gretti, sem var í Grindavík. Vitnið heldur, að hann hafi unnið á vöktum, en vill þó ekki fullyrða um það.

 

Vitnið og eiginmaður þess, Þórarinn Reynisson, fóru úr afmælinu um kl. 2330. Héldu þau beint heim til þeirra að Þóroddsstöðum, sem er sveitabær norðan Sandgerðis.

Faðir vitnisins kom snemma morguninn eftir. Telur vitnið, að klukkan hafi verið 0900 eða þar um bil, en getur þó ekki slegið þessu föstu eftir þetta langan tíma. Hann sagðist hafa farið fyrst í smiðjuna til eiginmanns þess, Þórarins, og fengið hjá honum lýsingu á leiðinni heim til þeirra. Faðir vitnisins hafði ekki langa viðdvöl hjá því, líklega 30 til 40 mínútur, og þegar hann

 

 

Bls. 589

 

fór, heldur vitnið, að hann hafi talað um, að hann ætti ekki að mæta til vinnu fyrr en seinna þennan dag. Vitnið sá aldrei bifreiðina, sem hann kom á, og hann talaði ekkert um hana við það. Vitnið heldur, að faðir þess hafi þá átt Skoda bifreið, og man, að sú bifreið var stundum í lamasessi, en hvort svo var þetta sinn, getur það ekki sagt um.

Vitnið Þórarinn Gunnar Reynisson, Suðurgötu 25, Sandgerði, kveðst hafa verið í framangreindu afmæli Kristínar Jóhannesdóttur, Grenilundi 8, Garðabæ. Þar hitti það tengdaföður sinn, Guðmund Sigurð Jónsson. Hann talaði um að koma í heimsókn til þeirra hjónanna, en þau voru nýflutt til Sandgerðis. Þessu var þó ekki slegið föstu, og um miðnættið eða nokkru fyrr fóru þau hjónin heim. Morguninn eftir eða um kl. 0830 kom tengdafaðir þess á verkstæðið, þar sem það vinnur, og spurði um leiðina heim til þeirra. Vitnið vísaði honum leiðina, en fór ekki út úr húsinu. Vitnið man, að það var myrkur, og sá það aldrei bifreiðina, sem tengdafaðir þess var á. Vitnið vissi, að hann átti rauða Skoda bifreið og að bilanir höfðu orðið á þessari bifreið, en hvort það var á þessum tíma, veit það ekki. Hann var á dýpkunarskipinu Gretti, og var skipið í Grindavík við dýpkun. Eiginkona vitnisins sagði vitninu, að tengdafaðir þess hefði haft mjög skamma viðdvöl hjá henni.

 

Samkvæmt vottorði frá Þjóðskrá er Kristín Jóhannesdóttir, sem að framan greinir, fædd hinn 19. nóvember 1889.

Vitnið Ámundi Rögnvaldsson, Hörpugötu 12 hér í borg, kom til rannsóknarlögreglunnar af eigin hvötum hinn 11. apríl 1976 til þess að bera vitni í máli þessu.

Vitnið hefur skýrt frá því, að í nóvembermánuði 1974 hafi það starfað við flutninga á tómum síldartunnum frá Siglufirði, fyrst til Reykjavíkur, en svo til Keflavíkur. Þeir voru tveir, sem önnuðust þessa flutninga og óku sín hvorri vörubifreiðinni. Vitnið ók vörubifreið af tegundinni Bedford, rauðri að lit með svörtum aurbrettum. Á palli bifreiðarinnar voru háar grindur. Þeir lögðu venjulega af stað frá Siglufirði síðari hluta dags eða að kvöldi og óku þá oftast að Varmahlíð eða á Blönduós og gistu. Næsta dag óku þeir til Reykjavíkur og gistu þar. Þriðja daginn óku þeir til Keflavíkur og lögðu af stað um kl. 0600. Í Keflavík voru alltaf starfsmenn til taks til þess að losa bifreiðarnar, en losunin tók um hálfa klukkustund. Strax eftir losun lögðu þeir aftur af stað áleiðis til Siglufjarðar og óku þá leið venjulega í einum áfanga.

 

 

Bls. 590

 

Vitnið tók eftir því, þegar rannsóknarlögreglan lýsti í fjölmiðlum eftir ökumanni flutningabifreiðar, sem hugsanlega hefði tekið stúlku upp í bifreið sína við vegamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar að morgni 20. nóvember 1974 og ekið henni til Hafnarfjarðar. Lýst var eftir malar- eða grjótflutningabifreið, en vitnið mundi allt í einu eftir því, að það hafði verið að aka þessa leið á fyrrnefndum tíma. Það skráði hjá sér allar ferðirnar frá Siglufirði og einnig, hvaða daga og hvar það losaði farminn hverju sinni. Samkvæmt þessu bókhaldi sínu hafi það losað farm í Keflavík að morgni hins 20. nóvember 1974 og hafi það því verið í akstri á leið til Reykjavíkur um Reykjanesbraut þann morgun og lagt af stað um kl. 0930.

 

Í einni af þessum ferðum man vitnið eftir því, að það tók upp í bifreiðina stúlku á Reykjanesbraut um 400 metra austan móta Grindavíkurvegar. Stúlka þessi var ein síns liðs, og fannst vitninu hún vera illa búin, því að kalsaveður var, en þó ekki frost eða snjór. Vitnið minnir, að einhver rigningarsuddi hafi verið, að minnsta kosti öðru hverju, og nokkur vindur, en ekki man það, af hvaða átt blés. Vitnið treystir sér ekki til þess að lýsa klæðnaði stúlkunnar nánar, en því fannst hún ekki nógu vel búin til þess að vera á ferð fótgangandi í svona veðri. Það spurði stúlkuna, hvaðan hún væri, og kvaðst hún eiga heima í Njarðvíkunum. Það spurði þá, hvort hún væri búin að ganga þaðan, og játaði hún því. Hún sagði, að hún væri á leið til Reykjavíkur, en bifreið hennar hefði ekki farið í gang og þess vegna hefði hún lagt af stað fótgangandi. Vitnið man ekki til þess, að stúlkan segði því meira um sína hagi, enda heldur það, að þau hafi lítið rætt saman á leiðinni. Stúlkan ætlaði ekki beinustu leið til Reykjavíkur, heldur ætlaði hún fyrst til Hafnarfjarðar, að vitninu skildist til þess að heimsækja eitthvert skyldfólk. Venja vitnisins var sú að aka ætíð Reykjanesbrautina ofan við Hafnarfjörð á þessum ferðum sínum, en nú ók það inn í bæinn að sunnanverðu og gerði það beinlínis til hægðarauka fyrir stúlkuna. Hún fór úr bifreiðinni á Strandgötu rétt á móts við kirkjuna. Stúlkan þakkaði því kærlega fyrir aksturinn, og það ók svo af stað.

 

Hinn 11. apríl 1976 sá Ámundi Rögnvaldsson Erlu Bolladóttur ásamt fjórum öðrum stúlkum í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar. Ekki þekkti hann neina þessara stúlkna sem stúlku þá, sem hann tók upp í bifreið sína á Reykjanesbraut skammt frá mótum Grindavíkurvegar að morgni dags í nóvember 1974. Hann

 

Bls. 591

 

sagði, að samt gæti stúlkan hugsanlega hafa verið í hópi þessara stúlkna, þótt hann þekkti hana ekki.

Vitnið lést hinn 18. apríl 1977.

Vitnið Guðrún Unnur Ægisdóttir, Freyjugötu 10 hér í borg, fyrrverandi eiginkona ákærða Guðjóns Skarphéðinssonar, hefur skýrt frá því hjá rannsóknarlögreglu, að þau Guðjón hafi kennt við Reykjanesskóla við Ísafjarðardjúp á árunum 1968 1972. Annað hvort síðasta eða næst síðasta veturinn, sem þau kenndu við skólann, var Sævar Marinó þar nemandi, og kenndi Guðjón honum. Þau Guðjón fluttust til Reykjavíkur árið 1972. Sumrin 1973 og 1974 vann Guðjón hjá byggingafyrirtækinu Brún, fyrst við hitaveituframkvæmdir í Mosfellssveit, en síðan við byggingar í Kópavogi.

 

Í júnímánuði 1974 festu þau Guðjón kaup á íbúð að Ásvallagötu 46. Tóku þau við íbúðinni 1. október það ár og fluttu í hana dagana 8. eða 9. nóvember, eftir því sem vitnið best man. Þau bjuggu í íbúðinni að Ásvallagötu 46 veturinn 1974-1975 og fram á sumar, en þá seldu þau íbúðina og keyptu íbúð að Grettisgötu 31 A. Skömmu síðar skildu þau að borði og sæng.

Vitnið getur ekki fullyrt um, hvar það sá Sævar Marinó fyrst, eftir að þau komu til Reykjavíkur. Það kveðst hafa séð hann hér og þar í húsum, sem þau Guðjón komu í. Hann hafi átt það til að reka þar inn andlitið, en verið fljótt farinn aftur og virst aldrei eiga neitt sérstakt erindi. Vitnið vissi, að hann hafði átt erfitt uppdráttar, og leit á hann sem smælingja, sem stæði höllum fæti. Hann átti erfitt með að koma orðum að hugsun sinni. Vitnið man það helst af tali hans, að hann vék að heilsufari sínu eða var með skýjaborgir í sambandi við kvikmyndagerð. Vitnið telur, að Guðjón hafi haft sömu afstöðu til Sævars Marinós og það. Vitnið vissi ekki um það, að Sævar Marinó stæði í afbrotum. Það heyrði ekki Guðjón hafa orð á því, að Sævar Marinó hefði svikið fé út hjá Pósti og síma. Vitnið veit ekki til þess, að Sævar Marinó hafi útvegað Guðjóni hass. Sævar Marinó kom nokkrum sinnum í heimsókn til þeirra Guðjóns á Ásvallagötu. Vitnið heldur, að það hafi verið sjaldan veturinn 1974-1975. Þó man vitnið eftir einu atviki, sem það heldur, að hafi gerst þann vetur. Þá kom Sævar Marinó heim til þeirra síðari hluta dags og bað Guðjón um að reynsluaka Land Rover bifreið, sem hann kvaðst eiga. Guðjón fór með Sævari Marinó og var

 

 

Bls. 592

 

burtu í um 10 mínútur. Erla mun hafa verið í bifreiðinni með Sævari Marinó í þetta skipti.

Vitnið kveðst ekki geta sagt með neinni vissu, hvað gerðist hinn 19. nóvember 1974. Það telur, að það hefði munað, ef eitthvað sérstakt hefði gerst þá um kvöldið eða nóttina eftir. Vitnið man ekki betur en Guðjón hafi verið heima þetta kvöld, þótt það geti ekki fullyrt um það algerlega. Hann fór aldrei neitt út á kvöldin eða um nætur á þessum tíma. Vitnið man ekki eftir því, að Sævar Marinó hafi hringt til Guðjóns í mars 1975. Hins vegar man vitnið, að einhvern tíma á því ári kom reikningur vegna einhvers símtals Sævars Marinós. Þau Guðjón töldu sig ekki eiga að borga þann reikning.

 

Vitnið sá fyrst Erlu Bolladóttur, eftir að þau Guðjón fluttu á Ásvallagötu. Það telur, að hún hafi komið tvisvar til þrisvar á heimili þeirra sumarið 1975. Eftir að vitnið kom frá útlöndum, hafði Erla nokkuð oft samband við það. Hún var þá nýbúin að eignast barn, og snerist tal þeirra einkum um börn. Vitnið kveðst hafa átt uppástunguna að utanlandsferð þeirra Guðjóns haustið 1975.

Þegar hass fannst í bifreið Guðjóns í desember 1975, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Eftir það var hann ekki samur maður og fannst þetta fíkniefnasmyglmál hafa hreinlega eyðilagt framtíð sína. Hann skammaðist sín mjög fyrir að hafa blandast inn í það. Hann var þó alltaf rólegur þar til vorið 1976. Þá var hann orðinn eitthvað svo æstur í skapi, að vitnið fór að heiman, og hafa þau ekki búið saman síðan. Vitnið dvaldist á sjúkrahúsi meiri hluta sumarsins 1976, en Guðjón fór norður í land. Vitnið minnir, að Erla hafi komið tvisvar til þrisvar sinnum á heimili þeirra, eftir að hún slapp úr varðhaldi. Vitnið man, að hún kom eitt sinn í vondu veðri til þeirra Guðjóns, skömmu eftir að henni var sleppt úr gæslu, og sagði þá m. a., að hún hefði alltaf verið hrædd við Sævar Marinó. Hún sagði þeim einnig frá morðinu á Guðmundi Einarssyni. Sú saga breyttist í þau tvö skipti, sem hún kom á heimili þeirra. Vitninu virtist Erla stöðugt verða ruglaðri. Það hélt, að hún væri á mjög sterkum deyfilyfjum. Það man, að þegar Erla kom í síðasta skiptið, hafði Guðjón hitt hana áður á einhverju kaffihúsi. Hún sagði honum þá sögu um Geirfinnsmálið og hverjir hefðu verið þar að verki. Vitnið kveður Guðjóni hafa verið mikið niðri fyrir vegna þessarar sögu og strax sagt vitninu hana, þegar hann kom heim. Þau hafi rætt um það, hvort hún væri ekki "uppdópuð og vitlaus".

 

 

Bls. 593

 

Um það bil klukkutíma eftir að Guðjón kom heim, kom Erla til þeirra. Hún endurtók þá söguna um Geirfinn, sem hún hafði sagt Guðjóni. Hún nafngreindi þá fjóra menn, sem sátu í gæsluvarðhaldi. Hún sagði, að fleiri hefðu verið í fjörunni í Keflavík og væru það háttsettir menn, en vildi ekki nafngreina þá.

Vitnið telur, að þau Guðjón hafi litið frásagnir Erlu svipuðum augum. Þegar hún sagði fyrst frá morði Guðmundar Einarssonar, trúðu þau henni, en þegar leið á og frásagnirnar breyttust og Erla varð ruglaðri, voru þau hætt að trúa henni.

 

Vitnið Jón Sigurðsson, framkvændastjóri Menningarsjóðs, Auðbrekku 31, Kópavogi, kveðst hafa þekkt Guðjón frá bernsku. Þeir hafi orðið stúdentar sama ár, átt sameiginlega vini og kynni þeirra orðið allnáin. Eftir stúdentspróf stunduðu þeir nám í Háskóla Íslands. Vitnið kveðst hafa hitt Guðjón af og til veturinn 1971-1975, en ekki tekið eftir neinu sérstöku í fari hans.

Vitnið réðst til starfa sem framkvæmdastjóri Menningarsjóðs 1. maí 1975, en þá hafði Guðjón verið starfsmaður þar frá haustinu 1974. Vitnið frétti, að hann hefði haft óeðlilegar fjarvistir og það hefði farið versnandi, þegar leið á veturinn 1974-1975. Hann náði ekki tökum á starfinu, og mætingar hjá honum versnuðu mjög um sumarið. Þegar honum var sagt upp starfi 20. ágúst eftir aðvaranir, hafi hann verið hættur að mæta til vinnu, nema ef til vill í mat og kaffi. Þegar vitnið hafði unnið hjá Menningarsjóði í 1 til 1 1/2 mánuð, ályktaði það, að Guðjón væri í sálarkreppu. Til þess taldi vitnið vera margar ástæður. Hann náði ekki tökum á starfi sínu, þótt hann hefði gengið á námskeið í bókfærslu, og hjónaband hans var í upplausn. Vitnið telur einnig, að sukk hafi verið í einkalífi hans og óregla. Faðir Guðjóns hafði skömmu áður dáið á voveiflegan hátt, og dóttir hans hafði stórslasast í sama skipti. Móðir hans var mjög illa á sig komin vegna þessa atburðar, og hið sama var að segja um bróður hans. Guðjón hafði að nafninu til verið að fást við nám um þessar mundir, en var dottinn út úr því. Framkoma hans á þessum tíma einkenndist af kæruleysi meira en nokkru sinni fyrr og ábyrgðarleysi. Honum virtist standa á sama um allt, nánast vera búinn að gefast upp. Hann hafði orð á því, að ástandið hér á landi væri vonlaust og að hann vildi fara á brott og koma ekki aftur. Einhvern tíma sagði hann eitthvað á þessa leið: "Þetta er vonlaust hér, þetta er ekkert þjóðfélag. Glæpamennirnir eru þeir einu, sem eitthvað fá, og þeir stóru sleppa, en þeir litlu eru teknir. Það eina, sem vit er í, er að flytja inn fíkniefni og græða

 

 

Bls. 594

 

á því". Vitnið tók þetta tal ekki alvarlega, taldi það aðeins bera vott um almenna óánægju. Guðjón var í fjárhagskröggum á þessum tíma. Hann varð að selja íbúð vegna skilnaðar og skuldaði skatta frá fyrri tíma. Sumarið 1975 skrifaði vitnið upp á um 50 þúsund króna víxil fyrir Guðjón. Hann greiddi ekki víxilinn á gjalddaga, og féll hann á vitnið. Eftir mikla eftirgangsmuni greiddi Guðjón víxilinn, rétt áður en hann fór til útlanda. Vitninu skildist á Guðjóni í sambandi við utanlandsferð hans, að hann ætlaði framvegis að lifa og starfa erlendis. Vitnið var nokkuð undrandi á því, að eiginkona hans, sem hann var þá skilinn við, skyldi verða samferða honum úr landi með ferjunni Smyrli. Skildist vitninu á Guðjóni, að þetta væri tilraun til, að þau gætu skilið sem þokkalegir vinir, og einnig gerði hann þetta vegna barns þeirra.

 

Guðjón fór af landi brott, rétt eftir að honum var sagt upp störfum hjá Menningarsjóði. Um það bil einum og hálfum mánuði áður hafði maður, sem vitnið þekkti þá ekki, farið að venja komur sínar á skrifstofu Menningarsjóðs og spyrja eftir Guðjóni. Hann spurði með nokkrum þjósti, þegar Guðjón var ekki við. Komur þessa manns urðu tíðari eftir því sem tími utanferðarinnar nálgaðist. Einhverju sinni spurði vitnið Guðjón um manninn. Hann sagði hann heita Sævar Ciesielski og hafa verið nemanda sinn fyrir vestan. Hann hefi verið hálf umkomulaus og hann vorkennt honum og haldið hlífiskildi yfir honum. Sævar Marinó gaf sig ekki á tal við aðra hjá Menningarsjóði en Guðjón. Hann beið stundum eftir honum þar. Hann hafði gjarnan skjalatösku meðferðis og var valdsmannslegur í fasi, einkanlega þegar hann spurði um Guðjón. Vitnið fregnaði fljótlega, sennilega hjá Guðjóni, eftir að þessi maður fór að venja komur sinar til Menningarsjóðs, að þeir Sævar Marinó og Guðjón ætluðu að verða samferða til útlanda. Einhverju sinni, þegar vitnið var í kaffi ásamt Sævari Marinó, Guðjóni og fleirum, m. a. Ásdísi Halldórsdóttur, beindi vitnið orðum til Sævars Marinós. Guðjón sagði þá eitthvað á þessa leið upp í opið geðið á Sævari Marinó: "Passaðu þig á þessum manni, þetta er ættlaust kvikindi, morðingi, skepna, smyglari, lygari og fjárkúgari". Guðjón sagði þetta í hálfkæringi. Sævar Marinó lét orðbragðið ekkert á sig fá. Guðjón var vanur að viðhafa orð af þessu tagi við menn og einkanlega kunningja sína. Vitnið minnist þess að hafa heyrt Guðjón segja í mestu vinsemd við skólafélaga: "Best gæti ég trúað, að þú værir morðingi". Það kom þó vitninu á óvart að

 

 

Bls. 595

 

vera kynnt fyrir manninum formálalaust með þessum orðum. Af þessu dró vitnið þá ályktun, að þeir Guðjón og Sævar Marinó væru góðir kunningjar.

Vitnið Ásdís Gígja Halldórsdóttir, Vesturgötu 6, Keflavík, kveðst hafa hafið störf hjá Menningarsjóði hinn 21. ágúst 1974. Vitnið minnir, að Guðjón hafi hafið þar störf í september eða október sama ár. Vitninu fannst hann vera furðulegur í framkomu og fólk hafi ekki vitað, hvernig það átti að taka hann. Hann hafi sagt hluti, sem taka mátti á tvo vegu, en aldrei brugðið svip. Vitnið vann í herbergi við hliðina á því herbergi, sem Guðjón vann í, og var opið á milli. Fljótlega fór að bera á fjarvistum hjá Guðjóni, og ágerðist það, þegar á leið. Hann kom í mat og kaffi, en að því kom eftir nokkurn tíma, að hann sást stundum ekki í 35 daga. Vitnið minnist þess ekki, að liðið hafi 12 heilir dagar í nóvember 1974, án þess að hann léti heyra frá sér, en mjög mikið er að gera hjá Menningarsjóði í þeim mánuði.

 

Vitnið man, að Sævar Marinó Ciesielski kom oft til Guðjóns sumarið 1975. Hann var fámáll og rólegur í framkomu. Hann talaði við Guðjón inni á skrifstofu Guðjóns, og veit vitnið ekki, hvað þeim fór á milli. Sævar Marinó drakk einu sinni til tvisvar, jafnvel oftar, kaffi með starfsfólkinu. Eitt sinn kynnti Guðjón Sævar Marinó fyrir vitninu og Jóni Sigurðssyni. Lýsti hann Sævari Marinó þá með orðum í þá veru, að hann væri morðingi, glæpamaður, smyglari og eiturlyfjasali. Engin svipbrigði sáust á Sævari Marinó, þegar þessi orð voru sögð. Þetta orðbragð kom vitninu ekkert á óvart. Það tók þessu sem gríni og taldi, að við öllu mætti búast af Guðjóni. Vitnið kveðst ekki geta fullyrt, hvenær það hafi fyrst séð Sævar Marinó. Það segist hafa veitt honum athygli sumarið 1975, vegna þess hve oft hann kom, en annars hafi alls konar skríll og furðulegir menn vanið komur sínar til Guðjóns. Vitnið segir, að það hafi legið í loftinu hjá starfsfólki Menningarsjóðs, að Guðjón ætlaði af landi brott, jafnvel til lengri tíma. Vitnið heyrði ekkert um það, að Sævar Marinó ætlaði með honum.

 

Guðjón var almennilegur í umgengni við vitnið og notaði ekki stóryrði við samstarfsfólk sitt. Vitnið tók ekki eftir neinni breytingu á hegðun eða skapgerð Guðjóns á þeim tíma, sem hann vann hjá Menningarsjóði.

Vitnið Hinrik Jón Þórisson, Heiðarbæ 9 hér í borg, hefur skýrt frá því fyrir dómi hinn 16. ágúst sl., að það hafi dvalist heima hjá Kristjáni Viðari um hálfsmánaðar skeið sumarið 1975. Fór

 

Bls. 596

 

Kristján Viðar eitt sinn að ræða við það um Geirfinnsmálið, þegar þeir sátu að drykkju, og sagðist vita allt um það. Spurði vitnið hann þá, hvers vegna hann léti ekki í té upplýsingar um málið, þar sem hann fengi hálfa milljón fyrir. Sagði Kristján Viðar, að þeir, sem væru við málið riðnir, væru of góðir vinir sínir, til þess að hann vildi koma upp um þá. Nánar var ekki rætt um þetta, en vitnið var vantrúað á það, sem Kristján Viðar sagði.

 

Hinn 26. apríl 1976 hringdi maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, en sagðist vera í Vestmannaeyjum, til rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Sagðist hann hafa það eftir Sólrúnu Elídóttur, Heiðardal í Blesugróf hér í borg, fyrrverandi unnustu Tryggva Rúnars Leifssonar, að Geirfinnur hefði verið brenndur og Tryggvi Rúnar hefði ekki farið sjóferðina frá Keflavík og ekki drepið Geirfinn. Geirfinnur hefði verið látinn hverfa, en Sólrún hefði ekki viljað láta uppi, hverjir hefðu staðið að verknaðinum.

 

Hinn 6. maí sama ár hringdi Leifur Vilhjálmsson, Miðstræti 22, Vestmannaeyjum, til rannsóknarlögreglunnar. Kvaðst hann vera maður sá, sem hefði hringt hinn 26. apríl sl. og þá ekki viljað láta nafns síns getið. Hann sagðist nú vilja standa við það, sem hann hefði sagt.

Vitnið Leifur Vilhjálmsson hefur mætt hjá rannsóknarlögreglunni og skýrt frá því, að það hafi hitt Sólrúnu Elídóttur í samkomuhúsinu Óðali í Reykjavík í janúar 1976, og var eiginkona þess með því. Sólrún var ölvuð. Hún sagði þeim frá því, að hún hefði lengi vitað, að Guðmundur Einarsson hefði verið myrtur og hverjir þar hefðu verið að verki, en gaf ekkert annað skyn. Hún nefndi þá ekki nöfn á neinum mannanna, sem fjölmiðlar hafa greint frá í sambandi við það mál. Minnir vitnið, að hún hafi talað um, að Páll Elíson, bróðir hennar, væri heimildarmaður hennar.

 

Vitnið kveður Sólrúnu hafa verið í Vestmannaeyjum um tíma í marsmánuði 1976 og komið í heimsókn til þess. Hún var þá mikið ölvuð. Vitnið var eitt heima, þegar hún kom. Geirfinnsmálið hafi borið á góma. Sólrún sagðist vita mikið um það mál, og voru þau eitthvað að bollaleggja um það, hvernig Geirfinnur hefði horfið. Sagðist vitnið telja, að hann hefði drukknað, en í fjölmiðlum hefði verið sagt, að farin hefði verið bátsferð. Sólrún sagði þá, að hún vissi, að Geirfinnur hefði verið myrtur. Vitnið spurði þá, hvort hún vissi, hver hefði gert það, og svaraði hún því einungis, að Tryggvi Rúnar hefði ekki verið viðriðinn það

 

 

Bls. 597

 

mál. Í framhaldi af þessu hafi hún sagt, þegar hann spurði hana, af hverju líkið fyndist ekki, að Geirfinnur hefði verið brenndur til ösku einhvers staðar fyrir utan Reykjavík. Sagði hún í því sambandi, að ekki væri neinn vandi að láta mann hverfa með því að hella olíu á líkið í heila viku og brenna það til ösku. Annað vildi hún ekki segja um þetta. Hún lét í það skína, að hún vissi, hverjir hefðu verið að verki, þegar morðið var framið og líkið brennt, en nefndi þó engin nöfn.

 

Sólrún skýrði vitninu frá því, að hún hefði farið með Tryggva Rúnari til Keflavíkur nokkru fyrir hvarf Geirfinns. Hefðu þau hitt Geirfinn, og minnir vitnið, að hún segði, að hún hefði talað við hann eða að minnsta kosti séð hann. Vitnið spurði hana, hverra erinda þau hefðu verið í Keflavík, en hún hafi ekkert meira talað um þetta.

Vitnið kveðst ekki hafa lagt trúnað á það, sem Sólrún sagði, en þegar síðar hafi komið í fjölmiðlum, að Tryggvi Rúnar væri ekki viðriðinn hvarf Geirfinns og að Geirfinnur hefði verið myrtur, hafi því fundist margt í sögu hennar vera þannig, að það ætti að láta vita af því. Vitnið kveðst þekkja þá Tryggva Rúnar, Sævar Marinó, Kristján Viðar og Albert Klahn. Hafi það verið mikið með þeim framan af árinu 1973, en ekkert að ágústmánuði liðnum það ár. það hafi þó hitt suma þeirra á þrettándanum 1974. Vitnið kveðst hafa verið búsett í Vestmannaeyjum síðan um mánaðamótin janúarfebrúar 1974.

 

Vitnið Sólrún Elídóttir, Heiðardal í Blesugróf, mætti hjá rannsóknarlögreglunni 2. desember 1976. Vitnið kannaðist við að hafa komið heim til Leifs Vilhjálmssonar í Vestmannaeyjum veturinn áður, þegar það var að vinna þar. Leifur var einn heima. Það kveðst hafa verið ölvað. Það minnist þess að hafa farið að þvæla um Geirfinnsmálið og logið því að Leifi, að það vissi allt um það. Vitnið minnir, að Leifur hafi verið að tala um það, að hann héldi, að Geirfinnur hefði drukknað. Vitnið sagðist þá telja, að hann hefði verið brenndur, enda fyndist líkið ekki. Það kveðst ekki muna, hvað það hafi sagt fleira í því sambandi, en minnist þess ekki að hafa látið í það skína, að það vissi, hverjir væru viðriðnir málið, enda hefði það enga hugmynd haft um það. Vitnið kveðst muna, að það hafi sagt, að Tryggvi Rúnar væri ekkert við þetta riðinn, og eins minnist það þess að hafa logið því, að það hefði farið með Tryggva Rúnari til Keflavíkur og hitt Geirfinn. Þessar sögur séu uppspuni frá rótum, en það eigi það til að segj a miklar lygasögur, einkum

 

 

Bls. 598

 

þegar það er drukkið. Svo hafi verið í þetta sinn, enda hafi verið mikið rætt um Geirfinnsmálið og það á allra vörum. Vitnið kveðst ekki hafa vitað þá og ekki vita nú annað en það, sem fram hafi komið í fjölmiðlum.

J. 1. Svo sem í skýrslu Sævars Marinós hinn 9. desember 1976 greinir, kveðst hann í byrjun nóvember 1974 hafa heyrt nafnið "Geiri í Keflavík" nefnt í sambandi við spíra, áfengi eða þess háttar. Þegar Geirfinnur kynnti sig fyrir honum og sagðist vera úr Keflavík, kveðst hann hafa talið, að þarna væri kominn þessi "Geiri í Keflavík". Var af þessum sökum gerð rækileg leit að manni þessum og haft samband við rannsóknarlögreglumenn í Keflavík og lögreglumann í Grindavík. Þeir kváðust ekki kannast við neinn mann, sem þetta gæti átt við. Sögðust rannsóknarlögreglumennirnir í Keflavík hafa haft til meðferðar marga menn vegna áfengissölu, áfengissmygls og fíkniefnamála, en ekki kannast við neinn, sem þetta gæti komið heim við, nema Ásgeir Ebenezer Þórðarson, en hann hefði nær eingöngu verið nefndur í sambandi við fíkniefni. Rannsóknarlögreglumenn í Keflavík tóku niður nöfn allra í Keflavík og nágrenni, þar sem Geir eða Geiri kom fyrir, alls 47 nöfn. Flesta menn þessa töldu þeir ekki koma til greina. Þó geti þeir ekki fullyrt, að átt væri við einhvern þessara manna, en það sé mjög ólíklegt. Nokkur nöfn á listanum þekktu þeir ekki, en töldu, að þeim væri óhætt að fullyrða, að menn þessir hefðu ekki komið við sögu hjá lögreglunni í Keflavík vegna ólöglegrar áfengissölu eða áfengissmygls.

 

Svo sem í skýrslu Sævars Marinós frá 9. desember 1976 greinir, telur hann, að nafngreindur leigubifreiðarstjóri hafi sagt við sig haustið 1974, að maður í Keflavík, sem kallaður er Geiri, væri viðriðinn ólöglega áfengissölu eða væri milliliður með smyglaðan spíritus. Var leigubifreiðarstjórinn yfirheyrður af þessu tilefni. Kveður hann alveg öruggt, að hann hafi aldrei þekkt neinn mann í Keflavík, sem kallaður er Geiri, og kannist ekki við neinn mann þar, sem haft hefur spíritus með höndum eða til sölu. Hann kveðst ekki þekkja Sævar Marinó í sjón, en það kunni að vera, að hann hafi verið farþegi hjá sér, án þess að hann hafi tekið sérstaklega eftir honum.

 

2. Samkvæm t upplýsingum frá rannsóknarlögreglumanni í Keflavík 6. desember 1976 var kvikmyndin "FRENCH CONNECTION" sýnd í Nýja Bíói þar í bænum hinn 19. nóvember 1974. Sýningin hófst kl. 2100 og lauk kl. 2300 til 2305. Hlé var

 

Bls. 599

 

gert á sýningunni kl. 2200 eða 2202, og stóð það í um 10 mínútur. Nýja Bíó er við sömu götu og lögreglustöðin í Keflavík. Þegar ekið er í gegnum Keflavík, er bíóið á hægri hönd, rétt áður en komið er að lögreglustöðinni, og þegar ekið er frá Hafnarbúðinni skemmstu leið í Dráttarbrautina, er ekið fram hjá bíóinu.

 

3. Svo sem í framburðum ákærðu greinir, var ekið að _sjoppu" eða bensínsölu í Keflavík, þegar þau komu úr Dráttarbrautinni frá því að kanna aðstæður. Kveðst Sævar Marinó hafa farið inn til að hringja í Geirfinn, en hætt við það, vegna þess að mannmargt hafi verið þar.

Hinn 11. nóvember 1977 ræddu lögreglumenn við Magnús Jónsson, Framnesvegi 18, Keflavík, sem er afgreiðslumaður í "sjoppunni" og bensínafgreiðslunni við Aðalstöðina í Keflavík. Hann sagði þeim, að þar væri opið til kl. 2300 á hverju kvöldi og töluvert sé um það, að fólk komi og fái afnot af síma gegn borgun. Hann kvaðst hafa verið að vinna til kl. 2300 hinn 19. nóvember 1974 og lagði fram því til sönnunar dagatal, sem hann kveðst hafa merkt á vinnudaga sína. Hann sagðist ekki muna neitt frá umræddu kvöldi og alls ekki geta sagt til um það, hverjir hefðu þá komið þarna inn. "Sjoppa" þessi er lítil, og er afgreiðsluborðið á vinstri hönd, þegar komið er inn, og sími uppi á vegg yfir enda afgreiðsluborðsins andspænis inngöngudyrum.

 

4. Hinn 11. janúar 1977 mældu rannsóknarlögreglumennirnir Sigurbjörn Víðir Eggertsson og Ívar Hannesson tímann, sem tekur að aka vegalengdir á milli staða þeirra, sem um getur í rannsókn framangreinds máls og aðiljar viðriðnir það hafa gefið rannsóknarmönnum upp. Við þetta verkefni voru þeir á bifreiðinni R 1400, sem er Volvo fólksbifreið í eigu rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. Við tímamælinguna notuðu þeir tvær skeiðklukkur og stillanlegan vegmæli bifreiðarinnar til mælinga á vegalengdum milli staða. Þeir stilltu klukkur og vegmæli við brottför af hverjum stað og lásu af því komu á næsta stað. Þeir völdu þær akstursleiðir milli staða, sem voru eðlilegastar að þeirra mati, þar sem ekki lá fyrir, hvaða leiðir hefi verið ekið. í tímamælingunni var ekki gert ráð fyrir þeim tíma, sem farið hefur í bið á hverjum stað. Verkefni þetta framkvæmdu þeir á tímabilinu frá kl. 2030 til kl. 2400. Skýrsla þeirra yfir vega- og tímalengd milli staða og akstursleiðir er á þessa leið:

 

"Frá Kjarvalsstöðum að Grýtubakka 10.

Vegalengd 6.9 km. Aksturstími 9 mín. 57 sek.

Akstursleiðir: Austur Flókagötu, suður Lönguhlíð, austur

 

Bls. 600

 

Miklubraut, suður Reykjanesbraut, austur Álfabakka og Arnarbakka, vestur Grýtubakka og að húsi nr. 10.

Frá Grýtubakka að Hjallavegi 31.

Vegalengd 5.6 km. Aksturstími 7 mín. 54 sek.

Akstursleiðir: Austur Grýtubakka, vestur Arnarbakka og Álfabakka, norður Reykjanesbraut og Elliðavog, suður Skeiðarvog, norður Langholtsveg, vestur Dyngjuveg, norður Hjallaveg og að húsi nr. 31.

 

Frá Hjallavegi 31 að Ásvallagötu 46.

Vegalengd 5.5 km. Aksturstími 7 mín. 27 sek.

Akstursleiðir: Norður Hjallaveg, suður Ásveg, norður Kambsveg, suður Dragaveg, vestur Austurbrún, Brúnaveg, Sundlaugaveg, Borgartún og Skúlagötu, suður Kalkofnsveg, vestur Tryggvagötu, suður Ægisgötu, vestur Túngötu, suður Hofsvallagötu, vestur Ásvallagötu að húsi nr. 46.

Frá Ásvallagötu 46 að Lambhóli v/Starhaga.

Vegalengd 2.00 km. Aksturstími 3 mín. 29 sek.

Akstursleiðir: Vestur Ásvallagötu, suður Bræðraborgarstíg, austur Hringbraut, suður Hofsvallagötu, austur Ægisíðu og að Lambhóli.

 

Frá Lambhóli v/Starhaga að Ásvallagötu.

Vegalengd 1.7 km. Aksturstími 2 mín. 29 sek.

Akstursleiðir: Frá Lambhóli, vestur Ægisíðu, norður Hofsvallagötu, vestur Ásvallagötu og að húsi nr. 46.

Frá Ásvallagötu 46 að Vatnsstíg 3.

Vegalengd 3.3 km. Aksturstími 5 mín. 21 sek.

Akstursleiðir: Vestur Ásvallagötu, suður Bræðraborgarstíg, austur Hringbraut, vestur Laufásveg, norður Barónsstíg, vestur Laugaveg og norður Vatnsstíg að húsi nr. 3.

Frá Vatnsstíg 3 að sjoppu við Aðalstöðina í Keflavík.

 

Vegalengd 47.3 km. Aksturstími 33 mín. 15. sek.

Akstursleiðir: Norður Vatnsstíg, austur Skúlagötu, suður Snorrabraut, austur og suður Reykjanesbraut, suður Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut og að Aðalstöðinni í Keflavík.

Frá Aðalstöðinni að Hafnarbúðinni.

Vegalengd 500 m. Aksturstími 1 mín. 8 sek.

Akstursleiðir: Norður Hafnargötu, austur Víkurbraut og að Hafnarbúðinni.

Frá Hafnarbúðinni að Pípugerðinni, Vesturbraut 10.

Vegalengd 1.6 km. Aksturstími 2 mín. 56 sek.

 

Akstursleiðir: Austur Víkurbraut, norður Hrannargötu, vestur

Bls. 601

 

Vatnsnesveg, norður Hafnargötu, vestur Vesturbraut og að Pípugerðinni.

Þarna fórum við úr bifreiðinni og gengum sem leið lá og niður á athafnasvæði Dráttarbrautarinnar, fyrir vestan og norðan húsin og alveg niður á bryggju og aftur þaðan til baka, og þá fórum við, sem leið lá, en nú fyrir austan húsin og að gatnamótum Vesturbrautar og Hafnargötu, þar sem talið er að VW. bifr. hafi þá staðið.

Göngutíminn frá Pípugerðinni og niður á bryggju 3 mín. 15 sek.

 

Göngutíminn frá bryggju og að gatnamótunum 2 mín. 15 sek.

Frá gatnamótum Vesturbrautar og Hafnarg. að Aðalstöðinni.

Vegalengd 1.4 km. Aksturstími 2 mín. 4 sek.

Akstursleið: Suður Hafnargötu.

Frá Aðalstöðinni að Hafnarbúðinni.

Vegalengd 500 m. Aksturstími 1 mín. 8 sek.

Akstursleiðir: Norður Hafnargötu, austur Víkurbraut og að Hafnarbúðinni.

Frá Hafnarbúðinni í Dráttarbrautina.

Vegalengd 1.8 km. Aksturstími 3 mín. 9 sek.

Akstursleiðir: Austur Víkurbraut, norður Hrannargötu, vestur Vatnsnesveg, norður Hafnargötu og í Dráttarbraut. Við ókum beint að húsunum við Dráttarbrautina, upp með húsunum að sunnanverðu fyrir vestan og norðan húsin og stöðvuðum á opnu svæði við norðurenda húsanna.

 

Fram hefur komið í skýrslu (G. S.) að hugsanlega hafi verið ekið beint frá Lambhóli v/Starhaga og að Vatnsstíg 3. Þessa vegalengd mældum við sérstaklega, og reyndist hún vera:

Frá Lambhóli v/Starhaga að Vatnsstíg 3.

Vegalengd 3.9 km. Aksturstími 6 mín. 6 sek.

Akstursleiðir: Frá Lambhóli, austur Starhaga, suður Suðurgötu og að Flugvallarafleggjara, norður Suðurgötu, austur Hringbraut, vestur Laufásveg, norður Barónsstíg, vestur Laugaveg, norður Vatnsstíg og að húsi nr. 3".

 

Í framhaldi af framangreindum mælingum gerðu lögreglumennirnir töflu um áætlaðan komu- og brottfarartíma á hvern stað, og var þá einnig reiknað með biðtíma á þeim stöðum, þar sem aðiljar viðriðnir málið hafa borið, að numið hafi verið staðar. Tekið var tillit til þess, sem fram hefur komið í málinu, að aðiljar hafi verið orðnir of seinir á stefnumótið í Keflavík, og því reiknað með stuttum biðtíma á hverjum stað. Miðað var við, að

 

Bls. 602

 

áætlaður brottfarartími frá Kjarvalsstöðum hafi verið um kl. 2040. Segir svo í skýrslunni:

 

"Kl. 20.40 frá Kjarvalsstöðum að Grýtubakka 10. Komutími kl. 20.50. (Ekki er þar reiknað með biðtíma, þar sem viðdvöl hefur verið mjög stutt).

Kl. 20.50 frá Grýtubakka að Hjallavegi 31. Komutími kl. 20.58. (Þar er ekki reiknað með biðtíma, þar sem ætla má, að viðdvöl hafi verið stutt).

Kl. 20.58 frá Hjallavegi að Ásvallagötu 46. Komutími kl. 21.08. (Þar er reiknað með biðtíma í 1 mín.).

Kl. 21.09 frá Ásvallagötu að Lambhóli. Komutími kl. 21.13. (Þar er reiknað með biðtíma í 3 mín.).

 

Kl. 21.16 frá Lambhól að Ásvallagötu 46. Komutími kl. 21.19. (Þar er reiknað með biðtíma í 2 mín.).

Kl. 21.21 frá Ásvallagötu á Vatnsstíg. Komutími kl. 21.27. (Þar er reiknað með biðtíma í 5 mín.).

Kl. 21.32 frá Vatnsstíg að Aðalstöð í Keflavík. Komutími kl. 22.07. (Á leiðinni frá Vatnsstíg til Keflavíkur er reiknað með 2 mín., sem farið hafa í að taka bensín á bifreiðina. Ekki er reiknað með biðtíma við Aðalstöðina).

Kl. 22.07 frá Aðalstöð að Hafnarbúðinni. Komutími kl. 22.08. (Reiknað er með biðtíma í 3 mín. í Hafnarbúðinni).

 

Kl. 22.11 frá Hafnarbúðinni og Pípugerðinni. Komutími kl. 22.14 (hér verður reiknað með skemmri tíma heldur en fram kom við tímamælingu, þar sem fram hefur komið, að vegalengdin, sem farin var, er talsvert styttri heldur en sú vegalengd, sem mæld var. Einnig hefur komið fram, að þessi vegalengd, þ. e. frá bifreiðinni í Dráttarbraut og að bifr. aftur, var hlaupin, og styttir það einnig tímann. Reiknað er með biðtíma í 2 mín. og 5 sek.).

Kl. 22.16 frá Hafnargötunni að Aðalstöðinni. Komutími kl. 22.18. (Þar er reiknað með biðtíma í 1 mín.).

 

Kl. 22.19 frá Aðalstöð að Hafnarbúðinni. Komutími kl. 22.20."

Í niðurlagi skýrslunnar segir, að hafa beri það í huga, "að sekúndur hafi ýmist verið gerðar að mínútu, þ. e., ef þar er um að ræða 30 sek. eða meira og eins, ef þær hafa verið undir 30 sek., hafi þeim verið sleppt".

Vitnin Ívar Hannesson og Sigurbjörn Víðir Eggertsson hafa mætt í dómi og staðfest skýrslur þessar í öllum atriðum.

Vitnið Ívar hefur skýrt frá því aðspurt, að ekki hafi verið fylgst sérstaklega með hraðamæli bifreiðarinnar. Ekið hafi verið

 

 

Bls. 603

 

allhratt og trúlega yfir löglegan hraða. Hafi þessi háttur verið hafður á, þar sem grunaðir í málinu töldu sig hafa verið í tímahraki og því ekið hraðar en ella.

Vitnið Sigurbjörn Víðir hefur skýrt svo frá veðri og færð kvöld það, sem mælingarnar fóru fram, að dimmt hafi verið og gola eða strekkingsvindur, en þurrt. Snjór var ekki á jörð. Vitnið fylgdist ekki með hraðamæli bifreiðarinnar, en á leiðinni til Keflavíkur hafi verið ekið með meiri hraða en löglegum. Var haft í huga, að fram var komið í málinu, að tíminn hefði verið orðinn of naumur í ferðinni til Keflavíkur hinn 19. nóvember 1974. Vitnið kveðst telja, að unnt hafi verið að fara þessa sömu leið og greinir í skýrslunni á Volkswagen bifreið þeirri, sem ákærðu eru talin hafa farið á til Keflavíkur, á jafnskömmum tíma og vitnið og Ívar fóru hana í Volvo bifreið rannsóknarlögreglunnar. Tímarannsóknin var gerð aðeins einu sinni.

 

5. Hinn 25. janúar 1977 hafði rannsóknarlögreglan samband við rannsóknarlögreglumann í Keflavík og bað hann að kanna, hvað langan tíma tæki að fara fótgangandi frá Hafnarbúðinni þar í bæ að heimili Geirfinns Einarssonar, Brekkubraut 15 þar í bæ. Rannsóknarmaðurinn kannaði þetta sjálfur og mældi tímann með skeiðklukku. Hann sagðist hafa gengið frá dyrum Hafnarbúðarinnar að dyrum kjallaraíbúðarinnar á Brekkubraut 15 og hafi það tekið 6 mínútur og 36 sekúndur. Leiðin, sem hann gekk, var: Víkurbraut, Faxabraut og Brekkubraut. Hann sagðist hafa gengið frekar greitt.

 

6. Í framburðum ákærðu kemur fram, að Geirfinni hafi verið greidd högg með spýtu í Dráttarbrautinni. Þá hefur komið fram í framburðum sumra þeirra, að trilla hafi legið þar við bryggjuna aðfaranótt 20. nóvember 1974.

Hinn 11. janúar 1977 fóru tveir rannsóknarlögreglumenn til Keflavíkur til nánari rannsóknar í Dráttarbrautinni, svo sem á því, hvort bátur eða trilla hafi verið við bryggjuna 19. nóvember 1974, hvort hægt sé að geyma þar bát eða trillu næturlangt með tilliti til flóðs og fjöru, hvernig hreinsun á umráðasvæði Dráttarbrautarinnar sé háttað og hvenær hafi verið hreinsað þar árið 1974.

 

Þeir ræddu við tvo starfsmenn Dráttarbrautarinnar, þá Kristin Gunnlaugsson yfirverkstjóra, Ásgarði 11, Keflavík, og Nikulás N. Brynjólfsson, Smáratúni 25 þar í bæ, en hinn síðarnefndi sá um að taka báta upp í Dráttarbrautinni og sjósetja þá.

Þeir Kristinn og Nikulás sögðu það óhugsandi, að bátar (trill-

 

Bls. 604

 

ur) væru geymdir við bryggjuna næturlangt, vegna þess að þar væri mikill munur á flóði og fjöru og alltaf væri einhver hreyfing við bryggjuna vegna sjávarstrauma. Þeir sögðust ekki muna til þess, að bátar hefðu verið geymdir við bryggjuna, nema rétt á meðan verið væri að undirbúa þá fyrir upptöku í brautina, og starfsmenn þar hefðu aldrei geymt bát við bryggjuna næturlangt. Um hreinsun í Dráttarbrautinni sögðu þeir Kristinn og Nikulás, að öðru hverju væri safnað saman spýtnadrasli, það oft borið niður í fjöru og kveikt í því, en flesta daga væri þó eitthvað þar af spýtum, þar sem fram færi viðgerð á trébátum, og væru það aðallega eikarspýtur. Einstaka sinnum væri þó gerð allsherjar hreinsun og þá væri draslinu ekið burtu af staðnum.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Árna Björgvinssyni, starfsmanni á skrifstofu Dráttarbrautarinnar, Kirkjuteigi 49, Keflavík, var hreinsað til í Dráttarbrautinni í maí 1974 og síðan ekki fyrr en í maí 1975, en þess á milli var tekið til og rusli brennt. Árni kvaðst hafa þessar upplýsingar af vinnukortum þeirra manna, sem hefðu unnið við hreinsunina í umrædd skipti.

Árni sagði, að samkvæmt bókhaldi fyrirtækisins hefðu eftirtalin skip verið í Dráttarbrautinni hinn 19. nóvember 1974:

 

Á efri brautinni næst húsunum: m/b Sigurpáll, GK 375, m/b Manni, KE 99, og m/b Muninn, GK 342. Á neðri braut fjær húsunum: m/b Gullþór, KE 85. Á efri braut fjærst húsunum: m/b Jón Oddsson, sem væri ónýtur, og m/b Sigurbjörg, KE 14.

Árni sagði, að skv. bókhaldinu hefði enginn bátur verið tekinn upp í Dráttarbrautina í nóvembermánuði 1974, en m/b Glaður, KE 67, hefði verið sjósettur 2. nóvember. Síðan hefði ekki verið nein hreyfing, fyrr en 14. desember 1974, þegar m/b Gunnar Hámundarson var tekinn upp í Dráttarbrautina.

 

Í skýrslu frá 25. maí 1976 segir, að allir starfsmenn Dráttarbrautarinnar hafi hætt vinnu hinn 19. nóvember 1974 kl. 1815.

Í skýrslu frá 26. janúar 1977 skýrði Árni frá því, að tveir ljóskastarar væru á verkstæðishúsinu, sem er vestan við athafnasvæði Dráttarbrautarinnar, og væru þeir á járngrind, litlu hærri en þakbrún hússins. Annar kastarinn lýsti á skrifstofuhúsnæði Dráttarbrautarinnar, sem er sunnan athafnasvæðisins, en hinn á svæðið orðanvert, einkum á garðana, sem bátar eru á. Ljóskastarar þessir hefðu verið settir upp haustið 1971 eða árið 1972. Hefði ávallt logað á þeim um nætur og hefði svo örugglega verið 19. nóvember 1974. Ívar Hannesson rannsóknarlögreglumaður, sem hefur gert skýrslu þessa, kveðst hafa komið í Dráttarbraut-

 

 

Bls. 605

 

ina í nóvembermánuði 1976 seint að kvöldi og séð umrædda ljóskastara. Þeir hafi þá ekki gefið mikla birtu á athafnasvæðið.

7. Í skýrslu Eggerts Bjarnasonar rannsóknarlögreglumanns frá 10. mars 1976 segir, að vegna framburðar Erlu um dvöl í "rauða húsinu" í nánd við Dráttarbraut Keflavíkur aðfaranótt 20. nóvember 1974 hafi Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, kannað, hvaða hús það hugsanlega gæti verið, sem Erla Bolladóttir segist hafa falið sig í nótt þessa, svo sem í framburði hennar greinir. Haukur taldi, að sennilega væri um að ræða húsið "Rauðu Mylluna", sem stendur við Duusgötu skammt frá Dráttarbrautinni í Keflavík. Þetta er gamalt íbúðarhús úr timbri, sem á sínum tíma var notað sem verbúð, en nú geymsla á ýmsu tilheyrandi útgerð. Haukur sagði, að húsið mundi hafa verið ólæst og mannlaust á þeim tíma, sem Geirfinnur hvarf. Fóru rannsóknarlögreglumenn í Reykjavík og Haukur með Erlu í þetta hús, og kvaðst hún vera þess fullviss, að hún hefði falið sig í því umrædda nótt. Benti hún á herbergi, sem er fjærst inngöngudyrunum til hægri og innst í húsinu.

 

Þá fóru hinn 11. janúar 1977 rannsóknarlögreglumenn til Keflavíkur og ræddu við Þorkel Indriðason verkstjóra, Melteigi 4 þar í bæ. Þorkell er verkstjóri hjá Keflavík h/f og umsjónarmaður með fyrrnefndu húsi. Þorkell sagðist næstum einn ganga um þetta hús. Þar væru einungis geymd veiðarfæri á fyrstu hæðinni og hefði svo verið í um það bil 10 undanfarin ár. Engin breyting hefði farið fram á húsinu þau 10 ár, sem hann hefði unnið hjá fyrirtækinu. Hann kæmi þarna oft og sæi ávallt um að afhenda sjómönnunum veiðarfæri. Það væri mjög algengt, að húsið stæði opið, enda væri því ekki læst og frágangurinn á dyrum þannig, að þær væru negldar aftur. Húsið væri venjulega opnað með því að draga út naglana eða spyrna hurðunum upp. Hann sagðist oft hafa komið að húsinu opnu og væri því mjög líklegt, að húsið kynni að hafa verið opið 19. nóvember 1974. Hann hefði komið þarna oft haustið 1974 og veturinn 1975 og ekki minnast þess að hafa séð þar neitt óvenjulegt eins og vindlingastubba eða spýju.

 

Í niðurlagi skýrslunnar frá 23. janúar sl. um endursviðsetningu atburðanna í Dráttarbraut Keflavíkur aðfaranótt 20. nóvember 1974 segir:

"Í rauða húsinu:

Húsið er veiðarfærageymsla. Yfir gluggana eru negldar krossviðarplötur að utan. Á jarðhæð, fyrsta herbergi til hægri, fannst

 

Bls. 606

 

á gólfinu við hliðina á garðbekk, 50x30 cm stór timburplata með stuttum fótum, sem virðist vera sæti. Undir fremri rönd sætisins liggja 5 sígarettustubbar. Engin spýja finnst. Í litlu herbergi hægra megin í afturenda hússins þar sem Erla segist hafa haldið sig aðfaranótt 20. finnst ekkert, (sígarettustubbar, spýja), sem sannar framburð kærðu".

 

8. Vegna framburðar ákærðu um, að þeir hafi þreifað inn á brjóst Geirfinns Einarssonar, tekið á púlsi hans og talið hann látinn, og flutning ákærðu á líki hans, fór lögreglan þess á leit, að prófessor Ólafur Bjarnason svaraði eftirfarandi:

1. Hvert er öruggt merki þess, að maður sé látinn?

2. Hverju gætu menn tengdir Geirfinnsmálinu örugglega hafa komist að við rannsókn á líki Geirfinns?

3. Hvenær hefst stirðnun, hvenær losnar lík úr stirðnun og hvenær byrja líkblettir að myndast?

 

4. Óskað er álits um, hvort hægt sé að svipta mann lífi með hálstaki, og beðið um álit á hálstaki.

Svör prófessors Ólafs Bjarnasonar, eru sem hér segir:

"Ad 1) Skilgreining öruggra andlátsmerkja er ef til vill eitthvað mismunandi eftir löndum. Í Danmörku, svo dæmi sé nefnt, eru örugg andlátsmerki talin: 1. Líkstirðnun, 2. líkblettir, 3. rotnun. Úrskurður læknis um það, hvort maður hafi andast, byggist hins vegar að öllum jafnaði á því, hvort hjartsláttur hafi stöðvast og öndun hætt. Fljótlega eftir andlátið byrjar líkamshiti að lækka, uns hiti hefur náð umhverfis hitastigi. Að öllum jafnaði sannreynir læknir einnig, að ósjálfráð viðbrögð við ýmis konar ertingu (sársauka, ljósi) séu upphafin. Ákvörðun heiladauða hjá manni, sem liggur í öndunarvél á sjúkrahúsi, verður ekki rædd hér, enda mun það falla utan þess sviðs, sem hér um ræðir.

 

Ad 2) Sé átt við það, hvort maðurinn væri látinn, er vafasamt, að menn þeir, sem hér um ræðir, hefðu getað sannreynt með öruggri vissu, að hjartsláttur væri hættur. Þó er það ekki útilokað. Hafi þeir aldrei séð líkbletti áður, er óvíst, að þeir hefðu áttað sig á útliti þeirra. Hins vegar hefðu þeir átt að geta sannreynt líkstirðnun í útlimum, ef þeir kannast við það ástand. Lykt vegna rotnunar hefði heldur ekki leynt sér, ef svo langt væri liðið frá andláti, að hún væri komin fram, þegar viðkomandi aðilar voru að fást við lík Geirfinns. Ólíklegt er, að viðkomandi menn hefðu getað áttað sig á minniháttar ytri áverkum, enda þótt þeir gætu haft mikla þýðingu við athugun sérfræðings á

 

 

Bls. 607

 

mögulegum orsökum á dauða Geirfinns (t. d. merki á hálsi um, að kyrking hafi átt sér stað). Hafi hins vegar verið um að ræða meiri háttar áverka, t. d. á höfði eftir barsmíð, ekki átt að leyna sér, enda þótt vafasamt sé, að mennirnir hefðu getað gert sér grein fyrir því, hvort áverkarnir í raun og veru hefðu leitt til dauða, nema þá að þeir hafi verið mjög miklir, eins og t. d. opið höfuðkúpubrot.

Ad 3) Líkstirðnun byrjar venjulega að myndast 25 klukkustundum eftir andlát. Stirðnunin byrjar fyrst í augnlokum og kjálkavöðvum. Stirðnunin færir sig síðan smátt og smátt yfir á aðra andlitsvöðva, hálsvöðva, efri hluta búks, efri útlimi, neðri hluta búks og ganglimi. Stirðnun er að venju fullmynduð 812 tímum eftir andlát og helst í 13 dægur. Síðan hverfur líkstirðnun í sömu röð og hún myndaðist.

 

Ad 4) Kverkatak er alþekkt sem orsök að dauða (kyrking). Hvort kverkatak leiðir til dauða, er að sjálfsögðu undir ýmsum aðstæðum komið. Sé kverkatak það öflugt, að öndun sé algjörlega hindruð, er talið að 23 mín. líði frá því öndun hindrast algjörlega og þar til viðkomandi missir meðvitund, en 5 mín. þar til dauða ber að höndum. Sé um að ræða kröftugan mann, sem getur veitt verulega mótspyrnu, getur að sjálfsögðu liðið mun lengri tími frá því að kverkataki er beitt og þar til köfnun á sér stað. Þekkt er, að slíkt kverkatak getur í einstöku tilfellum valdið skyndidauða vegna ósjálfráða viðbragða taugakerfisins".

 

9. Samkvæmt grunnteikningu af kjallara hússins Grettisgötu 82 frá 7. desember 1976 og ljósmyndum, sem þar voru teknar. eru aðstæður í meginatriðum sem hér segir:

Inn í kjallarann er hægt að komast bæði frá Grettisgötu og frá baklóð hússins. Þegar farið er inn frá Grettisgötu, er komið fyrst inn á ytri gang, og liggur þaðan stigi niður í kjallarann. Frá baklóð hússins er gengið niður útitröppur, sem liggja þvert á innganginn frá vinstri, og er grindverk við þær. Þegar komið er inn í húsið, tekur við gangur, og inn af honum eru tveir kyndikatlar. Þar er beygt til hægri eftir ganginum á leiðinni inn í þvottahúsið, sem hefur glugga út að Grettisgötu. Fyrir enda gangs þessa er hengi stutt frá vegg. Í þvottahúsinu er rimlaborð undir glugga, og fundust þar blóðblettir, en við vegg til hægri hliðar er annað borð. Í horni til vinstri, þegar inn í þvottahúsið kemur, er kolakynntur þvottapottur. Geymsla Ingiríðar Finnsdóttur, föðurömmu Kristjáns Viðars, er á ganginum and-

 

 

Bls. 608

 

spænis þvottahúsi. Var geymslan full af ýmiss konar dóti, þegar athugun og ljósmyndataka fór fram.

Vegna framburðar Kristjáns Viðars 14. janúar 1977 spurði rannsóknarlögreglan Ingiríði Finnsdóttur hinn 24. sama mánaðar um leðurlíkisdúk eða annað álíka, sem geymt á að hafa verið í geymslu hennar. Hún kvaðst ekki muna eftir, að dúkur eða annað efni hafi verið í geymslunni í kjallaranum, en þó geti það vel verið. Geymslan sé full af dóti, sem hafi safnast á mörgum árum, og hún muni ekki lengur eftir öllu, sem þar sé geymt. Hún sagðist ekki muna sérstaklega eftir nylonsnæri, sem geymt hefði verið í kjallaranum, en þó minnti hana, að afgangur hafi einu sinni verið af þvottasnúrum úr nyloni, sem settar voru í þurrkhúsið. Hún hélt yfirleitt til haga öllum snærisspottum, sem hún fann, og geymdi þá í plastpoka í geymslunni.

 

Rannsóknarlögreglan skoðaði dyrabúnað á geymslu Ingiríðar Finnsdóttur. Var þetta gert vegna framburðar Kristjáns Viðars um, að hann hefði spyrnt upp geymsluhurðinni, þegar hann og þeir Sævar Marinó og Guðjón komu með lík Geirfinns Einarssonar í kjallarann. Hurð og dyrakarmur voru mjög illa farin og erfitt að greina eina skemmd frá annarri. Við athugun kom í ljós, að greinileg sprunga er í dyrakarmi, þar sem lokjárn er fest í hann. Nær sprunga þessi um það bil 40 cm upp og niður fyrir lokjárnið, og bendir allt til þess, að hún hafi myndast við, að hurðinni hafi verið spyrnt upp. Ingiríður sagði það oft hafa komið fyrir, að Kristján Viðar hafi spyrnt upp hurðinni, þótt hann vissi, hvar lykillinn væri, og hafi hún oft orðið að lagfæra hurðina. Sagði hún, að þegar hún lét lagfæra hurðina síðast, hafi hurðin verið búin að vera lengi þannig, að ekki hafi þurft nema að ýta þétt á hana, til að hún opnaðist. Hún sagðist ekki muna, hvenær viðgerð fór síðast fram á dyraumbúnaðinum.

 

Þriðjudaginn 7. desember 1976 gerðu rannsóknarlögreglumenn athugun á kjallara hússins Grettisgötu 82. Leitað var í geymsluherbergi Ingiríðar Finnsdóttur í suðausturenda kjallarans. Þá athuguðu rannsóknarmenn þvottaherbergi hússins, sem er í norðausturendanum, leituðu að blóðblettum og gerðu prófanir með þar til gerðum efnum. Leit þessari héldu þeir áfram miðvikudaginn 8. desember 1976. Á 46 cm háum rimlabekk úr tré, 2 metra löngum, við gluggavegg þvottaherbergisins fundu þeir efni á einum trérimli bekksins, sem gaf svörun fyrir blóði. Var efni þetta á um 25 x 30 mm kafla á bekknum þeim megin, sem snýr að veggnum og 60 cm frá vesturenda hans. Sex rimlar eru á

 

 

Bls. 609

 

efsta borði bekksins, og eru þeir úr 2.6 x 7 cm borðum. Trérimilinn, sem efnið fannst á, tóku rannsóknarmenn með sér til nánari athugunar. Einnig tóku þeir bút í þessu skyni úr þverstykki bekksins fyrir neðan nefndan stað. Var einn trébútur úr setu trébekksins og nokkur trésýni, sem tekin voru úr setu hans, send til "Bundes Kriminalamt" í Þýskalandi til tæknilegrar rannsóknar. Í skýrslu stofnunar þessarar segir svo um rannsóknina:

"Á einni hlið trébútsins sást með berum augum (makroskopískt) storknuð skán, sem míkrospektroskópískt var greind sem blóð og serologískt sem mannsblóð. Eftir absorptionselutions-rannsóknaraðferð reyndist þetta vera blóð af flokknum A. Þar með útilokast, að um blóð Geirfinns Einarssonar hafi verið að ræða, þar sem hann var af blóðflokki O. Trébútarnir af bekknum voru óhreinir mjög. Við smásjárskoðun (mikroskopíska) sáust í óhreinindunum smáagnir, sem færðu nákvæmar sönnur á, að um blóð var að ræða. Ekki reyndist unnt að ná svo stóru sýni, að ákveða mætti, af hvaða tegund blóð þetta var".

 

10. Laugardaginn 8. janúar 1977 rannsökuðu rannsóknarlögreglumenn sendiferðabifreiðina Í 840, sem er af gerðinni Mercedes Benz, T. 608 D., smíðaár 1971. Skv. ljósmyndum eru tvær hurðir fremst á hliðum bifreiðarinnar og hurð að farangursgeymslu þar fyrir aftan, og aftan á bifreiðinni eru einnig dyr að farangursgeymslu. Bifreiðin hafði áður verið í eigu Jóns Þorvalds Walterssonar og haft þá skrásetningarmerkið R 40045, svo sem áður greinir. Sagðist vitnið Sigurður Óttar Hreinsson hafa ekið henni til Keflavíkur 19. nóvember 1974. Bifreiðin var í eigu Jóns Friðriks Jóhannssonar á Ísafirði við skoðunina. Jón Friðrik sagðist hafa málað alla farangursgeymslu bifreiðarinnar í hólf og gólf snemma haustið áður, þegar hann hóf kjöt- og sláturflutninga með henni.

 

Rannsóknin var fólgin í því, að samskeyti milli gólfs og hliða bifreiðarinnar í innanverðri farangursgeymslu voru skröpuð upp og það, sem skafið var upp, sett í plastpoka, sem jafnóðum voru merktir. Var bifreiðinni skipt niður í hluta, þannig að hvorri hlið var skipt í 3 hluta. Vinstri hlið 13 og hægri hlið í 13 talið frá stýrishúsi og síðan fram- og afturendi. Þegar þessari athugun á bifreiðinni var lokið, var farið með plastpokana í tæknideild rannsóknarlögreglunnar, þar sem innihald þeirra var þurrkað. Þá voru tekin sýni úr hverjum plastpoka og prófað með

 

 

Bls. 610

 

efnameðferð (benzidin), hvort þau sýndu blóðsvörun. Kom í ljós við þessa athugun, að sýni úr 6 pokum sýndu blóðsvörun og sýni úr poka, sem merktur var H.H1. 1, en það hafði verið skafið upp við hliðarhurð fremst í farangurshúsi hægra megin, sýndi áberandi mesta blóðsvörun við benzidin prófun þessa.

Allir plastpokarnir 6, sem að ofan getur, voru síðan lokaðir og farið með þá til nánari rannsóknar hjá fyrrnefndri stofnun í Þýskalandi. Varð niðurstaða rannsóknarinnar sem hér segir:

 

"Aursýnin sex úr Mercedes Benz bifreiðinni reyndust jákvæð með tilliti til blóðs við benzidinforprófun. Sterkasta svörun kom fram hjá efninu, sem merkt er HHL 1.

Einnig er það þetta efni, sem sýndi við smásjárskoðun flestar blóðskyldar agnir. Þetta sýni var af þessum sökum tekið til nánari athugunar. Vegna tímaskorts varð að falla frá að rannsaka hin sýnin.

Niðurstöðurnar sýndu, að hér var án efa um mannsblóð að ræða. Vegna þess hve efnið var gegnumsýrt af óhreinindum, reyndist ekki unnt að framkvæma frekari rannsóknir á því. Einnig vegna vöntunar á hlutlausum substratsamanburði".

 

11. Þau Sævar Marinó og Erla eignuðust Land Rover bifreið samkvæmt bifreiðaskrá hinn 14. nóvember 1974. Á meðan bifreiðin var í eigu þeirra, hafði hún skrásetningarmerkið R 42679. Hinn 7. júlí 1975 eru þau talin hafa selt bifreiðina, og fékk hún þá skrásetningarmerkið L 1096, sem hún hefur enn. Bifreiðin er með hurðum á hliðum og að aftan. Í framsæti eru 2 sæti fyrir farþega, en aftur í eru tveir bekkir meðfram hliðum. Rannsóknarlögreglan rannsakaði bifreiðina að innan hinn 9. janúar 1977 með tilliti til hugsanlegra ummerkja eftir blóð. Aftur í bifreiðinni innan á báðum hliðum var rautt teppi, en gólfið sjálft bert járn. Teppin voru fjarlægð innan af hliðunum og tekin til rannsóknar. Í skýrslu "Bundes Kriminalamt", sem fékk teppabút til nánari rannsóknar, segir á þessa leið:

 

"Teppabúturinn úr Land Rover bifreiðinni sýndi marga óhreina bletti. Á nokkrum stöðum komu einkennin seint fram og sýndu þess vegna ekki ótvíræð viðbrögð gagnvart blóðforprófun. Ekki reyndist unnt að sanna, að um blóð hafi verið að ræða.

Fyrri eigandi, sem keypt hafði bifreiðina af Sævari Marinó og Erlu, skýrði frá því, að teppi hefði einnig verið á gólfinu aftur í bifreiðinni, þegar hann keypti hana. Það hefði verið mjög óþrifalegt. Hefði hann því fleygt því fyrir löngu og væri ekki unnt að segja um, hvar það kynni að vera niður komið. Hann sagði,

 

 

Bls. 611

 

að á um það bil miðju teppinu hefði verið blettur um 40 cm í þvermál. Hann vissi ekki, hvers konar blettur þetta var, en hann hefði verið heldur dekkri en teppið sjálft, sem var rautt.

12. Í framburði Guðjóns Skarphéðinssonar kemur fram, að hann hafi í nóvember 1974 fengið lánaðar skóflur hjá Einari Jónssyni, Grænuhlíð 17. Einar hefur skýrt lögreglu svo frá, að síðari hluta árs 1974 hafi Guðjón fengið lánaða hjá sér eina skóflu. Hann segist minnast þess, að um þetta leyti hafi Guðjón verið að flytja úr íbúð í Laugarneshverfi í aðra íbúð. Í nýju íbúðinni hefði verið einhvers konar leki og hafi hann fengið skófluna til að grafa eitthvað í því sambandi. Nokkru seinna hafi hann hitt Guðjón og spurt hann um skófluna. Guðjón hafi þá sagt, að hann væri búinn að nota hana. Skóflan hefði verið hjá honum í um tvær vikur, uns hann skilaði henni aftur. Einar afhenti rannsóknarlögreglunni skófluna. Þarna var um að ræða skóflu með kúptu blaði og löngu skafti. Einar sagði, að hann hefði sjálfur notað þessa skóflu talsvert bæði sumarið 1975 og 1976.

 

Svo sem fram er komið, kveðst Sævar Marinó hafa fengið skóflu að láni hjá Guðjóni, og kveður Guðjón um hafa verið að ræða skófluna frá Einari Jónssyni.

Jón Sigurjónsson, Ásvallagötu 46, og Guðrún Ægisdóttir, fyrrverandi kona Guðjóns, hafa bæði skýrt frá því, að Guðjón hafi grafið skurð í lóðina að Ásvallagötu 46 haustið 1974, en viti ekki, hvar hann fékk lánaðar skóflur til að vinna verkið.

13. Í vottorði Veðurstofu Íslands, dags. 24. janúar sl., um líkur á frosti í jörð í Rauðhólum hinn 21. nóvember 1974 segir svo:

 

"Jarðvegshiti er mældur við hús Veðurstofu Íslands á Bústaðavegi 9. Þar var hiti yfir frostmarki í öllum mældum dýptum", "fram til 16. nóvember, en þá fer hiti aðeins niður fyrir frostmark á 5 cm dýpt.

Samanburður á hitamælingum á Hólmi og í Reykjavík sýnir, að meðalhiti í skýli í 2 m hæð var rösklega einu stigi lægri á Hólmi dagana 17.21. nóvember. Hann var 1.6° í Reykjavík, en 0.4° á Hólmi.

Lágmarksmælingar við jörð voru sem hér greinir dagana 17. 21. nóvember.

 

 

 

Dag. Reykjavík Hólmur

17. 10.1 12.0

18. 2.5 3.5

19. 2.5 4.0

 

Bls. 612

 

 

Dag. Reykjavík Hólmur

20. 2.8 4.7

21. 4.6 10.0

 

Með hliðsjón af þessum athugunum verður að teljast líklegt, að frost hafi komið í jörð á þessu tímabili í Rauðhólum".

14. Hinn 23. janúar sl. gerði rannsóknarlögreglan tilraun til endursviðsetningar atburðanna í Dráttarbrautinni að kvöldi 19. nóvember eða aðfaranótt hins 20. 1974 með þeim ákærðu Sævari Marinó, Kristjáni Viðari, Erlu, Guðjóni Skarphéðinssyni og vitninu Sigurði Óttari Hreinssyni. Segir svo um þetta í skýrslu lögreglunnar:

"Með því var reynt að:

a) Rannsaka framburð varðandi afstöðu á vettvangi til þess að geta metið gildi framburðarins yfirleitt,

 

b) til þess að ná frekara samræmi, þar sem frásögnum ber ekki saman.

Hér kom aftur greinilega í ljós ósamræmi varðandi smáatriði í frásögnum kærðu af atburðunum, sem áttu sér stað fyrir 2 árum einkum þó varðandi högg, sem Geirfinni voru veitt. Af þessum ástæðum voru eingöngu sviðsettar "staðarákvarðanir" viðkomandi bifreiða og sakborninga.

Þar á meðal:

a) Staða ljósbláu VW-bifreiðarinnar.

b) Staða Mercedes Benz sendiferðabifreiðarinnar.

c) Staða Geirfinns og sakborninganna.

 

aa) Stig, strax eftir að stigið var út úr bílnum.

bb) Stig, hálstak Kristján.

cc ) Stig, þegar G. var drepinn.

Hætt var við ítarlega sviðsetningu, eins og t. d. þegar verknaðarmenn beittu fórnarlambið valdi með hnefahöggum eða barsmíð með spýtu, þar sem slíkt þótti ekki bera árangur. Því varð að ganga út frá fyrirliggjandi framburði, hvað þetta atriði snertir.

Sviðsetning verknaðar.

1. Erla.

1. Hún lætur VW aka í þá stöðu, að framendi snýr að sjó, skv. mælingu og mynd. Hún lýsir afstöðunni þvert á dráttarbrautina rétt við hana skv. ljósmynd. Hún segist hafa staðið hægra megin við VW bifreiðina.

 

2. Hálstakið: Hún man ekkert um það.

3. Stig: Líkið lá á maganum skv. ljósmynd. Hún stóð ennþá

 

Bls. 613

 

kyrr við bílinn. Yfir líkinu stóðu S. G. og K. skv. ljósmynd. Hún veit ekkert um, hvernig andlátið bar að.

2. Sævar.

1. Sævar segir bifreiðina (VW) hafa staðið um 3 m vestar. Afstaða S. G. og K. eins og á mynd.

2. Stig: Hálstakið.

Verknaðarmenn stóðu eins og á ljósmyndinni. Kristján hélt með vinstri hendinni um háls Geirfinns. Skv. skeiðklukku hélt hann takinu í ca. 7 sekúndur. Því næst beygði hann hann niður og hélt hálstakinu áfram í boginni stellingu. Á því augnabliki gekk Sævar aftur að VW bifreiðinni, þar sem Erla beið. Þegar hann kom aftur á vettvang, lá Geirfinnur á maganum skv. ljósmynd. Kristján kraup niður vinstra megin við hann og teygði höndina undir frakkann (úlpuna?) til þess að þreifa á hjartanu. Hann sagði við Sævar: "Hann er dáinn". Sævar þreifaði á púlsinum, en fann enga hreyfingu. Hann hélt einnig, að Geirfinnur væri dáinn.

 

Hann breytir stöðu sendiferðabílsins um ca. 5 m til vesturs. Sævar álítur, að Óttar hafi e. t. v. getað séð eitthvað.

Á meðan hafði Erla farið burt á milli tveggja bygginga í Dráttarbrautinni.

Kristján.

1. Kristján breytir staðsetningu bifreiðarinnar og færir hana nokkru sunnar, þvert á venjulega akstursstefnu skv. ljósmynd.

2. Stig: Hálstakið.

Hann tók við hálstakinu af Guðjóni. Hann greip um hálsinn aftan frá, beygði Geirfinn við það aftur á bak og ýtti með hnénu á hné hans. Hann sýndi hálstakið, og skv. skeiðklukku gaf hann upp tímann ca. 10 sek. Á meðan á hálstakinu stóð, sló Sævar með lurk í fæturna.

 

3. Stig:

Líkið lá á vinstri hlið, höfuðið sneri til austurs. Hann kraup á kné og reyndi að finna hjartaslögin, en fann enga hreyfingu. Hann leggur þó áherslu á, að hann sé enginn fagmaður. Hann sagði við Sævar: "Ég held, að hann sé dáinn". Síðan gekk hann að sendiferðabifreiðinni og talaði við Óttar, eins og hann hefur borið áður. Sævar sagði honum, þegar hann kom til baka, að hann hafi þreifað á púlsinum og haldi, að hann sé dáinn.

Staða sendiferðabifreiðarinnar:

 

Hann er ekki viss um, að bíllinn hafi staðið þarna. Hann hafi

 

Bls. 614

 

ekki getað séð hann í myrkrinu og heldur, að Óttar hafi því ekki séð neitt.

4. Guðjón.

Kærði lætur VW bifreiðina aka til nokkurn veginn sama staðar og Erla. Sjá ljósmynd. Því næst lýsir hann því yfir, að hann geti ekki lýst því, hvernig átökin hafi byrjað og hvar einstakir aðilar hafi staðið. Það hafi verið mjög dimmt þessa nótt og ef hann segi eitthvað núna, geti það bara orðið einhver vitleysa. Aðspurður gengur hann lengra til norðurs að dráttarbrautinni, sem liggur þversum, og segir: "Hér á þessu svæði gæti það verið". Guðjón neitaði aftur að gefa upp nokkrar staðarákvarðanir. Hann sagði: "Ég verð að hugsa mig betur um, og ég held, að það komi, það kemur áreiðanlega".

 

2. Stig: Hálstakið.

Aðspurður lýsir Guðjón því yfir, að Kristján hafi tekið við hálstakinu af sér. Hann var beðinn að sýna það, en neitaði því. Þegar honum voru sýnd ýmiss konar hálstök, svaraði hann því til, að hann gæti ekkert munað.

3. Stig:

Hann getur ekki gefið neina staðarákvörðun, ekki heldur hvernig Geirfinnur hefur legið. Hann sjálfur hafi ekki kannað, hvort hann væri látinn. Hann viti heldur ekki, hver hafi gert það. Aðspurður hvort líkið hafi verið borið til fólksbifreiðarinnar eða hvort bifreiðinni hafi verið ekið að líkinu svaraði hann, að hann myndi það ekki.

 

Staða sendiferðabifreiðarinnar:

Bifreiðin standi á nokkurn veginn réttum stað, þó kunni hann ekki við rauðan "stuðara", sem sé nú á bílnum. Þar að auki sé númerið ekki rétt. Ef ökumaðurinn hefur setið í bílnum, sé hugsanlegt, að hann hafi ekki séð átökin.

Sigurður Óttar.

1. Stig:

Hann lætur sendiferðabifreiðina aka að þeirri stöðu, sem sést á myndinni. Aðspurður segist hann vera alveg viss um að hafa ekki ekið bílnum neðar, einkum sé hann alveg viss um að hafa ekki ekið honum að bryggjunni. Kristján hafi komið að bílnum og sagt sér, að hann skyldi bíða enn. En hann hafi ekki komið framan að honum, heldur aftan að honum. Hann hafi aldrei farið úr bílnum allan tímann og mannamálið, sem hann hefur áður sagt frá, hafi hann heyrt vinstra megin fyrir aftan sig.

 

 

Bls. 615

 

Hann er alveg viss um, að bifreið, sem kom úr vesturátt, hafi ekki ekið fram hjá sér

Kærða var sagt, hvað aðrir hlutdeildarmenn höfðu sagt og einkum, að þeir héldu því fram, að bíllinn hefði staðið a. m. k. 30 m fyrir austan (sjá ljósmynd). Þrátt fyrir það hélt Óttar við framburð sinn.

Aðspurður sagði hann, að bifreiðin hefði áður hvorki verið með rauðan "stuðara" né rauðar rákir á hliðunum. Þær hefðu verið svartar og verið breytt, þegar hún var seld".

 

Þegar sviðsetningin fór fram í Dráttarbrautinni í Keflavík, sá Guðjón Skarphéðinsson sendibifreiðina og hafði strax orð á því, svo sem í skýrslu hans frá 25. janúar sl. greinir, að hann þekkti þar aftur sendibifreiðina, sem hefði verið í Dráttarbrautinni í Keflavík 19. nóvember 1974. Sagði hann jafnframt, að nú væri "stuðari" bifreiðarinnar rauður og rauðar rendur væru á hliðum bifreiðarinnar, en þær rendur hefðu ekki verið á bifreiðinni hinn 19. nóvember 1974 og þá hefði "stuðarinn" verið svartur. Einnig sagðist hann muna, að þá hefði verið á bifreiðinni R númer.

 

Rannsóknarlögreglan hafði af þessu tilefni tal af Jóni Þorvaldi Walterssyni. Jón Þorvaldur staðfesti, að þegar bifreiðin var í hans eigu, hefðu "stuðarar" á henni verið svartir og engar rendur málaðar á hliðar hennar. Bifreiðina hefði hann ekki selt fyrr en í maí árið 1975 og skrásetningarmerki hennar hefði verið allan tímann R 40045.

15. Kristján Viðar hefur skýrt frá því, að hann hafi tekið penna af líki Geirfinns Einarssonar í kjallaranum að Grettisgötu 82 aðfaranótt 20. nóvember 1974. Pennann afhenti hann rannsóknarlögreglunni. Penni þessi er teikniblýantur með lausu blýi í, svartur að lit og úr plastefni.

 

Guðný Sigurðardóttir, kona Geirfinns, og Sigurður Jóhann, sonur hans, voru spurð um teikniblýantinn og þeim sýndur hann ásamt tveimur öðrum svipuðum. Þau könnuðust ekki við, að slíkir teikniblýantar hefðu verið í eigu Geirfinns, og sögðust vera viss um, að þau hefðu aldrei áður séð neinn þeirra. Þórði Ingimarssyni voru og sýndir framangreindir teikniblýantar, og sagðist hann vera viss um, að hann hefði engan þeirra séð áður. Ellert Björn Skúlason var og spurður um teikniblýantinn. Hann sagðist ekki vita til þess, að starfsmenn sínir hefðu fengið slíka blýanta, og ekki minnast þess að hafa séð þá hjá fyrirtæki hans.

 

 

Bls. 616

 

Jakob Sigvaldi Sigurðsson, rekstrarstjóri hjá Ellert Birni Skúlasyni, kannast ekki við, að Geirfinnur hafi fengið teikniblýanta hjá fyrirtækinu, og sagðist ekki hafa séð áður teikniblýant þann, sem Kristján Viðar afhenti rannsóknarlögreglunni.

16. Í skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni hinn 11. ágúst 1976 greindi Erla Bolladóttir frá rauðri kápu, sem hún hefði týnt í Keflavík hinn 19. nóvember 1974 og væri nú í eigu Bjarna Þórs Þorvaldssonar, Bergþórugötu 27. Sævar Marinó hefur skýrt frá því, að kápan hafi verið notuð til að breiða yfir höfuð Geirfinns á leiðinni frá Keflavík. Hann hefði gleymt henni hjá Bjarna Þór, en sótt hana vegna þess, að svartir blettir, að hann taldi blóðblettir, hefðu verið í henni, og fleygt henni í sorptunnu heima hjá Bjarna Þór.

 

Erla hefur síðar skýrt frá því, að kápan hafi verið úr "terelyn" eða einhverju álíka efni, blá að lit, og gaf hún á henni nánari lýsingu. Erla kvað Huldu Margréti Waddel, Framnesvegi 61, hafa gefið sér kápu þessa árið 1973 og hefðu þess konar kápur verið kallaðar flugfreyjukápur. Hún kveðst alveg örugg um, að Sævar Marinó hafi verið í kápunni á leiðinni til Keflavíkur og hafi hún ekki séð hana eftir þá ferð. Sævar Marinó hafi sagt sér, að kápan væri heima hjá Bjarna Þór, en ekki nefnt, hvernig hún hefði komist þangað. Hún hefði oft beðið Sævar Marinó að sækja kápuna.

 

Þóra Erla Ólafsdóttir, móðir Erlu Bolladóttur, kveðst muna eftir blárri kápu, sem hún haldi, að Erla hafi fengið hjá Huldu Margréti Waddel. Hún kveðst ekki muna vel eftir kápu þessari og ekki geta lýst henni.

Hulda Margrét Waddel kveðst hafa gefið Erlu talsvert af fatnaði og þar á meðal dökkbláa "poplin" kápu eða kápu úr einhverju álíka efni. Hún sagði, að langt væri síðan hún hefði gefið Erlu kápu þessa.

Bjarni Þór Þorvaldsson kveðst muna eftir að hafa séð kápu, sem Sævar Marinó hafi skilið eftir heima hjá sér, og telur sennilegt, að það hafi verið haustið 1974, a. m. k. hafi það ekki verið veturinn 19751976. Hann man ekki eftir, hvernig kápan var á litinn. Minnir hann, að Sævar Marinó hafi sótt kápuna nokkuð löngu síðar.

 

Þorsteinn Sigurðsson, bróðir Bjarna Þórs, kveðst ekki muna eftir framangreindri kápu heima hjá sér að Bergþórugötu 27. Hins vegar man hann eftir því að hafa séð Erlu Bolladóttur í blárri þunnri kápu.

 

Bls. 617

 

Vitnið Helga Ágústa Vigfúsdóttir, Bergþórugötu 27, móðir Bjarna Þórs Þorvaldssonar og Þorsteins Sigurðssonar, hefur skýrt frá því hjá rannsóknarlögreglunni, að rifjast hafi upp fyrir sér, að kápa, sem hún kannaðist ekki við, hafi verið í herbergi sona sinna. Kápa þessi var dökkblá að lit, úr "poplin" eða einhverju áþekku efni. Vitnið sá kápuna fyrst með fötum af sonum þess og var sagt, að Sævar Marinó ætti hana. Spurði vitnið þá, hvort ekki mætti fleygja kápunni, en fékk það svar, að Sævar Marinó mundi örugglega sækja hana. Vitnið getur ekki með nokkru móti munað, hvenær það varð fyrst vart við kápuna, en telur, að hún hafi þá verið búin að vera heima hjá því nokkurn tíma. Þegar það reyni að tímasetja þetta nánar, virðist sér líklegt, að þetta hafi verið í nóvember eða desember 1974.

 

Vitnið man eftir því, að Sævar Marinó var staddur heima hjá því, talsvert löngu eftir að það sá kápuna fyrst, og spurði þá annar sona þess um það, hvar kápan væri. Sótti vitnið kápuna, og minnir það, að það hafi fengið Bjarna Þór hana, en Sævar Marinó var í þeim erindum að sækja hana. Vitnið var spurt, hvort það hefði orðið vart við bletti í kápunni, t. d. blóðbletti. Það sagði, að kápa þessi hefði verið dökk að lit og því gæti það ekki svarað þessu með neinni vissu. Það hafi ekki tekið eftir neinum blettum á kápunni.

 

17. Vitnið Hinrik Jón Þórisson, er að framan greinir, hefur skýrt frá því, að það hafi fengið úr frá Sævari Marinó til að setja að veði síðla haustið 1975, en þó geti þetta hafa verið á árinu 1974. Vitnið vantaði peninga um þessar mundir, og þar sem Sævar Marinó skuldaði því, fór það þess á leit við hann, að hann léti sig fá eitthvað til að nota í þessu skyni. Sævar Marinó lét vitnið fá karlmannsúr. Hann var mjög tregur til að láta það af hendi, en af hvaða ástæðu, veit vitnið ekki. Vitnið er á því, að hann hafi verið búinn að eiga þetta úr lengi. Úrið var úr stáli, í meðallagi stórt, með dökkri skífu og án tölustafa. Vitnið veit ekki um tegundina, en þetta var sæmilega gott úr. Það var með nýrri breiðri svartri leðuról, og voru málmtakkar á henni. Vitnið lét Ingiberg Sigurðsson, Bíldudal, fá úrið að veði fyrir andvirði einnar áfengisflösku eða ríflega það. Úrið var aldrei leyst út, að vitnið vissi til, og minnir það, að Ingibergur hafi síðar sagt, að hann væri bara ánægður með það. Vitnið veit ekki, hvað varð af úrinu.

 

Vitnið Ingibergur Sigurðsson, til heimilis að Maríubakka 26 hér í borg, kveðst ekki hafa fengið armbandsúr hjá Hinrik Jóni,

 

Bls. 618

 

heldur hjá Sævari Marinó vorið 1975 til tryggingar á greiðslu peningaláns, að hann minnir um kr. 2.000, sem hann fékk hjá vitninu Telur vitnið þetta hafa gerst vorið 1975 og Hinrik Jón hafi verið viðstaddur. Úr þetta var stálúr í hringlaga kassa með ljósri (hvítri) skífu. Vitnið man ekki, hvort tölustafir voru á skífunni eða aðeins strik í þeirra stað. Úrið var ekki sjálftrekkjandi og virtist nokkuð gamalt. Á því var breið leðuról, svört að lit og stállitar málmbólur eða nánast gaddar á henni, þó sléttir að ofan. Ólin var töluvert breiðari en sjálft úrið og kom undir það og utan við. Hún var fest saman með tveimur mjóum ólum. Vitnið man ekki fyrir víst, hve margar málmbólurnar voru, en minnir, að þær hafi verið fjórar hvorum megin við úrið. Sævar Marinó gaf þá skýringu á úri þessu, að það hefði áður verið í eigu nafngreinds læknis, en sagði ekki, hvernig hann hefði fengið það. Um verslunarmannahelgina árið 1975 lét vitnið Sævar Marinó fá úrið aftur og fékk annað í staðinn. Var það úr allt öðruvísi og kassinn gullhúðaður. Vitnið týndi því úri.

 

Sævar Marinó var yfirheyrður í dómi um úr það, sem greinir í framburði þeirra Hinriks Jóns Þórissonar og Ingibergs Sigurðssonar. Hann sagðist hafa átt líkt úr og fram kemur í framburðum þeirra Ingibergs og Hinriks Jóns. Hefði hann komist yfir úr þetta árið 1972 í innbroti hjá Jóni Steffensen prófessor. Úr þetta var hringlaga stálúr með hvítleitri skífu, en eigi man hann, hvort tölustafir voru á henni. Hann veit ekki, af hvaða gerð úrið var. Úrið var með breiðri leðuról, en hvort málmtakkar eða bólur voru á henni, getur hann ekki staðhæft. Sævar Marinó telur, að hann hafi látið Ingiberg Sigurðsson fá úrið vorið 1975. Var tilefni þess það, að Hinrik Jón fékk lán hjá Ingibergi að fjárhæð kr. 3.000 til að kaupa áfengisflösku, og af greiðasemi við Hinrik Jón lét hann úrið að veði fyrir skuldinni. Ingibergur var með úrið þar til í ágúst sama ár. Þá lét Hinrik Jón Sævar Marinó fá úr, sem var gulllitað og með gulllitaðri skífu og leðuról. Ingibergur afhenti honum úr það, er hann hafði upphaflega fengið, og fékk úr þetta í staðinn. Sævar Marinó kveður Eggert Bjarnason rannsóknarlögreglumann hafa tekið úrið af sér í fangelsinu við Síðumúla í janúar 1976, og veit hann ekki annað en úrið sé í vörslu rannsóknarlögreglunnar.

 

Eggert N. Bjarnason afhenti dóminum úr það, sem hann kveðst hafa lagt hald á hjá Sævari Marinó. Úr þetta er af tegundinni NIVADA, hringlaga stálúr með hvítri skífu og strik í skífunni í stað tölustafa. Á úrinu er dagatal, og það er sjálftrekkt. Núm-

 

Bls. 619

 

erið á bakhlið úrsins er 7199M 2107. Engin festi er á úrinu, en festiendar á báðum eyrum kassans. Smábrestur er í glerinu yfir striki, sem táknar 4.

Úrið var fengið úrsmið til athugunar, og opnaði hann það. Inni í úrinu voru tvö viðgerðarnúmer frá úraverslun Magnúsar E. Baldvinssonar, Laugavegi 8. Hefur þetta verið staðfest af versluninni, en jafnframt tekið fram, að viðgerðarnúmerin væru hvergi skráð í bækur, en væru einungis sett innan í lok kassa úrsins. Leitað var eftir sölumerkingu og dagsetningu, sem skráðar eru ævinlega á bakhlið úra, en í ljós kom, að sú merking var útmáð. Verslun Magnúsar E. Baldvinssonar er innflytjandi allra úra af NIVADA gerð. Kassanúmerin á úrunum eru hin sömu á fjölda úra sömu tegundar. Er því ekki unnt að staðfesta, hver sé eigandi úrs, heldur að það sé úr tiltekinni sendingu. Magnús E. Baldvinsson hafði verslun í Keflavík fram á mitt ár 1968, en seldi hana þá. Leit að ábyrgðarbók hjá versluninni fyrir tímabil það, sem úrið hafði verið selt á, bar ekki árangur.

 

Prófessor Jóni Steffensen, Aragötu 3, var sýnt framangreint úr. Hann sagðist aldrei hafa séð úr þetta og geta fullyrt, að slíkt úr hefði aldrei verið til heima hjá honum. Aftók hann með ölll, að því hefði verið stolið hjá sér í innbrotum þeim, sem hjá honum voru framin. Sjálfur sagðist Jón eiga vasaúr og hefði átt þess konar úr alla ævi.

Erlu Bolladóttur var sýnd mynd af úri því, sem að framan greinir, við yfirheyrslu í dómi. Hún kveðst kannast við úr þetta. Sævar Marinó hafi átt það, þegar hún kynntist honum í árslok 1973. Breið ól var á úrinu með málmtökkum. Hann sagðist hafa fengið úr þetta í innbroti hjá einhverjum prófessor. Erla kveðst muna eftir því, að Sævar Marinó lét Ingiberg Sigurðsson fá úrið að veði fyrir peningaláni í október eða nóvember 1974. Sumarið 1975 hittu þau Sævar Marinó Ingiberg í Kópavogi. Sævar Marinó var með eitthvert úr, sem hún veit ekki nánari deili á. Lét hann Ingiberg fá úr þetta og fékk framangreint úr í staðinn.

 

Árni Matthíasson, Meistaravöllum 23, hefur skýrt frá því í yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni, að hann muni eftir því, að þeir Sævar Marinó og Ingibergur hafi skipst á úrum heima hjá honum, en hann bjó þá að Þverbrekku 4, Kópavogi, og hafi það verið í byrjun ágústmánaðar 1975. Árni sagðist vera nokkuð viss um, að úr það, sem Sævar Marinó var með, hafi verið af tegundinni Pierpont. Það var gullúr með dagatali og á skífunni hafi verið tölustafirnir 12-3-6-9. Hann sagðist ekki hafa veitt

 

 

Bls 620

 

því athygli, hvernig ól var á úrinu. Þá sagðist Árni ekki muna, hvernig úr Ingibergur hefði verið með, nema það hefði verið gamalt. Árni sagðist muna, að hann og Ingibergur hefðu spurt Sævar Marinó að því, hvers vegna hann vildi skipta á úri, og hefði hann svarað einhverju fáránlegu, svo sem að hann væri orðinn leiður á úrinu.

Kristjáni Viðari var sýnt framangreint úr í yfirheyrslu í dómi. Kveðst hann ekki kannast við það. Veit hann ekki til þess, að neitt úr hafi verið tekið, þegar þeir Sævar Marinó frömdu innbrotsþjófnaðinn hjá prófessor Jóni Steffensen.

 

Sævar Marinó sá við yfirheyrslu í dómi úr það, sem Eggert Bjarnason rannsóknarlögreglumaður lagði hald á hjá honum í fangelsinu við Síðumúla í janúar 1976. Hann kveður Eggert Bjarnason hafa lagt hald á sams konar úr hjá sér, sem var sjálftrekkt. Sævari Marinó var kynnt lögregluskýrsla um viðtal við Jón Steffensen prófessor. Hann kveðst ekki muna betur en framangreint úr sé frá prófessor Jóni. Sævar Marinó kveðst fyrst hafa notað úr þetta í Kaupmannahöfn árið 1973.

Sævar Marinó kveðst hafa verið í vinnu á Tálknafirði í janúar og febrúar 1973 og verið þá með þetta úr. Breið leðuról var á úrinu á þessum tíma, og minnist hann þess að hafa lánað einhverjum úrið vegna sinaskeiðabólgu.

 

 

Vitnið Eggert Norðdal Bjarnason rannsóknarlögreglumaður hefur skýrt frá því í dómi, að hann hafi lagt hald á úr þetta hjá Sævari Marinó í Síðumúlafangelsinu einhvern tíma fyrri hluta árs 1976. Hvorki ól né keðja var á úrinu, og telur vitnið, að ekkert hafi verið á því. Vitnið skráði ekkert hjá sér, þegar það tók úrið. Vitnið man ekki fyrir víst, hvort Sævar Marinó sagði eitthvað um úrið, en minnir, að hann hafi haft á orði, að hann hefði fengið það í fermingargjöf. Vitnið minnir, að úrið hafi fyrst verið geymt í læstri skrifborðsskúffu í fangelsinu við Síðumúla og að einungis þeir Sigurbjörn Víðir Eggertsson hafi haft lykla að skúffunni. Síðan var það geymt í tösku vitnisins ásamt öðrum málsskjölum. Úrið var í hólfi í töskunni ásamt mynd af Guðmundi Einarssyni, en síðan setti vitnið það í skrifborðsskúffu ásamt myndinni. Lögreglumenn töldu, að um úr Guðmundar Einarssonar gæti verið að ræða, en við nánari athugun stóðst það ekki. Vitnið kveður þetta síðasta atriði vera haft eftir minni og vill ekki staðhæfa það. Vitnið telur, að ekki komi til greina, að framangreint úr hafi getað ruglast við annað úr, þannig að ekki sé um sama úr að ræða og úr það, sem vitnið tók af

 

 

Bls. 621

 

Sævari Marinó. Rannsókn fór aldrei fram á því, hvort um úr Geirfinns Einarssonar gæti verið að ræða.

Vitnið Sigurbjörn Víðir Eggertsson hefur skýrt frá því í dómi, að það hafi ekki verið viðstatt, þegar úr var tekið af Sævari Marinó í Síðumúlafangelsinu, en vitnið sá úr, sem Eggert Bjarnason sagðist hafa tekið af honum. Eggert var að sýna þetta í skýrslutökuherberginu, og var það einhvern tíma snemma á árinu 1976. Vitnið sá síðar úrið í skjalatösku Eggerts ásamt mynd af Guðmundi Einarssyni. Ól var ekki á úrinu, en vitnið minnir, að e. t. v. hafi verið teygja á því. Úrið var ekki sérstaklega merkt. Úrið fannst ekki um tíma, en þegar það fannst, var mynd af Guðmundi með því. Það var í pappakassa ásamt fleira dóti. Kassinn, sem úrið var í, var í skrifstofu Eggerts, en ekki í læstri hirslu. Vitnið man ekki til þess, að athugað væri, hvort um úr Geirfinns Einarssonar gæti verið að ræða. Annað úr var í kassanum, og var það með keðju.

 

Vitnið Guðný Sigurðardóttir hefur skýrt frá því í dómi, að Geirfinnur Einarsson, eiginmaður þess, hafi átt tvö úr, annað gulllitað og hitt stálúr. Gyllta úrið var bilað og hefur verið í vörslu vitnisins. Vitnið kveðst ekki vita annað en Geirfinnur hafi verið með stálúrið að kvöldi hins 19. nóvember 1974, þegar hann hvarf. Vitnið man ekki, hvernig stálúr Geirfinns var að öðru leyti en því, að skífan á því var ljós. Vitnið man, að ólin á úrinu var breið og svört að lit með málmtökkum. Vitnið kveðst ekki vita, hvar hann keypti úr þetta né hvenær það var. Vitnið sá úr það, sem Eggert Bjarnason rannsóknarlögreglumaður lagði hald á hjá Sævari Marinó. Vitnið kveðst ekki geta staðhæft, að þetta sé úr Geirfinns. Vitnið man, að sprunga var í gleri annars hvors af úrum þeim, sem Geirfinnur átti, en vill ekki staðfesta, að það hafi verið í glerinu á framangreindu úri. Vitninu finnst í fljótu bragði úr þetta vera líkt úri því, sem Geirfinnur átti. Vitnið minnir fastlega, að stálúr Geirfinns hafi ekki verið sjálftrekkt, en vill ekki alveg staðhæfa það. Byggir vitnið þetta á því, að Geirfinnur var oft að kvarta um, að erfitt væri að trekkja úrið út af ólinni á því. Vitnið minnir, að dagatal hafi verið á úrinu.

 

Vitnið Sigurður Jóhann Geirfinnsson hefur skýrt frá því fyrir dómi, að faðir þess hafi átt tvö armbandsúr. Var annað gyllt, og hefur það verið heima hjá vitninu síðan 19. nóvember 1974. Hitt úrið var stálúr, kringlótt í laginu, og minnir vitnið, að tölurnar 3, 6, 9 og 12 hafi verið á því, en strik á milli. Skífan á úr-

 

Bls. 622

 

inu var ljós. Vitnið kveðst hafa séð föður þess trekkja úrið upp og er öruggt um, að það var ekki sjálftrekkjandi. Ól úrsins var svört og breið næst úrinu, en mjókkaði til endanna, og voru gaddar á ólinni. Dagatal var á úrinu. Vitnið veit ekkert, hvaðan úrið var eða hvenær það var keypt. Vitnið man ekki eftir, að faðir þess ræddi sérstaklega um úrið. Vitnið veit ekki, af hvaða tegund úrið var. Vitninu var sýnt framangreint úr. Vitnið kveður úr þetta vera líkt úri Geirfinns að öðru leyti en því, að það minnir, að tölustafir hafi verið á úri hans.

 

K. Svo sem áður er rakið, hefur vitnið Sigurður Óttar Hreinsson breytt eiðsvörnum framburði sínum frá 25. maí sl. og neitar nú að hafa farið á sendibifreiðinni til Keflavíkur 19. nóvember 1974. Hefur vitnið haldið því fram, að framburðir þess í málinu séu þannig tilkomnir, að það hafi verið beitt þvingunum og hótunum um gæsluvarðhald af hálfu lögreglumanna. Framburðir þess séu byggðir á vissum upplýsingum frá lögreglunni, en það hafi skáldað í eyðurnar. Það hafi ekki haft kjark í sér af ótta við lögregluna að breyta framburðunum fyrr en 13. október sl.

 

Við nánari rannsókn málsins vildi vitnið þó ekki halda því fram, að því hefði verið hótað neinu, er það gaf skýrslu hjá Karl Schütz hinn 14. desember 1976, þar sem það viðurkenndi fyrst ferðina til Keflavíkur, en það hafði daginn áður neitað hjá lögreglumönnum að hafa farið hana, og kveður vitnið framburði Auðar Gestsdóttur dómtúlks og Péturs Eggerz sendiherra um yfirheyrsluna rétta.

Þá hefur vitnið haldið því fram, að. yfirheyrslan yfir því hafi staðið í allt að 10 klst. Rannsókn á þessari staðhæfingu vitnisins hefur leitt í ljós, svo að óyggjandi sé, að hún er ekki rétt og að yfirheyrslan hafi ekki farið fram úr 6 klst. og því verið innan þess hámarkstíma, er 3. mgr. 40. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála heimilar.

 

Skýrsluna, sem vitnið gaf hjá Karl Schütz, staðfesti það í dómi sama dag hjá Erni Höskuldssyni fulltrúa án nokkurra athugasemda. Þá skráði vitnið sjálft skýrslu í einrúmi í fangelsinu við Síðumúla um ferðina til Keflavíkur og afhenti rannsóknarlögreglunni hana. Það staðfesti enn frásögn sína um ferðina til Keflavíkur við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni 24. janúar sl. Og tilgreindi við sviðsetningu í Dráttarbrautinni í Keflavík, hvar bifreiðin hefði staðið þar umrætt sinn.

 

Þegar vitnið kom fyrir dóm hjá dómurum máls þessa 25. maí sl., bar það engar kvartanir fram um fyrri yfirheyrslur. Skýrði

 

Bls. 623

 

það á dómþinginu frá á sama hátt og áður og bætti því atriði við frásögn sína, að það hefði heyrt raddir ákærðu Sævars Marinós og Kristjáns Viðars í Dráttarbrautinni, en eigi séð þá vegna myrkurs. Vitnið hefur lýst því yfir, að það hafi engar kvartanir fram að færa út af dómsyfirheyrslunni.

Auk þess, sem nú hefur verið rakið, hefur margt komið fram í málinu til stuðnings því, að hinn eiðsvarni framburður vitnisins sé réttur. Ákærðu hafa borið frá upphafi, að sendibifreið hafi verið í Dráttarbrautinni. Ákærðu Sævar Marinó og Kristján Viðar skýrðu frá því, áður en þeir breyttu framburðum sínum sl. sumar og haust, að vitnið hefði ekið sendibifreiðinni til Keflavíkur umrætt sinn, og ákærðu öll hafa gefið lýsingu á bifreið, sem gæti átt við bifreið þá, er vitnið hafði aðstöðu til að fá afnot af. Þá vekur athygli framburður ákærða Guðjóns um, að rauðar rendur hafi ekki verið á hliðum bifreiðarinnar 19. nóvember 1974 og að höggvari hennar hafi verið svartur, en ekki rauður, eins og hann var við sviðsetninguna í Dráttarbrautinni í byrjun þessa árs. Fram er komið í málinu, að höggvari umræddrar bifreiðar, sem verið hafði svartur, var málaður rauður eftir 19. nóvember 1974 og einnig rendurnar á hana. Ákærði Guðjón sagði einnig, að bifreiðin hefði verið með R skrásetningarmerki, en hún var það ekki, er hann sá hana við sviðsetninguna.

 

Vitnið breytti ekki framburði sínum fyrr en að loknum munnlegum málflutningi, sem skýrt var rækilega frá í dagblöðum, en þar kom fram, að ákærðu Kristján Viðar og Sævar Marinó hefðu breytt framburðum á þá leið, að þeir hefðu ekki farið til Keflavíkur umrætt sinn.

Eins og greinir í málsatvikalýsingu, leitaði vitnið ráða hjá nokkrum mönnum, áður en það breytti framburði sínum, en ekki verður hér tekin afstaða til þátta þeirra í máli þessu.

Vitnið hefur engum marktækum stoðum rennt undir það, að hinn eiðsvarni framburður þess frá 25. maí sl. sé rangur. Hefur frásögn þess við rannsóknina út af breytingu framburðarins í ýmsu verið reikul. Vitnið hefur ýmist sagt, að það hafi aldrei farið ferðina, eða látið að því liggja, að það myndi ekki eftir henni. Það er álit dómsins, að breyting vitnisins á framburði sínum hafi ekki við rök að styðjast, en hún hlýtur engu að síður að veikja trúverðugleika þess.

 

L. Niðurstöður.

Ákærðu í máli þessu hafa öll viðurkennt margsinnis hjá rann-

 

Bls. 624

 

sóknarlögreglu og síðar staðfest framburði sína í dómi um, að þau hafi farið saman til Keflavíkur að kvöldi 19. nóvember 1974. Hafi þau hitt þar Geirfinn Einarsson og hann farið með þeim í Dráttarbrautina í Keflavík. Komið hafi til átaka þar milli ákærðu Sævars Marinós, Kristjáns Viðars og Guðjóns annars vegar og Geirfinns hins vegar og Geirfinnur beðið bana í átökunum. Ákærða Erla hafi farið á brott svo og ökumaður sendibifreiðarinnar, Sigurður Óttar Hreinsson. Ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Guðjón hafi flutt lík Geirfinns heim til ákærða Kristjáns Viðars að Grettisgötu 82 í Reykjavík og það verið grafið í Rauðhólum við Reykjavík 2 dögum síðar.

 

Framburðir ákærðu í dómi, er að framan greinir, um aðdraganda ferðarinnar til Keflavíkur, ferðina sjálfa 19. nóvember 1974, átökin við Geirfinn og dauða hans eru í öllum meginatriðum samhljóða og afdráttarlausir. Nokkur undantekning er þó með framburð ákærða Guðjóns, en hann hefur borið við minnisleysi um mörg atriði, eftir að átökin við Geirfinn hófust og meira og minna eftir það um nóttina. Er framburðurinn þó ótvíræður um, að ákærðu hafi farið til Keflavíkur og hitt Geirfinn, er hafi lent í átökum við þá í Dráttarbrautinni og beðið bana.

 

Ákærðu Kristján Viðar og Sævar Marinó hafa undir lok málsmeðferðar breytt framburðum sínum og neitað allri aðild að máli þessu. Þeir staðhæfa nú, að þeir hafi ekki farið þessa ferð til Keflavíkur. Eigi þeir engan þátt í hvarfi Geirfinns og viti ekkert um það. Jafnframt hafa þeir beint ásökunum að rannsóknarlögreglumönnum og fangavörðum. Þeir halda því fram, að þeir hafi verið leiddir við yfirheyrslur og verið sagt, hvað þeir ættu að segja. Þeir hafi sætt hótunum og illri meðferð, allt að líkamsmeiðingum. Ákærðu hafa engin rök fært fyrir þessu, og við rannsókn dómsins, þar sem mætt var af hálfu ríkissaksóknara, kom ekkert marktækt fram til styrktar fullyrðingum þeirra um þetta. Tíðar beiðnir ákærðu um viðtöl við lögreglumenn og um skýrslutökur vegna nýrra upplýsinga, sem þeir hafi fram að færa, benda til hins gagnstæða. Bera ýmsar lögregluskýrslurnar þess merki, að ákærðu hafa skýrt frá málsatvikum sjálfstætt og hvert í sínu lagi. Mörg atriði í framburðum þeirra geta ekki verið komin nema frá þeim sjálfum þrátt fyrir staðhæfingar þeirra um hið gagnstæða.

 

Með vísan til ofanritaðs verða breytingar ákærðu á framburðum ekki teknar til greina og fyrri framburðir ákærðu Kristjáns Viðars og Sævars Marinós lagðir til grundvallar við mat á sönn-

 

Bls. 625

 

un um sakarefni, einkum framburðir þeirra í dómi 12. og 13. maí og 20. og 21. júní sl.

Ákærði Guðjón hefur í framburði sínum í dómi dregið mjög úr þátttöku sinni í átökunum, er Geirfinnur Einarsson beið bana. Ákærði hefur ekki heldur fært fram haldbær rök fyrir breytingum þessum, og verður því framburður hans í dómi 31. janúar sl., þar sem hann staðfesti rannsóknarlögregluskýrsluna frá 25. janúar sl. um þátt sinn í átökunum við Geirfinn, lagður til grundvallar við mat á sönnun um sök ákærða á dauða Geirfinns, en einnig litið til annarra skýrslna, er ákærði hefur gefið í dómi og hjá lögreglu.

 

Vegna þess hve langur tími leið frá hvarfi Geirfinns Einarssonar, þar til rannsókn málsins beindist gegn ákærðu, var ekki hægt að beita vísindalegum aðferðum við rannsókn hugsanlegra sýnilegra sönnunargagna nema að mjög takmörkuðu leyti. Slík gögn eru nokkur fyrir hendi í máli þessu, en þau tengja ákærðu ekki, svo óyggjandi sé, við málið. Lík Geirfinns hefur ekki fundist þrátt fyrir víðtæka leit, en ákærðu hafa bent á ýmsa staði, er það sé grafið á, nú síðast í Rauðhólum hér við borgina. Hljóta því játningar ákærðu að vera aðalsönnunargagnið í máli þessu og það, sem unnt hefur verið að finna þeim til styrkingar.

 

Ákærðu Sævar Marinó, Kristján Viðar og Erla skýrðu frá því fljótlega í framburðum sínum, að þeim væri kunnugt um hvarf Geirfinns Einarssonar. Framburðir þeirra voru þó sundurlausir og óákveðnir, og virtust þau vera mjög á varðbergi. Þau þóttust ekki eiga þátt í dauða Geirfinns. Báru þau sakir á menn, sem ekkert voru viðriðnir málið, og sögðu, að þeir hefðu orðið valdir að dauða Geirfinns og smyglað spíritus á land í Keflavík. Ákærðu Sævar Marinó og Kristján Viðar hefðu verið einhvers konar aðstoðarmenn við smyglið og ákærðu orðið sjónarvottar að því, er Geirfinnur lét lífið. Gerðu ákærðu allt til að torvelda rannsókn málsins og rugla um fyrir rannsóknarmönnum, og hafa ákærðu Sævar Marinó og Erla sagt, að þetta hafi verið samantekin ráð þeirra. Héldu ákærðu áfram að bera sakir á nokkra menn, sem ekkert höfðu nærri málinu komið, og voru stöðugt að breyta framburðum sínum fram eftir árinu 1976. Bar ákærði Sævar Marinó ýmislegt á aðra, sem ákærðu hafa viðurkennt síðar að hafa gert sjálfir.

 

Í fyrstu framburðum ákærðu kom fram lýsing á staðháttum í Dráttarbrautinni í Keflavík og nágrenni hennar, og fer ekki milli mála, að ákærðu hafa verið þar. Því til stuðnings er og

 

Bls. 626

 

framburður ákærðu Erlu um "rauða húsið". Hélt hún burt af vettvangi, á meðan á átökunum stóð eða í þann mund, er þeim var að ljúka. Fór hún í umrætt hús, sem stóð mannlaust og hún hefur bent á, og dvaldist þar til morguns. Um þær mundir, sem Geirfinnur hvarf, skýrði hún vitni frá dvöl sinni í mannlausu húsi í Keflavík.

 

Ákærða Erla fékk far með tveimur ökumönnum á leiðinni frá Keflavík að morgni 20. nóvember 1974, öðrum frá Keflavík að mótum Reykjanesbrautar og vegarins til Grindavíkur, en hinum þaðan til Hafnarfjarðar. Hefur verið hægt að staðreyna, að ökumenn þessir voru þarna á ferð umræddan morgun. Annar ökumannanna þekkti ákærðu úr hópi stúlkna við sakbendingu. Gat hann síðar rakið efni samtals, sem þeim fór á milli og ákærða hefur staðfest. Er það álit dómsins, að sannað sé, þótt ekki sé litið til framburða meðákærðu, að ákærða Erla hafi verið að koma frá Keflavík þennan morgun.

 

Ákærða Kristjáni Viðari gafst kostur á að sjá ákærða Guðjón í fangelsinu við Síðumúla, er ákærði Guðjón kom til yfirheyrslu 15. maí 1976. Taldi hann sig þekkja þar "útlendingslega manninn", sem hefði farið með þeim til Keflavíkur 19. nóvember 1574. Ákærði Sævar Marinó gaf fyrst upplýsingar 28. október 1976 um, að ákærði Guðjón væri viðriðinn mál þetta.

Ákærði Guðjón neitaði fyrst í stað allri vitneskju um málið, og kom játning hans stig af stigi á löngum tíma um þátt hans í átökunum við Geirfinn. Mjög erfitt hefur verið að fá ákærða til að tjá sig um sakarefni. Hefur hann borið við minnisleysi og haft alls konar fyrirvara í framburðum sínum.

 

Við húsleit hjá ákærða Guðjóni, er hann var handtekinn, fannst minnisbók, þar sem ákærði hefur skráð ýmislegt úr dagblöðum um rannsókn Geirfinnsmálsins.

Þá virðist náið samband hafa verið milli ákærða Guðjóns og ákærða Sævars Marinós bæði fyrir og eftir hvarf Geirfinns. Ákærða Erla greinir og frá grunsamlegum samtölum þeirra og símtölum.

Framburðir ákærðu Sævars Marinós og Kristjáns Viðars eru ótvíræðir um þátt þeirra í átökunum við Geirfinn, svo sem lýst hefur verið hér að framan. Varhugavert þykir að leggja alveg til grundvallar framburði þeirra um þátt ákærða Guðjóns í átökunum, en þar kemur fram m. a., að hann hafi tekið verulegan þátt í þeim og hvatt til, að Geirfinnur væri tekinn í gegn.

 

 

Bls. 627

 

Ákærði Guðjón hefur skýrt frá því, að hann hafi tekið í öxl Geirfinns og hindrað hann í að fara á brott og auk þess tekið Geirfinn hálstaki og haldið honum föstum. Verið geti, að ákærði hafi skellt honum til jarðar og að hann hafi dasast. Ákærði sagði og: "Mér er ljóst, að hann (Geirfinnur) lét lífið í átökum við okkur þrjá".

Ákærðu og Sigurður Óttar voru fengin hvert í sínu lagi til að segja til um stöðu bifreiðanna í Dráttarbrautinni, hvar þau og Geirfinnur hefðu verið, á meðan á átökunum stóð, og hvernig Geirfinnur hefði legið að þeim loknum. Nokkurt misræmi kom fram um smáatriði, en framburðir ákærðu, einkum ákærðu Kristjáns Viðars, Sævars Marinós og Guðjóns, voru þó áþekkir um margt.

 

Fullkomin vissa er fyrir því, að Geirfinnur Einarsson var í veitingahúsinu Klúbbnum að kvöldi sunnudagsins 17. nóvember 1974, en þar kveðst ákærði Sævar Marinó hafa hitt hann og rætt við hann, og ákærði Kristján Viðar kveðst hafa rætt um áfengisviðskipti við mann, sem hann telur, að geti hafa verið Geirfinnur Einarsson. Er vera ákærðu í Klúbbnum um þessar mundir studd framburði eins vitnis.

Ákærði Sævar Marinó kveður Geirfinn hafa gefið sér upp í Klúbbnum nafn og heimilisfang, en ekki símanúmer. Geirfinnur hafði fengið síma nokkru áður, en var ekki í símaskrá, og var símanúmer Geirfinns 3157. Ákærði Sævar Marinó kveðst hafa aflað sér upplýsinga um símanúmerið hjá símanum. Í yfirheyrslu 28. október 1976 var ákærði spurður um, hvort hann myndi símanúmerið, sem ákærði Guðjón skrifaði á miða, er ákærði Kristján Viðar fékk við Hafnarbúðina. Ákærði Sævar Marinó mundi ekki alveg númerið, en taldi, að í því hefði verið talan 31.

 

Ákærði Sævar Marinó, sem var frumkvöðull ferðarinnar til Keflavíkur, virðist hafa fengið þá hugmynd af viðtalinu við Geirfinn, að Geirfinnur vissi um geymslustað á smygluðum spíritus í Keflavík. Taldi ákærði Geirfinn vera "Geira í Keflavík", er fengist hefði við smygl eða sölu á smygluðum spíritus, en um mann þennan er ekkert nánar vitað. Einhverja hugmynd virðist ákærði hafa haft um Dráttarbrautina í Keflavík, því að þangað var ferðinni heitið. Átti að fá Geirfinn með illu eða góðu til að gefa upp geymslustaðinn og bjóða honum peninga fyrir, en síðan var ætlunin að taka spíritusinn ófrjálsri hendi. Ákærði Sævar Marinó virðist hafa verið svo viss í sinni sök um þetta og að um mikið magn af spíritus væri að ræða, að

 

 

Bls. 628

 

hann fékk ákærða Kristján Viðar til að útvega sendibifreið til að flytja spíritusinn. Ákærða Kristjáni Viðari virðist því hafa verið ljóst, í hvaða tilgangi ferðin var farin, og hafði hann orð á þessari fyrirhuguðu ferð við tvö vitni, er að framan greinir, að þau telja um líkt leyti og Geirfinnur hvarf. Vitnin hafa og borið í þessu sambandi, að komið hafi verið að kvöldlagi um þetta leyti að sækja ákærða Kristján Viðar að Laugavegi 32, þar sem hann bjó um þessar mundir, og annað vitnið sá ákærða halda út á Vatnsstíg og fara þar upp í bifreið, en ákærðu kveðast hafa lagt af stað frá Vatnsstíg til Keflavíkur.

 

Ákærði Guðjón kveður ákærða Sævar Marinó hafa sagt sér, að hann ætlaði að eiga einhvers konar viðskipti við mann í Keflavík, að því er næst verður komist af framburði ákærða, með spíritus. Hefur ákærði látið að því liggja, að hann hafi farið ferðina til Keflavíkur af forvitni.

Fram er komið í málinu, að ákærðu Sævar Marinó og Erla voru að Kjarvalsstöðum að kvöldi 19. nóvember 1974 ásamt móður ákærða Sævars Marinós. Kemur dvöl þeirra þar að áliti dómsins ekki í veg fyrir, að þau geti hafa verið í Keflavík síðar sama kvöld, og vitni, er kvaðst hafa hitt þau þarna, minnir, að ákærði Sævar Marinó hafi sagt við það annað hvort þarna eða um þessar mundir, að hann væri að fara til Keflavíkur.

 

Samkvæmt framburði vinnufélaga Geirfinns, er ók honum, er hann fór í Hafnarbúðina í fyrra skiptið, sagðist Geirfinnur ætla að hitta einhverja menn, honum ókunnuga, við Hafnarbúðina og stefnumót þetta væri dularfullt. Hefði hann verið boðaður með símtali og ætti hann að koma einn og gangandi. Þá hafi hann látið að því liggja, að ef til vill ætti hann að hafa með sér barefli. Loks hafi hann talað um, að kona sín mætti ekki vita af þessu, og skildist vitninu, að það væri krafa þeirra manna, er hann ætlaði að hitta. Geirfinnur Einarsson fór í síðara skiptið heiman að frá sér samkvæmt upplýsingum konu hans skömmu fyrir kl. 2230, og hefur ekkert spurst til hans síðan. Bifreið Geirfinns fannst í nánd við Hafnarbúðina í Keflavík eftir hvarf hans, og má telja öruggt samkvæmt framburðum vitna, að hún hafi verið komin þangað kl. 2234.

 

Ákærðu ber öllum saman um, að þau hafi verið þarna í bifreið á þessum tíma. Telja þau sig hafa verið komin til Keflavíkur, er hlé var á sýningu í kvikmyndahúsi, er þau óku fram hjá, en það hófst kl. 2200 eða kl. 2202 og stóð í um 10 mínútur. Ákærðu telja sig þekkja Geirfinn af myndum, er þau sáu af honum, og

 

Bls. 629

 

eins hafa þau lýst nokkuð klæðnaði hans, þótt sú lýsing sé ófullkomin.

Fram er komið í málinu, að ákærði Kristján Viðar var undir áhrifum lyfja, en ekkert liggur fyrir um, að önnur ákærðu hafi verið það eða undir áhrifum áfengis.

 

Af samtali Geirfinns við áðurgreindan vinnufélaga sinn mætti ætla, að Geirfinnur hafi jafnvel átt von á, að til átaka gæti komi við menn þá, er hann ætlaði að hitta. Ummæli ákærða Sævars Marinós í bifreiðinni á leið til Keflavíkur, m. a. um, að ef til vill þyrfti að láta mann hverfa, geta bent til þess, að ráðagerðir hafi verið uppi um að svipta Geirfinn lífi. Þrátt fyrir þetta er ekki nægilega sannað, að svo hafi verið.

Framburðir ákærðu Kristjáns Viðars, Sævars Marinós og Guðjóns um átökin við Geirfinn eru ekki á einn veg, en þó er ljóst, að ákærðu allir réðust á hann, er hann ætlaði burt. Virðist af framburðum ákærðu, að árásin á hann í Dráttarbrautinni hafi stafað af gremju út í hann vegna þess, að hann lét ákærðu ekki í té upplýsingar, sem ákærðu töldu hann hafa um geymslustað spíritusins, eða þá að ákærðu hafi ætlað að knýja hann til sagna. Ákærðu ber ekki að öllu leyti saman um þátt hvers þeirra fyrir sig í átökunum. Í framburðum þeirra kemur fram, að Geirfinnur hafi verið tekinn hálstaki, barinn með hnefum og spýtu, uns hann beið bana. Þykir sannað með framburðum ákærðu og ákærðu Erlu, að þeir hafi allir tekið þátt í árásinni á Geirfinn Einarsson, en um þátt hvers og eins verður ekki greint alveg nákvæmlega. Verður að telja, að ákærðu Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón beri sameiginlega ábyrgð á dauða Geirfinns. Þótt þeir segist ekki hafa ætlað að svipta Geirfinn lífi, var árásin á hann með þeim hætti, að þeim átti að vera ljóst, að hún gat leitt til dauða. Hafa ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Guðjón með atferli sínu orðið brotlegir gegn 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

Þá telst sannað, að ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Guðjón hafi flutt lík Geirfinns á brott úr Dráttarbrautinni að Grettisgötu 82 og ákærðu Erla, Sævar Marinó og Kristján Viðar flutt það þaðan upp í Rauðhóla og grafið það þar.

Svo sem áður er rakið, kveðst ákærði Kristján Viðar eftir komu ákærðu með lík Geirfinns að Grettisgötu 82 umrædda nótt hafa tekið seðlaveski Geirfinns úr brjóstvasa hans, en í því hafi verið 5.000 krónur auk ýmissa skilríkja. Hafi hann tekið peningana, en fleygt veskinu. Eftir atvikum þykir ekki ástæða

 

 

Bls. 630

 

til að vefengja framburð ákærða um þetta, og varðar þessi verknaður hans við, 244. gr. almennra hegningarlaga.

Ákærða Erla er saksótt fyrir það að hafa flutt lík Geirfinns Einarssonar upp í Rauðhóla í nágrenni Reykjavíkur ásamt meðákærðu Kristjáni Viðari og Sævari Marinó fimmtudaginn 21. nóvember 1974 í bifreið, er hún ók, þar sem þau helltu bensíni yfir líkið og kveiktu í því, en grófu það að því búnu. Í ákærunni þykir ákærða með liðsinni sínu og með því að leitast við að afmá ummerki brotsins hafa gerst brotleg samkvæmt 211. gr., sbr. 4. mgr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga og 112. gr., 2. mgr., sbr. 1 mgr. sömu laga.

 

Enda þótt frásögn ákærðu um þetta sé tortryggileg, þykir verða að leggja hana til grundvallar. Verknaðarlýsing í ákæruskjali á broti ákærðu nær ekki til annars en þess, er gerðist 21. nóvember 1974, þ. e. flutnings á líki Geirfinns Einarssonar frá Grettisgötu 82 upp í Rauðhóla, og þess, er gerðist í framhaldi af því. Kemur því ekki til álita að beita hlutdeildarreglum í 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga um brot ákærðu, enda er ekkert fram komið um, að ákærða hafi átt þátt í því, er meðákærðu sviptu Geirfinn lífi. Á því tilvitnun í 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga ekki við um brot ákærðu nema sem refsiheimild fyrir verknað skv. 4. mgr.

 

Er þá eftir að taka afstöðu til þess, hvort brot ákærðu Erlu geti varðað við 211. gr., sbr. 4. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga, þ. e. hvort hún hafi með verknaði sínum gerst sek um svokallaða eftirfarandi hlutdeild í broti meðákærðu. Fyrrgreint lagaákvæði gerir ráð fyrir tveimur skilyrðum til þess, að um þetta geti verið að ræða, þ. e. að maður hafi annað hvort notið hagnaðar af broti eða haldið við ólögmætu ástandi, er skapaðist vegna brotsins. Ekkert er fram komið um, að ákærða hafi notið hagnaðar af brotinu, og kemur ákvæðið því ekki til greina að því leyti um brot ákærðu. Brot meðákærðu var fullframið, þegar þeir höfðu svipt Geirfinn lífi, þannig að verknaður og afleiðing féllu saman. Var því ekki fyrir hendi neitt ólögmætt ástand, sem ákærða Erla gat breytt nokkru um. Getur verknaður ákærðu því ekki fallið undir lagaákvæði þetta, og ber að sýkna hana af ákæru um brot á því.

 

Hins vegar var ákærða með verknaði sínum að tálma rannsókn á broti meðákærðu, og varðar það atferli hennar við 2. mgr. 112. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

 

Bls. 631

 

II.

Eins og fram hefur komið hér að framan, þegar raktir voru framburðir ákærðu Kristjáns Viðars Viðarssonar, Sævars Marinós Ciesielski og Erlu Bolladóttur, nefndu þau margoft í skýrslum sínum fjóra menn, sem tekið hefðu þátt í ferð til Keflavíkur, átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og staðið að smygli á áfengi. Þessir menn eru: Valdimar Olsen, Framnesvegi 61, Reykjavík, fæddur 22. 2. 1948, Einar Gunnar Bollason, Heiðvangi 5, Hafnarfirði, fæddur 6. 11. 1943, Magnús Leópoldsson, Lundarbrekku 10, Kópavogi, fæddur 23. 8. 1946, og Sigurbjörn Eiríksson, Laufásvegi 17, Reykjavík, fæddur 5. 12. 1925. Við yfirheyrslu að kvöldi 22. janúar 1976 skýrðu þau Sævar Marinó og Erla frá því, að fyrrgreindir fjórir menn hefðu verið í Keflavík að kvöldi 19. nóvember 1974 og ættu þeir hlut að hvarfi Geirfinns. Á þeim tíma sat Sævar Marinó í gæsluvarðhaldi vegna aðildar að hvarfi Guðmundar Einarssonar, en Erla hafði verið látin laus skömmu fyrir jól 1975.

 

Samkvæmt skýrslu rannsóknarlögreglu, dags. 20. febrúar 1976, hafði Erla tjáð þeim, sem að rannsókn málsins unnu, að hún hefði mikinn beyg af einhverju og yrði fyrir ónæði af símhringingum. Varð því úr, að hún var boðuð til yfirheyrslu að kvöldi 22. janúar 1976. Ræddu fulltrúi yfirsakadómara og rannsóknarlögreglumaður við Erlu í skrifstofu yfirfangavarðar í fangelsinu við Síðumúla. Á sama tíma var rætt við Sævar Marinó í yfirheyrsluherbergi fangelsisins, og vissi hvorugt um nærveru hins. Sævar Marinó var spurður, hvort hann vissi, við hvað Erla væri hrædd, og sagði hann, að það mundi vera vegna Geirfinnsmálsins. Var hann inntur nánar eftir því máli. Nefndi Sævar Marinó þá nöfn þeirra Einars Gunnars, Valdimars og Magnúsar og sagði, að þeir hefðu allir tekið þátt í ferð til Keflavíkur um það leyti sem Geirfinnur Einarsson hvarf. Þar síðan tekin skrifleg skýrsla af Sævari Marinó um þessi atriði.

 

Komu fram mjög svipuð atriði hjá Erlu á sama tíma, en skrifleg skýrsla var ekki tekin af henni fyrr en daginn eftir, 23. janúar. Sama dag var og tekin skýrsla af Kristjáni Viðari, sem viðurkenndi að hafa tekið þátt í ferð til Keflavíkur. Sagði hann, að farið hefði verið í Dráttarbrautina, þar sem verið hefðu Sævar Marinó og Erla ásamt Einari Gunnari Bollasyni og fleira fólki.

Þar eð framburðir ákærðu, þar sem fjórmenningarnir eru bendlaðir við málið, hafa áður verið raktir, þykir ekki ástæða

 

 

Bls. 632

 

til að gera þeim skil hér. Verður aðeins rakið, í hvaða skýrslum ákærðu nefndu fjórmenningana.

Kristján Viðar taldi framangreinda menn viðriðna hvarf Geirfinns sem hér segir: Einar Gunnar Bollason hjá rannsóknarlögreglu 23. og 27. janúar 1976, 10. febrúar, 18. mars og 20. apríl sama ár. Enn fremur á dómþingi sakadóms hinn 31. mars og 6. apríl 1976.

Magnús Leópoldsson hjá rannsóknarlögreglu 27. janúar 1976.

Sigurbjörn Eiríksson hjá rannsóknarlögreglu 27. janúar, 10. febrúar, 18. mars og 20. apríl 1976 og enn fremur á dómþingi sakadóms 31. mars.

 

Valdimar Olsen hjá rannsóknarlögreglu 27. janúar, 10. febrúar, 18. mars og 20. apríl 1976. Enn fremur á dómþingi sakadóms 31. mars og 8. apríl sama ár.

Sævar Marinó bendlaði þá við hvarf Geirfinns við yfirheyrslur sem hér segir: Einar Gunnar Bollason hjá rannsóknarlögreglu 22., 25. og 27. janúar, 10. febrúar og 8. maí 1976 og á dómþingi sakadóms 1. apríl sama ár.

Magnús Leópoldsson hjá rannsóknarlögreglu 22., 25. og 27. janúar og 8. maí 1976 og á dómþingi sakadóms 1. apríl sama ár.

 

Sigurbjörn Eiríksson hjá rannsóknarlögreglu 27. janúar, 10. febrúar og 8. maí 1976.

Valdimar Olsen hjá rannsóknarlögreglu 22., 25. og 27. janúar, 10. febrúar og 8. maí 1976 og á dómþingi sakadóms 1. apríl sama ár.

Erla Bolladóttir bendlaði framangreinda menn við málið sem hér segir: Einar Gunnar Bollason hjá rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10. febrúar, 3. mars, 4. maí og 1. september 1976 svo og á dómþingi sakadóms 30. mars sama ár.

Magnús Leópoldsson hjá rannsóknarlögreglu 23. janúar, 3. og 10. febrúar, 4. maí og 1. september 1976 og á dómþingi sakadóms 30. mars og 7. apríl sama ár.

 

Sigurbjörn Eiríksson hjá rannsóknarlögreglu 3. og 10. febrúar og 1. september 1976 og á dómþingi sakadóms 30. mars sama ár.

Valdimar Olsen hjá rannsóknarlögreglu 3. febrúar og 1. september 1976.

Framburðir ákærðu leiddu til þess, að þeir Valdimar Olsen, Einar Gunnar Bollason og Magnús Leópoldsson voru handteknir að morgni 26. janúar 1976. Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu þann dag neituðu þeir allir alfarið að hafa nokkra hugmynd um hvarf Geirfinns Einarssonar eða vita um nokkuð, sem varp-

 

 

Bls. 633

 

að gæti ljósi á, hvernig það kynni að hafa borið að höndum. Þennan sama dag voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í allt að 45 dögum. Hinn 11. mars 1976 var gæsluvarðhald þeirra framlengt í allt að 30 dögum og hinn 9. apríl var það enn framlengt í allt að 30 dögum.

Sigurbjörn Eiríksson var handtekinn hinn 11. febrúar 1976, og við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu þann dag neitaði hann með öllu að vita nokkuð um það, hvernig hvarf Geirfinns Einarssonar kynni að hafa borið að höndum. Sigurbjörn var þennan dag úrskurðaður í gæsluvarðhald í allt að 45 dögum. Það gæsluvarðhald var síðan framlengt hinn 27. mars í allt að 30 dögum og enn hinn 26. apríl í allt að 45 dögum.

 

Hinn 9. maí 1976 var svo öllum mönnunum fjórum sleppt úr haldi. Neituðu þeir allan þann tíma, á meðan þeir sátu í gæsluvarðhaldi, að eiga nokkurn hlut að hvarfi Geirfinns Einarssonar eða hafa yfirleitt nokkra hugmynd um málið.

Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu hinn 9. desember 1976 skýrði Sævar Marinó svo frá, að nokkrum dögum eftir atburðinn í Keflavík og örugglega áður en hann fór til Danmerkur, hafi hann talað við Guðjón Skarphéðinsson og skýrt honum frá því, að hann hefði sagst heita Magnús Leópoldsson, þegar hann talaði við Geirfinn. Þeir vissu ekki, hvað Geirfinnur hefði sagt öðrum, og því kvaðst Sævar Marinó hafa stungið upp á, að ef þeir yrðu handteknir, yrði Klúbbmönnum blandað í málið. Í júlímánuði 1975 hafi þau öll fjögur komið saman á Grettisgötunni heima hjá Kristjáni Viðari. Hafi þau rætt þetta mál og verið sammála um, að ef til handtöku þeirra kæmi vegna máls þessa, skyldu þau flækja það með því að bera, að Klúbbmenn og leynivínsalar í Reykjavík hefðu verið þarna að verki. Erla hefði stungið upp á Einari bróður sínum, Valdimar Olsen og manni, sem hún nafngreindi, því að hún vissi, að þeir tengdust Klúbbmönnum og þetta mundi því falla saman, þegar farið yrði að rannsaka feril þessara manna. Eftir atburðinn 19. nóvember 1974 hafi ákærðu öll fylgst með rannsókn málsins. Vissu þau alltaf nákvæmlega, hvernig hún stóð, þar sem stöðugt voru mjög miklar fréttir af rannsókninni í fjölmiðlum.

 

Fyrir dómi 22. desember 1976 skýrði Sævar Marinó svo frá, að áður en þau Erla fóru til Kaupmannahafnar, hafi verið rætt um að blanda öðrum mönnum inn í málið. Þá kvað hann þau Kristján, Erlu, Guðjón og hann sjálfan hafa rætt um það síðar, eftir að þau Erla komu frá Kaupmannahöfn. Hafi þau alveg

 

Bls. 634

 

fylgst með rannsókninni í blöðunum og áfengissmygl mikið verið rætt þar.

Fyrir dómi hinn 21. júní sl. skýrði Sævar Marinó svo frá, að ákærðu hefðu fylgst með rannsókn út af hvarfi Geirfinns í fjölmiðlum og oft rætt málið sín á milli. Kvaðst hann hafa sagt Guðjóni Skarphéðinssyni skömmu eftir ferðina til Keflavíkur 19. nóvember 1974, að hann hefði sagt Geirfinni, að hann héti Magnús Leópoldsson. Kvaðst Sævar Marinó ekki hafa vitað, hvað Geirfinnur hefði sagt öðrum um málið. Hann hefði þó komist að því, þegar hann hafði fréttir af rannsókn Geirfinnsmálsins, að Sigurbjörn Eiríksson og Magnús Leópoldsson væru undir smásjá hjá lögreglunni. Hann hafi ekki átt sjálfur hugmyndina að því að blanda Klúbbmönnum inn í málið, en þetta hafi komið allt af sjálfu sér. Hafi hann álitið, að Geirfinnur hefði haft viðskipti við Klúbbmenn, og ákærðu dottið í hug að blanda Klúbbmönnum í málið, ef þeir yrðu handteknir. Guðjón hafi gefið í skyn, að þetta væri heppilegt, þar sem hugsanlegt væri, að Geirfinnur hefði haft viðskipti við Sigurbjörn. Erla hafi farið að tala um, að Einar bróðir hennar hefði átt einhver óheiðarleg viðskipti, þ. á. m. með áfengi. Vildi Erla einnig blanda honum í málið. Þá hafi hún og minnst á Valdimar Olsen, sem starfaði við Klúbbinn, og að rétt væri að blanda honum einnig í málið. Hún hafi nefnt einhver fleiri nöfn, sem hann man ekki. Ákærði kveður Erlu hafa sagt, er hún ræddi um Einar bróður sinn í þessu sambandi, að hún væri hrædd við hann. Erla fór af landi brott veturinn 1974 og ákærði stuttu síðar. Dvöldust þau í Kaupmannahöfn og fylgdust þar með framvindu rannsóknarinnar í blöðum. Erla kom aftur hingað til landsins í febrúar og ákærði í lok apríl. Kveður hann þau hafa hitt pilt að nafni Elvar, á meðan þau voru í Kaupmannahöfn. Hann hafi farið að ræða við þau um Geirfinnsmálið og sagðist vita um það. Sagði hann, að Geirfinnur hefði beðið bana úti á sjó, þegar verið var að sækja spíritus, sem smygla átti í land. Taldi hann, að Klúbbmennirnir stæðu þar að baki. Sé hugmyndin um bátsferðina komin frá Elvari þessum. Sjálfur vissi ákærði um smygl á spíritus í Keflavík eða hafði heyrt um það. Hafði hann heyrt um það talað, að áfengi hefði verið smyglað um Dráttarbrautina í Keflavík og að þar væri smyglað áfengi geymt. Ákærði var spurður um það, hvort ákærðu hefðu hist að Grettisgötu 82 í júlí 1975 og ákveðið þá að bera, að Klúbbmenn og vínsalar í Reykjavík væru valdir að hvarfi Geirfinns, færi svo, að þau yrðu handtekin. Einnig var

 

 

Bls. 635

 

hann spurður um, hvort Erla hefði stungið upp á Einari bróður sínum, Valdimar Olsen og nafngreindum manni. Kvaðst ákærði muna eftir, að þetta hafi verið rætt, en ekki hvenær.

Fyrir dómi hinn 22. júní sl. var ákærði Sævar Marinó spurður um einstakar skýrslur, sem hann hafði gefið þessu viðvíkjandi. Hann kannaðist við að hafa gefið skýrsluna hjá rannsóknarlögreglunni hinn 22. janúar 1976, þar sem hann heldur því fram, að Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson og Valdimar Olsen séu viðriðnir hvarf Geirfinns Einarssonar. Kvaðst hann hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna svokallaðs Guðmundarmáls, þegar hann gaf skýrslu þessa. Dagana áður en skýrslan var gefin hafi hann verið í yfirheyrslum og verið spurður um vitneskju sína um hvarf Geirfinns Einarssonar. Mundi hann, að hann hefði verið spurður, hvar hann hefði verið hinn 19. nóvember 1974, og Sigurbjörn Víðir Eggertsson sagt honum, að rannsóknarlögreglan hefði vitneskju um, að hann hefði farið með Einari Gunnari Bollasyni til Keflavíkur þann dag. Ekki var nefnt, hvaðan þessar upplýsingar væru, en ákærði taldi víst, að þær væru frá Erlu. Þá var ákærða sagt, að Erlu hefði verið hótað morði og vopnaðir lögreglumenn gættu hennar. Hafi sér verið sagt, að brúnleit Fiat bifreið, sem talið væri, að Einar Gunnar Bollason hefði verið á, hafi verið við heimili Erlu. Hafi bifreiðinni verið veitt eftirför, en númer ekki náðst. Sér hafi verið sagt, að ekki væri hægt að halda þessari gæslu á Erlu áfram og ef hann vildi ekki skýra frá, gæti svo farið, að Erla yrði myrt. Ákærði kvaðst hafa tjáð rannsóknarlögreglunni, að hann vissi, að Erla óttaðist Einar bróður sinn, og einnig, að hún væru hrædd við Valdimar Olsen. Miklar bollaleggingar urðu út af þessu, og var ákærði spurður um ýmsa menn, sem talið var, að gætu verið viðriðnir Geirfinnsmálið. Voru þar á meðal Einar Bollason, Magnús Leópoldsson og Valdimar Olsen. Lögreglumennirnir spurðu ákærða að því, hvort verið gæti, að Erla væri hrædd við einhverja menn. Taldi ákærði, að þar gætu komið til greina Einar bróðir hennar, Valdimar Olsen, Magnús Leópoldsson og nafngreindur maður. Nafn Sigurbjörns Eiríkssonar hafi ekki komið fram fyrr en síðar. Eins og áður greinir, hafi verið búið að ákveða að blanda þeim Einari Gunnari, Magnúsi, Valdimar, Sigurbirni og hinum nafngreinda manni í málið, ef ákærðu yrðu handtekin. Þegar farið var að spyrja ákærða, hvort sumir framangreindra manna væru viðriðnir málið, og honum sagt frá hótunum við Erlu, kvaðst ákærði hafa gefið skýrsluna 22. janúar 1976.

 

 

Bls. 636

 

Í framhaldi af þessu gaf ákærði skýrslur hjá rannsóknarlögreglunni 25. og 27. janúar 1976 og bætti þar við og breytti framangreindri skýrslu. Kom bátsferðin þá til sögunnar, en hugmyndina kveður hann að nokkru komna frá fyrrgreindum Elvari. Síðan þróaðist sagan við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglumönnum. Ákærði kvað það hafa haft áhrif á sig, þegar hann gaf skýrslur þessar, að hann var hræddur um Erlu. Þá kannaðist ákærði og við að hafa gefið skýrsluna frá 10. febrúar 1976.

 

Ákærði staðfesti að hafa gefið skýrslu hinn 8. maí 1976 hjá rannsóknarlögreglu, en tók fram í því sambandi, að hann hefði þá verið illa fyrirkallaður og orðinn ruglaður vegna framburðar Erlu um, að hún hefði skotið Geirfinn, og eins vegna þess framburðar Kristjáns Viðars, að hann hefði stungið Guðmund Einarsson með hníf. Hafi þess og verið krafist af sér, að hann kæmi til móts við Erlu og Kristján Viðar í framburðum þeirra. Hann kvaðst hafa tekið skýrslu þessa til baka morguninn eftir og hafi skýrslan ekki verið gefin að ósk hans, svo sem í henni greinir.

 

Þá kannaðist ákærði við að hafa gefið dómskýrslu þá, sem af honum var tekin hinn 1. apríl 1976.

Ákærði kveður það sameiginlegt um allar framangreindar skýrslur, að þær séu rangar að því er varðar þátt Einars Gunnars, Magnúsar, Sigurbjörns og Valdimars í framangreindu máli. Hafi verið fyrirfram ákveðið að blanda þessum mönnum inn í málið, ef ákærðu yrðu handtekin. Ákærði tók fram í sambandi við skýrslur þessar, að hann hefði verið "undir pressu" af lögreglumönnum, þegar hann gaf þær.

 

Ákærði kvaðst viðurkenna, að það væri rétt, sem honum er gefið að sök í II. kafla ákæru, þ. e. rangar sakargiftir, með athugasemdum þeim, sem að framan greinir. Hann kvað þetta hafa verið samantekin ráð upphaflega og gerð í því skyni að rugla fyrir rannsóknaraðilja við rannsókn málsins.

Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu hinn 13. desember 1976 skýrði Erla Bolladóttir frá því, að nokkrum dögum eftir ferðina til Keflavíkur hefði hún farið heim til Kristjáns Viðars á Grettisgötu ásamt Sævari Marinó, en þar hafi þeir Kristján Viðar og Guðjón verið. Þeir þrír hafi þar komið sér saman um, að ef þeir yrðu spurðir um Geirfinnsmálið, skyldu þeir í því sambandi nefna Klúbbmennina. Hafi Sævar Marinó spurt sig, hverjir væru með í þessari Klúbbklíku, og hafi hún nefnt m. a. nöfn Valdimars Olsen, Magnúsar Leópoldssonar, Sigurbjörns Eiríkssonar og Einars Bollasonar, en hún kvaðst hafa vitað, að allir

 

 

Bls. 637

 

þessir menn hefðu verið heima hjá Valdimar Olsen á þeim tíma, þegar hún var með Huldu systur hans.

Fyrir dómi 22. desember 1976 staðfesti Erla, að þau Guðjón, Kristján Viðar og Sævar Marinó hefðu talað um að bendla aðra við málið, áður en hún fór til Kaupmannahafnar, og hafi samtal þetta átt sér stað heima hjá Kristjáni Viðari.

Þegar Erla kom fyrir dóm hinn 5. júlí sl., viðurkenndi hún, að það væri rétt, sem henni er gefið að sök í II. kafla ákærunnar. Skýrði hún frá því, að einhvern tíma stuttu eftir ferðina til Keflavíkur 19. nóvember 1974 og dauða Geirfinns hefðu ákærðu öll hist heima hjá Kristjáni Viðari að Grettisgötu 82, en hún gat ekki staðhæft, hvaða dag þetta var. Þau hafi rætt sín á milli, hvað gera skyldi, ef upp kæmist um þátt þeirra í dauða Geirfinns Einarssonar. Hafi Sævar Marinó átt frumkvæði að þessu. Ákveðið hafi verið að blanda Klúbbmönnum, þ. e. Magnúsi Leópoldssyni og Sigurbirni Eiríkssyni inn í mál þetta, ef upp kæmist, svo og Einari Bollasyni, bróður hennar, og Valdimar Olsen. Mundi ákærða, að fyrst var stungið upp á Klúbbmönnunum Magnúsi Leópoldssyni og Sigurbirni Eiríkssyni. Hún gat ekki sagt til um, hver átti hugmyndina að því að blanda þeim Sigurbirni og Magnúsi í málið, en talað var um, að þetta væru glæpamenn, og segir ákærða, að það hafi verið annað hvort hún eða Sævar Marinó, sem minntust á það. Ákærða þekkti ekki þá Magnús og Sigurbjörn, en vissi, hverjir þeir voru. Ákærða kveður Sævar Marinó einnig hafa kannast við menn þessa, en veit ekki til þess, að hann hafi átt nein samskipti við þá. Þá kvaðst ákærða annað hvort sjálf eða Sævar Marinó hafa átt hugmyndina að því að blanda Einari bróður hennar í málið, ef það kæmist upp. Sama sé að segja um Valdimar Olsen. Hafi það verið annað hvort hún eða Sævar Marinó, sem átti hugmyndina að því að blanda honum í málið.

 

Ákærða segir, að þeim Sævari Marinó hafi báðum verið illa við Einar bróður hennar. Hafi Einar gert á hluta hennar, og nefnir hún aðallega það, að hann hafi rekið hana út úr íbúðinni að Hamarsbraut 11, sem hún bjó í veturinn 19731974. Einnig fannst ákærðu, að Einar væri að svindla á föður þeirra í sambandi við söluna á húsinu að Hamarsbraut 11. Þá kvað ákærða Einar hafa verið mikið á móti því, að hún væri með Sævari Marinó.

Ákærða átti ekkert sökótt við Valdimar Olsen, og hann hafði aldrei neitt gert á hennar hluta. Hún þekkti Huldu, systur Valdi-

 

 

Bls. 638

 

mars, og hafði oft komið á heimili þeirra að Framnesvegi 61. Sævar Marinó hafði einnig komið heim til Valdimars, en ákærða vissi ekki til, að þeir hefðu átt nein viðskipti. Taldi ákærða, að Valdimar hefði verið blandað í málið til að gera það eitthvað trúlegra. Ákærða kvaðst muna, að þeir Kristján Viðar og Guðjón hefðu lagt eitthvað til málanna, þegar þetta var rætt, og telur, að þeir hafi verið þessu algerlega sammála. Ákærða kveður þetta hafa verið gert til að leiða athyglina frá þeim, ef málið kæmist upp. Þá skýrði ákærða frá því, að hún hefði verið stödd nokkrum dögum síðar ásamt Sævari Marinó að Grýtubakka 10. Lagði hann þá enn áherslu á, að ekki mætti segja frá máli þessu. Væri alveg sama, hver spyrði, alltaf ætti að segja, að það hefðu verið Klúbbmennirnir, sem stæðu á bak við þetta.

 

Ákærða skýrði frá því, að hún hefði rætt við Guðjón um málið, eftir að henni var sleppt úr gæsluvarðhaldinu hinn 20. desember 1975.

Ákærða kvaðst ekki hafa haft samband við Sævar Marinó, eftir að hún var fyrst sett í gæsluvarðhald vegna póstsvikamálsins, að öðru leyti en því, að hann hefði komið í dyrnar, þar sem hún var í baði, meðan hún sat í gæsluvarðhaldi frá 13. desember til 20. desember 1975, og sagt við hana: "Segðu ekki neitt".

Í þinghaldinu kannaðist ákærða við að hafa gefið framangreindar skýrslur hjá rannsóknarlögreglu og fyrir dómi.

 

Ákærði Kristján Viðar Viðarsson sagði fyrir dómi hinn 13. maí 1977, að hann vildi ekki viðurkenna, að það væri rétt, sem honum er gefið að sök í þessum kafla ákæru. Hann kvaðst kannast við að hafa gefið skýrslur þær hjá rannsóknarlögreglu og fyrir dómi, sem fyrir liggja, en þær væru ekki réttar og efnið í þeim væri aðallega komið frá lögreglumönnum. Þá kvað hann sér hafa verið meinað um að hafa réttargæslumann viðstaddan í þinghöldum, enda þótt hann hefði margsinnis borið fram óskir um það.

 

Ákærði skýrði frá því, að nokkru áður en hann gaf skýrslu hjá lögreglu í Geirfinnsmáli 23. janúar 1976, hefði Örn Höskuldsson fulltrúi komið inn í klefann til sín í fangelsinu við Síðumúla, þar sem hann hafi verið í gæsluvarðhaldi. Hafi Örn farið að ræða við hann og sagt honum, að hann ætti að segja það, sem hann vissi um Geirfinnsmálið. Sama dag hafi hann verið færður í yfirheyrsluherbergi og þar hafi rannsóknarlögreglumennirnir Eggert Bjarnason og Sigurbjörn Víðir Eggertsson farið að ræða

 

 

Bls. 639

 

við hann um framangreint mál. Þeir hefðu sagt við sig, að hann hefði farið til Keflavíkur, þegar Geirfinnur hvarf. Einnig hefði Gunnar Guðmundsson yfirfangavörður sagt sér áður, að ákærði hefði farið í bifreið til Keflavíkur ásamt Erlu, Sævari Marinó og þriðja manni, sem hann nafngreindi ekki. Þá hefi Örn Höskuldsson farið að spyrja sig um Einar Bollason, áður en hann gaf skýrsluna 23. janúar. Hafi hann spurt sig, hvort hann þekkti Einar og vissi hvers konar maður hann væri. Kvaðst ákærði hafa sagt, að hann vissi, að hann væri bróðir Erlu, en hann þekkti hann ekki.

 

Ákærði kvað Sigurbjörn Víði hafa spurt sig um Klúbbinn og hvort hann hefði farið þar upp í bifreiðina til Keflavíkur. Ákærði kvaðst ekki minnast þess að hafa farið til Keflavíkur, en taldi það alveg skaðlaust, þó að hann segði það. Lögreglumennirnir hafi viljað láta hann sjálfan segja, í hvernig bíl hann hefði farið, og kvaðst hann þá hafa farið í rútu eða sendiferðabíl. Var honum þá skýrt frá því, að Erla hefði sagt, að Einar Bollason hefði verið bílstjórinn. Kvaðst hann hafa gefið skýrsluna um þetta 23. janúar til að fá að vera í friði til að rifja upp Guðmundarmálið. Staðháttum hafi verið lýst fyrir sér í skýrslunni. Hann hafi verið spurður um sjóferð, en neitað að skýra frá því, enda myndi hann ekki eftir neinni slíkri ferð.

 

Dagana þar til hann gaf næstu skýrslu hafi Sigurbjörn Víðir sagt sér, að fleiri manns hefðu sagt, að hann hefði farið til Keflavíkur með þeim mönnum, sem nefndir eru í skýrslu hans 27. janúar, þ. e. Einari Bollasyni, Magnúsi Leópoldssyni, Valdimar Olsen, Sigurbirni Eiríkssyni og nafngreindum manni auk Erlu og Sævars Marinós. Hann kvað Örn Höskuldsson hafa fyrst nefnt við sig Einar Bollason, svo sem fyrr greinir, og einnig Valdimar Olsen og nafngreinda manninn. Högni Einarsson fangavörður hafi nefnt við sig Magnús Leópoldsson, sem hann fullyrti, að ákærði þekkti. Sigurbjörn Víðir hafi nefnt Sigurbjörn Eiríksson. Ákærði kveðst hafa kannast af afspurn við Einar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson, en ekki þekkt þá í sjón nema Valdimar. Honum voru sýndar nokkrar myndir, þar á meðal var mynd af Einari Bollasyni. Átti hann að benda á myndina af Einari, en benti á mynd af öðrum manni. Kvað hann sér þá hafa verið sagt, hvaða mynd væri af Einari Bollasyni. Einnig var honum sýnd mynd af Sigurbirni Eiríkssyni. Í skýrslunni, sem hann gaf 27. janúar, hafi ýmislegt komið fram, sem lögreglu-

 

 

Bls. 640

 

mennirnir hafi sagt sér. Þeir hafi sagt, að hann hefði farið í sjóferð, og einnig hafi þeir lýst bifreiðunum, sem farið hefði verið á, bæði lit og tegund.

Ákærði kvað Örn Höskuldsson hafa komið til sín í klefann og sagt sér, að menn sæktust eftir lífi hans, og kvaðst Örn enga ábyrgð geta tekið á, hvað fyrir gæti komið. Sagði Örn, að ákærði vissi, hvaða menn þetta væru, og að ákærði gæti með framburði sínum komið í veg fyrir, að eitthvað þess háttar gerðist. Jafnframt hafi fangaverðir farið upp á þak fangelsisins og gert þar mikinn hávaða. Ákærði kvaðst hafa verið í klefa nr. 17, en Sævar Marinó í klefa nr. 15. Fangaverðir hafi skipst á að vera í klefa nr. 16 og hafi þeir lamið í veggina, svo að ekki var svefnfriður um nætur. Högni Einarsson hafi komið inn í klefann til sín tvisvar á nóttu og farið að spyrja sig, sérstaklega hvort hann þekkti Magnús Leópoldsson. Örn Ármann Sigurðsson fangavörður hafi verið með honum og sagt, að ákærði hefði verið að drekka spíra eða áfengi ókeypis í Klúbbnum. Hægt væri að sýna starfsfólkinu þar myndir og mundi það þekkja ákærða. Ákærði kvaðst hafa verið veikur fyrir. Hann hefði fengið áfall í sambandi við Guðmundarmálið. Hafi hann verið máttlaus alla daga og ekki getað sofið á nóttunni fyrir látum í fangavörðunum og verið orðinn alveg ruglaður. Fór hann margsinnis fram á að fá að tala við sálfræðing eða geðlækni, en því hafi ekki verið sinnt, fyrr en Hallvarður Einvarðsson vararíkissaksóknari hafi krafist þess við dómsyfirheyrslu. Ákærði hafi margneitað að gefa skýrslur á þessa menn og að hann hefði farið í sjóferð, en það hafi verið gengið fast á hann, og kveður hann Örn Höskuldsson hafa sagt, að hann fengi frest til kl. 8 um kvöldið 27. janúar til þess að gefa skýrslu. Vissi hann ekki, hvað átti að gerast, en fangaverðir hafi verið farnir að ganga á klefana og dingla kylfum framan í menn. Kvaðst hann hafa verið orðinn hræddur. Hafi hann því látið undan og gefið skýrsluna, bæði til að kaupa sér frið og til að geta hugsað um Guðmundarmálið og einnig vegna þess, að hann hafi verið farinn að trúa því, sem honum var sagt um málið. Eftir að hann hafði gefið skýrsluna 27. janúar, hafi hann verið látinn í friði. Stuttu síðar hafi hann farið fram á að fá að taka skýrsluna til baka og hafi hann tjáð Sigurbirni Víði og Magnúsi Magnússyni rannsóknarlögreglumönnum það, en því hafi ekki verið sinnt fyrr en 2. mars.

 

Ákærði kannaðist ekki við, að það hefðu verið samantekin ráð þeirra Sævars Marinós, Erlu og Guðjóns að blanda ofangreindum

 

Bls. 641

 

mönnum í Geirfinnsmálið. Það, sem fram hafi komið um þetta í málinu, segir hann aldrei hafa verið orðað við sig. Hann kveðst aldrei hafa rætt við meðákærðu um að blanda öðrum í málið og Guðjón hafi ekki komið heim til sín nema í eitt skipti, þ. e. þegar lík Geirfinns var flutt þangað. Þá kvaðst hann ekki hafa hitt Erlu, eftir að lík Geirfinns var flutt upp í Rauðhóla.

 

Ákærði minntist þess ekki að hafa sagt það, sem fram kemur í dómskýrslu hans 31. mars 1976 um Einar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson, en þó geti það verið. Hann hafi verið farinn að trúa þessu. Hann hafi sagt í upphafi þinghaldsins, að þetta væri allt vitleysa, en ekkert hafi verið hlustað á sig. Hann telur, að sagan um tengsl ofangreindra manna við mál þetta sé komin frá Erlu og hafi lögreglumennirnir trúað henni.

Þegar vakin var athygli ákærða á því, sem hann hafði sagt í þinghöldum 6. og 8. apríl 1976, kvaðst hann hafa ruglast á Einari Bollasyni og Guðjóni Skarphéðinssyni sem ökumanni bifreiðarinnar. Þá kvað hann framburð sinn um Valdimar Olsen ekki vera réttan, en hann hafi verið búinn að bíta þetta svona í sig. Hafi það, sem hann sagði, ekki verið gert af illgirni eða til að koma Valdimar í klandur.

 

Eggert Norðdal Bjarnason rannsóknarlögreglumaður hefur komið fyrir dóm í málinu, en ákærði Kristján Viðar gaf skýrslur hjá honum 23. og 27. janúar, 10. febrúar og 18. mars 1976. Í skýrslum þessum hefur ákærði, svo sem áður er rakið, borið þær sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen, að þeir hafi átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum. Eggert skýrði frá því, að ákærði hefði skýrt sjálfstætt frá málsatvikum. Ákærði hafi og nefnt nöfn framangreindra manna og borið þá þeim sökum, sem að framan greinir. Hann kveður það hafa verið eftir ábendingu Sævars Marinós, að hann minnti, að farið var að spyrja ákærða út í ferðina til Keflavíkur 19. nóvember 1974. Hafi ákærði sagt, þegar hann sá mynd af Einari Bollasyni, að hann kannaðist við hann og hann nefnt nafn hans. Hann hafi sagt, að hann þekkti Einar Bollason ekki persónulega, en hann hefði séð myndir af honum í fjölmiðlum og vita, að hann væri í íþróttum. Þá hefði ákærði skýrt frá því, að Hulda, systir Valdimars Olsen, hefði verið með sér í skóla. Hefði hann komið heim til þeirra Valdimars að Framnesvegi 61 og kvaðst þekkja Valdimar. Um Sigurbjörn Eiríksson hafi hann sagt, að allir þekktu hann, og ekki komið annað fram en hann vissi, hver Sigurbjörn væri. Eggert sagði,

 

 

Bls. 642

 

að ákærða hefðu verið sýndar myndir af ýmsum mönnum, og voru þar á meðal myndir af framangreindum mönnum og Geirfinni Einarssyni. Ákærði hafi bent á myndirnar af Einari, Valdimar og Sigurbirni og sagt, að þeir væru tengdir Geirfinnsmálinu, svo sem fram komi í skýrslum ákærða. Eggert mundi ekki, hvort ákærði hafi bent á mynd af Magnúsi Leópoldssyni. Þá hafi ákærði bent á myndina af Geirfinni Einarssyni og sagst kannast við hann, en ekki vita nafn hans. Eggert kvað ákærða aldrei hafa verið lögð orð í munn um það, hvað hann ætti að segja um þátt framangreindra manna í Geirfinnsmálinu, heldur hafi hann skýrt frá þessu sjálfstætt, eins og í skýrslu hans greini. Samprófun Eggerts og ákærða reyndist árangurslaus.

 

Sigurbjörn Víðir Eggertason rannsóknarlögreglumaður hefur einnig komið fyrir dóm vegna máls þessa, en hann tók skýrslu af ákærða Kristjáni Viðari 20. apríl 1976 og var vottur, þegar Eggert Bjarnason tók skýrslur af honum 23. og 27. janúar, 10. febrúar og 18. mars sama ár. Sigurbjörn Víðir skýrði frá því, að ákærði hefði verið spurður um málsatvik og hafi hann skýrt frá þeim sjálfstætt, svo sem fram komi í skýrslunum. Hann skýrði frá því, að ákærði hefði ekki fengið neinar ábendingar frá lögreglumönnunum, þegar hann skýrði frá því, að Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson og Sigurbjörn Eiríksson væru viðriðnir Geirfinnsmálið. Hafi það ýmist verið þannig, að ákærði hafi nefnt nöfn framangreindra manna eða bent á myndir af þeim, sem voru meðal fleiri mynda. Ákærði hafi nafngreint alla framangreinda menn og borið þá þeim sökum, að þeir hefðu verið í ferðinni til Keflavíkur 19. nóvember 1974. Mynd af Geirfinni Einarssyni hafi verið meðal umræddra mynda, og minnti Sigurbjörn, að ákærði hefði bent á mynd Geirfinns og sagst kannast við hann, en Sigurbjörn þorði þó ekki alveg að fullyrða um þetta.

 

Þegar þeir Sigurbjörn og ákærði voru samprófaðir, kvaðst Sigurbjörn ekki kannast við, að ákærði hefði verið leiddur við yfirheyrslur, en hann hefði verið spurður um málsatvik. Ákærði kvað sér hafa verið sagt, að Einar Bollason ætti rauðan Fiat og að hann hefði verið á rauðum Fiat í Keflavík. Þetta kvað Sigurbjörn ekki rétt og hafi lögreglan ekkert vitað í upphafi málsins, þegar skýrslur voru teknar af ákærðu, um bifreiðaeign Einars Bollasonar eða annarra, sem ákærðu báru sakir á. Þá skýrði Sigurbjörn svo frá varðandi framburð ákærða, að fangaverðir hefðu farið upp á þak fangelsisins við Síðumúla og gert þar hávaða til að skelfa ákærðu, að eitt sinn, á meðan á yfirheyrslunum stóð,

 

 

Bls. 643

 

hafi verið hvasst. Hafi vitnið verið statt inni á kaffistotu fangelsisins ásamt fangavörðunum, þegar þeir heyrðu hávaða, eins og menn gengju eftir þaki hússins. Hafi þeir strax farið út til að gá, hvað um væri að vera. Gengu þeir í kringum fangelsið, og einn fór upp á þak þess, en þeir urðu ekki varir við neina menn. Þetta var um miðnætti, annað hvort í janúar eða febrúar 1976. Ekki kannaðist Sigurbjörn við, að fangaverðir hefðu farið inn í klefa ákærðu að beiðni lögreglumanna til að spyrja þá um málið. Frekara samræmi náðist ekki í framburðum ákærða og Sigurbjörns Víðis.

 

Vitnið Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður fangelsisins við Síðumúla, hefur komið fyrir dóm. Kvaðst það ekki minnast þess að hafa sagt ákærða Kristjáni Viðari, að hann hefði farið í bifreið til Keflavíkur ásamt Erlu, Sævari Marinó og þriðja manni. Vitnið kannast ekki við það, sem ákærði Kristján Viðar segir um ónæði, sem honum hafi verið gert í fangelsinu við Síðumúla. Ekki kannaðist vitnið heldur við viðtöl fangavarða við ákærða, svo sem í framburði hans greinir. Kannast vitnið ekki við, að lögreglumenn hafi nokkurn tíma beðið fangaverði að aðstoða við yfirheyrslur í málinu. Vinnutími vitnisins var til kl. 20, en oft þurfti það að vera fram yfir miðnætti. Var það aðallega vegna ástands þeirra Kristjáns Viðars og Sævars Marinós. Kristján Viðar hafi ýmist verið þunglyndur eða æstur, og vitnið þurfti oft af þeim sökum að vera hjá honum. Samprófun milli vitnisins og ákærða reyndist árangurslaus.

 

Vitnið Högni Ófeigur Einarsson, áður fangavörður í fangelsinu við Síðumúla, hefur skýrt svo frá fyrir dómi, að það kannist ekki við að hafa rætt um Magnús Leópoldsson við ákærða, eins og ákærði heldur fram. Veit vitnið ekki til þess, að ákærða eða öðrum föngum, sem voru í haldi í fangelsinu við Síðumúla vegna máls þessa, hafi verið gert þar ónæði. Ekki kannaðist vitnið heldur við, að fangaverðir hafi verið að yfirheyra ákærðu. Samprófun vitnisins og ákærða reyndist árangurslaus.

 

Vitnið Örn Ármann Sigurðsson, fyrrverandi fangavörður í fangelsinu við Síðumúla, kom fyrir dóm og skýrði frá því, að það hefði oft rætt við ákærða Kristján Viðar í fangelsinu við Síðumúla, þegar það var fangavörður þar, enda hafi hann verið í mikilli þörf fyrir að ræða við einhvern, bæði um mál þau, sem hann var viðriðinn, og um andlegt og líkamlegt ástand sitt. Vitnið kvaðst ekki muna eftir þeim ummælum, sem ákærði hefur eftir því í framburði sínum. Þó megi vel vera, að það hafi sagt það,

 

 

Bls. 644

 

sem ákærði greinir frá, en þá séu ummælin slitin úr samhengi. þetta hafi komið fram í viðræðum við ákærða af gefnu tilefni frá honum sjálfum, en ekki sem hótun. Vitnið kvað það rétt vera hjá ákærða, að hann hafi verið í klefa nr. 17, en Sævar Marinó í klefa nr. 15 og því verið auður klefi á milli þeirra. Kannaðist vitnið ekki við, að fangaverðir eða aðrir hefðu verið með hávaða viljandi, en hljóðbært sé í húsinu. Vitnið hafði aldrei heyrt um það, að fangaverðir eða aðrir hefðu farið upp á þak fangelsisins til að framkalla hávaða til að hræða ákærðu. Þá kvað vitnið fangaverði í fangelsinu við Síðumúla hafa haft meðferðis kylfur, og hafði vitnið kylfu sína ávallt í vasanum. Mundi það ekki til þess, að það hafi nokkurn tíma séð fangaverði veifa kylfum framan í ákærðu. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vart við, að lögreglumenn ræddu við fangana einslega nema eftir ósk fanganna sjálfra.

 

Ákærðu Erla og Sævar Marinó hafa staðhæft, að ákærðu Kristján Viðar og Guðjón hafi tekið þátt í umræðum um að blanda fyrrnefndum mönnum inn í mál þetta.

Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu 8. desember 1976 sagði Guðjón Skarphéðinsson, að hann gæti fullyrt, að Einar Bollason, Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson væru allir saklausir af dauða Geirfinns Einarssonar. Hann hafi engan þátt átt í því að bendla þá saklausa við þetta mál. Hann sagði, að verið gæti, að eftir að Sævar Marinó kom til landsins aftur í mars 1975, hafi hann látið eitthvað að því liggja, svo Guðjón heyrði, að Klúbbmenn væru við málið riðnir. Það hafi þá verið almannarómur, en alls ekki hafi verið talað um að flækja málið með því að bendla þá við það, ef ákærðu yrðu handtekin. Hann kvað sér hafa verið fullljóst, að þessir menn væru saklausir, þegar þeir voru settir í gæsluvarðhald, og hafi þetta hvílt mjög á samvisku sinni, þótt hann hefði ekki haft kjark til að segja frá málinu þá.

 

Vegna ásakana af hálfu þeirra Sævars Marinós og Kristjáns Viðars var Örn Höskuldsson, áður fulltrúi yfirsakadómara, beðinn að tjá sig um fullyrðingar þeirra, sem hér hafa verið raktar. Sendi hann dóminum bréf, dagsett 22. ágúst sl., þar sem segir svo m. a.:

"Ég get ekki tjáð mig neitt um framferði fangavarða í Síðumúlafangelsi, en leyfi mér að benda á, að það hlýtur að vera illmögulegt að beita einhvern mann harðræði innan fangelsisins, þar sem þar er svo hljóðbært. Um stappið á þakinu er það að

 

 

Bls. 645

 

segja, að það á sér skýringu og gæti það atvik hafa kveikt hugmynd hjá Kr. V. V. Kvöld eitt heyrðist fangavörðum eins og gengið væri eftir þaki fangelsisins og fóru strax upp á þak til þess að athuga, hvað um væri að vera. Þar var ekkert, og virtist eina skýringin vera sú, að vindur hefði haft þessi áhrif, en töluvert rok var. Umgang þennan á þakinu heyrðu m. a. þeir Eggert Bjarnason og Sigurbjörn Víðir Eggertsson svo og Kristján Viðar Viðarsson, en hann var þá í yfirheyrslu hjá Eggert í hornherbergi. Lögreglumennirnir sögðu mér frá þessu strax næsta dag.

 

Sævar Marinó reyndi í þinghaldi hinn 11. janúar að bera fyrir sig, að hann hefði verið þvingaður til þess að játa á sig sakir í "Guðmundarmálinu". Ég tók ekkert mark á framburði hans, þar sem ég vissi betur, en ég var viðstaddur, þegar hann skýrði fyrst frá, og svo var einnig hans réttargæslumaður Jón Oddsson hrl., og á honum að vera manna best kunnugt um, að framburður Sævars er rangur. Ég tek fram, að ég ber fullkomið traust til lögreglumannanna og hefi ekki nokkra ástæðu til þess að ætla, að þeir gæti ekki settra reglna við yfirheyrslur. Ef ég hefði eitthvað átt að finna að störfum þeirra í sambandi við málsrannsóknir þessar, þá var það helst, að þeir dekruðu of mikið við sökunauta, því þeir voru hlaupandi í fangelsið jafnt á nóttu sem degi, því mjög mikið var um, að sökunautar létu hringja í þá.

 

Þegar Erla Bolladóttir og Sævar Marinó höfðu sagt okkur sitt í hvoru lagi sömu söguna um Keflavíkurferðina, þá reyndum við strax að leita staðfestingar á sögunni, m. a. með því að reyna að hafa upp á bifreiðum þeim, sem Erla sagðist hafa fengið far með til borgarinnar umrætt sinn. Einnig fór ég undirritaður inn í klefa til Kristjáns Viðars og spurði hann, hvort hann hefði einhvern tíma farið með Erlu og Sævari til Keflavíkur. Hann sagðist aldrei til Keflavíkur komið hafa. Ég sagði honum þá, að hann myndi verða yfirheyrður á næstunni um það, og fór síðan út. Það er fjarstæða, að Kristján hafi fengið nöfn fjórmenninganna uppgefin hjá lögreglumönnunum. Reynslan af tilburðum Sævars í "Guðmundarmálinu" var lexía, sem hefði komið í veg fyrir alla slíka óvarfærni.

 

Mitt persónulega álit er það, að Kristján hafi fljótlega skammast sín fyrir hinar röngu sakargiftir og leiti leiða sér til varnar í broti, sem honum finnst alvarlegt eins og fleirum".

Margnefndir fjórir menn, sem hér eiga hlut að máli, hafa komið fyrir dóm í máli þessu sem vitni. Einar Gunnar Bollason kennari, Heiðvangi 5, Hafnarfirði, hefur sagt fyrir dóminum, að það

 

Bls. 646

 

hafi ekki þekkt Geirfinn Einarsson og aldrei heyrt hans getið, fyrr en eftir að auglýst var eftir honum, þegar hann hvarf í Keflavík 19. nóvember 1974. Erla Bolladóttir er hálfsystir vitnisins, samfeðra. Vitnið hafði mjög lítil samskipti við Erlu framan af. Það var ekki fyrr en árið 1971, þegar Erla fluttist til föður þeirra, að vitnið fór að hafa einhver samskipti við hana að ráði. Nokkru síðar kynntist Erla Sævari Marinó, og var samband þeirra mikið áhyggjuefni föður vitnisins. Vitnið man ekki eftir því, að það hafi beitt sér fyrir því, að Erla hætti samskiptum við Sævar Marinó, en hins vegar gerði faðir þess margar tilraunir til þess, að því er hann sagði. Vitnið aðstoðaði föður sinn, þegar hann keypti húsið að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði vorið 1973. Fór hann að búa í húsinu um sumarið, og fluttist Erla til hans. Í nóvember veiktist faðir vitnisins og þurfti að liggja á sjúkrahúsi í um 5 mánuði. Einhvern tíma eftir að hann veiktist, fluttist Sævar Marinó til Erlu á Hamarsbrautina og fór að búa þar, og telur vitnið, að faðir þess hafi vitað af því. Vitnið kveðst hafa fengið kvartanir frá fólki í húsinu út af hávaða og umgangi frá íbúðinni, þar sem Erla og Sævar Marinó bjuggu, sem var í kjallara.

 

Vorið 1974 kveðst vitnið hafa átt símtal við Erlu, og sló þá í brýnu milli þeirra. Telur vitnið, að það hafi látið að því liggja við Erlu, að hún hefði flýtt fyrir sjúkdómi föður þeirra. Í mars 1974 seldi faðir vitnisins eignarhluta sinn að Hamarsbraut 11, en þá hafði verið ákveðið, að hann flytti til vitnisins, þegar hann kæmi af sjúkrahúsinu. Var Erlu þá vísað út úr íbúðinni. Fór hún úr henni eftir nokkurt þóf. Kvaðst vitnið telja, að Erla hafi borið óvild til þess út af þessu. Þá skýrir vitnið frá því, að það hafi reynt heldur að draga úr samskiptum Erlu og föður hennar og hafi það meinað henni að koma á heimili sitt, eftir að faðir þess fluttist þangað. Var ástæðan fyrst og fremst sú, að vitnið taldi ekki heppilegt, að faðir þess hefði mikil samskipti við Erlu vegna sjúkdóms hans.

 

Vitnið hefur engin samskipti haft við Sævar Marinó að því undanskildu, að hann kom með Erlu á heimili vitnisins á aðfangadagskvöld 1973. Kveðst vitnið enga skýringu geta gefið á því tiltæki Sævars Marinós að halda því fram, að það hafi átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar. Vitnið hafði aldrei heyrt Kristjáns Viðars Viðarssonar getið.

Vitnið Magnús Leópoldsson framkvæmdastjóri, Hagamel 22, Reykjavík, kveðst ekki hafa þekkt Geirfinn Einarsson, og hafði það aldrei heyrt hans getið, áður en lýst var eftir honum, þegar

 

 

Bls. 647

 

hann hvarf í Keflavík 19. nóvember 1974. Þá kvaðst vitnið ekki vita til þess, að nein tengsl hafi verið milli veitingahússins Klúbbsins og Geirfinns Einarssonar. Vitnið hafði aldrei heyrt þau Kristján Viðar, Sævar Marinó og Erlu nefnd, áður en mál þetta kom til sögunnar. Veit það ekki til þess, að það hafi nokkurn tíma gert neitt á hlut ákærðu, og getur enga skýringu gefið á því tiltæki þeirra að bera það þeim sökum, að það hafi átt hlut að dauða Geirfinns.

 

Vitnið Valdimar Olsen skrifstofumaður, Framnesvegi 61, hefur sagt, að það hafi aldrei heyrt Geirfinns Einarssonar getið, fyrr en eftir að lýst var eftir honum, þegar hann hvarf í Keflavík 19. nóvember 1974. Vitnið kvaðst aldrei hafa starfað á vegum veitingahússins Klúbbsins, en það þekkti bæði Magnús Leópoldsson og Sigurbjörn Eiríksson, og eru þeir Magnús góðir vinir. Vitnið þekkti Erlu Bolladóttur, og í því sambandi kannaðist það við Sævar Marinó, en Kristján Viðar Viðarsson hafði það aldrei heyrt nefndan, fyrr en mál þetta kom til sögunnar. Erla var kunningjakona Huldu, systur vitnisins, og var heimagangur á heimili þeirra Huldu. Vitnið veit ekki til þess, að ákærðu hafi borið nokkurn kala til þess eða það hafi nokkurn tíma gert á hluta þeirra. Kveðst það ekki vita neina skýringu á því tiltæki þeirra að bera það á vitnið, að það hafi átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar.

 

Vitnið Sigurbjörn Eiríksson framkvæmdastjóri, Stóra-Hofi á Rangárvöllum, kveðst aldrei hafa heyrt Geirfinn Einarsson nefndan, fyrr en lýst var eftir honum 19. nóvember 1974. Veit vitnið ekki til, að nein tengsl hafi verið á milli Geirfinns og veitingahússins Klúbbsins. Vitnið kveðst ekki hafa þekkt þau Kristján Viðar, Sævar Marinó og Erlu Bolladóttur, áður en mál þetta kom til sögunnar. Vitnið kveðst aldrei hafa gert neitt á hlut þeirra og ,veit ekki til þess, að þau hafi borið kala til þess. Geti það enga skýringu gefið á því tiltæki ákærðu að bera þær sakir á það og þá Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson og Valdimar Olsen, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar.

 

Ákærðu Sævar Marinó, Erla og Kristján Viðar hafa öll viðurkennt að hafa gefið áðurraktar skýrslur hjá lögreglu og fyrir dómi um þátttöku margnefndra fjögurra manna í ferð til Keflavíkur 19. nóvember 1974 og í átökum, sem leiddu til dauða Geirfinns Einarssonar, svo og um smygl þeirra á áfengi. Ákærðu Sævar Marinó og Erla fullyrða bæði, að það hafi verið samantekin ráð allra ákærðu að bendla menn þessa við málið, ef þau yrðu handtekin, til að torvelda rannsóknina. Þessu hefur ákærði

 

 

Bls. 648

 

Kristján Viðar neitað, en framburðir hans gefa þetta þó sterklega til kynna. Verður að telja, að hann beri fulla ábyrgð á framangreindum skýrslum sínum, og framburður hans um, að rannsóknarmenn og fangaverðir hafi ráðið því, hvert yrði efni þessara skýrslna, ekki tekinn til greina.

Hafa ákærðu Sævar Marinó, Erla og Kristján Viðar með þessu atferli sínu gerst brotleg við 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga.

 

Persónulegir hagir ákærðu.

Lárus Helgason geðlæknir rannsakaði að beiðni dómsins geðheilbrigði ákærða Kristjáns Viðars Viðarssonar. Fór rannsóknin fram á tímabilinu frá 6. apríl til 24. júlí 1976. Í skýrslu læknisins, dags. 30. júlí 1976, greinir frá því, að ákærði Kristján Viðar Viðarsson sé fæddur í Reykjavík 21. apríl 1955, sonur hjónanna Viðars Axelssonar sjómanns og Elsu Kristjánsdóttur. Faðir hans fórst með b/v Júlí í febrúar 1959. Móðir hans hefur átt við geðræn vandamál að stríða og oft verið til meðhöndlunar á sjúkrahúsum af því tilefni.

 

Þá segir svo í skýrslu læknisins:

"Kristján hafði lítið sem ekkert af föður sínum að segja, þar sem hann var aðeins 3ja ára, er faðir hans lést. Aðrir hafa síðan ekki gengið í það hlutverk. Kristján telur, að móðuramma hans hafi komið í stað móður, þó að móðir hans hafi búið hjá þeim alllanga stund. Amman var honum eftirlát, leyndi erfiðleikum hans og gerði lítið úr þeim almennt í viðræðum við aðra.

. . .

 

Ekki hefur verið um neina föðurmynd eða karlmann að ræða á heimili hans, og því hefur uppeldi hans ekki boðið upp á skilyrði til viðmiðunar gagnvart hlutverki karlmanns á heimili. Hann varð fljótt þrjóskur og erfiður, sérstaklega móður sinni og ömmu, og náði snemma undirtökum í uppeldinu. Hann fór meir eftir eigin geðþótta heldur en eftir leiðbeiningum annarra. Hann þroskaðist því seint og takmarkað og hóf fljótlega lífsferil, þar sem óhófsneysla á víni og vímuvaldandi efnum ríkti, og andfélagsleg hegðun varð æ meir ráðandi. Eftir að amma hans fluttist frá honum úr íbúðinni á Grettisgötu, 197273, söfnuðust í íbúð þeirra ýmsir einstaklingar, sem leituðu þar húsaskjóls, en veittu í staðinn vín og örvandi efni.

 

Kristján gekk í Austurbæjarbarnaskólann, en um miðjan vet-

 

Bls. 649

 

ur, er hann var í 12 ára bekk, fór hann að Jaðri skv. eigin ósk, því flestir félagar hans voru þar. Lauk hann þar 12 ára bekknum, fór svo í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og lauk þar prófi í 1. bekk, en var rekinn um miðjan vetur, er hann var í 2. bekk. Ástæðan var, að hans sögn, óstundvísi og rifrildi við einn kennaranna. Hann var 11 ára gamall, er hann fór að anda að sér eimi af þynni og bensíni í því skyni að upplifa ofskynjanir. Nokkru síðar fór hann að misnota áfengi, og frá september 1972 (þá 17 ára gamall) hefur sjúklingur, auk áfengis, neytt allmikils af ávana- og fíkniefnum. 12 ára gamall fór hann fyrst til geðlæknis (Þórður Möller), en nokkru síðar gekk hann til sálfræðings (Sigurjón Björnsson). Meðhöndlunin varð þó fremur skammvinn. Eftir nær hálfs árs drykkju og ofneyslu fíkniefna var hann lagður inn á Kleppsspítalann fyrir tilstuðlan Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Lögð var þá fram beiðni um sviptingu sjálfræðis, en því var ekki fylgt eftir. Á Kleppsspítalanum dvaldi hann frá 30. 3. '73 til 16. 4. s. á. Hann átti þá þegar að baki alllanga afbrotasögu, og voru félagsaðstæður hans afar bágbornar. Tengsl hans við móður voru slæm og við móðurömmu þannig, að hún hafði gefist upp á sambúðinni og flutt að heiman. Sama dag og hann fór af spítalanum neytti hann víns og fíkniefna og hefur haldið sig mikið við það síðan.

 

Eftir að Kristján lauk námi, eða frá 15 ára aldri, má segja, að hann hafi engan veginn unnið þannig, að hann hafi getað séð fyrir sér sjálfur. Hann starfaði eitthvað á ýmsum stöðum, en fremur stutt á hverjum stað og oft með löngum millibilum. Segja má, að hann hafi síðari árin ekki stundað neina reglubundna vinnu. Þess í stað hefur hann hneigst til að afla sér tekna með afbrotum og leitað eftir félagsskap þeirra, sem hafa getað stutt hann með því að veita honum vín, fíkniefni, mat og eyðslueyri. Aðvaranir, dómar og fangelsisvistir hafa ekki megnað að stöðva afbrotaferil hans.

 

Kristján á erfitt með að lýsa sjálfum sér. Hann er nokkuð uppstökkur, en segir, að reiðin renni fljótt af sér. Hann reitir fólk til reiði og lendir í áflogum án þess að geta gert sér grein fyrir hvers vegna. Hann veit um styrkleika sinn í áflogum og hefur fengið visst orð á sig fyrir að vera harður í horn að taka. Ekki viðurkennir hann, að hann finni til kvíða eða öryggisleysiskenndar, heldur gerir hann sér far um að sýnast kaldur og kærulaus. Í viðtölum koma þó fram atvik, sem sýna, að andstæðar tilfinningar eru fremur algengar. Kristján Viðar segist vera glettinn

 

 

Bls. 650

 

og kíminn, reyndar hafi hann oft fengið hrós fyrir þá eiginleika. Hann er minnugur og man oft eftir númerum á lögreglumönnum, sem hann hefur átt samskipti við, jafnvel fyrir mörgum árum. Engin áhugamál koma fram og ekki heldur nein sérstök markmið.

Frásagnir Kristjáns Viðars á verknuðum þeim, sem hann er kærður fyrir, eru nokkuð óljósar. Fyrst í viðtölunum ber hann við minnisleysi og virðist reyna að leggja sig fram um að muna betur. Lýsingar hans á atburðum í máli Guðmundar Einarssonar eru þó mun greinilegri en í Geirfinnsmálinu. Nokkrir atburðir í Geirfinnsmálinu eru þó einnig furðu skýrir. Í báðum ákæruatriðunum koma einnig fram lýsingar, þar sem svo virðist sem raunveruleiki og óraunveruleiki blandist saman, þ. e. a. s. að svo virðist sem hugmyndir eða kenndir séu færðar fram sem raunveruleiki. Ég held ekki, að þetta sé honum alltaf meðvitað og er þó hér ekki að leggja mat á sannleiksgildi þeirra. Hugsanlegt er, að hann hafi bælt svo mikið það, sem raunverulega hefur gerst, að það verði óljóst í endursögn. Hafa ber líka í huga, að hér er um að ræða óreglusaman atvinnuleysingja, sem lifir mjög sérstæðu lífi í þjóðfélagi okkar, þar sem svo virðist sem hver dagur gangi út á það að afla sér víns eða fíkniefna. Í slíku ástandi er líklegt, að renni saman raunveruleiki og óraunveruleiki.

 

 

. . .

Kristján Viðar iðrast þess, sem hefur gerst í sambandi við Guðmund Einarsson. Í hvert skipti sem rætt var um Guðmund varð hann viðkvæmur, reyndar segir Kristján, að Guðmundur hafi verið skólabróðir hans og kunningi áður fyrr, þó að þeir hafi ekki verið í neinum tengslum um lengri tíma. Hann getur þess, að það hafi hvorki verið ætlun sín eða nokkur tilgangur fólginn í því að standa að því, sem gerðist í því máli. Tilfinningaviðbrögð hans verða nokkuð óljósari, þegar Geirfinnsmálið ber á góma. Þar virðist hann undrandi yfir því, á hvern hátt hann hefur tengst því máli eða komist í þá aðstöðu, sem hann er í, er geðrannsóknin fór fram. Þó virðist svo sem einhver breyting hafi gerst með honum um líkt leyti og Geirfinnsmálið átti að hafa átt sér stað. Páll Konráð Konráðsson Þormar segir m. a. í lögregluskýrslu frá 7. maí 1976 um ástand Kristjáns eftir þann dag: ,.... þá fannst mér Kristján Viðar verða á einhvern hátt hlédrægari en hann átti vanda til. Þess skal getið, að um líkt leyti minnka samskipti Kristjáns Viðars við Sævar, og reyndar var Kristján búinn að fá sér annan vin. Það er hugsanlegt, að slík breyting kunni að hafa áhrif á framkomu Kristjáns.

 

 

Bls. 651

 

Almennt heilsufar Kristjáns Viðars hefur verið gott. Einu sinni var gert að ígerð í hálsi. Ekki er vitað til þess, að hann hafi legið á sjúkrahúsum vegna líkamlegra kvilla.

Sálfræðileg athugun var gerð af Gylfa Ásmundssyni sálfræðingi dagana 26. og 27. apríl 1976. Tekin voru tvö próf. MMPI-próf: Niðurstöður þess voru: "Kristján lætur ekki í ljós nein taugaveiklunareinkenni eða geðræna vanlíðan". Ennfremur segir: " . . . sjálfstraust og starfhæfni virðist óskert". Enn segir: "Sú mynd, sem fram kemur af persónuleika hans, er dæmigerð fyrir andfélagslega persónuleika (sociopathic personality), sem lýsir sér í impulsivri hegðun, grunnu tilfinningalífi, tillitsleysi við aðra og afbrotahneigð". Niðurstöður þessa MMPI-prófs eru því: "Hann er tilfinningalega vanþroska, bráðlyndur og agressivur, hefur mjög óljósa siðgæðisvitund, er eirðarlaus og örlyndur". Hitt prófið er Bender-Gestalt. Niðurstöður þess prófs benda ekki til truflana á heilastarfsemi af líkamlegum orsökum. Greindarpróf voru tekin 2. 4. '73, er hann lá á Kleppsspítalanum. Niðurstöður þeirra voru, að starfhæf greind hans væri talin í löku meðallagi. Almennar blóðrannsóknir ásamt sérprófum á starfsemi lifrar og nýrna voru innan eðlilegra marka, Lues-próf negativt.

 

Kristján Viðar er myndarlegur maður á vöxt, en nokkuð fölur, lófar ætíð kaldsveittir. Hann var spenntur, einkum framan af hverju viðtali, slakaði stöku sinnum á spennunni, en var oftast á varðbergi. Hann var opinskár um fyrri atburðarás og heimilishagi, myndaði stundum góð tengsl og sýndi viðkvæmni, einkum er talið barst að ákæruatriðunum. Hann virðist rétt meðalgreindur, en þekking fremur takmörkuð og orðaforði einnig, en þó sennilega í samræmi við hugsanagang manns, sem hefur lifað slíku líferni. Erlendis hafði ég rekist á áberandi bil milli tjáningaforms og hugsanagangs fólks úr ýmsum stigum þjóðfélags. Þetta er í fyrsta skipti sem ég rek mig á slíkt bil hérlendis. Svo fjarri hefur líferni og hugsanasvið hans verið. Fangaverðir og rannsóknarlögreglumenn, er ég ræddi við, höfðu fundið til svipaðs mismunar. Tiltölulega fljótt dró þó úr sérkennum þessum. Nærminni hans virðist gott og fjærminni á köflum sérstaklega gott, þó eins og áður hefur verið lýst, hafi borið á minnistruflunum. Einbeitingarörðugleikar koma nokkuð sterkt fram og eirðarleysi, en stemning hans var allan tímann nokkuð ör. Hann er áberandi tortrygginn, tilfinningaríkur og æsist tiltölulega auðveldlega upp, en jafnar sig fljótt og virðist ekki langrækinn. Hér er um að ræða 21 árs gamlan atvinnulausan óreglumann, sem er ákærður fyrir

 

 

Bls. 652

 

þátttöku í hugsanlegu morði Guðmundar Einarssonar og í hinu svokallaða Geirfinnsmáli. Kristján er einkabarn foreldra, sem áttu við mikil vandamál að stríða í sambúð. Hann ólst upp hjá ömmu, sem réð ekki við skapgerð hans, og gerðist hann snemma ódæll og sjálfráða án þess að bera skilning á, eða hafa dómgreind, til þess að stjórna sér og tilfinningum sínum, svo að vel færi. Líf hans beindist fljótlega inn á afbrot og ofneyslu áfengis og fíkniefna. Hann lauk ekki unglingaprófi, og lítið sem ekkert hefur verið um reglubundna vinnu að ræða. Lífsviðurværis aflar hann sér ýmist með afbrotum eða með þjónkukenndri vináttu við kunningja. Hann er ósjálfstæður og tilfinningaríkur og þarf því einnig að leita öryggis til annarra, en tortryggnin hindrar hann í að treysta öðrum fyrir tilfinningum sínum. Þarfir hans eru frumstæðar og því hætt við, að honum hyggnari einstaklingar geti gert hann háðan sér og stjórnað athöfnum hans. Svo langt virðist hann hafa komist frá almennu líferni, að það verður nær óskiljanlegt, m. a. gætir vissra erfiðleika í samskiptum hans við annað fólk. Hér er því um að ræða þjóðfélagslega frumstæðan mann með sérkennilegt gildismat og sterka andfélagslega hegðun.

 

Niðurstaða mín af rannsókninni er, að Kristján Viðar Viðarsson er haldinn drykkjusýki og ofneyslu ávana- og fíkniefna (alcohol addiction, drug dependence). Skapgerð er afbrigðileg þannig, að hann er tilfinningalega vanþroska með sterka andfélagslega hegðun (personality disorders, antisocial personality). Ekki er líklegt, að hin afbrigðilega skapgerð með takmarkaðri stjórn á útrás hvata og tilfinninga sé af vefrænum orsökum (sbr. heilalínurit og niðurstöðu af Bender-Gestalt prófi) eða af geðrænum toga spunnið (sbr. MMPI-próf og niðurstöðu geðrannsóknar). Óvíst er, hvort geðlækningar muni bera nokkurn árangur, og ekki er mælt með meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna ástands þessa. Telja má víst, að hann hafi verið undir áhrifum bæði víns og lyfja í báðum ákærutilvikum (í máli Guðmundar Einarssonar og Geirfinnsmáli) og hefur það ástand að sjálfsögðu dregið úr stjórnun hans á gjörðum sínum og haft áhrif á það, sem kann að hafa gerst. Erfitt er að segja til um horfur á ástandi Kristjáns Viðars í framtíðinni, en almenn reynsla hefur sýnt, að slíkt andfélagslegt atferli, sem hér er um að ræða, dvíni eða hverfi alveg með aldrinum, einkum upp úr þrítugsaldri.

 

Hann er hvorki fáviti né geðveikur (psykotiskur) í skilningi hegningarlaga og er þar af leiðandi sakhæfur í almennum skilningi. Hins vegar eru málsatvik í báðum ákæruatriðum óljós og

 

Bls. 653

 

því ekki unnt á þessu stigi málsins að dæma um sakhæfni hans í hvoru þessarra atvika fyrir sig".

 

Samkvæmt sakavottorði ákærða Kristjáns Viðars hefur hann sætt eftirtöldum kærum og refsingum:

1972 1/8 Reykjavík: Dómur: 10 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár, fyrir brot á 217., 244. og 259. gr. hegningarlaga.

 

1972 1/8 Reykjavík: Uppvís að broti á 244. gr. hegningarlaga. Ákæru frestað skilorðsbundið frá 13/9 1972.

1972 28/11 Reykjavík: Sátt, 3.500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga.

1973 21/12 Reykjavík: Dómur: 1 árs fangelsi fyrir brot á 244. gr. hegningarlaga. Dómur 1/8 1972 dæmdur með.

1974 21/10 Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi (hegningarauki) fyrir brot á 244. gr. og 1. mgr. 259. gr. hegningarlaga.

 

Ingvar Kristjánsson geðlæknir rannsakaði geðheilbrigði ákærða Sævars Marinós Ciesielski. Rannsóknin fór fram á tímabilinu 31. maí til 3. september 1976. Segir m. a. í skýrslu geðlæknisins, að ákærði Sævar sé fæddur í Reykjavík 6. júlí 1955 og að mestu alinn þar upp hjá foreldrum sínum, þeim Michael Francis Ciesielski, ameríkana af pólsku foreldri, og konu hans, Sigurbjörgu Guðjónsdóttur, nú til heimilis að Grýtubakka 10 hér í borg. Bjuggu þau í Ameríku til ársins 1955, en fluttust þá aftur til Íslands. Faðir hans var alldrykkfelldur, og að sögn Sigurbjargar versnaði þetta mjög seinustu 6 ár sambúðar þeirra. Undir áhrifum víns var hann mjög afbrýðisamur og hrottafenginn, átti það jafnvel til að berja konu sína og syni með leðurbelti. Ódrukkinn var hann að jafnaði hjálpsamur og nærgætinn að sögn Sigurbjargar, og báðir synir hans minnast hans með nokkurri hlýju. Þau hjón skildu árið 1967, og fluttist Michael þá til Ameríku, þar sem hann lést í bifreiðaslysi 2 árum síðar.

 

Í hjónabandi Sigurbjargar og Michaels mun fjölskyldan oft hafa búið við efnalega bág kjör sökum óreglu föðurins og strjállar vinnu. Af þessum sökum varð Sigurbjörg að vinna utan heimilisins, frá því er Sævar var 6 ára, voru þá telpurnar í gæslu á róluvelli, "en drengirnir lentu á götunni". Fjölskyldan bjó jafnan í leiguhúsnæði, misjöfnu að gæðum. Þau hjón áttu 4 börn, og var Sævar næstelstur. Sævar var ávallt smávaxinn og rólegt

 

Bls. 654

 

barn að sögn móður hans, talinn fremur lítill í sér. Um þroskamörk er sagt, að hann hafi verið fremur seinn til tals, nokkuð klaufalegur að handleika hluti og sneri þeim oft öfugt, fór til dæmis í öfug stígvél fram til 8 ára aldurs. Þá var hann ekki hreinn til baksins fyrr en 4 ára og varð ekki læs fyrr en 8 ára.

 

Í skýrslu læknisins segir síðan:

"Sævar hóf skólagöngu í Miðbæjarskóla, fluttist ári seinna í Landakotsskóla, en réð ekki við námsefnið og var látinn hætta og færður í Austurbæjarskólann á miðjum vetri. Þar var hann í fyrstu lagður í einelti af bekkjarbræðrum og hélt sig meira í félagsskap telpna. Árið eftir (í 9 ára bekk) fór að bera allmikið á fjarvistum frá skóla, og komst móðir hans þá að því, að hann var í slagtogi við jafnaldra, er héldu verndarhendi yfir honum, og stunduðu þeir saman útivistir, reykingar, slæping á leigubílum og jafnvel búðaþjófnaði. Þá munu þeir einnig hafa lyktað af þynni. Í þessum félagsskap munu hafa verið Kristján Viðar Viðarsson og Albert Skaftason, er grunaðir eru um aðild að afbrotum þeim, er gaf tilefni til þessarar rannsóknar. Árið eftir mun hann hafa haldið uppteknum hætti og móðir hans ráðið lítt við hann. Ellefu ára var honum af þessum sökum komið í skóla að Jaðri á vegum Félagsmálastofnunarinnar skv. beiðni móður hans, og veturinn næstan á eftir hafði hann vetursetu hjá móðurforeldrum sínum að Stóra-Hofi í Rangárvallasýslu. Þrettán ára sækir hann aftur Austurbæjarskólann, en það haust var hann erfiður móður sinni og var fjarvistum úr skóla. Af þessum sökum fór hann með móður sinni í viðtal hjá Þórði Möller geðlækni, er taldi hann hafa við aðlögunarvandkvæði að stríða (maladaptatio odelescence) og mögulega vera geðvilltan (psychopat). Næsta skólaár dvaldi hann í heimavistarskóla í Breiðuvík á vegum Félagsmálastofnunarinnar, lauk þaðan fullnaðarprófi og vann fjósastörf við góðan orðstír að sögn móður hans. Árið eftir hóf hann nám að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, en var vikið úr skóla um jól vegna agabrots. Eftir þetta "flæktist hann um í Reykjavík til vors" (uppl. móður), en hélt þá austur að Stóra-Hofi, þar sem hann var yfir sumartímann. Fyrsta árið eftir að skólagöngu lauk vann hann stopult, en nær ekkert eftir það. Samkvæmt upplýsingum móður hans flutti hann að heiman 1971 og kvaðst búa með kunningjum sínum á Brekkustíg. Eftir flutninginn sá hún hann lítið og helst um helgar næstu 2 árin.

 

Sævar segir sjálfur, að árið 1972 hafi orðið mikil breyting á lífi sínu, hann eignaðist nýjan kunningjahóp, og var það fólk honum

 

Bls. 655

 

eldra og fremra að menntun. Þá tók hann einnig til við að fást við kvikmyndagerð, en þó ekki þannig, að hann hefði framfæri af því. Í þessum nýja félagsskap kynntist hann frekar fíkniefnum án þess hann notaði þau sjálfur. Fór svo, að hann hóf að kaupa og flytja inn fíkniefni, hass og LSD, erlendis frá. Þetta stundaði hann í félagi með öðrum, og munu aðrir aðilar hafa útvegað fé í þessi viðskipti. Alls mun hann hafa farið 5 ferðir utan frá haustinu 1973janúar 1974, og hefur hann sjálfur greint frá því, að fjórar hafi verið farnar til fíkniefnakaupa.

 

 

. . .

Ég hef oftlega rætt við Sævar um afbrot þau, sem hann er grunaður um aðild að, og hefur hann staðfastlega neitað að eiga þar nokkurn hlut að máli. Hann segist geta sannað fjarveru sína kvöld það, er Guðmundur Einarsson hvarf, og hefur í því sambandi borið við tvennu: Annars vegar að hann hafi eytt kvöldinu með vinkonu sinni, Helgu Gísladóttur, og hins vegar, að hann hafi farið þetta kvöld austur í Hveragerði að sækja hass, er hann átti þar í geymslu.

Varðandi kvöld það, er Geirfinnur Einarsson hvarf, segir hann, að hann hafi þá verið á heimili Vilhjálms Knudsen. Sævari hefur verið tíðrætt um framkomu lögreglunnar við sig og segir hana hafa beitt sig þvingunum til þess að skrifa undir játningar.

 

Um almennt heilsufar Sævars er það að segja, að árin 1971 og 1972 bar nokkuð á kvíða og hjartsláttarköstum hjá honum, hann var skoðaður af læknum (Björn Önundarson, Sverrir Bergmann, Guðmundur Oddsson), og voru einkenni hans ekki talin líkamlegs eðlis, heldur andlegs, og var geðlæknismeðferð ráðlögð. Slíkri meðferð var hann hins vegar afhuga.

Sálfræðileg athugun var gerð á Sævari af Gylfa Ásmundssyni, sálfræðingi, þ. 24. 5. 9. 7. '76. Gylfi lýsir atferli hans og viðbrögðum við prófunum þannig: "Geðtengsl voru góð á yfirborðinu, en ómögulegt að ná nokkrum dýpri geðtengslum við hann. Hann reynir stöðugt að manipulera undirritaðan, er tungulipur í betra lagi, reynir að komast hjá því að taka sálfræðilegu prófin, beitir ýmist fyrir sig lempanlegum tón eða hótunum um lögfræðilegar aðgerðir. Samvinna við hann er því brösótt og rannsókn seinleg. Hegðun hans og viðbrögð öll eru dæmigerð fyrir psychopatiskan persónuleika með ákaflega flatt tilfinningalíf".

 

Lögð voru fyrir eftirfarandi próf: Wechsler, alm. greindarpróf, Bender Gestalt, skynhreyfipróf; Rorschack MMPI- og 16PF persónuleikapróf. MMPI-prófið var lagt fyrir tvisvar, þar eð

 

Bls. 656

 

óvíst var, hvort hann stóð einn að fyrri úrlausninni. Niðurstöður prófanna sýndu, að "ekkert kom þar fram, er benti til meiriháttar geðveiki (psychosis) eða vefrænna truflana á greind eða persónuleika. Starfhæf greind er fremur lök (grvt. 84), þótt líkur séu til þess, að hann sé greindari að eðlisfari. Einkum er dómgreind hans lítil og íhygli. Við rannsókn á persónuleika koma fram djúpstæðar truflanir, sem lýsa sér í grunnu tilfinningalífi, tillitsleysi við aðra og andfélagslegu atferli. Merki eru um óvissa samsömun, vanmetakennd og óöryggi um karlmennsku sína, sem kann að liggja til grundvallar hegðunarvandkvæðum hans."

 

Læknisskoðun 30. 7. '76 leiddi ekkert óeðlilegt í ljós, og almenn blóðrannsókn ásamt sérprófum fyrir lifrar- og nýrnastarfsemi var innan eðlilegra marka. Þá var heilalínurit eðlilegt og Luespróf negativt.

Geðskoðun: Sævar er lágvaxinn, grannur maður með fölan litarhátt. Tengsl við hann voru góð á yfirborðinu, honum líkaði augsýnilega vel að fá tækifæri til þess að tala, og hann kom oftast fyrir sem drjúgur og kumpánlegur. Samvinna við hann var fremur örðug, þar eð honum var gjarnt að vaða úr einu í annað á yfirborðslegan hátt og oft í litlu samhengi. Alla jafna virtist hann var um sig, jafnvel tortrygginn, og kom það einkum fram, er hann ræddi sálfræðiprófin, er honum sýndist standa stuggur af. Nokkrum sinnum beygði hann af í viðtali, einkum er rætt var um föður hans og samband hans við Erlu, en hann reif sig jafnskjótt upp og sló brosandi yfir í aðra sálma. Aldrei varð vart neinna truflana á hugsun eða skynjun. Hann virtist í meðallagi greindur, áttun hans, einbeiting og minni virtist allt með eðlilegum hætti.

 

Niðurstaða: Hér er um að ræða 21 árs gamlan mann, sem grunaður er um aðild að hvarfi og e. t. v. morða Guðmundar Einarssonar, en jafnframt aðild að svonefndu Geirfinnsmáli.

Hann er annar fjögurra alsystkina, alinn upp í fjölskyldu með drykkfelldum föður, er átti til að beita fjölskyldumeðlimi líkamlegu ofbeldi. Milli foreldra hans var oft ósamkomulag, jafnvel barsmíðar, efnahagur fjölskyldunnar var ótryggur, og varð móðirin af þeim sökum að vinna úti, frá því Sævar var 6 ára gamall. Það er vel kunnugt, að fjölskyldulíf sem þetta stuðlar ekki að þróun eðlilegs persónuleika. Á það má einnig benda, að tvö systkina hans eru talin hafa afbrigðilegan persónuleika. Ef marka má heimildir, virðist sem þroskamörk hans hafi verið örlítið í seinna lagi, og hefur það einnig fylgni með afbrigðilegum per-

 

 

Bls. 657

 

sónuþroska. Snemma ber á andfélagslegri hegðun hjá honum, svo sem fjarvistum úr skóla og útivist. Leiddi þetta til vistunar í sérskólum. Ekki báru þessar ráðstafanir árangur, þar sem honum tókst ekki að hasla sér völl á almennum vinnumarkaði, en leiddist í þess stað inn á braut afbrota.

Niðurstaða mín af þessari rannsókn er sú, að Sævar sé ekki fáviti né heldur geðveikur (psychotiskur), en að hann sé haldinn geðvillu (personality disorder, antisocial type). Ekkert hefur komið fram, er bent gæti til þess, að geðvillan stafi af vefrænum orsökum. Sævar er því í almennum skilningi sakhæfur. Um sannleiksgildi frásagnar hans er ekkert hægt að fullyrða, en vísað er til þess, að framburður hans varðandi grunuð afbrot er breytilegur.

 

Framtíðarhorfur Sævars m. t. t. geðvillu hans eru óvissar. Árangur geðlæknismeðferðar, þegar reynd hefur verið við slíku ástandi, hefur verið óviss, og er ekki mælt með henni hér. Reynsla sýnir þó, að andfélagslegt atferli verður ekki eins áberandi hjá slíkum mönnum, eða hverfur jafnvel með aldri. Slíkt mun þó fátítt fyrir þrítugsaldur".

Ákærði Sævar Marinó hefur samkvæmt sakavottorði sætt kærum og refsingum sem hér segir:

1972 29/12 Reykjavík: Sátt, 2.000 kr. sekt fyrir brot gegn 155. gr. hegningarlaga.

 

1973 21/12 Reykjavík: Dómur: 4 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 3 ár, fyrir brot gegn 244. gr. og 254. gr. hegningarlaga.

Ásgeir Karlsson geðlæknir rannsakaði geðheilbrigði ákærða Tryggva Rúnars Leifssonar. Segir m. a. í skýrslu hans um rannsóknina, að Tryggvi Rúnar Leifsson sé fæddur í Reykjavík 2. Október 1951, sonur Leifs Guðmundssonar, verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, og konu hans, Stellu Tryggvadóttur. Hann er elstur þriggja bræðra og á einnig 4 hálfsystkini samfeðra. Hann var að mestu leyti alinn upp hjá móðurömmu sinni. Ákærði segir, að heimili ömmu sinnar hafi verið rekið í allströngum kristilegum anda og amma sín hafi að mestu verið ráðandi á heimilinu og þar af leiðandi haft mestu ábyrgðina á uppeldi hans. Hann hafði ætíð talsvert mikið samneyti við foreldra sína og dvaldist á heimili þeirra smátíma öðru hverju, en heimili foreldra hans virðist ekki hafa verið ákjósanlegur uppeldisstaður, þar eð þau voru bæði mjög drykkfelld og samkomulag milli þeirra svo slæmt, að til

 

 

Bls. 658

 

líkamsmeiðinga kom, þannig að eitt sinn kjálkabraut Leifur konu sína. Snemma þurfti Tryggvi að standa á milli foreldra sinna og reyna að sætta þau.

Tryggvi segist hafa tekið út venjulegan þroska á fyrstu árum ævi sinnar. Hann hafi fallið á fullnaðarprófi í Laugalækjarskóla, en lokið skyldunámi við Miðbæjarskólann með lélegum árangri. Hann settist síðan í Lindargötuskólann, í þriðja bekk, en hann hætti námi fljótlega.

Þá segir svo í skýrslu læknisins:

"Tryggvi telur sig hafa verið eðlilega félagslyndan, er hann var í barnaskóla, átti marga leikfélaga, hafði áhuga á íþróttum og var mikið í fótbolta. Missti áhugann á íþróttum, eftir að hann tók upp óreglusamt líferni. Hann segist aldrei hafa stundað hnupl eða brotið neitt af sér fram að fermingaraldri. Tryggvi var 7 sumur í sveit í Borgarfirði og kunni vel við sveitadvölina. Að skólagöngu lokinni hóf Tryggvi Rúnar vinnu hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, 16 ára gamall, og var þar í 1 ár. Hætti þar vegna handleggsbrots. Vann síðan hjá Gróðrarstöðinni Alaska um tíma, en komst þá í slæman félagsskap, og upp frá því hófst afbrotasaga Tryggva.

 

 

. . .

Tryggvi Rúnar segist fyrst hafa bragðað vín, þegar hann var 14 ára gamall, var það í útilegu í Þórsmörk. Segist hann hafa drukkið sig þá ofurölvi. Þegar hann byrjaði að vinna í Mjólkurstöðinni, var drykkja hans aðeins um helgar, en eftir að hann fór að vinna hjá Alaska, keyrði um þverbak, og hann komst í slæman félagsskap, þar sem drykkja og lyfjaneysla voru höfð í hávegum og einskis svifist til að útvega peninga fyrir víni og öðru. Innbrot og ofbeldi þóttu sjálfsagðir hlutir. Hann segist í mörg ár hafa haft í huga að rífa sig upp úr þessu slæma lífsmunstri, en hefur alltaf skort framtak og staðfestu, þegar á hólminn var komið. Tryggvi heldur því fram, að hann hafi hugsanlega leiðst út í ofneyslu áfengis og lyfja sem einhvers konar uppreisn gegn frekar ströngu aðhaldi Guðrúnar ömmu sinnar. Tryggvi byrjaði að neyta lyfja nær því samfara því sem hann fór að neyta áfengis í óhófi, einkum var um að ræða örvandi og róandi lyf, Amphetamin, Valium og Mebumal.

 

Svo sem fyrr segir, virðist Tryggvi hafa dregið nokkuð úr notkun vímugjafa síðustu mánuðina á árinu 1973, en byrjaði að nota vín aftur, a. m. k. var hann fullur um áramótin '73'74 og sló þá Huldu sambýliskonu sína. Hann komst síðan yfir 1000 stk. af

 

Bls. 659

 

töflum, Tabl. Mebumal natrii, sem voru stolnar, og geymdi hann þær fyrir mann að nafni Óskar Guðmundsson. Byrjaði hann að nota þær í smáum mæli fyrst, en daglega samfara mikilli kaffidrykkju mest allt árið 1974 og var því stöðugt undir lyfjaáhrifum, en þó ekki í það miklum mæli, að áberandi væri, að eigin sögn. Lengsti drykkjutúr Tryggva segir hann vera 4 vikur, en oftsinnis hefur hann verið stöðugt undir áhrifum áfengis og þá jafnframt lyfja í 23 vikur í senn.

 

Tryggvi Rúnar hefur þrisvar sinnum verið lagður inn á sjúkrahús. Orsakir hafa í öll skiptin verið bein afleiðing af áfengis- og lyfjaneyslu.

 

. . .

Líkamleg skoðun var gerð á Tryggva Rúnari h. 8. 7. '76. Hann er tæplega meðalmaður á hæð, en þreklega og kraftalega vaxinn, ekkert sjúklegt kom fram við kerfisbundna skoðun líffærakerfa svo og ekki við neurologiska skoðun.

Heilalínurit var ennfremur tekið h. 8. 7., og reyndist það einnig vera innan eðlilegra marka.

Gylfi Ásmundsson sálfræðingur lagði sálfræðipróf fyrir Tryggva Rúnar. Þau voru:

 

Wechsler, greindarpróf fyrir fullorðna.

Bender-Gestalt, skynhreyfipróf.

MMPI, persónuleikapróf.

Rorschack, persónuleikapróf.

Á Wechsler greindarprófi reyndist greindarvísitala Tryggva Rúnars vera 83, sem er talsvert undir meðallagi, en hann er talinn vera fjarri því að vera vangefinn. Mismunur einstakra þátta á prófinu var lítill, og benti það til, að eðlisgreind Tryggva sé ekki miklu hærri en niðurstöður prófsins segja til um. Þekkingarforði Tryggva reyndist vera mjög lítill og var talinn bera vott um litla greindarfarslega ræktun og lélega skólaundirstöðu. Rorschack prófin bentu til þess, að Tryggvi væri ekki næmur á mannlegar tilfinningar og jafnframt að dómgreind væri léleg, tilfinningalíf grunnt og líkur á hvatvíslegu atferli.

 

Niðurstöður prófsins í heild voru þær, að Tryggvi væri fremur laklega gefinn með talsverða persónuleikagalla. Dómgreind er léleg og hæfileikinn til geðtengsla lítill og tilfinningar grunnar jafnframt því að vera haldinn nokkrum kvíða og vanmetakennd.

Geðskoðun:

Tryggvi er dálítið kvikur í hreyfingum og órólegur, er greini-

 

Bls. 660

 

lega haldinn talsvert mikilli spennu, sem reyndar er ekki óeðlilegt miðað við núverandi aðstæður. Hann gerir sér mjög mikið far um að vera kurteis og samvinnulipur, á meðan á viðtali stendur, á allt að því yfirdrifinn hátt. Hann reynir að vanda sig mjög í frásögn og svara sem nákvæmast. Þrátt fyrir það er erfitt að fá hjá honum nákvæmlegt yfirlit um lífsferil hans sökum þess, hversu óöruggur hann er og minni ónákvæmt, þarf oft að hugsa sig mikið um og leiðrétta svör sín. Framsögn hans er því oft dálítið hikandi, og málvillur eru áberandi í tali hans. Geðslag hans einkennist fyrst og fremst af kvíða, spennu og óöryggi, sem speglast í andlitssvip hans og hreyfingum. Engir sérstakir kækir eru áberandi. Geðbrigði eru mjög lítil og virðast rista grunnt. Sjaldan er hægt að greina hjá honum nokkur merki iðrunar, samviskubits eða þunglyndis. Engar hugsanatruflanir koma fram, sem má rekja til annars en spennu og óöryggis og lélegs minnis og því engin einkenni um geðveiki (psychosis). Ekki kemur neitt fram, sem bendir til þess, að Tryggvi sé haldinn ranghugmyndum eða ofskynjunum. Dómgreind virðist vera talsvert mikið áfátt og skilningur og almennur fróðleikur lítill. Tryggvi verður því að teljast illa upplýstur. Engar truflanir koma fram á meðvitund. Hann er vel áttaður á stað og stund og eigin persónu.

 

Tryggvi telur sig ekki vera taugaveiklaðan og neitar því, að hann sé kvíðinn og óöruggur. Hins vegar telur hann sig oft vera eirðarlausan og viti ekki alveg, hvað hann vilji, sé hann leitandi að því, hvað hann eigi að gera við líf sitt. Segist vera óánægður með það, eins og það hefur verið, sífelld afbrot og úttekt á dómum.

 

Niðurstaða:

Ég tel, að Tryggvi Rúnar sé hvorki vangefinn né haldinn geðveiki (psychosis), heldur er hann illa greindur og haldinn miklum persónuleikagöllum, sem koma fram sem geðvilla (psychopathia). Jafnframt hefur hann verið haldinn drykkjusýki (alcoholismus) frá 16 ára aldri og háður fíknilyfjum (drug dependence) frá 17 ára aldri.

 

Hann leitaði sér lækninga við drykkjusýki sinni og lyfjanotkun árið 1971 á Kleppsspítalanum, en meðferðin þar var árangurslaus. Batahorfur mega því teljast lélegar, þótt meðferð yrði reynd að nýju. Ekki er til neitt meðferðarform, er læknað getur geðvillu. Geðvilla hans kemur fyrst og fremst fram í grunnu tilfinningalífi, litlum hæfileika til geðtengsla og lélegri dóm-

 

Bls. 661

 

greind. Sjálfstjórn er lítil og minnkar að mun við neyslu áfengis eða fíkniefna, svo hvatir hans brjótast þá mun auðveldar út, svo sem í formi árásargirni eða ofbeldis og annarra andfélagslegra aðgerða. Miðað við þær upplýsingar, sem Tryggvi Rúnar gefur um þátt sinn í hvarfi Guðmundar Einarssonar, verður hann að teljast sakhæfur"

 

Ákærði hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir:

1966 Reykjavík: Uppvís að brotum á 1. mgr. 259. gr. hegningarlaga. Ákæru frestað skilorðsbundið í 2 ár frá 9/1 1967.

1968 16/8 Reykjavík: Sátt, 800 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga.

1969 29/10 Reykjavík: Dómur: 9 mánaða fangelsi fyrir brot á 155., 217., 218. og 244. gr. hegningarlaga, áfengis- og umferðarlögum. Sviptur rétti til ökuleyfis í 1 ár.

1970 30/1 Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi fyrir brot á 155., 244. og 259. gr. hegningarlaga og umferðarlagabrot. Sviptur rétti til ökuleyfis ævilangt.

 

1970 10/4 Reykjavík: Dómur: 8 mánaða fangelsi fyrir brot á 155. og 246. gr. hegningarlaga.

1970 16/6 Reykjavík: Dómur: 1 mánaðar fangelsi (hegningarauki) fyrir brot á 155. og 244. gr., sbr. 20. gr. hegningarlaga.

1971 19/3 Reykjavík: Dómur: 4 mánaða fangelsi fyrir brot á 219. og 259. gr. hegningarlaga og umferðarlagabrot.

1971 15/7 Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi fyrir brot á 155. og 244. gr. hegningarlaga.

1972 9/3 Reykjavík: Dómur: Refsing felld niður, en sviptur rétti til ökuleyfis ævilangt frá 9/3 1972 (hegningarauki) fyrir brot á 259. gr. og 217. gr. hegningarlaga og 25. gr. umferðarlaga.

 

1973 20/9 Reykjavík: Dómur: 6 mánaða fangelsi fyrir brot á 244. gr. hegningarlaga.

1573 10/9 Reykjavík: Sátt, 3.500 kr. sekt fyrir brot á 21. gr. áfengislaga.

1974 29/3 Reykjavík: Dómur: Sakfelldur fyrir brot á 3. mgr. 80. gr. umferðarlaga. Ekki gerð sérstök refsing.

1974 9/9 Reykjavík: Dómur: 3 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 244. gr. hegningarlaga.

 

Bls. 662

 

1975 21/3 Reykjavík: Dómur Hæstaréttar: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður.

1975 5/12 Reykjavík: Dómur: Sýknaður af ákæru um meint brot gegn 244. gr. hegningarlaga.

 

Ákærða, Erla Bolladóttir, er fædd í Reykjavík 19. júlí 1955 og er þriðja í röðinni af 5 alsystkinum. Jafnframt á hún 2 eldri hálfbræður. Foreldrar hennar, Bolli Gunnarsson og Erla Ólafsdóttir, slitu samvistir á öndverðu ári 1971.

Móðir ákærðu, Erla Ólafsdóttir, Stóragerði 29, Reykjavík, skýrði rannsóknarlögreglu frá uppvexti og skapgerð dóttur sinnar hinn 3. apríl 1976. Hún kvað hana hafa verið hjá sér til 16 ára aldurs. Hún hafi verið 4 ára gömul, þegar þau hjón fluttust til Ameríku. Byrjaði hún þar 5 ára í skóla eða tímakennslu. Þau fluttust aftur hingað til lands árið 1962, og fór þá Erla í Ísaksskólann, aðallega út af málinu. Síðan fór hún í Hlíðaskólann, síðar í Vogaskóla og enn síðar í Austurbæjarskólann vegna flutninga. Þar lauk hún við gagnfræðaskóla. Hún fór síðan í landsprófsdeild Austurbæjarskóla og tók landspróf þar. Allt til þessa gat móðir hennar ekki fundið neitt athugavert við hana, nema hvað hún var þrjóskari en hinar þrjár systur hennar og vildi fara sínu fram. Henni gekk mjög vel að læra og hafði gaman af því. Þegar Erla var orðin um það bil 17 ára, fannst móður hennar hún vera stundum undarleg í útliti og fór að gruna, að hún tæki einhver lyf. Móðir Erlu taldi ekki, að Erla væri ósannsögulli en gengur og gerist, en hún sé svolítið "fantasíukennd".

 

Ásgeir Karlsson geðlæknir rannsakaði geðheilbrigði ákærðu, Erlu Bolladóttur. Segir svo m. a. í skýrslu um rannsóknina:

"Geðskoðun:

Erla er lág og grannvaxin, fíngerð stúlka, með meðalstórt hjartalaga andlit og stór brún augu, gerir sér far um að vera einlæg í viðmóti og virkar því oft sakleysislega barnaleg í framkomu. Gæti hæglega talist vera 23 árum yngri heldur en hún er. Hún er yfirleitt klædd á hversdagslegan, dálítið hirðuleysisleg, en þó í hreinum fötum og með hreint hár, en yfirleitt er það ótilhaft. Erla gerir sér far um að vera samvinnuþýð, og nær maður að mynda við hana góðan kontakt, sem oft er þó talsvert yfirborðskenndur. Geðbrigði hennar eru yfirleitt ekki mikil, en eru þó fyrir hendi, og spegla þau tilfinningaviðbrögð hennar og geðhrif, sem virðast oft á tíðum ekki rista mjög djúpt, þar er oftast Erla draumkennd á svip og virðist allt að því nær óeðlilega afslöppuð. Hún talar kæruleysislega um fyrrverandi og núverandi

 

 

Bls. 663

 

erfiðleika, án sýnilegra tilfinninga, nema einstaka sinnum koma tilfinningar hennar skírar í ljós, svo sem örvænting, reiði og vonleysi. Geðhrif hennar hafa því oftast á sér talsvert hysteriskan blæ, sem Erla virðist nota sem vörn gegn dýpri tilfinningum og breiða yfir þær með yfirborðskæruleysi og rósemi. Erla talaði yfirleitt hægt og rólega, liggur ekki hátt rómur. Talar alltaf í fullu samhengi og er mjög skýr í frásögn, enda orðaforði góður. Ekki koma fram neinar hugsanatruflanir, ranghugmyndir, eða einkenni um ofskynjanir, sem benda til meiri háttar geðveiki, svo sem ofheyrnir. Skilningur hennar virðist vera allgóður, en dómgreind virðist vera nokkuð áfátt, sérstaklega hvað viðvíkur félagslegum þáttum. Minni hennar virðist vera mjög gott í mörgum atriðum, getur hún sagt frá ýmsum atburðum, bæði frá bernsku og seinni árum, í smáatriðum, er mjög örugg með margar tímasetningar. Hins vegar virðast vera miklar gloppur í minni hennar á ýmsa atburði, sem hafa greinilega verið henni erfiðir og valdið henni tilfinningalegri spennu.

 

Erla telur, að mestallan tímann, sem hún hafði saman við Sævar að sælda, og einnig þann tíma, sem hún var að reyna að slíta sambandi við hann, hafi hún verið mjög dauf og hálfsljó. Hún segist hafa verið haldin nær stöðugri óttakennd og einmanakennd, gat illa gert sér grein fyrir og getur ekki enn ger sér grein fyrir, af hverju sú óttakennd stafar, nema vegna dularfullrar hegðunar Sævars, tvíræðum tilsvörum og hálfgerðum ógnunum um, að eitthvað illt kynni að henda hana. Erla lýsir ýmsum fælnis-(phobiskum)einkennum, sem hún segist lengi hafa fundið fyrir, svo sem að hún er hrædd við að fara ein út á bersvæði, finnur þá fyrir ótta og einmanakennd, finnst henni svo sem hún sé einhvers konar skotmark, einhver gæti gert sér illt, þótt hún sjái engan, eða eitthvað, sem kynni að vinna henni mein. Jafnframt er erfitt fyrir hana að vera í fjölmenni, fær þá innilokunarkennd, einnig finnst henni slæmt að sitja á stól, sem snýr baki að útgöngudyrum. Erla segist stundum hafa haft ofsjónir og jafnvel núna síðustu vikurnar, eftir að hún hefur setið í varðhaldinu, finnst henni hún þá oft sjá fólk, sem hún ber ekki kennsl á, sem er í hrókasamræðum. Segist hún gera sér grein fyrir því, að hún er með opin augun, en ef hún ætlar að yrða á fólkið, hverfur sýnin. Hún telur sig fyrst hafa orðið vara við eitthvað slíkt, þegar hún var 10 ára gömul og var að fara í sveit norður á Strandir. Fannst henni hún þá vera að borða sælgæti,

 

 

Bls. 664

 

en svo var það allt í einu horfið. Jafnframt segist hún hafa séð mann, sem var henni mjög vinveittur, sumarið 1974, þegar samkomulag hennar og Sævars var sem verst, gerði hún sér grein fyrir því, að þetta var missýn. Erla telur sig aldrei hafa fengið yfirliðaköst, svo hún muni, eða önnur köst, þar sem hún missir meðvitund án þess þó að falla niður um lengri eða skemmri tíma.

Erla var ætíð með fulla meðvitund, er rætt var við hana, var vel áttuð á stað og stund og eigin persónu.

 

Niðurstaða:

Ég tel, að Erla Bolladóttir sé hvorki vangefin né geðveik og hún hafi heldur ekki neinar vefrænar skemmdir í miðtaugakerfi. Hún er í meðallagi greind og haldin persónuleikagöllum (personalitas Hysterica) Fleiri þætti má greina í persónuleika hennar, svo sem nokkuð sterka geðvillu (psychopathia) ásamt mikilli óvirkni (passivity) og þörf fyrir að stjórnast af öðrum og veldur þetta nær masochistisku atferli. Tilfinningatengsl við annað fólk rista yfirleitt grunnt í samræmi við það, í hversu lítilli snertingu hún er við eigin tilfinningar. Persónuleiki hennar er veikbyggður og varnir því veikar, og er því líklegt, að undir tilfinningalegu álagi geti geðstjórn brotnað niður og viðbrögð orðið óeðlileg og leitt til truflunar á meðvitund (dissociative state). Erla hefur jafnframt verið haldin fælni (phobia) og sefasýki (neurotic hysterica).

 

Ég tel vera nokkrar líkur á, að Erla geti notfært sér og fengið bót á taugaveiklun sinni með sállækningu (psychotherapy), en hins vegar minni líkur á bata, hvað persónuleikagöllum viðkemur, með fyrrgreindri meðferð, sem þyrfti þá jafnframt að vera langvarandi".

Samkvæmt vottorði frá sakaskrá hefur ákærða hvorki sætt kæru né refsingu.

 

Ingvar Kristjánsson geðlæknir rannsakaði geðheilbrigði ákæra Guðjóns Skarphéðinssonar. Fór rannsóknin fram á tímabilinu frá 28. desember 1976 til 23. mars 1977. Í skýrslu læknisins um geðrannsóknina segir m. a., að ákærði sé fæddur að Marðarnúpi í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1943 á býli móðurforeldra sinna og hafi hann alist upp hjá þeim til 18 ára aldurs. Voru foreldrar hans hjónin Skarphéðinn Pétursson, síðar prestur að Bjarnarhöfn í Hornafirði, sem nú er látinn, og Sigurlaug Guðjónsdóttir. Systkini ákærða eru 7, og er hann elstur þeirra.

 

Ákærði kom fyrst í skóla í Vatnsdal 9 ára gamall til þess að

 

Bls. 665

 

taka próf. Hann var þá fluglæs, en á eftir í reikningi. Á aldrinum 10-13 ára sótti hann farskóla þar í sveit, en fannst námið yfirleitt leiðinleg eyðsla á tíma. Þrátt fyrir þetta stóð hann sig vel á fullnaðarprófi. Fjórtán ára var hann sendur í heimavist á Hlíðardalsskóla. Þaðan lauk hann landsprófi 16 ára. Ákærði hóf næsta vetur nám í Menntaskólanum á Akureyri. Hvarf hann frá námi um skeið, en hóf það aftur og lauk stúdentsprófi vorið 1966, þá 23 ára að aldri. Á meðan ákærði var í skólanum, eignaðist hann óskilgetið barn, og var hann af þeim sökum rekinn á brott af heimili sínu að Marðarnúpi. Ákærði innritaðist í guðfræðideild Háskóla Íslands um haustið, en hætti fljótt námi þar. Hann hóf síðan nám í íslenskum fræðum, en hvarf frá því einnig undir vorið.

 

Hinn 1. desember 1966 heitbast ákærði Guðrúnu Ægisdóttur, sem hann hafði kynnst á menntaskólaárunum. Tóku þau upp sambúð vorið 1967 og gengu í hjónaband síðar það ár. Eignuðust þau tvö börn saman. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík og stunduðu bæði nám að hluta. Síðar réðust þau til kennslustarfa að Reykjum við Ísafjarðardjúp og kenndu þar á hverjum vetri frá haustinu 1968 fram til vors 1972. Það ár fluttust þau til Reykjavíkur, og hóf ákærði þá nám í félagsfræði við Háskóla Íslands. Lauk hann námi í almennri félagsfræði haustið 1973, en hætti við frekara nám skömmu síðar. Ákærði vann á ýmsum stöðum með náminu, en vinna hans var stopul. Árið 1975 skildu ákærði og kona hans að borði og sæng.

 

Síðan segir í skýrslu læknisins:

"Hinn 14. 11. '74 kveður Guðjón Sævar Ciesielski hafa komið í heimsókn ásamt Erlu Bolladóttur að heimili hans að Ásvallagötu 46, og sýndu þau honum Land Rover bíl, er þau höfðu keypt. Dagana á eftir kom Sævar til Guðjóns í skrifstofu Menningarsjóðs og sýndi honum bréf þess efnis, að hann væri að fara utan með kvikmyndir fyrir Vilhjálm Knudsen. Kvaðst hann vera fjárþurfi vegna þessa ferðalags. Bað hann Guðjón að skreppa með sér til Keflavíkur að hitta þar mann. Gerði Guðjón hvorki að játa né neita. Kvöldið eftir (19. 11. '74), er Guðjón var í heimsókn að Lambhóli við Starhaga hjá kunningja sínum, komu þau Sævar og Erla Bolladóttir þangað að sækja hann, og ók hann þeim þá í hina örlagaríku ferð til Keflavíkur. Ekki telur Guðjón, að hann hafi verið "fyllilega eins og hann átti að sér þennan dag", án þess þó að geta skýrt það nánar. Þá staðhæfir hann, að hann hafi ekki neytt lyfja, hass eða áfengis fyrir ferðina, en

 

 

Bls. 666

 

hins vegar unnið nokkuð mikið við húsið á Ásvallagötu undanfarna daga. Hann gaf mér lauslega lýsingu á ferðinni til Keflavíkur og í stærstu dráttum til samræmis við það, er ég hefi lesið í afriti af lögregluskýrslu. Hann taldi ferðalagið til Keflavíkur ekki minnisstætt, "það skotgekk fyrir sig". Maður, er hann veitti enga sérstaka athygli, sat í aftursæti og lét vart á sér kræla. Gat Guðjón sér til, að hann hefði verið í óvissu meðvitundarástandi, tók hann því ekki alvarlega ummæli Sævars um að beita mann í Keflavík hörðu. "Ég tók ekkert mark á honum, hann getur ekkert og þá ekki stelpubelgurinn". Hann kveðst muna, að maður hafi komið inn í bílinn í Keflavík, og ætlar, að það hafi verið Geirfinnur Einarsson. Nú kveðst hann "gruna, að maðurinn (Geirfinnur) hafi hótað lögreglu", en telur sig annars ekki muna, hvernig atburðarás var eftir þetta, fyrr en "litli mergurinn" (Sævar) segir við hann á heimleið fyrir ofan Hafnarfjörð: "Nú ert þú orðinn samsekur um morð eða morðingi". "Ég man ekki, hvort var". Síðan segist hann ekki muna meira um akstur, en telur, að e. t. v. hafi verið ekið að Grettisgötu 82. Bætti svo við: "Sævar var alltaf gallharður á því, að þetta kæmist ekki upp". Eftir atburði þessa segir Guðjón, að sér hafi fundist hann sjálfur "ekki vera í lagi".

 

 

. . .

Sálfræðileg athugun var gerð á Guðjóni af Gylfa Ásmundssyni, sálfræðingi, þ. 8.21. 02. 1977. Gylfi getur þess, að hann hafi verið samvinnuþýður í rannsókninni að undanskilinni dálítilli tortryggni í byrjun.

Eftirfarandi sálfræðileg próf voru lögð fyrir Guðjón:

Wecsler, almennt greindarpróf; Bender-Gestalt skynhreyfipróf; Rorschach persónuleikapróf; MMPI og 16PF persónuleikapróf.

Greindarprófið sýnir, að Guðjón er að eðlisfari prýðisvel greindur, en nýtist greindin ekki til fulls af ýmsum orsökum. Þó mælist starfhæf greind hans vel yfir meðallag.

 

Persónuleikaprófin benda til þess, að hann sé innhverfur, gefinn fyrir óraunhæft hugarflug og metnað. Tilfinninganæmur og stoltur, en ósjálfstæður að skapferli og fljótfær. Áberandi er sjálfsfirring eða óljós fremur neikvæð sjálfsmynd, sem einkennist af rótleysi og skorti á viljaþreki og staðfestu. Skapgerð hans virðist einkum vera af kleifhugagerð, og í ástandi við prófun má merkja ótta um, að hann sjálfur og veruleikinn í kringum hann sé að liðast í sundur eða hrynja til grunna. Ekki eru merki um meiri háttar geðveiki eða geðtruflun af vefrænum orsökum

 

 

Bls. 667

 

að finna í prófunum. Samkvæmt niðurstöðum þeirra telst hann hins vegar hafa skapgerðargalla, sem geta haft miður góð áhrif á dómgreind hans, tilfinningastjórn og atferli.

Almenn læknisskoðun 04. 02. 1977 leiddi ekkert óeðlilegt í ljós nema ljót ör og vöðvadefekt á kviðvegg á botnlangastað. Almenn blóðrannsókn ásamt sérprófunum fyrir lifrar- og nýrnastarfsemi var innan eðlilegra marka. Þá var heilalínurit eðlilegt og Lues próf negatift.

Geðskoðun:

Guðjón er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, dökkhærður og snyrtilegur. Í fyrstu örlaði nokkuð á tortryggni og þótta, en samvinna við hann var annars góð. Hann átti létt með tjá sig og ræddi vandamál sín án allrar tilfinningasemi og af hispursleysi. Stundum virtist hann bregða fyrir sig kaldhæðni, er beindist jafnt að honum sjálfum sem öðrum, er hann fjallaði um viðkvæm atriði. Hann virtist búa yfir almennum fróðleik í ríkum mæli og vera greindur vel. Aldrei varð vart neinnar brenglunar í háttum, hugsun, skynjun eða einbeitingu, og minni hans virtist gott í viðtölum, nema hvað hann kvaðst óviss um atburðarás við Dráttarbrautina í Keflavík að kvöldi 19. 11. 74.

 

Niðurstaða:

Hér er um að ræða 33 ára gamlan mann, sem kærður er fyrir aðild að morði Geirfinns Einarssonar h. 19. 11. 74.

Hann er elstur 7 barna, en alinn upp fjarri systkinum sínum og foreldrum í sveit hjá móðurafa sínum, harðfylgnum og stórlyndum manni. Foreldrum kynntist hann tæpast fyrr en 18 ára gamall.

Svo virðist sem Guðjón hafi þegar á unglingsárum farið að sýna einkenni um persónuleikagalla, er komu helst fram í viljalífi hans. Ber þar helst vitni stefnuleysi varðandi nám framan af menntaskólaárum og síðar í Háskóla Íslands. Tíð atvinnuskipti segja svipaða sögu. Hann virðist hafa átt erfitt með að velja sér félagsskap á kritiskan hátt, gera raunhæf fjármálaplön eða halda áformum sínum til streitu. Þá benda endurtekin tryggðarrof í hjónabandi fremur til slakrar hvatastjórnar.

 

 

. . .

Loks ber að geta þess, að lífshlaup hans hefur mótast af einkennum manio-depressifs sjúkdóms, er sennilega gætti fyrst upp úr stúdentsprófi, en bar hæst vorin 1974, 1975 og 1976.

Álit mitt að lokinni þessari rannsókn er, að Guðjón sé vel

 

Bls. 668

 

greindur, en haldinn geðvillu (personality disorder) og maniodepressifum geðsjúkdómi, er kemur fram í tímabundnum köstum ofvirkni, hugarflugs, reiði og svefntruflana, er kunna að skiptast á við depurðarköst. Ekkert hefur komið fram, er bendir til þess, að hér liggi að baki vefrænn sjúkdómur. Guðjón er að mínu áliti sakhæfur í almennum skilningi, og ekkert bendir óyggjandi til óstöðugs geðslags eða rænuskerðingar, um það leyti er glæpurinn á að hafa átt sér stað. Líklegt er, að Guðjón muni í framtíðinni fá geðsveiflur svipaðar þeim fyrri og þarfnast þá geðlæknismeðferðar, en ég tel ekki, að dómstóll þurfi að taka sérstakt tillit til þessa í niðurstöðu sinni".

 

Ákærði Guðjón Skarphéðinsson hefur hvorki sætt kæru né refsingu samkvæmt vottorði frá sakaskrá ríkisins.

Ákærði Albert Klahn Skaftason er fæddur 16. febrúar 1955. Hann hefur hvorki sætt kæru né refsingu.

Ákærði Ásgeir Ebenezer Þórðarson, er fæddur 15. ágúst 1950. Hann hefur sætt kærum og refsingum sem hér segir:

1965 2/11 Reykjavík: Áminning fyrir brot á 28. og 50. gr. umferðarlaga.

1966 26/1 Reykjavík: Sátt, 600 kr. sekt fyrir brot gegn 155. gr. hegningarlaga.

 

1967 20/1 Reykjavík: Áminning fyrir brot á 14. gr. umferðarlaga.

1969 7/11 Reykjavík: Áminning fyrir brot á 21. gr. áfengislaga.

1969 1/12 Reykjavík: Sátt, 3.000 kr. sekt fyrir brot á 3. gr. reglugerðar nr. 105/1936 og 1. og 8. gr. laga nr. 21/1957.

1970 28/12 Reykjavík: Sátt, 3.000 kr. sekt fyrir brot á 25. gr. umferðarlaga. Sviptur ökuleyfi í 3 mánuði.

1971 6/7 Reykjavík: Dómur: 4 mánaða fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár, fyrir brot á 106. gr. hegningarlaga.

 

1972 17/8 Akureyri: Sátt, 1.500 kr. sekt fyrir brot á 60., sbr. 61. gr. laga nr. 59/1969.

1973 20/7 Hafnarfirði: Sátt, 20.000 kr. sekt fyrir brot á 5., sbr. 6. gr. laga nr. 77/1970, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 257/1969.

1974 12/3 Reykjavík: Sátt, 5.000 kr. sekt fyrir brot gegn 26., 37. og 41. gr. umferðarlaga.

1975 4/9 Reykjavík: Ávana og fíkn.: Sátt, 125.000 kr. sekt fyrir brot gegn 2., sbr. 5., sbr. 6. gr. laga nr. 65/1974

 

Bls. 669

 

og 2. gr. reglugerðar nr. 390/1974, en áður við 5., sbr. 6. gr. laga nr. 77/1970 og 1. gr. reglugerðar nr. 257/ 1969, sbr. 2. gr. hegningarlaga.

 

Að áliti dómsins teljast öll ákærðu sakhæf.

 

Ákvörðun refsinga.

Ákærðu Kristján Viðar og Sævar Marinó eru, eins og áður er rakið, taldir sannir að sök um að hafa svipt tvo menn lífi, í bæði skiptin með þriðja manni og borið rangar sakir á fjóra menn, sem voru til þess fallnar að hafa velferðarmissi í för með sér og leiddu til þess, að mönnum þessum var haldið í gæsluvarðhaldi svo mánuðum skipti. Auk þess hafa þeir verið fundnir sekir um nokkur auðgunarbrot og ákærði Sævar Marinó um skjalafals og smygl á fíkniefnum.

 

Ákærði Kristján Viðar hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot og líkamsárás, svo sem áður er rakið, og ákærði Sævar Marinó hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað.

Við ákvörðun refsingar er höfð hliðsjón af þessu svo og framferði ákærðu, eftir að þeir frömdu brotin, sem og þeirri staðreynd, að líkin hafa ekki fundist og fengið greftrun lögum samkvæmt.

Þykir því ekki með vísan til 70. og 77. gr. almennra hegningarlaga verða hjá því komist að dæma ákærðu í ævilangt fangelsi.

 

Ákærði Sævar Marinó hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 12. desember 1975 vegna máls þessa og ákærði Kristján Viðar frá 23. desember sama ár.

Ákærði Tryggvi Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa ásamt meðákærðu Kristjáni Viðari og Sævari Marinó svipt einn mann lífi, fyrir nauðgun, brennu, sem hafði í för með sér almannahættu, og nokkra þjófnaði. Hann hefur áður nokkrum sinnum hlotið refsidóma fyrir auðgunarbrot, líkamsárásir o. fl.

Samkvæmt því þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin með hliðsjón af 70., 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga fangelsi í 16 ár. Ákærði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 23. desember 1975, og þykir rétt, að gæsluvarðhaldsvist hans komi til frádráttar refsingunni með fullri dagatölu skv. 76. gr. almennra hegningarlaga.

 

Ákærði Guðjón er sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana ásamt meðákærðu Kristjáni Viðari og Sævari Marinó og fyrir smygl á fíkniefnum hingað til lands. Ákærði hefur aldrei gerst sekur áður um refsiverða háttsemi. Með þetta í huga svo og það,

 

Bls. 670

 

sem fram hefur komið um þátt ákærða í máli þessu, þykir refsing hans með hliðsjón af 70. og 77. gr. almennra hegningarlaga hæfilega ákveðin 12 ára fangelsi. Ákærði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 12. til 18. desember 1975 og síðan frá 13. nóvember 1976. Þykir rétt, að gæsluvarðhald hans skuli koma til frádráttar refsingunni með fullri dagatölu skv. 76. gr. almennra hegningarlaga.

 

Ákærði Albert Klahn er sakfelldur fyrir að tálma rannsókn á því, er ákærðu sviptu Guðmund Einarsson lífi, og fyrir sölu, neyslu og dreifingu á fíkniefnum. Ákærði hefur aldrei sætt kæru eða refsingu. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 70. og 77. gr. almennra hegningarlaga 15 mánaða fangelsi. Ákærði sat í gæsluvarðhaldi frá 23. desember 1975 til 19. mars 1976, og þykir rétt, að sá tími komi til frádráttar refsingu hans með fullri dagatölu.

Ákærða Erla er fundin sek um rangar sakargiftir, sem voru til þess fallnar að valda velferðarmissi fjögurra manna. Þá er hún sakfelld fyrir að tálma rannsókn á broti meðákærðu Kristjáns Viðars, Sævars Marinós og Guðjóns og fyrir skjalafals og auðgunarbrot. Ákærða hefur hvorki sætt kæru né refsingu áður. Þykir refsing hennar hæfilega ákveðin eftir atvikum og með hliðsjón af 70. og 77. gr. almennra hegningarlaga 3 ára fangelsi. Ákærða sat í gæsluvarðhaldi frá 13. til 20. desember 1975 og aftur frá 4. maí til 22. desember 1976. Þykir rétt skv. 76. gr. almennra hegningarlaga að gæsluvarðhald ákærðu komi til frádráttar refsingunni með fullri dagatölu.

 

Ákærði Ásgeir Ebenezer er sakfelldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegan innflutning þeirra. Ákærði hefur áður hlotið sekt fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og refsidóm fyrir brot á 106. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m. a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða, að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, haldið. Komi refsingin síðar til framkvæmda, skal dragast frá henni gæsluvarðhald ákærða frá 15. til 22. desember 1975.

 

 

Málskostnaður.

 

Bls. 671

 

Ákærðu, Kristján Viðar, Sævar Marinó, Tryggva Rúnar, Guðjón, Albert Klahn og Erlu, ber að dæma til að greiða í saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 1.000.000, óskipt. Þá greiði ákærðu skipuðum verjendum sínum réttargæslu- og málsvarnarlaun sem hér segir:

Ákærði Kristján Viðar Páli A. Pálssyni héraðsdómslögmanni kr. 900.000, ákærði Sævar Marinó Jóni Oddssyni hæstaréttarlögmanni kr. 900.000, ákærði Tryggvi Rúnar Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni kr. 700.000, ákærði Guðjón Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmanni kr. 700.000, ákærði Albert Klahn Erni Clausen hæstaréttarlögmanni kr. 650.000 og ákærða Erla Guðmundi Ingva Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni kr. 700.000, en annan sakarkostnað ber að dæma ákærðu til að greiða óskipt.

 

Ákærða Ásgeir Ebenezer Þórðarson ber að dæma til að greiða skipuðum verjanda sínum, Finni Torfa Stefánssyni héraðsdómslögmanni kr. 60.000 í málsvarnarlaun, en eins og þætti ákærða í málinu er háttað, þykir ekki ástæða til að gera honum að greiða frekari sakarkostnað.

 

Dómsorð:

Ákærði Kristján Viðar Viðarsson sæti fangelsi ævilangt.

Ákærði Sævar Marinó Ciesielski sæti fangelsi ævilangt.

Ákærði Tryggvi Rúnar Leifsson sæti fangelsi í 16 ár. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald hans frá 23. desember 1975.

 

Ákærði Guðjón Skarphéðinsson sæti fangelsi í 12 ár. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald hans frá 12. til 18. desember 1975 og frá 13. nóvember 1976.

Ákærði Albert Klahn Skaftason sæti fangelsi í 15 mánuði. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald hans frá 23. desember 1975 til 19. mars 1976.

Ákærða Erla Bolladóttir sæti fangelsi í 3 ár. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald hennar frá 13. til 20. desember 1975 og frá 4. maí til 22. desember 1976.

 

Ákærði Ásgeir Ebenezer Þórðarson sæti fangelsi í 4 mánuði, en fullnustu refsingarinnar skal fresta og hún niður falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955, haldið. Komi refsingin til framkvæmda, skal dragast frá henni gæsluvarðhald ákærða frá 15. til 22. desember 1975.

 

Bls. 672

 

Ákærði Sævar Marinó greiði Elínu Þórhallsdóttur, Hlíðarhvammi 4, Kópavogi, kr. 31.700 og Farfugladeild Reykjavíkur kr. 30.000.

 

Ákærðu Sævar Marinó og Erla greiði óskipt Póst- og símamálastjórn kr. 952.700 og verslun Silla og Valda kr. 5.000.

Ákærði Tryggvi Rúnar greiði K, . . . vegi . ., Reykjavík, kr. 255.000 auk 9% ársvaxta frá 26. október 1974 til 23. apríl 1976 og 13% ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags.

Ákærðu Ásgeir Ebenezer og Sævar Marinó skulu þola upptöku til ríkissjóðs á 2.5 kg af hassi, sem tollgæslan í Reykjavík lagði hald á 12. desember 1975.

Ákærðu, Kristján Viðar, Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Guðjón, Albert Klahn og Erla, greiði saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 1.000.000, óskipt.

 

Ákærðu greiði skipuðum verjendum sínum réttargæslu og málsvarnarlaun sem hér segir:

Ákærði Kristján Viðar Páli A. Pálssyni héraðsdómslögmanni kr. 900.000, ákærði Sævar Marinó Jóni Oddssyni hæstaréttarlögmanni kr. 900.000, ákærði Tryggvi Rúnar Hilmari Ingimundarsyni hæstaréttarlögmanni kr. 700.000, ákærði Guðjón Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmanni kr. 700.000, ákærði Albert Klahn Erni Clausen hæstaréttarlögmanni kr. 650.000 og ákærða Erla Guðmundi Ingva Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni kr. 700.000, en annan sakarkostnað greiði ákærðu óskipt.

 

Ákærði Ásgeir Ebenezer greiði skipuðum verjanda sínum, Finni Torfa Stefánssyni héraðsdómslögmanni, kr. 60.000 í málsvarnarlaun.

Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum.

 

Lagagreinar

1940.19.2

1940.19.22.1

1940.19.22.4

1940.19.60

1940.19.72

1940.19.73

1940.19.76

1940.19.77

1940.19.77.2

1940.19.78

1940.19.112

1940.19.112.2

1940.19.124

1940.19.148.1

1940.19.148.2

1940.19.155.1

1940.19.157

1940.19.164.1

1940.19.164.2

1940.19.194.1

1940.19.211

1940.19.215

1940.19.218

1940.19.221

1940.19.221.2

1940.19.244

1940.19.248

1940.19.254

1940.19.254.1

1940.19.255

1955.22.7

1969.82.18

1969.82.39.1

1970.77.1

1970.77.5

1970.77.6

1974.65.2

1974.65.5

1974.65.5.5

1974.65.6

1974.74.5.3

1974.74.40.1

1974.74.40.3

1974.74.70.2

1974.74.77.2

1974.74.108

1974.74.118.3

1976.101.15

1976.108.8

1978.5.3

1978.52.5

1978.52.11

Afritað úr dómasafni hæstaréttar á tölvutæku formi, (c) 1995 -1996 Prensmiðjan Oddi hf. - Íslex hf.