V.

V.1.

Í tengslum við beiðni dómfellda um endurupptöku mælti Hæstiréttur fyrir um öflun skýrslna af fjórum vitnum, sbr. 2. mgr. 187. gr. laga nr. 19/1991. Skýrslurnar voru gefnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 20. og 21. júní 1997. Er gerð grein fyrir meginefni þessara skýrslna í eftirfarandi köflum V.2. til V.5. Þá aflaði Hæstiréttur enn fremur vottorðs Fangelsismálastofnunar ríkisins um gæsluvarðhaldsvist dómfellda og annarra ákærðu í málinu, svo og um afplánun refsingar þeirra. Efni þessa vottorðs er rakið í kafla V.6. hér á eftir.