Greinagerð Ragnars Aðalsteinssonar

Hér gefur að líta nokkra kafla úr greinagerð Ragnars Aðalsteinssonar, talsmanns Sævar Ciesielski, vegna beiðnar um endurupptöku hæstaréttarmáls 214/1978.

Greinargerðin var afhent forseta Hæstaréttar 21.febrúar 1997.

Hugtakið „ný gögn“
Skilgreining hugtaksins „ný gögn“ innifelur allar upplýsingar og aðstæður sem eru til þess fallnar að draga í efa réttmæti hins upphaflega dóms, að engu undanskildu.

Húsið að Hamarsbraut 11
Enginn varð var umgangs aðfaranótt 27. janúar 1974, þó er hljóðbært milli hæða í húsinu, sem og í nágrenninu.

Lágmarksréttindi sakbornings
Að lögum á að tryggja sakborningum ákveðin lágmarksréttindi.

Dómarar í málinu beittir blekkingum
Við samanburð á „staðfestu endurriti“ úr fangelsinsdagbók, staðfestu af Gunnari Guðmundssyni forstöðumanni Síðumúlafangelsis, og frumriti fangelsisdagbókar kemur í ljós, að endurritið er rangt í þeim skilningi að ekki eru tekin upp atriði, sem eru andstæð rannsóknar- og ákæruvaldi í málinu.

Umsögn Hæstaréttar um Síðumúlafangelsi
Hæstiréttur dæmdi „fjórmenningunum“ miskabætur vegna vistunar í Síðumúlafangelsi og í dómunum telur dómstóllinn að „húsakynni þau sem þeir voru vistaðir í ekki forsvaranleg til svo langrar vistunar“.

Áhrif Einangrunar og lyfja
„Einangrun [í 14 til 30 daga] brýtur niður viðnámsþrek, enda er það markmiðið, að flýta fyrir að fá fram atriði sem kæmu annars ekki eða síðar.“

Dæmi um meðferð á sakborningi: Albert Klahn Skaftason
„Þá er að geta þess að Albert Klan var nær því búinn að kalla yfir sig járn og öll fríðindi af honum tekin [...] og aðallega er hann illur útí fötu sem hjá honum er, og á að pissa í ef þarf með, en hann hafði vit á að draga sig í hlé áður en til átaka kom.“

Gunnar Jónsson
„Lykilvitnið“ Gunnar Jónsson var sóttur til Spánar til að bera vitni í Guðmundarmáli. Hann sagði í yfirheyrslu 2. maí 1977 að hann hafi séð myndina af Guðmundi Einarssyni í Morgunblaðinu þegar eftir honum var lýst en hann ekki sett hana í samband við neitt sem hann hafði séð dagana á undan.

Niðurstöður
13 kafli greinagerðar Ragnars Aðalsteinssonar í heild sinni. Hér eru dregnar saman niðurstöður greinagerðarinnar