|
|
|

15.jan.1998

Velkomin á þennan upplýsingavef um Hæstaréttarmál 214/1978.

Áhugi almennings á lögfræði er misjafnlega mikill. Hann virðist hins vegar óþrjótandi þegar þessi umtöluðustu sakamál síðari ára ber á góma.

Hér á þessum vef gefst áhugamönnum kostur á að kynna sér málið frá ýmsum hliðum.

Vefurinn skiptist í nokkra efnisflokka eftir eðli upplýsinganna sem í þeim er að finna. Í rammanum hér til vinstri er listi yfir alla efnisflokkana og þegar einhver þeirra er valinn kemur upp efnisyfirlit þess flokks í þessum hluta gluggans.

Til að komast aftur í efnisyfirlit viðkomandi efnisflokks er annaðhvort smellt Back-hnappinn eða smellt á nafn efnisflokksins í listanum.

Væntanlega ætti skipulag vefsins að skýra sig sjálft um leið og hann er notaður. Nánari útlistun á tildrögum og hlutverki vefsins er að finna í inngangi að vefnum sem Tryggvi Hübner, einn aðstandenda hans, hefur ritað.