V.4.

 

Séra Jón Bjarman staðfesti fyrir dóminum yfirlýsingu sína frá 20. nóvember 1996, sem rakin er í kafla III.7., og gerði nánari grein fyrir atriðum, sem þar koma fram. Hann var í lokin spurður um það hvort sjónarmið hans um aðbúnað og meðferð dómfellda og annarra ákærðu í málinu hefðu öll komist á framfæri við rannsókn, sem fór fram hjá lögreglunni 1979 vegna kæru dómfellda um harðræði í gæsluvarðhaldsvist. Hann kvaðst ekki minnast annars en að svo hefði verið.